Flokkaskipt greinasafn: Enski Boltinn

Peningamál 2017 (síðari hluti) – samkeppnisaðilarnir

Síðastliðinn föstudaginn fjallaði ég um ársreikning Liverpool FC, þróunina undir FSG og mína sín á framtíðina. Í dag vil ég taka þessar upplýsingar áfram og bera Liverpool saman við samkeppnisaðilana  og þá sérstaklega topp 6 liðin í ensku úrvalsdeildinni.

Tekjur

Mikið hefur verið rætt og ritað um misskiptingu auðs og er fótboltaheimurinn þar engin undantekning. Deloitte birtir árlega samantekt (Deloitte Football Money League) þar sem þeir fara yfir tekjur stærstu liða Evrópu og skoða samanburð á milli ára, hvaðan tekjurnar koma og framtíðarhorfur.

Samantekt Deloitte fyrir tímabilið 2015/16 er fróðleg og þá ekki síst sú staðreynd að Liverpool er eina liðið í topp 10 sem ekki spilar í Champions League!

Einnig vekur gríðarlegur vöxtur Manchester United athygli mína. Þeir eru tekjuhæsti fótboltaklúbbur í heimi (í fyrsta sinn síðan 2003/04) og bendir flest til þess að þeir haldi toppsætinu á núverandi leiktímabili og fari yfir £530 milljónir í veltu og það án Champions League!

Continue reading

Leicester 3 – Liverpool 1 (leikskýrsla)

1-0 Vardy á 28.mínútu
2-0 Drinkwater á 39.mínútu
3-0 Vardy á 60.mínútu
3-1 Coutinho á 67.mínútu

BESTU LEIKMENN LIVERPOOL

Það er einn sem ekki þarf að skammast sín fyrir frammistöðu kvöldsins, Simon Mignolet bar af í arfalélegu Liverpool-liði, hefðum tapað mun stærra ef hann hefði ekki haldið okkur á floti.

VONDUR DAGUR

Allir útileikmenn sem tóku þátt í þessum leik, þeir tíu sem hófu hann og þeir tveir sem komu inná þegar eitthvað var eftir. Coutinho gat eitthvað í 5 mínútur en frammistaða annarra var sjokkerandi vond. Can sýndi endanlega að hann ræður ekki við að spila á miðju, Lucas vinur minn á aldrei að fá að spila hafsent aftur og Firmino svaraði pistil Óla Hauks. Við vinnum í dag ekki leiki með hann sem framherja – hvað þá mót. Hrein ömurð.

UMRÆÐA EFTIR LEIK

  • Hversu mikill óstöðugleiki er mögulegur í einu knattspyrnuliði. Liverpool FC er að svara því. Í toppsætum 1.janúar með öllu að keppa. Tveimur almanaksmánuðum síðar höfum við náð okkur í 6 stig í 7 leikjum í deild. Það er árangur liðs sem fellur eftir tímabil. Þetta er kannski ekki rannsóknarspurning því það er orðið svo augljóst að við eigum ekkert plan B. Að því næst.

  • Ég er enn með mancrush fyrir Jurgen Klopp og hef fulla trú á honum. Hins vegar hafa nú minni spámenn séð við honum. Paul Clement hjá Swansea, Sousa hjá Hull og nú Craig Shakespeare munu ekki koma sínu liði í Meistaradeild. En þeir hafa nú með stuttu millibili fundið út okkar leikplan og hann virðist engin svör kunna. Chelsea, City og Spurs komu ofarlega á okkur og spiluðu fótbolta. Til að vinna Klopp-lið Liverpool þarftu að þrýsta liðinu okkar út á vængi og leyfa okkur að krossa inn í box, sparka langt og klára sóknir. Þetta ræður liðið hans ekki við og hann kann engin ráð. Hann var öskrandi á hliðarlínunni vissulega en undirbúningur hans teymis fyrir þennan leik fær fullkomna falleinkunn og það er virkilega sláandi að hann virðist ekki læra af mistökum.

  • Hver það er sem tekur ákvarðanir um leikmannakaup fyrir þetta tímabil skal slá sig utanundir. Fast! Vissulega sóttum við Mané og Matip en svo bættum við við okkur varnarmanni sem ekki er treyst og markmann á varamannabekkinn, auk efnilegs miðjumanns sem hefur alls ekki sannfært alla. Bekkurinn okkar í kvöld var einfaldlega sjokkerandi og það að setja Moreno og Origi inn sem fyrstu valkosti til að breyta svona leik fær mann til að langa til að kasta upp. Það er algerlega orðið ljóst að í þetta lið okkar vantar a.m.k. afburða hafsent, afburða miðjumann og afburða striker til að klára heilt tímabil. Vanmat á leiktímabilinu í Englandi virðist algert, þetta eru bara alls ekki lengur einhver slys…

  • Þreyta er ekki lengur afsökun takk krakkar. Við vorum a.m.k. jafn lélegir núna eftir þetta 16 daga frí og þegar við spiluðum fleiri leiki. Öll þvælan um það að detta út úr bikarkeppnum og spila ekki í EL. Takið hana og troðið þar sem sólin ekki skín. Þessu liði vantar fleiri gæðaleikmenn og frammistöður undanfarið voru ekki vegna þreytu.

  • Liðið okkar er ekki hugað. Leicester tóku völdin með tæklingu eftir 25 sekúndur og héldu þeim í 60 mínútur. Alveg sama hvert litið var…við fengum ekki eitt gult spjald í þessum leik enda fórum við ekki í tæklingu í þessum leik. Þar fór miðjan fremst í flokki – það er þar sem baráttan byrjar og endar. Hjá okkur byrjaði hún aldrei.

  • Þetta lið spilar ekki í Meistaradeild á næsta ári. Sigurliðið í deildarbikarnum verður í toppsætum og því erum við nú í EL sæti. Það er að mínu mati það hæsta sem við getum horft til á þessu ári sem er orðið mesta vonbrigðatímabilið í mínum kolli bara, utan við mánuðina hjá Hodgson. Það er ekki auðvelt að elska þetta lið…það er hunderfitt.

  • Liverpool FC er heimsþekkt vörumerki þrátt fyrir arfaslaka frammistöðu síðustu ára. Ótrúleg frammistaða „Travelling Kop“ í kvöld bara enn ein sönnun þess. Hversu lengi heldur það þegar enn eitt tímabilið er runnið upp þar sem liðið hrynur fullkomlega undan væntingum okkar og er áfram utan toppsæta ensku deildarinnar?

  • Afsakið dramatíkina og niðurrifið hérna. Veit að það verða margir fúlir út í þessi skrif hérna en ég bara er ekki í neinu Pollýönnuskapi hérna eftir að liðið mitt eyðilagði enn eina tveggja klukkutíma setuna í mínu lífi!!!

NÆSTU VERKEFNI

Arsenal um næstu helgi. Það verða góðir vinir mínir margir á Anfield. Mikið vona ég að þau fái að sjá annað en þennan aumingjaskap sem pirraði mig svona svakalega í dag.

Það hlýtur að koma að því að topplið stúti okkur þó…því það er alveg klárt að við erum í frjálsu falli.

Englandsmeistarar Leicester!

Þetta var bara að gerast. Í alvöru:

Jafntefli Tottenham gegn Chelsea í kvöld þýðir að LEICESTER CITY eru Englandsmeistarar í knattspyrnu karla!

Þetta er ótrúlegur árangur. Svo magnað að maður hefur haft hálft tímabilið til að venjast tilhugsuninni og nær því ekki enn. Liðið var nánast dauðadæmt á botni deildarinnar fyrir 14 mánuðum áður en magnaður lokasprettur lyfti þeim upp úr fallsætunum. Síðasta sumar mætti svo Claudio gamli Ranieri á svæðið og liðið bara hélt áfram að vinna … og vinna … og vinna.

Og nú eru þeir Englandsmeistarar.

Það er ekki hægt annað en að óska Refunum innilega til hamingju með þetta. Þetta lið var einfaldlega besta liðið í vetur!

Swansea – Liverpool 3-1

Spurning hvað maður nennir að eyða mörgum orðum í svona leik …..

Klopp gerði 8 breytingar frá því á fimmmtudaginn, með Skrtel sem fyrirliða og allt of fáliðaður á miðjunni. Þetta var yngsta byrjunarlið Liverpool í sögu úrvalsdeildarinnar, held að meðalaldurinn hafi verið rétt rúm 23 ár, en liðið var sem sagt svona í dag

Ward

Clyne – Skrtel(c) – Lovren – Smith

Stewart – Chirivella

Ibe – Coutinho – Ojo
Sturridge

Bekkur: Mignolet, Benteke, Lallana, Lucas, Brannagan, Teixeira.

Continue reading

Leikjaplanið 2015/16 og aðrar fréttir

Fer sæmilega ítarlega yfir leikjaprógrammið neðst í færslunni og bæti inn öllum auka leikdögum (bikar, evrópa og landsleikir).

Byrjum á þessu:

Podcast
Við tókum upp podcast í gær og er umræðan um efni þáttarins ennþá lifandi í þeirri færslu. Tókum fyrir kaup Liverpool það sem af er og ræddum breytingar á þjálfaraliðinu. Tæplega klukkutíma þáttur.

Sterling
Fréttir dagsins herma að Man City komi til með að bjóða £40m í Raheem Sterling og í sömu fréttum er sagt að Liverpool muni hafna því boði. Afhverju í veröldinni fréttir af bæði boðinu og viðbrögðum Liverpool ættu að hafa lekið áður en nokkuð gerist skil ég ekki alveg og fyrir mér gengur þetta ekki alveg upp. En Sterling er 20 ára og eitt allra mesta efni Englendinga með Man City á eftir sér, lið sem verður að bæta við sig Englendingum og á endalaust af peningum. Liverpool á ekki að svara í símann fyrir minna en a.m.k. £50m og það er á mörkum þess að vera nóg á þessum fáránlega EPL markaði.

Hafa ber í huga að QPR á rétt á 20% af söluverði Sterling og að hann á núna 2 ár eftir af samningi sem kostar Liverpool ca. þrefalt minna en annars þyrfti að greiða sambærilegum leikmanni. Framkoma hans og umboðsmanns hans í vetur gerir það síðan að verkum að þeir eiga EKKERT inni hjá forráðamönnum Liverpool.

Hugsanlegur arftaki Sterling
Aðrar (og ekki eins traustar) fréttir herma að staðfest sé að Roberto Firmino leikmaður Hoffenheim ætli í ensku úrvalsdeildina og Globo, sjónvarpsstöðin í Brasilíu heldur því fram að Liverpool hafi sýnt honum mikinn áhuga. Hann er núna í Copa America með Coutinho og væri alltaf líklegur sem arftaki Sterling frekar en viðbót ásamt Sterling. Firmino er engu lægra skrifaður í boltanum heldur en Sterling, nema síður sé og væri þetta því mjög spennandi.

Þó má ekki gleyma að fyrir á Liverpool Markovic og Ibe sem gætu báðir alveg náð jafn langt á sínum ferli og Sterling.

Clyne
Talið er að Southampton sé að kaupa hægri bakvörð Sporting Lisbon, Cedric Soares og bendir það til þess að hreyfing sé komin á mál Nathaniel Clyne sem er mjög líklega að fara frá liðinu í sumar. Talið er að Liverpool ætli að bjóða í hann að nýju á næstu dögum og að hann sé til í að koma til Liverpool. Southampton vill £15m fyrir hann, Liverpool bauð £10m í síðasta mánuði. Ef Southampton er að kaupa leikmann í staðin og Echo að skrifa fréttir um þetta er ljóst að eitthvað ætti að vera marka þessar fréttir. Tottenham er að kaupa Trippier frá Burnley og því er aðeins United líklegt til að blanda sér í þessi viðskipti og eyðileggja eitthvað sem virðist vera óvenjulega átakalaus leikmannakaup.

Leikjaplanið 2015/16
Stóra málið í dag er samt auðvitað nýtt leikjaplan fyrir næsta tímabil. Ég hef aðeins orðið var við svartsýni í kjölfarið á þessari niðurröðun enda útileikirnir erfiðir í byrjun en langar þó að skoða þetta aðeins betur. Til að átta sig betur á listanum set ég inn dagsetningar á bikarleikjum, Europa League og landsleikjahléum.

July
14 – Thai All Stars – Liverpool
Fjarlægð frá Liverpool 9.678 km. Flugtími er ca. 12 tímar.
17 – Brisbane Roar – Liverpool
Fjarlægð frá Bangkok 7.277 km. Flugtími er ca. 9 tímar
20 – Adelaide United – Liverpool
Fjarlægð frá Brisbane 1.620 km. Flugtími er rúmlega 2 tímar.
24 – Malaysia XI – Liverpool
Fjarlægð frá Adelaide er 5.680 km. Flugtími er ca. 7,5 tímar

Fjarlægð frá Kuala Lumpur til Liverpool er 10.670 km. Flugtími tæplega 14 tímar.

1 – HJK – Liverpool (ágúst)
Fjarlægð frá Liverpool 1.830 km. Flugtími 2,5 tímar.

Það er nokkuð ljóst að fábjáninn sem fékk það út að þetta væri bara í alvörunni besti mögulegi undirbúningur Liverpool fyrir næsta tímabil er að hugsa að öllu leiti um fjárhagslegu hliðina og ekkert annað.

Á tíu mikilvægustu dögum undirbúningstímabilsins er Liverpool að ferðast tæplega 35.000 km. Flugtími er að meðaltali um 8,9 tímar í fimm löngum flugferðum. Meira að segja innanlands í Ástalíu er fjórfalt lengra en Reykjavík – Akureyri. Eðlilega spilar Liverpool ekkert á Anfield fyrir þetta tímabil en í heildina ferðast liðið um 37.000 km og er að meðaltali um 7,8 tíma í flugi, samtals áætla ég 47 tíma í flug eða næstum TVO HEILA DAGA. Það svosem gildir einu hvort við teljum þessa ferð til Finnlands með eða ekki.

Allt eru þetta leikir gegn grín mótherjum heimamanna og mjög vel hægt að draga í efa notagildi þessara leikja.

Stoke fer á sama tíma í eina ferð til Singapore 18.júlí og spilar þar við Arsenal eða eitthvað lið heimamanna. Þess utan taka þeir þrjá æfingaleiki á Englandi gegn enskum liðum, ekkert bull í líkingu við Liverpool í þeirra undirbúningi fyrir fyrsta leik.

Bournemouth fer til Bandaríkjana í einn leik um miðjan júlí en er að öðru leiti bara í Evrópu að undirbúa sig.

Ekkert annað lið fer í viðlíka bull og Liverpool á undirbúningstímabilinu. Frekar er þá reynt að taka þátt í mótum sem haldin eru á sama stað og spila þá alvöru leiki gegn alvöru liðum.

Vonandi er þetta betri undirbúningur en ég átta mig á eða þá skiptir ekki svo miklu máli. Leikjaplanið fyrir alvöru leikina er svona

August
8 – Stoke City (A)
15 – Bournemouth (H)
22 – Arsenal (A)
29 – West Ham United (H)

Ef það er einhver karakter í þessu liði er Stoke úti einmitt leikurinn sem við viljum í fyrstu umferð eftir útreiðina í síðasta leik. Mögulega er ekkert að því að mæta Arsenal svona snemma en þó fúlt að þeir hafi ekki náð sínu 4. sæti í fyrra því nú sleppa þeir við Meistaradeildarleiki sem eru þremur dögum fyrir leikinn gegn Liverpool. Ekkert gott að mæta nýliðum svona snemma en enginn afsökun að vinna þá ekki heima.

Liverpool vildi byrja á útivelli og ég hef séð töluvert verri ágúst mánuð hjá Liverpool en þetta. Ekkert væl.

September
1 – Transfer Deadline Day
5 – San Marino v England – Euro 2016 Qualifier
8 – England v Switzerland – EURO 2016 Qualifier

12 – Manchester United (A)
17 – UEFA Europa League MD1
19 – Norwich City (H)
21 – Capital One Cup Round 3
26 – Aston Villa (H)

Aðeins einn útileikur í september þó það sé reyndar útileikurinn. Strax eftir landsleikjahlé, vonandi vinnur það með Liverpool að það stefnir í að allir leikmenn liðsins spili með sama landsliði. Sturridge verður vonandi kominn í liðið þarna.
Fínt að fá heimaleik eftir Europa League og raunar þarf Liverpool aldrei að spila utan Liverpool borgar eftir bölvaða Europa League leikina. Eini útileikurinn er gegn Everton.
Heimtum a.m.k. 6 stig í sept, ef ekki meira.
Continue reading