Flokkaskipt greinasafn: Enski Boltinn

Alex Ferguson hættir hjá Man Utd!

Forsala á nýju Liverpool-treyjunni er hafin í ReAct!

Ja hérna hér! Alex Ferguson hefur sagt upp starfi sínu hjá Manchester United og hættir eftir þetta tímabil.

Þessi maður hefur gert okkur lífið leitt í heil 26 ár og honum tókst að snúa valdahlutföllunum á milli Manchester United og Liverpool á hvolf. Ekki ætla ég að skrifa lofræðu um hann á þessa síðu, en árangur hans er stórkostlegur. Um það er ekki hægt að deila.

Ég vildi bara setja inn stutta færslu um þetta hér, því eflaust vilja margir ræða þetta mál. Það er allavega ljóst að sama hvaða framkvæmdastjóra United ráða í staðinn – Klopp, Mourinho, Moyes eða hvern sem er – þá eru það nákvæmlega NÚLL líkur á því að hann verði jafn sigursæll og Alex Ferguson. Því hljóta flestir Liverpool-stuðningsmenn að fagna því að hann sé loksins hættur.

Opinn þráður: Chelsea reka Di Matteo

Staðfest: Chelsea eru búnir að reka Roberto Di Matteo. Hann entist tæplega viku lengur en Andre Villas Boas í starfi.

Di Matteo stýrði Chelsea í 9 mánuði. Hann vann FA bikarinn og Meistaradeildina og bjargaði þátttöku liðsins í Meistaradeildinni í vetur. Lið hans byrjaði langbest allra í deildinni og unnu 7 af fyrstu 9 leikjum sínum í deildinni. Síðan þá hafa þeir aðeins unnið 1 af síðustu 5 og tapað 2 af síðustu 3 í Meistaradeildinni, þar sem þátttaka þeirra hangir nú á bláþræði.

Við erum að tala um innan við mánuð af lægð hjá stjóra sem vann Meistaradeildina í vor. Og Roman rak hann. Ja hérna.

Þetta er opinn þráður. Ræðið það sem þið viljið.

Heysel & Hillsborough

Hillsborough
Þegar kom að því að finna sökudólga fyrir hörmungum eins og áttu sér stað á Hillsborough þann 15.apríl 1989 lá líklega enginn hópur betur við höggi heldur en stuðningsmenn Liverpool.  Til að skilja af hverju þarf að leita nokkur ár aftur í tímann.

Undanfari Hillsborough – Heysel 1985
Ástæða þess að stuðningsmenn Liverpool láu svona vel við höggi er auðvitað Heysel slysið sem átti sér stað á úrslitaleik Evrópukeppninnar árið 1985 þar sem 39 áhorfendur, flestir stuðningsmenn Juventus létust.

Fótboltaleikir á níunda áratugnum voru mjög frábrugðnir því sem þekkist í dag og ólæti stuðningsmanna mjög algeng. Einhver lið áttu jafnvel stuðningshópa sem voru þekktir fyrir vesen á fótboltaleikjum og oft voru verstu ólátabelgirnir menn sem höfðu ekkert endilega áhuga á fótbolta.

Ástandið var sérstaklega slæmt á Englandi þar  atvinnuleysið var mikið og hverjum hópvinnustaðum á fætur öðrum var lokað undir styrkri stjórn hinnar yfirnáttúrulega hrokafullu Járnfrúr, einhverrar hötuðustu persónu úr breksum stjórnmálum. Fótboltinn var íþrótt almúgans, „the working class“ eins og það heitir á frummálinu og þar fengu menn útrás. Engin furða að Margret Thatcher hafi haft óbeit á fótbolta og fótboltabullum alla tíð og átti sinn þátt í eftirmálum Heysel og Hillsborough.

Ólæti byrjuðu reyndar mikið fyrr heldur á níunda áratugnum því áhorfendur á þeim sjöunda og áttunda voru ekki ósvipaður leikmönnum þess tíma. Leeds var t.d. dæmt í fjögurra ára bann frá þáttöku í evrópukeppni er stuðningsmenn þeirra réðust inn á völlinn í leik gegn Bayern Munhen tíu árum fyrir Heysel. Áratugin þarna á milli voru stöðugt ólæti á knattspyrnuleikjum á Englandi og víðar.

Liverpool var ekkert undanskilið þessu frekar en aðrar borgir en þó var einna minnst um ólæti á leikjum í Liverpool borg (m.v. handtökur). Kannski að hluta til vegna velgengni liðanna.  Undanfari Heysel hvað ólæti stuðningsmanna varðar má þó að einhverju leiti rekja til atburða frá árinu áður er Liverpool komst einnig í úrslit evrópukeppninnar þá aðeins til að mæta heimamönnum í Roma. Eitt af mörgum dæmum um frábæra skipulagningu UEFA í vali á staðsetningu þessa viðburðar.

Róm 1984
Stuðningsmenn Roma nýttu heldur betur tækifærið þennan dag og tóku all hressilega á móti stuðningsmönnum Liverpool sem voru auðvitað í mjög miklum minnihluta. Það voru mikil ólæti fyrir fyrir leik, á meðan leik stóð var stanslaust kastað smáhlutum (flöskur, myntpeningar o.fl.) í Liverpool hluta vallarins og frá öllum hliðum. Eftir leik sem Liverpool vann heimamönnum til mikillar „gleði“ var svo sannarlega setið fyrir gestunum er þeir yfirgáfu leikvanginn. Stór gengi vopnuð hnífum og bareflum réðust á stuðningsmenn Liverpool, jafnvel rólegheita fjölskyldufólk á leiðinni heim á hótel. Fjölmargir hlutu stungusár og einhverjir þurftu að leita skjóls í Breska sendiráðinu í Róm. Lögreglan lét þetta að miklu leiti afskiptalaust og raunar eru sögur til af hjálp þennan dag úr óvæntri átt eða frá stuðningsmönnum Lazio sem eru þekktir enn þann dag í dag fyrir ólæti. Þeim fannst ekkert leiðinlegt að sjá Roma tapa á heimavelli og voru alveg til í að hjóla í þá.  Það fór sannarlega ekki vel í vinstri sinnaða stuðningsmenn Liverpool að vera í svo vondri stöðu að þurfa þiggja hjálp frá fasistum Lazio og þeirra ultras aðdáendum.

Löng saga stutt, stuðningsmönnum Liverpool var alls ekki vel við Ítali og það var alltaf ljóst að þeir myndu ekki hörfa eins mikið og á hlutlausum velli og þeir gerðu í Róm.

Ólæti stuðningsmanna á Heysel
Eftir Róm ´84 er því óhætt að segja að stuðningsmenn Liverpool voru sannarlega „up for it“ þegar kom að þessum leik enda mótherjarnir aftur ítalir. Nákvæmlega sama átti við um stuðningsmenn Juventus sem voru mun fleiri í Brussel þennan dag og engu skárri en samlandar þeirra frá Róm árið áður.  Það var því vel vitað að ólæti á þessum leik væru óumflýjanleg rétt eins og á öllum öðrum leikjum.  Því skal þó auðvitað haldið til haga að um minnihluta allra aðdáenda er alltaf að ræða. Fáir skemma oft fyrir fjöldanum og það átti við þennan dag svo sannarlega.

Ekkert af þessu afsakar þá stuðningsmenn Liverpool sem tóku þátt í þeim atburðum sem leiddu til dauða 39 saklausra áhorfenda sem flestir voru á bandi Juventus. Þetta er klárlega svartasti bletturinn í sögu Liverpool Football Club og reyndar UEFA líka. Orðspori félagsins var í rústað þennan dag og stuðningsmönnum liðsins (réttilega) kennt um. Flestir hafa tekið þætti stuðningsmanna Liverpool með skömm (sérstaklega eftir Hillsborough slysið) og þeir sem létu verst voru ákærðir og helmingurinn af þeim (14 manns) dæmdir í þriggja ára fangelsi, flestir af þeim „þekktar“ fótboltabullur.

Liverpool og Juventus mættust 20 árum eftir Heysel slysið og þar gerðu stuðningsmenn Liverpool sitt besta til að biðja Ítalina afsökunar, ekki finna afsakanir eða benda á aðra heldur biðjast afsökunar, þetta var fyrsta tækifærið til þess með svona beinum hætti. Brian Reade sem var á báðum leikjum sem og á Hillsborough skrifaði góða grein um þetta daginn eftir.  

Refsing Liverpool og enskra liða
Eins og áður  segir svartur blettur í sögu Liverpool og enska boltans sem fékk líka að finna fyrir því í kjölfarið og engin meira heldur en bæði liðin í Liverpoolborg. Árið 1985 hafði Liverpool komist fjórum sinnum í úrslit evrópukeppninnar á átta árum og þetta sama ár varð Everton enskur meistari. Liðin skiptust á að vinna titilinn og bikarinn á þessum árum og voru bæði með bestu lið í sögu félaganna. En í kjölfar Heysel máttu þau ekki keppa í evrópukeppnum og misstu þar af leiðandi af tekjum, reynslu og leikmönnum sem því fylgdu og misstu bæði flugið nokkrum árum seinna. Ensk félagslið fengu ótímasett bann frá Evrópukeppnum og sami dómur kvað á um að Liverpool hlyti þrjú auka ár í bann. M.ö.o. rothögg fyrir ensku liðin sem höfðu unnið keppnina sjö sinnum á átta árum. (Liverpool 1977, 1978, 1981 og 1984, Nottingham Forest  1979 og 1980, og Aston Villa 1982)

Aðrar ástæður Heysel slysins:
Málið er þó ekki alveg eins einfalt og látið var í veðri vaka strax í kjölfar slyssins og mjög margir halda ennþá í til dagsins í dag. Stuðningsmenn Liverpool réðust ekki að ítölunum upp úr þurru og alls ekki með þann ásetning að myrða neinn enda dánarorsök ekki vegna barsmíða. Það sem stuðningsmenn Liverpool gerðu var í raun ekki ósvipað því sem oft mátti sjá á leikjum á þessum tíma en í þetta skiptið urðu afleiðingarnar eins hræðilegar og þær gátu orðið. Þannig að þó stuðningsmenn Liverpool hafi tekið á sig sinn þátt í þessum harmleik með ævarandi skömm er alls ekki þar með sagt að þeir hafi nokkurntíma tekið undir ódýra yfirlýsingu Gunter Schneider eftirlitsmanns UEFA á leiknum sem hljóðaði svona:

„Only the English fans were responsible. Of that there is no doubt.“

Með þessu var alveg fríað þátt UEFA, lögreglunnar og eigenda Heysel sem kannski kemur ekki á óvart eftir það sem hefur verið opinberað undanfarið. Eins var ekki minnst á þátt stuðningsmanna Juventus sem einnig voru með ólæti sín megin. Liverpool fékk á sig alla sökina og forsætisráðherrann var fljótur að grípa gæsina þegar færið gafst og gerði illt verra.

Þetta hafði Chris Rowland, höfundur bókarinnar From Where I Was Standing sem fjallar um Heysel slysið frá hans sjónarhól að segja um þann part:

In the days and weeks that followed, Heysel continued to dominate the news. From the newspapers to TV chat shows to the House of Commons, it was just about the only topic of debate. A few days later, British Prime Minister Margaret Thatcher pressured the FA to ban all English clubs from Europe indefinitely. Our own Football Association had pre-empted them by withdrawing our clubs from the following season’s European tournaments pending UEFA’s announcements. Two days later she was granted her wish as UEFA banned all English sides for what they stated was “an indeterminate period of time”. Liverpool received an additional ban of “indeterminate plus three years”, or more precisely, three further years in which Liverpool qualified for European competition. If they didn’t, the ban would roll on until they did. Given Thatcher’s previously stated dislike of the city of Liverpool –– probably because of its left-wing politics and strong opposition to her government and philosophy –– and her very apparent dislike of football and football supporters generally, we hardly expected any help from her. It was the excuse she and her cronies had been looking for to put the boot into football just the way they had with the miners.

Ensk lið vöru öll dæmd í bann en það náði á einhvern ótrúlegan hátt ekki yfir Enska landsliðið en á leikjum þeirra var ástandið á þessum árum verra en hjá öllum félagsliðunum samanlagt.  Stuðningsmenn Juventus sem börðust við lögregluna og voru með mikil ólæti fengu líka sína refsingu en mjög væga m.v. þá sem Liverpool fékk (eðlilega) en á skrítnum forsendum. Aftur Chris Rowland úr bók hans:

The inconsistency of UEFA’s decisions extended to the remarkable leniency shown to Juventus for the considerable part played by their supporters in the disturbances at Heysel. Their ”punishment” was to begin the defence of the trophy they won in Brussels by playing their home European Cup games the following season behind closed doors. Hardly hard line. The point was made that Juventus’ fans had no particular ‘previous’ before Heysel; true, but neither did Liverpool’s.

Andinn og ólætin á leikjum var þannig að aðeins var tímaspursmál var hvenær stórslys yrði og enginn náði að lýsa þessu betur heldur en Arsenal aðdáandinn og rithöfundurinn Nick Hornby:

‘The kids’ stuff that proved murderous in Brussels belonged firmly and clearly on a continuum of apparently harmless but obviously threatening acts –– violent chants, wanker signs, the whole, petty hardact works –– in which a very large minority of fans had been indulging for nearly 20 years. In short Heysel was an organic part of a culture that many of us, myself included, had contributed towards.’

Ástand Heysel:
Heysel sem var þjóðarleikvangur Belga var langt frá því að vera í ástandi til að hýsa viðburð af þessari stærðargráðu, áætlað var að rífa leikvanginn og höfðu nauðsynlegar endurbætur á vellinum því setið á hakanum í nokkur ár. Arsenal hafði spilað á vellinum nokkrum árum áður og stuðningsmenn þeirra sögðu völlinn vera ömurlegan.  Fyrir leik Liverpool og Juventus sendi Peter Robinson stjórnarformaður Liverpool beiðni til UEFA um að færa leikinn á hentugri völl þar sem hann hafði miklar áhyggjur af öryggi áhorfenda á vellinum.

Fyrir okkur sem erum vön öryggi leikvanga nútímans er hálf hlægilegt/grátlegt að hugsa út í ástand Heysel því völlurinn var það illa að hruni kominn að hægt var að tína upp grjóthnullunga sem auðvitað voru notaðir til að kasta yfir í stuðningsmannahóp andstæðinganna og eru sögur af því að ástand vallarins hafi verið svo lélegt að hægt var að sparka gat á veggi stúkunnar og komast þannig inn um gatið.  Stuðningsmenn Liverpool eru enn þann dag í dag að fara fram á afsökunarbeiðni frá UEFA vegna þeirra aðkomu að Heysel slysinu eins og Brian Reade kom inn á í Mirror 2010

Gæsla og skipulag:
Völlurinn var þó ekki það eina sem var langt frá því að vera í lagi þennan dag, nánast allt sem gat klikkað er kom að skipulagi leiksins klikkaði . Stuðningsmönnum liðanna var úthlutað miðum á sitthvorum enda vallarins þannig að þeir væru sem lengst frá hvor öðrum. En í stað þess að aðskilja áhorfendur með stóru auðu svæði og mjög öflugri gæslu eins og þekktist allsstaðar annarsstaðar var úthlutað miðum í svokallað hlutlaust svæði fyrir Belgíska áhorfendur.

Þetta voru mjög alvarleg mistök og mótmæltu forráðamenn bæði Liverpool og Juventus þessu fyrirkomulagi opinberlega fyrir leik. Þetta gaf ferðaskrifstofum og svartamarkaðs bröskurum tækifæri til að selja miðana í þetta hólf og þannig hugsanlega blanda stuðningshópunum saman. Fjöldi brottflutra Ítala bjó í Brussel á þessum tíma og keyptu þeir ásamt ferðaskrifstofum nánast alla miðana í hlutlausasvæðið sem þannig fóru nánast allir í hendur Juventus aðdáenda.  Ekki autt svæði eða hlutlausir aðdáendur sem var aldrei að fara gerast. Þetta vissu Belgísk knattspyrnuyfirvöld sem græddu á því að selja þessa miða og það þurfti ekki kjarneðlisfræðing til að finna út að þarna yrði mjög líklega vesen en samt var gæslan á milli aðdáenda til skammar sem og girðingin á milli.

Þannig að í stað þess að hafa öfluga gæslu og langt bil milli stuðningsmanna liðana var lítil og aum bráðabirgðagirðing og örfáir gæslumenn á milli hópana, fimm löggur og tveir hundar réttara sagt. Ultras hópar Juventus aðdáenda sem höfðu verið með mikil ólæti voru þó hinumegin á vellinum og fjarri verstu bullunum í hópi Liverpool.

Með nóg af grjóti og drasli til að henda fóru flugskeytin að berast milli hópana sem voru rétt hjá hvorum öðrum sem endaði  með því að hluti stuðningsmanna Liverpool sem í þetta skiptið voru ekki til í aðrar eins árásir og árið áður fengu nóg og réðust næsta auðveldlega, allt of auðveldlega, yfir á svæði Ítalana (hólf Z á skýringarmynd af Heysel).  Ítalarnir hörfuðu í snarhasti að steinvegg sem skapaði mikinn og alvarlegan troðning með þeim hörmulegu afleiðingum að veggurinn á veikburða leikvangnum gaf sig.

Andrúmsloftið á vellinum var rafmagnað fyrir og þegar óljósar fréttir af þessu tóku að berast varð allt endanlega vitlaust meðal stuðningsmanna Juventus. Þeir höfðu raunar verið með ólæti áður en reyndu að brjótast inn á völlinn og ráðast á Englandingana hinumegin þegar veggurinn hrundi.

Lögreglan náði að hindra þá för ítalana en þeir voru eins og koma á daginn seinna glæpsamlega illa í stakk búnir að takast á við þann vanda er skapaðist milli stuðningsmanna í hólfum Z og X og því fór sem fór. Þyrlur og sjúkralið ásamt stuðningsmönnum (frá báðum liðum) hlúðu að hinum særðu sem voru um 600 og þeim 39 sem létust. Vegna þessa og óláta Ítalana seinkaði leiknum um tvo tíma en hvorugu liðinu var sagt frá alvarleika málsins og ákveðið var af ótta við frekari óeirðir að leikurinn skyldi spilaður þrátt fyrir allt. Hreinlega ótrúlegt.

Eftirmálar Heysel:
Eftirmálar Hillsborough eru öllum vel kunnir og miðað við offar fjölmiðla þar getið þið rétt ímyndað ykkur umfjöllunina eftir Heysel slysið. Chris Rowland orðaði þetta best:
Lesa meira

Nýjir leikmenn og vangaveltur fyrir tímabilið

Væntingar fyrir þetta tímabil eru ansi svipaðar og þær voru fyrir síðasta tímabil ef maður ber saman færslur og podcast þætti fyrir síðasta tímabil. Aquilani er búinn að vera í umræðunni og er svo farinn til Ítalíu, væntingar til Downing eru þó nokkrar og væntingar þess efnis að ein stór leikmannakaup séu í bígerð eru ennþá á lífi. Fyrir síðasta tímabil var Maggi að vonast eftir Aguero típu og í dag er það Munain. Vonum að eftir þetta tímabil verði Liverpool komið nær því að geta keppt um slíka leikmenn aftur.

Engu að síður hefur ansi margt breyst milli ára rétt eins og fyrir síðasta tímabil. Fimm leikmenn hafa yfirgefið sviðið, Aquilani sagan er loksins búin og því ber að fagna, Aurelio sagan er líka búin og það er gott að við séum ekki enn eitt árið að treysta eitthvað á hann. Hvorugan þarf að leysa af eitthvað sérstaklega enda skiluðu þeir engu til Liverpool í fyrra. Dirk Kuyt hefur skilað sínu til Liverpool og vel það og var kominn á tíma. Craig Bellamy er kominn á aldur og fer heim til Cardiff í deild fyrir neðan og skilur við Liverpool í mjög góðu. Maxi Rodriguez fór síðan einnig heim til sín og á ekkert annað en virðingu skilið frá Liverpool mönnum. Allt menn með stóra launasamninga og ekki líklegir til að skila vinnu í samræmi við það næsta tímabil.

Tveir leikmenn hafa komið í staðin sem hafa ekki verið á mála hjá Liverpool áður auk þess sem Joe Cole virðist (ennþá) vera inni í myndinni. Að því leiti er hópurinn nokkurnvegin á sléttu núna m.v. hóp síðasta árs. Frá þessari viku fyrir ári síðan fram að lokum leikmannagluggans gengu tveir leikmenn til liðs við Liverpool, Jose Enrique og Seb Coates. Brendan Rodgers talar ítrekað um hann vonist eftir 2-3 nýjum leikmönnum fyrir lok gluggans er því óhætt að búast við meiru frá Liverpool á leikmannamarkaðnum núna næstu tvær vikurnar. Svolítið háð því hvort einhver verður seldur á móti sem er ekki í myndinni alveg eins og staðan er akkurat núna þó einhver óvissa sé með Agger, Carroll og ég vil meina Cole.

Nýr þjálfari byrjar á því að leita til þeirra sem hann þekkir best og er það engin nýlunda og það ætti ekki að koma á óvart að fyrstu þrír leikmennirnir sem við vitum að Rodgers sýni áhuga séu allt fyrrum lærisveinar hans. Gylfa söguna þekkjum við vel, hann var spennandi kostur þar sem hann var á lausu fyrir góðan pening en ekki ómissandi púsl í spilið meðan Gerrard spilar sömu stöðu á vellinum. Hinir tveir eru búnir að skrifa undir hjá Liverpool og mikil áhersla var lögð á að fá. Aðrir sem orðaðir eru við liðið núna koma heldur ekki á óvart, Tello sem er ungur og alinn upp hjá Barcelona er mjög líklega í vinnslu, Sahin sem gerði garðin frægan hjá Dormund er líklega líka á radar hjá Liverpool en ólíklegur þar sem önnur lið eru einnig með í þeirri baráttu. Auk þessara er Dempsey líklega inn í myndinni og ég útiloka ekki að það séu 1-2 nöfn sem við vitum ekkert um. Hef nákvæmlega enga trú á einhverjum Munain klassa kaupum núna og held að Rodgers sé nú þegar með þá leikmenn sem hann lagði mesta áherslu á að fá þó auðvitað vilji hann bæta enn meira við. Ætla aðeins að fara yfir feril Allen og Borini og kosti þeirra sem leikmenn hjá Liverpool.

Joseph Michael Allen
Stuðningsmenn Liverpool höfðu flestir líklega aldrei heyrt talað um Joe Allen fyrir síðasta tímabil þó flestir hafi vitað mjög vel hver þetta var eftir tímabilið. Góð spilamennska hans kemur þeim sem fylgst hafa með honum lengur en þetta eina ár hinsvegar lítið á óvart enda er þessi Velski landsliðsaður fyrir löngu orðið eitt mesta efni sinnar þjóðar. Allen er fæddur árið 1990 í Carmarthen í heimalandi sínu en hefur verið á mála hjá Swansea síðan hann var 9 ára gamall. Rétt um 16 ára aldurinn fór hann að komast á bekkinn hjá aðalliðinu og komst 17 ára í U21 árs landsliðið þar sem hann spilaði m.a. með Aaron Ramsey hjá Arsenal. Roberto Martinez þáverandi stjóri Swansea gaf Allen síðan tækifæri í loka leik tímabilsins 2006/07 er hann fékk að koma inná í 6-3 tapi gegn Blackpool en Swansea missti af sæti í úrslitakeppni 1.deildar með þeim ósigri.Allen fékk þriggja ára samning fyrir næsta tímabil og spilaði mjög vel í æfingaleikjum og deildarbikarnum það ár en Swansea komst upp um deild í það skipti. Samkeppnin um stöður var mikil fyrir tímabilið 2008/09 og var Allen sendur á láni til Wrexham þar sem hann spilaði tvo leiki áður en hann meiddist og fór aftur heim. Hann fékk séns í upphafi árs 2009 vegna meiðsla í liði Swansea og var valinn maður leiksins í fyrsta leik. Hann skoraði sitt fyrsta mark í apríl 2009 gegn erkifjendunum í Cardiff og fékk annan þriggja ár samning að því tímabili loknu.

Mikil meiðsli sett strik í reikninginn hjá Allen 2009/10 en hann fór beint í byrjunarliðið hjá Brendan Rodgers á nýju tímabili 2010/11 og hefur verið algjör lykilmaður hjá þeim síðan og skrifaði m.a. undir nýjan 4 ára samning eftir að liðið komst upp í úrvalsdeild. Sá samningur innihélt klásúlu um að taka þyrfti tilboði frá einhverjum af stóru liðunum.

Maður þarf ekki að vera lærður njósnari til þess að finna út af hverju Joe Allen passar gríðarlega vel inn í hugmyndafræði Rodgers og einnig þá sem FSG vilja innleiða hjá klúbbnum. Þessi 22 ára strákur sem hefur 130 leikja reynslu með Swansea og 8 landsleiki er með getu til að verða stórt nafn á allra næstu árum. Fái hann traust undir stjóra sem þekkir hann vel og spilar fótbolta sem hentar honum verða kaupin á honum ennþá meira spennandi.

Einhversstaðar sá ég samlíkingu milli Allen og Alonso sem er auðvitað alls ekki eitthvað sem við skulum búa okkur undir en eins og Swansea var í gríni kallað Barcelona þeirra Veilsverja þá hefur Joe Allen verið kallaður Xavi þeirra Veilsverja. Höfum það alveg á hreinu að hann er ekkert á leveli við Alonso eða Xavi, ekki ennþá a.m.k. en að líkja hans spilastíl við Xavi gefur kannski ágæta mynd af honum sem miðjumanni.

Sendingageta hans er á pari við þá allra bestu í Evrópu, a.m.k. ef skoðað er hlutfall heppnaðra sendinga. Á síðasta tímabili var hann að spila með nýliðum Swansea og var að skila 91,2% sendingagetu og hafið í huga að hann var alltaf í boltanum. Það er fáránlegt! Höfum það þó alveg í huga að hann er að ná þessu með því að senda einfaldar sendingar og skýrir það kannski aðeins frekar Xavi samlíkinguna heldur en Alonso. Hann er gríðarlega góður að finna bestu sendinguna og hentar frábærlega í lið sem spilar sig út úr vandræðum.

Vinnusemi er annar lykilkostur við Allen en hann er í Dirk Kuyt skalanum þar. Hann er alltaf á ferðinni hvort sem það er til að bjóða sig fyrir sendingar, draga varnarmenn úr stöðu eða til að vinna boltann aftur. Tiki-taka byggist að miklu leyti á að vera alltaf með boltann og pressa eins og brjálæðingar um leið og hann tapast. Allen er alinn upp við þessa tegund fótbolta og vinnusemin skilar sér frábærlega hvað þetta varðar. Að sjá hann og Lucas saman á miðjunni að vinna boltann hátt uppi með Gerrard og Suarez fyrir framan sig gæti orðið helvíti spennandi svo maður noti aðeins frönskuna.

Nýtt leikkerfi er það sem þetta snýst allt um þessa dagana á Anfield og Allen ætti að flýta mjög fyrir Rodgers að koma sínum hugmyndum að því ekki bara hefur hann spilað undir stjórn Rodgers sl. 2 ár og lært hans hugmyndafræði upp á 10 þá var hann hjá Swansea sem var byrjað að leggja áherslu á þessa tegund knattspyrnu áður en Rodgers tók við liðinu. M.ö.o. Allen þekkir líklega lítið annað sem er meira en flestir leikmenn Liverpool í dag geta sagt utan kannski helst markmannsins okkar.

Þessir þrír lykilkostir ofan á aldurinn skýra líklega að mjög miklu leyti verðmiðann á honum. Þetta er ekki svo ósvipað og með Henderson sem kom fyrir svipaðan verðmiða með ekki svo ósvipaða kosti. Hann er ekki stórstjarna núna en ætlar þú að leggja pening undir að eftir 2-5 ár verði hann (eða Henderson) ekkert búinn að þróast sem leikmaður? Ég þori því ekki a.m.k. og hvað þá með þá undir stjórn þessa þjálfara.

Eitthvað vissu þjálfarar Liverpool og Braselíu meira en óþolinmóðir stuðningsmenn þegar Lucas var á svipuðu reiki. Rétt eins og á vonandi við nú, sérstaklega í tilviki Henderson.  Talandi um Henderson þá gæti ég trúað því að þeir tveir verði að berjast um sömu stöðuna í vetur að einhverju leyti þó Allen sé klárlega líklegri til að hafa stærra hlutverkið í upphafi móts. Annarhvor þeirra með Lucas og Gerrard er kraftmikil og öflug miðja og mun meira spennandi en við höfum haft undanfarið. Hjá Swansea spilaði Allen á milli djúpa miðjumannsins (Britton / Lucas) og sóknartengiliðsins (Gylfi / Gerrard) en hjálpaði báðum mikið, einskonar box to box leikmaður þó ekki beint eins og t.d. Gerrard skilgreindi þá stöðu. Hann er líka sá sem ber boltann upp ef svæði opnast fyrir framan hann og því vissulega einskonar leikstjórnandi eða sá leikmaður sem hvað helst stjórnar tempóinu.

Það er auðvitað ekki hægt að festa neinn miðjumann við ákveðna stöðu og flestir geta þeir spilað nokkur hlutverk. Eins og tippa á þetta erum við samt að fara skipta sex miðjumönnum niður á þrjár stöður (sjö ef við bætum Shelvey við). Lucas er aftasti miðjumaður og Spearing er varaskeifa fyrir hann. Allen sé ég á miðjunni og Henderson ætti að passar í það hlutverk líka. Framliggjandi miðjumenn væru þá Gerrard og Adam. Svona vona ég a.m.k. að þetta sé hugsað í grunninn og lýst vel á.

Við vorum ekkert að kaupa Xavi og stillum væntingum alveg í hóf. En afskrifið þennan leikmann alls ekki heldur og leyfum Rodgers og FSG algjörlega að njóta vafans varðandi verðmiðann á honum. Ég man mjög vel þegar Benitez var við stýrið hjá Liverpool sí tuðandi yfir því að fá ekki þetta örlitla sem uppá vantaði til að kaupa leikmenn einmitt eins og Joe Allen. Því hafið það alveg í huga að Xabi Alonso var ekkert stærra nafn þegar hann kom til Liverpool og kostaði samt töluvert þegar hann kom.  Hann fór hinsvegar sem heimsfræg súperstjarna á þreföldu verði

Fabio Borini
Hinn nýji leikmaðurinn okkar er Fabio Borini, strákur sem er ári yngri en Allen, fæddur 1991 en hefur þekkt Rodgers lengur og virðir jafnvel meira. Borini gekk til liðs við Bologna 10 ára gamall en það er hans lið á Ítalíu rétt eins og pabba hans. Hann fór aðeins 16 ára til Chelsea og var orðinn lykilmaður í varaliðinu ári seinna þar sem hann skoraði 10 mörk í 11 varaliðsleikjum. Þar var hann undir stjórn Rodgers í fyrsta skipti.

Carlo Ancelotti hafi mjög mikið álit á landa sínum og fór að hafa hann með í aðalliðshópnum af og til árið 2009. Hann var nokkrum sinnum varamaður og spilaði í deildarbikarnum og fékk meira að segja að spreyta sig gegn AOPEL í meistaradeildinni. Hann meiddist í desember það ár og var frá í þó nokkurn tíma. Hann náði ekki að vinna sæti í aðalliðinu árið eftir en var fyrirliði varaliðsins það ár og skoraði m.a. fimm mörk í stöðunni 0-3 gegn WBA í leik sem endaði 5-4.

Brendan Rodgers nýtti sér stöðu Borini hjá Chelsea og fékk hann á láni til sín í Swansea í mars árið 2011. Hjá Swansea blómstraði Borini í þeim 9 leikjum sem hann spilaði, skoraði 6 mörk og fiskaði m.a. vítaspyrnuna sem gulltryggði Swansea sætið í efstu deild, en eins og flestir vita fór Swansea upp um deild eftir umspil á Wembley.

Eftir lánsdvölina hjá Swansea kom upp úr krafsinu að Borini hafði skrifað undir 5 ára samning við Parma áður en hann fór á láni og fór því aldrei aftur til Chelsea. Ítalska kerfið heldur fast í chaos kenda staðalímyndina og Borini spilaði í raun aldrei fyrir Parma heldur fór þess í stað á láni til Roma á lokadegi félagsskiptagluggans. Þar skrifaði hann undir 1+4 ára samning sem virkar ekki ósvipað því sem við gerðum með Aquilani. Hann fer á láni í eitt ár en Roma hafði möguleika á að kaupa hann og þá tæki 4 ára samningurinn gildi. Borini byrjaði mjög vel hjá Roma og var keyptur í janúar þannig að hann var þá í sameiginlegri eigu Parma og Roma sem sendi Okaka á láni til Parma í staðin. Roma kepyti síðan Borni á blindu uppboði milli félaganna þann 23 júní sl.…nei ég skil ekki heldur hvernig þetta virkar nákvæmlega þarna á Ítalíu og mér er skítsama um að hvernig þetta vikar meðan við erum búin að fá Borini og losa okkur við Aquilani.

Það sem ég veit er að Liverpool keypti hann svo strax frá Roma á rúmlega 10m pund við litla hrifningu stuðningsmanna Roma sem líkaði mjög vel við þennan vinnusama og ástríðufulla sóknarmann sem 20 ára skoraði 9 mörk í 24 leikjum.

Eins og Joe Allen hefur Borini spilað með öllum landsliðum Ítalíu og var í hópi Ítala á EM í sumar þannig að nafnið Fabio Borini er ekkert nýjar fréttir á Ítalíu. Uppgangur Borini er reyndar magnaður og ljóst að Rodgers hefur mjög mikla trú á honum. Hann er ef eitthvað er minna þekktur heldur en Allen og með um 100 leikjum færra á ferilsskránni. Reynsla hans af meistaraflokks bolta á Englandi er aðallega þessir þrír mánuðir hjá Swansea og svo auðvitað á hann á Ítalíu 24 leiki með Roma í Seria A sem er heilmikil reynsla. Hann er ekki í hópi hjá Ítölum að ástæðulausu og það er mjög mikill kostur m.v. sögu Ítala á Englandi að hann sé í raun alinn upp fótboltalega séð á Englandi og tali tungumálið vel. Verðmiðinn er að mörgum talinn vera hár fyrir óreyndan og óþekktan leikmann en á móti er hægt að horfa á þetta sem kaup á 21 árs ítölskum landsliðsmanni, slíkt gæti eftir nokkur ár talist vera þjófnaður fyrir 10m pund.

Joe Allen er í raun ekki kominn sem beint replacement fyrir neinn sérstakann af þeim sem eru farnir en það er mjög erfitt að sjá Borini ekki sem yngri, hraðari og meira spennandi útgáfu af Dirk Kuyt þó vissulega hafi hann ekki nálægt því sannað sig eins rækilega í fótboltanum og Hollendingurinn hefur gert á löngum ferli og búi því eðlilega enganvegin yfir sömu reynslu. Rodgers er ekkert voðalega upptekinn af reynslu ef út í það er farið.

Rodgers hafði þetta að segja um Borini:

He is arguably the best physical player I’ve worked with in terms of his pace, power and fitness. Mentally, he’s very strong. We’ve got a player who is on the up and someone who I think Liverpool will benefit from.

M.ö.o. nákvæmlega það sem FSG lofaði okkur að þeir myndu leggja pening í og hafa verið að gera. Ungur leikmaður á uppleið og á barmi þess að skapa sér nafn í fótboltanum fyrir leikmann á niðurleið. Eins og Allen passar Borini vel inn í tiki-taka hugmyndafræðina að því leyti að hann tilbúinn í að pressa andstæðinginn um leið og liðið missir boltann. Hann hefur það að óreyndu fram yfir Kuyt að hann fljótari og ætti því að komast í færi og geta tekið varnarmenn meira á heldur en Kuyt gerði. Báðir eru þeir góðir slúttarar og ætti Borini að geta stóraukið hættu okkar manna fyrir framan markið frá síðasta tímabili. Hann er ekkert tækniundur frekar en Kuyt en gefur rúmlega 100% í hvern leik og getur leyst allar stöður í framlínunni. Hann hefur síðan það augljósa kost með Allen að hann þekkir hugmyndir þjálfarans mjög vel og hefur unnið með honum áður og gengið vel í bæði skiptin. Það auðveldar Rodgers mjög að koma sínum hugmyndum að hjá aðalliðinu. Kaup á leikmönnum sem þjálfari treystir og hefur unnið með áður skýrir að hluta ástæðu þess að þjálfarar leyta jafnan fyrst til  leikmanna sem þeir þekkja. Vonandi þíðir þetta að Borini og Allen þurfi ekki allt tímabilið til að aðlagast og fái strax hlutverk sem þeir þekkja upp á hár annað en kannski var uppi á teningnum hjá Henderson, Carroll, Adam og Enrique í fyrra?

Glasið góða er auðvitað hálffullt og ég sé enga ástæðu til annars þegar ég er að fjalla um þessa nýju leikmenn Liverpool, þeir fá svo sannarlega að njóta vafans hjá mér og verðmiðinn veldur mér nákvæmlega engum áhyggjum, þvert á móti raunar.

Það er erfitt að hugsa sér Liverpool í sömu stöðu og það lenti í hefði Benitez fengið FSG sem eigendur 2007, menn sem styðja við kaup á ungum og efnilegum leikmönnum sem hafa ekki sprungið út ennþá en gætu verið mjög nálægt því. Eigendur sem vilja alveg taka sénsinn og borga smá yfirverð ef þess þarf meðan launin eru hófleg. Það eru öll lið að leyta að svona Alonso leikmönnum, eða Ronaldo, Anelka, Vieira, Henry eða hvað sem þið viljið kalla það. Jafnvel Torres passar þarna undir. En það hafa ekki öll lið eigendur sem vilja taka sénsinn á að borga það sem þarf til að fá þá þegar þeim gengur illa eða eru ekki búnir að sanna sig.

Liverpool hefur ekki verið með í toppbaráttunni undanfarin ár vegna þess að við höfðum ekki eigendur sem höfðu vit á því, getuna til þess og hvað þá áhuga á leggja aðeins extra í til að fá þá sem þjálfarinn var að fá á Melwood í bílförmum aðeins til að sjá svo blómstra annarsstaðar 1-2 árum seinna og tvöfaldast í verði. Jafnvel þó að Benitez hafi byrjað eigendatíð kúrekana (sama ár)  með kaupum á mönnum eins og Torres, Mascherano og Lucas sem allir kostuðu sitt en ruku upp í virði. (Agger, Reina og Alonso geta alveg átt heima í þessum hópi líka).

FSG keypti Andy Carroll fyrir metfé og vill nú selja hann að ósk nýs þjálfarateymis og það auðvitað með töluverðu tapi. Það hefur nákvæmlega ekkert dregið úr vilja þeirra til að kaupa áfram unga leikmenn og borga það sem þarf til að fá þá og því fagna ég og mér finnst það spennandi. Það er talað um að leikmannakaup síðasta tímabils hafi orðið til þess að Comolli og Dalglish voru reknir, líklega er mikið til í því. En það er auðvitað beintengt við að þeir náðu ekki því út úr hópnum sem vonast hafði verið eftir, það átti ekkert bara við um nýju leikmennina og allir hafa þeir möguleika á að bæta sig töluvert og allir hafa þeir ennþá aldurinn í liði með sér. Ef Carroll verður seldur er ekki hægt að horfa á hann sem annað en mjög mikið flopp en það er gott að hann dragi ekki allann kjark úr FSG. (Langar btw. alls ekki að missa hann frá Liverpool).

Mínar væntingar eru þær að núna strax á þessu tímabili verði Liverpool komið með miklu miklu verðmætari hóp en við höfum verið með sl. ár og þegar (ekki ef) við loks náum í meistaradeildina verðum við með lið á mjög góðum aldri til að láta strax til okkar taka þar. Það er krafan. Rodgers fær tíma til að byggja upp þetta lið en ef hann er Hodgson lélegur fær hann að fara og ef hann tekur eins vonlaust run eftir áramót og Dalglish tók þá lendir hann líka í veseni.

Liverpool var með þriðja versta árangur allra liða  í deildinni eftir áramót og það er tölfærði sem eigendurnir sjá og setja alvarleg spurningamerki við. Stemmingin á Anfield var líka óásættanleg enda í beinu samhengi við gengið í deildinni sem sá aðeins skammarlega fimm heimasigra. Við getum talið til alla þá þætti sem orsökuðu þetta, meiðsli, stangarskot, klúðruð víti, misheppnuð leikmannakaup, óheppni bara name it, það og lokastaðan í deildinni er ástæða þess að Dalglish var látinn fara ásamt Comolli og leitað var að alveg nýjum og ferskum hugmyndum. Þjálfara sem vill vinna með ungum leikmönnum og nær miklu úr þeim.

Eitt af því fyrsta sem Brendan Rodgers talaði um þegar hann tók við var að gera Anfield að óvinnandi vígi aftur og höfðaði til aðdáenda að skapa eins ógurlega stemmingu og þeir mögulega gætu. Það er smá Shankly í honum í viðtölum og enn sem komið er fyrir mína parta er það mikið í lagi.

„Talk the talk“ er búið og Rodgers er góður í því, „walk the walk“ er erfiði parturinn en ég hefur mikla trú á Rodgers þar líka.

Það er ekkert víst að þetta klikki.
Babu

ATH: Vinsamlega vandið ummæli og hafið þau í samræmi við reglur síðunnar (http://www.kop.is/reglur/). Minna um neikvæða sleggjudóma í örstuttu máli og meira um innihaldsrík, fræðandi og velrökstudd ummæli. Hækkum aðeins standardinn.