Flokkaskipt greinasafn: Enski Boltinn

Englandsmeistarar Leicester!

Þetta var bara að gerast. Í alvöru:

Jafntefli Tottenham gegn Chelsea í kvöld þýðir að LEICESTER CITY eru Englandsmeistarar í knattspyrnu karla!

Þetta er ótrúlegur árangur. Svo magnað að maður hefur haft hálft tímabilið til að venjast tilhugsuninni og nær því ekki enn. Liðið var nánast dauðadæmt á botni deildarinnar fyrir 14 mánuðum áður en magnaður lokasprettur lyfti þeim upp úr fallsætunum. Síðasta sumar mætti svo Claudio gamli Ranieri á svæðið og liðið bara hélt áfram að vinna … og vinna … og vinna.

Og nú eru þeir Englandsmeistarar.

Það er ekki hægt annað en að óska Refunum innilega til hamingju með þetta. Þetta lið var einfaldlega besta liðið í vetur!

Swansea – Liverpool 3-1

Spurning hvað maður nennir að eyða mörgum orðum í svona leik …..

Klopp gerði 8 breytingar frá því á fimmmtudaginn, með Skrtel sem fyrirliða og allt of fáliðaður á miðjunni. Þetta var yngsta byrjunarlið Liverpool í sögu úrvalsdeildarinnar, held að meðalaldurinn hafi verið rétt rúm 23 ár, en liðið var sem sagt svona í dag

Ward

Clyne – Skrtel(c) – Lovren – Smith

Stewart – Chirivella

Ibe – Coutinho – Ojo
Sturridge

Bekkur: Mignolet, Benteke, Lallana, Lucas, Brannagan, Teixeira.

Continue reading

Leikjaplanið 2015/16 og aðrar fréttir

Fer sæmilega ítarlega yfir leikjaprógrammið neðst í færslunni og bæti inn öllum auka leikdögum (bikar, evrópa og landsleikir).

Byrjum á þessu:

Podcast
Við tókum upp podcast í gær og er umræðan um efni þáttarins ennþá lifandi í þeirri færslu. Tókum fyrir kaup Liverpool það sem af er og ræddum breytingar á þjálfaraliðinu. Tæplega klukkutíma þáttur.

Sterling
Fréttir dagsins herma að Man City komi til með að bjóða £40m í Raheem Sterling og í sömu fréttum er sagt að Liverpool muni hafna því boði. Afhverju í veröldinni fréttir af bæði boðinu og viðbrögðum Liverpool ættu að hafa lekið áður en nokkuð gerist skil ég ekki alveg og fyrir mér gengur þetta ekki alveg upp. En Sterling er 20 ára og eitt allra mesta efni Englendinga með Man City á eftir sér, lið sem verður að bæta við sig Englendingum og á endalaust af peningum. Liverpool á ekki að svara í símann fyrir minna en a.m.k. £50m og það er á mörkum þess að vera nóg á þessum fáránlega EPL markaði.

Hafa ber í huga að QPR á rétt á 20% af söluverði Sterling og að hann á núna 2 ár eftir af samningi sem kostar Liverpool ca. þrefalt minna en annars þyrfti að greiða sambærilegum leikmanni. Framkoma hans og umboðsmanns hans í vetur gerir það síðan að verkum að þeir eiga EKKERT inni hjá forráðamönnum Liverpool.

Hugsanlegur arftaki Sterling
Aðrar (og ekki eins traustar) fréttir herma að staðfest sé að Roberto Firmino leikmaður Hoffenheim ætli í ensku úrvalsdeildina og Globo, sjónvarpsstöðin í Brasilíu heldur því fram að Liverpool hafi sýnt honum mikinn áhuga. Hann er núna í Copa America með Coutinho og væri alltaf líklegur sem arftaki Sterling frekar en viðbót ásamt Sterling. Firmino er engu lægra skrifaður í boltanum heldur en Sterling, nema síður sé og væri þetta því mjög spennandi.

Þó má ekki gleyma að fyrir á Liverpool Markovic og Ibe sem gætu báðir alveg náð jafn langt á sínum ferli og Sterling.

Clyne
Talið er að Southampton sé að kaupa hægri bakvörð Sporting Lisbon, Cedric Soares og bendir það til þess að hreyfing sé komin á mál Nathaniel Clyne sem er mjög líklega að fara frá liðinu í sumar. Talið er að Liverpool ætli að bjóða í hann að nýju á næstu dögum og að hann sé til í að koma til Liverpool. Southampton vill £15m fyrir hann, Liverpool bauð £10m í síðasta mánuði. Ef Southampton er að kaupa leikmann í staðin og Echo að skrifa fréttir um þetta er ljóst að eitthvað ætti að vera marka þessar fréttir. Tottenham er að kaupa Trippier frá Burnley og því er aðeins United líklegt til að blanda sér í þessi viðskipti og eyðileggja eitthvað sem virðist vera óvenjulega átakalaus leikmannakaup.

Leikjaplanið 2015/16
Stóra málið í dag er samt auðvitað nýtt leikjaplan fyrir næsta tímabil. Ég hef aðeins orðið var við svartsýni í kjölfarið á þessari niðurröðun enda útileikirnir erfiðir í byrjun en langar þó að skoða þetta aðeins betur. Til að átta sig betur á listanum set ég inn dagsetningar á bikarleikjum, Europa League og landsleikjahléum.

July
14 – Thai All Stars – Liverpool
Fjarlægð frá Liverpool 9.678 km. Flugtími er ca. 12 tímar.
17 – Brisbane Roar – Liverpool
Fjarlægð frá Bangkok 7.277 km. Flugtími er ca. 9 tímar
20 – Adelaide United – Liverpool
Fjarlægð frá Brisbane 1.620 km. Flugtími er rúmlega 2 tímar.
24 – Malaysia XI – Liverpool
Fjarlægð frá Adelaide er 5.680 km. Flugtími er ca. 7,5 tímar

Fjarlægð frá Kuala Lumpur til Liverpool er 10.670 km. Flugtími tæplega 14 tímar.

1 – HJK – Liverpool (ágúst)
Fjarlægð frá Liverpool 1.830 km. Flugtími 2,5 tímar.

Það er nokkuð ljóst að fábjáninn sem fékk það út að þetta væri bara í alvörunni besti mögulegi undirbúningur Liverpool fyrir næsta tímabil er að hugsa að öllu leiti um fjárhagslegu hliðina og ekkert annað.

Á tíu mikilvægustu dögum undirbúningstímabilsins er Liverpool að ferðast tæplega 35.000 km. Flugtími er að meðaltali um 8,9 tímar í fimm löngum flugferðum. Meira að segja innanlands í Ástalíu er fjórfalt lengra en Reykjavík – Akureyri. Eðlilega spilar Liverpool ekkert á Anfield fyrir þetta tímabil en í heildina ferðast liðið um 37.000 km og er að meðaltali um 7,8 tíma í flugi, samtals áætla ég 47 tíma í flug eða næstum TVO HEILA DAGA. Það svosem gildir einu hvort við teljum þessa ferð til Finnlands með eða ekki.

Allt eru þetta leikir gegn grín mótherjum heimamanna og mjög vel hægt að draga í efa notagildi þessara leikja.

Stoke fer á sama tíma í eina ferð til Singapore 18.júlí og spilar þar við Arsenal eða eitthvað lið heimamanna. Þess utan taka þeir þrjá æfingaleiki á Englandi gegn enskum liðum, ekkert bull í líkingu við Liverpool í þeirra undirbúningi fyrir fyrsta leik.

Bournemouth fer til Bandaríkjana í einn leik um miðjan júlí en er að öðru leiti bara í Evrópu að undirbúa sig.

Ekkert annað lið fer í viðlíka bull og Liverpool á undirbúningstímabilinu. Frekar er þá reynt að taka þátt í mótum sem haldin eru á sama stað og spila þá alvöru leiki gegn alvöru liðum.

Vonandi er þetta betri undirbúningur en ég átta mig á eða þá skiptir ekki svo miklu máli. Leikjaplanið fyrir alvöru leikina er svona

August
8 – Stoke City (A)
15 – Bournemouth (H)
22 – Arsenal (A)
29 – West Ham United (H)

Ef það er einhver karakter í þessu liði er Stoke úti einmitt leikurinn sem við viljum í fyrstu umferð eftir útreiðina í síðasta leik. Mögulega er ekkert að því að mæta Arsenal svona snemma en þó fúlt að þeir hafi ekki náð sínu 4. sæti í fyrra því nú sleppa þeir við Meistaradeildarleiki sem eru þremur dögum fyrir leikinn gegn Liverpool. Ekkert gott að mæta nýliðum svona snemma en enginn afsökun að vinna þá ekki heima.

Liverpool vildi byrja á útivelli og ég hef séð töluvert verri ágúst mánuð hjá Liverpool en þetta. Ekkert væl.

September
1 – Transfer Deadline Day
5 – San Marino v England – Euro 2016 Qualifier
8 – England v Switzerland – EURO 2016 Qualifier

12 – Manchester United (A)
17 – UEFA Europa League MD1
19 – Norwich City (H)
21 – Capital One Cup Round 3
26 – Aston Villa (H)

Aðeins einn útileikur í september þó það sé reyndar útileikurinn. Strax eftir landsleikjahlé, vonandi vinnur það með Liverpool að það stefnir í að allir leikmenn liðsins spili með sama landsliði. Sturridge verður vonandi kominn í liðið þarna.
Fínt að fá heimaleik eftir Europa League og raunar þarf Liverpool aldrei að spila utan Liverpool borgar eftir bölvaða Europa League leikina. Eini útileikurinn er gegn Everton.
Heimtum a.m.k. 6 stig í sept, ef ekki meira.
Continue reading

Spá Kop.is – fyrri hluti

Eins og áður þá höfum við félagarnir þann háttinn á að spá fyrir um gengi ensku deildarinnar hvert tímabil.

EPL-logoEftir býsna skrautlegar útkomur ákváðum við í fyrra að geyma spána fram yfir gluggalok og leyfa fyrstu geðveikinni að klárast og við höfum sama háttinn á þetta árið. Að þessu sinni erum við sjö sem erum að spá og eins og venjulega röðum við öllum liðunum í sæti og það lið sem hver velur í fyrsta sæti fær 20 stig og það sem verður neðst fær 1 stig. Svo eru spár okkar allra lagðar saman, mest er því hægt að fá 140 stig og minnst 7 stig.

Ef að lið eru jöfn að stigum raðast það hærra sem hefur fengið einstakt hærra sæti…skýrum það nánar ef upp kemur.

Síðasta spá

Við félagarnir spáðum einhverju rétt. Við spáðum því að City yrðu meistarar og hittum á rétt sæti hjá Arsenal og Spurs. Við spáðum okkar mönnum 5.sæti sem var í fyrsta sinn sem að við spáðum klúbbnum ekki CL-keppnisrétt og viti menn, sú spá stóðst ekki! Við vorum ekki með neitt rétt af fallliðunum svo að sennilega veit það á gott fyrir lið að við spáum þeim falli!

Það lið sem kom okkur mest jákvætt á óvart var C.Palace sem við spáum 20.sæti en endaði í 11.sæti og það sem var mest neikvætt á óvart voru Norwich og Fulham sem enduðu fimm sætum neðar en við spáðum…en United var þar næst á eftir, fjórum sætum neðar en við spáðum.

Að því sögðu skulum við demba okkur í fyrri hluta spárinnar, sæti 11 – 20 gjörið svo vel!

Lykilmenn hvers liðs eru vísun í fína umfjöllun Guardian um liðin í vetur.

Continue reading

Við erum “underdogs” – Takk

Það gleður mig fátt meira þessa dagana en að lesa “spár” ýmissa “sérfræðinga” um enska boltann og næsta tímabil. Maður er búinn að brosa út í annað í sumar þegar maður hefur lesið um að næstu 12 mánuðir séu einmitt bara fyrst og fremst langt undirbúningstímabil fyrir tímabilið 2015-2016. Það fékk maður á tilfinninguna eftir stórbrotinn sigur Galna mannsins á stórliði LSD Galaxy. Ekki minnkaði allt rúnkið eftir að nágrannar okkar kláruðu undirbúningstímabilið með einn bikar og heila 6 sigurleiki (nei, jafntefli eru ekki jafntefli, bara sannfærandi sigrar). Þessi hátíð hefur verið stórbrotin á Twitter og ef einhver er að bíða eftir nýju Dumb and Dumber, þá eru komnir endalaust margir “treilerar” á Twitter í gegnum þjóðþekkta Man.Utd menn. Endilega kíkið og njótið. Monthy Python eru hættir, en þessir ekki, langur vegur frá því.

Reyndar kom smá babb í bátinn á sunnudaginn. Arsenal unnu titilinn líka þetta tímabilið, þeir hljóta bara að deila titlinum með hinum. Man.City féll á sama tíma, sem er bara fínt fyrir alla nema Gulla landsliðsmarkvörð, en allavega einum keppinautnum færra fyrir þarnæsta tímabil. Reyndar lítur allt út fyrir fall okkar manna líka, þannig að það þýðir víst lítið að vera með einhverja Doddagleði. Ja eitt er víst, ég hef aldrei orðið vitni að jafn öflugri byrjun á tímabili hjá nokkrum liðum eins og þessum tveim, sér í lagi þar sem lið hafa aldrei náð að byrja áður en tímabilið byrjar. Ég þykist vita að einhverjir séu byrjaðir að skynja smá kaldhæðni hjá mér, en ég get fullvissað alla um það að ég er ekki að nota neina kaldhæðni þegar ég segi að ég gjörsamlega dýrka það að okkar drengir séu “underdogs” hjá flestum í dag og að nágrannar okkar séu hafnir upp til skýja og jafnvel hærra af ansi litlu tilefni, allavega eins og staðan er í dag. Skoðum málin aðeins og berum nú saman hvað þessi lið hafa verið að gera, hvar hafa þau verið að styrkja sig og hversu mikið betri eru þau núna miðað við hvernig þau enduðu í maí á þessu ári. Tökum fyrir þessi 7 efstu lið og byrjum neðst. Ég ætla ekkert að velta fyrir mér kaupverðum eða muni á láni eða kaupum, fyrst og fremst að sjá hvernig hóparnir hafa breyst. Continue reading