Flokkaskipt greinasafn: Enski Boltinn

Leikjaplanið fyrir 2014/15 komið!

Þá er búið að gefa út leikjaplanið fyrir komandi tímabil. Okkar menn byrja tímabilið á Anfield þann 16. ágúst og fá þá Southampton í heimsókn.

(Uppfært): Sky settu þetta fallega upp fyrir okkur:

BqZg_8tCQAActnm

Helstu leikirnir eru hér:

 • 16/8 – Southampton (h) (fyrsti leikur)
 • 23/8 – Man City (ú)
 • 27/9 – Everton (h)
 • 8/11 – Chelsea (h)
 • 13/12 – Man Utd (ú)
 • 20/12 – Arsenal (h)
 • 7/2 – Everton (ú)
 • 28/2 – Man City (h)
 • 21/3 – Man Utd (h)
 • 4/4 – Arsenal (ú)
 • 9/5 – Chelsea (ú)
 • 16/5 – Crystal Palace (h) (lokaleikur á Anfield)
 • 24/5 – Stoke City (ú) (lokaumferð deildarinnar)

Þetta er nokkuð jöfn dreifing. Enginn martraðamánuður, úti- og heimaleikirnir gegn stórliðunum dreifast nokkuð jafnt. Síðasti stórleikurinn á Anfield er United 21. mars, eftir það fer liðið til Chelsea í maí. Á pappírnum lítur þetta ágætlega út og ekkert sem maður sér sem ætti að eyðileggja tímabilið (eins og ágúst/september 2012 gerði, eða febrúar/mars hjá Arsenal í ár).

Auðvitað á svo eftir að bæta við Meistaradeildarleikjunum fyrir áramót. :)

Annars er hægt að sjá allan leikjalistann hér. Hvernig líst ykkur á þetta?

Staðan 7.maí

Í dag er 7.maí 2014 og það eru FIMM dagar eftir af ensku úrvalsdeildinni. Liverpool eru á toppnum. Mig grunar að það verði ekki staðan í lok kvölds, þannig að við skulum allavegana njóta þess að skoða töfluna í dag. Hún er svo sannarlega merki um að þetta tímabil hefur verið algjörlega frábært.

Tafla

Koma svo Aston Villa!

Moyes rekinn (staðfest)

Dagurinn byrjar ekki vel því að Manchester United hafa fært okkur þær slæmu fréttir að David Moyes hefur verið rekinn.

Klúbburinn sem rekur ekki þjálfara og þar sem að stuðningsmennirnir styðja alltaf þjálfarann „no matter what“ hefur brugðist knattspyrnuheiminum og látið Moyes fara þrátt fyrir að hann hafi glatt okkur Liverpool stuðningsmenn í hverri viku allt þetta tímabil. Það er kannski við hæfi að rifja upp uppáhalds atvikin tengd Moyes á þessu ári. Fyrir mig persónulega þá mun ég sakna mest viðtalanna eftir leik þar sem hann hrósar liðinu fyrir að vera yfirspilað af liðum í neðri hluta deildarinnar.

Já, og fagnið þegar að United komst yfir gegn Fulham á heimavelli. Já, og töpin tvö gegn Liverpool, sérstaklega 3-0 tapið á Old Trafford. Já, og The Chosen One bannerinn! Já, og aðdáendurnir (sem styðja alltaf þjálfarann) sem leigðu flugvél til að fljúga yfir völlinn með skilaboð um að það ætti að reka Moyes. Já, og allir Manchester United stuðningsmennirnir sem við þekkjum, sem hættu algjörlega að hafa áhuga á fótbolta. Já, og svo var svo frábært að sjá hvern einasta United stuðningsmann styðja við sitt lið og Moyes í gegnum alla erfiðleikana. Já, og allir United stuðningsmennirnir sem vældu sífellt yfir slæmu gengi eftir að hafa haldið með liði sem var á toppnum í 25 ár. Þeir eru hetjur.

Ó David Moyes, við eigum eftir að sakna þín.

Alex Ferguson hættir hjá Man Utd!

Forsala á nýju Liverpool-treyjunni er hafin í ReAct!

Ja hérna hér! Alex Ferguson hefur sagt upp starfi sínu hjá Manchester United og hættir eftir þetta tímabil.

Þessi maður hefur gert okkur lífið leitt í heil 26 ár og honum tókst að snúa valdahlutföllunum á milli Manchester United og Liverpool á hvolf. Ekki ætla ég að skrifa lofræðu um hann á þessa síðu, en árangur hans er stórkostlegur. Um það er ekki hægt að deila.

Ég vildi bara setja inn stutta færslu um þetta hér, því eflaust vilja margir ræða þetta mál. Það er allavega ljóst að sama hvaða framkvæmdastjóra United ráða í staðinn – Klopp, Mourinho, Moyes eða hvern sem er – þá eru það nákvæmlega NÚLL líkur á því að hann verði jafn sigursæll og Alex Ferguson. Því hljóta flestir Liverpool-stuðningsmenn að fagna því að hann sé loksins hættur.