• in , , ,

  Veiki hlekkurinn

  Aldrei í sögu félagsins hefur liðið styrkt sínar mestu veikleikastöður eins mikið og gert var á þessu ári. Van Dijk og Alisson hafa báðir sýnt að það er ástæða fyrir því að borga þurfti metfé. Það er svosem engin ein rétt leið í þessu samt enda höfðu Alexander-Arnold og Robertson svipuð áhrif á síðasta tímabili í bakvarðastöðunum. Vandamálin voru aftast og á einu ári hefur Klopp skipt öllum fimm öftustu út eða gefið þeim nýtt hlutverk í vörninni. Ofan á það var keypt varnartengilið og heimsklassa miðjumann sem við skulum fara varlega í að dæma of hart eftir aðeins átta umferðir. Þegar Fabinho vinnur sér sæti í liðinu verður Klopp búinn að skipta út öllum sex öftustu sem byrjuðu síðasta tímabil. Það er svakleg breyting á svona stuttum tíma.

  Það eina sem var neikvætt við sumargluggan var að Nabil Fekir féll á læknisskoðun en hann spilar einmitt það hlutverk sem helst hefur verið til vandræða hja Liverpool í byrjun mótsins. Miðjumenn Liverpool skora einfaldlega ekki nægjanlega mikið af mörkum. Þetta er ekki nærri því eins alvarlegt vandamál og varnarleikur liðsins var á síðasta tímabili og Klopp virðist vita þetta mæta vel enda nú þegar búinn að kaupa þrjá miðjumenn fyrir samtals 110 mkr.

  Continue reading

 • in , ,

  Klopp í þrjú ár

  Jurgen Klopp var staðfestur sem stjóri Liverpool á þessum degi fyrir þremur árum. Klárlega mikilvægasta mannaráðning Liverpool í tíð FSG og þeirra mesta gæfuspor í rekstri félagsins. Eftir Man City leikinn hefur hann stýrt Liverpool nákvæmlega þrjú tímabil (114 deildarleiki) og er mjög áhugavert að skoða þróun liðsins á þessum tíma.


  Continue reading

 • in , ,

  Liverpool – Man City 0-0

  Liverpool byrjaði af krafti fyrstu mínúturnar. Salah átti skot sem fór rétt framhjá nærstönginni. Örfáum mínútum síðar komst Mané upp kanntinn eftir sendingu frá Robertson en Mendy var mættur á fjærstöngina og bjargaði. Eftir þetta gerðist lítið. Gomez kom okkur jú í smá vandræði með lélegri hreinsun sem barst til Aguero, Lovren kom hratt í hann og Aguero féll. Gestirnir vildu fá víti, ég hefði eflaust heimtað það einnig ef dæminu væri snúið við en snertingin var ekki mikil þegar maður sá þetta í annarri eða þriðju endursýningu.

  Bæði lið voru dugleg að loka öllum sendingarleiðum þannig að lítið var að gerast utan sendingar á milli öftustu manna þar til að menn náðu að spila upp á sóknarmann sem þá var umkringdur 2-3 mönnum. Milner varð fyrir meiðslum á ~30 mínútu og Keita kom inn. Lítið annars hægt að segja um afar varkáran fyrri hálfleik hjá báðum liðum.

  Continue reading

 • in , ,

  Upphitun: Napoli á San Paolo

  Ítalir hafa alið af sér marga af þekktari og mikilvægari persónum sögunnar. Galíleó Galilei, Michelangelo, Marco Polo, Machiavelli, Pavarotti, Ferrari, Fellini, Verdi, Da Vinci og að sjálfsögðu Silvo Berlusconi svo að nokkrir af handahófi séu nefndir. Enginn þeirra var þó mikilvægari en Raffaele Esposito frá Napoli, maðurinn sem kom flatbökunni á kortið.

  Ítalir voru auðvitað ekkert þeir fyrstu til að baka brauð og líklega ekki heldur til að fletja það út með þessum hætti. Pizza er til í einhverjum fornsögulegum bókmentum en sósan er það sem gerði útslagið og pizza í þeirri mynd sem við þekkjum í dag á uppruna sinn í Napólí. Orðið pizza kemur fyrir í heimildum frá 16.öld í Napoli og var þá verið að lýsa flatböku. Eftir að Evrópubúar fundu Ameríku og komust í kynni við innfædda þar fóru þeir að vinna með þeirra hugmyndir um tómatsósu sem breytti leiknum. Pizza var þekkt sem matur fyrir fátæka og var ekki matreiddur á veitingastöðum lengi vel. Ekki eru til nákvæmar heimildir um þróun pizzugerðar í Napolí á þessum tíma en til eru heimildir fyrir því að þegar árið 1807 voru til 54 pizzastaðir í Napolí og fjölgaði þeim í 120 á seinni hluta aldarinnar. Pizzugerð var því að þróast í Napolí og á Suður-Ítalíu í nokkrar aldir áður en Raffaele Esposito blessaður kom til sögunnar.

  Þjóðsagan segir að veitingamaðurinn Raffaele hafi viljað heiðra eiginkonu Umberto I Ítalíukonungs er þau heimsóttu Napolí 11.jún 1889. Hann bjó til pizzu með tómatsósu, mozzarella osti og basil og skartaði hún þannig fánalitum Ítalíu. Nafnið á pizzununni hafði hann í höfuðið á Ítalíudrottningu, Margherita af Savoy.

  Fyrir mörgum ítölum er þetta ásamt einni annarri fornri (en svipaðri) útfærslu heimamanna einu alvöru pizzurnar og enn eru til veitingastaðir sem selja eingöngu þessar tegundir af pizzum.

  Ítölsk matargerð er auðvitað eitthvað sem hefur þróast í gegnum aldirnar og er pizza engin undantekning þar. Ítalir eru engu að síður taldir hafa setið nánast einir að henni allt fram á miðja síðustu öld er landið var hernumið af bandamönnum. Fram að því höfðu það aðallega verið ítalir heimafyrir sem og ítalskir innflytjendur í öðrum löndum sem bökuðu sér pizzu.

  Þetta breyttist eftir seinni heimsstyrjöldina þegar herir bandamanna staðsettir í Ítalíu komust á bragðið á ítalskri matargerð. Þessi fátækramatur fór að laða túrista til Napolí sem flykktust í fátækari hverfin til að fá sér þennan gómsæta rétt heimamanna.

  Síðast þegar Liverpool fór til Napolí fórum við yfir sögu félagsins, borgarinnar og komumst að þessu með pizzuna. Eitt varð þó eftir í þeirri yfirferð sem áhugavert er að kynna sér í tengslum við knattspyrnulið Napoli, það er vægast sagt skrautlegur eigandi félagsins.

  Aurelio De Laurentiis


  Continue reading

Load More
Congratulations. You've reached the end of the internet.