Flokkaskipt greinasafn: Podcast

Podcast – Beint í mark

Upphitun fyrir leikinn gegn WBA er í færslunni fyrir neðan podcast

Það er við hæfi eftir 7-0 sigur á Spartak að fá tilboð fyrir lesendur Kop.is á Beint í mark spilinu sem kom út nýverið. Maggi Már hjá Fotbolti.net mætti í þátt vikunnar og var heldur betur í jólaskapi. Kristján Atli mætti aftur til leiks eftir nokkurt hlé og SSteinn var á sínum stað nýlentur eftir Kop.is ferð til Liverpool. Hann var á báðum leikjunum í síðustu viku.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn, Kristján Atli og Magnús Már ritsjóri Fotbolti.net

Lesendur kop.is geta fengið 1.500 kr afslátt af spilinu Beint í Mark sem Maggi Már er meðal útgefanda, allt sem þarf að gera er að fara á beintimark.is og nota kóðann kop.

MP3: Þáttur 174
Continue reading

Podcast – Svanavatnið

Frábærir sigrar í tveimur síðustu leikjum og Kop.is verður með sína fulltrúa á svæðinu í næstu tveimur leikum sem báðir eru af stærri gerðinni. Þetta var umræðuefni kvöldsins ásamt svo mörgu fleiru að danshæfileikar Magga fengu meira að segja að njóta sín!

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn, Maggi og Hrafn Kristjáns þjálfari Stjörnunnar í körfubolta.

MP3: Þáttur 173

Podcast – Sætt og sóðalegt í Sevilla

Hann var mikilvægur sólarhringurinn sem leið frá því flautað var af í Sevilla og þar til við hófum upptökur á podcast þætti vikunnar. Reiðin var runnin af mönnum, Maggi Þórarins átti afmæli og almenn léttleiki í mönnum. Helstu sökudólgarnir í Sevilla leiknum voru teknir fyrir, Southampton um helgina var einnig afgreiddur og spáð var í spilin fyrir stórleikinn um næstu helgi. Að auki var auðvitað mínútu þögn til heiðurs Tony Pulis sem er ekki stjóri í Úrvalsdeildinni í augnablikinu, við krefjumst þess að þið passið ykkur að njóta þess á meðan því varir.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn, Maggi Þórarins og Bjarki Már Elísson atvinnumaður í handbolta hjá Fuchse Berlin og toppmaður.

Twitter:
@einarmatt
@ssteinn
@bjarkiel4
@maggsbeardsley

MP3: Þáttur 171

Podcast – Clean sheet Klavan

Rússíbaninn sem það er að fylgjast með Liverpool er á uppleið eftir þessa viku og menn því léttir á því í þætti vikunnar. Staðreyndir eins og að Klavan sé með besta sigurhlutfall allra í hópnum fengu að fljúga og svei mér ef við náðum ekki að tala okkur inn á það að Moyes væri fín ráðning fyrir West Ham á meðan Big Sam var hannaður fyrir Everton.
– Hversu góður er Salah?
– Moreno í landsliðið!
– Milner sem vítaskytta?
– Captain Mignolet!!!
Þetta og margt fleira kom við sögu í þætti vikunnar.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn, Maggi og Magnús Gunnlaugur sem lesendur Kop.is þekkja sem Peter Beardsley, einn af meðlimum Kop.is fjölskyldunnar.

MP3: Þáttur 169

„Forever blowing bubbles…“