Flokkaskipt greinasafn: Podcast

Podcast: Kaldur, blautur gúmmíhanski í smettið

„Ég get ekki hætt að hugsa um þennan helvítis Crystal Palace leik“ sagði Klopp á síðasta tímabili og það breyttist heldur betur ekkert á þessu tímabili. Tapið núna var jafnvel ennþá verra og meira pirrandi. Við félagarnir náðum þó alveg að halda ró okkar í umræðu um þennan bölvaða leik og fórum svolítið um víðan völl í þætti kvöldsins. Um að gera kanna það, þér líður betur á eftir.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn, Kristján Atli og Maggi

MP3: Þáttur 150

Podcast #149

Ath.: Af tæknilegum ástæðum kom þessi þáttur ekki inn á þriðjudagskvöld eins og venja er. Við biðjumst velvirðingar á því.

Í þætti kvöldsins ræddu okkar menn sigurinn á West Brom, leikaðferð Klopp í síðustu tveimur leikjum, varnarmenn og hituðu upp fyrir leikinn gegn Crystal Palace.

Stjórnandi: Kristján Atli
Viðmælendur: SSteinn, Einar Matthías og Maggi

MP3: Þáttur 149

Podcast: Hagstæð helgi

Helgin var ljómandi góð eftir gríðarlega pirrandi leik í miðri viku gegn Bournemouth. Staða Liverpool í baráttunni um eitt af efstu fjórum sætunum er mun betri núna en hún var á miðvikudagskvöldið. Þetta var helsta umræðuefnið í þætti kvöldsins ásamt því að spáð var í spilin upp á framhaldið.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: Maggi og Kristján Atli

MP3: Þáttur 148

Podcast #147

Í þætti kvöldsins glöddust strákarnir yfir sigrinum á Everton, skömmuðu Everton fyrir ömurlega framkomu í leiknum og hrósuðu Everton fyrir að taka stig af Manchester United í kvöld. Já, Everton kom við sögu í þessum þætti. Einnig var hitað upp fyrir leikinn annað kvöld gegn Bournemouth.

Stjórnandi: Kristján Atli
Viðmælendur: Maggi og Einar Matthías

MP3: Þáttur 147

Podcast – Enginn árangur miðað við bókhald

Þáttur kvöldsins var að þessu sinni helgaður frábærum pistlum Eyþórs í þessu landsleikjahléi þar sem hann greindi ársreikninga Liverpool og bar þá saman við liðin sem Liverpool er að berjast við. Eyþór var að sjálfsögðu mættur í þáttinn til að ræða þetta ásamt Einari, Magga og SStein. Heimalærdómur fyrir þátt er klárlega að lesa pistla Eyþórs til að vera betur með á nótunum.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: Maggi, SSteinn og Eyþór

MP3: Þáttur 146