Flokkaskipt greinasafn: Podcast

Podcast – Eins og boxbardagi á Etihad

Þáttur kvöldsins var með aðeins breyttu sniði þar sem viðmælandinn var aðeins einn. Hann er þó blessunarlega þannig að það þarf ekkert fleiri með til að spjalla um ævintýri Liverpool. Umræðuefnið var aðsjálfsögðu stórleikur helgarinnar og frammistaða okkar manna þar. Eins tókum við smá snúning á komandi landsleikjahléi og ferðalögum okkar manna þar og enduðum á því að skoða aðeins möguleika Liverpool í baráttunni um eitt af efstu fjórum sætunum.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælælandi: Maggi.

MP3: Þáttur 145

Podcast – Einn af leikjum tímabilsins

Sérstakur gestur þáttarins að þessu sinni var Arngrímur Baldursson, einn forsprakka LFC History, og ræddi hann nýútkomna bók sína Mr Liverpool: Ronnie Moran um ævi og störf goðsagnarinnar Ronnie Moran. Þá ræddu strákarnir sigurinn gegn Burnley, leikform þeirra Phil Coutinho og Divock Origi, líkamsburði leikmanna og hituðu loks upp fyrir stórleik næstu helgar gegn Manchester City.

Stjórnandi: Kristján Atli.
Viðmælendur: SSteinn, Einar Matthías og Arngrímur Baldursson.

MP3: Þáttur 144

Podcast – Hinsti dans Arsene Wenger á Anfield?

Það er staðreynd að vinnuvikan er betri helgina eftir að Liverpool vinnur Arsenal og stemmingin í þætti kvöldins var svo sannarlega hressari en eftir síðasta leik. Að þessu sinni var aðeins skoðað stöðu Wenger hjá Arsenal en hann var líklega á Anfield í síðasta skipti, eins var spáð aðeins í áhugaverðu liðsvali hans fyrir þennan leik. Þar fyrir utan var umræðan öll um Liverpool, Emre Can, Klopp, leiðtogar o.m.fl. Leikurinn sjálfur var ekki krufinn sérstaklega niður reyndar enda við séð þennan leik margoft undanfarin misseri.

Stjórnandi: Einar Matthías.
Viðmælendur: Kristján Atli, Maggi og SSteinn.

MP3: Þáttur 143

Podcast – Nokkrar tómar treyjur

Í þessum þætti voru strákarnir hetjurnar sem við þörfnumst, ekki hetjurnar sem við eigum skilið. Þeir fóru yfir tapið gegn Leicester, reyndu að finna jákvæðu hliðarnar á þessari leiktíð sem er óðum að fjara út og verða að engu, ræddu aðeins um fortíð Claudio Ranieri og framtíð Arsene Wenger og hituðu upp fyrir stórleikinn gegn Arsenal.

Stjórnandi: Kristján Atli.
Viðmælendur: Maggi og SSteinn.

MP3: Þáttur 142

Podcast – Köllum hann bara Trent

Á meðan Klopp og Liverpool-liðið eru í æfingaferð á Spáni vegna skorts á kappleikjum nota strákarnir tækifærið og skoða framtíð aðalliðsins, nánar tiltekið U23-lið Liverpool og þá ungu stráka sem hafa verið að stíga sín fyrstu skref með aðalliðinu á síðustu misserum. Þá var hitað vel upp fyrir leikinn gegn ríkjandi Englandsmeisturum Leicester og gengi þeirra krufið til mergjar.

Stjórnandi: Kristján Atli.
Viðmælendur: SSteinn, Magnús og Einar Matthías.

MP3: Þáttur 141