Flokkaskipt greinasafn: Podcast

Podcast – Alisson

Það hefur ekkert vantað upp á stórtíðindi í þessari viku og varla annað hægt taka þetta saman í podcasti. Alisson Becker er kominn til Englands til að klára viðræður við Liverpool og lækinsskoðun áður en hann verður kynntur sem langdýrasti markmaður sögunnar. Kaupin á Shaqiri voru kláruð í síðustu viku sem er gott þar sem í dag var tilkynnt að Ox-Chamberlain verður líklega ekkert með á næsta tímabili. Að lokum er Nabil Fekir ennþá talin vera möguleiki í þessum mánuði. Klopp líður greinilega ekki helvítis hálfkák.

Kafli 1: 00:00 – Vangaveltur um Alisson
Kafli 2: 33:50 – Hvað verður um núverandi markmenn Liverpool?
Kafli 3: 42:40 – Frábær breyting á innkaupastefnu Liverpool
Kafli 4: 54:00 – Hvað eru hin toppliðin að gera á markaðnum?
Kafli 5: 01:08:50 – Ox meiddur – Shaqiri inn
Kafli 6: 01:12:10 – Fekir síðastur inn í sumar?

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Maggi (Ath: Hljóðið í Magga lagast eftir um hálftíma þátt)

MP3: Þáttur 199

Podcast – Helvítis

Það gat ekki mikið meira farið úrskeiðis hjá okkar mönnum í Kiev og niðurstaðan rosalega svekkjandi. Úrslitaleikurinn var eðlilega stór partur af dagskrá en eins horfðum við til framtíðar og veltum fyrir okkur leikmannakaupum Liverpool. Félagið byrjaði leikmannagluggann heldur betur með látum.

Kafli 1: 00:00 – Úrslitaleikurinn í Kiev
Kafli 2: 42:10 – Liverpool risi sem er að vakna
Kafli 3: 51:30 – Fabinho
Kafli 4: 01:03:00 – Micheal Edwards frábær Sporting Director
Kafli 5: 01:06:20 – Tilboð í Nabil Fekir?
Kafli 6: 01:13:40 – Markmaður í stað Karius

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Maggi

MP3: Þáttur 197

Podcast – Hugurinn er í Kiev

Síðasti þáttur fyrir einn stærsta leik í sögu Liverpool og heldur betur tilefni til að hækka standardinn enn frekar þegar kemur að viðmælendum. Það er ekki til sá íslendingur sem þekkir það betur að undirbúa sig undir stóra úrslitaleiki heldur en Ólafur Stefánsson og hann er einn af fáum hér á landi sem getur sett sig í spor leikmanna sem eru að undirbúa sig fyrir svona viðburð. Óli bjó einnig í sex ár á Spáni og þekkir vel til í Madríd. Óli spjallaði við okkur á þessum nótum fyrsta þriðjung þáttarins en í seinni hlutinn fór í frekari vangaveltur um leikinn sjálfan.

Kafli 1: 00:00 – Spjall við Óla Stefáns
Kafli 2: 25:20 – Stærsti leikur Liverpool frá upphafi
Kafli 3: 29:40 – Það kæmist enginn úr Liverpool í Real liðið
Kafli 4: 52:55 – Rosaleg reynsla í liði Real Madríd
Kafli 5: 01:00:00 – Zidane vs Klopp
Kafli 7: 01:05:00 – Leið Real Madríd í úrslit
Kafli 8: 01:12:30 – Upplegg Liverpool fyrirsjáanlegt?
Kafli 9: 01:19:30 – Hvernig tökumst við á við leikdag?
Kafli 10: 01:24:30 – Spá

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn, Maggi og Ólafur Stefánssons margfaldur Evrópumeistari í handbolta

MP3: Þáttur 196

Podcast – Uppgjör á deildinni

Kristján Guðmundsson þjálfari ÍBV mætti aftur og gerði upp tímabilið á Englandi með okkur. Hugurinn er auðvitað að mestu kominn til Kiev og eitthvað horft þangað einnig. Nóg að ræða og þáttur í lengra lagi sem er í góðu lagi enda ekki eins og við Íslendingar séum mikið út í sólinni um þessar mundir.

Kafli 1: 00:00 – Intro og vangaveltur fyrir Kiev
Kafli 2: 11:00 – Hvaða einkunn fær þetta tímabil í deildinni
Kafli 3: 16:00 – Hvað gerist hjá Arsenal?
Kafli 4: 27:00 – Sammy Lee hoppandi kátur frá Everton
Kafli 5: 33:50 – Var búið að lesa Chelsea í vetur?
Kafli 7: 42:50 – Mourinho að hefja þriðja ár
Kafli 8: 53:00 – Man City leikur 100 stig ekki eftir aftur
Kafli 9: 56:10 – Pochettino mikilvægastur hjá Tottenham
Kafli 10: 01:02:00 – Frábært hjá nýliðunum
Kafli 11: 01:07:00 – Gamli skólinn féll, guði sé lof.
Kafli 12: 01:08:30 – Annað West Brom að koma upp.
Kafli 13: 01:11:00 – King Eddie Howe, ótrúlegur.
Kafli 14: 01:12:50 – Vel talað um árangur Roy Hodgson!!!!!!!
Kafli 15: 01:16:00 – Pellegrini til West Ham
Kafli 16: 01:21:00 – Jack Butland til Man Utd?
Kafli 17: 01:22:30 – HM hópur Englands.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn, Maggi og Kristján Guðmundsson þjálfari ÍBV

MP3: Þáttur 195