Flokkaskipt greinasafn: Podcast

Podcast – Hugurinn er í Kiev

Síðasti þáttur fyrir einn stærsta leik í sögu Liverpool og heldur betur tilefni til að hækka standardinn enn frekar þegar kemur að viðmælendum. Það er ekki til sá íslendingur sem þekkir það betur að undirbúa sig undir stóra úrslitaleiki heldur en Ólafur Stefánsson og hann er einn af fáum hér á landi sem getur sett sig í spor leikmanna sem eru að undirbúa sig fyrir svona viðburð. Óli bjó einnig í sex ár á Spáni og þekkir vel til í Madríd. Óli spjallaði við okkur á þessum nótum fyrsta þriðjung þáttarins en í seinni hlutinn fór í frekari vangaveltur um leikinn sjálfan.

Kafli 1: 00:00 – Spjall við Óla Stefáns
Kafli 2: 25:20 – Stærsti leikur Liverpool frá upphafi
Kafli 3: 29:40 – Það kæmist enginn úr Liverpool í Real liðið
Kafli 4: 52:55 – Rosaleg reynsla í liði Real Madríd
Kafli 5: 01:00:00 – Zidane vs Klopp
Kafli 7: 01:05:00 – Leið Real Madríd í úrslit
Kafli 8: 01:12:30 – Upplegg Liverpool fyrirsjáanlegt?
Kafli 9: 01:19:30 – Hvernig tökumst við á við leikdag?
Kafli 10: 01:24:30 – Spá

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn, Maggi og Ólafur Stefánssons margfaldur Evrópumeistari í handbolta

MP3: Þáttur 196

Podcast – Uppgjör á deildinni

Kristján Guðmundsson þjálfari ÍBV mætti aftur og gerði upp tímabilið á Englandi með okkur. Hugurinn er auðvitað að mestu kominn til Kiev og eitthvað horft þangað einnig. Nóg að ræða og þáttur í lengra lagi sem er í góðu lagi enda ekki eins og við Íslendingar séum mikið út í sólinni um þessar mundir.

Kafli 1: 00:00 – Intro og vangaveltur fyrir Kiev
Kafli 2: 11:00 – Hvaða einkunn fær þetta tímabil í deildinni
Kafli 3: 16:00 – Hvað gerist hjá Arsenal?
Kafli 4: 27:00 – Sammy Lee hoppandi kátur frá Everton
Kafli 5: 33:50 – Var búið að lesa Chelsea í vetur?
Kafli 7: 42:50 – Mourinho að hefja þriðja ár
Kafli 8: 53:00 – Man City leikur 100 stig ekki eftir aftur
Kafli 9: 56:10 – Pochettino mikilvægastur hjá Tottenham
Kafli 10: 01:02:00 – Frábært hjá nýliðunum
Kafli 11: 01:07:00 – Gamli skólinn féll, guði sé lof.
Kafli 12: 01:08:30 – Annað West Brom að koma upp.
Kafli 13: 01:11:00 – King Eddie Howe, ótrúlegur.
Kafli 14: 01:12:50 – Vel talað um árangur Roy Hodgson!!!!!!!
Kafli 15: 01:16:00 – Pellegrini til West Ham
Kafli 16: 01:21:00 – Jack Butland til Man Utd?
Kafli 17: 01:22:30 – HM hópur Englands.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn, Maggi og Kristján Guðmundsson þjálfari ÍBV

MP3: Þáttur 195

Podcast – Liverpool miðað uppgjör á tímabilinu

Það hefur svo sannarlega oft verið þyngra yfir okkur er við gerum upp tímabilið, Liverpool tryggði sér sæti í Meistaradeildinni og við höfum úrslitaleik til að hlakka til með Árshátíð Liverpool klúbbsins í millitíðinni. Sannarlega líf og fjör.

Liverpool var í fókus í þessum þætti, seinna í vikunni skoðum við betur deildina almennt og horfum til Kiev.

Kafli 1: 00:00 – Það helsta frá lokadeginum
Kafli 2: 17:05 – Jurgen Klopp
Kafli 3: 27:30 – Dómgæsla í vetur
Kafli 4: 38:15 – Markmenn
Kafli 5: 43:10 – Varnarmenn
Kafli 6: 53:50 – Miðjumenn
Kafli 7: 01:03:30 – Sóknarmenn
Kafli 8: 01:11:15 – Skemmtilegasta lið Liverpool
Kafli 9: 01:14:15 – Næsta skref?

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Maggi

MP3: Þáttur 194

Continue reading

Podcast – Já Ráðherra

Eftir leiki helgarinnar er ljóst að Liverpool þarf að vinna Brighton til að tryggja sér sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili og Real Madríd til að vinna Meistaradeild Evrópu. Það er fullkomlega allt undir semsagt. Þetta og fleira var á dagskrá í þætti vikunnar og til að fara yfir þetta með okkur fengum við sjálfan Utanríkisráðherra Guðlaug Þór Þórðarson með okkur beint af Alþingi en hann er auðvitað grjótharður stuðningsmaður Liverpool.

Kafli 1: 00:00 – Enski boltinn á Alþingi
Kafli 2: 05:00 – Álagið farið að segja til sín
Kafli 3: 22:00 – Hin toppliðin búin að lesa Klopp betur í ár?
Kafli 4: 32:15 – Erum við að kveðja margra leikmenn um næstu helgi?
Kafli 5: 42:05 – Áhrif Brexit á enska boltann
Kafli 6: 45:45 – Breytingar á starfsliði Liverpool og áhrif þess
Kafli 7: 51:40 – Fallbaráttan – „WBA er lið anti-sportista“
Kafli 8: 55:30 – Víti til varnaðar, passa allar flugbókanir í maí.
Kafli 9: 01:00:20 – Vangaveltur og spá fyrir Brigton og Real Madríd

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn, Maggi og Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra

MP3: Þáttur 193


Læt fylgja hluta af því sem ég tók saman fyrir þáttinn, tölfræðiupplýsingar og annað.
Continue reading

Podcast – back where we belong

Liverpool er komið aftur og mikið hrikalega er það gott, gaman og skemmtilegt. Það þarf enga sérfræðinga til að átta sig á dagskrá þáttarins í þessari viku en við fengum heldur betur sérfræðing til að vera með okkur að ræða þetta. Steingrímur Sævarr Ólafsson almannatengill og fyrrum fréttastjóri var með okkur og hefur þegar boðið fram krafta sína til að laga ímynd Úkraínu núna strax undir lok mánaðarins.

Kafli 1: 00:00 – Hversu stórt afrek?
Kafli 2: 07:35 – Erfiðleikar við að komast á úrslitaleikinn
Kafli 3: 14:50 – Real Madríd
Kafli 4: 29:00 – Gengi Klopp í úrslitaleikjum
Kafli 5: 30:30 – Kudos á Roma liðið
Kafli 6: 39:40 – Hvaða kvimyndahandrit mynduð þið skrifa um leikmenn Liverpool?
Kafli 7: 45:30 – Stuttar fréttir: Buvac hættur – Gerrard til Rangers – Firmino framlengir
Kafli 8: 53:00 – Vangaveltur fyrir Chelsea

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn, Maggi og Steingrímur Sævarr Ólafsson (http://saevarr.is/)

MP3: Þáttur 192