Flokkaskipt greinasafn: Podcast

Podcast: Meistaradeild

Fjórða sæti varð niðurstaðan eftir langan og oft á tíðum erfðan vetur og við stuðningsmenn Liverpool erum í fullum rétti að fagna Meistaradeildarsæti vel eftir allt of langa bið. Þetta breytir öllu fyrir sumarið og næsta tímabil og ljóst að við horfum bjartsýnir til framtíðar í þætti kvöldins og fórum um nokkuð víðan völl.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Maggi.

MP3: Þáttur 153

Podcast: Leiðinlegir leikir

Það er óhætt að segja að þetta hafi verið mikið basl hjá okkar mönnum eftir áramót og á því varð lítil breyting í leikjunum gegn Watford og Southampton. Spilamennska Liverpool hefur ekki verið svipur á sjón miðað við hvernig málin voru fyrir áramót og nánast allir mótherjar Liverpool leggja upp með að pakka í vörn, útkoman oft á tíðum ansi bragðdaufir leikir, jafnvel leiðinlegir. Anfield hefur skilað of litlu undanfarið og það er ástæðan fyrir því að Meistaradeildarsæti er ekki í höfn. Þetta var umræðuefni þáttarins ásamt því að spáð var í spilin fyrir leikinn gegn West Ham sem er augljóslega orðinn stærsti leikur tímabilsins hjá Liverpool.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Kristján Atli

MP3: Þáttur 151

Podcast: Kaldur, blautur gúmmíhanski í smettið

„Ég get ekki hætt að hugsa um þennan helvítis Crystal Palace leik“ sagði Klopp á síðasta tímabili og það breyttist heldur betur ekkert á þessu tímabili. Tapið núna var jafnvel ennþá verra og meira pirrandi. Við félagarnir náðum þó alveg að halda ró okkar í umræðu um þennan bölvaða leik og fórum svolítið um víðan völl í þætti kvöldsins. Um að gera kanna það, þér líður betur á eftir.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn, Kristján Atli og Maggi

MP3: Þáttur 150

Podcast #149

Ath.: Af tæknilegum ástæðum kom þessi þáttur ekki inn á þriðjudagskvöld eins og venja er. Við biðjumst velvirðingar á því.

Í þætti kvöldsins ræddu okkar menn sigurinn á West Brom, leikaðferð Klopp í síðustu tveimur leikjum, varnarmenn og hituðu upp fyrir leikinn gegn Crystal Palace.

Stjórnandi: Kristján Atli
Viðmælendur: SSteinn, Einar Matthías og Maggi

MP3: Þáttur 149