Flokkaskipt greinasafn: Podcast

Podcast – Plan A eða ekkert!

Klopp ætlar ekki að tjalda til einar nætur svo mikið er víst. Liverpool tryggði sér Naby Keita undir lok þessa glugga í stað þess að kaupa einhvern sambærilegan strax sem ekki hentar jafn vel. Mögulega er Virgil van Dijk hugsaður eins? Ekki kom Thomas Lemar eins og vonir stóðu til eftir gærkvöldið og því hægt að tala um smá vonbrigði í þessum glugga.

Sumarglugginn hjá Liverpool var til umræðu í þessum þætti sem tekin var upp í beinni frá síðustu klukkustund gluggans. Eins spáðum við aðeins í leikmannakaupum annarra enskra liða.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Maggi.

MP3: Þáttur 162

Podcast – Meistaradeildin getur tekið gleði sína

Ef að þið eruð að taka þættina upp á kasettu þurfið þið líklega tvær að þessu sinni. Þátturinn í dag fór í framlengingu enda meira en nóg að frétta í þessari rosalega skemmtilegu viku. Ekki nóg með það þá verðum við aftur með podcast á fimmtudaginn og stefnum að hafa það live frá síðasta klukkutíma félagssiptagluggans.

Á dagskrá:
Naby Keita kominn
Lemar, VVD og fleiri í pípunum
Vesen á Coutinho, partur 4.
Hoffenheim og Arsenal
Já og sitthvað fleira.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn, Maggi og Hreimur Örn.

MP3: Þáttur 161


Podcast – Benteke var eins og að kaupa kúluvarpara í Harlem Globetrotters

Enski boltinn er farinn af stað og Liverpool er búið að spila tvo hörku leiki uppfulla af stórum atvikum. Félagsskiptaglugginn hjá Liverpool stefnir í svipað jákvæða átt og forstetatíð Donald Trump og það eru fullt af leikjum framundan á stuttum tíma. Það var nóg að ræða í þætti vikunnar.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: Maggi, SSteinn og Sveinn Waage.

MP3: Þáttur 159