Kop.is er vefur þar sem fjallað er um allt sem snýr að Liverpool FC og enskri knattspyrnu.

Ritstjórar síðunnar:  Maggi, SSteinn og Einar Matthías 

Vefurinn fór fyrst í loftið í apríl 2004 en stofnendurnir, Einar Örn Einarsson og Kristján Atli Ragnarsson, vildu skapa sér lítið afdrep á netinu til að blogga og spjalla um Liverpool. Vinsældir síðunnar fóru þó fljótt úr böndunum og það sem eitt sinn var lítil, krúttleg bloggsíða er í dag feykivinsæll margmiðlunarvefur sem býður fleiri þúsund daglegum lesendum upp á upphitanir og umfjöllun um leiki Liverpool, regluleg pistlaskrif og fréttavakt, vikulega hlaðvarpsþætti, árlegar hópferðir á leiki liðsins og margt fleira. Og það frítt!

Endilega kynnið ykkur vefinn. Lesið pistlana, skoðið reglurnar áður en þið takið þátt í umræðum, hlustið á nýjustu spjallþættina, komið með okkur í hópferð á völlinn eða kynnið ykkur borgarvísinn okkar áður en þið heimsækið borgina fögru við Mersey-ána.

Fyrst og fremst vonum við að þið njótið heimsókna ykkar á Kop.is!

Þið getið haft samband við okkur á netfangið kopis2016@gmail.com.

Lausleg verkaskipting:

Gullkastið – Einar Matthías

Ferðamál – Maggi

Auglýsingar – SSteinn

– Ritstjórn