Um höfundana: Einar Matthías

Einar Matthías heiti ég og er ´81 módelið af Selfyssingi.

Stuðningur minn við Liverpool hófst ca. ´86-´87 eða um leið og ég vissi eitthvað um fótbolta. Síðan þá hefur þetta lið frá Englandi verið hreint fáránlega stór partur af mínu lífi og svei mér þá ef þetta hefur ekki mótað mann á einhvern hátt.

Sjálfur hef ég farið á nokkuð marga leiki hjá Liverpool og aldrei séð þá tapa og það sem meira er þá hef ég þrisvar séð Arsenal spila og auðvitað þrisvar séð Arsenal tapa! En það þarf líklega engan stærðfræðing til að sjá að margar planaðar sólarlandaferðirnar hafa endað í helgarferð til Englands sem líklega skilur helmingi meira eftir sig.

Að lokinni ágætis bjórdrykkju á fyrsta degi sumarfrís í lok júlí 2008 ákvað ég að sækja um sem „penni” hér á Kop.is, gleymdi því svo aðeins yfir Verslunarmannahelgina og það var því óvænt ánægja þegar ég sá móttöku umsóknarinnar eftir helgina. En hún var að lokum samþykkt af snillingunum sem stýra hér skútunni. Síðuna tel ég vera besta vettvanginn hér á landi (og víðar) til að skiptast á skoðunum um Liverpool þó tekið hafi þó nokkurntíma að sannfæra mig um að íslenskir gaurar gætu sagt mér eitthvað um Liverpool sem ég fann ekki á ensku. En fljótlega eftir fyrstu heimsókn hingað varð síðan fyrirliði blogghringsins hjá mér.

Áður hef ég eyðilagt alla pólitíska framadrauma félaga minna á nokkrum bloggsíðum sem ég hef haldið úti. Þar sem ég fór aðallega yfir atburði helgarinnar í máli og fullt af myndum, með aulahúmorinn að leiðarljósi.

Ef þið viljið hafa samband við mig eða benda á eitthvað sniðugt þá er um að gera að henda línu á einarmatthias@gmail.com

YNWA

Upphaflega sett inn 18.08.2008

Ein athugasemd á “Um höfundana: Einar Matthías

Lokað er fyrir athugasemdir.