Einar Matthías heiti ég og hlutverk mitt á Kop.is er þríþætt. Ég er í ritsjórn síðunnar, held utanum og stjórna podcast þáttum Kop.is og er einn af fararstjórum í hópferðum Kop.is.

Stuðningur minn við Liverpool hófst ca. ´86 eða um leið og ég vissi eitthvað um fótbolta. Síðan þá hefur þetta lið frá Englandi verið hreint fáránlega stór partur af mínu lífi og svei mér þá ef þetta hefur ekki mótað mann á einhvern hátt.

Ef þið viljið hafa samband við mig eða benda á eitthvað sniðugt þá er um að gera að henda línu á einarmatthias@gmail.com

YNWA

Upphaflega sett inn 18.08.2008