íslensk aðdáendasíða besta félags í heimi

íslensk aðdáendasíða besta félags í heimi

Latest stories

 • Bring back my Bobby!

  Landsleikjahlé og okkar menn sitja í öðru sæti deildarinnar…en samt er eitthvað smá súrt hljóðið í sumum stuðningsmönnum félagsins okkar ástkæra.

  Við erum auðvitað orðin of góðu vön eftir síðustu leiktíð þar sem seinni hluta hennar fór liðið okkar á algert flug og lék án vafa skemmtilegasta fótboltann í Evrópu þar sem leiftrandi sóknarleikur var lykillinn að fjörugum fótboltaleikjum sem nærri því skiluðu stórum eyrum heim.

  Fjöldamargar greinar hafa verið hluti af þessari umræðu síðustu vikur, svo mikið að í raun hefur Jurgen okkar orðið að svara spurningum á blaðamannafundum á þann hátt að hann hefur orðið hundpirraður á öllu saman og jafnvel talað um að þurfa að biðjast afsökunar á leikstíl liðsins þó við séum stanslaust að vinna stig og leiki.

  Þó að Jurgen sé alveg að hafa rétt fyrir sér í því að töluverð „histería“ sé í gangi þá verður auðvitað ekkert hjá því horft að ákveðann neista hefur vantað í sóknarleikinn okkar og að stigasöfnunin í haust hefur frekar snúist um verulegt „upgrade“ í varnarleiknum og markvörslunni frá fyrri árum. Í umræðunni hefur mikið verið farið yfir pílurnar okkar þrjár fremstu sem hafa ekki náð að halda uppi raðskorun sinni allir núna síðustu vikur, í raun bara hann Mo sem hefur verið að setja boltann í möskvana en þeir Mané og Firmino eru á „þurru“ skeiði og því fengið töluverðan skerf af neikvæðni.

  Ég hef verið einn þeirra sem hef eilítið verið að kalla eftir betri frammistöðu þeirra og þá sérstaklega eins af mínum uppáhaldsleikmönnum hjá félaginu, Bobby Firmino. Hann er einn af þeim leikmönnum sem er dýrðlegt að sjá „live“ úr stúkum knattspyrnuvalla, sívinnandi alls konar vinnu fyrir liðið okkar og lykill í mörgum stórum sigrum undanfarinna ára. Ég kíkti aðeins á „stats“ síður deildarinnar aðeins til að skoða það hvort upplýsingar þaðan geta eitthvað varpað pínu „hlutlægu“ ljósi á hvernig frammistaðan er. Ég valdi statistík ensku úrvalsdeildarinnar út úr og ber því bara saman tölfræði þaðan um strákinn frá því hann kom til okkar sumarið 2015:

  Það er auðvitað alveg augljóst að tölfræði segir ekkert allt og það er ósanngjarnt alveg að bera saman bara þá leiki sem eru að baki núna í ár og heilla tímabila á undan en það er samt alveg hægt að horfa til þess sem ákveðins mælikvarða. Hér er auðvitað einn þáttur sem kallar langhæst uppyfir sig, það er mínútur á milli marka, sem er um þrefalt lengra en á liðnu ári og það munar 180 mínútum á þessu ári og því „versta“ hjá honum hingað til. Það eru tveir heilir fótboltaleikir og auðvitað er það þannig hvort sem okkur líkar það betur eða verr að framherji verður víst lengstum dæmdur af skoruðum mörkum. Svo auðvitað er þessi augljósa tölfræði stærsta ástæða umræðunnar.

  Munurinn í annarri tölfræði er minni í tölum talið en með því að skoða það sem hlutfallshækkun eða lækkun á milli ára þá eru líka forvitnilegir hlutir á ferð. Sendingahlutfall hans er 8,5% hærra en í fyrra og hann á fleiri sendingar í leik sem svarar 10% í hlutfalli. Á sama tíma fækkar lykilsendingum um 6%. Þessi tölfræði held ég að sé að sanna það fyrir okkur að hann þarf að koma miklu aftar til að sækja boltann en áður, þar er miklu einfaldara að fá „heppnaðar“ sendingar og þar með hækka hlutfallið enda ekki nærri því eins aggressív pressa á hann og þegar komið er á fremsta þriðjung og sóknarfæri.

  Ef við skoðum þá tölfræðina sem tengist sóknarleik og er ekki bara mörk skoruð þá er það sláandi í raun. „Dribbles“ er skilgreint þegar þú ferð sjálfur á fullt með boltann og kemst framhjá a.m.k. 2 leikmönnum. Þar dregst saman milli ára um 33%, skotum hans í leik hefur fækkað um 46,9% og hlutfallið af þeim sem hafa farið á rammann hefur lækkað um 10%.

  Ergo: Bobby Firmino er alls ekki að ná því flugi sem hann hefur verið á undanfarin ár, tölfræðin sýnir það.

  Vá hvað þetta er einfalt krakkar…en svoleiðis er það auðvitað ekki. Hann er leikmaður í liði sem er klárlega að díla við það að fleiri menn verjast því en áður og áhersla liðanna er einmitt að stoppa pílurnar okkar þrjár sem er nokkuð sem alls ekki varð eins mikill lykill og nú fyrr en í blálok síðasta tímabils. Ef við skoðum heildartölfræði liðsins þá helst þetta að mörgu leyti í hendur við ákveðið niðurtripp sóknarleiksins í heild. Málið er þó kannski það að Bobby hefur ansi oft á ferlinum verið býsna grimmur upp á eigin spýtur þegar liðið hefur ekki alveg verið á fullu gasi, líklega sést það best á tölfræði tímabilsins 16/17 þegar hann nær verulega góðri tölfræði miðað við árangur liðsins.

  Svo er líka hægt að velta fyrir sér samsetningu miðjunnar fyrir aftan hann. Hvað sem okkur finnst um Coutinho þá var hann býsna öflugur á bakvið framlínuna að búa til sóknarfæri og stinga inn á félaga sinn þegar lokað var á skotin hans og Oxlade-Chamberlain náði góðum tökum á því hlutverki þegar hann fór. Við höfum engan slíkan ennþá í vetur og því er hægt að einfalda mjög hvernig loka skal á sóknarleik okkar alrauðra. Meiðslavesenið á Ox og svo Hendo og Keita hefur þýtt það að við erum ekki búnir að ná að setja eitthvert grip á miðjuspilið og það þarf að verða stóra verkefnið. Ef þeir sem eru núna ná ekki að búa til ógn af miðjunni er ég sannfærður um að Shaqiri fær fleiri leiki sem miðjumaður og ef það er ekki að virka verður farið í að kaupa nýjan sóknarmiðjumann, hvort sem sótt verður um nýtt læknabréf fyrir Nabil Fekir eða einhver önnur leið verður farin.

  Þegar það tekst þá munu opnast þeir kanalar sem að Bobby minn hefur áður nýtt sér og þá er ég viss um að hann mun fljótt ná sér á strik, því þrátt fyrir að vera augljóslega í smá niðursveiflu núna þá trúi ég því ekki að nokkur Liverpoolaðdáandi efist um hæfileika hans svo við skulum bara hlakka til „when our Bobby will be back“!

 • Opinn þráður – Fréttir vikunnar

  Byrjum á því að afsaka að það er ekkert podcast í þessari viku, frestuðum þætti sem stefnt var á að taka upp í gær fram í næstu viku. Eins þökkum við ferðafélögum okkar til Liverpool kærlega fyrir frábæra helgi sem og öllum þeim meisturum sem við hittum úti. Þrjú stig og allt eins og það á að vera. 12:00 kick-off á sunnudegi má samt fara fjandans til.

  Nóvemberlandsleikjahléið er jafnan það ómerkilegasta og snerist ef ég man rétt aðallega um æfingaleiki. Þjóðardeild gerir það að verkum að þó þetta séu ennþá hundómerkilegir leikir þarf að taka þá af alvöru o.þ.l. nota alla helstu lykilmenn landsliðanna. Belgía var t.a.m. með gríðarlega sterkt lið á móti okkur og hvort lið mátti bara gera þrjár skiptingar eins og í venjulegum keppnisleik. Meiðslahætta bara getur ekki annað en aukist í takti við þetta hjá þeim bestu og nóg er nú álagið fyrir. Munum vel eftir síðasta landsleikjahléi þegar allir leikmenn Liverpool og 47% af starfsfólki félagsins var í einhverjum meiðslum.

  Þetta landsliðsboltapartý er búið, leggja þetta bara af takk.

  VAR

  Stóra frétt vikunnar er annars VAR, loksins var samþykkt að innleiða videodómgæslu í enska boltann og væntanlega eru allir búnir að sættast á það þó margir (ég þ.m.t.) hafi ekki verið fylgjandi til að byrja með. Ekkert lið varð fyrir fleiri röngum dómum á síðasta tímabili en Liverpool og ætti VAR því að vera okkur kærkomið. Þetta er langt í frá fullkomið kerfi og Englendingar hafa gert í því að gera þetta illa en það er betra að fá rétta niðurstöðu í stað þess að alvarleg dómaramistök eyðileggi leiki. Ef allt er eðlilegt verður VAR frá og með næsta tímabili.

  Launagreiðslur þeirra stærstu

  Hinn algjörlega frábæri twitter notandi Swiss Ramble (reyndar stuðningsmaður Arsenal) skoðar reglulega ársreikninga stórliða í Evrópu og setur upp á skiljanlegu formi í löngum twitter þráðum. Hann var að skoða Barcelona og setti inn áhugaverða tölfræði um launagreiðslur stóru liðana í Evrópu. Launagreiðslur eru oft mun betri viðmið heldur en kaupverð og fáránlega vanmetið þegar verið er að meta styrkleika liða og kosnað við leikmannakaup. (James Milner kom t.a.m. frítt en er mjög langt frá því að vera ókeypis sem dæmi. Hann fékk bara miklu betri samning en ella þar sem hann kom „frítt“).

  Ég held að þarna inni séu öll lið Barcelona, líka aðrar íþróttir og um 35-40m fari í laun hinna félaganna (karfa. handbolti). Þeir eru samt með langmesta launapakkann af öllum og spurning hvort þeir vilji af þeim sökum skoða sölu á stórstjörnu í janúar *hóst*Dembele*hóst*?

  Það sem er samt mest áhuavert þarna eru að sjá hversu hroðalega Jose Mourinho er að standa sig með United. Alveg magnað hvernig honum hefur tekist að tala niður væntingar til liðsins og bullu um að þessi hópur sé ekki nógu sterkur þegar hann er bæði sá dýrasti og með mestu launin af öllum í deildinni.

  Það sem Pochettino og Levy eru að gera með Tottenham er síðan alveg magnað og með ólíkindum hversu vel þeim helst á sínum bestu leikmönnum þó vissulega séu þeir við og við að missa einhverja. Ennþá ýktari útgáfa af því sem FSG og Klopp eru að gera hjá Liverpool en spurning hvort liðið getur tekið næsta skref? Liverpool fór í úrslit Meistaradeildarinnar í fyrra og Evrópudeildarinnar fyrir þremur árum. Tottenham hefur byggt nýjan heimavöll sem mun stórlega rekstur félagsins þegar (og ef) hann loksins opnar.

  Hin liðin

  Það er fúlt að Man City sé á þessu ofurrönni núna og erfitt að sjá þá ekki vinna mótið. Liverpool hangir engu að síður ennþá í þeim og á meðan svo er er allt opið. Það er líka ljóst að Liverpool ætti að eiga mun meira inni á meðan það er ekki víst að City haldi þessu tempói út mótið!

  Bæði lið eru að bæta sig m.v. sömu eða sambærilega leiki á síðasta tímabili

  Fögnum því a.m.k. að úr því City hafi þurft að vinna um helgina hafi þeir verið að gera lítið úr Man United. Wolves tóku einnig stig af Arsenal og áttu alveg innistæðu fyrir að taka öll stigin. Everton sótti svo stig á Brúnna sem er flott fyrir okkur. Tottenham gleymist aðeins í umræðunni eins og vanalega en þeir eru alveg í toppbaráttunni ennþá. Þeir eru svolítið eins og Liverpool núna, ekki að finna taktinn en vinna leikina. Tottenham og Chelsea mætast í næstu umferð.

  Sir Kenneth Dalglish…en áfram King Kenny

  Glætan að maður noti Sir nafnbótina í umfjöllun um Dalglish þrátt fyrir að breska krúnan hafi loksins loksins hysjað upp um sig buxurnar og aðlað Dalglish. Það hefur verið þeirra skömm í áratugi að hafa ekki aðlað Dalglish þó ekki væri nema bara fyrir eftirköst Hillsborough, hvað þá ferilinn!

  Dalglish er ein ástæða þess að ég hef lengi gefið skít í þessa Sir nafnbót og þetta mun ekki breyta þeirri skoðun. Shankly og Paisley eru t.a.m. hvorugur með þessa nafnbót. Hann mun ekki lækka í tign á Meiseyside þrátt fyrir að Beta og Kalli hafi loksins lært að meta hann, ávallt King Kenny.

 • Sturridge á leiðinni í langt bann?

  Alls ekki góðar fréttir að berast af Daniel Sturridge en enska knattspyrnusambandið hefur kært hann vegna grunsemda þess efnis að hann hafi brotið reglurnar þegar kemur að veðmálum.

  Þetta á hafa átt sér stað í janúar 2018. Án þess að vita nógu mikið um málið þá er ljóst að þetta eru alls ekki góðar fréttir og hann gæti átt bann yfir höfði sér verði hann dæmdur. Það væri magnað eftir alla leikina sem hann hefur misst af nú þegar vegna meiðsla.

 • Liverpool – Fulham 2-0

  1-0 Salah, ´40 min
  2-0 Shaqiri, ´52 min

  Leikurinn byrjaði heldur rólega og það var ljóst að Fulham ætlaði að liggja til baka, líkt og Cardiff gerði. Á 15 mínútu fékk Liverpool gott færi, Salah og Firmino áttu góðan þríhyrning rétt fyrir utan teig, Salah stakk sér innfyrir vörn gestanna þar sem að Firminio fann hann í smá plássi en Rico varði vel.

  Það kom kraftur í okkar menn i kjölfarið. Shaqiri átti flotta sendingu yfir vörn Fulham þar sem að Salah komst einn í gegn en skot hans úr þröngri stöðu var vel varið.

  Á 23 mínútu kom þó besta færið það sem af var leiks. Rico spyrnti fram, Virgil fór kærleysislega á móti Mitrovic, án þess þó að gera einhverja alvöru atlögu að boltanum. Þarna skapaðist pláss á bakvið Virgil sem að Sessegnon nýtti sér, komst einn innfyrir eftir hik á Gomez en skaut rétt framhjá. Fimm mínútum síðar áttu gestirnir annað færi, þá var frekar slakt skot Schurrle varið beint út í teig en Virgil náði því betur fer frákastinu og hreinsaði. Alisson hefði mátt gera betur þarna.

  (meira…)

 • Liðið gegn Fulham

  Hádegisleikur á þessum fína sunnudegi, ekki skemmir það fyrir að Kop.is er á leiknum! Klopp stillir þessu svona upp í dag, ég er afar ánægður að fá Shaqiri inn í liðið. Söknuðum hans klárlega fyrr í vikunni.

  Alisson

  Trent – Gomez – Virgil – Robertson

  Wijnaldum – Shaqiri – Fabinho

  Salah – Firmino – Mané

  Bekkur: Mignolet, Lovren, Keita, Henderson, Keita, Sturridge, Moreno

  Ég ætla bara að leyfa mér að vera frekur. Ég vil fá góða frammistöðu og 3-5 marka sigur takk! Trúi því og treysti að Einar, Steini og félagar komi þessu í gegn fyrir mig.

  KOMA SVO!

  YNWA

Back to Top

Ad Blocker Detected!

Advertisements fund this website. Please disable your adblocking software or whitelist our website.
Thank You!