Hvern viljum við í markið?

Óskalisti nánast allra stuðningsmanna Liverpool inniheldur nýjan markmann fyrir næsta tímabil og alls ekkert að ástæðulausu. Sjálfur var ég hérna á meðan leik stóð 26.maí:

Þetta er ekkert flókið við viljum auðvitað heimsklassa markmann til Liverpool sem ekki gerir jafn ljót mistök og Karius gerði sig sekan um á stærsta sviði sem hann hefur spilað. Hinsvegar vandast málið aðeins þegar við förum að skoða þessa svokölluðu heimsklassamarkmenn og bera þá saman. Fyrir það fyrsta á Liverpool ekkert kost á að kaupa meirihlutan af þeim og þeir sem mögulega væri hægt að sannfæra um að koma til Liverpool standa til boða á álíka yfirverði og Andy Carroll var keyptur á. Þar fyrir utan gera þeir flestir sig einnig seka um slæm mistök af og til. Svo er alveg rosaleg tilviljun að þeir markmenn sem spila fyrir varnarsinnuð lið eins og Atlético Madríd og Man Utd séu bestu markmenn í heimi.
Continue reading

Xherdan Shaqiri til Liverpool (Staðfest)

Liverpool hefur staðfest kaup félagsins á Xherdan Shaqiri frá Stoke City á um £13m. Þessi upphæð var klásúla í samningi Shaqiri sem var virkjuð við fall Stoke í vor. Stuðningsmenn Liverpool hafa ekki beint verið að hópast í ríkið til að kaupa kampavín af þessu tilefni enda ímynd Shaqiri ekkert í líkingu við sem hún áður var. Það þíðir samt ekki að Klopp geti ekki náð meiru út úr honum en aðrir hafa gert og það liggur fyrir að Liverpool hefur áður reynt að fá hann til Liverpool. Michael Edwards var byrjaður að vinna bak við tjöldin í leikmannakaupum Liverpool er Brendan Rodgers reyndi að fá hann sumarið 2014 og ég held að okkur sé orðið óhætt að treysta Edwards og Klopp á leikmannamarkaðnum. Kaupverðið á Shaqiri er tiltölulega lítið á núverandi markaði, Klopp talar um þetta sem „no brainer“ en hann hefur svosem ekki verið að fara á háar upphæðir í gegnum tíðina. Kynnum okkur kappann betur ásamt kostum og göllum við að fá hann til félagsins.
Continue reading

Lovren og vörn Liverpool

Það er verulega margt hægt að segja um Dejan Lovren og líklega er nú þegar búið að segja um 87% af því. Þetta er vægast sagt misjafn leikmaður og umdeildur eftir því en eitt verður hann aldrei sakaður um og það er að gefast upp. Hann hefur lent í ótrúlegu mótlæti mest allan sinn feril sem knattspyrnumaður en það er ekkert á við það sem hann gekk í gegnum sem krakki.

Króatía mun líklega komast töluvert meira í sviðsljósið núna eftir árangur liðsins á HM og þessi velgengni þeirra er kannski sérstaklega skemmtileg fyrir okkur íslendinga enda þekkjum við fá landslið orðið betur en þetta lið Króata. Hinsvegar höfum við lítið velt fyrir okkur sögunni á bak við flesta leikmenn liðsins, sérstaklega eldri leikmenn liðsins sem voru að alast upp á stríðsárunum í Júgóslavíu og ólust jafnvel upp sem flóttamenn í öðrum löndum. Líklega er þarna að finna part ástæðunnar fyrir því afhverju þetta land gefur af sér þennan ótrúlega fjölda afreks íþróttamanna á heimsmælikvarða og nær árangri bæði í hópíþróttum og einstaklingsíþróttum.
Continue reading

Shaqiri næstur inn?

Það virðist allt benda til þess að þriðju kaup Liverpool í sumar verði Xherdan Shaqiri, leikmaður Stoke. Þetta ætti að vera nánast pottþétt mál þar sem að James Pearce er búinn að setja inn tíst um það, en eftir Fekir dæmið allt, þá er ekkert pottþétt fyrr en það er komin endanleg staðfesting á heimasíðu Liverpool. En ef mark er takandi á einhverjum þegar kemur að kaupum og sölum hjá Liverpool FC, þá er það James hjá Liverpool Echo.

Það var magnað þetta Fekir dæmi. Það var búið að taka myndirnar af honum í treyjunni að halla sér upp að Melwood skiltinu. Það var búið að taka fyrsta viðtalið við hann við Liverpool TV. Menn tala um að félagaskipti hafi í rauninni aldrei verið komin jafn langt og svo hafi annað liðið bakkað út, í þessu tilviki Liverpool.

En Xherdan Shaqiri er öflugur leikmaður með fullt af vopnum í búrinu sínu. Sjálfur þráði ég að fá hann fyrir nokkrum árum síðan, spennan við þessi félagaskipti er talsvert minni núna. En engu að síður er ég ánægður með þessa viðbót. Hann er hugsaður til þess að bæta breiddina í liðinu fram á við og hann hefur verið einn af örfáum ljósum punktum hjá Stoke undanfarin ár. Hann er líka að koma á frekar lítinn pening eins og staðan er á markaðnum í dag eða í kringum 12 milljónir punda. Þessi gaur er á besta aldri, með fullt af reynslu og var fínn með Sviss á HM.

Ég er á því að þessi leikmaður sé ekki að koma í staðinn fyrir Fekir kaupin, þessi kaup voru alltaf hugsuð með slíkum kaupum. Vonandi að menn hristi fram úr erminni 2 kaup til viðbótar (alvöru markmann og sóknarsinnaðan mann) áður en glugginn lokar fyrir fyrsta leik í Úrvalsdeildinni (nú er ég farinn að tala eins og þetta sé staðfest). Það þýðir ekkert annað en að bretta upp ermar og halda ótrauð áfram.

Annars reiknum við félagarnir með að henda í eitt stykki podcast í kvöld, enda langt síðan við gerðum slíkt síðast.