Upphitun: Liverpool heimsækir Crystal Palace

Það er bara einn leikur búinn á tímabilinu en maður er strax kominn á þann stað að geta ekki beðið eftir þeim næsta. Verkefnið sem bíður okkar er Selhurst Park kl. 19 á mánudagskvöld.

Þetta er síðasti leikur umferðarinnar þannig að það er viss pressa á liðinu, þetta er samt leikur sem að Liverpool á að vinna ætli þeir sér einhverja hluti á þessu tímabili.

Continue reading

Kvennalið Liverpool

Það ætti vonandi ekki að hafa farið framhjá lesendum þessarar síðu, en Liverpool heldur líka úti kvennaliði sem í dag er kallað Liverpool Women, eftir nafnabreytingu í sumar, en áður var liðið kallað Liverpool Ladies. Liðið leikur í FAWSL (Football Association Womens Super League), og þar er haldið út tveim deildum með 11 liðum í hvorri deild, en þar er um að ræða fjölgun frá 10 liðum í hvorri deild á síðasta tímabili. Núna í vetur mun efri deildin verða kölluð Women’s Super League, en sú neðri verður Women’s Championship.

Sagan

Kvennalið Liverpool varð til árið 1995, en saga félagsins nær reyndar aðeins lengra aftur, eða til ársins 1989 þegar Newton Ladies var stofnað. Það lið náði m.a. í úrslit í deildarbikarnum árið 1993 og í FA bikarnum árið 1994, en árið 1995 var ákveðið að keppa undir merkjum Liverpool. Í kjölfarið fylgdu tveir aðrir bikarúrslitaleikir, en engir titlar, og í kringum aldamótin féll liðið um deild. Liðið var að rokka á milli deilda næstu 10 árin, en náði fótfestu í efstu deild árið 2011. Árið 2013 varð liðið loksins fullgildur meðlimur í LFC fjölskyldunni, og fagnaði því með því að vinna deildina sællar minningar. Á meðal leikmanna á þeim tíma var Katrín okkar Ómarsdóttir, þáverandi landsliðskona. Árið eftir vann liðið aftur titilinn, og með dramatískum hætti, því liðið var í 3ja sæti fyrir lokaumferðina en náði toppsætinu með sigri í síðasta leik á meðan bæði liðin fyrir ofan klúðruðu sínum leikjum.

Síðustu 3 tímabilin hefur liðið svo endað um miðja deild, en á þessum tíma hafa Chelsea og Manchester City skipað efstu sætin. Á síðustu leiktíð endaði Liverpool í 6. sæti. Þess má geta að María Þórisdóttir, dóttir Þóris Hergeirssonar, landsliðsþjálfara Noregs í handbolta, gekk til liðs við Chelsea í september 2017.

Manchester United var hvergi að sjá á lista yfir kvennalið þangað til í vor, en þá var sett á stofn kvennalið þar á bæ. Reyndist sú ákvörðun nokkuð afdrifarík fyrir okkar konur, því talsvert af leikmönnum Liverpool tóku þá furðulegu ákvörðun að svíkja lit og leika fyrir rauðu djöflana. Ber þar helst að nefna Casey Stoney, sem hafði áður yfirgefið Liverpool til að vera aðstoðarþjálfari Gary Neville hjá enska landsliðinu, en hún mun þjálfa United. Fjöldi leikmanna yfirgáfu skipið eins og Alex Greenwood sem verður fyrirliði United, Sioban Chamberlain, Katie Zelem og fleiri. Þá ákvað Gemma Bonner, sem hefur verið fyrirliði síðastliðin ár, að skipta yfir í hitt Manchester liðið, Sophie Ingle gekk til liðs við Chelsea, og Kate Longhurst fór til West Ham. Í stuttu máli, þá munum við sjá nánast alveg nýtt lið á þessari leiktíð.

Við eyðum ekki meiri tíma í að velta okkur upp úr þeim leikmönnum, óskum þeim velfarnaðar, nema auðvitað þegar þær keppa á móti okkar stúlkum.

Liðið

Í vor fékk liðið nýjan knattspyrnustjóra, en þá tók Neil Redfearn við liðinu. Neil lék áður með liðum eins og Bolton, Watford, Oldham, Barnsley og fleiri, en hefur verið að þjálfa frá aldamótum, bæði í karla- og kvennaflokki. Á síðustu leiktíð þjálfaði hann Doncaster Rovers í næstefstu deild og náði liðið að vinna deildina, en ákvað af einhverjum ástæðum að taka ekki sæti í efstu deild. Það þarf því kannski ekki að koma á óvart að hann hafi ákveðið að færa sig til klúbbs með meiri metnað, og tók reyndar svolítið af leikmönnum með sér.

Þá var góðvinur okkar Chris Kirkland ráðinn sem markmannsþjálfari hjá kvennaliðinu.

Eins og nærri má geta hefur sumarglugginn verið afar viðburðarríkur hjá liðinu. Eftirfarandi leikmenn hafa verið fengnir til liðsins:

 • Leighanne Robe, varnarmaður frá Milwall
 • Jasmine Matthews, varnarmaður frá Bristol
 • Yana Daniels, belgískur sóknarmaður frá Bristol
 • Anke Preuss, þýskur markmaður frá Sunderland
 • Leandra Little, varnarmaður frá Doncaster
 • Rhiannon Roberts, varnarmaður frá Doncaster
 • Niahm Fahey, varnarsinnaður miðjumaður frá Bordeaux
 • Christie Murray, sóknarmaður frá Glasgow
 • Sophie Bradley-Auckland, varnarmaður frá Doncaster
 • Courtney Sweetman-Kirk, sóknarmaður frá Everton
 • Fran Kitching, markvörður frá Sheffield United
 • Kirsty Linnett, sóknarmaður frá Reading

Sem betur fer hættu nú ekki allir leikmenn liðsins síðasta vor, og við munum því sjá kunnugleg nöfn áfram eins og Laura Coombs, Ashley Hodson, Becky Flaherty og fleiri.

Leandra Little var síðan nýlega skipuð fyrirliði liðsins, og Sophie Bradley-Auckland varafyrirliði.

Á undirbúningstímabilinu hefur liðið leikið nokkra leiki. Fyrst gerði liðið markalaust jafntefli við Everton, þá skrapp liðið til Þýskalands og gerði þar 1-1 jafntefli við Bayern München, fyrir rúmri viku tók liðið Leicester í bakaríð og vann 4-0, og enduðu svo á að vinna Durham 3-0 síðastliðinn sunnudag.

Þó svo að fyrsti leikur deildarinnar sé ekki fyrr en þann 9. september þegar liðið heimsækir Arsenal, þá má samt segja að leiktíðin hefjist fyrir alvöru á morgun, sunnudaginn 19. ágúst, með leik í Meginlandsbikarnum (Continental Cup).

Andstæðingarnir í þeim leik? Manchester United Women.

Ef áhugi er fyrir því, þá má alveg eiga von á fleiri fréttum af liðinu í vetur hér á þessari síðu. Látið endilega vita í athugasemdum hvort svo sé.

Aldursfordómar

Einn besti leikmaður Liverpool það sem af er árinu 2018 er óumdeilanlega James Milner og  er ferill hans hjá Liverpool farin að minna á Benjamin Button.  Hann kom 29 ára þegar Gerrard hætti og var líklega lofað því að hann yrði arftaki hans á miðjunni. Hann var aldrei sérstaklega sannfærandi og þegar honum var fórnað í hlutverk bakvarðar var eins og hann hefði tapað of miklu af sínum hraða til að spila á hæsta leveli. Hann var jú orðin rúmlega þrítugur.


Continue reading

Podcast – Coutinho er Pete Best

Sigur í fyrstu umferð og Liverpool í fantaformi. Fórum yfir fyrstu umferðina hjá Liverpool og eins hinum stórliðum deildarinnar áður en spáð var í spilin fyrir leikinn gegn Palace í næstu viku.

Kafli 0: 00:00 – Intro – Vonbrigði hjá UMFB
Kafli 1: 03:30 – Liverpool að gefa tóninn?
Kafli 2: 18:30 – Gangur leiksins og frammistöður leikmanna
Kafli 3: 44:30 – Fyrsti leikur hinna liðanna og lokun leikmannamarkaðar
Kafli 4: 59:00 – Palace næsti leikur

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn, Maggi og Hrafn Kristjánsson körfuknattleiksþjálfari

MP3: Þáttur 202

Opinn þráður – Eyðsla

Podcast frestast þar til annað kvöld.

Hendum í opinn þráð fram að því, læt þennan þráð flakka með enda tekur hann vel á gríðarlega villandi umræðu um Liverpool undanfarið. Umræðu sem stjóri Man Utd leiðir…