Komdu með Kop.is á Anfield!

Kop.is og Úrval Útsýn kynna ferð á Liverpool – WBA helgina 2.-6. október n.k.!

Það er komið að því! Eftir tvær (október, febrúar) frábærlega vel heppnaðar ferðir Kop.is og Úrval Útsýnar á leiki á síðustu leiktíð höfum við sett saman aðra ferð og nú vonumst við til að sjá sem flesta með í för.

Þátttaka og stemning síðasta vetur fór fram úr björtustu vonum og menn skemmtu sér konunglega. Nú ætlum við að endurtaka leikinn og bjóðum upp á frábæra ferð á leik Liverpool og West Brom í byrjun október. Nú þegar er góður fjöldi kominn á lista í ferðina og því hvetjum við menn til að hika ekki heldur panta sér pláss með okkur í skemmtiferð ársins!

Til að panta pláss í ferðina er hægt að hafa samband við Sigurð Gunnarsson hjá Úrval Útsýn á siggigunn@uu.is eða Luka Kostic hjá Úrval Útsýn á luka@uu.is. Endilega skellið ykkur með – það er stutt í ferðina og takmarkað sætaframboð. Síðast komust færri að en vildu og við mælum með að fólk bíði ekki of lengi með að tryggja sér miða!

Boðið verður upp á Kop.is-dagskrá yfir helgina og í kringum leikinn en ferðalöngum verður frjálst að nýta sér það eftir eigin óskum. Fólk getur kastað mæðinni í glæsilegri miðborg Liverpool, verslað smá og farið sýningartúrinn á Anfield með Kop.is-genginu. Endilega lesið borgarvísi okkar um Liverpool-borg til að sjá hvað hægt er að gera í þessari skemmtilegu borg, annað en að sjá frábæra knattspyrnu og óstöðvandi heimalið á Anfield.

Innifalið í ferðinni er meðal annars:

  • Íslensk fararstjórn.
  • Flug til London Gatwick fimmtudaginn 2. október kl. 15:25.
  • Gisting á Holiday Inn í Crawley eina nótt (lítill bær rétt við Gatwick-flugvöll).
  • Kráarkvöld í miðbæ Crawley á fimmtudagskvöldið.
  • Rúta til Liverpool (u.þ.b. 5 klst. löng) eftir morgunmat á föstudegi. Komið verður til Liverpool fljótlega upp úr hádegi.
  • Sérstakt Kop.is Pub-quiz í rútunni þar sem veglegir vinningar verða í boði!
  • Gæðagisting á nýuppgerðu lúxushóteli Titanic Hotel niðri á Stanley Dock, steinsnar frá miðborg Liverpool.
  • Aðgöngumiði á leikinn gegn West Bromwich Albion laugardaginn 4. október.
  • Rúta til London/Gatwick og flug heim þaðan mánudaginn 6. október kl. 20:40.

Máltíðir aðrar en þær sem eru nefndar, drykkir með kvöldmat og annað almennt sem ekki er nefnt hér að ofan er ekki innifalið.

Verðið er kr. 149.500 á mann í tvíbýli.

Eins og áður sagði hafið þið samband við Luka Kostic hjá Úrval Útsýn í síma 585-4107 eða á luka@uu.is til þess að panta ykkar sæti í þessa ferð.

Ferðaáætlun er í grófum dráttum sú að hópurinn flýgur saman til Gatwick-flugvallar í London. Þaðan verður farið beint á hótelið í Crawley town, og þaðan út að skoða bæinn og veitingarnar um kvöldið. Morguninn eftir er morgunverður á hótelinu. Að morgunverði loknum tekur við rútuferð til Liverpool-borgar. Allajafna eru rútuferðir ekki spennandi en í þetta skiptið verður boðið upp á Kop.is pub quiz í rútunni með verðlaunum og svo verður hlaðið í eitt live Kop.is Podcast í rútunni ef tæknin leyfir. Þess utan verður sungið og djammað og almennt brosað alla leiðina til Liverpool!

Í borginni verður boðið upp á almenna fararstjórn og ráðgjöf með hvernig best er að nýta tímann í þessari skemmtilegu borg. Kop.is-strákarnir munu mæla með góðum veitingastöðum og þeir sem vilja geta slegist með þeim í hópinn út að borða öll kvöld á bestu veitingahúsum borgarinnar. Þá verður stemningin á The Park tekin góðum púlsi bæði fyrir og eftir leik auk þess sem hægt er að fara með fólk í skoðunarferðina á Anfield sé þess óskað, en þó ekki hægt að lofa því fyrr en nær dregur þar sem túrinn er ekki alltaf opinn. Svo er hægt að kíkja á Bítlasafnið, Cavern Club og ýmislegt annað skemmtilegt í borginni.

Þess utan verður stemning í hópnum og stefnt að eins mikilli skemmtun og afslöppun og hægt er.

Einnig: BIERKELLER á kvöldin! Við erum ekkert að grínast, sá staður einn og sér er ferðarinnar virði.

Babú og Maggi voru hressir fararstjórar í síðustu ferð.

Babú og Maggi voru hressir fararstjórar síðasta vetur.

Endilega sláist í för með okkur Kop.is-genginu í frábæra ferð til fyrirheitna landsins!

Liverpool að kaupa Balotelli (uppfært)!

Uppfært (KAR): BBC, Liverpool Echo og allir hinir stóru miðlarnir staðfesta að liðin hafi náð samkomulagi um kaupverð upp á 16m punda. Nú á Balotelli bara eftir að semja við Liverpool sem þykir formsatriði. Þetta er að gerast!

Upphaflega færslan er hér fyrir neðan.


Echo staðfesta að Liverpool sé í viðræðum við AC Milan um kaup á Mario Balotelli.

mariobalotelli-why-always-me

Negotiations are at an early stage with the Serie A outfit demanding £20million for the controversial Italy international.

The interest in Balotelli, 24, represents a remarkable U-turn for the Reds after the club dismissed any interest in signing the former Manchester City frontman earlier this month.

Talið er að AC Milan vilji fá um 20 milljónir punda, sem er auðvitað ótrúlega lágt verð fyrir svo hæfileikaríkan framherja. En einsog menn vita, þá fylgja Balotelli alls kyns möguleg vandræði.

Ég ætla þó að ganga svo langt og segja að mér líst vel á þetta. Liverpool getur ekki leyft sér að taka dýrustu leikmennina, heldur verðum við að vera skynsamir. Og hluti af þeirri skynsemi getur falist í því að taka smá sjensa með leikmenn sem eru augljóslega hæfileikaríkir en hafa komið sér í vandræði. Luis Suarez er augljóst dæmi en hann var í banni þegar við keyptum hann og svipað er að segja um Daniel Sturridge, sem gríðarlega margir efuðust um.

Sjáum hvað gerist, en það er allavegana ljóst að það verður ekki minna spennandi (og erfitt fyrir hjartað) að horfa á Liverpool í vetur ef að Balotelli verður á meðal leikmanna okkar.

VandræðaPési eða bara Pési?

Nú má búast við því að Silly Season fari að detta í sitt árlega „overspan“ og væntanlega verða okkar menn þar miðdepillinn þetta árið, ásamt kannski nágrönnum okkar í Man.Utd. Er það gott eða vont? Það er vont fyrir sálartetrið á meðan þessu stendur, en samt er þetta nú partur af þessu og í rauninni vill maður frekar vera þátttakandi í því fremur en að standa fyrir utan og horfa upp á liðið sitt utan umræðunnar og ekkert að gerast. Það er alveg morgunljóst að Brendan er að reyna að bæta við sig öflugum framherja, spurningin er bara hver það verður og hvort náist að klára það á þessum dögum sem eftir eru af ágústmánuði.

Í dag er Twitter hreint út sagt logandi vegna meint boðs okkar manna í Mario Balotelli. Ja eitt er víst, sá strákur er umdeildur og það mjög. Margir hafa afar gaman af uppátækjum hans og aðrir hrista bara hausinn yfir allri vitleysunni. En ég held að flestir séu sammála um eitt þegar kemur að þeim strák, hann er stútfullur af hæfileikum. Ég hef lesið talsvert um það á Facebook og Twitter að Brendan hafi náð að hemja einn vitleysing vel, þ.e. Luis Suárez. Ég er ekki alveg að botna þann málflutning. Luis Suárez er draumur allra knattspyrnustjóra utan vallar. Hann er pollrólegur, aldrei úti á lífinu og mikill fjölskyldumaður. Í rauninni þá er hann algjör engill utan vallar. Á æfingum eru fáir jafn ákafir og leggja sig jafn mikið fram og hann, aldrei neitt vesen með hann þar. Meira að segja í leikjum, þá leggur hann sig allan fram og stundum aðeins of mikið. Hann er ekki að fá mikið af spjöldum, meiðist nánast aldrei og skorar mörk. Hann er reyndar með einn galla, hann bítur fólk annað slagið. En að bera hann saman við einhvern vandræðaPésa, það er svolítið út úr korti að mínu mati.

Ég er þó alls ekki að segja að Brendan geti ekki höndlað mann eins og Mario, síður en svo, ég tel að hann geti það og að því að maður hefur heyrt, hefur sá drengur náð að þroskast örlítið síðan hann fór frá City (utan vallar allavega). Mario er algjört skólabókardæmi um kaup sem FSG standa fyrir. Talað um 17 milljónir punda, sem er ódýrt fyrir þetta hæfileikaríkan mann, gott endursöluverð á honum og ungur í þokkabót (ný orðinn 24 ára). Tikkar í nánast öll boxin. Í mínum huga er spurningin ekki um virðið á honum, hegðun utan vallar eða hæfileika. Nei, ég tel þetta snúist um hans leikstíl inni á vellinum. Hann virkar oft á tíðum algjörlega laus við allan áhuga á leiknum, latur og kærulaus. Það er það sem ég hef mestar áhyggjur af, sér í lagi þegar horft er til leikstíls Liverpool undir Brendan. Sjáið þið Balo fyrir ykkur í hápressunni? Ekki ég. En ef Brendan telur sig geta notað hann og breytt honum eftir sínu höfði, þá er engin spurning um að þessi drengur gæti sprungið endanlega út. Hef ég trú á því? Nei.

Aðrir sem nefndir eru til sögunnar eru menn eins og Radamel Falcao. Það er ekki nokkur spurning um að hann er stútfullur af gæðum, en er hann raunhæfur möguleiki? Nei, ég held að því fari fjarri. Hann er að spila fyrir lið Monaco og er þar á ofur samningi og í þokkabót þá er það skattaparadís. Liverpool gætu alveg ráðið við kaupverðið eitt og sér, en launapakkinn? Í ofanálag þá er talið um að hugur hans sé löngu kominn til Real Madrid og öll skref fram að því eru jú einmitt það, milliskref og viljum við slíkt? Einnig hefur verið talað um hann á lánssamningi. Eitt slíkt tímabil myndi kosta okkur í kringum 22 milljónir punda alls. Ég held að bæði Rodgers og FSG séu með meiri framtíðarsýn en það að eyða svona háum fjárhæðum í skammtímaúrbót.

Edison Cavani er svo annar, en hann spilar fyrir olíufélagið PSG í París. Hann var keyptur á um 65 milljónir Evra fyrir ári síðan og er með ansi hressileg laun. Þar fyrir utan er hann að verða 28 ára gamall og ekki beint týpa sem maður sér fitta inn í leikstílinn okkar, hann er reyndar duglegur á vellinum og fínn slúttari, en maður sér hann einhvern veginn ekki fyrir sér miðað við hvernig liðið hefur verið að spila. Allavega finnst mér hann vera ansi langt frá því að réttlæta verð og launapakka miðað við það hvernig það er allt í dag.

Samuel Eto’o er svo einn sem hefur verið ansi oft orðaður við okkur undanfarið, sá er í aðeins öðrum flokki en hinir áður upptöldu, enda er hann samningslaus og í leit að liði. Sá kann að skora mörkin, um það er enginn vafi, en hann er líka orðinn 33 ára gamall og hann er ekkert að fara að spila frítt, þótt það væri bara þetta eina ár. Ég gæti trúað að menn væru með hann uppi í bakhöndinni ef allt annað bregst, þeir eru alveg til verri til að vera varaskeifa í framlínunni en Samuel kallinn. Persónulega hef ég aldrei verið neitt voðalega hrifinn af honum sem leikmanni, en ég gæti alveg skilið þetta „move“ ef réttur maður fæst ekki inn og bíða þyrfti fram í janúar eða fram á næsta sumar. Þetta yrði allavega ódýrari tilraun en að kaupa einhvern gaur á 15-20 milljónir punda og á samningi til 4-5 ára.

Vonandi fáum við bara eitthvað nice surprise í restina og inn komi spennandi leikmaður sem bætir einhverju við liðið. Helst af öllu vildi maður fá mann sem yrði lykilmaður næstu árin og síst vill maður sjá einhverja skammtímalausn fyrir næstu 6-12 mánuði. Markaðurinn í dag er þó ekki einfaldur og mikið vatn á eftir að renna til sjávar fram að 1. september nk. Ég vil Pésa og er eiginlega nokk sama hvort það sé Pétur Pan, Pétur Panodil eða Vandræða Pétur, ég vil bara góðan Pésa.

Barcelona tjá sig um kaupverð á leikmanni

Breskir fjölmiðlar hafa í dag búið til allskonar fréttir um að Luis Suarez hafi farið til Barcelona með einhverjum afslætti frá kaupverðs-klásúlunni sem átti að vera í samningnum hans.

Blaðamaður Guardian Sid Lowe skrifar frétt um blaðamannafund þar sem Suarez var kynntur sem Barcelona leikmaður í dag, þar sem haft er eftir varaforseta Jordi Mestre.

during which the club’s vice-president, Jordi Mestre, claimed that the Catalans had paid £65m (about €81m) for the striker – £10m lower than his £75m buy-out clause. “The clause was £75m and in the end we paid £65m,” Mestre said. “That was fundamentally down to two factors: the skill of those negotiating and Suárez’s desire to come.”

Áhersla mín.

Semsagt, Barcelona segja að þeir hafi keypt Suarez með afslætti af því að samningamenn þeirra eru svo klárir.

John-W-Henry-007

Give me a fucking break!

Fyrir þá sem vilja velta þessu fyrir sér og byrja að spá af hverju Suarez var seldur með afslætti, þá má benda á þá skemmtilegu staðreynd að Barcelona hafa verið ákærðir af spænska skattinum af því að þeir lugu því að Neymar hefði kostað þá minni peninga en hann gerði í raun. Sjá meðal annars hér. Barcelona pay £11.1m in evaded taxes from last summer’s signing of Neymar.

Barcelona er í dag klúbbur styrktur af einræðisríki sem á í dag lítið skilt við það frábæra félag sem ég hreifst af fyrir mörgum árum. Ég myndi ekki trúa einu orði sem kemur útúr munni þeirra manna sem þessum klúbbi stýra.

Varabúningarnir í ReAct! [auglýsing]

Vara- og Meistaradeildarbúningar Liverpool koma til landsins á morgun!

Varabúningur Liverpool tímabilið 2014/15 er gulur með rauðum röndum og er auðvitað stórglæsilegur eins og sjá má:

yellowkit

Þriðji búningur Liverpool tímabilið 2014/15 er jafnframt Meistaradeildarbúningur félagsins í vetur og er hann svartur, grár og rauður og auðvitað líka stórglæsilegur, eins og sjá má:

thirdkit.jpg

Liverpool-búningarnir fást í helstu sportvöruverslunum landsins – Jóa Útherja og ReAct – en úrvalið má sjá í vefverslun ReAct á ReAct.is.

Kíkið við og verið rétt klædd fyrir tímabilið!