íslensk aðdáendasíða besta félags í heimi

íslensk aðdáendasíða besta félags í heimi

Latest stories

 • Kvennalið Liverpool 2 – 1 Reading

  Í dag léku Liverpool og Yeovil í kvennadeildinni, Chris Kirkland og Vicky Jepson stýrðu liðinu og stilltu svona upp:

  Kitching

  S.Murray – Bradley-Auckland – Matthews – Robe

  Fahey – Coombs – Babajide

  Charles – Linnett – Clarke

  Bekkur: Sweetman-Kirk, C.Murray, Daniels, Little, Rodgers

  Aftur sást ekkert til Anke Preuss. Hins vegar var ágætt viðtal við hana á heimasíðu Liverpool fyrir skemmstu, svo ekki er hún farin langt.

  Leiknum lauk með sigri Liverpool, 2-1. Það var Kirsty Linnett sem skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið á 17. mínútu, en 10 mínútum síðar jöfnuðu Yeovil konur. Það var svo ekki fyrr en á 86. mínútu að Jessica Clarke skoraði mark sem reyndist vera sigurmark leiksins.

  Liðið er nú komið með 6 stig í deildinni eftir 4 leiki, og eru okkar konur núna t.d. með jafn mörg stig og Chelsea sem unnu deildina í fyrra, jafnvel þó svo Chelsea séu búnar að spila 5 leiki. Þær léku við Arsenal fyrr í dag og töpuðu stórt, 5-0. Arsenal konur eru því einar á toppnum með 12 stig og líta afar vel út svona í byrjun tímabils. Við getum verið nokkuð ánægð með stöðuna hjá okkar konum, sérstaklega í ljósi þess að vera nánast með nýtt lið og vera að leita að knattspyrnustjóra.

 • Veiki hlekkurinn

  Aldrei í sögu félagsins hefur liðið styrkt sínar mestu veikleikastöður eins mikið og gert var á þessu ári. Van Dijk og Alisson hafa báðir sýnt að það er ástæða fyrir því að borga þurfti metfé. Það er svosem engin ein rétt leið í þessu samt enda höfðu Alexander-Arnold og Robertson svipuð áhrif á síðasta tímabili í bakvarðastöðunum. Vandamálin voru aftast og á einu ári hefur Klopp skipt öllum fimm öftustu út eða gefið þeim nýtt hlutverk í vörninni. Ofan á það var keypt varnartengilið og heimsklassa miðjumann sem við skulum fara varlega í að dæma of hart eftir aðeins átta umferðir. Þegar Fabinho vinnur sér sæti í liðinu verður Klopp búinn að skipta út öllum sex öftustu sem byrjuðu síðasta tímabil. Það er svakleg breyting á svona stuttum tíma.

  Það eina sem var neikvætt við sumargluggan var að Nabil Fekir féll á læknisskoðun en hann spilar einmitt það hlutverk sem helst hefur verið til vandræða hja Liverpool í byrjun mótsins. Miðjumenn Liverpool skora einfaldlega ekki nægjanlega mikið af mörkum. Þetta er ekki nærri því eins alvarlegt vandamál og varnarleikur liðsins var á síðasta tímabili og Klopp virðist vita þetta mæta vel enda nú þegar búinn að kaupa þrjá miðjumenn fyrir samtals 110 mkr.

  (meira…)

 • Gullkastið – Sterk byrjun á mótinu

  Liverpool stendur jafnfætis Chelsea og Man City þrátt fyrir erfiðustu mögulegu byrjun og prógrammið frammundan er töluvert frábrugðið því sem nú var að enda. Samt hefur liðið ekki unnið neinn af síðustu fjórum leikjum og er langt frá því að vera fullkomið. Gerðum okkar besta til að greina þetta í þætti vikunnar.

  00:00 – Erfiðasta byrjun Liverpool í Úrvalsdeildinni
  14:50 – Upplegg Guardiola mikið hrós
  28:50 – Kominn tími á þessar £110m af nýjum miðjumönnum
  42.40 – Algjörlega hörmulegur Napoli leikur
  57:00 – Jurgen Klopp veisla í þrjú ár.

  Stjórnandi: Einar Matthías
  Viðmælendur: Maggi og SSteinn

  Við bendum hlustendum á að nú er hægt að finna þáttinn á Spotify undir Kop.is eða Gullkastið. Eins erum við á Itunes og öðrum podcast veitum.

  MP3: Þáttur 210

 • Klopp í þrjú ár

  Jurgen Klopp var staðfestur sem stjóri Liverpool á þessum degi fyrir þremur árum. Klárlega mikilvægasta mannaráðning Liverpool í tíð FSG og þeirra mesta gæfuspor í rekstri félagsins. Eftir Man City leikinn hefur hann stýrt Liverpool nákvæmlega þrjú tímabil (114 deildarleiki) og er mjög áhugavert að skoða þróun liðsins á þessum tíma.


  (meira…)

 • Liverpool – Man City 0-0

  Liverpool byrjaði af krafti fyrstu mínúturnar. Salah átti skot sem fór rétt framhjá nærstönginni. Örfáum mínútum síðar komst Mané upp kanntinn eftir sendingu frá Robertson en Mendy var mættur á fjærstöngina og bjargaði. Eftir þetta gerðist lítið. Gomez kom okkur jú í smá vandræði með lélegri hreinsun sem barst til Aguero, Lovren kom hratt í hann og Aguero féll. Gestirnir vildu fá víti, ég hefði eflaust heimtað það einnig ef dæminu væri snúið við en snertingin var ekki mikil þegar maður sá þetta í annarri eða þriðju endursýningu.

  Bæði lið voru dugleg að loka öllum sendingarleiðum þannig að lítið var að gerast utan sendingar á milli öftustu manna þar til að menn náðu að spila upp á sóknarmann sem þá var umkringdur 2-3 mönnum. Milner varð fyrir meiðslum á ~30 mínútu og Keita kom inn. Lítið annars hægt að segja um afar varkáran fyrri hálfleik hjá báðum liðum.

  (meira…)

Back to Top

Ad Blocker Detected!

Advertisements fund this website. Please disable your adblocking software or whitelist our website.
Thank You!