Veni, vidi, vi-

rodgers_sept2015
[Mynd: Kristján Atli, 26. september 2015 á Anfield]

Þá voru þeir sjö.

Graeme Souness, Roy Evans, Gérard Houllier, Rafael Benítez, Roy Hodgson, Kenny Dalglish. Og nú, Brendan Rodgers.

Þetta eru mennirnir sem hafa reynt að færa Liverpool-stuðningsmönnum það sem við þráum mest. Í 25 ár hafa þeir reynt, án árangurs. Með hverju árinu hefur það orðið erfiðara, með hverjum þjálfaranum er verkefnið langsóttara. Samt, áfram látum við okkur dreyma og áfram halda þeir að reyna.

Graeme Souness og Gérard Houllier drápu sig næstum á verkinu, Rafa Benítez leit verr út með hverju árinu eins og bandarískur forseti, Roy Evans stýrði aldrei öðru liði eftir sína atlögu með Liverpool og mislukkuð seinni tilraun Kenny Dalglish sendi hann á eftirlaun. Það er ekki að ástæðulausu að menn segja að það sé erfiðasta starf knattspyrnunnar að stýra Liverpool til fyrirheitna landsins á ný.

Brendan Rodgers gaf allt sem hann átti í verkið. Hann gerði allt rétt, innan og utan vallar, þar til úrslit leikja fóru að snúast gegn honum. Jafnvel þá hélt hann áfram að gera sitt besta og spyrna við straumnum en allt kom fyrir ekki. Engu að síður er ég sannfærður um að þar fer frábær ungur stjóri sem á eftir að gera stóra hluti. Það kom bara á daginn að hann varð stjóri Liverpool of snemma. 39 ára gamall stjóri sem hafði aldrei unnið neitt á ferlinum? Dæmt til að mistakast, sennilega? Það er því honum til endalauss hróss hvað hann var grátlega nærri því að afreka það sem risanöfnin sem höfðu vermt hásætið á undan honum höfðu ekki náð.

Rodgers er núna 42 ára. Yfirlýsing hans í dag sýnir af sér þann klassa sem hann hefur að geyma og ég óska honum góðs gengis í framtíðinni, allavega þar til hann skýtur upp kollinum hjá einum af keppinautum okkar og við þurfum að halda á móti honum. Hann hefur fengið doktorsnám í knattspyrnustjórnun síðustu 39 mánuðina og verður betri stjóri í næsta starfi fyrir vikið.

Hvað er þá næst hjá Liverpool? Ég skrifaði einn pistil í sumar og svo annan um áhættuna sem verið var að taka með því að halda Rodgers. Því miður fór það svo að áhættan borgaði sig ekki, eins og ég felldi dóm um fyrir þremur vikum. Það tók þrjár vikur fyrir náðarhöggið að lenda og nú horfum við til framtíðar.

Það er mín skoðun að Rodgers skilur við liðið talsvert betur statt en hann tók við því. Það er fullt af spennandi leikmönnum í þessu liði og fyrir utan nokkrar augljósar holur (samkeppni í vinstri bakvörð, örugglega annan markvörð) er ekki þörf á byltingu í þeim málum. Einnig hljóta eigendur og yfirstjórn félagsins að hafa lært af Rodgers-tímanum og vera klárir í að vinna markvissar að sameiginlegu marki í framtíðinni.

Kannski er það bjartsýniskast hjá mér en mér finnst eins og það vanti bara nýjan, kraftmikinn knattspyrnustjóra. Mann með ferskar hugmyndir sem fær allt félagið til að rísa upp á tærnar, teygja sig til lofts og svo hoppa hátt. Slúðrið er þegar farið að benda sterklega á ákveðinn stjóra sem uppfyllir að mínu mati þær kröfur sem ég tel okkur þarfnast.

Næstu daga munum við sjá hulunni svipt af þeim næsta, arftaka Rodgers. Það verður sá áttundi sem reynir að koma Liverpool á ný í fyrirheitna landið. Hver sem hann verður óska ég honum góðs gengis, um leið og ég þakka Brendan Rodgers fyrir allar góðu stundirnar. Ég mun aldrei gleyma knattspyrnunni sem liðið hans lék þegar best lét.

YNWA

Podcast fellur niður vegna tækilegra mistaka

Uppfært – Leyfum þessari könnun að lifa aðeins áfram

Hvern viltu sjá sem næsta stjóra?

Skoða niðurstöður.

Loading ... Loading ...


Fréttir af brottrekstri Brendan Rodgers fyrr í kvöld urðu til þess að við félagarnir ákváðum að taka upp þátt strax í kvöld. Einar Örn, Maggi, Steini og Kristján Atli mættu allir með mér á línuna og við tókum vissulega klukkutímalangan hörku þátt.

Er kom að því að setja hann í loftið sé ég hvergi MP3 skránna sem kemur er maður tekur upp og í ljós kemur að upptakan heppnaðist ekki. Ég setti á upptöku er við byrjuðum og var allan tímann með á upptöku allt þar til við slökktum en engu að síður klikkaði upptakan. Ég gæti ekki verið neitt mikið meira pirraður en ég er nákvæmlega núna. Er við það að æla.

Það sem gerist er að um leið og ég skrái mig inn á Skype í dag fer í gang nýtt update á forritinu eins og gerist mjög reglulega. Svo opna ég Skype Recorder og hringi í strákana, nákvæmlega sama aðferð og ég hef gert marg oft, síðast á þriðjudaginn. Það sem ég sé svo að loknum „upptökum“ er þetta.
Podcast
Er þetta ekki alveg útilokað með upptökuna úr því þetta eru skilaboðin?

Við höfum alveg glatað þætti áður en sá þáttur var ekki á sunnudagskvöldi nokkrum tímum eftir að stjórinn var rekinn! Strákarnir gerðu ráðstafanir og við höfðum töluvert fyrir því að taka upp í kvöld, þetta er með öllu ógeðslegt.

Ég biðs ég velvirðingar á þessu helvítis djöfulsins andskotans klúðri hjá mér, sérstaklega bið ég skrákana afsökunar á þessu, það er ljóst að næsta round er á minn kostnað. Hér eftir taka alltaf a.m.k. tveir upp þessa þætti.

Úff.

Næsti þáttur er annars á miðvikudaginn og að mestu án okkar Kop.is manna.


Dagskráin var annars ekki flókin og þetta er svona það helsta sem við ræddum.

Af hverju núna strax?
Árangur liðsins hefur ekki verið nægjanlega góður undanfarna 18 mánuði. Hann þurfti miklu meiri flugeldasýningu í byrjun þessa tímabils en liðið hefur verið að sýna og þrátt fyrir að staðan sé þannig séð ekkert svo slæm hjá Liverpool núna þá er spilamennskan ekki í takti við væntingar og allt of margir leikmenn að spila undir getu/væntingum.

Rodgers er mjög langt frá því að spila svipaðan bolta og hann stóð fyrir er hann tók við og það virtist ekkert vera fara breytast. FSG gaf honum tækifæri í sumar til að koma liðinu aftur á réttann kjöl því hann sýndi það 2013/14 hvað hann getur gert en ákaflega ósannfærandi byrjun þessa tímabils gerði stöðu Rodgers mjög erfiða. Hann er búinn að tapa lang stærstum hluta stuðningsmanna liðsins þó hann virðist ekki hafa tapað klefanum eftir því maður best veit.

Þeir sem eru á lausu risa factor
Líklega hefur það haft mikið að segja hvaða menn eru á lausu núna og tilbúnir að taka við liði Liverpool. Þegar FSG tók við fyrir þremur árum stóð valið á milli Martinez og Rodgers. Núna virðist þetta standa á milli Klopp á Ancelotti. Það eitt og sér sýnir hversu mikið FSG hefur bætt félagið undir stjórn Rodgers, þetta er allt annað verkefni en það sem Rodgers tók við fyrir þremur árum.

Jurgen Klopp er á lausu núna, eitthvað sem átti ekki við í sumar. Hann passar fullkomlega inn í skipulag FSG myndi maður ætla. Miðað við það sem við sáum af honum í Dortmund ætti hann ekki að eiga erfitt með að fá stuðningsmenn Liverpool með sér og líklega ekki leikmenn heldur. Liverpool er frábært félag fyrir hann til að rífa upp og komi hann þarf vonandi ekki að umturna öllu heldur bara bæta það sem fyrir er.

Klopp verður ekkert á lausu í langan tíma og nú þegar orðað hann við FC Bayern sem kannski sýnir stöðu hans í boltanum. Chelsea gæti skipt um stjóra á næstu vikum með svipað brutal hætti og FSG gerir núna og mér dettur bara einn í hug sem gæti tekið við þeim (af þeim sem hefur ekki stjórnað þeim áður). Mögulega hjálpaði gengi Chelsea FSG við að taka þessa ákvörðun núna strax því það er mjög ólíklegt að verið sé að reka Rodgers án þess að þeir viti hvað þeir vilji fá inn í staðin. Þeir standa ekki með honum í sumar og reka svo í byrjun október án þess að hafa plan. Slíkt væri vægast sagt ólíkt FSG.

Ancelotti er einnig á lausu núna, eitthvað sem átti ekki heldur við í sumar. Liverpool er mjög ólíkt því sem hann hefur áður gert en hann er svo sannarlega proven winner. (Ég ætla ekki að lýsa frekar pirringi mínum yfir því að spjall okkar um Ancelotti hafi ekki tekist upp í kvöld).

Rétt ráðning fær stuðningmenn bak við sig aftur og vonandi fær liðið smá frið á næstunni. Pressan sem verið hefur á félaginu í upphafi tímabilsins hefur ekki hjálpað neinum. Rodgers var búinn að missa stuðningsmennina og gagnrýnin sem hann fékk var ekkert alltaf falleg eða málefnaleg. Nýr stjóri ætti að fá smá frið a.m.k. en það er reyndar háð því að FSG ráði annan af tveimur sem stuðningsmenn vilja fá, annars koma heykvíslarnar aftur á loft.

Auðvitað tókum við margt fleira fyrir í þessum þætti en ég læt þetta gott heita núna og fer líklega bara að sofa.

Rodgers rekinn! (Staðfest)

FSG tóku þá ákvörðun í sumar að gefa Rodgers tækifæri til að leiðrétta síðasta tímabil, þetta kom þeim sem fylgjast vel með störfum FSG í Bandaríkjunum ekki á óvart eins og ég kom inná í stórum pistli í sumar. Rodgers hafði ekkert svigrúm fyrir mistök í byrjun þessa tímabils og eftir ágæta stigasöfnun í byrjun kom skellurinn á móti West Ham og hann hefur ekki náð sér síðan. Tap gegn United tífaldaði pressuna og þrátt fyrir betri spilamennsku kemur brottrekstur hans núna ekki á óvart. Liðið er búið að vinna 3 leiki af átta í deildinni, ekki ennþá unnið í evrópu og þurfti vítakeppni í deildarbirkarnum.

FSG geta alveg verið brutal þegar þeim sýnist og mér finnst þeir aðeins sýna það í dag. Núna þegar Rodgers er farinn beinast spjótin þó að þeim og það verður áhugavert að sjá hvað þeir gera núna í kjölfarið á þessum fréttum. Það er pressa á þeim að ráða stórt nafn núna sem sannfærir bæði stuðningsmenn og ekki síður leikmenn, bæði núverandi leikmenn og þá sem gætu komið á næstunni. Þar hef ég áhyggjur af því að FSG fari ekki alveg eftir óskum allra.

Persónulega sé ég töluvert á eftir Rodgers og vonaði heitt og innilega að þetta myndi ganga hjá honum. Hann verður að ég held fljótlega kominn með stórt starf aftur. Ég er samt ekki eins reiður og ég var árið 2010. Ef ég væri að stjórna enska knattspyrnusambandinu myndi ég reka Hodgson í dag og ráða Rodgers.

Þetta eru það stórar fréttir að við tökum upp Podcast þátt í kvöld og förum auðvitað betur yfir þetta.

Núna er stóra spurningin, hvað næst? FSG hefur ekkert svigrúm fyrir svipaða skitu og félagið gerði á svipuðum tímamótum árið 2010.

Hvern viltu sjá sem næsta stjóra?

Skoða niðurstöður.

Loading ... Loading ...

Rodgers rekinn

Everton – Liverpool 1-1

Rodgers stillti upp óbreyttu liði frá Aston Villa leiknum

Mignolet

Can – Skrtel – Sakho

Lucas

Clyne – Milner – Coutinho – Moreno

Sturridge – Ings

Bekkur: Bogdan, Gomez, Rossiter, Allen, Ibe, Lallana, Origi

Mest allur fyrri hálfleikur einkendist af ágætlega klassískum derby slag, okkar menn byrjuðu ágætlega og stjórnuðu lengst af án þess þó að skapa sér nein dauðafæri. Everton menn komust meira og meira inn í leikinn er leið á fyrri hálfleik og þeir áttu fyrstu dauðafæri leiksins. Fyrst eftir aukaspyrnu sem fór beint á kollinn á dauðafrían Steven Naismith og hitt eftir þrumuskot James McCarthy. Mignolegt varði í bæði skiptin mjög vel. Hinumegin komst Milner næst því að skora eftir frábæran undirbúning hjá Coutinho en færið var þröngt og Howard lokaði vel.

Undir lok fyrri hálfleiks gerðust þau undir og stórmerki að Liverpool nýtti hornspyrnu. Milner er hættur að senda alltaf á fyrsta varnarmann og það skilaði sér því hann sendi inn á fjærstöng og fann þar Danny Ings sem gerði mjög vel í að skapa sér svæði og skallaði boltann inn af stuttu færi.

Liverpool hefur misst niður forystu í fjórum af síðustu fimm leikjum og breyttu ekkert út af vananum í dag. Lukaku var búinn að jafna fyrir hálfleik eftir kokteil af kunnuglegum varnarmistökum í bland við dágóðan slatta af óheppi.

Deulofeu fékk boltann út á kanti og þegar hann mundaði fótinn til að senda fyrir hoppaði Moreno fyrir framan hann og sneri sér við til að meiða sig ekki. Ekki leyfilegur varnarleikur í derby slag frekar en öðrum leikjum svosem. Boltinn datt fyrir Emre Can sem bombaði boltanum frá markinu, þegar það rignir þá hellirignir og í stað þess að boltinn færi í innkast þá fór hann í Skrtel sem gat lítið gert að þessu og þaðan beint fyrir fætur Lukaku sem kláraði boltann auðveldlega í netið, eins dæmigert og mögulegt er. Liverpool búið að tapa forystunni í fimmta skiptið í síðustu sex leikjum og það á innan við 20 mín í öllum þessum leikjum. Þetta var algjör grís hjá Lukaku en varnarleikur Liverpool bíður vissulega upp á það. Spurning hvort ekki þurfi að fjölga miðvörðum enn meira? Staðan 1-1 í hálfleik.

Seinni hálfleikur var hreint alls ekki upp á marga fiska hjá okkar mönnum ef tekið er mið af því að Liverpool hreinlega varð að vinna þennan leik. Jafntefli gefur bara of lítið og hjálpar Rodgers ekki neitt. Liverpool var undirmannað á miðjunni allann leikinn og það sást greinilega enda átti Liverpool ekki eitt færi í seinni hálfleik. Sturridge átti að ég held ekki skot á markið í leiknum. Tveir djúpir miðjumenn Everton áttu í nákvæmlega engum vandræðum með hræðilega Coutinho og Milner sem náðu aldrei að stressa vörn Everton sem inniheldur tvo unglinga og miðvörð að spila sinn annan leik. Everton vantaði þrjá lykilmenn í vörnnina.

Helstu atriði seinni hálfleiks var líklega þegar Lucas slapp við að fá seinna gula spjaldið, þar var hann ljónheppinn og Rodgers skipti honum eðlilega útaf eins og skot. Hitt atvikið var þegar Sakho ætlaði að jarða Lukaku á vellinum en var stoppaður af þremur liðsfélögnum sínum.

Heilt yfir ekkert versti leikur okkar manna á tímabilinu og með glasið hálf fullt (af áfengi) er hægt að sjá þetta sem ágætt stig á útivelli, en þetta var bara ekki nógu gott. Hefði viljað sjá meiri séns tekinn í lokin, fækka um einn í vörninni og reyna meira að klára þennan leik með sigri. Vill reyndar hafa það default stillingu á þessu liði okkar.

Frammistöður og maður leiksins
Mignolet bjargaði Liverpool 2-3 í dag og verður ekki sakaður um þetta tap. Hann setti þó líklega met í einni fyrirgjöfinni í dag er hann stóð frosinn á línunni og lét boltann bara alveg eiga sig. Liverpool slapp með það en líklega blindaði sólin hann í því tilviki.

Sakho fannst mér vera maður leiksins þó samkeppnin um það sé ekki mjög mikil. Skrtel var fínn líka og enganvegin hægt að kenna honum um markið. Can fannst mér vera spila úr stöðu eins og áður, hann var mjög óheppinn í markinu enda hreinsaði hann boltann frá eins og honum var uppálagt að gera. Hann bara hitti auðvitað beint í Skrtel. M.ö.o. þessi miðvarðaher sem Liverpool stillir upp á kostnað leikmanns framar á vellinum míglekur mörkum áfram og eru mest bara fyrir hvor öðrum í varnarleiknum, þannig var það bókstaflega í dag.

Clyne var solid eins og vanalega en ekkert meira en það. Moreno var fínn hinumegin og mesta ógn liðsins sóknarlega. Engu að síður er hann mesti sökudólgur liðsins í marki Everton og skorar því ekki hátt í dag. Það er reyndar bara random milli leikja hvaða varnarmaður á mesta sök á varnarmistökum þann daginn en í dag var það Moreno að mínu mati. Farðu í svona bolta eins og þú sért að spila derby leik gegn Everton.

Milner var hræðilega dapur í dag fannst mér en þó ekki jafn lélegur og félagi hans á miðjunni, Phil Coutinho. Þeir voru augljóslega einum færri á sínu svæði í dag en það breytir því ekki að þeir eiga að gera betur gegn Barry og ósamstilltri vörn Everton sem átti allt of náðugan dag. Ekki boðleg frammistaða hjá leiðtogum liðsins.

Lucas var sá eini af miðjumönnum Liverpool sem virtist vita hvaða leikur þetta væri og var einn af okkar betri mönnum í dag. Fullt af smá brotum sem manni finnst vera óþarfi en hann var að stoppa margar sóknir Everton manna í dag. Hann fékk gult spjald fyrir að vinna boltann sem var bull en hann var heppinn að sleppa með seinna gula stuttu seinna.

Ings skoraði flott mark og frábært að hann hafi skorað í þessum leik. Vann eins og brjálæðingur en þegar leið á leikinn saknaði maður Benteke mikið, hefði verið mjög gott að eiga hann inni í dag.

Sturridge fékk enga þjónustu, nákvæmlega enga. Ofan á það átti hann mjög dapran dag. Ef Liverpool spilar með þrjá miðverði, varnartengilið og tvo bakverði er kannski ekki svo óvænt að sóknarleikmenn liðsins eigi dapran dag, Þetta varð raunin í dag og ef við fáum ekkert sóknarlega frá Coutinho, Sturridge og Milner í svona leik eru litlar líkur á að liðið vinni. Sérstaklega ekki þegar alltaf þarf að skora 2-3 mörk.

Það er samt orðið gjörsamlega óþolandi að tapa alltaf niður forystu eftir að hafa skorað fyrsta markið. Núna er stóra spurningin hvort þetta hafi kosti Rodgers starfið. Síðasti naglinn í kistuna, liðið er að spila betur heilt yfir en við sáum á síðasta tímabili en þetta er bara ekki nóg.

Everton – Liverpool

Byrjunarlið okkar manna er óbreytt frá síðasta deildarleik.

Mignolet

Can – Skrtel – Sakho

Clyne – Lucas – Milner – Moreno

Coutinho

Sturridge – Ings

Bekkur: Bogdan, Gomez, Rossiter, Allen, Ibe, Lallana, Origi

Liðið spilaði vel gegn Aston Villa með þessu uppleggi, nú er bara að sjá hvort þeir geti það líka gegn miklu betra liði og á útivellli.

Öllum ljóst að þessi leikur er RISASTÓR og þá ekkert vegna þess að þetta er derby slagur, hér má ekki tapa.

Lið Everton er svona

Howard

Galloway – Funes Mori – Jagielka – Browning

Barry – McCarthy

Deulofeu – Naismith – Barkley

Lukaku

Bekkur: Robles, Gibson, Oviedo, Kone, Lennon, Osman, Holgate

Það vatnar góða menn í bæði lið, þrjá byrjunarliðsmenn í vörn Everton og tvo miðjumenn sem líklega væru báðir í byrjunarliðinu. Þetta er svipað hjá okkur, Henderson, Firmino og Benteke er allra saknað.

Engar afsaknarnir í dag, bara vinnið þennan leik.