Latest stories

 • City kærðir af deildinni

  Þær fréttir bárust í morgun að Premier League hafi kært City vegna brota á fjárhagsreglum frá árinu 2009 til 2018. Þetta eru klárlega stórtíðindi, en sáralitlar líkur á að þetta hafi nokkur áhrif á Liverpool eða titlasöfnun félagsins. Bæði varð Liverpool aðeins einu sinni í 2. sæti á þessu tímabili á eftir City (en United t.d. tvisvar), og ef við notum Tour de France sem samanburð, þá er enginn skráður sem sigurvegari þau ár sem Lance Armstrong “vann”. Þannig að ef niðurstaðan verður sú að titlarnir verði teknir af City (ólíklegt, en auðvitað lang réttast), þá eru líkast til litlar líkur á að öðrum verði dæmdur sigurinn.

  Nú og þar fyrir utan, þó að City hafi verið kærðir, þá er ekki þar með sagt að málinu sé lokið. Einhverja peninga eiga þeir til að borga lögfræðingum. Skilst mér.

  Ef einhverjar frekari fréttir berast í dag þá uppfærum við færsluna, en annars þá er það bara áfram gakk. Everton eftir viku.

  [...]
 • Stelpurnar frá Reading í heimsókn

  Langar ykkur að halda áfram að ræða stöðu karlaliðsins, hvort Klopp eigi að fara eða vera, hvort Gomez og Fab séu búnir, hvort kaupin á Gakpo hafi verið klúður, etc.? Þá bara endilega í leikskýrsluþræðinum hér fyrir neðan.

  Svo má líka dreifa huganum með því að snúa sér að stelpunum okkar. Þær mæta á Prenton Park núna kl. 14:00 og fá Reading í heimsókn. Mikilvægur leikur í neðri hluta deildarinnar, fyrri leikur liðanna fór 3-3 eftir að okkar konur lentu tvisvar undir, komust í 3-2, en fengu svo á sig mark alveg undir lokin. Nokkuð ljóst að planið er að gera betur í dag.

  Liðið er enn að breytast; Rachel Furness er farin til Bristol. Þarf svosem ekki að koma á óvart; hún er orðin 33ja ára og það voru aðrir leikmenn komnir fram fyrir hana í goggunarröðinni, sérstaklega með kaupunum á Lundgaard, Nakano og Taylor núna í janúarglugganum. Svo bárust fréttir af því að meiðslin sem van de Sanden varð fyrir í upphitun fyrir leikinn gegn Chelsea muni halda henni á sjúkrabekknum næstu tvo mánuði, auk þess sem Kiernan varð fyrir einhverju bakslagi í sinni meðhöndlun og er ekki væntanleg til baka fyrr en í apríl. Þá voru góð ráð dýr, enda orðið fáliðað uppi á topp. Því var brugðið á það ráð að fá aftur inn gamalkunnugt andlit: Natasha Dowie er komin aftur, en reyndar bara á láni. Hún er ennþá skráð sem leikmaður Reading, og þar sem það eru akkúrat andstæðingar dagsins, þá fáum við ekki að sjá hana í dag. En eftir viku fá stelpurnar okkar Leicester í heimsókn, og þá má reikna með henni a.m.k. á bekk og líklega í byrjunarliði. Dowie er ein þeirra sem er að koma til baka, hún er stuðningsmaður Liverpool frá unga aldri og lék með liðinu ásamt Katrínu Ómarsdóttur og félögum.

  Nóg um það, liðið sem byrjar núna kl. 14 lítur svona út:

  Laws

  Matthews – Bonner – Campbell

  Koivisto – Holland – Nagano – Hinds

  Kearns – Stengel – Lawley

  Bekkur: Cumings, Kirby, Robe, Silcock, Roberts, Lundgaard, Humphrey, Taylor, Daniels

  Ég ætla að veðja á að Matt sé að snúa til baka í 3ja manna vörn, en svo gæti þetta líka alveg verið 4-4-2 með Matthews og Kearns á miðjunni ásamt Holland og Nagano, og þá með Stengel og Lawley í framlínunni. Kemur í ljós í byrjun leiks hvernig uppstillingin er í raun. Það hefur ekki komið fram hvað veldur því að Niamh Fahey er ekki í hóp, vonandi bara eitthvað smá hnjask, en það er Taylor Hinds sem mun bera fyrirliðabandið í dag.

  Leikurinn verður sýndur á The FA Player að venju.

  KOMA SVO!!!

  [...]
 • Wolves 3 Liverpool 0

  Maður var ekki bjartsýn fyrir leikinn í dag og það að maður er hættur að hlakka til að það sé Liverpool leikur segir allt um stöðuna á liðinu í dag.
  Úlfarnir áttu ekki í vandræðum með okkar menn í dag og fer þetta að vera mjög þreytt ástand á liðinu.
  Klopp er ekki að blása líf í liðið og leikmenn virka algjörlega andlausir.

  Gangur leiksins
  Góðu fréttirnar fyrir leikinn er að Wolves eru ekki þekktir fyrir að skora mörk en hvað gerum við?
  Matip byrjar á því að ákveða að spila ekki vörn í upphafi leiks og skorar líka þetta viðbjóðslega sjálfsmark og ekki var þetta að fara að gefa okkur sjálfstraust og svo skallar Gomez boltann út í teig þar sem Dawson skorar í sínum fyrsta leik fyrir Wolves.

  Eftir þetta kom svo sem ágætur kafli þar sem Nunes fékk ágæt færi og Salah skaut yfir markið úr vítateignum en Matip var greinilega hræddur um að við værum að fara að skora og ákvað að rífa okkur aftur á jörðina með því að gefa Wolves dauðafæri með því að tapa boltanum sem aftasti varnarmaður og hleypa þeim einum inn fyrir þar sem Alisson bjargaði.
  Svo hægt og rólega gerðist ekkert og Úlfarnir fóru með 2-0 forskot í hálfleik.

  Þessi mynd er vel við hæfi

  Klopp lét menn heyra það í hálfleik og mætum við af miklum krafti í síðari hálfleik. Keita fékk dauðafæri, Salah fékk tvö mjög góð færi og Nunez fékk dauðafæri en inn fór ekki boltinn og hægt og rólega fjaraði þessi ákefð út. Wolves ákvað svo að fara yfir miðju og auðvita skoruðu þeir úr því tækifæri, þetta var svona dæmigert að skora gegn gangi leiksins en maður er hættur að kippa sér upp við þetta. Við skorum ekki úr færum á meðan að andstæðingurinn nær að skora úr sínum.

  Það kom smá líf í upphafi síðari hálfleiks þar sem menn seldu sig dýrt og við sköpuðum nokkur mjög góð færi en fyrir utan þennan tíma þá vorum við eins og svo oft áður lélegir í dag.

  Frammistaða leikmanna
  Það kom smá líf í upphafi síðari hálfleiks þar sem menn seldu sig dýrt og við sköpuðum nokkur mjög góð færi en fyrir utan þennan tíma þá vorum við eins og svo oft áður lélegir í dag. Gomez var lélegur en það segir mikið um Matip að hann var samt en þá verri. Miðjan hefur verið vandamál í vetur en mér fannst hún ekki okkar stærsta vandamál í dag. Bajcetic fannst mér skila sínu og Thiago var að dreifa spilinu vel og áttum við miðjuna allan síðari hálfleikinn. Sóknarlega erum við alveg steindauðir því að okkar tríó er ekki líklegt til að skora.
  Gakpo finnst mér byrja sinn Liverpool feril mjög illa, Nunez virðist vera með Emile Heskey veikina að geta ekki skorað úr færum en er allur að vilja gerður og Salah virkar ekki eins og heimsklassa leikmaður lengur.

  Hvað er frammundan?
  Everton sem var að vinna Arsenal og virka grjótharðir, Newcastle sem fá ekki mörk á sig og svo Real sem bíða eftir því að slátra okkur. Þetta eru næstu þrír leikir hjá okkur og spái ég því að þetta verður ekki fallegt.

  Hættum að gæla við fjórða sætið, það er hér með farið. Maður er alltaf að bíða eftir því að liðið fari á fullt en ég get sagt ykkur að það er ekki að fara að gerast. Við lítum út eins og vankaður fyrrum heimsmeistari í boxi sem veit ekki hvort að hann sé að koma eða fara. Lið sem getur ekki varist, er með veika miðju og sóknarmenn sem geta ekki skorað er ekki að fara að taka svakalegt run.
  Maður er farinn að bíða eftir því að þetta tímabil klárist sem fyrst og það er orðið svo sorglegt að maður er hættur að hlakka til að horfa á Liverpool leiki en það hefur ekki gerst síðan að Roy Hodgson var með liðið.

  YNWA – FSG out

  [...]
 • Wolves – Liverpool – Upphitun

  Gamaldags laugardagsleikur klukkan þrjú. Heimsókn til Wolverhampton í útjaðri Birmingham, spilað við lið í gargandi fallbaráttu. Vika frá vonbirgðar úrslitum gegn Brighton. Glugginn lokaður og ljóst að Liverpool verður ekki styrkt frekar fyrr en í sumar. Stemningin meðal stuðningsmanna er fremur lágstemmd, en fótboltinn hættir ekki og janúar er loksins liðin! Það eitt og sér gefur manni smá tilefni til bjartsýni.

  Andstæðingarnir – Wolverhampton Wolves

  Þegar ég var lítill var Wolves lið sem ég vildi alltaf spila í Fifa. Ekki að ég bæri einhverjar taugar til þeirra, fannst merkið og nafnið bara töff. Síðustu ár byggðu þeir upp hörku lið fullt af portúgölum en tímabilið 20-21 reyndist þeim afar erfitt af ýmsum ástæðum. Fyrir þetta tímabil voru þeir mátulega bjartsýnir en fyrstu leikirnir voru ein allsherjar katastrófa og þeir skiptu út þjálfaranum Bruno Lage strax í byrjun október.

  Í hans stað réðu þeir spánverjann Julen Lopotegui. Árangurinn er kannski ekki búin að vera frábær, en þeir hanga samt núna fyrir ofan fallsæti á markatölu. Í janúar bættu þeir við sig sex leikmönnum og náðu að halda sínum helstu fallbyssum hjá liðunum. Ef þeir halda rétt á spöðunum ættu þeir að vera í fínum málum eftir tímabilið.

  Julen væri fyrirgefið fyrir að líta á þennan leik sem hálfgerðan bónus. Wolves hafa ekki sigrað Liverpool á Molineux vellinum í síðustu níu tilraunum og síðustu þrír leikir liðanna hafa allir farið 0-1, fyrir Liverpool. Ef stuðningsmenn Wolves líta ögn lengra fram í tímann sjá þeir að næstu tveir leikir liðsins eru gegn Bournemouth og Southampton, tveir risa fallslagir.

  Það er alveg sama hversu illa Liverpool hefur gengið, þeir eiga einfaldlega að vinna þennan leik. En spurningin stendur eins og svo oft áður: Hvernig mæta okkar menn til leiks?

  Okkar menn.

  Er þetta ekki falleg mynd?

  Því miður er varnarlínan okkar orðin jafn þunn og framlínan okkar. Konate ákvað að meiðast svo það er nokkuð augljóst að Matip og Gomez byrja í hjarta varnarinnar, væntanlega með Trent og Robbo á sínum stöðum.

  Fabinho er einn af uppáhalds fótboltaköllunum en innkoma hans gegn Brighton var hrein hörmung. Hann virkaði á mann eins og gæi sem er yfirspenntur og ætlar svo sannarlega að sanna sig. Á meðan hefur hann Bajcetic verið eins og góður og hægt er að búast við. Er hann heimsklassa? Nei, en hann þekkir sín takmörk. Mig grunar að frammistaða beggja á æfingasvæðinu þessa vikuna skeri úr um hver byrjar, en ég spái Bajcetic.

  Manni sýnist að fyrir framan hann sé Klopp búin að ákveða að Thiago og Keita séu sterkastir. Stóðu sig svo sem flott í síðasta leik. Ég held hinsvegar að tilkoma Nunez þýði að Gakpo verði loksins færður í sína eðlilegu stöðu út á vinstri vængnum og Nunez fari á toppinn. Salah verður á sínum stað. Svona semsagt:

   

   

  Spá

  Ég er svo mikil Pollýanna að eðlisfari að ég get bara ekki spáð öðru en Liverpool sigri. Held að eitthvað smelli í þessum leik og okkar menn komist 3-0 yfir, við fáum svo á okkur þrjú mörk en eitthvað töframóment úr óvæntri átt skili okkur 3-4 sigri. Góða helgi gott fólk!

   

  Spurning dagsins til lesenda:

  Í ljósi alls sem á undan hefur gengið, hvaða árangurs væntið þið af liðinu í vetur?

  [...]
 • Gullkastið – Tímabil frá helvíti

  Þetta tímabil er mjög hratt að verða einhver mestu vonbrigði seinni tíma og ljóst að framtíð félagsins er skyndilega bara alls ekki eins björt og hún var fyrir ekki svo löngu síðan. Enn einn tapleikurinn og hörmungar frammistaðan um helgina og einum bikar færra í boði fyrir vikið.
  Leikmannaglugganum lokaði í dag og einhvernvegin tókst Liverpool að verða ennþá veikara, einu fréttir dagsins voru þær að Konate verður frá í 2-3 vikur og eru því báðir aðal miðverðir liðsins frá vegna meiðsla auk auðvitað helmingsins af sóknarlínunni.

  Stjórnandi: Einar Matthías
  Viðmælendur: Maggi og SSteinn

  Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.


    Egils Gull       Húsasmiðjan          Sólon           Jói Útherji         Ögurverk ehf

  MP3: Þáttur 414

  [...]
 • Að horfa í hálftóma glasið

  Þá líður síðasti mánudagur janúarmánuðar sem að þessu sinni innihélt FIMM mánudaga. Má það í alvörunni bara?

  Að venju þá átti liðið okkar erfitt uppdráttar í þessum fyrsta mánuði ársins og ég efa það ekki í sekúndu að menn á Anfield eru glaðir að sjá á bak þessa mánuðar…þó vissulega einn leikmannagluggi eigi eftir að klárast – sem þó væntanlega inniheldur engar leikmannafréttir karlamegin allavega miðað við ummæli Klopp um helgina.

  Það er sannarlega fúlt að sitja þennan mánudaginn eftir enn ein vonbrigðin og þessi pistill hérna er kannski bara notaður fyrir þennan aðdáanda á sextugsaldrinum til að skrifa sig frá þessu öllu og það má sjá á titlinum að nú ætla ég að leyfa hálftóma glasinu aðeins að njóta sín. Þeir sem ekki fíla það viðhorf þurfa þá ekkert að smella á “meira” hér að neðan og svo frábið ég mér það að menn nýti þennan pistil og geri mér upp skoðanir eins og þær að Klopp eigi að fara eða að allt sé í rjúkandi rúst. Það er hins vegar að mínu viti í góðu lagi að horfa til þess að það er enginn séns að vera að prumpa einhverjum glimmer þessa dagana og ég frábið mér komment eins og “if you can’t support us when we lose dont support us when we win”. Það að hafa áhyggjur af stöðunni þýðir ekki að maður styðji ekki liðið sitt. Bara alls ekki.

  Semsagt, smá pæling framundan um hvaða áhyggjur ég hef af liðinu, þeir sem vilja ekki velta sér upp úr því þurfa ekki að smella á meira!

  (more…)

  [...]
 • Brighton 2 – 1 Liverpool

  Þannig lauk þáttöku Liverpool í FA bikarnum þetta árið.

  Mörkin

  0-1 Elliott (30. mín)
  1-1 Dunk (39. mín)
  2-1 Mitoma (90+2 mín)

  Gangur leiksins

  Við ætlum ekkert að eyða neitt allt of miklum tíma í þennan lið. Fyrri hálfleikur var þó alls ekki slæmur, aldrei þessu vant komust okkar menn yfir á undan, en áður höfðu fyrst Brighton menn bjargað á línu á 4. mínútu frá Salah, og á 15. mínútu þurfti Trent að gera slíkt hið sama okkar megin. En á 30. mínútu náði Liverpool skyndisókn eftir að Keita fékk mögulega boltann í hendina, Salah og Elliott voru saman tveir gegn þremur, Salah náði að keyra inn á miðjuna, renndi til hægri á Elliot sem skoraði með viðkomu í leikmanni Brighton. Já, þarna var örvfættur leikmaður sem spilaði vinstra megin á kantinum að skora með hægri, hægra megin í teignum. Ágætt þegar menn eru fjölhæfir. En okkur bar ekki gæfa til að fara með þetta forskot inn í hálfleik, því eftir fast leikatriði náði Lamptey skoti fyrir utan teig sem fór í Dunk samherja hans, Alisson var farinn í hitt hornið og náði ekki að stoppa skotið þó hann hafi verið ótrúlega nálægt því miðað við allt. 1-1 í hálfleik, og það var í sjálfu sér ekki ósanngjörn staða. Okkar menn hefðu þó með smá heppni og betra sjálfstrausti hjá Salah sjálfsagt getað verið 2-1 yfir, því Salah slapp einn í gegn á 25. mínútu en setti boltann framhjá, og hefði fyrir svona rúmlega ári síðan alltaf klárað svona færi.

  Síðari hálfleikur var hins vegar ekki í rétta átt. Brighton voru meira í boltanum og hættulegri. Klopp notaði allar skiptingarnar, mögulega var t.d. nauðsynlegt að skipta Trent út vegna meiðsla, en samt er tæpast hægt að tala um að leikur liðsins hafi batnað við þessar skiptingar. Fyrst komu Milner, Hendo og Nunez inn fyrir Trent, Keita og Elliott. Svo kom Jones inná fyrir Thiago, og undir lokin kom Fab inná fyrir Bajcetic. Jú mikið rétt, 18 ára unglingurinn fékk að vera lengst inná af miðjumönnum liðsins. Fab n.b. átti hræðilega innkomu, missti boltann í fyrstu sendingu, og steig svo á ökklann á leikmanni Brighton og fékk gult fyrir skömmu síðar. Ekki er hægt að segja að Hendo eða Jones hafi gert mikið heldur. Milner var bara dæmigerður Milner, alltaf öflugur og merkilegt hvað liðið getur best treyst á öldunginn annars vegar og unglinginn hins vegar. En í uppbótartíma fengu Brighton aukaspyrnu eftir brot frá Robbo aðeins fyrir utan teig. Sendingin kom inn að markteigshorni, þar var gefið fyrir á Mitoma við hitt markteigshornið sem fíflaði Gomez upp úr skónum og skoraði sigurmarkið. Leik lauk stuttu síðar og Brighton komið áfram í bikarnum en okkar menn fallnir úr báðum bikarkeppnunum.

  Frammistaða leikmanna

  Elliott var líklega með skástu mönnum, þó svo hann sé ennþá aðeins of léttur í átökin, en jesús hvað ég væri til í ef hann fengi bara að spila sína bestu stöðu. Konate var líka öflugur, en reyndar stálheppinn að sleppa við rautt spjald seinnipartinn í seinni hálfleik þegar hann braut líklega á sóknarmanni sem var að sleppa einn í gegn. Dómarinn dæmdi ekkert, en þetta var í besta falli mjög tæpt. Andy átti leik í meðallagi, ekkert mikið meira en það. Trent bjargaði vel á línu en var annars mistækur. Gakpo er alveg að reyna, þetta er klárlega góður leikmaður og þegar hann verður kominn í takt við deildina og liðið (og liðið e.t.v. ekki að spila eins og miðjumoðslið), þá verður þetta öflugur liðsmaður. En hann er það ekki í augnablikinu. Og af hverju Klopp vill endilega spila honum upp á topp í stað þess að setja Salah þangað, Elliott hægra megin og Gakpo vinstra megin, tja það er bara lögreglumál.

  Framundan

  Núna eftir janúar sem samanstóð nánast eingöngu af leikjum gegn Wolves og Brighton, þá er næsti leikur eftir viku gegn… Wolves. Nú er ekkert annað eftir annað en deildin og meistaradeildin, rétt rúmar 3 vikur í fyrri leikinn gegn Real á Anfield. Erum við spennt fyrir þeim leik? Ég bara get ekki sagt það. Holningin á liðinu er svoleiðis allt önnur heldur en fyrir ári síðan. Framlínan með Salah/Mané/Firmino og/eða Jota og Díaz að rótera var að virka svo mikið betur heldur en núverandi framlína. Þá er líka umhugsunarefni að af öllum miðjumönnum liðsins, þá sé það 18 ára unglingur sem er síðastur tekinn útaf, og að skiptingarnar sem voru gerðar á hinum tveim miðjumönnunum hafi bara alls ekki verið til batnaðar. Þá er nú heldur betur gott að glugginn er enn opinn…. nema hvað að Klopp gaf það út í viðtali eftir leik að það muni ekkert gerast á leikmannamarkaðinum næstu daga. Hvernig geta menn verið ánægðir með miðjuna eins og hún er í dag? Aftur er þetta algjört rannsóknarefni. Það er líka umhugsunarefni af hverju Gakpo fær svona margar mínútur. Það einfaldlega bara getur ekki annað verið en að Nunez sé ekki að fullu búinn að ná sér, og að framlínan sé einfaldlega sjálfvalin. En bara það að færa Gakpo út á vinstri kantinn – þar sem hann hefur n.b. spilað langmest á sínum ferli – og færa Elliott þá á hægri vænginn – sem er líka hans staða – og setja svo Salah upp á topp, en þar hefur hann alveg virkað fínt. Stundum er þrjóskan í Klopp alveg að gera út af við mann.

  Gleymum því ekki heldur að nú vantar enga menn á miðjuna, það eru allir heilir (OK ég er að gleyma Melo, en ég held að það séu allir að gleyma honum hvort eð er). Vissulega vantar í framlínuna: Bobby, Jota og Díaz allir frá, og líklega a.m.k. 2 vikur í að við sjáum þá tvo fyrrnefndu, og gætum þá séð Virgil um svipað leyti. Munu þessir leikmenn breyta því sem breyta þarf í leik liðsins? Það virkar einhvernveginn bara alls ekki líklegt.

  Þegar ástandið er svona er ágætt að rifja upp þegar þetta lið okkar var að ná árangri, sem betur fer þurfum við ekki að leita langt yfir skammt. Við vitum hvað okkar menn eru færir um. Væri til of mikils ætlast að biðja um að þeir fari að sýna hvað þeir geta?

  P.s. stelpurnar okkar duttu líka út úr bikarnum, en náðu þó að setja 2 mörk gegn Chelsea. Þrenna frá Kerr gerði það að verkum að Chelsea fer í næstu umferð. Enn ein helgin þar sem ekkert gengur né rekur hjá okkar fólki.

  [...]
 • Liðin gegn Brighton og Chelsea

  Það er kominn leikdagur, tvöfaldur í þetta sinn (sjá neðar). Strákarnir okkar mæta á suðurströndina í heimsókn númer 2 á heimavöll Brighton. Vonandi sjáum við aðeins betri frammistöðu í dag heldur en síðast.

  Liðið verður svona skipað:

  Bekkur: Kelleher, Matip, Tsimikas, Milner, Fabinho, Henderson, Jones, Ox, Nunez

  Klopp heldur sig við Bajcetic – Keita – Thiago miðjuna, heldur betur verið að sýna Stevie B traust. Nunez á bekk sem kemur e.t.v. aðeins á óvart, ekki eins og Gakpo hafi verið að spila hann mjög grimmt út úr liðinu. Elliott sjálfsagt aftur á vinstri kanti, en ég væri í raun mikið frekar til í að sjá hann hægra megin, Salah uppi á topp og svo þá annaðhvort Gakpo eða Nunez vinstra megin.

  Enginn þeirra Hendo, Milner eða Virgil eru í byrjunarliði, svo það er Andy Robertson sem leiðir okkar menn út á völlinn í þetta sinn og ber fyrirliðabandið. Getur ekki passað að þetta sé fyrsti leikurinn þar sem hann byrjar sem slíkur?

  Í lið Brighton vantar nokkra sem voru með síðast, þar á meðal góðkunningja vor Adam Lallana sem varð fyrir þeirri fáheyrðu óheppni að meiðast, en jafnframt Moises Caicedo sem tók upp á því að birta póst á samfélagsmiðlum sem verður vart túlkaður öðruvísi en kveðjupóstur til stuðningsmanna – án þess að nokkur sala hafi verið staðfest! Hugtakið “dodged a bullet” kemur hér upp í hugann, þetta hljómar a.m.k. ekki eins og Klopp leikmaður.

  En svo eru stelpurnar okkar líka að spila, líka í bikarnum, og andstæðingurinn er Chelsea. Þeirra leikur hefst hálftíma fyrr, eða núna kl. 13:00. Þær halda áfram í 4-3-3 og byrja svona:

  Laws

  Koivisto – Fahey – Matthews – Campbell

  Kearns – Nagano – Holland

  Lawley – Stengel – Daniels

  Bekkur: Kirby, Cumings, Bonner, Robe, Silcock, Hinds, Humphrey, Lundgaard, Furness

  Magnað hvað skipuleggjendum tekst að raða leikjum liðanna á sama tíma, bagalegt fyrir okkur sem langar að fylgjast með báðum liðum.

  Up the reds!!!

  [...]
 • Brighton and Hove Albion í bikarnum

   

  Suðurstrandarborgin Birghton er ein sú allra yndislegasta á Englandi. Hún hefur ekki alltaf verið fræg fyrir fótbolta en stuðningsmenn liðsins eru nú að upplifa hálfgerða gullöld. Þeir hafa aldrei verið jafn lengi efstu deild, kláruðu í fyrra í efsta sæti sem þeir hafa nokkurn tímann náð og eru nú þegar tímabilið er hálfnað virðast þeir eiga fínasta séns á Evrópusæti. Margir óttuðust það versta þegar þjálfarinn var keyptur í haust, en allt bendir til að Brighton hafi komið betur útúr þeim díl.

  Á sama tíma eru okkar menn að sýna eilítin batamerki eftir sú stanslausu drullu sem Janúar hefur verið. Það verður afar áhugavert að sjá hvernig okkar menn nálgast þennan leik. Bikarinn er líklega eini séns okkar manna á dollu í vetur og eins og stendur er vika á milli leikja. Þannig að það er í raun engin ástæða til að spila ekki okkar sterkasta lið, en hvað í ósköpunum er okkar sterkasta lið?

  Andstæðingurinn – Brighton.

  Eins og áður sagði þá eru Brighton í hálfgerðri gullöld fyrir félagið. Við höfum reyndar séð þetta áður. Lið nær að koma sér upp með ákveðnum leikstíl, er vel rekið og mjakar sér upp töfluna hægt og rólega upp töfluna. Oftar en ekki kemst liðið í evrópubaráttu jafnvel Evrópu keppni. Að lokum eru einhver mistök gerð, stærri lið týna til sín stjörnurnar og reksturinn fer úr jafnvægi. Liðið sogast niður í botnbaráttu og fellur að lokum. Já ég er að horfa á ykkur Southampton, Fulham, Stoke, Bournemouth og Burnley.

  En vonandi njóta þeir þess á meðan á því stendur. Þeir nutu þess allavega í botn þegar lið þeirra niðurlægðu okkar menn á dögunum. Sá leikur var erfiður áhorfs. Suðurstrandarstrákarnir einfaldlega börðu okkar menn niður og gerðu lítið úr þeim. Ef ekki er hefndarhugur í okkar mönnum eftir sú útreið er eitthvað rotið í hópnum.

  Eins og áður sagði misstu Brighton menn þjálfaran sinn í haust. Graham var þá líklega heitasti þjálfarinn í enska boltanum. Það hafa líklega fæstir spáð því að Brighton myndu ráða Roberto De Zerbi úr ítölsku deilidinni. De Zerbi er nú þegar komin með nokkuð langt CV: Darfo Boario (ítalskt neðri deildarlið), De Foggia í c-deildinni á Ítalia, hörmungartímabil hjá Palermo, góður árangur hjá Benevento, Sassuaolo og að lokum Shakhtar Doneskt áður en stríðið stöðvaði fótboltan í Úkraínu.

  Skilaboðinn frá De Zerbi þegar hann tók við voru nokkuð skýr: Potter stóð sig vel, höldum því starfi áfram og bætum ofan á það. Það virðist hafa virkað, Brighton hafa ekki tapað í janúar.

  Með öðrum orðum, þetta verður hörku leikur og ef okkar menn vilja halda þessum bikar á Anfield, þá er eins gott að þeir mæti á völlinn með hausinn skrúfaðan rétt á.

  Okkar menn.

  Það segir eitthvað um ástandið í janúar að sumir, ég þar með talin, horfðu á miðdeildarmoðið gegn Chelsea um síðustu helgi og hugsuðu: Ég sé framfarir.

  Frá blaðamanna fundi Klopp var lítið nýtt að frétta varðandi meiðsli leikmanna, alla vega fyrir þennan leik. Van Dijk, Firmino og Jota eiga allir að koma aftur til æfinga eftir nokkra vikur. Það er víst “aðeins lengra” (hans orð) í Diaz greyið. Klopp talaði um að allavega Jota og jafnvel Virgil og Firmino yrðu góðir fyrir Real Madrid. Það eru samt heilir fjórir leikir í það.

  Það er bæði erfitt og einfalt að giska á þetta byrjunarlið. Einfalt vegna þess að það eru ekki svo margir kostir í boði í flestar stöður, erfitt því maður áttar sig ekki alveg á hvar sumir leikmenn standa. Gomez og Konate virðast vera að þróa ágætt samstarf í fjarveru Van Dijk, vona að Robbo og Trent verði á sínum stað.

  Þar fyrir framan er eitt stórt spurningarmerki frá Brasilíu. Fabinho hefur verið heillum horfin í langan tíma og eitthvað hefur kallinn hugsað þegar Bajecetic fékk að byrja gegn Chelsea. Ungu strákurinn er klárlega ekki tilbúin í deildina en spurning hvenær Fab fær tækifæri til að reyna að endurheimta sætið sitt. Best væri auðvitað ef það gerðist áður en Bajecetic gerir einhver mistök sem kostar liðið stig, bæðið fyrir hann og liðið. Þannig að ég spái Fabinho aftur í byrjunarliðinu.

  Þar fyrir framan held ég að þurfi meiri vinnslu en áður, verður Keita og Henderson. Salah hefur ekki verið Salah í svolítin tíma og manni langar smá að spá að Elliot fái að byrja fyrir hann, en raunhæft verður þetta Salah, Gakpo og Nunez. Vonum bara að þeir þrír finni einhvern neista á milli hvors annars sem allra fyrst.

  Spá

  Spái hér með hjartanu: 2-3 fyrir Liverpool. Þetta er síðasti leikurinn í þessum mánudagslegasta janúar sem menn muna, vonandi náum við í einn bevítans sigur í honum og getum horft bjartsýnni á seinni helming tímabilsins.

  [...]
Load More
Congratulations. You've reached the end of the internet.
Back to Top
Close