HJK Helsinki 0 – Liverpool 2

Samantekt

Fyrri hálfleikurinn erfiður, Finnarnir lágu mjög aftarlega og gáfu lítil færi á sér, í raun í mesta lagi hálffæri sem við fengum. Ings mest í þeim en átti pínu erfitt með „touchið“ á lykilmómentum. Síðari hálfleikur mun betri. Pressuðum hærri og meiri hraði í spilinu. Það var þó ekki fyrr en að leikur heimamanna riðlaðist með skiptingum að við fórum að fara meira í gegnum varnirnar og skoruðum tvö fín mörk. Undir lokin var bara verið að rúlla í rólegheitum og sigurinn aldrei í hættu.

Hvað lærði maður

Ég held að við getum vænst þess að liðið spili 4-2-3-1 um næstu helgi, ekki með einn djúpan miðjumann heldur hápressu þar sem tveir miðjumenn sitja aðeins aftar. Á sama hátt ætla ég að spá því að þetta lið byrji að mestu á Brittania. Origi kemur væntanlega inn fyrir Ings miðað við frammistöðuna en ég held að Rodgers hafi horft til þess að þarna væri uppstillingin og í raun kannski ekkert í leiknum sem hann ergir sig á.

Hvað var best við leikinn?

Hægri vængurinn var mjög öflugur, Clyne og Ibe ná vel saman og Ibe lang líflegustur okkar. Við gáfum engin færi á okkur, bakverðirnir vörðust mjög vel og það fannst mér jákvætt. Pressan virkaði á fínum stað og Milner er býsna góð viðbót í henni. Menn virtust hafa fínt sjálfstraust á boltanum og teiknuðu langa samleikskafla fínt.

Hvað var verst við leikinn?

Vinstri vængurinn mun veikari, Lallana var þar og leysti reglulega inn án þess að mikið kæmi út úr því og þó Gomez hafi varist vel á hann erfitt með að senda boltann með vinstri og það hægði á. Á sama hátt var Lallana sá sem pressaði verst. Mignolet var shaky í upphafinu að koma út í krossa og það má ekki sjást. Í fyrri hálfleik vantaði áræðni á síðasta þriðjungi.

Bestu leikmennirnir

Í þessari röð… 1) Ibe – 2) Milner – 3) Clyne – 4) Coutinho

Minnst bestu leikmenirnir

1) Ings – 2) Lallana

Annars sjáiði hér að neðan rauntímalýsingu á leiknum. Annar leikur á morgun, annað lið sem mætir til Swindon. Vonandi verður fullur völlur þar, eiginlega sorglega fáir á vellinum í Helsinki í dag….

Lesa meira

Hópur í Helsinki – Lambert farinn (opinn)

Opinbera síðan var rétt í þessu að tilkynna hvaða 16 leikmenn munu fljúga til Helsinki og spila við HJK Helsinki á morgun.

Á hópnum má ráða að það verður síst lakara lið sem spilar svo við Swindon Town á sunnudaginn. Í fljótu bragði þá eru þetta tvö afar jöfn lið, á bekknum á morgun verða margir ungir menn og menn eins og Sakho, Moreno, Firmino, Lucas, Allen, Markovic, Emre Can og Benteke verða heima. Svo maður þarf semsagt að horfa á báða leikina. Þá það.

Annars er það að frétta að í dag var brottför Rickie Lambert staðfest og hann mun leika undir stjórn Tony Pulis (úffffff) næsta tímabil. Við vitum öll að Rickie var að láta draum sinn um að spila með LFC rætast í fyrra sumar og því miður var sá draumur ekki beint magnaður. Það verður þó ekkert neikvætt sagt um hann annað en að hann náði ekki að skora mörg mörk, hann lagði sig allan fram en var einfaldlega ekki maður í að rífa upp lið á nokkurn hátt.

Miðað við fréttir um að við höfum selt hann á 3 milljónir punda þá er þetta ekkert versti díll mögulegur og hópurinn minnkar. Wisdom farinn og nú Lambert, sennilega sjáum við fleiri brottfarir á næstu dögum miðað við fréttir um að Borini, Balotelli og Enrique æfi ekki einu sinni með aðalliðinu.

Annars er þráðurinn opinn elskurnar…

Kop.is Podcast #90

Hér er þáttur númer níutíu af podcasti Liverpool Bloggsins!

KOP.is podcast – 90. þáttur

Þið getið hlustað á þáttinn beint með því að nota spilarann hér fyrir ofan en þið getið líka smellt á DOWNLOAD-takkann og sótt mp3-skrána ykkur til hæginda. Einnig er hægt að gerast áskrifandi að þættinum á iTunes með því að setja þennan link, í RSS-áskrift undir podcast-lið iTunes.

Ég (Kristján Atli) stýrði þættinum að þessu sinni og með mér voru Maggi, Eyþór og Arngrímur Baldursson.

Í þessum þætti ræddum við störf FSG í sumar, æfingaleikina og heildarútlit leikmannakaupa.

Góður gluggi?

Er þetta góður leikmannagluggi hjá Liverpool? Þessu er auðvitað vonlaust að svara núna en mig grunar að mörg okkar séu ekki alveg að meta hversu stór þessi gluggi er m.v. mörg undanfarin ár. Sama má segja um síðasta sumar nema þar tókst ekki að kaupa það sem skiptir langmestu máli, mann sem skorar mörk.

Til að setja þetta aðeins í samhengi langar mig að skoða hvað Liverpool hefur verið að gera sl. áratug og meta hvert tímabil fyrir sig.
Þeir sem merktir eru með gráu komu í janúarglugganum.
Ég tek út unga leikmenn sem spiluðu lítið sem ekkert og fóru á (nánast) frjálsri sölu.


Byrjum að handahófi á glugganum 2006/07
2006-07
Þarna var Liverpool Meistaradeildarlið, nýbúið að vinna keppnina og Benitez var hægt og rólega að byggja upp mjög þétt lið. Hann þurfti enga skurðaðgerð um sumarið. Kuyt kom inn sem markamaskína frá Hollandi og stendur upp úr frá þessum glugga sem mjög góð kaup þó ekki hafi hann orðið sama markamaskínan á Englandi. Bellamy, Pennant og Aurelio voru allir partur af liðinu en ekki kom stjörnu sóknarmaðurinn sem vantaði í púslið. Eins fór enginn sem félagið vildi ekki missa og hópurinn kom mun sterkari frá þessum glugga en hann var fyrir. Bellamy og Kuyt stórbættu Moriantes, Aurelio var bæting á Warnock og Pennant gerði þó meira gagn en Cheyrou. Eftirmaður Hamann kom ekki fyrr en í janúarglugganum.

Þrátt fyrir endalaust af órökstuddum staðhæfingum um hið gagnstæða þá er janúar leikmannaglugginn hjá Liverpool. Flestir af okkar bestu mönnum sl. 10 ár voru keyptir í janúar og það var svo sannarlega raunin þarna. Hamann sem var kominn á aldur var ekkert auðvelt verk að fylla skarðið á en Mascherano gerði það svo sannarlega. Báðir hafa þeir spilað til úrslita á HM og stóra sárið á liði Liverpool í dag er einmitt maður sem skilaði sömu vinnu og þeir tveir. Arbeloa kom líka í janúar og fyllti „skarð“ Kromkamp sem fór sumarið áður. Liverpool losnaði semsagt við Kirkland og Diao og fékk inn Mascherano og Arbeloa í staðin. Ég er ekki viss um að við hefðum spáð því þá að þeir hefðu verið fastamenn hjá Real og Barca undanfarin ár.

Einkunn: Sumarið fær 6,0 janúar fær 10. Inn koma þrír byrjunarliðsmenn sem telst nokkuð gott enda liðið nokkuð sterkt fyrir. Ein stórstjarna og í heimsklassa í sinni stöðu. Það var mikil spenna fyrir Kuyt til að byrja með sem hann stóð ekki alveg undir enda spilaði hann ekki lengi fremstur hjá Liverpool.


2007-08
Árið eftir kom rest af þeim leikmönnum sem voru næstum því búnir að vinna titilinn 2009. Fernando Torres kom í stað Cisse sem var aðalatriði sumarsins og leysti nokkura ára sóknarmannakrísu Liverpool. Lucas Leiva kom sem spennandi Brassi en var með Gerrard, Alonso og Mascherano á undan sér. Babel kom sem gríðarlega spennandi efni frá Ajax og það gleymist stundum að hann var oft góður hjá Liverpool og fastamaður í landsliði Holllands. Lucas fyllti skarð Zendan sem var kominn á aldur, Babel kom fyrir Bellamy ef við setjum það þannig upp og Benayoun kom fyrir Garcia sem er stórlega vanmetin styrking á liðinu. Garcia var frábær í Meistaradeildinni 2005 en heilt yfir var Benayoun mikið betri hjá Liverpool. Voronin kom svo fyrir Fowler sem var kominn á aldur…ég hefði samt frekar haldið Fowler.

Kaupin á Mascherano voru loks kláruð í janúar ári eftir að hann kom á láni. Sissoko fór á sama tíma frá félaginu en Martin Skrtel kom inn frá Rússlandi. Enn einn byrjunarliðsmaðurinn sem kom í janúarglugga.

Einkunn: Sumarið færi 9,0 og janúar fær 7,5. Var mjög feginn að losna við Sissoko og þó ég sé ekki mikill Skrtel aðdáandi hefur hann reynst góð kaup. Torres aðalatriði hérna og hann var súperstjarna hjá Liverpool fyrstu tvö tímabilin.


Lesa meira