Upphitun: Leicester verður undir stjórn Shakespeare

Líklega er fátt meira viðeigandi eftir síðustu viku að stjóri Leicester gegn Liverpool heitir Shakespeare að eftirnafni. Mín kenning er sú að kappinn sá hafi skrifað handritið af síðasta tímabili en gat ekki stillt sig um að láta verkið enda sem harmleik.

Óhætt er að fullyrða að síðasta tímabil er eitt mesta og óvæntasta afrek sem nokkuð lið hefur unnið í íþróttasögunni. Leicester lið Claudio Ranieri vann kraftaverk á draumatímabili þar sem allt sem gat gengið upp og fallið með Leicester féll með þeim.

RanieriFyrir ári síðan er ég nokkuð viss um að allir stuðningsmenn Leicester hefðu tekið því að liðið félli 2017 ef það ynni titilinn 2016. Svona hugsar auðvitað enginn út í þetta núna, árangur er eini gjaldmiðillinn í fótbolta og því er Ranieri heldur betur að kynnast núna. Spurningin er bara hvort þessi harkalega ákvörðun Leicester sé sú rétta. Tíminn mun auðvitað leiða það í ljós en strax í sumar var auðvelt að sjá fyrir sér að verkefnið í vetur væri vitavonlaust.

Þegar Leicester spilaði opnunarleik tímabilsins í hádeginu 13.ágúst var ég í gasklefanum á X-inu í þætti Fotbolti.net. Þar man ég eftir því að hafa spáð Leicester verstu titilvörn í sögu úrvalsdeildarinnar, jafnvel verri en Chelsea í fyrra. Ég spáði þeim reyndar ekki falli og held að þeir falli ekki en þetta tímabil bara getur ekki komið svo mikið á óvart.
Continue reading

Rót vandræðana í vörninni?

Hey vissuð þið að varnarleikur Liverpool hefur oft verið mikið gagnrýndur á síðustu mánuðum?

Það er nú varla eitthvað leyndarmál að veikleikar Liverpool virðast liggja í varnarleik liðsins enda liðið að fá á sig oft á tíðum fullt af óþarfa mörkum og heilt yfir bara alltof mörg mörk. Margir hafa sett á sig hugsana hattinn og reynt að komast til botns í málinu og er ég einn þeirra.

Mörgum finnst afar vinsælt að kenna einstökum leikmönnum um mistökin í vörninni og fá oft sömu einstaklingarnir það óþvegið ef eitthvað fer úrskeiðis og beinast, oft óréttlátt, fingur á þá. Hóst Dejan Lovren…

Jú jú, oft kosta einhver einstaklings mistök mörk en ég er til dæmis ekki á þeim vagninum að beina fingri mínum alltaf á einhvern eins og til dæmis Dejan Lovren og kenna honum um þetta allt saman af því að hann er ömurlega, glataður skíta leikmaður. Nei, alls ekki. Come on, hann er það ekki.

Ég er alveg á því að varnarleikur snýst fyrst og fremst um liðsheild, skilning og samstarf tveggja eða fleiri leikmanna í öftustu línu og hef ég verið á þeirri skoðun að það sé vandamálið hjá Liverpool frekar en að allir varnarmenn sem liðið á eru drasl.

Ég ákvað að skyggnast aðeins í þetta og skoðaði aðeins miðvarðarpörin sem Klopp hefur notað frá því hann tók við Liverpool á síðustu leiktíð og fjölda þeirra leikja sem þau hafa spilað saman. Alls eru þetta 20 miðvarðarpör, sem er frekar mikið.

Screen shot 2017-02-18 at 00.17.13

Fyrsta miðvarðarparið sem Jurgen Klopp notaðist við í deildarleikjunum var Sakho-Skrtel. Þeir áttu einhverja fjóra eða fimm deildarleiki í röð áður en allt fór í hrærigraut. Liðinu var róterað mikið vegna Evrópudeildar og bikarkeppna sem útskýrir mörg þessara para hóst Enrique og Ilori!

Eins og sést greinilega þá varð Sakho-Lovren miðvarðarparið sem varð hans fyrsti valkostur og náðu þeir þó aðeins að spila fjórtán leiki saman á leiktíðinni – og það voru alls ekki fjórtán leikir í röð. Fimm hér, þrír þar og þar eftir götunum. Þar á eftir kom Lovren-Toure miðvarðarparið og spiluðu þeir flesta leiki saman undir lok leiktíðar – þar á meðal síðustu þrjá leikina í Evrópudeildinni vegna leikbanns Sakho.

Á síðustu leiktíð notaðist Klopp við tólf miðvarðarpör í einhverjum 45-50 leikjum eða eitthvað álíka.

Screen shot 2017-02-18 at 00.17.32

Í vetur hefur hann aðeins notast við átta miðvarðarpör!!

Lovren-Matip er miðvarðarpar númer eitt og fer það ekkert á milli mála. Þegar báðir eru í boði þá byrja þeir saman en meiðsli og einhver fáranlegur sirkus í kringum Afríkukeppnina hefur haldið Matip frá keppni um einhvern tíma og þeir því aðeins náð að spila tólf leiki saman. Þar á eftir kemur Lovren-Klavan með tíu leiki – og líkt og í fyrra þá hafa þessir leikir aldrei verið allir í röð heldur bara nokkrir í nokkur skipti.

Þetta held ég að sé rót vandamálana í varnarleik liðsins. Hvernig á lið að geta náð upp stöðugleika, skilning og trausti í varnarlínu sína þegar það þarf að rúlla á einhverjum 5-6 miðvarðarpörum í 25 deildarleikjum?

Lovren er sá miðvörður sem hefur verið hér lengst og spilað flestu leikina. Ég ætla að gefa mér það að hann sé valkostur númer eitt hvort sem fólki líkar betur eða verr í þetta dæmi. Fínt? Fínt. Hann hefur á þessum tveimur leiktíðum spilað með sjö öðrum miðvörðum á þessum tíma – og eins og áður segir þá erum við að tala um fjóra leiki í röð með Klavan, fimm með Matip, einn með Lucas, sjö með Sakho, tvo með Toure og svo framvegis. Gæti það kannski ekki útskýrt smá af hverju við lendum oft í þeim aðstæðum að menn elta sama sóknarmanninn, annar bakkar en hinn hleypur fram og svo framvegis? Er það ekki?

Það hjálpar svo ekki heldur til þegar Liverpool skiptir á markvörðum líka. Bakverðirnir Clyne og Milner eru meðal þeirra sem hafa spilað nær alla deildarleikina fyrir liðið á leiktíðinni (og á síðustu leiktíð, þó Milner hafi verið í annari stöðu), það er frábært og þeir stöðugir í sínum leik en það væri ósköp fínt að hafa markvörð og miðverði sem spila eins marga leiki í röð og þeir.

Til samanburðar þá voru liðin sem börðust helst um titilinn í fyrra, Leicester og Tottenham, ekki í einhverjum svona óþarfa vandræðum.

Hjá Tottenham spilaði Toby Alderweireld, þeirra besti miðvörður, alla 38 deildarleikina og Vertonghen sem er hinn lykilmaðurinn hjá þeim spilaði 29 leiki sem þýðir að þeir náðu 29 leikjum saman í vörninni. Hugo Lloris spilaði 37 af 38 leikjum í markinu fyrir aftan þá.

Wes Morgan spilaði alla deildarleikina fyrir Leicester sem unnu deildina. Robert Huth náði að spila 35 leiki við hliðina á honum og Kasper Schmeichel spilaði alla deildarleikina á bakvið þá.

Af þessum 25 leikjum sem eru liðnir í deildinni í ár hafa þeir Gary Cahill, Cezar Azpilicueta og Courtois spilað 23-24 af þessum leikjum saman og Luiz hefur náð 19. Þeir eru nú á toppi deildarinnar, með svakalega flott varnar record og með átta fingur á titlinum.

Sjáið þið einhvern mun þarna á? Er nokkuð skrítið af hverju varnarleikur þessara liða hafi verið svona rosalega stöðugari og betri á þessum tíma en hjá Liverpool?

Ég er alveg klárlega á því að það sé einna mikilvægast að brúa bilið á milli Lovren-Matip parsins og svo kannski Lovren-Klavan/Lucas, það er töluverður gæðamunur þarna á en lykillinn er að sjálfsögðu að ná “aðal” varnarlínu sinni saman eins marga leiki í röð og maður mögulega getur. Það er að minnsta kosti mín kenning.

Hver er ykkar, eru varnarmenn Liverpool svona ógeðslega lélegir eða gæti eitthvað svona verið helsta rót vandans?

Lallana skrifar undir

Já, þetta eru næstum því orðnar gamlar fréttir, en þær eru engu að síður ákaflega góðar að mínu mati og því vert að tala sérstaklega um þær. Adam Lallana er líklegast sá leikmaður sem hefur vaxið hvað mest undir stjórn Klopp. Það var auðvelt að sjá það á sínum tíma, hvað verið var að spá í þegar þessi leikmaður var keyptur til liðsins. Hann er gríðarlega hæfileikaríkur með boltann. Hann er vinnusamari en flestir í deildinni og það efast enginn um hlaupagetuna. Stóra vandamálið við Lallana er í rauninni einn hans helsti kostur. Þú getur stillt honum upp víða á vellinum. Hann er gríðarlega sóknarsinnaður og ég viðurkenni það fúslega að ég var mikill efasemdamaður þegar Klopp var að hugsa um að setja hann niður á miðjuna. En enn og aftur kemur það í ljós hvað maður veit í rauninni lítið í sinn haus. Drengurinn hefur blómstrað í þessari stöðu og lætur hlutina svo sannarlega tikka.

Þessi nýji samningur gerir það að verkum að við munum njóta Adam Lallana næstu árin, sem allt stefnir í að verði hans bestu ár, enda oft talað um það að leikmenn nái sínum hápunkti c.a. 26 ára til 31 árs. Það eru nákvæmlega svona leikmenn sem við þurfum að halda fast í og byggja liðið í kringum. Coutinho er nýbúinn að skrifa undir langtíma samning og þetta er nákvæmlega það sem við viljum (allavega ég). Vonandi er þetta sá fyrsti af mörgum, allavega af þeim sem við viljum að liðið verði byggt í kringum. Það er allavega alveg ljóst í mínum huga að þetta Liverpool er mörgum víddum betra með Adam Lallana á miðjunni, en án hans. Svo er bara að bæta í og bæta við næsta sumar. Meira svona, fleiri svona.

Podcast – Köllum hann bara Trent

Á meðan Klopp og Liverpool-liðið eru í æfingaferð á Spáni vegna skorts á kappleikjum nota strákarnir tækifærið og skoða framtíð aðalliðsins, nánar tiltekið U23-lið Liverpool og þá ungu stráka sem hafa verið að stíga sín fyrstu skref með aðalliðinu á síðustu misserum. Þá var hitað vel upp fyrir leikinn gegn ríkjandi Englandsmeisturum Leicester og gengi þeirra krufið til mergjar.

Stjórnandi: Kristján Atli.
Viðmælendur: SSteinn, Magnús og Einar Matthías.

MP3: Þáttur 141

Þrettán úrslitaleikir

Liverpool virðist á hverju tímabili ná að setja nýtt viðmið í óstöðugleika frá árinu áður. Fyrstu þrjá mánuði ársins var liðið að spila frábæran fótbolta, þann besta á Englandi að sögn flestra mótherja Liverpool eftir hvern leik. Liðið var á toppnum í byrjun nóvember eftir 11 umferðir. Síðan þá eru komnar 14 umferðir í deildinni plús 98 bikarleikir og liðið hefur bókstaflega verið miðlungslið á þeim kafla.

Ef síðustu fjórtán umferðir hefðu verið fyrstu umferðir tímabilsins væri staðan svona í deildinni
14 umferðir
Continue reading