Hull á morgun

Það er ákaflega misjafn hvernig fólk tekur út pirring sinn yfir ýmsum hlutum, það fer líka svolítið eftir því hversu pirrað það er. Ég hef minn hátt á slíkum hlutum. Orðum það þannig að ég vera alveg freaking furious yfir sjálfum leiknum á miðvikudaginn, gjörsamlega. Ég róast alltaf með hverri mínútuinni sem líður eftir að lokaflautið gellur, en það situr alltaf slatti í manni áfram. Ég hef þann hátt á að eftir svona leiki, þá fer ég ekki inn á Kop.is til að skoða athugasemdirnar eftir leikinn. Stundum get ég það ekki fyrr en daginn eftir, en stundum líður lengri tími. Þetta var svona „þriggja daga“ leikur hjá mér, þ.e. ég hef ekki ennþá haft það í mér að kíkja á þau og mun líklegast ekkert gera það. Hvað er það annars sem kemur manni úr svona gír? Jú, svarið er einfalt, annar leikur eins fljótt og auðið er og sem betur fer er komið að honum á morgun.

Næst ætla ég að koma smá skilaboðum á framfæri. Vinsamlegast RÍFIÐ ykkur upp á rasshárunum kæru leikmenn, þjálfarar og stuðningsmenn. Nú fáið þið algjörlega magnað tækifæri á að ýta þessari skitu aftur fyrir ykkur og fara að gera ykkur glaðan dag inni á vellinum, á hliðarlínunni, uppi í stúku eða bara heima í stofu. Það er eiginlega með ólíkindum að skoða stöðuna á liðinu miðað við flestar frammistöður liðsins það sem af er tímabili. Við erum í 4-5 sæti í deildinni (markamun frá CL sæti), erum ennþá í deildarbikarnum og eigum alveg bara ágætis séns á að komast upp úr riðlinum í Champions League. Ef menn fara að skakklappa sér í gang, þá er tímabilið ennþá bara game on. En þá þurfa menn líka heldur betur að rífa sig í gang, ekki seinna en c.a. STRAX.

Ég ætla ekkert að fara í einhverja upptalningu á hver sé bestur hjá Hull, stöðu þeirra í deildinni. Nenni því hreinlega ekki. Þetta er lið undir stjórn Steve Bruce og það þarf ekkert að ræða það neitt mikið meira. Þetta verður erfitt, því hann hefur haft lag á því í gegnum tíðina að standa all hressilega í hárinu á okkar mönnum. En ég stórefast um að okkar menn séu eitthvað að spá í því þegar inn á völlinn er komið. Þeir bara hljóta að ætla sér að bæta stuðningsmönnum upp þessa hörmung síðustu tveggja leikja. Vonandi að Anfield fari að taka við sér líka, hann hefur heldur ekki verið up to standard undanfarið. Það þýðir lítið að tala um að gengið geri það að verkum, við höfum oft séð Liverpool með verra lið en núna og meiri stuðning, það er bara einhver deyfð yfir öllu dæminu.

Mikið hefur nú verið rætt um hann Balotelli blessaðan og það má svo sannarlega segja það að hann hafi nú ekki hafið ferilinn með einhverri flugeldasýningu. Hann hefur verið alveg ferlega slakur, en róum okkur aðeins í að ræða um verstu kaup Liverpool frá upphafi. Þessi margumtalaði pirringur er að ná nýjum hæðum. Persónulega er ég margfalt pirraðri út í þessa „varnarlínu“ okkar. Hjá mér eru kaupin á Lovren meiri vonbrigði en kaupin á Balo. Ég var bara í alvöru að vonast eftir leader í vörnina sem myndi binda hana saman, en hann hefur verið meira í að leysa hana í sundur í upphafi feril síns. En er hann þar með ónýtur leikmaður og ein verstu kaup LFC frá upphafi? Nei, það er bara ekki hægt að dæma um þetta strax. Hlutirnir í fótboltanum eru oft ótrúlega fljótir að breytast og hver veit nema ég verði orðinn alveg hoppandi ánægður með Lovren eftir c.a. mánuð. Djöfull vona ég það. Vonandi verður Balo líka búinn að troða heilu Víkurprjón af ullasokkum upp í okkur öll eftir smá tíma.

Það þýðir ekkert að vera með einhverja tilraunastarfsemi á morgun, sterkasta liði okkar takk og keyra á þetta Hull lið. Það þýðir lítið að pikka einhverja út eftir síðasta leik og segja að þeir hafi verið það slakir að þeir eigi að missa sætið sitt, ef svo væri, þá yrðu gerðar 10-11 breytingar á liðinu og það er ekki að fara að hjálpa okkur nokkurn skapaðan hlut. Ég held að Brendan ætli sér að reyna að vera með þétta or hreyfanlega miðju. Allen og Henderson verða þar með Stevie á milli sín og ég hugsa að Lambert fái tækifærið uppi á topp. Í rauninni held ég að það verði eina breytingin á liðinu frá leiknum gegn Real Madrid. Svona ætla ég að spá þessu:

Mignolet

Johnson – Skrtel – Lovren – Moreno

Henderson – Gerrard – Allen

Sterling – Coutinho

Lambert

Keyra á þetta Hull lið strax frá byrjun og enga miskunn. Það sem þetta lið okkar vantar hvað mest núna er sjálfstraust og það kemur með mörkum og sigrum. Það er bara einfaldlega ekki til betri tímapunktur til að hlaða í slíkt heldur en akkúrat núna. Ég ætla spá upprisu og að við klárum þetta Hull lið 3-1 og brúnin muni þar með lyftast aðeins hjá okkur öllum. Gerrard, Sterling og Lambert með mörkin og endilega takið eftir fagninu hjá Lambert, það verður suddi.

Um Brendan…og stemminguna

Töluverð umræða hefur farið fram um stjórann okkar á ólíkum vefmiðlum síðustu daga.

Sú umræða er ekki sú fyrsta um stjórann hjá Liverpool, svosem frekar en aðra stjóra. Það er býsna algeng umræða að benda á mikilvægi þess sem eyðir leiktímanum í jakkafötunum á hliðarlínunni frekar en að skoða þá sem eru í íþróttabúningum inn á ca. 7000 fermetra grassvæðinu. Auðvitað á að taka þá umræðu þó hún fari stundum á skrýtna staði.

Lesa meira

Liverpool – Real Madríd 0-3

Brendan Rodgers stillti upp eftirfarandi liði í kvöld:

Mignolet

Johnson – Skrtel – Lovren – Moreno

Henderson – Gerrard – Allen

Sterling – Coutinho

Balotelli

Bekkur: Jones, Toure, Manquillo, Can, Lallana, Markovic, Lambert.

Það þarf kannski ekki að fara mörgum orðum um þennan leik. Við vorum flottir fyrstu 20 mínúturnar eða svo, góðir í pressu og aggresívir í öllum okkar aðgerðum. Real náði svo fínni sókn þar sem þeir héldu boltanum vel innan liðsins, Ronaldo tók einn-tvo við James, sem sendi frábæra sendingu innfyrir vörn Liverpool, ekki auðveldur bolti en besti knattspyrnumaður í heimi kláraði færið frábærlega.

Eftir þetta sáum við varla til sólar. Það komu tvö mjög klaufaleg mörk (Benzema x2) í kjölfarið og má segja að Real hafi klárað leikinn með frábærum 20 mínútum.

Þessi leikur var mikil vonbrigði. Gríðarlega mikil vonbrigði. Enn og aftur er vörnin eins og gatasigti þar sem að andstæðingar fá nánast ótakmarkaðan tíma í vítateig okkar leik eftir leik. Það mátti svo sem segja sér það að ef Austin og Zamora gátu verið með Skrtel og Lovren í vasanum þá ættu Benzema og Ronaldo ekki að eiga í vandræðum með þá.

Staðan í riðlinum

Jákvæðu fréttir kvöldsins eru klárlega þær að Ludogorets sigruðu Basel og er því allt í járnum í þessari baráttu um annað sætið.

  1. Real Madrid – 9 stig
  2. Ludogorets – 3 stig
  3. Liverpool – 3 stig
  4. Basel – 3 stig

Við eigum eftir að spila úti við Real Madrid (4. nóv), úti við Ludogorets (26. nóv) og heima gegn Basel (9. des). 6 stig úr þessum þremur leikjum ættu að nægja, sem auðvitað setur leikina gegn Ludogorets og Basel upp sem algjöra úrslitaleiki ef við ætlum að eiga einhver möguleika á að komast úr riðlinum.

Pælingar

Við mætum ekki Real Madrid í hverri viku, en við getum samt ekki endalaust komið með afsakanir. Liðið er búið að spila 12 leiki í öllum keppnum. Það er s.a. 25% af heilli leiktíð (m.v. leikjafjölda okkar í fyrra) og það eru nákvæmlega sömu vandamál til staðar og voru í fyrsta leik tímabilsins gegn Southampton. Það er ekkert batamerki og það er áhyggjuefni.

Við erum að spila sem 11 einstaklingar og kerfið er engan veginn að virka. Það er kominn tími á breytingar. Balotelli er auðvelt skotmark, karlanginn, en hann er einfaldlega ekki að skila neinu til liðsins. Svör? Ég sé ekkert í spilunum sem styrkir mig í trúnni að varnarleikur liðsins sé eitthvað að fara lagast. Sóknarleikur liðsins er lítið skárri. Við erum með einn leikmann sem hefur hraða og spilar á öxlinni á varnarmönnum andstæðinganna. Það er Sterling.

Hvernig við fórum að því að eyða vel yfir 100mp í sumar en samt vera algjörlega uppá tvo leikmenn komnir er rannsóknarverkefni. Við þurfum meira frá öllum leikmönnum liðsins. Ég get í raun ekki nefnt einn leikmann sem hefur verið að spila vel heilt yfir.

Lið Brendan Rodgers hafa ávalt verið mun sterkari síðari hluta tímabilsins, en ef spilamennskan og stigasöfnunin fara ekki að batna fljótlega þá er líklegt að við verðum komnir of langt eftir á um jól og áramót.

Pirrandi? Já. Heimsendir? Nei, alls ekki. Við erum enn í bullandi baráttu um að komast upp úr þessum riðli.

Nú er bara að svara gagnrýninni og taka þrjú stig gegn Hull. Við erum í ágætis stöðu þar líka m.v. að hafa í raun bara spilað ~2 leiki góða það sem af er tímabili, sem er jákvætt….. held ég.

Liðið gegn Real Madrid

Brendan Rodgers stillir upp eftirfarandi liði í kvöld:

Mignolet

Johnson – Skrtel – Lovren – Moreno

Henderson – Gerrard – Allen

Sterling – Coutinho

Balotelli

Bekkur: Jones, Toure, Manquillo, Can, Lallana, Markovic, Lambert.

Þ.e. Coutinho kemur inn í stað Lallana eftir góða innkomu gegn QPR – gef mér það að Rodgers vilji fá meiri hraða í skyndisóknir okkar manna. Moreno kemur svo inn í stað Enrique, sem var arfaslakur um síðustu helgi. Balotelli heldur sæti sínu.

Þetta Real Madrid lið er svo nánast bara svindl:

Casillas, Arbeloa, Varane, Pepe, Marcelo, Modric, Kroos, James, Isco, Ronaldo, Benzema

En menn vinna ekkert á pappírnum einum saman, tólfti maðurinn er í okkar liði – KOMA SVO!

Real Madríd mætir á Anfield

Real Madríd var valið lið síðustu aldar og er í dag talið vera verðmætasta félagslið í heiminum. Þrátt fyrir öll Olíufélögin er það Real Madríd sem slær ítrekað metið yfir dýrustu leikmenn í sögunni, félagið er líklega stærsta félagslið í heiminum og eru þá allar íþróttagreinar þar með taldar. Þar fyrir utan kemur liðið frá Madríd, höfuðborg Spánar og því óhætt að segja að reglubundin Evrópu upphitun um Real Madríd yrði fljótlega að bók hvað lengd varðar.

Vinsældir félagsins má að hluta rekja til þess að þeir eru sigursælasta liðið í Evrópukeppni Meistaraliða frá upphafi. Tíunda titilinn unnu þeir á síðasta tímabili og við þann punkt ætla ég að stoppa. Titilinn sigursælasta lið Evrópu frá upphafi bera þeir frekar ódýrt að mínu mati þó þetta sé vissulega staðreynd. Þar er ég helst að horfa til fyrstu ára Evrópukeppni Meistaraliða og skjótan uppgang Real Madríd áður en sú keppni var sett á laggirnar, m.a. af Real Madríd og nokkrum fleiri félögum.

Real Madríd vann fyrstu fimm titlana í Evrópukeppni Meistaraliða, keppni sem þá var boðsmót í umsjá franska tímaritsins L´Équipe. Áður en ég skoða þessi fyrstu ár keppninnar verðum við að skoða hvað var að gerast á Spáni fram að því og hvernig það beintengdist Real Madríd.
Lesa meira