Latest stories

 • Bikarúrslit á Anfield South

  Þá er komið að fyrsta úrslitaleik tímabilsins, Anfield South, Carabao Cup, og hverjir eru mótherjarnir aðrir en (bölvaðir) Chelsea enn eina ferðina.

  Sagan

  Við getum hæglega horft ansi langt aftur í tímann, vel rúma öld til að skoða fyrsta skiptið sem þessi lið mættust. Chelsea vann þann leik 4-1 í fyrstu deildinni árið 1907. Hins vegar gekk Chelsea ekkert sérstaklega vel megnið af 20. öldinni og þeir voru ekkert alltaf í efstu deild, ekki frekar en Liverpool. Chelsea náði raunar aðeins einum deildarmeistaratitil alla 20. öldina og þeim tókst ekki að reisa félagið og gera það að stórveldi eins og Liverpool varð undir Bill Shankly og síðar Bob Paisley.

  Tölurnar voru þó ekkert stórar og engir sérstakir yfirburðir hjá Liverpool. Heildartölur af lfchistory.net eru 195 leikir, 84 sigrar Liverpool gegn 65 sigrum Chelsea en þá er 21. öldin tekin með.

  Raunar var engin alvöru erkifjendamenning á milli þessara liða fyrr en Roman Abramovic keypti Chelsea og fór að dæla í það peningum. Á sama tíma var Liverpool með ágætt lið, var oftast í Meistaradeildarbaráttu. Árið 2004 hófst svo skemmtileg rimma á milli tveggja litríkra karaktera, Jose Mourinho og Rafa Benítez. Þeir hófu báðir störf sumarið 2004 og áttu eftir að láta rækilega til sín taka hjá sínum félögum og mætast í brennheitum leikjum, ekki síst í bikarkeppnum.

  Fyrsti slíki leikurinn var einmitt úrslitaleikur í Deildabikarnum árið 2005. Jose Mourinho var rekinn upp í stúku, Steven Gerrard skoraði sjálfsmark og eftir að venjulegum leiktíma lauk 1-1 sigraði Chelsea 3-2 eftir framlengingu á Millenium vellinum í Cardiff.

  Seinna sama tímabil mættust þau aftur í bikar, að þessu sinni í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Fyrri leiknum lauk með markalausu jafntefli en hið undurfagra og eftirminnilega mark Luis Garcia tryggði Liverpool sæti í úrslitaleik Meistaradeildarinnar það árið. Við þurfum svo sem ekkert endilega að fjalla sérstaklega um þann leik en fyrir þá sem ekki muna, eða voru ekki fæddir, þá vann Liverpool Meistaradeildina árið 2005 með laufléttum sigri á AC Milan.

  Vorið 2007 var næsta bikarrimma félaganna. Hún var líka í Meistaradeildinni, líka í undanúrslitum og lauk líka með sigri Liverpool. Eftir 1-1 samanlögð úrslit vann Liverpool í vítakeppni og mætti líka AC Milan í úrslitaleiknum. Við þurfum heldur ekkert sérstaklega að rifja þann leik upp en hann fór ekki eins og hinn leikurinn því AC Milan vann Meistaradeildina það árið.

  Vorið 2008 var síðan enn ein viðureignin, enn og aftur í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Nú var búið að reka Mourinho og þá loksins höfðu Chelseamenn sigur en töpuðu síðan eftirminnilega í vítaspyrnukeppni gegn Manchester United í úrslitaleiknum.

  Vorið 2009 mættust liðin síðan enn á ný í Meistaradeildinni, nú í 8-liða úrslitum. Það verður að segjast eins og er að það var alveg farið að halla undan fæti hjá Liverpool-liðinu á þessum tíma, Chelsea var komið með yfirhöndina yfir Liverpool og Rafa Benítez var orðinn hrikalega þreyttur á Gillett og Hicks og hætti loks árið 2010. Alls mættust liðin 24 sinnum á árunum 2004-2009, að meðaltali fimm sinnum á tímabili.

  Eftir að Benítez hætti gat liðið einfaldlega ekkert, Fernando Torres fór frá Liverpool til Chelsea og það jók ekkert á vinsemdina á milli stuðningsmanna liðanna. Roy Hodgson var stutt í starfi og King Kenny Dalglish tók við keflinu og kom liðinu í bikarúrslit á Wembley árið 2012. Þann leik náði Chelsea að vinna 2-1 en King Kenny tókst að stýra liðinu til sigurs í deildarbikarnum það árið.

  Það sem gerðist næst var eiginlega of súrrealískt til að segja frá. Vorið 2013 tók Luis nokkur Suarez sig til og beit Branislav Ivanovic leikmann Chelsea í deildarleik. Suarez skoraði síðan jöfnunarmark í lok leiks en þetta átti sannarlega eftir að hafa sína eftirmála. Fyrst byrjaði David Cameron forsætisráðherra Bretlands að skipta sér af. Suarez fékk sína sekt og þriggja leikja bann fyrir “violent conduct”. Sérstök nefnd á vegum FA setti hann svo í 10 leikja bann. Nefndin vildi með því gefa skýr skilaboð um að hegðun sem þessi ætti sér engar málsbætur. Ári seinna var Liverpool í bullandi titilbaráttu undir stjórn Brendan Rodgers og Jose Mourinho var aftur kominn í stjórastólinn hjá Chelsea. Þeir unnu leikinn og Liverpool missti af titlinum það árið eftir að hafa verið á toppnum lengi vel. Best að vera ekkert frekar að rifja það upp.

  Síðustu dramaleikir félaganna voru loks vorið 2022. Þá léku liðin til úrslita í báðum bikarkeppnunum í Englandi. Það er skemmst frá því að segja að Liverpool vann þá báða eftir 0-0 og vítaspyrnukeppnir.

  Þegar allt er tekið saman þá hefur Liverpool gengið vel með Chelsea þegar þeir hafa haft almennilegt lið. Segir sig kannski sjálft. Það er því töluvert stór spurning hvernig þessi leikur fer, því við vitum ekki hvort Liverpool geti – og muni – tefla fram almennilegu liði. Þetta er skrifað með þeim fyrirvara að allir sem hafa spilað fyrir Liverpool í vetur hafa staðið sig frábærlega og margir langt fram úr væntingum. En kíkjum samt aðeins fyrst á mótherjana.

  Chelsea

   

  Þetta verður nú varla mikið leiðinlegra. En það eru ekki öll lið jafn lukkuleg, hvorki með stuðningsmenn, lög og tónlistarsmekk eins og okkar menn í Liverpool. Stuðningsmenn Chelsea eru líka þekktir fyrir að veifa plastfánum og vera hálfgerðir plaststuðningsmenn (glory hunters) líkt og bræður þeirra og systur í ljósbláa hluta Manchesterborgar.

  Það má þó ekki gleyma því að Chelsea eiga fullt af stuðningsmönnum sem urðu til langt á undan Roman Abramovic. Töluvert margir Íslendingar fóru að halda með Chelsea þegar Eiður Smári lék með þeim upp úr aldamótum og svo eru alveg nokkrir sem eru ekki úr plasti og héldu með þeim í gegnum súra tíma síðustu áratugi tuttugustu aldar.

  Tímabilið

  Chelsea réði engan annan en Mauricio Pochettino til starfa síðastliðið sumar. Alls keyptu þeir  8 leikmenn í sumarglugganum 2022, 8 leikmenn í janúar 2023, 12 leikmenn í sumarglugganum 2023 og einn í janúar. Þeir eru því alls búnir að kaupa 29 leikmenn síðustu tvö árin fyrir fleiri hundruð milljón pund og engin furða að það taki tíma að slípa þetta saman. Sérstaklega þegar um er að ræða leikmenn sem fáir sófasérfræðingar höfðu heyrt um, svo sem Disasi (39m), Badiashile (35m), Malo Gusto (26m), Ugochukwu (23m), Chukwuemeka (20m), Madueke (30m), Jackson (32m) og Nkunku (52m). Það mætti halda að njósnadeildin hjá Chelsea hafi verið á sterum undanfarið því það var raunverulega engin sérstök þörf á því að gera svona svakalegar breytingar. En, nýir eigendur og svona…

  Chelsea hefur ekkert gengið sérstaklega vel í deildinni, þökk sé téðum breytingum og mögulega því að þessi aragrúi leikmanna er ekkert endilega úr efstu hillu. Að minnsta kosti fáir þeirra. Eftir 25 leiki sitja þeir í 10.sæti deildarinnar með 35 stig og markatöluna 42-41. Þeir hafa basically setið í 9-12.sæti deildarinnar alveg síðan í 7.umferð og ekkert endilega líklegt að það muni breytast mikið. Í síðustu fimm leikjum hafa þeir unnið tvo, gert eitt jafntefli og tapað tveimur. Liverpool spilaði við þá fyrir tæpum mánuði og rúllaði 4-1 yfir þá á Anfield. Þeir eru einfaldleg algjört jójólið, töpuðu heima fyrir Úlfunum 2-4, unnu síðan Crystal Palace á útivelli 3-1 og gerðu loks jafntefli við Man City á útivelli í síðasta leik. Það er því nánast útilokað að segja til um hvaða Chelsea-lið mæti út á völlinn þótt það sé hægt að giska á hvaða leikmenn spili leikinn.

  Leiðin í úrslitaleikinn

  Chelsea fór svona semi-þægilega leið í úrslitin, drógust fyrst saman við lið AFC Wimbledon sem þeir unnu 2-1 á heimavelli. Sem þeir spiluðu reyndar á alla keppnina. Í næstu tveimur umferðum unnu þeir Brighton 1-0 og Blackburn 2-0 en lentu svo í kröppum dansi í 8-liða úrslitum gegn Newcastle. Þar unnu þeir 4-2 í vítaspyrnukeppni eftir að hafa gert 1-1 jafntefli í leiknum sjálfum. Það kom þeim í léttari andstæðinginn í undanúrslitum og eftir 1-0 tap á útivelli gegn Middlesbrough rúlluðu þeir sér frekar létt í úrslitaleikinn með 6-1 sigri í seinni leiknum

  Liðsuppstillingin

  Í síðasta leik spilaði liðið gegn Man City, það er komin vika síðan og þeir eru væntanlega að reyna að slípa sterkasta liðið sitt saman. Ég hef ekki fylgst það mikið með Chelsea í vetur til að vita eitthvað sérstaklega mikið um sterkasta lið og þess háttar, ég er reyndar ekki viss um að Pochettino viti það sjálfur. En liðið gegn Man City var svona:

  Petrovic

  Chilwell – Disasi – Colwill – Malo Gusto

  Fernandez – Caicedo – Gallagher

  Sterling – Jackson – Palmer.

  Mér finnst alveg jafn líklegt að þetta verði byrjunarliðið, mögulega setur Pochettino Chalobah eða Nkunku inn. Kannski kemur Sanchez markmaður inn, Reece James fyrirliði verður ekki með, Cucurella er ólíklegur og nokkrir aðrir eru bara out.

  Liverpool

  Ég er bara til í að opinbera það hér og nú, I´m a believer. Eftir leikinn gegn Luton þar sem nánast bara einhverjir voru að spila fyrir Klopp og Anfield trúi ég því að hver sem fer inn á völlinn undir stjórn Klopp breytist í einhvers konar ofurhetju. Stuðningsmenn eiga þvílíkt eftir að yfirgnæfa plaststuðningsmenn andstæðinganna og Wembley verður rauður, Anfield South.

  Leiðin í úrslit hefur verið óvenju létt þetta árið. Í lok september var leikið í þriðju umferð og þar mætti lið Leicester, sem hefur verið á flugi í Championship deildinni, á Anfield. Þeir áttu ekki break og Liverpool vann 3-1. Næst fór Liverpool suður til Bournemouth og vann 2-1. West Ham voru síðan fórnarlömbin í 8-liða úrslitum, 5-1 var niðurstaðan þar og loks fórum við í gegnum Fulham með 3-2 samanlagt til að komast á Wembley.

  Liðið hefur verið nánast á stöðugri uppleið allt tímabilið og það kemst einfaldlega ekki hærra en það er statt núna. Á toppnum í deildinni, búið að vera þar síðan 26.desember og inni í öllum bikarkeppnum. Úrslitaleikurinn ætti því ekki að geta komið á betri tíma en akkúrat núna. En samt. Liðið er búið að vera meira og minna vængbrotið alveg síðan Andy Robertson fór úr axlarlið í október síðastliðnum. Það hefur samt bara engu máli skipt.

  Að því sögðu veit maður samt aldrei. Það er alltaf spenningur og stress fyrir alla leiki og ekki síst fyrir úrslitaleiki eins og þennan. Liverpool er á hörku siglingu og hafa unnið fjóra af síðustu fimm, aðeins tap gegn Arsenal á Emirates kemur í veg fyrir fullt hús þar og raunar hafa 8 leikir af síðustu 9 unnist og á þessu ári hafa þeir bara skorað þrjú eða fjögur mörk í þessum sigurleikjum. Því bendir allt til þess að Liverpool sé bara með miklu betra lið en Chelsea. Einfalt?

  Nei, alls ekki. Eins og áður sagði, úrslitaleikur. Aldrei einfalt, aldrei unnið fyrirfram. Sama hversu mikill munur er á liðunum. Ég man eftir því þegar Dalglish, Rush, Grobbelaar og félagar töpuðu fyrir Wimbledon á Wembley. Það átti ekki að geta gerst.

  En þeir eru ekki að fara að tapa fyrir Chelsea. Klárt mál.

  Það er erfitt að giska á liðsuppstillinguna þar sem ekki er ljóst hverjir verða stignir upp úr meiðslum. Prófum þetta svona:

  Sem sagt, sama lið og gegn Luton, nema Nunez kemur inn fyrir Gakpo. Þetta er fullkomlega út í loftið því ég hef ekki hugmynd um hvort Salah og Nunez verði klárir að byrja, á bekk eða verða ekki í hóp. Aðrir held ég að séu bara out. Ég veit heldur ekki hvort Klopp velji Gakpo eða Elliott í liðið. Kannski verða þeir báðir inni og Gravenberch á bekknu. Það eru svona það eina sem ég sé mögulega öðruvísi í kortunum. Þeir sem verða fullorðnir á bekknum eru þá Gakpo, Gomez, Tsimikas og vonandi Salah. Síðan verða bara börnin okkar, Clark, kannski Danns, Nioni, ætli þeir dragi ekki bara um hverjir af þeim verða á bekknum.

  Spá: 3-1 fyrir Liverpool. Luis Diaz brýtur ísinn, pabbi verður mættur á Anfield South. Nunez skorar síðan áður en Chelsea minnkar muninn og Salah klárar síðan leikinn, nýkominn inn á þegar Chelsea verður með megnið af liðinu sínu frammi. Fyrsti titillinn árið 2024 kemur í hús á sunnudaginn.

  [...]
 • Sparta Prag í Evrópudeildinni

  Þá er ljóst hverjir verða andstæðingar Liverpool í 16-liða úrslitum í Evrópudeildinni.

  Sparta Prag sem sló Galatasaray úr leik í gærkvöldi og liðið sem líklega er með minnsta heimavöllinn sem eftir er í keppninni.

  Fyrri leikurinn í Prag 7.mars.

  [...]
 • Gullkastið – Wembley um helgina

  Úrslitaleikur um helgina á Anfield South, vonandi bara að okkar menn nái í lið. Sigur á Luton um helgina var vonandi nákvæmlega upphitunin fyrr þann leik. Skoðum hvaða lið verða í Evrópudeildar pottinum á morgun og veltum upp helstu vendingum í þjálfaraslúðri.

  Stjórnandi: Einar Matthías
  Viðmælendur: Maggi og SSteinn.

  Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.
  Egils GullHúsasmiðjan / Verdi Travel Jói ÚtherjiÖgurverk ehf / Done

  MP3: Þáttur 463

  [...]
 • Liverpool 4-1 Luton

  Liverpool vann góðan og þýðingarmikinn sigur á Luton í deildarleik í kvöld. Liðið er nú sem stendur fjórum stigum á undan Man City sem eiga þó leik til góða og munu ekki geta náð Liverpool um helgina þó Liverpool spili ekki vegna úrslitaleiks Deildarbikarsins.

  Mörkin
  0-1 Ogbene 12.mín
  1-1 Van Dijk 56.mín
  2-1 Gakpo 58.mín
  3-1 Luis Diaz 71.mín
  4-1 Elliott 90.mín

  Hvað réði úrslitum?
  Liverpool var í raun allan tíman með yfirhöndina í leiknum og byrjuðu bara strax að banka á dyrnar hjá Luton og gerðu sig nokkuð líklega til að skora. Það var svo hins vegar ein sókn Luton sem endaði með marki þegar skot úr þröngu færi skoppaði af Kelleher í markinu og sóknarmaður Luton náði að skora af stuttu færi. Luton hafði ógnað með skyndisóknum en þetta var nú töluvert gegn gangi leiksins.

  Áfram reyndi Liverpool og bjó til fullt af ágætis augnablikum en náði ómögulega að ná almennilegri loka snertingu í teignum til að láta það telja. Luis Diaz átti eflaust einhver tíu nokkuð stór augnablik sem hann hefði átt að/getað skorað en tókst það ekki.

  Liverpool var undir í hálfleik en byrjaði seinni hálfleikinn af gífurlegum krafti og með hausinn betur skrúfaðann á. Snemma í hálfleiknum jafnaði Liverpool loksins þegar góð hornspyrna Alexis Mac Allister rataði beint á Van Dijk sem stangaði boltann í netið, tveimur mínútum síðar fattaði Mac Allister greinilega að það væri góð leið til að búa til mark með því að þruma boltanum í höfuðið á stórum hollenskum leikmanni en hann fékk boltann frá Bradley og hamraði hann inn í teiginn á Gakpo sem skoraði með kraftmiklum skalla og Liverpool komið yfir.

  Áfram hélt Liverpool að herja á Luton og ætluðu svo heldur betur að klára þetta alveg. Loksins skoraði Luis Diaz gott mark þegar hann slapp inn fyrir eftir bolta frá Andy Robertson og virtist miklu fargi létt af honum. Það var svo Harvey Elliott sem skoraði fjórða markið með flottu skoti eftir að boltinn barst til hans eftir að varnarmaður rétt náði að stöðva stungusendingu Jayden Danns, sem kom inn á í sínum fyrsta leik, á Gakpo.

  Þrátt fyrir að vantaði mikið í sóknarleik Liverpool þá sköpuðu þeir sem spiluðu sér töluvert af færum sem var frábært og ef það hefði ekki verið málið hefði Liverpool ekki náð að bregðast svona vel við því að hafa lent undir og í raun svörunin við fyrsta markinu var til fyrirmyndar og Liverpool notaði momentum-ið vel.

  Quansah og Van Dijk voru flottir í vörninni, Kelleher kannski pínu óheppinn í markinu en gerði annað vel. Conor Bradley fannst mér frábær, kannski seldi sig smá í marki Luton en bætti það upp með frábærum sóknartilþrifum og var í raun mjög óheppinn að skora ekki í kvöld. Gomez var flottur í vinstri bakverði og færði sig svo í hægri bakvörðinn og gerði það bara jafnvel enn betur. Gravenberch kom flottur inn af bekknum gegn Brentford og hélt uppteknum hætti í dag, það er hellingur í þessum strák og við viljum sjá meira af þessari útgáfu af honum!

  Diaz var virkilega líflegur en klúðraði rosalega mikið, hann hætti þó aldrei að reyna og var mjög ógnandi og skoraði verðskuldað mark. Liverpool þarf hann í stuði á næstunni og flott að sjá hann svona – þó hann megi nú alveg nýta þessi færi sín betur!

  Elliott var á margan hátt fínn en líkt og Diaz var hann stundum pínu að klúðra loka touchinu hjá sér en átti samt ekkert slæman leik og var sífellt að reyna og var í leikstjórnandahlutverki. Gakpo var flottur fannst mér, tók vel til sín en var kannski stundum aðeins of aftarlega fannst manni í fyrri hálfleik en heilt yfir solid.

  Tveir bestu menn Liverpool í dag voru þó klárlega fannst mér þeir Endo og Mac Allister sem voru óaðfinnanlegir á miðjunni. Geggjaðir í hápressunni, hófu margar efnilegar sóknir, Mac Allister með tvær geggjaðar stoðsendingar og Endo óheppinn að hafa ekki bara endað með eitthvað svipað. Þeir eru virkilega góðir saman.

  Danns kom inn af bekknum og hafði strax áhrif á leikinn með þessari stungusendingunni sinni, hann virðist nú eiga eitthvað í land með líkamlega partinn á þessu leveli en flottar hreyfingar hjá honum og gott að hann geti gengið mjög stoltur af velli með þessa innkomu sína. McConnell kom sömuleiðis inn á og var líflegur, líkt og Bobby Clark sem ég er að fíla svona inn af bekknum – minnir mig nokkuð á Milner í því hlutverki sem er mikið hrós. Robertson var sömuleiðis mjög góð skipting fannst mér.

  Gæðamunurinn á liðunum var í raun það sem stóð upp úr – jafnvel þó það vanti næstum heilt byrjunarlið í þetta Liverpool lið!

  Hvað þýða úrslitin?
  Liverpool er með fjögurra stiga forskot á toppnum og komst í gegnum mikla hindrun í dag. Luton hafa reynst mörgum liðum ansi erfiðir og að mæta þeim með svona laskað lið var klárlega pínu óþægilegt en liðið leysti það bara frábærlega. Greinilega frábær andi í hópnum og allir þarna tilbúnir að leggja allt sem þeir geta af mörkum til að ná árangri. Man City og Arsenal eiga leik til góða og munu spila um helgina en geta þó ekki náð Liverpool í þeirri umferð.

  Hvað hefði betur mátt fara?
  Sleppa þessu óþarfa marki sem liðið fékk á sig, augljóslega. Já, og að klára þessi færi. Í raun var ekki mikið sem Liverpool gerði eitthvað sérstaklega illa í leiknum annað en bara það að hafa ekki klárað hann fyrr og hafi þurft að vinna svolítið fyrir sigrinum með því að lenda svona undir.

  Næsta verkefni
  Úrslitaleikur í Deildarbikarnum gegn Chelsea á Wembley um helgina. Fyrsti af vonandi fjórum titlum í boði á leiktíðinni!

  [...]
 • Byrjunarliðið gegn Luton – þunnur hópur!

  Þá er liðið sem byrjar gegn Luton komið og er það svona að mestu nokkuð sjálfvalið þessa dagana vegna alla þeirra meiðsla sem hafa herjað á liðið.

  Kelleher

  Bradley – Quansah – Van Dijk – Gomez

  Gravenberch – Endo – Mac Allister

  Elliott – Gakpo – Diaz

  Bekkur: Adrian, Robertson, Clark, Tsimikas, Konate, Gordon, McConnell, Danns, Nyoni

  Þrátt fyrir allt nokkuð sterkt byrjunarlið en ansi ungur og þunnur bekkur. Mikilvægur leikur framundan og skyldusigur, sjáum hvað setur.

  [...]
 • Liverpool – Luton úrslitaleikur 1 af 13

  Luton er næsti andstæðingur okkar en þrátt fyrir að vera í botnbaráttu þá hafa þeir komið verulega á óvart með sinni spilamennsku en þeir virðast gefa öllum leik og þá sérstaklega stórliðum deildarinnar. Þeir voru stiga lausir eftir 4.umferðir og hélt maður að þeir gætu átt í erfiðleikum með að ná í 10 stig í vetur en þeir eru búnir að tvöfalda þá tölu.

  Það sem gerir þá að hættulegum andstæðing er að þetta er lið sem er tilbúið að setjast niður í varnarpakka og beita skyndisóknum og föstum leikatriðum. Ólíkt mörgum svoleiðis liðum þá eru þeir líka til í að fjölmenna í sóknina þegar tækifæri gefst og færa varnarlínuna hátt upp og sjá hvernig andstæðingarnir bregðast við því.

  Luton er lið sem spilar  3-4-2-1 þar sem Ross Barkley er kóngurinn á miðsvæðinu en hann hefur verið frábær hjá þeim í vetur og eru þeir með tvo vængbakverði Ogbene og Doughty sem geta dottið niður og búið til fimm manna varnarlínu en líka eru þeir duglegir að keyra upp og hjálpar sóknarmönnum liðsins.  Þetta er eitthvað sem við þurfum að nýta okkur gegn þeim að þegar þeir eru komnir hátt upp og við vinnum boltann þá eru kantarnir oftar en ekki galopnir.

  Luton og leikir gegn stórliðum í vetur.

  7.okt  Luton – Tottenham 0-1
  Tottenahm manni færri þurfti að hafa verulega fyrir þessum stigum.

  5.Nov Luton – Liverpool 1-1
  Við vitum allt um þennan leik en Diaz bjargaði stigi fyrir okkur.

  11.nóv Man utd – Luton 1-0
  Lindelöf  skoraði þegar hálftími var eftir.

  5.des   Luton – Arsenal  3-4
  Rice með sigurmark á 97 mín eftir að Luton komst í 3-2

  10.des  Luton – Man City 1-2
  Luton komst í 1- 0 áður en City skoraði tvö í síðari.

  18.feb  Luton – Man utd 1-2
  Man utd þurftu að hafa fyrir þessum.

  Eins og sjá má á þessar talningu þá gefa Luton menn liðum alvöru leik og þetta verður ekki lét verkefni á morgun.

  Luton hafa komið 18 sinnum á Anfield og aldrei sigrað og vonum við að þeir fara ekki að byrja á því á morgun. Við mætum þeim síðast í deildarleik(ath ekki bikar 2008) árið 1992.  Þar skoruðu Luton( já eða Tanner sjálfsmark) og þurftum við að skora tvö mörk og gerðum við það á síðustu 5 mín í leiknum. Ætla að leyfa ykkur að horfa á myndbandið til að sjá markaskorara.

  Liverpool 

  Það er kalt á toppnum og en þá kaldara þegar við náum ekki að halda halda öllum hópnum saman og búa til smá hita þarna uppi, því að við virðumst missa menn út í meiðsli í hvert skipti sem leikmenn sjá bolta.

  Við erum í harðri titilbaráttu en eins og alltaf þá er þetta ekki ein af þessum 90s baráttu þar sem eitt lið dugar að fara rétt yfir 80 stig og næstu lið eru varla í sjónmáli, nei þetta er en einn titilbaráttan við 115 ásakana Man City liðið og viti menn Arsenal eru búnir að blanda sér í þessa baráttu reynslunni ríkari eftir að hafa klúðrað titlinum á síðustu leiktíð. Það má reikna með að til þess að vinna þessa dollu þarf að fara upp í 90 stig(kannski +) og það má ekki misstíga sig í leik eins og þessum.

  Það væri skelfileg tilhugsun að ná ekki í titilinn af því að liðið náði aðeins í 1 eða 2 stig gegn Luton.

  Staðan á okkar liði er bæði góð og slæm. Góð að vera á toppnum en slæm að það fer að vanta mannskap í þetta allt saman.  Skoðum þetta aðeins nánar

  Bajcetic  út tímabilið
  Thiago  lengi frá
  Matip  út tímabilið
  Alisson nokkrar vikur
  Jota    mánuðir
  Jones  nokkrir dagar
  Trent  nokkrar vikur
  Sly  nokkrar vikur
  Nunez  nokkrir dagar
  Salah  nokkrir dagar

  Þetta er auðvitað ótrúlega þreytandi en fyrir utan þetta þá vorum við auðvitað með Andy, Konate, Mac Allister, Tsimikas, Alisson,  Elliott og Jones í meiðslum fyrr á tímabilinu fyrir utan að Endo og Salah fór að spila með landsliðum sínum.

  Eru þetta afsakanir?  JÁ pínu þetta er partur af fótbolta en það er rosalega erfitt að ætlast til þess að ná árangri ef hálft liðið er alltaf í meiðslum  og NEI þetta eru bara staðreyndir. Hvorki Arsenal né Man City hafa verið að láta unga stráka eins og Bradley og Quansah fá alvöru hlutverk í liðinu en gott fyrir okkur þá hafa þessir unglingar staðið sig frábærlega. Þessir strákar væru ekki að fá svona stór hlutverk nema út af meiðslum manna eins og Matip/Konate fyrir Quansah og Trent/Andy/Tsimikas fyrir Bradley (Gomez þurfti að færa sig í vinstri bakvörð)

  Nóg tal um meiðsli förum að stilla upp líklegu liði ( æi fuck það er ekki hægt án þess að tala um meiðsli)

  Ég ætla að giska á þetta lið hjá okkur.  Bæði Nunez og Salah tæpir en ég spái því að annar þeirra verður á bekknum á morgun.
  Konate elskar ekki leikjaálag og því tel ég að Klopp hvílir hann í þessum leik.
  Andy er kominn til baka og ég held að hann sé ekki að fara að taka þrjá leiki á viku og því byrjar Gomez og líka gott að nota Gomez í föstum leikatriðum.
  Sóknarlega þá dettur Gakpo pottþétt í liðið og ég held að Elliott verður þarna á hægri kantinum en hann hefur spilað þarna áður.
  Gravenberg kom sterkur inn í síðasta leik og fær því að byrja.

  Ég er með skrítna tilfinningu fyrir þessum leik að þetta gæti verið erfiðari leikur en flestir halda. Svo er ég líka smá stressaður yfir því að við séum með allt of mikið augað á úrslitaleikinn á Sunnudaginn því að ég einhver býður mér Luton sigur og tap gegn Chelsea á móti Luton jafntefli/tap og sigur gegn Chelsea þá held ég að ég tæki Luton sigur.

  SPÁ
  Þetta verður ekki auðveldur leikur og ég er 100% viss um að Luton komast í færi og eigi eftir að ógna okkur.  Það sem við megum ekki láta gerast er að lenda undir í þessum leik.
  Ég er með tvær pælingar.
  Ef við skorum fyrst þá verður þetta 3-0 flottur sigur þar sem þeir opna sig eftir að hafa lent undir
  Ef þeir skora fyrst þá verður þetta ströggl og ég spái 1-1 sem væri skelfilegt en þeir eru snillingar í að gera liðum lífið let.

  Ætla að halda mig við sigurinn í minni spá og Diaz, Gakpo og wait for it…….. Gomez skora fyrir okkur.

  [...]
 • Gullkastið – Fáránlegur meiðslalisti

  Stór skuggi fyrir frábærum sigri á Brentford þar sem líklega bættust þrír lykil leikmenn til viðbótar við meiðslalistann sem var fáránlegur fyrir. Úrslit í öðrum leikjum þíða þó að Liverpool situr á nýtt eitt á toppnum.
  Nóg um að vera á Englandi og Luton er verkefni vikunnar

  Stjórnandi: Einar Matthías
  Viðmælendur: Maggi og SSteinn.

  Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.
  Egils GullHúsasmiðjan / Verdi Travel Jói ÚtherjiÖgurverk ehf / Done

  MP3: Þáttur 462

  [...]
 • Jota frá í 2 mánuði

  Svo virðist sem meiðslin hjá Jota séu að skýrast, og nýjustu fregnir herma að hann verði frá í 2 mánuði. Sem þýðir að hann kæmi til baka undir lok apríl í fyrsta lagi, og á þá eftir að ná upp leikformi. Semsagt: tímabilið er svo gott sem búið, en kannski kemur hann við sögu í einhverjum úrslitaleikjum… hver veit? Alltaf slæmt að missa leikmenn í þetta langan tíma, en þetta hefðu auðveldlega getað verið meiðsli upp á 9-12 mánuði þess vegna, svo að þetta er kannski bara frekar vel sloppið.

  Ekkert hefur frést um Curtis Jones, vonandi er hann ekki alveg jafn lengi frá. Hins vegar berast af því fréttir að Salah sé ekki klár í Luton leikinn, og mögulega ekki Nunez heldur. Erum við að fara að sjá Jayden Danns og Kaide Gordon á bekknum í næstu þrem leikjum? Allavega er nú tækifæri fyrir akademíuleikmenn að koma inn og setja mark sitt á aðalliðið, á síðustu árum erum við búin að sjá slíka leikmenn koma inn í marki (Kelleher), í vörn (Trent, Quansah, Bradley) og miðju (Jones, Bajcetic, Clark, McConnell) en framleiðslan á sóknarmönnum virðist hafa verið síðri. Kannski einfaldlega af því að gæðin uppi á topp í aðalliðinu hafa verið slík að tækifærin hafa verið með fæsta móti. Það var a.m.k. auðvitað eftir því að Doak þurfti endilega að meiðast undir lok síðasta árs, og er ekki væntanlegur aftur fyrr en í byrjun apríl.

  Meiðsli leikmanna eru auðvitað alltaf hábölvuð, vonandi munu aðrir leikmenn nýta tækifærin sem slík meiðsli gefa og sýna hvað í þeim býr. Nóg er af efniviðnum.

  [...]
 • Stelpurnar heimsækja Brighton

  Það hlýtur nú að hafa verið einhverskonar met, því ÖLL Liverpool liðin eiga hádegisleik þessa helgina. U18 þurftu að lúta í gras gegn City, en sigurinn á Brentford er okkur enn í fersku minni, og U23 liðið vann góðan útisigur á Newcastle þar sem Trey Nyoni og Kaide Gordon skoruðu mörk okkar manna í 1-2 sigri. Í hádeginu í dag mæta svo stelpurnar okkar suður með sjó og heimsækja þar Brighton. Liðin eru á ólíkum stöðum í deildinni:

  en þrátt fyrir að Liverpool sé í efri hlutanum og Brighton í næst neðsta sæti, þá er munurinn á þessum liðum líklega minni en þær tölur benda til. Þó er rétt að rifja upp að fyrri leikurinn á Prenton Park endaði með öruggum 4-0 sigri okkar kvenna. Síðasti útileikur hins vegar var í nóvember 2022, og sá leikur endaði 3-3.

  Svosem fátt sem kemur á óvart þegar kemur að liðsuppstillingunni, Taylor Hinds er enn frá vegna meiðsla, og af einhverjum ástæðum er Lucy Parry ekki í hóp, en þá er það hérumbil upptalið:

  Laws

  Bonner – Fahey – Fisk

  Koivisto – Nagano – Matthews

  Holland – Höbinger

  Lawley – Roman Haug

  Bekkur: Micah, Clark, Daniels, Lundgaard, Kearns, Kiernan, Enderby, van de Sanden

  Það verður hægt að sjá leikinn á The FA Player (með bresku VPN) eins og svo oft áður.

  Nú væri mjöööög vel þegið að hirða 3 stig, og minnka muninn í United.

  KOMASO!!!!

  [...]
 • Brentford – Liverpool 1-4

  Hádegisleikur var það heillin en eina ferðina og núna var það flottur sigur hjá okkar liði.  Miða við meiðslin fyrir leik og já í miðjum leik þá er alveg magnað hvað við náum að halda okkar striki. Eftir ömurlegan Arsenal leik þá hefði þessi leikur getað orðið algjört bananahýði en við vorum mjög fagmannlegir og kláruðum þetta verkefni með glæsibrag.
  Það sem gerir þetta líka extra fagmannlegt er að við pössuðum vel að þeir kæmust ekki í fyrirgjafar stöður en þeirra fyrsta hornspyrna var á 93 mín en þetta hefur verið þeirra aðalsmerki að ná í hornspyrnur og nýta sér þær.

  Mörkin 

  Nunez  0-1    35 mín
  Mac Allister 0-2  55 mín
  Salah  0-3   68 mín
  Toney 1-3   75 mín
  Gakpo 1-4  85 mín

  Hvað gerðist helst markvert í leiknum?

  Við vorum meira með boltann og heilt yfir hættulegri en heimamenn elska föst leikatriði og voru að reyna að fiska aukaspyrnur í 90 mín og tókst það ágætlega hjá þeim.

  Eftir að Nunez kom okkur yfir með frábæru marki eftir góðan undirbúning frá Jota þá tókum við öll völdin á vellinum en það sem gerir mann extra pirraðan er að við misstum Jones og Jota í meiðsli sem gerði það að verkum að Klopp notaði tækifæri og tók Nunez út af í hálfleik því að við áttum bara eftir einn skiptingar valmöguleika í síðari hálfleik.

  Þetta var svo svipað í síðari hálfleik. Við byrjuðum af krafti og Salah slapp í gegn en slúttaði illa svo fengum við 3 á 2 tækifæri þar sem Gakpo gerði ekki nógu vel en þá var komið að flottri sendingu frá Salah á Mac Allister sem tók vel við boltanum og kláraði vel.

  Þetta var kærkomið mark og lét mann aðeins andan léttar og ekki leið manni verr þegar Salah skoraði á 68 mín og þá hélt maður að þetta væri bara komið.  Því að við héldum áfram að vera hættulegri og þeir virtust vera búnir en fótbolti er bara ekki svoleiðis.

  Toney skoraði á 75 mín og þá var komin smá líf í þetta aftur og hjartað fór aðeins að slá hraðar hjá manni því að maður vildi ekki láta þá skora aftur og gera þetta æsispennandi en Gakpo kláraði þetta svo undir lokin eftir varnarmistök hjá heimamönnum

  Þetta var frábær sigur hjá okkur

  Hvað réði úrslitum?

  Við erum einfaldlega betri en þeir í fótbolta og það sást alveg en það sást líka að það getur verið ótrúlega erfitt að mæta svona liði sem treystir á stórkalla fótbolta með föstum leikatriðum í sérflokki.
  Vendipunkturinn finnst mér samt vera mark númer 1. Því að fram að því þá leið heimamönnum vel að pakka í vörn og við vorum ekki mikið að ógna þeim. Svo skorum við og leikurinn breyttist og okkar strákum fór að líða betur inn á vellinum.

  Hverjir stóðu sig vel?

  Mér fannst þetta frekar solid frammistaða hjá okkar strákum í dag. Bradley heldur áfram að heilla en varnarlínan virkaði nokkuð örugg. Miðjan stjórnaði þessu nokkuð vel og Nunez, Diaz, Jota, Gakpo og Salah fannst mér allir ógnandi. Svo má ekki gleyma að Kelleher stóð sig vel í markinu. Ég veit að þetta er smá endurtekning en mér langar að velja hinn unga Bradley sem mann leiksins. Þessi strákur er að heilla mann upp úr skónum. Er duglegur að taka þátt í sóknarleiknum og átti tvö hættuleg skot en líka grjótharður í varnarleiknum.
  Við þurfum ekki að kaupa okkur nýjan hægri bakvörð hann er nú þegar mætur á svæðið.

  Hvað hefði mátt betur fara?

  Ef við sættum okkur við að missa nokkra leikmenn í meiðsli í hverjum leik þá kannski ekki margt en ef menn eru að pirra sig á því þá er hræðilegt að missa Jones og Jota í meiðsli en þeir hafa verið tveir af okkar betri leikmönnum undanfarið og svo er spurning um hvort að Nunez er meiddur líka eftir að hafa verið skipt út af í hálfleik.

  Svo langar mig að koma einu frá mér en þarf alls ekki að endurspegla skoðun annarra á kop.is. Ég er ekki kominn á Gakpo vagninn. Skrítið að segja þetta eftir að hann lagði upp og skoraði (bæði mörkin eftir stór varnarmistök) í dag en mér finnst hann ekki í sömu gæðum og Salah, Nunez, Diaz og Jota en það er kannski bara ég.

  Hvað er framundan?

  Það er Luton á miðvikudaginn á Anfield þar sem krafan eru 3 stig en þau voru það svo sem líka í fyrri leiknum gegn þeim en þar fórum við aðeins með 1 stig til baka.

  YNWA 
  Ég elska þegar við vinnum hádegisleik og getur maður horft sultu slakur á Man city og Arsenal spila. Það er ólíklegt að þau tapa stigum en það má láta sig dreyma 🙂

  [...]
Load More
Congratulations. You've reached the end of the internet.
Back to Top
Close