Bournemouth á sunnudaginn

Síðdegis á sunnudaginn verður flautað til leiks á Dean Court í Bournemouth, þar sem heimamenn munu taka á móti Rauða hernum. Völlurinn hefur reyndar verið kallaður Vitality Stadium upp á síðkastið.

Við viljum kannski ekki mikið vera að rifja upp leik þessara liða frá því í fyrra á þessum sama velli. Skulum bara orða það svo að Klopp og félagar eigi harma að hefna.

Andstæðingarnir

Bournemouth eru sem stendur í 14. sæti deildarinnar með 16 stig, hafa skorað 15 mörk og fengið á sig 20. Leikformið í síðustu 5 leikjum gæti verið betra. Tveir leikir hjá þeim hafa tapast: á móti toppliðunum United og Burnley, en þrír hafa endað með jafntefli. Þar á undan komu svo nokkur ágæt úrslit, eins og 4-0 á móti Huddersfield og 1-0 á móti Newcastle. Þetta er því lið sem er alveg fært um að ná úrslitum, eins og við höfum orðið svo óþyrmilega vör við. Eddie Howe er einn þessara ungu stjóra sem eru að ná aldeilis frábærum árangri, þó vissulega standi hans árangur svolítið í skugganum af því hvar Sean Dyche er staddur með sitt lið. Meira um það í seinni pistlum.

Okkar menn

Liverpool kemur inn í þennan leik eftir tvö drullusvekkjandi jafntefli. Gleymum því samt ekki að liðið hefur núna leikið 11 leiki í öllum keppnum án þess að tapa. Jafnframt er vert að minnast þess að deildarkeppnin snýst um að ná sem bestum árangri yfir 38 leiki, og það að vinna 15 leiki í röð eins og City hafa gert er einsdæmi. Breytir því að sjálfsögðu ekki að það er alltaf jafn grautfúlt að tapa stigum. Og þó svo að liðið hafi aðeins tapað tveim leikjum á leiktíðinni, þá eru jafnteflin orðin 7 bara í deildinni. Slíkt gengur auðvitað ekki til lengdar, sérstaklega þar sem í fjórum tilfellum af þessum 7 komst Liverpool yfir (á móti Everton, Chelsea, Newcastle og Watford). Tvö jafnteflin enduðu 0-0 (á móti rútufélögunum WBA og United), og á móti Burnley náðu okkar menn að jafna. Það má lengi leika sér með „ef og hefði“, hvað ef liðið hefði náð að halda fengnum hlut í einhverjum af þessum jafnteflisleikjum? En það þýðir lítið að eyða tíma í það, þessir leikir eru búnir og koma ekki aftur.

Hvaða leikmenn standa Klopp svo til boða? Tja förum fyrst yfir það hvaða leikmenn koma ekki til greina: Clyne, Matip og Moreno. Semsagt: 3/4 af varnarlínunni. Svo eru aðrir tæpir, ekki ljóst hvort Sturridge er leikfær, Mignolet virðist vera búinn að ná sér. Helsta fréttin er kannski sú að Lallana er kominn á ról og verður að öllum líkindum í hópnum. Verður hann í byrjunarliðinu? Kemur í ljós, en ég hugsa að ég sé ekki einn um að vera farinn að hlakka til að sjá Adam okkar taka nokkra Cruyff-snúninga. Manni hefur fundist vanta svolitla sköpun á miðjuna, og þar kemur Lallana sterkur inn. Klopp mun annars sjálfsagt rótera eitthvað eins og í síðustu leikjum, og við skulum bara vona að læknateymið sé með það á hreinu hver geti spilað 90 mínútur með góðu móti og hver ekki. Svo tekur við 5 daga pása þangað til liðið heimsækir Emirates, svo það mun gefast örlítið ráðrúm til að pústa þangað til.

En ég ætla allavega að spá eftirfarandi byrjunarliði:

Mignolet

Gomez – Lovren – Klavan – Robertson

Henderson – Lallana – Winjaldum

Coutinho – Firmino – Mané

Bekkur: Karius, Alexander-Arnold, Milner, Can, Salah, Oxlade-Chamberlain, Ings

Eins og áður er þetta svolítið skot í myrkri. Ef eitthvað er að marka fréttir af samningsmálum Can við Juventus þá er hann kominn með annan fótinn til Juventus. Ef ég væri í sporum Klopp myndi ég gefa mönnum eins og Grujic frekar tækifæri frekar en að láta Can taka pláss í byrjunarliðinu eða á bekknum. Þá er vissulega áhyggjuefni hve fáir varnarmenn eru á bekknum, og það er hluti ástæðunnar af hverju Milner og Can eru þar í minni spá. Síðan set ég Ings þarna bara af því að mig langar svo svakalega til að hann nái sér á strik. Líklega er Klopp samt með Solanke framar í röðinni, svo ég yrði ekkert hissa þó hann yrði þarna í staðinn. Ég set svo að lokum Salah á bekkinn þar sem hann var að glíma við eitthvað smá hnjask fyrir stuttu síðan, en ég myndi svo innilega vilja sjá hann koma inn á og setja eins og eitt-tvö.

Mín spá? Held þetta verði erfiður leikur. Ég vona svo innilega að við fáum eitt stykki aðventusigur í skóinn, segjum 1-2 þar sem Firmino og Henderson skora. Með góðum úrslitum í þessum leik og svo á móti Arsenal næsta föstudag þá verða jólin rauð. Það gerist ekki fallegra.

Liverpool 0-0 West Brom

Leikurinn

West Brom mætti á Anfield í dag með það markmið að ná í eitt stig og tókst áætlunarverk sitt. Klopp mætti með gríðarlega sterkt lið til leiks í dag en ekki tókst að brjóta á bak skipulagða vörn gestanna. Miðjumenn West Brom sátu meirihluta leiksins rétt fyrir framan varnarlínu sína og gekk mönnum erfiðlega að finna svæði og var hálf vandræðanlegt hversu margar sendingar rötuðu beint til hvítblárra leikmanna. Fyrsta alvöru færi leiksins fékk Roberto Firmino þegar hann fékk góða gegnum sendingu frá Mo Salah en setti boltan rétt framhjá stönginni í fjærhorninu. Coutinho var í afbragðsstöðu ef Firmino hefði rennt boltanum fyrir markið en sé ekkert af því að reyna við þetta færi. West Brom menn ógnuðu lítið en minntu aðeins á sig eftir hálftíma leik þegar Hal Robson-Kanu fann sér svæði á vallarhelmingi Liverpool og hlóð í skot sem endaði í þverslánni. Rétt fyrir hlé var Salah nálægt því að pota inn fyrirgjöf frá Trent en vantaði nokkra sentimetra uppá.

Seinni hálfleikur var nánast keimlíkur þeim fyrri Liverpool hélt boltanum á miðjum vellinum en ef þeir reyndu að sækja framar var lítið um pláss og sendingarmöguleikar fáir. Menn fóru að reyna allt of mikið af erfiðum boltum og okkur sárvantaði menn til að taka hreinlega af skarið og koma boltanum á markið. Á 50. mínútu áttu West Brom menn sitt besta færi þegar Yacob náði að skalla boltan á markið en Karius gerði vel og varði í horn.

Atvik leiksins var síðan á 82. mínútu þegar Gomez kom boltanum fyrir markið á Solanke sem hitti boltann illa og hann skoppar upp í hendina á honum og þaðan inn í markið.

Bestu menn Liverpool

Það er erfitt að velja menn leiksins eftir svona leik. West Brom liðið má eiga það að þeir vörðust mjög vel og gerðu okkar mönnum erfitt fyrir en með alla þessar kanónur innanborðs vill maður sjá meira en við fengum að sjá í dag. Einna helst fannst mér Emre Can komast ágætlega frá leiknum en hann stýrði miðjunni ágætlega og komst vel frá sínum verkefnum í dag. Ásamt því greip Loris Karius vel inn í þegar á hann reyndi, greip inn í nokkrar fyrirgjafir og átti góða markvörslu.

Slæmur dagur

Hvað er að frétta hjá Sadio Mané í undanförnum leikjum? Hann virðist ekki vera í takti við hina sóknarmenn liðsins og virðist eiga pínu erfitt með að vera ekki aðalstjarna liðsins líkt og í fyrra þegar hans var sárt saknað þegar hann var ekki með. Erfitt að segja til sitjandi hér heima en eitthvað virðist vera að angra hann. Einnig átti Klopp ekki góðan dag, það var lítið að frétta í leiknum og hann beið með skiptingar fram á 76. mínútu en ég hefði verið til í að sjá hann skipta fyrr. Að lokum átti ég sjálfur dapran dag en í fljótfærni skrifaði ég að Mignolet hefði verið í byrjunarliði í dag í færslunni hér að neðan þegar það var að sjálfsögðu Karius. Maður er bara orðinn svo vanur þessari deildar og meistaradeildarskiptingu að ég áttaði mig bara ekki einu sinni á því fyrr en nokkrar mínútur voru liðnar af leiknum.

Umræðan eftir leik

Þessu fjárans jafntefli!

West Brom er eina liðið í deildinni sem hefur gert fleiri jafntelfi í deildinni en við. Þetta eru alveg ótrúlega mikið af stigum sem við erum að tapa í leikjum sem við erum yfirleitt betri. Þetta er eitthvað sem þarf að breytast ef liðið ætlar að halda sér í þessari baráttu um meistaradeildarsæti. Sjöunda jafntelfið í ár staðreynd og ég vona að við grátum þessi stig ekki of mikið í vor

Næsta verkefni

Næst mætum við Bournemouth á sunnudaginn en þeir hafa átt erfitt uppdráttar undanfarið, ekki unnið í síðustu fimm leikjum vonandi sýna okkar menn flotta takta um helgina.

 

Sterkt byrjunarlið gegn West Brom

 

Eftir að hafa róterað mikið í grannaslagnum gegn Everton mætir Klopp með gríðarlega sterkt lið gegn West Brom. Fab four allir í byrjunarliði en ég hreinlega skil ekki þessa ákvörðun en vonandi skemmtum við okkur þá vel í kvöld.

Mignolet

Trent – Klavan – Lovren – Robertsson

Wijnaldum – Coutinho – Can

Salah – Firmino – Mané

Mjög sókndjaft lið í dag og vonandi fáum við flugeldasýningu en minni á hashtaggið #kopis og umræðuna hér fyrir neðan.


 

Podcast – Beint í mark

Upphitun fyrir leikinn gegn WBA er í færslunni fyrir neðan podcast

Það er við hæfi eftir 7-0 sigur á Spartak að fá tilboð fyrir lesendur Kop.is á Beint í mark spilinu sem kom út nýverið. Maggi Már hjá Fotbolti.net mætti í þátt vikunnar og var heldur betur í jólaskapi. Kristján Atli mætti aftur til leiks eftir nokkurt hlé og SSteinn var á sínum stað nýlentur eftir Kop.is ferð til Liverpool. Hann var á báðum leikjunum í síðustu viku.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn, Kristján Atli og Magnús Már ritsjóri Fotbolti.net

Lesendur kop.is geta fengið 1.500 kr afslátt af spilinu Beint í Mark sem Maggi Már er meðal útgefanda, allt sem þarf að gera er að fara á beintimark.is og nota kóðann kop.

MP3: Þáttur 174
Continue reading

Upphitun: WBA á Anfield

Eftir að hafa misst grannaslaginn gegn Everton niður í grútfúlt jafntefli þá er röðin komin að WBA á heimavelli. Leikurinn sem samba-sóknardúettinn okkar var sparaður fyrir og Púlarar því með vonir og væntingar um bót og betrun frá hinni sögulegu sóun síðasta leiks. Allir elska margra marka afsökunarbeiðni til að lægja öldurnar á Rauða hafinu og við biðjum því til Móses um slíka friðargjöf.

Það er komið að upphitun!

Continue reading