Liverpool – Hull City 5-1 (skýrsla)

KOMDU MEÐ KOP.IS Á ANFIELD Í NÓVEMBER! SJÁ UPPLÝSINGAR HÉR

1-0 16. mín. Lallana
2-0 28. mín. Milner (víti)
3-0 35. mín. Mane
3-1 50. mín. Meyler
4-1 51. mín. Coutinho
5-1 70. mín. Milner (víti)

Byrjunarliðið:

Karius

Clyne – Matip – Klavan – Milner

Lallana – Henderson – Wijnaldum

Mane – Firmino – Coutinho

Bekkur: Mignolet, Moreno, Lucas, Can (74 min í stað Henderson), Grujic (74 min í stað Coutinho), Origi, Sturridge (69 min í stað Lallana)

Bestu leikmenn Liverpool

Nánast öll þau Liverpool lið sem ég hef horft á í gegnum tíðina hafa nánast staðið og fallið með einum eða tveimur leikmönnum. Fowler, Owen, Gerrard, Torres, Suarez og svo mætti áfram telja. Liðsheildin er styrkleikur Liverpool liðsins sem Klopp er að byggja upp og það er kærkomin breyting!

Þetta Liverpool lið hefur skorað 24 mörk í 8 leikjum eða 3 mörk að meðaltali í leik. Ekki nóg með það heldur eru það 9 Leikmenn hafa skorað þessi mörk. 5 mörk skoruð í dag en samt erum við með Sturridge á bekknum, leikmann sem við höfum ekki getað verið án s.l. 3 ár eða svo.

Það er erfitt að velja besta mann leiksins, þannig hefur það verið nokkrum sinnum það sem af er leiktíðar. Ég verð eiginlega að velja 3-4, Lallana var frábær, skoraði gott mark og lagði annað upp. Coutinho fékk fyrri vítaspyrnuna, átti stoðsendinguna á Mane og skoraði frábært mark sjálfur. Milner var einnig frábær, skoraði tvö mörk (bæði úr vítum) og var frábæran í leiknum, sérstaklega fyrri hálfleik. Mane var einnig öflugur, skoraði gott mark og olli varnarmönnum Hull vandræðum hvað eftir annað.

Vondur dagur

Pass. Erfitt að setja út á þessa leikmenn sem voru inn á vellinum í dag. Ætli Sakho fái ekki þessa nafnbót í dag, átti vægast sagt slæman dag og gulltryggði það líklega að hans framtíð liggur hjá öðrum klúbbi en Liverpool.

Hvað þýða úrslitin

Við fórum upp fyrir Everton og erum í 3-4 sæti með Arsenal, stigi á eftir Spurs og 5 stigum á eftir toppliði City og Liverpool klárlega búnir að eiga erfiðasta leikjaprógramið (á pappír amk).

Þetta Liverpool lið á að geta átt virkilega gott mót. Næsti leikur er úti gegn Swansea og liðið þarf að halda þessari spilamennsku áfram og sýna að þessi Burnley leikur var undantekningin. Eins og ég var neikvæður í sumar og í byrjun móts þá hefur það heldur betur snúist við, vonandi er þetta það sem koma skal!

Dómgæslan

Var fín, ég skemmti mér amk það vel yfir þessum leik að hann pirraði mig ekki neitt.

Uppgjör helgarinnar kemur svo á mánudaginn.

YNWA

Liverpool – Hull 5-1 (leik lokið)

70 mín 5-1. Milner, aftur úr víti eftir að brotið var á Sturridge. Sama horn, öruggt.

51 mín 4-1. Coutinho skorar Coutinho mark, vel fyrir utan teig, frábært mark.

50 mín 3-1. Mark eftir hornspyrnu, Meyler skorar úr frákastinu eftir hornspyrnu.

35 mín 3-0 Liverpool, Mane. Milner, sem er búinn að vera frábær, sendi á Lallana sem átti frábæran snúning, sendi flottan bolta á Mané á miðjum teignum. Mane hafði nægan tíma, sneri sér með boltann og setti hann niðri í hornið. Frábært mark!

28 mín 2-0 Liverpool, Milner. Liverpool vann boltann og sótti hratt, Mane stakk sér innfyrir og sendi frábæran bolta á Coutinho sem skaut á markið, varnarmaður Hull fékk hann í höndina (var á leið inn). Rautt spjald, víti sem Milner skoraði úr.

16 min 1-0 Liverpool. Mjög svo verðskulduð forysta eftir frábært spil, Milner á Coutinho, Coutinho á Lallana sem setti hann í fjærhornið. Á undan þessu átti Matip hættulegan skalla og Coutinho dauðafæri af markteig.

Byrjunarliðið komið:

Karius

Clyne – Matip – Klavan – Milner

Lallana – Henderson – Wijnaldum

Mane – Firmino – Coutinho

Bekkur: Mignolet, Moreno, Lucas, Can, Grujic, Origi, Sturridge

Karius virðist ætla að verða markmaður okkar númer 1 og Lovren náði sér í einhverja pest og er Klavan því við hlið Matip. Annars er liðið nokkuð svipað og búist var við, Firmino leiðir línuna með Coutinho og Mane sér til aðstoðar.

Næsta verkefni, Hull á heimavelli! Liverpool verður að fylgja eftir góðum leik gegn toppliði með sigri á liði eins og Hull (með fullri virðingu auðvitað), annars erum við svo gott sem búnir að núlla út þessa sigra í London gegn Arsenal og Chelsea.

Minni á Twitter yfir leiknum, setja merkið #kopis í færsluna og hún mun birtast hér á eltislóðinni okkar


Hull á morgun

KOMDU MEÐ KOP.IS Á ANFIELD Í NÓVEMBER! SJÁ UPPLÝSINGAR HÉR

Hvað á að kalla svona leik? Maggi myndi tala um Bananahýði. Klárlega er þetta algjör hreinn og beinn skyldusigur. Það þarf að fara í svona leik og sýna það að leikurinn gegn Burnley hafi verið slys, ekkert stórslys, en slys. Slys geta alltaf átt sér stað og hafi þau ekki þeim mun meiri afleiðingar, þá er svo sannarlega hægt að læra af þeim. Það er hægt að læra það hvernig eigi ekki að gera hlutina. Mér hefur fundist okkar menn hafi lært af þessum Burnley leik. Mér fannst það sjást í leikjunum gegn Burton, Derby og á vissan hátt Leicester líka. Það er alveg hægt að finna leiðir þótt heilli umferðarmiðstöð sé komið fyrir í vítateignum.

Hull á það sameiginlegt með Burnley að vera með slakasta leikmannahópinn í deildinni að mati flestra. Ég er t.d. ekki viss um að það sé mikill gæðamunur á Hull og Derby, sem við spiluðum við á þriðjudaginn. Ég er búinn að spá þessum liðum alveg frjálsu falli aftur í deildina fyrir neðan. Það breytir því þó ekki, að versti tíminn til að mæta svona liðum, er í upphafi tímabilsins. Það sást einmitt vel á Hull að þeir komu óhræddir til leiks, höluðu inn nokkur stig og komu mönnum á óvart, unnu til að mynda meistarana í fyrsta leik og svo Swansea í þeim næsta. Voru meira að segja frekar óheppnir að tapa fyrir Man.Utd á marki á síðustu sekúndunum. Það er því alveg morgunljóst að þetta er sýnd veiði en ekki gefin. Það er einfaldlega ekkert gefið í þessari blessuðu deild, sér í lagi í upphafi hvers tímabils.

Hull eru nánast stjóralausir eftir að Steve Bruce sagði óvænt upp störfum rétt fyrir mót. Það kom frekar á óvart í fótboltaheiminum, en hann taldi sig ekki vera að fá nægilega styrkingu á liðinu. Það er nefninlega frekar skrautlegur gaur sem á þetta Hull lið. Hann er búinn að vera að reyna að breyta nafni þeirra í Hull Tigers, en hefur fengið mikla mótspyrnu frá stuðningsmönnum liðsins. Hver myndi ekki vilja breyta nafni Liverpool í Liverpool Giants? Einhver? Hélt ekki.

Sturluð staðreynd um Hull er að þeir safna ekki frímerkjum, þeir safna markvörðum. Nú þegar hafa þeir notað þrjá slíka, Jakupovic, Marshall og Kuciak. En Allan McGregor, Will Mannion og Robert Peet bíða ennþá eftir sínum tækifærum. Það borgar sig að byggja á breiddinni. Þeir eru með nokkra ágætis leikmenn. Vörninni stjórnar Curtis Davies. Á miðjunni ráða þeir Snodgrass, Huddlestone og Livermore ríkjum og svo eru þeir fínir leikmenn þeir Elmohamady og Abel Hernandes. Þetta lið er þó mest litað af gaurum sem náðu ekki að “meika” það hjá Man.Utd og Tottenham. Hull hefur skorað 6 mörk í þessum fyrstu 5 leikjum, en fengið á sig 7 mörk. Það er einu marki minna á sig fengið en okkar menn geta státað af. Liverpool hefur á móti skorað heil 11 mörk í þessum 5 leikjum, þrátt fyrir að hafa ekki náð að skora gegn Burnley. Einhver staðar sá ég það ritað að Liverpool væri búið að skora allra liða mest í Evrópu á árinu 2016.

Það súmmerar nákvæmlega upp tilfinningu manns fyrir þessu liði. Það er alveg fáránlega skemmtilegt að horfa á það spila fótbolta þessa dagana og bara vonandi heldur það áfram þannig. Ef varnarleikurinn heldur áfram að sýna batamerki, þá aukast möguleikarnir til mikilla muna þegar litið er til markmiðasetninga á tímabilinu. Það er meira að segja töluverð breidd í flestum stöðum, sér í lagi sé tekið mið af því að liðið er ekki að keppa í neinni Evrópukeppni. Það er helst hægri bakvarðarstaðan sem veldur áhyggjum, komi eitthvað fyrir Clyne. Staðan er einfaldlega þannig að menn eins og Emre Can þurfa að sýna sig og sanna aftur, eigi hann að gera tilkall til að ýta einhverjum út úr byrjunarliðinu. Einnig er ég sannfærður um það að ef þeir Matip og Lovren haldast heilir í vetur (að mestu leiti) þá verðum við að horfa á allt annað sync á þessari vörn. Það bara getur ekki verið hollt að geta nánast aldrei stillt upp sama miðvarðarparinu og auðvitað eykur það á óöryggi allra þegar menn eru að verja markið sitt.

En hvað, hvernig mun Klopp mæta með þetta lið á Anfield í þennan leik? Það er mun erfiðara að beita hinni frægu hápressu ef boltanum er strax dúndrað fram völlinn. Liðið mun verða með boltann meirihluta leiksins og nú þarf að horfa til manna eins og Mané, Firmino, Lallana og Coutinho. Minna mun mæða á mönnum eins og Hendo og Wijnaldum, þar sem boltanum verður eflaust sparkað yfir þá og þeir fyrst og fremst að reyna að leita hina léttleikandi mennina uppi. Það þarf að koma eitthvað óvænt, eitthvað extra. Moment of brilliance frá Bobby eða Sadio. Það þarf líka að reyna að brjóta þá snemma. Því lengra sem líður á leikinn, því erfiðara verður þetta og því meira eflast mótherjarnir í varnarleik sínum og eru klárir í að henda hausnum fyrir alla bolta.

Ég á ekki von á að Klopp hendi Mignolet út og því byrjar hann í markinu. Aftasta línan ætti að halda sér frá Chelsea leiknum, sé lítið sem breytir því akkúrat núna þar sem maður hefur ekki heyrt af neinum meiðslum þar. Wijnaldum á víst að vera klár í slaginn eftir að hafa meiðst lítillega gegn Chelsea. Hann, Hendo og Lallana ættu því að halda miðjustöðum sínum. Sturridge hefur svo lítið æft undanfarið og er smá spurningamerki. Ég held að það verði enginn séns tekinn með hann og því komi Bobby Firmino inn fyrir hann og sóknarlínan verði því Coutinho, Firmino og Mané. Svona ætla ég því að giska á byrjunarliðið:

Mignolet

Clyne – Matip – Lovren – Milner

Lallana – Henderson – Wijnaldum

Mané – Firmino – Coutinho

Eins og fyrr sagði, þá snýst þetta fyrst og fremst um að ná að brjóta þá á bak aftur sem fyrst. Þetta Hull lið er þannig að ef þeir ná að halda þessu í núllinu, þá gætu þeir hæglega sprengt upp og sett mark á okkur og tekið öll stigin. En þeir gætu líka sprungið eins og blaðra sem alltof mikið loft var komið í. Vonandi verður það raunin og okkar menn sigli þessu örugglega í höfn. Svona leikir hreinlega verða að vinnast. Ég er fullur bjartsýni og ætla að spá því að við slátrum þessu Hull liði. Leikurinn fer 5-0 og það verða þeir Coutinho, Firmino og Mané sem setja þrjú af þessum mörkum. Þeir Matip og Wijnaldum munu svo setja sín fyrstu mörk fyrir félagið á hinum glæsilega Anfield.

Hópferð á Anfield!

Sala er nú í fullum gangi í hópferð Kop.is og Úrval Útsýnar á leik Liverpool og Sunderland helgina 25. – 28. nóvember!

Bókanir hafa gengið vel og við þökkum frábærar viðtökur og minnum um leið á að enn eru laus sæti. Það verður ekki í boði endalaust þannig að ekki hika!

Nú getum við tilkynnt að þeir Einar Matthías og Sigursteinn verða fararstjórar í þessari ferð. Verður enginn svikinn af helgi í Liverpool með þessum snillingum.

Verð er kr. 129.900 á mann í tvíbýli, verð fyrir stakan er kr. 154.900, verð á mann í þriggja manna herbergi er kr. 123.900. Staðfestingargjald er kr. 40.000 á mann.

Bókanir í ferðina fara fram á vef Úrval Útsýnar. Endilega skellið ykkur með!


  Boðið verður upp á Kop.is-dagskrá yfir helgina og í kringum leikinn en ferðalöngum verður frjálst að nýta sér það eftir eigin óskum. Fólk getur kastað mæðinni í glæsilegri miðborg Liverpool, verslað smá og farið sýningartúrinn á Anfield með Kop.is-genginu. Endilega lesið borgarvísi okkar um Liverpool-borg til að sjá hvað hægt er að gera í þessari skemmtilegu borg, annað en að sjá frábæra knattspyrnu og óstöðvandi heimalið á Anfield.

  Innifalið í ferðinni er meðal annars:

  • Íslensk fararstjórn.
  • Flug til Birmingham með Icelandair föstudaginn 25. nóvember að morgni.
  • Rúta til Liverpool (u.þ.b. 2 klst. löng) eftir hádegi á föstudegi. Komið verður síðdegis til Liverpool-borgar.
  • Sérstakt Kop.is Pub-quiz í rútunni þar sem veglegir vinningar verða í boði!
  • Innritun á Thistle Atlantic Tower, 4-stjörnu hótel í hjarta Liverpool við komuna á föstudegi
  • Kráarkvöld á enskum pöbb í hjarta borgarinnar. Bjór og veitingar í boði Úrval Útsýnar.
  • Skoðunarferð á Anfield – þessu má enginn missa af eftir breytingar á vellinum! (ekki innifalið í verði, bókað sérstaklega)
  • Aðgöngumiði á leikinn gegn Sunderland á Anfield, laugardaginn 26. nóvember.
  • Rúta til Birmingham og flug heim þaðan á mánudeginum. Lent heima í Keflavík síðdegis á mánudegi.

  Máltíðir aðrar en þær sem eru nefndar, drykkir með kvöldmat og annað almennt sem ekki er nefnt hér að ofan er ekki innifalið. Fyrir þá sem vilja klára jólainnkaupin í leiðinni má benda á að þessa helgi er Black Friday í Englandi með tilheyrandi útsölum.


Bókunarvefur Úrvals Útsýnar er opinn!

Ef þið óskið frekari upplýsinga hafið þið samband við Sigurð Gunnarsson hjá Úrval Útsýn í síma 585-4102 eða á siggigunn@uu.is.

Sjáumst í Liverpool!

Kop.is Podcast #123

KOMDU MEÐ KOP.IS Á ANFIELD Í NÓVEMBER! SMELLTU HÉR FYRIR NÁNARI UPPLÝSINGAR!

Hér er þáttur númer 123 af Podcasti Kop.is!

Stjórnandi: Einar Matthías.
Gestir: Maggi og SSteinn.
Á dagskrá voru þrír sigurleikur gegn Leicester, Chelsea og Derby. Spilamennska liðsins, frammistöður leikmanna o.fl.

ATH: Við vorum að prufa okkur áfram í upptökumálum og hljómgæði gætu liðið fyrir það, biðjumst velvirðingar á því.

MP3: Þáttur 123