Latest stories

 • Barcelona, miðar og nýr búningur

  Þá er það staðfest.

  Undanúrslit gegn Barcelona. Talandi um að vera spilltur af þessu liði okkar, þvílíkir tímar næstu vikurnar. Fyrri leikurinn verður á Nou Camp miðvikudaginn 1.maí og seinni leikurinn síðan þriðjudaginn 7.maí á vel skoppandi Anfield.

  Margir hafa sent okkur miðafyrirspurnir en þar er langlíklegasti kosturinn að ná að fylgjast með norsku síðunni sem við erum að vísa í. Þeir hafa þegar gefið út verð fyrir ferð sem verður farin með leiguflugi frá Osló og upplýsingar þar um. Til að grípa þann pakka þarf auðvitað að bæta við flugi til Osló. Ef þið eruð að kaupa af þeim í fyrsta sinn þá skuluði renna yfir leiðbeiningarnar sem er að finna hér efst á síðunni.

  Þeir eru að vinna í því að setja upp pakka sem inniheldur miða, ferð á völlinn og 2 nætur í Liverpool þar sem hver og einn finnur sér leið til Liverpool og vonast til að ná því inn fyrr en síðar. Fylgist með síðunni þeirra en við uppfærum þennan þráð ef þeim tekst verkefnið. Það er ekki einfalt að finna miða á þennan leik og verðið á óopinbera markaðnum verður svakalegt.

  Liverpool FC ákvað svo í dag að henda inn myndum af búningi næsta vetrar. Ekki veit ég hvort það var vegna þess að töluvert var farið að leka af myndum af honum eða bara til að nýta ótrúlegan meðbyr síðustu vikna til að selja hann.

  Frekari myndir er að finna á opinberu síðunni.

  Ég veit ekki með ykkur en mér finnst þetta frábær útgáfa með geggjaða vísun í liðið okkar sem vann þrefalt 1983 – 1984 og ég er nokkuð viss um að þessi fer í mitt safn allavega.

  Svo mun Allison Becker ekki fá á sig mark í svörtu, það er klárt!!!

  Þá er það staðfest. Undanúrslit gegn Barcelona. Talandi um að vera spilltur af þessu liði okkar, þvílíkir tímar næstu vikurnar. Fyrri leikurinn verður á Nou Camp miðvikudaginn 1.maí og seinni leikurinn síðan þriðjudaginn 7.maí á vel skoppandi Anfield. Margir hafa sent okkur miðafyrirspurnir en þar er langlíklegasti kosturinn að ná að fylgjast með norsku síðunni sem við erum að vísa í. Þeir hafa þegar gefið út verð fyrir ferð sem verður farin með leiguflugi frá Osló og upplýsingar þar um. Til að grípa þann pakka þarf auðvitað að bæta við flugi til Osló. Ef þið eruð að kaupa af þeim í fyrsta sinn þá skuluði renna yfir leiðbeiningarnar sem er að finna hér efst á síðunni. Þeir eru að vinna í því að setja upp pakka sem inniheldur miða, ferð á völlinn og 2 nætur í Liverpool þar sem hver og einn finnur sér leið til Liverpool og vonast til að ná því inn fyrr en síðar. Fylgist með síðunni þeirra en við uppfærum þennan þráð ef þeim tekst verkefnið. Það er ekki einfalt að finna miða á þennan leik og verðið á óopinbera markaðnum verður svakalegt. Liverpool FC ákvað svo í dag að henda inn myndum af búningi næsta vetrar. Ekki veit ég hvort það var vegna þess að töluvert var farið að leka af myndum af honum eða bara til að nýta ótrúlegan meðbyr síðustu vikna til að selja hann. Frekari myndir er að finna á opinberu síðunni. Ég veit ekki með ykkur en mér finnst þetta frábær útgáfa með geggjaða vísun í liðið okkar sem vann þrefalt 1983 - 1984 og ég er nokkuð viss um að þessi fer í mitt safn allavega. Svo mun Allison Becker ekki fá á sig mark í svörtu, það er klárt!!!
 • Porto – Liverpool 1 – 4

  Liverpool heimsóttu Porto í kvöld og unnu góðan 1-4 útisigur, og tryggðu þar með einvígi við Barcelona um það að fá að mæta til Madrid í vor í úrslitaleik meistaradeildarinnar.

  Mörkin

  0-1 Mané (25.mín)
  0-2 Salah (65. mín)
  1-2 Militao (69. mín)
  1-3 Firmino (77. mín)
  1-4 Virgil (84. mín)

  Gangur leiksins

  Það var ansi varfærið rauðklætt lið sem hóf þennan leik, og satt að segja áttu Porto menn leikinn að mestu leyti, án þess reyndar að skapa sér einhver dauðafæri, en voru klárlega mun líklegri til að skora. Fremstu menn okkar voru lítið í boltanum, Mané byrjaði fremstur en eftir u.þ.b. korter skipti hann við Origi. Það var síðan á 25. mínútu að okkar menn fengu sitt fyrsta færi. Eftir svolítið kraðak í teignum fékk Salah boltann vinstra megin við vítapunkt, gaf sendingu inn á markteig (sem hefði sjálfsagt getað verið skot sömuleiðis), þar var Mané mættur á undan Casillas og setti boltann í netið. Hann fagnaði þó ekki enda lyfti línuvörðurinn flagginu, en dómarinn setti VAR hópinn í að skoða málið. Eftir vandlega skoðun kom í ljós að Mané hafði alls ekkert verið rangstæður þegar Salah lék boltanum, og markið fékk því að standa. VAR að koma sterkt inn, bæði í þessum leik og víðar í kvöld.

  Hálfleikurinn kláraðist án þess að mikið meira markvert gerðist, síðasta spyrna hálfleiksins var reyndar skot frá okkar mönnum sem fór naumlega framhjá, en staðan 0-1 í hálfleik. Þetta eina mark þýddi auðvitað að staðan var 0-3 samtals, og þar sem Liverpool var komið með útivallamark hefði Porto þurft að skora 4 mörk til að komast áfram. Svoleiðis gerist ekki oft nú um stundir, undirritaður man síðast eftir því að vörnin og Alisson hafi fengið á sig 3 mörk í Palace leiknum í janúar, en fjögur mörk komu líklega síðast í seinni Roma leiknum í vor (leiðréttið mig ef mig misminnir).

  Þrátt fyrir að staðan hafi verið góð ákvað Klopp að þétta miðjuna, enda veitti kannski ekki af. Hann setti því Firmino inn á í staðinn fyrir Origi, og skipti í 4-2-3-1 með Salah uppi á topp, Firmino fyrir aftan hann, Mané hægra megin og Milner vinstra megin, en þó skipt yfir í 4-3-3 þegar það hentaði. Holningin á liðinu varð allt önnur og betri, og á 65. mínútu átti Trent magnaða sendingu þvert í gegnum vörn Porto beint í lappirnar á Salah, og hann bókstaflega gat ekki annað en skorað. Þetta reyndist vera síðasta framlag Trent í leiknum því honum var skipt út af fyrir Gomez strax eftir markið. Afar jákvætt að fá Gomez aftur inn í hópinn.

  Hafi einvígið verið búið þegar Porto þurfti að skora 4 mörk, þá var það alveg steindautt þegar Porto þurftu að skora 5 mörk. Þeir skoruðu reyndar eitt nokkrum mínútum eftir mark Salah, þegar Militao skoraði með skalla eftir hornspyrnu, en nokkuð ljóst að 4 mörk á 20 mínútum var ekki að fara að gerast. Þá var Robertson kallaður á bekkinn og Henderson kom inn á, og hann var síðan ekki lengi að setja mark sitt á leikinn því á 77. mínútu átti hann frábæra sendingu inn á teig þar sem Firmino kom aðvífandi og skallaði í netið. Staðan 1-3, Porto aftur komið í þá stöðu að þurfa að skora 5 mörk, og því lítil spenna þannig séð í leiknum. Skömmu áður hafði Mané fengið gullið tækifæri til að skora þegar hann komst einn inn fyrir og komst fram hjá Casillas, en þrátt fyrir að vera fyrir opnu marki náði hann ekki að setja boltann á rammann enda kominn úr jafnvægi.

  Leiknum var svo lokað endanlega á 84. mínútu þegar Milner tók hornspyrnu, boltinn rataði á kollinn á Mané sem nikkaði honum inn á markteig, þar var Virgil van Dijk einn og óvaldaður og þurfti ekki einu sinni að hoppa heldur stangaði bara boltann í netið.

  Síðustu mínúturnar fóru svo bara í það að sigla leiknum örugglega í höfn, og passa að enginn færi að meiðast eða neitt slíkt. Það fór vissulega um menn þegar Fabinho lenti í samstuði um miðjan seinni hálfleik og hélt um fótinn eftir það, en hann náði a.m.k. að klára leikinn og er vonandi í lagi fyrir helgina.

  Hópurinn fagnaði vel þegar dómarinn flautaði til leiksloka, enda liðið komið í undanúrslit meistaradeildarinnar annað árið í röð.

  Góður dagur

  Þessi úrslit eru auðvitað bara akkúrat það sem við vildum. Liðið virkaði vissulega full varnarsinnað og varkárt í fyrri hálfleik, en Klopp fær prik í kladdann fyrir að laga það strax í hálfleik, og eftir að Firmino kom inn á var eiginlega aldrei spurning um að liðið myndi sigla þessu í höfn. Persónulega fannst mér enginn leikmaður standa virkilega upp úr, þetta var mjög mikill liðssigur. Einna helst að gefa Klopp nafnbótina maður leiksins, en eins og venjulega mætti líka alveg nefna Virgil, Salah, Mané og fleiri.

  Slæmur dagur

  Var eitthvað neikvætt við kvöldið? Jú það náðist ekki að halda hreinu, en það skiptir litlu í stóra samhenginu. Mögulega voru úrslitin í hinum leik kvöldsins neikvæð, getur verið að Spurs mæti “saddari” í leikinn við City á laugardaginn? Líklegast ekki, kannski mun sú staðreynd að City er úr leik í meistardeildinni verða þungbær fyrir liðsandann í hóp City manna. Það væri afar æskilegt ef Tottenham nái að hirða a.m.k. einhver stig af hinum bláklæddu um helgina, en það verður allt að koma í ljós.

  Origi var tekinn af velli í hálfleik, og almennt þykir kannski ekki gott fyrir leikmann að vera tekinn snemma af velli, ekki það að hann hafi verið að spila eitthvað illa sem slíkt. Holningin á liðinu var bara þannig, og það kom kannski best í ljós þarna hvað vinnuframlagið hjá Firmino er mikilvægt. Einna helst getum við sagt að þetta hafi verið slæmur dagur fyrir andstæðinga VAR.

  Hvað er framundan?

  Nú verður fókusinn aftur settur á deildina, því framundan er gríðarlega mikilvægur leikur gegn Cardiff á útivelli næsta sunnudag. Liðið verður einfaldlega að halda fókus, og verður að klára þann leik, en það verður allt annað en auðvelt enda Warnock að berjast fyrir lífi Cardiff í deildinni. Það vill til að Klopp kann alveg að mótívera sína menn og því treystum við honum fullkomlega til að afgreiða þann leik. Í millitíðinni leika svo City og Spurs þriðja leik sinn á 10 dögum, og eftir viku verður svo borgarslagurinn í Manchester. Vonandi sjáum við einhver stig renna City úr greipum í þessum leikjum.

  Hvað meistaradeildina varðar, þá eru það núna undanúrslitin sem bíða. Liverpool – Barcelona. Verður það safaríkara? Alveg ljóst að Suarez og Coutinho munu fá “hlýjar” móttökur á Anfield, en okkar menn verða að finna leið til að stöðva þríeykið sem þeir tveir mynda ásamt líklega besta leikmanni jarðar um þessar mundir. Og ef Klopp og félagar finna lausn á þeirri þraut bíður svo úrslitaleikur í Madríd í vor þar sem andstæðingarnir verða annaðhvort Ajax eða Tottenham. Semsagt, allt gríðarlega spennandi leikir, en klárlega leikir sem Liverpool á að geta klárað.

  Munum svo bara að njóta stöðunnar. Liverpool er aftur mætt í fremstu röð, því það er ekkert óvart að þetta lið okkar skuli vera að berjast um tvo stærstu bikarana á sama tíma. Ég vil því biðla til okkar áhangenda að minnast þess að vera þakklát fyrir þetta lið okkar, að vera þakklát fyrir Klopp og alla leikmennina sem eru að gera þetta mögulegt, vera þakklát fyrir stöðuna sem liðið er í á þessum tveim vígstöðvum, nú og svo skulum við endilega loka augunum í smá stund og sjá fyrir okkur Jordan Henderson lyfta a.m.k. einum bikar núna í vor, ef ekki tveim. Hver veit nema slík sýn muni svo rætast þegar allt kemur til alls.

  Liverpool heimsóttu Porto í kvöld og unnu góðan 1-4 útisigur, og tryggðu þar með einvígi við Barcelona um það að fá að mæta til Madrid í vor í úrslitaleik meistaradeildarinnar. Mörkin 0-1 Mané (25.mín) 0-2 Salah (65. mín) 1-2 Militao (69. mín) 1-3 Firmino (77. mín) 1-4 Virgil (84. mín) Gangur leiksins Það var ansi varfærið rauðklætt lið sem hóf þennan leik, og satt að segja áttu Porto menn leikinn að mestu leyti, án þess reyndar að skapa sér einhver dauðafæri, en voru klárlega mun líklegri til að skora. Fremstu menn okkar voru lítið í boltanum, Mané byrjaði fremstur en eftir u.þ.b. korter skipti hann við Origi. Það var síðan á 25. mínútu að okkar menn fengu sitt fyrsta færi. Eftir svolítið kraðak í teignum fékk Salah boltann vinstra megin við vítapunkt, gaf sendingu inn á markteig (sem hefði sjálfsagt getað verið skot sömuleiðis), þar var Mané mættur á undan Casillas og setti boltann í netið. Hann fagnaði þó ekki enda lyfti línuvörðurinn flagginu, en dómarinn setti VAR hópinn í að skoða málið. Eftir vandlega skoðun kom í ljós að Mané hafði alls ekkert verið rangstæður þegar Salah lék boltanum, og markið fékk því að standa. VAR að koma sterkt inn, bæði í þessum leik og víðar í kvöld. Hálfleikurinn kláraðist án þess að mikið meira markvert gerðist, síðasta spyrna hálfleiksins var reyndar skot frá okkar mönnum sem fór naumlega framhjá, en staðan 0-1 í hálfleik. Þetta eina mark þýddi auðvitað að staðan var 0-3 samtals, og þar sem Liverpool var komið með útivallamark hefði Porto þurft að skora 4 mörk til að komast áfram. Svoleiðis gerist ekki oft nú um stundir, undirritaður man síðast eftir því að vörnin og Alisson hafi fengið á sig 3 mörk í Palace leiknum í janúar, en fjögur mörk komu líklega síðast í seinni Roma leiknum í vor (leiðréttið mig ef mig misminnir). Þrátt fyrir að staðan hafi verið góð ákvað Klopp að þétta miðjuna, enda veitti kannski ekki af. Hann setti því Firmino inn á í staðinn fyrir Origi, og skipti í 4-2-3-1 með Salah uppi á topp, Firmino fyrir aftan hann, Mané hægra megin og Milner vinstra megin, en þó skipt yfir í 4-3-3 þegar það hentaði. Holningin á liðinu varð allt önnur og betri, og á 65. mínútu átti Trent magnaða sendingu þvert í gegnum vörn Porto beint í lappirnar á Salah, og hann bókstaflega gat ekki annað en skorað. Þetta reyndist vera síðasta framlag Trent í leiknum því honum var skipt út af fyrir Gomez strax eftir markið. Afar jákvætt að fá Gomez aftur inn í hópinn. Hafi einvígið verið búið þegar Porto þurfti að skora 4 mörk, þá var það alveg steindautt þegar Porto þurftu að skora 5 mörk. Þeir skoruðu reyndar eitt nokkrum mínútum eftir mark Salah, þegar Militao skoraði með skalla eftir hornspyrnu, en nokkuð ljóst að 4 mörk á 20 mínútum var ekki að fara að gerast. Þá var Robertson kallaður á bekkinn og Henderson kom inn á, og hann var síðan ekki lengi að setja [...]
 • Liðið gegn Porto

  Þá er Klopp búinn að gefa út hvaða lið ætlar að freista þess að tryggja liðinu sæti í undanúrslitum meistaradeildarinnar.

  Eins og reiknað var með kemur Robertson aftur inn eftir leikbannið í fyrri leiknum. Hitt kemur örlítið meira á óvart að Firmino setjist á bekkinn og að Origi komi í hans stað. Þetta ku vera í fyrsta sinn sem Origi er í byrjunarliði í Evrópuleik síðan í leiknum gegn Dortmund sællar minningar. Þá koma Milner og Wijnaldum aftur inn á miðjuna í stað Henderson og Keita. Þeir sem víkja fara þó ekki langt, og eru allir á bekknum.

  Liðið lítur semsagt svona út:

  Bekkur: Mignolet, Firmino, Gomez, Sturridge, Shaqiri, Henderson, Keita

  Ef liðið tæklar þennan leik þá bíður okkar safarík viðureign gegn Börsungum, og myndum mæta þar Suarez og Coutinho, að ógleymdum Lionel nokkrum Messi, ásamt öllum hinum. En sú viðureign er ekki í hendi ennþá, og nú er bara að hvetja okkar menn til dáða.

  KOMA SVO!!!

  Þá er Klopp búinn að gefa út hvaða lið ætlar að freista þess að tryggja liðinu sæti í undanúrslitum meistaradeildarinnar. Eins og reiknað var með kemur Robertson aftur inn eftir leikbannið í fyrri leiknum. Hitt kemur örlítið meira á óvart að Firmino setjist á bekkinn og að Origi komi í hans stað. Þetta ku vera í fyrsta sinn sem Origi er í byrjunarliði í Evrópuleik síðan í leiknum gegn Dortmund sællar minningar. Þá koma Milner og Wijnaldum aftur inn á miðjuna í stað Henderson og Keita. Þeir sem víkja fara þó ekki langt, og eru allir á bekknum. Liðið lítur semsagt svona út: Bekkur: Mignolet, Firmino, Gomez, Sturridge, Shaqiri, Henderson, Keita Ef liðið tæklar þennan leik þá bíður okkar safarík viðureign gegn Börsungum, og myndum mæta þar Suarez og Coutinho, að ógleymdum Lionel nokkrum Messi, ásamt öllum hinum. En sú viðureign er ekki í hendi ennþá, og nú er bara að hvetja okkar menn til dáða. KOMA SVO!!!
 • Gullkastið – Yfir til ykkar Man City

  Stærstu hindruninni á pappír var rutt úr vegi um helgina og pressan færð yfir á Man City í bili. Barcelona bíður í undanúrslitum fyrir það lið sem vinnur einvígið annað kvöld og ljóst að Meistaradeildin verður engin aukabrúgrein áfram komist Liverpool þangað. Cardiff með alla sína Neil Warnock-a bíður svo næstu helgi. Þetta og mun fleira í þætti vikunnar en með okkur að þessu sinni var meistari Jón Þór stjórnarmaður í Liverpool klúbbnum. Hann sá um Berger og Smicer um daginn og er oftar á Anfield en SSteinn.

  (Afsökum örlitla truflun á línunni til Magga í þættinum)

  (more…)

  Stærstu hindruninni á pappír var rutt úr vegi um helgina og pressan færð yfir á Man City í bili. Barcelona bíður í undanúrslitum fyrir það lið sem vinnur einvígið annað kvöld og ljóst að Meistaradeildin verður engin aukabrúgrein áfram komist Liverpool þangað. Cardiff með alla sína Neil Warnock-a bíður svo næstu helgi. Þetta og mun fleira í þætti vikunnar en með okkur að þessu sinni var meistari Jón Þór stjórnarmaður í Liverpool klúbbnum. Hann sá um Berger og Smicer um daginn og er oftar á Anfield en SSteinn. (Afsökum örlitla truflun á línunni til Magga í þættinum) 00:00 - Intro 05:30 - Stærstu þrjú stig tímabilsins 11:00 - Næstu leikir, þorum við að vona? 27:00 - Sarri-boltanum sparkað út í sjó 45:00 - Meistaradeildin, Utd og Juve út, Barca bíður. 01:02:00 - Porto og Cardiff Stjórnandi: Einar Matthías Viðmælendur: SSteinn, Maggi og Jón Þór Júlíusson stjórnarmaður í Liverpool klúbbnum. Hvetjum hlustendur sem og alla aðra til að halda Liverpool klúbbnum sterkum og styrkja hann enn frekar með því að ganga í klúbbinn. Þau eru að vinna mjög flott og ómetanlegt starf. Skrá sig hér MP3: Þáttur 234
 • Upphitun: Meistadeildarslagur á Drekavöllum

  Á miðvikudaginn munu okkar ástkæru rauðliðar ferðast til Portúgal og mæta þar Porto í seinni leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Einar Mattías skrifaði ítarlega upphitun fyrir leik liðanna í sextán liða úrslitum í fyrra og hana má finna hér, en þar er farið vel yfir sögu Porto.

  Nú þegar við erum í gríðarlegri titilbaráttu við City og ekkert má fara úrskeiðis í deildinni og hjartað er í buxunum í hverjum leik er það nánast þannig að Meistaradeildin er orðinn nokkurskonar frí. Stressið er mikið enda langt komið í keppnina en öðruvísi en það sem er í deildinni. Fyrri leikur þessara liða fór 2-0 fyrir Liverpool og erum við því í góðri stöðu til að fara áfram enda þurfa Porto að sækja í þessum leik og gæti það opnað svæði fyrir sóknarlínu Liverpool og mark frá okkur mun nánast gera út um leikinn.

  Andstæðingarnir

  Porto liðið sýndi í fyrri leiknum á Anfield og í leikjunum gegn Roma að þetta er alveg frambærilegt lið. Þeir eru í harðri titilbaráttu sjálfir en eru jafnir Benfica á stigum með slakara markahlutfall þegar fimm leikir eru eftir af portúgölsku deildinni.

  Frá því í fyrri leik liðanna koma tveir leikmenn inn í lið Porto, fyrirliðinn Hector Herrera og ólátabelgurinn Pepe. Um helgina fór Porto á útivöll gegn Portimonense og sigraði þar 3-0 þar sem Moussa Marega var maður leiksins. Hann skoraði eitt mark í leiknum og er þá búinn að skora jafn mörg mörk í deildinni og meistaradeildinni með átta mörk í báðum keppnum.

  Sóknarlína Porto er mjög góð, við sáum Marega í fyrri leiknum fara illa með góð færi en hann og Tiquinho hafa myndað saman eitrað sóknartvíeiki í fjarveru Vincent Abubakar sem raðaði inn mörkunum í fyrra. Það þarf því að nýta þá sénsa sem við fáum í leiknum því Porto liðið getur alveg skorað mörk.

  Casillas

  M.Pereira – Pepe – Militao – Telles

  Corona – Hererra – D.Pereira – Brahimi

  Taquinho – Marega

  Þetta er talið vera líklegt byrjunarlið Porto-manna og koma þar mennirnir inn úr leikbanni sem og Brahimi sem átti stórleik um helgina, en hann kæmi þá inn fyrir Otávio sem var hypaður upp fyrir viðureign liðanna í fyrra en það hefur farið mjög lítið fyrir honum í þessum þremur leikjum.

  Okkar menn

  Liverpool hefur nú unnið 7 leiki í röð í öllum keppnum og ekki tapað leik frá því í byrjun janúar megi það halda áfram sem lengst! Ég hef ekki séð fréttir um leikmannahópin sem ferðaðist til Portugal en Klopp hefur úr nánast öllum leikmannahópnum úr að velja. Lallana hefur verið eitthvað tæpur undanfarið og Henderson fór lítillega meiddur útaf gegn Chelsea og er ólíklegt að þeir ásamt Chamberlain og Gomez muni ekki spila þennan leik þó þeir tveir síðarnefndu hafi spilað U23 ára leik um síðustu helgi.

  Ég býst við þessu byrjunarliði, að Robertson og Wijnaldum komi inn í byrjunarliðið frá því í fyrri leiknum og Milner og Henderson detti út en Milner verði fyrsti leikmaðurinn til að koma inn á miðjunna ef leikurinn er ekki 100% búinn eftir um 60. mínútur. Svo fær Dejan Lovren aftur mínútur í lappirnar til að hafa hann kláran fyrir lokakaflan á tímabilinu ef eitthvað kemur upp í vörninni.

  Spá

  Ég hef fulla trú á að við höldum sigurgöngunni áfram og vinnum þennan leik 3-0 þeir munu reyna að sækja og fá það í bakið og einvígið fer því 5-0 líkt og í fyrra!

  Á miðvikudaginn munu okkar ástkæru rauðliðar ferðast til Portúgal og mæta þar Porto í seinni leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Einar Mattías skrifaði ítarlega upphitun fyrir leik liðanna í sextán liða úrslitum í fyrra og hana má finna hér, en þar er farið vel yfir sögu Porto. Nú þegar við erum í gríðarlegri titilbaráttu við City og ekkert má fara úrskeiðis í deildinni og hjartað er í buxunum í hverjum leik er það nánast þannig að Meistaradeildin er orðinn nokkurskonar frí. Stressið er mikið enda langt komið í keppnina en öðruvísi en það sem er í deildinni. Fyrri leikur þessara liða fór 2-0 fyrir Liverpool og erum við því í góðri stöðu til að fara áfram enda þurfa Porto að sækja í þessum leik og gæti það opnað svæði fyrir sóknarlínu Liverpool og mark frá okkur mun nánast gera út um leikinn. Andstæðingarnir Porto liðið sýndi í fyrri leiknum á Anfield og í leikjunum gegn Roma að þetta er alveg frambærilegt lið. Þeir eru í harðri titilbaráttu sjálfir en eru jafnir Benfica á stigum með slakara markahlutfall þegar fimm leikir eru eftir af portúgölsku deildinni. Frá því í fyrri leik liðanna koma tveir leikmenn inn í lið Porto, fyrirliðinn Hector Herrera og ólátabelgurinn Pepe. Um helgina fór Porto á útivöll gegn Portimonense og sigraði þar 3-0 þar sem Moussa Marega var maður leiksins. Hann skoraði eitt mark í leiknum og er þá búinn að skora jafn mörg mörk í deildinni og meistaradeildinni með átta mörk í báðum keppnum. Sóknarlína Porto er mjög góð, við sáum Marega í fyrri leiknum fara illa með góð færi en hann og Tiquinho hafa myndað saman eitrað sóknartvíeiki í fjarveru Vincent Abubakar sem raðaði inn mörkunum í fyrra. Það þarf því að nýta þá sénsa sem við fáum í leiknum því Porto liðið getur alveg skorað mörk. Casillas M.Pereira - Pepe - Militao - Telles Corona - Hererra - D.Pereira - Brahimi Taquinho - Marega Þetta er talið vera líklegt byrjunarlið Porto-manna og koma þar mennirnir inn úr leikbanni sem og Brahimi sem átti stórleik um helgina, en hann kæmi þá inn fyrir Otávio sem var hypaður upp fyrir viðureign liðanna í fyrra en það hefur farið mjög lítið fyrir honum í þessum þremur leikjum. Okkar menn Liverpool hefur nú unnið 7 leiki í röð í öllum keppnum og ekki tapað leik frá því í byrjun janúar megi það halda áfram sem lengst! Ég hef ekki séð fréttir um leikmannahópin sem ferðaðist til Portugal en Klopp hefur úr nánast öllum leikmannahópnum úr að velja. Lallana hefur verið eitthvað tæpur undanfarið og Henderson fór lítillega meiddur útaf gegn Chelsea og er ólíklegt að þeir ásamt Chamberlain og Gomez muni ekki spila þennan leik þó þeir tveir síðarnefndu hafi spilað U23 ára leik um síðustu helgi. Ég býst við þessu byrjunarliði, að Robertson og Wijnaldum komi inn í byrjunarliðið frá því í fyrri leiknum og Milner og Henderson detti út en Milner verði fyrsti leikmaðurinn til að koma inn á miðjunna ef leikurinn er ekki [...]
 • Liverpool 2-0 Chelsea

  Tek boltann fyrir Óla sem er rétt eins og Liverpool alltaf að vinna – Einar Matthías. 

  Þetta er leikur sem við höfum haft hugan við mest allt þetta tímabil. Samlíkingar við þessa viðureign árið 2014 voru óhjákvæmilegar og óþolandi. Andstæðingar Liverpool, ekki síst þeir sem starfa í fjölmiðlum hafa varla talað um annað en vendipunktinn í leiknum 2014 en varla minnst á það sem líklega varð Liverpool að falli í þeim leik, fjarveru Jordan Henderson. Hann var svo sannarlega með í dag og spilaði eins og hann væri fyrirliði Liverpool.

  Gangur leiksins

  (more…)

  Tek boltann fyrir Óla sem er rétt eins og Liverpool alltaf að vinna - Einar Matthías.  Þetta er leikur sem við höfum haft hugan við mest allt þetta tímabil. Samlíkingar við þessa viðureign árið 2014 voru óhjákvæmilegar og óþolandi. Andstæðingar Liverpool, ekki síst þeir sem starfa í fjölmiðlum hafa varla talað um annað en vendipunktinn í leiknum 2014 en varla minnst á það sem líklega varð Liverpool að falli í þeim leik, fjarveru Jordan Henderson. Hann var svo sannarlega með í dag og spilaði eins og hann væri fyrirliði Liverpool. Gangur leiksins Fyrri hálfleikur var ógeðslega erfiður, Liverpool stóð sig svosem ágætlega gegn þéttum og öguðum varnarpakka Chelsea en þar sem ég er fyrir lifandis löngu farinn á taugum var þetta aðalega erfitt fyrir mig, ekki liðið. Enn einn auðveldur sigur Man City fyrr um daginn hjálpaði ekkert en hann gerði það líka að verkum að Liverpool einfaldlega varð að vinna í dag. Ef við vinnum ekki titilinn í ár var a.m.k. ekki í boði að tapa honum í þessum leik. Fabinho var áfram djúpur á miðjunni með Henderson og Keita fyrir framan sig og það snarbreytir Liverpool sóknarlega. Chelsea var í bullandi vandræðum og spiluðu mjög djúpt mest allan hálfleikinn. Þeir áttu samt nokkur hættuleg upphlaup sem lítið varð úr. Edin Hazard var fremstur í dag með Hudson-Odi og Willian á vængjunum. Flott mál fyrir Liverpool enda Hazard allt annar leikmaður á vængnum þegar hann hefur meira pláss og fær boltann meira. Hversu oft hefur hann átt sinn besta leik á tímabiliinu gegn Liverpool í þeirri stöðu? Kanté er svo bara í alvörunni ekki djúpur miðjumaður í Sarri-ball, alveg galið en er frábært mál fyrir okkur sem höldum ekki með Chelsea. Staðan var 0-0 í hálfleik og ljóst að Klopp þurfti að fá sína menn til að bera boltann hraðar upp völlinn. Chelsea var búið að tefja í öllum föstum leikatriðum og ljóst að þeir voru fyrst og fremst mættir til að halda stiginu. Þeir urðu reyndar fyrir áfalli í fyrri hálfleik þegar Rudiger tæklaði sjálfan sig og tjónaði eitthvað hnéð á sér þannig að hann þurfi að fara af velli. Seinni hálfleikur byrjaði eins og sá fyrri, Liverpool miklu meira með boltann og áfram líklegri. Anfield Road var gjörsamlega frábær allar 90 mínúturnar, sannkölluð Evrópuleikjastemming og þakið fauk af húsinu þegar Jordan Helvítis Henderson komst upp að endalínu eftir frábært uppspil í gegnum vörn Chelsea og kom blöðrunni fyrir á Sadio Mané sem skallaði af öryggi í netið. Þvílíkur léttir, þvílíkur karakter í þessu liði. Besta við þetta mark var að Reynir sem horfði á leikinn með mér var að pissa akkurat þegar Mané skoraði, ég þarf mjög líklega að smúla baðherbergið eftir hann en hvað um það. Það var ekki nokkur maður sestur á Anfield eftir þetta mark þegar Van Dijk sendi á Salah sem fann smá pláss á hægri vængnum og svoleiðis hamraði boltanum beint upp í Samúel Örn Erlingsson af 357 metra færi. Hann er búinn að senda hvern boltann á fætur öðrum í dauðafæri [...]
 • Byrjunarliðið gegn Chelsea á Anfield

   

  Það er fagur sunnudagur í Bítlaborginni með tveggja stafa hitatölu og bjartviðri. Fyrirtaks fótboltaveður og veðurguðirnir leggja sitt af mörkum til stórleiks dagsins, hvað sem Fowler og aðrir guðir aðhafast. Við vonum þó að þegar líður á daginn að himnarnir verði rauðleitari og yfirtaki blámann. Það verður vonandi endurspeglun á því sem mun gerast á grasblettinum heilaga á Anfield Road. The Spion Kop þarf að vera í banastuði og rífa leikmenn og restina af vellinum með sér.

  En áður en leikurinn hefst verður virðing vottuð minningu fórnarlambanna 96 sem létust á Hillsborough fyrir 30 árum nú á morgun ásamt minningu goðsagnarinnar Tommy Smith sem lést í fyrradag 74 ára að aldri.

  JFT96! YNWA!

  (more…)

    Það er fagur sunnudagur í Bítlaborginni með tveggja stafa hitatölu og bjartviðri. Fyrirtaks fótboltaveður og veðurguðirnir leggja sitt af mörkum til stórleiks dagsins, hvað sem Fowler og aðrir guðir aðhafast. Við vonum þó að þegar líður á daginn að himnarnir verði rauðleitari og yfirtaki blámann. Það verður vonandi endurspeglun á því sem mun gerast á grasblettinum heilaga á Anfield Road. The Spion Kop þarf að vera í banastuði og rífa leikmenn og restina af vellinum með sér. En áður en leikurinn hefst verður virðing vottuð minningu fórnarlambanna 96 sem létust á Hillsborough fyrir 30 árum nú á morgun ásamt minningu goðsagnarinnar Tommy Smith sem lést í fyrradag 74 ára að aldri. JFT96! YNWA! En hættum hástemmdum himnalýsingum og hugum að hersveitum dagsins. Herr Klopp hefur skilað inn sinni liðsskýrslu til dómarans og hún er eftirfarandi: Bekkurinn: Mignolet, Wijnaldum, Lovren, Milner, Sturridge, Shaqiri, Origi. Matip snýr aftur í liðið eins og spáð var í upphituninni og Robertson kemur eftir inn eftir leikbann gegn Porto. Keita heldur sæti sínu eftir tvo leiki með markaskorun í röð og Henderson einnig eftir öfluga leiki. Fyrnasterkur varamannabekkur ef að þörf er á innspýtingu þaðan. Signore Sarri hefur slökkt í sígarettunni í smástund til þess að skrifa sína skýrslu og hún er svona: Flest augu beinast að Eden Hazard sem er yfirburðarmaður hjá bláliðum og ungu ensku leikmennirnir Loftus-Cheek og Hudson-Odoi fá tækifæri í byrjunarliði í stórleik. Mikið af öflugum leikmönnum á bekk gestanna og þetta verður því gríðarlega öflugur slagur fram á síðustu mínútur. Upphitunarlag dagsins er að venju tímalaus snilld og í takt við hið bláa lið sem berjast þarf við. Hverjir aðrir en blúsararnir í The Who í gæsahúðargimsteininum Behind Blue Eyes. Hækkið græjurnar í botn og bassaboxið líka til að njóta þess að heyra Keith Moon lúberja skinnhúðirnar til óbóta! Come on you REDS! Allez! Allez! Allez! YNWA! Við minnum á #kopis á Twitter og umræðuna í athugasemdum hér að neðan. #kopis Tweets !function(d,s,id){var js,fjs=d.getElementsByTagName(s)[0],p=/^http:/.test(d.location)?'http':'https';if(!d.getElementById(id)){js=d.createElement(s);js.id=id;js.src=p+"://platform.twitter.com/widgets.js";fjs.parentNode.insertBefore(js,fjs);}}(document,"script","twitter-wjs");
 • Upphitun: Chelsea á Anfield

  Dag er farið að lengja á norðurhveli jarðar og farið að styttast allverulega í annan endann á deildartímabilinu hjá engilsaxneskum frændum vorum. Með eingöngu 5 deildarleiki eftir hjá Rauða hernum þá verður hver leikur mikilvægari, hvert stig verðmætara, hver mistök dýrkeyptari og hver sigur þyngdar sinnar virði í gulli. Spennan er mikil og biðin eftir leiknum á sunnudaginn er nánast óbærileg.

  (more…)

  Dag er farið að lengja á norðurhveli jarðar og farið að styttast allverulega í annan endann á deildartímabilinu hjá engilsaxneskum frændum vorum. Með eingöngu 5 deildarleiki eftir hjá Rauða hernum þá verður hver leikur mikilvægari, hvert stig verðmætara, hver mistök dýrkeyptari og hver sigur þyngdar sinnar virði í gulli. Spennan er mikil og biðin eftir leiknum á sunnudaginn er nánast óbærileg. En áður en lengra er haldið þá tökum við þó fyrst frá virðingarstund til að minnast á þær sorgarfregnir sem bárust fyrr í kvöld um að Liverpool-goðsögnin Tommy Smith hafi fallið frá 74 ára að aldri. Öllum alvöru Púlurum ætti að vera að góðu kunnur hinn grjótharði og eldrauði Tommy Smith sem ávallt var kallaður The Anfield Iron sökum eitilhörku sinnar og harðfylgni. Grjótharkan var þó ekki það eina sem honum var gefið sem fótboltamanni enda var hann fínn á boltanum, fjölhæfur í mörgum leikstöðum og lúnkinn taktískur spekúlant. Herra Smith fæddist steinsnar frá Anfield Road inn í mikla Liverpool-fjölskyldu og spilaði sinn fyrsta leik undir stjórn Shankly árið 1963 þá bara 18 ára að aldri. Áður en yfir lauk á fótboltaferli Tommy hjá Liverpool hafði hann leikið 638 leiki fyrir liðið og skorað í þeim 48 mörk, unnið 4 deildarmeistaratitla, 2 FA Cup bikara og Evrópumeistaratitilinn árið 1977 ásamt 2 UEFA Cup titlum. Hápunktur ferilsins var er hann skoraði með gullskalla í úrslitaleiknum í Róm 1977 og kom Liverpool yfir í leiknum í átt að 3-1 sigri gegn Borussia Mönchengladbach. Tommy Smith kemur Liverpool í 2-1 í Róm 1977 Af Tommy Smith eru sagðar margar magnaðar sögur og hann var rómaður fyrir sinn járnvilja. Hér eru nokkrar góðar á hans móðurmáli: "Take that bandage off. And what do you mean your knee? It's Liverpool Football Club's knee." - Bill Shankly to Tommy Smith - Liverpool v Leicester Frank Worthington skips past Tommy and crosses for a goal. Tommy Smith to Frank - Do that again and I’ll break both your f*cking legs. Frank Worthington to ref - Did you hear that ref? Ref to Frank - I think he was talking to you. I remember going to a sportsmen’s dinner and Steve Kindon talking about how hard Tommy Smith was. He said Tommy was that hard that 3 months after Tommy was born Germany surrendered. Tommy Smith og Emlyn Hughes með fyrsta Evrópumeistaratitil Liverpool Tommy Smith var grjótharður grunnur sem Bill Shankly treysti á og lykilmaður í því sigursæla Liverpool-liði sem byggt var upp á tíma hans hjá klúbbnum. Hann tileinkaði líf sitt og líkama Liverpool Football Club og var stoltur leikmaður, fyrirliði, þjálfari, vallarstarfsmaður og ævilangur stuðningsmaður besta félagsliðs í heimi. Tommy var dáður og virtur meðal jafningja, samherja, mótherja og áhangenda. A working class hero is something to be söng John Lennon og Tommy Smith var holdtekja slíkrar verkamannahetju hjá hinu sanna liði fólksins í Liverpool-borg. Hans verður sárt saknað og við lútum höfði, lyftum glasi og heiðrum minningu eins af rauðustu Liverpool-mönnum sem verið hefur. Hvíl í friði Tommy Smith. Við minnumst þín meistari og [...]
 • Síðasta púslið og keðjuverkandi áhrif

  Tveimur dögum eftir að flautað var af í Kiev síðasta vor kom tilkynning nánast eins og þruma úr heiðskýru lofti frá Liverpool sem staðfesti kaup félagsins á Fabinho. Fyrsti leikmaðurinn sem Liverpool keypti síðan Christian Poulsen kom til félagsins sem hægt er að flokka sem alvöru varnartengilið. Óhætt að segja að ég var ánægður með þennan eftirmann Emre Can.

  (more…)

  Tveimur dögum eftir að flautað var af í Kiev síðasta vor kom tilkynning nánast eins og þruma úr heiðskýru lofti frá Liverpool sem staðfesti kaup félagsins á Fabinho. Fyrsti leikmaðurinn sem Liverpool keypti síðan Christian Poulsen kom til félagsins sem hægt er að flokka sem alvöru varnartengilið. Óhætt að segja að ég var ánægður með þennan eftirmann Emre Can. Það var samt ljóst frá upphafi að hann yrði ekki bara varnartengiliður í anda t.d. Hamann og Mascherano enda spilar Klopp miðjunni ekki þannig en engu að síður loksins loksins kominn alvöru varnartengiliður sem stórbætir það sem var fyrir í þessari stöðu. Varnartengiliðir Liverpool 2010-2019 Javier Mascherano yfirgaf Liverpool með meiri skít og skömm en við kannski munum flest eftir. Hann neitaði að spila gegn Man City undir lok ágúst 2010 til að þrýsta á sölu frá Liverpool sem fór vægast sagt illa í okkur stuðningsmenn eins og færslur frá þeim tíma staðfesta. Barcelona notaði öll sín skítavinnubrögð og þegar hann loksins fór voru allir tengdir Barcelona búnir að tjá sig um málið. Leo Messi sagði t.a.m. þetta: “Javier won’t play for the club again, I can assure you of that, and I think the Liverpool coach knows that now. “Javier’s family are unhappy and the pressure of seeing that is making him depressed. Liverpool must act humanely and let him go.” Hann komst ekki í West Ham þremur árum áður þegar Benitez fékk hann til Liverpool, Hayden Mullins hélt honum á bekknum. Svar Liverpool var að kaupa þrítugan Christian Poulsen sem hafði verið lélegur í tvö ár á ítalíu. M.ö.o. besti varnartengiliður í heimi út fyrir Pouslen. Betur er ekki hægt að skilgreina sameiginlegan tíma Roy Hodgeson, Purslow, Gillett og Hicks. Mascherano sagan var bara brot af vandamálum Liverpool á þessum tíma og féll fljótlega í skuggan af öðrum og enn stærri vandamálum. Poulsen gat ekki blautan skít en Liverpool átti ennþá alvöru varnartengilið í Lucas Leiva sem steig upp og var besti leikmaður Liverpool þetta tímabil og byrjaði það næsta mjög vel þar til hann meiddiast alvarlega í deildarbikarleik gegn Chelsea undir lok nóvember 2011. Jay Spearing kom inn á miðjuna í næsta deildarleik á eftir! Frá þeim tíma þar til kaupin á Fabinho voru kynnt hafði Liverpool ekki átt alvöru heimsklassa varnartengilið í toppformi. Verst er þó að það var ekki einu sinni reynt að kaupa slíkan leikmann. Brendan Rodgers hefði ekki trú á varnarleik yfirhöfuð og Jurgen Klopp hefur spilað þeim sem voru fyrir aftast á miðjunni. Þeir helstu sem hafa spilað þarna eru menn eins og Gerrard, Henderson, Can og Wijnaldum. Allt góðir leikmenn sem eru alls ekki alslæmir aftast á miðjunni en enginn þeirra er flokkaður sem heimsklassa leikmaður í þessari stöðu. Fabinho er það. Við höfum í millitíðinni reynt að sannfæra okkur um að þessi staða sé ekki lengur til í þessari Makalele mynd sem við þekkjum. Mögulega á það við að einhverju leiti en ég man ekki eftir mörgum liðum sem vinna stóra titla sem hafa ekki alvöru varnartengilið í aðalhlutverki. Hinn raunverulegi [...]
 • Síminn verður með ensku deildina næsta vetur

  Síminn tryggði sér réttinn að ensku deildinni næstu árin og var í dag að kynna til leiks þá sem sjá um herlegheitin. Sjá nánar í frétt frá Vísi hér.

  Það er margt jákvætt í þessu en einnig smá neikvætt, rennum aðeins yfir þetta helsta. Auðvitað bara mínar persónulegu skoðanir.

  (more…)

  Síminn tryggði sér réttinn að ensku deildinni næstu árin og var í dag að kynna til leiks þá sem sjá um herlegheitin. Sjá nánar í frétt frá Vísi hér. Það er margt jákvætt í þessu en einnig smá neikvætt, rennum aðeins yfir þetta helsta. Auðvitað bara mínar persónulegu skoðanir. Jákvætt Hófleg verðlagning.  Næsta vetur kostar áskriftin að ensku deildinni 4.500 kr sem ætti að drepa töluvert niður hvata til að ná í ólöglegt höktandi streymi og viðbúið að áskrifendum fjölgi töluvert frá því sem nú er. Vel spilað hvað þetta varðar. Þetta á samt aðeins við um ensku deildina, villandi að tala um enska boltann þar sem hann inniheldur bikarkeppnirnar einnig (og að mínu mati leiki ensku liðanna í Evrópu). Útsendingum fjölgar um 32 yfir tímabilið. Ég gjörsamlega skil ekki hvernig vinsælasta sjónvarpsefni í heimi er ekki fullnýtt og stuðningsmenn allra lið eigi alltaf kost á að sjá sitt lið spila en fagna þó a.m.k. að útsendingum sé að fjölga aðeins aftur. Það er hægt að sjá alla leiki í Arabalöndunum og Bandaríkjunum en ekki í Evrópu. Hvaða ullarhattur er að selja þetta? Það er hægt að sjá alla Bundesliga leiki í Þýskalandi sem dæmi ef ég man rétt. Laugardagsleikirnir verða í opinni dagskrá.  Sniðugt að hafa þessa leiki sem jafnan mæta afgangi í opinni dagskrá. Nýtt en kunnuglegt crew Tómas Þór tekur við stýrinu sem eru mjög jákvæðar fréttir og töluvert coup fyrir Símann. (Fær Stöð 2 hann samt ekki lánaðan bara til að halda handboltanum áfram á lífi?) Bjarni Viðars er flott og fersk viðbót þrátt fyrir að vera helvítis Everton maður. Hann hefur ennþá ágæt tengsl í boltanum og veit hvað hann syngur í fótboltaumræðu. Fáum hann í podcast fljótlega sem fulltrúa Everton. Eiður Smári myndi ég halda að verði fulltrúi þeirra erlendis og líklega ekki til Íslendingur með betri sambönd en hann. Ekki viss um að hann verði lengi í Íslensku sjónvarpi að tala um enska boltann. MLV er líklega fyrsta konan með enska boltann bara síðan hann var á RÚV, ef það var kona með þá? Líklega og vonandi er ég að bulla og fæ fullt af dæmum í ummælum sem ég er að gleyma. Hún er auðvitað einn besti leikmaður Íslandssögunnar að enda ferilinn og kemur ekki á óvart að næsta skref sé í sjónvarpi (og/eða þjálfun). Logi Bergmann býst ég við að stjórni einhverjum umræðuþáttum sem gæti verið áhugavert. Gamall íþróttafréttamaður frá því enski var einmitt á RÚV. Það verða viðbrigði að heyra nýjar raddir í byrjun og margir mjög öflugir á Stöð 2 sem söknuður verður af. Verst við þennan hóp er hversu hræðilega hann er skipaður hvað varðar stuðning þeirra við ensku liðin. Tommi, Margrét og Logi eru öll United menn ef ég man rétt, Eiður er auðvitað Chelsea og Bjarni er blár. Það vantar púllara a.m.k. inn í lýsendahópinn Neikvætt Tvær stöðvar með leiki Liverpool í stað einnar Það þýðir að það mun mjög líklega kosta meira að horfa á alla leiki Liverpool. Þó að verðið á deildarleikjum sé hóflegt [...]
Load More
Congratulations. You've reached the end of the internet.
Back to Top
Close