Mohamed Salah til Liverpool – staðfest!

Liverpool hefur staðfest kaup sín á Mohamed Salah frá Roma á rúmlega 34 milljónir punda en kaupverð hans gæti hækkað upp í einhverjar 40 milljónir punda nái hann og Liverpool einhverjum ákveðnum árangri. Búist var við að kaupverðið myndi gera hann að dýrasta leikmanni í sögu félagsins en svo er víst ekki og á Andy Carroll á enn þann titil mörgum árum seinna, þrátt fyrir að Liverpool hafi keypt leikmenn eins og Salah, Firmino, Mane og Benteke sem allir eru rétt fyrir neðan það verð. Innskot: Roma segir kaupverðið vera 36 milljónir punda og aðrar sjö milljónir muni geta bæst við svo samkvæmt því er hann dýrasti leikmaðurinn í sögu Liverpool en félagið hefur að minnsta kosti ekki staðfest það hingað til.

Við höfum heyrt talað um áhuga Liverpool á Salah frá því í janúar 2014 þegar Liverpool reyndi að kaupa hann frá Basel en einhverjir hnökrar voru hjá Liverpool í viðræðunum við Basel og Chelsea skaust inn á milli og nældi sér í kappann.

Ferill hans hjá Chelsea var ekki dans á rósum en hann fékk lítin spilatíma og tók þátt í mjög fáum leikjum fyrir þá. Hann tók þátt í 19 leikjum með Chelsea í öllum keppnum og byrjaði inn á í aðeins sex þeirra.

Líkt og flest allir ungir leikmenn sem eru á lager hjá Chelsea þá endaði hann á að fara á lán til annars liðs og endaði hjá Fiorentina á Ítalíu. Dvöl hans hjá Fiorentina var nákvæmlega það sem hann þurfti eftir erfitt fyrsta tímabil hjá Chelsea og var lánaður í janúar 2015 og spilaði hann 26 leiki í öllum keppnum fyrir þá fjólubláu og skoraði níu mörk. Orðspor hans var aftur farið að rísa og þótti dvöl hans hjá Fiorentina vel heppnuð.

Sumarið eftir fékk Roma hann lánaðann og hélt hann áfram að gera það gott á Ítalíu. Hann varð strax í mjög stóru hlutverki hjá Roma og spilaði hann 42 leiki það ár í öllum keppnum, byrjaði þá flesta og skoraði fimmtán mörk og níu stoðsendingar. Það var nóg til þess að Roma ákvað að festa kaup á kappanum og greiddu Chelsea fimmtán milljónir evra fyrir hann síðasta sumar.

Á síðustu leiktíð hélt hann ekki uppteknum hætti heldur gaf hann aðeins í. Hann óx mikið sem leikmaður og átti frábært tímabil hjá Roma. Hann skoraði 19 mörk og lagði upp 15 í 41 leik í öllum keppnum sem er frábært fyrir vængframherja.

Nokkrir áhugaverðir punktar frá síðustu leiktíð:
Salah created 22 chances for Džeko in 2016-17 of which 7 became assists–only Dembélé to Aubameyang was more lucrative with 10. (@StatsBomb)

Mohamed Salah has created more chances from inside the penalty area (51) in Serie A since 2015/16 than any other player.

Salah er mjög skapandi leikmaður og eins og sést þarna þá kemst hann mikið inn á teiginn og veldur gjarnan miklum ursla þegar hann er þar. Hjá Roma og Fiorentina hefur hann mest megnis spilað á hægri vængnum þó hann leiti nú stundum yfir á hinn vænginn og á miðsvæðið.

Hann sækir á vinstri fót sinn og er það eitthvað sem mótherjar hans eru mjög áræðnir í að stöðva þar sem hann nær góðum og kraft miklum skotum með vinstri fæti sínum og er með gott auga fyrir marki.

Einkennismerki Salah er samt án nokkurs vafa hraði hans. Ef þið hafið ekki séð til hans og ykkur finnst Sadio Mane vera hraður þá skulið þið bara bíða og sjá!

Leikur Salah hefur vaxið mikið á síðustu árum en hann hefur altlaf haft hraðann og tæknina til valda ursla í sókn en hann hefur þurft að bæta alhliða leik sinn og varnarskyldu sína á síðustu árum og hefur gert það vel hjá Roma undir stjórn Luciano Spalletti. Þeir unnu saman að því bæta tímasetningar hans, hvar hann á að skila sér þegar liðið tapar boltanum og að hann þurfi ekki að gera allt á fullum hraða heldur geti hann leyft sér að líta upp og meta stöðuna oftar. Þetta kom í hans leik og átti hann frábært tímabil sem einn skæðasti leikmaður ítölsku deildarinnar.

Liverpool hefur fylgst með þessum leikmanni lengi og var talað um að hann hafi verið einn þeirra leikmanna sem Liverpool horfði til síðasta sumar þegar bæta átti við kantmanni og nú loksins er leikmaðurinn á leið til Liverpool.

Hann er svakalega spennandi sem virðist henta leik Liverpool fullkomlega. Hann kemur til með að auka enn fremur við hraðann í sóknarleik liðsins og er mjög áreiðanlegur markaskorari af kantinum og skapandi. Hann er áræðinn, fórnsamur og duglegur svo það er erfitt að vera ekki virkilega spenntur fyrir þessum kaupum. Nú er Liverpool ekki eins „hátt“ hraðanum í Mane og getur nú sótt hratt á báðum hliðum vallarins.

Eina stóra spurningin varðandi þessi kaup eru hvar hann og Sadio Mane munu spila. Mane var í fyrra á hægri vængnum og stóð sig frábærlega þar en þar sem þetta er besta staðan fyrir Salah og vinstri fót hans þá gæti þótt líklegt að hann færi sig yfir á vinstri og Liverpool færi sig í aðeins meira þriggja „framherja“ kerfi og Coutinho færist ögn neðar á völlinn.

Það að Liverpool skuli fá svona spennandi leikmann á besta aldri eftir tvær mjög góðar leiktíðir hjá sterku liði í sterkri deild svona ódýrt er í raun nokkuð ótrúlegt. 34-40 milljónir punda er ekkert fyrir svona leikmann eins og markaðurinn er í dag. Jú, hann hefði getað fengist ódýrari fyrir nokkrum árum – líkt og t.d. Sadio Mane áður en hann fór til Southampton – en Liverpool er að kaupa leikmanninn tilbúinn og mikið betri en hann var fyrir þremur til fjórum árum síðan.

Mohamed Salah tekur við treyju númer ellefu af Roberto Firmino sem færir sig yfir í treyju númer níu sem á alltaf að klæða aðalframherja Liverpool.

Vonandi er þetta fyrstu af nokkrum stóru kaupum Liverpool í sumar. Mohamed Salah vertu velkominn til Liverpool og bakverðir hinna liðana í deildinni – þið eigið sko ekki von á góðu!

Komdu með í ferð til Liverpool

OPNAÐ FYRIR BÓKANIR

Þá er allt klappað og klárt og engin ástæða til að bíða lengur með að tryggja sér miða í fyrri kop.is-ferðina á fyrri hluta næsta leiktímabils.

Mótherjinn að þessu sinni verða nýliðar Huddersfield með svaramann Klopparans, David nokkurn Wagner við stjórnvölinn. Leikurinn er lokahelgina í október og tilvalið að skella sér í síðustu haustsólargeislana og fanga menninguna.

Allar nánari upplýsingar um ferðina er að finna á bókunarvef Úrvals Útsýnar sem er opinn frá og með deginum í dag.

Hágæðahópferð eldheitra Púlara.

KOMDU MEÐ!!!

Mohamed Salah færist nær – Opinn þráður (slúður)

Allir helstu miðlar, sem vert er að taka mark á, birtu frétt í morgun þess efnis að Liverpool og Roma séu við það að ná samkomulagi um kaup á Mohamed Salah sem ferðaðist til London í morgun og mun í kjölfarið ganga undir læknisskoðun hjá Liverpool.

James Pearce, Paul Joyce, Bascombe og fleiri hafa allir staðfest þetta og verður því að telja ansi líklegt að við fáum að sjá Salah hallandi sér upp að merkinu áður en vikan er liðin. Echo segir að læknisskoðun muni fara fram á miðvikudaginn áður en kappinn skrifar undir 5 ára samning við félagið.

Hvað slúðrið varðar. Bæði Joyce og Bascombe sögðu í pistlum sínum í morgun að Van Dijk sagan væri langt frá því að vera búin og að Liverpool væri einnig enn á eftir Naby Keita og vinstri bakverði. Þeir gáfu aftur á móti ekki mikið fyrir slúðrið um Pierre-Emerick Aubameyang en sögðu að menn væru bjartsýnir að klúbburinn myndi ná að landa öllum sínum fyrstu kostum þetta sumarið!

Við sjáum hvað setur og bíðum í nokkra daga áður en við bjóðum Salah velkominn. Gefum annars Peter Crouch orðið

Uppgjör 2016-17

Stuttu eftir að tímabilið kláraðist gerðum við það upp líkt og undanfarin ár. Hver og einn velur sína topp þrjá bestu leikmenn í þeim flokkum sem það á við. Sá sem er efstur fær þrjú stig og þar sem við pennar síðunnar erum sjö er mest hægt að fá 21 stig.


Leikmaður tímabilsins
1. Mané (18)
2. Coutinho (17)
3. Lallana (3)
Þetta var bara spurning hvort Coutinho eða Mané væri í efsta sæti hjá okkur, aðrir komu ekki til greina. Mané hefði líklega verið með fullt hús hérna hefði hann ekki meiðst en Coutinho dró vagninn undir lok tímabilsins.


Bestu leikmannakaupin
1. Mané (21)
2. Wijnaldum (10)
3. Matip (8)
Mané er auðvitað með fullt hús stiga hérna og hinir tveir voru annað hvort í öðru eða þriðja sæti. Ekki á hverju sumri sem Liverpool kaupir þrjá menn sem standa sig eins vel og þessir þrír gerðu. Vonandi verður þessi gluggi jafn góður og sá síðasti var.


Mestar framfarir á tímabilinu
1. Mignolet (17)
2. Lallana (8)
3. Can (7)
Mismunandi hvernig menn horfa á þetta en það er afgerandi að Mignolet stórbætti sinn leik í vetur.


Besti leikur tímabilsins
1. Arsenal úti (13)
2. Watford heima (6)
3. Arsenal heima (5)
Fjölmargir leikir fengu atkvæði hérna sem er jákvætt enda spilaði þetta Liverpool lið okkar frábæran fótbolta þegar sá gallinn var á þeim.


Versti leikur tímabilsins
1. Swansea heima (10)
2. Bournemouth úti (9)
3-4. Wolves heima (5)
3-4. Southampton heima (5)
Því miður voru ekki færri vondir leikir sem komu vel til greina. Swansea sat sérstaklega í þeim hluta hópsins sem var á leiknum sem og hrunið gegn Bournemouth úti þegar liðið henti frá sér unnum leik.


Bjartasta vonin í leikmannahópi Liverpool
1. Treen Alexander-Arnold (20)
2. Grujic (9)
3. Woodburn (8)
Af leikmönnum síðasta tímabils kemur þetta ekki á óvart en listinn er aðeins skakkur þar sem Solenke var nýkominn þegar þessu var skilað inn. Hann toppar minn (EMK) lista og gerði það áður en hann var kostinn besti leikmaður HM U20 ára. En fyrir utan þessa kappa koma óvenju margir aðrir til greina í núverandi hópi Liverpool.


Hvaða einkunn/umsögn fær þetta tímabil Liverpool
Kop.is pennar gefa þessu 7,17 í meðaleinkun.


Hvaða einkunn/umsögn fær þjálfarateymið eftir þetta tímabil?
Þjálfarateymið fær 7,47 í meðaleinkun.


Hvaða leikmaður olli mestum vonbrigðum í vetur
Mestu vonbrigði tímabilsins almennt
Álit þitt á FSG í dag?
Hvað stóð upp úr hjá þér í starfi kop.is?
Raunhæft draumabyrjunarlið í fyrsta leik næsta timabils
Næsta tímabil verður…

– Sjá nánar svör hvers og eins


Hér má svo sjá hvern og einn okkar gera tímabilið upp
Continue reading

Leikjaplanið 2017/18 komið / Ferðir á vegum Úrval Útsýnar

Leikjaplanið fyrir komandi tímabil var gefið út í morgun. Okkar menn hefja tímabilið úti gegn Watford, enda það heima gegn Brighton. Borgarslagirnir eru í desember (Anfield) og apríl (Goodison), á meðan United og Mourinho munu leggja rútunni á Anfield í október og fagna jafntefli gegn okkar mönnum á Old Trafford í mars.

Við minnum sem fyrr á hópferðir Kop.is og Úrval Útsýnar. Við erum þegar búin að sigta út tvo eða þrjá leiki í haust og munum kynna þær hópferðir strax á næstu dögum svo endilega fylgist með því og komið með okkur að sjá þetta frábæra lið Jürgen Klopp í haust.


Úrval Útsýn eru einnig með frábærar golfferðir fyrir áhugasama en í haust verður hægt að bóka sig í styttri og lengri ferðir til El Plantio Resort við Alicante. Þar er boðið upp á 4, 7, og 10 nátta ferðir en á Plantio er allt innifalið og ótakmarkað golf í boði. Gist er í 4-stjörnu íbúðagistingu en hver íbúð hefur tvö svefnherbergi og tvö baðherbergi – tilvalið fyrir tvo ferðafélaga sem vilja gista í hvoru herberginu! Einungis 5 mínútna keyrsla frá flugvellinum og 10 mínútna keyrsla frá miðbæ Alicante.

Við mælum með þessum ferðum. Ef þið hafið áhuga getið þið séð nánari upplýsingar á UU.is/golf.

Skellið ykkur í golf með Úrval Útsýn!

YNWA