Arsenal á sunnudag

Liverpool tekur á móti Arsenal í seinniparts leiknum á sunnudag og hefjast leikar kl. 16:00

logo

Það er alltaf stórleikur þegar Arsenal kemur í heimsókn. Ég skrifaði upphitun fyrir heimaleikinn 8. febrúar 2014, sem var fyrsti sigurleikurinn í ellefu leikja „rönni“ í deildinni, sem auðvitað skilaði okkur í titilbaráttu fram á síðasta dag. Það hefur talsvert vatn runnið til sjávar síðan þá, og landslagið breyst mikið á þessum 10 mánuðum. Ég sé þetta lið okkar í dag ekki alveg fara í að ná 33 stigum af 33 mögulegum eitthvað á næstunni.

Svona er heimavallarformið okkar gegn þeim í deildinni síðustu 6 ár: Jafntefli – Jafntefli – Tap – Jafntefli – Tap – Tap – Sigur. Þar til við rassskelltum þá 5-1 á síðustu leiktíð þá höfðum við ekki unnið Arsenal á Anfield í deildarleik í yfir fimm ár. Okkur hefur gengið alveg skelfilega gegn þessu liði í gegnum árin og þrátt fyrir sigurinn á síðustu leiktíð (var ég búinn að taka fram að hann fór 5-1?) þá unnu þeir okkur í tvígang á þeirri leiktíð, bæði skiptin á Emirates (deild og bikar).

En þrátt fyrir okkar verstu byrjun síðan einhvertímann rétt eftir síðari heimstyrjöldina þá er Arsenal samt sem áður ekki nema 5 stigum fyrir ofan okkur í deild. Það er í sjálfu sér alveg ótrúlegt, því við höfum í raun bara átt einn góðan leik á tímabilinu og það er rúm vika eftir af árinu!

Lesa meira

Bournemouth 1 – Liverpool 3

Eftir býsna neikvæða síðustu nokkra daga þá tók sig upp gamalt bros hjá okkur í kvöld þegar okkar drengir fóru á suðurströndina til að spila við efsta lið Championship deildarinnar, Bournemouth FC.

Það lið kom inn í leikinn ósigrað í síðustu 12 leikjum og hafa skorað flest allra liða í ensku deildunum – enda birtist stjórinn þeirra í viðtölum algerlega óhræddur fyrir heimsókn okkar liðs.

Ég held að það sé óhætt að segja að stjórinn okkar hafi komið okkur býsna mikið á óvart með liðsuppstillingu kvöldsins, sem var á þessa leið

Jones

Toure – Skrtel – Lovren

Henderson – Gerrard – Lucas – Markovic

Lallana – Coutinho
Sterling

Bekkur:Mignolet, Lambert, Sakho, Moreno, Manquillo, Can, Borini.

Bournemouth fékk fyrsta færið í leiknum á 3.mínútu en eftir það tóku við 50 mínútur af einstefnu okkar utan eins dauðafæris í 0-2 stöðu.

Raheem Sterling setti tvö mörk, það fyrra á 20.mínútu eftir frábæran samleikskafla frá Liverpool þar sem 39 sendingar lágu að baki loka snertingunni og það síðara á 51.mínútu eftir sendingu Lallana. Þriðja markið okkar skoraði Lazar Markovic á yfirvegaðan hátt af D-boganum eftir að Coutinho hafði fíflað vörnina en markmaðurinn varið boltann til Serbans unga sem setti hann í markið.

Á 57.mínútu hleyptum við heimamönnum inn í leikinn með aumu marki sem Jones átti einfaldlega að verja frá Gosling. Í kjölfarið stjórnuðu Bournemouth leiknum í 20 mínútur, áttu stangarskot og ágæt færi en eftir 80 mínútur fjaraði þeirra leikur út og við tryggðum okkur sæti í undanúrslitum þar sem við leikum við Chelsea, fyrst heima og svo á Brúnni upp úr miðjum janúar.

Frammistaða

Liðið var frábært í klukkutíma en svo dró aðeins af, ekki það að örugglega áttu heimamenn þátt í því…enda fínt lið á ferð.

Jones virkar ekki vel á mig í hönskunum og átti að gera betur í þessu marki, þriggja manna vörnin var fín og jafnvel sterkari eftir að Sakho kom inná fyrir Lovren í hálfleik. Afskaplega jákvætt að fá hann til baka drenginn.

Hendo og Markovic góðir sem „wing-backs“, komu að mörkum og voru duglegir til baka. Lucas og Gerrard tikkuðu vel inni á miðju lengst af og Lallana og Coutinho sýndu okkur að þeir kunna margt í fótbolta!

LANGBESTUR í kvöld var hins vegar Raheem Sterling – hann fékk færin um helgina en núna kláraði hann og sýndi hvers vegna við höfum öskrað að hafa hann þarna uppi á topp. Mér er bara skítsama hvað FSG þarf til að hann skrifi undir, það þarf að klárast núna takk – annars missi ég það bara…ekki bara trúna á þeim…ég bara missi það endanlega!

Upplegg

Að lokum, velkominn Brendan minn til baka!

Að spila 3-4-3 kom mér á óvart og örugglega mörgum öðrum. Kannski átti það þátt í því að bakvarðavandræði okkar eru töluverð en það þurfti áræðni og grimmd til að stilla þessu liði svona upp miðað við gengið að undanförnu, það bæði sýndi okkar maður. Hann virkilega þurfti að sýna eitthvað og það gerði hann.

Long may it continue!

Jólaveisla í ReAct [auglýsing]

JÓLAVEISLA Í ReAct!

react-logoErtu að leita að ódýrri Liverpool jólagjöf? Eigum til á lager eldri Liverpool vörur sem við ætlum að bjóða á 1.990 kr., 3.990 kr. og 7.990 kr.

Erum einnig með tilboð á götuskóm, hlaupaskóm og takkaskóm!

Heildverslun ReAct í Hlíðasmára er opin mánudaga – til fimmtudaga frá kl. 11-15, en netverslunin er auðvitað með allt úrvalið líka og er opin allan sólarhringinn, sjá nánar á ReAct.is!

Bournemouth – Eddie Howe’s Barmy Army

Hjá Bournemouth fer ekkert á milli mála hver er aðalmaðurinn.

Bournemouth er eitt allra skemmtilegasta liðið í deildarkeppninni á Englandi um þessar mundir og situr nú fyrir leikinn á miðvikudaginn í efsta sæti deildarinnar í fyrsta skipti í sögu félagsins. Það er með öllu ótrúlegt ef þú hefur eitthvað fylgst með sögu þeirra því þetta er aðeins fimmta tímabilið í 124 ára sögu félagsins sem það er í næst efstu deild. Að vera á toppnum um miðjan í desember er eitthvað sem þeir skála fyrir.
Lesa meira