Liverpool – Swansea 2-3 (Skýrsla)

BESTU LEIKMENN LIVERPOOL

Auðvelt val aldrei eins og vant. Aðalega af því að allir voru slakir í dag utan Firmino. Tvö góð mörk og nánast eini ljósi punkturinn.

VONDUR DAGUR

Úff hvar á að byrja. Allt liðið virkaði þreytt, pressan var slök, hugmyndasnauður sóknarleikur og heilt yfir bara slakur leikur hjá flestum. Vörnin var mjög slök, miðjan ekki betri og sóknin bitlaus.

Lovren og Klavan voru ekki með þetta í dag og á miðjunni fór Can líklega mest í taugarnar á mér. Fyrir utan góða þrjá mánuði, siglandi lygnan sjó í miðri deildinni, hefur hann ekki sýnt mikið. Ég veit ekki alveg ennþá hvað hann á að gera í liðinu hjá okkur og hvar hans besta staða er, sem er ekki jákvætt eftir þrjú ár hjá félaginu.

Continue reading

Liverpool – Swansea 2-3 (leik lokið)

Leik lokið, skýrsla kemur þegar ég er búinn að telja upp á 10.000.000.

73 min – 2-3, Gylfi. Klúður í vörninni hjá okkar mönnum, Carroll labbar framhjá Lovren, Klavan tæklar boltann fyrir Gylfa sem klárar færið vel. Þegar ég talaði um comeback þá meinti ég ekki svona.

69 min – 2-2, Firmino. Frábærlega klárað eftir góða móttöku og sendingu frá Wijnaldum! Koma svo, ekkert 2-2 comeback bull, þrjú stig takk!

54 min – 1-2, Firmino. Frábær skalli hjá Firmino. Jafntefli gerir ekkert fyrir okkur, nú þarf að gefa í takk! Gefið kop-ferðinni endurkomu til að muna eftir!

51 min – 0-2, Llorente. Erum við búnir að eiga færi? Sturridge inn takk.

48 min – 0-1, Llorente. Liverpool að halda áfram sömu spilamennsku og þeir hafa verið að sína síðustu 1-2 mánuðina eða svo. Slök pressa, ekkert tempó. Margt þarf að breytast ef við ætlum ekki að tapa þessum leik.

Fyrir leik

Liðið er komið!

Clyne og Coutinho koma inn í liðið og Matip er kominn með leikheimild frá FIFA og fær sér sæti á bekknum. Það má því segja að við séum að nálgast okkar sterkasta lið, vantar auðvitað Mané inn í þetta annars er þetta allt í áttina.

Ferðalangar kop.is eru auðvitað á leiknum, ekki ólíklegt að við fáum eitthvað að upplifa þetta í gegnum twitter feed-ið hérna neðst!

Mignolet

Clyne – Lovren – Klavan – Milner

Can – Henderson – Wijnaldum

Lallana – Firmino – Coutinho

Bekkur: Karius, Sturridge, Moreno, Lucas, Origi, Matip, WoodburnSwansea á morgun

Swansea mætir á Anfield á morgun og er staða liðanna ansi ólík fyrir leik. Partýið virðist vera búið í Wales og liðið hefur verið á hraðri niðurleið á þessu tímabili. Tíð þjálfaraskipti hafa ekkert hjálpað til og satt að segja er erfitt að sjá fyrir sér að þeir bjargi sér úr þessu. Ekki að það sé vonlaust, þeir eru bara stigi frá 17.sæti og liðin í kring eru svosem svipað léleg.

Fyrri leikur liðanna var einn erfiðasti leikur Liverpool á þessu tímabili og má segja að okkar menn hafi rétt náð að merja sigurinn þar. Stjórinn var rekinn í kjölfarið og eftir það hefur botninn endanlega dottið úr leik liðsins. Bandarískir eigendur liðsins réðu Bob Bradley, samlanda sinn en hafa nú rekið hann aftur.

Swansea hefur fengið á sig þrjú mörk eða meira í sjö af síðustu tíu leikjum sem segir mikið til um hversu illa liðið saknar Ashley Williams í vetur. Þeir hafa fengið á sig 49 mörk það sem af er tímabili sem er jafn mikið og Liverpool er búið að skora í vetur. Paul Clement fyrrverandi stjóri Derby tók við liðinu fyrir Arsenal leikinn og þrátt fyrir ágæta spilamennsku á köflum í þeim leik tapaðist sá leikur 0-4. Ágæta spilamennsku segi ég en það eru meira orð Jurgen Klopp frekar en mín. Hann sagði á blaðamannafundi fyrir leik að hann hefði sjaldan séð eins mikla bætingu á einu liði á eins stuttum tíma en satt að segja veit ég ekki hvert hann er að fara með því enda skíttapaði Swansea leiknum.

Gylfi Sig er þeirra langbesti leikmaður í dag en hann hefur lengst af í vetur verið að spila sem fremsti miðurmaður eða nánast sem sóknarmaður. Hann er auðvitað frábær í þeirri stöðu og hefur komið með beinum hætti að rétt tælpega helmingi marka liðsins, en það er spurning hvort kraftar hans væru ekki betur nýttir aftar á vellinum eins og við þekkjum úr landsliðinu.

Frammi eiga þeir síðan alvöru sóknarmann í Llorente og er spurning hvað þeir halda honum lengi. Ótrúlegt hvað þetta lið er búið að veikjast hratt á skömmum tíma og algjör synd að Gylfi sé að eyða sínum bestu árum í ekki betra liði.

Ekki að þetta sé bókaður sigur hjá Liverpool, það er helst gegn þessum liðum sem okkar menn hafa verið að hiksta og er fyrri leikur liðanna ágæt viðvörun.

Gylfi Sig verður samt alls ekki eini Íslendingurinn á Anfield á morgun. Líklega hafa sjaldan verið eins margir Íslendingar í einu í Liverpool. Kop.is er með 70 manna ferð og við vitum af fjölmörgum öðrum á þessum leik. Ljóst að það verður töluvert partý í kvöld og annað kvöld, hjá öllum nema auðvitað Kristjáni Atla sem verður farinn að sofa 21:30, á slaginu.

Við hvetjum annars þá Íslendinga sem eru úti að nota #kopis á samfélagsmiðlum til að leyfa okkur hinum að vera með, við lofum að blóta ykkur að mestu bara í hljóði.

Staðan á okkar hóp er aðeins að skána miðað við undanfarnar vikur en eins og Klopp sagði á blaðamannafundunum fyrir leikinn þá hefur ekkert af toppliðunum lent í eins miklu veseni og Liverpool undanfarið, hann bætti einnig við að liðið hefði staðið sig ágætlega þrátt fyrir það.

Coutinho spilaði klukkutíma gegn Plymouth gagngert til að spila sig í form, hann hefur ekki byrjað leik síðan Kop.is fór síðast á Anfield og því við hæfi að hann komi aftur inn í byrjunarliðið (í deildarleik) núna um helgina enda Kop.is mætt aftur.

Clyne byrjar að æfa aftur í dag og er talinn líklegur fyrir morgundaginn, Henderson er einnig klár en hann finnur að sögn Klopp ennþá fyrir hælmeiðslunum sem hafa verið að plaga hann undanfarin ár og er það vægast sagt gríðarlegt áhyggjuefni. Við fáum nánast ekkert break frá meiðslum eða annarskonar fjarvistum hjá okkar lykilmönnum.

Mál Joel Matip er ekki ennþá komið á hreint þegar þetta er skrifað, fáránlegt mál frá upphafi til enda en lítið hægt að gera á meðan FIFA er með buxurnar á hælunum stamandi stanslaust í símann.

Sadio Mané var síðan alls ekki að skilja memo-ið. Hann er langbesti leikmaður Senegal og voru þeir fyrsta liðið til að tryggja sig áfram upp úr riðlunum í Afríkukeppninni, fari það í kolbölvað bara. Held að ég hafi aldrei haldið eins lítið með neinu liði.

Það verður því spennandi að sjá hvað Klopp gerir á morgun í fjarveru Mané enda nokkrir möguleikar í stöðunni. Byrjunarliðið ætla ég að skjóta á að verði eitthvað á þessa leið.

Mignolet

TAA – Lovren – Marip – Milner

Lallana – Can – Wijnaldum

Sturridge – Firmino – Coutinho

Mig grunar að Clyne verði ekki hent beint í byrjunarliðið og Trent Alexander-Arnold haldi sæti sínu í þessum leik. Matip ætti að koma beint inn fái hann leikheimild. Miðað við blaðamannafund Klopp held ég að Henderson sé einnig frekar tæpur og verði á bekknum í þessum leik.

Endurkoma Coutinho gerir það að verkum að Lallana ætti að fara aftur á miðjuna sem er hans besta staða. Firmino ætti að vera öruggur með sitt sæti en óvissan verði helst um það hver kemur inn fyrir Mané. Ég ætla að tippa á Sturridge, hann var reyndar alls ekki góður gegn Plymouth en var tekinn af velli öfugt við Origi sem gæti bent til þess að Klopp hafi verið að spara hann fyrir leik helgarinnar.

Spá: Sama hvernig við stillum þessu upp þá á Liverpool að vera með meira en nóg í sínu vopnabúri til að vinna Swansea og kominn tími til að liðið vinni leiki aftur sannfærandi. Þetta hefur verið allt of mikið maus undanfarið en lagast vonandi núna með endurkomu Coutinho. Spái að þetta fari 4-2 í fjörugum leik.

Plymouth Argyle – Liverpool 0-1 (Leik lokið)

Leik lokið – Ef einhver hérna missti af leiknum þá bendi ég á að það er alls ekki þess virði að horfa á hann. Þetta var ekki skemmtilegt. En 0-1 sigur dugar, næst mætum við Jón Daða og félögum og fer fyrri leikurinn einnig fram á Anfield.

Já ég veit að það er ekki leikið heima og heiman í bikanum, nema auðvitað í tilviki Liverpool.87.mín Origi kórónar ömurlegan leik sinn með því að klúðra víti svo hrikalega illa að markmaðurinn greip frá honum. Sá hefur verið slappur í kvöld. Moreno fiskaði vítið, varnarmaður Plymouth braut á Moreno, Moreno style.

75.mín. Plymouth með skot í stöngina, mjög mikil heppni að staðan er ekki 1-1. Sturridge kemur af velli í kjölfarið og Ojo inná. Vægast sagt ekki merkilegur dagur hjá Sturridge.

60.mín Harry Wilson er kominn inná fyrir Coutinho, fyrsti leikur Wilson. Það er gjörsamlega það eina sem er að frétta úr þessum hrútleiðinlega seinni hálfleik.

Hálfleikur Eins gott að Lucas skoraði því þetta hefur vægast sagt verið leiðinlegur fyrri hálfleikur. Gef þó Plymouth það að þessi völlur er betri en margir af þeim völlum sem Liverpool hefur spilað á undanfarið. En já, ég er farinn að hrósa vellinum hvað helst fyrir þennan hálfleik. Segir allt sem þarf um leikinn.

20.mín Hey skoðið ummæli númer 1.

19.mín LUCAS LEIVA SKORAÐI!!!
1-0 hörkuskalli eftir hornspyrnu, Lucas Leiva. Hefði labbað af velli ef ég væri hann, veifað og farið til Ítalíu, helsáttur.

11.mín Sturridge snuðaður um nokkuð augljósa vítaspyrnu, felldur er hann fór nokkuð illa með varnarmann Plymouth.

19:50– Alves er nýorðinn 19 ára en hann kom til Liverpool frá Porto árið 2014, líklega fyrir tilstilli Pep Ljinders. Hann hefur lítið spilað með U23 ára liðinu í vetur. Gæti orðið stórt kvöld fyrir hann.


Byrjunarliðið
Það verður sterkt lið gegn Plymouth í kvöld.

Karius

Alexander-Arnold – Gomez – Lucas – Moreno

Coutinho – Stewart – Ejaria

Woodburn – Sturridge – Origi

Bekkur: Mignolet, Klavan, Randall, Williams, Alves, Ojo, Wilson

Spurning hvort um sé að ræða gríðarlega sókndjarft lið eða hvort Klopp ætli að fara Ítölsku leiðina eins og er í tísku núna og spila 3-5-2 með Lucas, Gomez og Stewart aftast og TAA og Moreno á vængjnum.

Hvernig sem þessu er stillt upp er um að ræða mjög sókndjarft lið. Á bekknum eru svo tveir sem spila mögulega sinn fyrsta leik fyrir Liverpool í kvöld, Harry Wilson sem verður að teljast mjög líklegur til að koma inná og svo Paulo Alves sem einnig er á bekknum.Liverpool mætir Plymouth… aftur!

Eins og leikjaálagið á liðið hafi ekki verið nógu þétt og mikið síðan í desember þá þurfti að sjálfsögðu að bætast við önnur viðureign á milli Liverpool og Plymouth í FA bikarnum eftir markalaust jafntefli á Anfield fyrr í mánuðinum og fer sá leikur fram í kvöld. Gífurleg vonbrigði að hafa ekki tekist að klára þessa rimmu þar en 2.deildar liðið náði að halda þetta út og tryggja sér annan leik. Flott hjá þeim og gott fyrir þá en frekar slakt hjá Liverpool og algjör óþarfi.
Continue reading