Latest stories

 • Gullkastið – Istanbul var Priceless

  Endurkona þýska boltans gefur öðrum deildum von um að hægt verið að klára núverandi tímabil í sumar og stefna enskir á 19. eða 26.júní eins og staðan er núna. Áhrifin af Covid-19 eru sátt og smátt að koma í ljóst og stefnir í mjög skrítinn leikmannaglugga fullan af púðurskotum. Héldum svo upp á 15 ár frá Istanbul.

  Stjórnandi: Einar Matthías
  Viðmælendur: Maggi og SSteinn

  MP3: Þáttur 288

  [...]
 • Alltaf King Kenny Dalglish

  Þrátt fyrir að það séu þrjátíu ár síðan Kenny Dalglish spilaði síðast leik með Liverpool er ennþá sungið um hann á Anfield. Það er sungið um leikmanninn Dalglish sem var þá fyrir löngu orðin King Kenny, ekki stjórann sem leiddi Liverpool í gegnum erfiðustu ár félagsins frá stofnun þó verk hans eftir að ferlinum lauk verðskuldi engu minni virðingu, síður en svo.

  Það er ástæða fyrir því að hann var valinn besti leikmaður Liverpool frá upphafi og hefur verið besti sendiherra félagsins eftir að Bill Shankly féll frá. Það er hinsvegar minna talað um að hann er líka einn besti leikmaður í sögu Celtic og spilaði ekki mikið færri leiki fyrir þá heldur en Liverpool. Auk þess er hann ennþá markahæsti leikmaður Skota (ásamt með Denis Law) og sá leikjahæsti með landsliðinu.

  Celtic

  Ritstjóri The Celtic Star stuðningsmannasíðu Glasgow liðsins setti brottför Dalglish í ágúst 1977 í gott samhengi. Brottför Dlaglish var tilkynnt rétt áður en nýtt tímabil hófst í Skotlandi og viku áður en Elvis Prestley, konungur rokksins lést.

  “Mike, he said, “you seem more upset about Kenny Dalglish than Elvis.” Well of course I was. I replied to Walter “No disrespect but the world will get another Elvis. Where are we going to get another Dalglish?”

  Dalglish spilaði sinn fyrsta leik fyrir Celtic 17 ára árið 1968 en varð ekki almennilega partur af liðinu fyrr en þremur árum seinna. Hinn goðsagnakendi Jock Stein var stjóri liðsins á þessum tíma og stýrði liðinu til sigurs í deildinni níu ár í röð frá 1966 til 1974.

  Þetta var ekki eitthvað lið sem Dalglish var farinn að banka á hurðina á aðeins 17 ára heldur besta lið í sögu skoska boltans. Celtic vann Evrópukeppni Meistaraliða ári áður en Dalglish spilaði sinn fyrsta leik og tapaði í framlengdum úrslitaleik gegn Feyenoord árið 1970 eða ári áður en Dalglish festi sig í sessi í aðalliðinu. Þetta lið var kallað The Lisbon Lions eftir sigur þeirra í Lissabon 1967 og samanstóð af 11 leikmönnun sem voru allir fæddir í 30km radíus frá Glasgow.

  Kenny Dalglish hefði ekki breytt þeirri tölfræði enda einnig fæddur í Glasgow en hann hélt reyndar með Rangers þar til Jock Stein samdi við hann 16 ára gamlan. Hann var sendur á láni til neðrideildarliðs þar sem hann skoraði 37 mörk en neitaði að fara aftur árið eftir og vildi frekar reyna að komast í Celtic liðið. Hann varð því partur af goðsagnakendu varaliði Celtic sem gekk undir nafninu Quality Street Gang en margir úr þeim hópi tók við keflinu af The Lisbon Lions og mynduðu jafnvel enn betra lið.

  Dalglish var auðvitað allt of góður fyrir varaliðið en spilaði með þeim þrjú tímabil enda aðeins pláss fyrir 11 menn í aðalliðinu og Celtic liðið var ekkert slor. Hann var því í stúkunni á Ibrox 19 ára í janúar 1971 þegar 66 stuðningsmenn Rangers létust. Ótrúlegt hreinlega í ljósi þess hvað hann gekk í gegnum síðar á ferlinum.

  Dalglish var partur af aðalliðinu tímabilið 1971-72 og skoraði 29 mörk er liðið vann sjöunda titilinn í röð. Hann bætti um betur árið eftir og skoraði 39 mörk í öllum keppnum. Tímabilið 1973-74 vann Celtic tvisvar með Dalglish í broddi fylkingar og komast í undanúrslit Evrópukeppninnar þar sem liðið tapaði í mjög ofbeldisfullu einvígi gegn Atletico Madríd.

  Yfirburðir og sigurganga Celtic heimafyrir fóru að hafa áhrif á áhuga og mætingu á leiki í skoska boltanum. Eins fór samkeppnin í Evrópu sífellt harðnandi með auknum áhuga á þeirri keppni og var orðrómur um að hinn 24 ára Kenny Dalglish gæti þurft nýja áskorun. Deildin heimafyrir var álíka spennandi og hún er núna og hefur verið það í um hálfa öld en þó mun samkeppnishæfari á tímum Dalglish í samanburði við önnur Evrópsk lið.

  Líklega hefði Dalglish farið hefði Jock Stein stjóri liðsins ekki lent í mjög alvarlegu bílsslysi árið 1975, hann ásamt eiginkonu sinni var að koma úr fríi með Bob Shankly og konu hans, en Bob var auðvitað bróðir Bill Shankly. Þess í stað var Dalglish gerður að fyrirliða en Jock Stein var frá mest allt tímabilið og aðstoðarmaður hans stýrði liðinu. Þetta voru fyrstu árin sem Celtic vann ekki deildina.

  Líklega var það lukka Liverpool að Dalglish fór ekki 1975 því það er ólíklegt að Liverpool hefði reynt að kaupa hann, Manchestr United var t.a.m. sterklega orðað við hann. Líklega hefur það hjálpað tveimur árum seinna að Jock Stein var mikill vinur Bob Paisley stjóra Liverpool og einn af bestu vinum Bill Shankly fyrrverandi stjóra Liverpool.

  Shankly fór t.a.m. auðvitað og kíkti á vin sinn þegar hann lá á sjúkrahúsi eftir bílslysið þó Stein myndi ekkert eftir því:

  Stein sneri aftur á hliðarlínuna fyrir tímabilið 1976-77 og vann Celtic tvöfalt það tímabil með Dalglish í fararbroddi, þá löngu orðin King Kenny á pöllunum á Parkhead. Hann skoraði síðasta mark tímabilsins í leik sem hann spilaði m.a. með Búbba (Jóhannes Eðvaldsson) en ekki var tilkynnt um brottför hans fyrr en 10 ágúst þá um sumarið.

  Andy Lynch fyrrum liðsfélagi Dalglish hjá Celtic lýsti brottför Kóngsins svona:

  “However, with Jock Stein back after his car accident we thought we could do good things in Europe in the 1977-78 season. I was at Celtic for seven seasons and effectively played for three different teams, but that 1977 side was the best.

  “However, we never recovered from losing Kenny to Liverpool. He was such a phenomenal player. We struggled when he left us, but what he went on to achieve at Liverpool was incredible.”

  Celtic byrjaði tímabilið á eftir hræðilega og var í fallsæti eftir fimm umferðir með eitt stig og náði sér satt að segja aldrei almennilega á strik allt tímabilið, enduðu í 5. sæti.

  Liverpool hinsvegar…vá!

  Liverpool 

  Enska pressan talaði allt tímabilið um þennan frábæra nýja leikmann Liverpool eins og hann hefði fallið af himnum ofan, eitthvað sem fór verulega í taugarnar á stuðninsmönnum Celtic sem vissu manna best hvað Liverpool hefði verið að kaupa. Salan á Dalglish til Englands var ekki bara sala á besta leikmanni Celtic, heldur merki um að skoski boltinn væri líklega ekki að fara halda í við aðrar vaxandi deildarkeppnir Evrópu. Stuðningsmenn Celtic frá þessum tíma lýsa sölunni á Dalglish sem einum svartasta degi sem stuðningsmenn félagsins. Stephen Murray stuðningsmaður Celtic sem skrifað hefur bók um Celtic ár Dalglish lýsti brottför hans svona:

  Someone once asked me what was the biggest disappointment I had experienced as a Celtic fan. I can recall losing finals to Partick Thistle and Raith Rovers but I don’t grudge their fans one moment of glory. I can remember some heavy defeats by Rangers but I have seen us inflict just as bad if not worse on them in return. In recent years Seville and Fir Park were big disappointments but I’ve been fortunate enough to appreciate in life that being a Celtic fan brings more joy than sorrow and so it has proved since then. The sudden deaths of Jock Stein, John Doyle and Bobby Murdoch were a severe shock at the time and put football matters firmly into perspective.

  In a football context if you cornered me then I would have to admit that Dalglish’s departure was the biggest disappointment, leaving a scar which took a long time to heal and even to this day remains raw.  In the late 1980’s there was a cinema advert for a particular brand of Scots whisky (which I can’t recall) which began:

  ‘Scotland through the ages has lost all it’s national treasures – The Stone of Destiny…Bonnie Prince Charlie…North Sea oil…Kenny Dalglish…’

  Bob Paisley vissi hinsvegar nákvæmlega hvað hann var að gera og sagði “Let’s get out of here before they realise what they’ve done.” við John Smith stjórnarfomann Liverpool eftir að þeir sömdu við forráðamenn Celtic um kaupin á Dalglish. Forráðamenn Celtic ætluðu upphaflega að taka £300,000 boði Liverpool en Jock Stein kom í veg fyrir það vitandi að þeir ættu £500,000 eftir söluna á Keegan. Samningsviðræðurnar enduðu á því að forráðamenn Celtic tóku framfyrir Stein þegar boðið var komið í £440,000 af ótta við að Liverpool myndi hætta við kaupin ef þeir færu hærra. Paisley og Smith voru hinsvegar himinlifandi enda algjörlega tilbúnir að setja allan Keegan peninginn í Dalglish.

  Dalglish var reyndar ekki alveg ókunnugur Liverpool því Bill Shankly hafði fengið hann á reynslu aðeins 15 ára gamlan árið 1966 en Dalglish ákvað þá að reyna frekar fyrir sér heima í Glasgow. Sem unglingur var hans helsta Idol Denis Law og hans lið fyrir utan Celtic enska liðið sem Law spilaði flesta leiki fyrir, en það breyttist rétt eins og stuðningur hans við Rangers í æsku.

  Kenny Dalglish var 26 ára þegar hann gekk til liðs við Liverpool árið 1977 fyrir £440,000 sem var metfé á Englandi. Liverpool kom þrátt fyrir það út í gróða fjárhagslega því að fyrr um sumarið var Kevin Keegan seldur til Hamburg á £500,000. Án Dalglish er alveg séns að stuðningsmenn Liverpool væru að hugsa um Keegan líkt og stuðningsmenn Celtic hugsa um Dalglish.

  Ian Callaghan leikjahæsti leikmaður í sögu Liverpool var að enda ferilinn þegar Dalglish kom:

  “Actually, we didn’t know a lot about Kenny before he joined Liverpool because we didn’t always hear a lot about Scottish football.

  “Of course, we knew he was an important player at Celtic and with the Scotland national team, but we didn’t know just how fantastic he would turn out for us.

  Það var ekkert smá hlutverk sem hann fékk á Anfield og stuðningsmenn höfðu alveg efasemdir til að byrja með, svona þangað til þeir sáu hann spila. Liverpool voru ríkjandi Evrópumeistarar og nýbúnir að selja aðalstjörnu félagsins við vægast sagt litla hrifningu stuðningsmanna. Kevin Keegan var hinsegar þegar gleymdur á Anfield þegar France Football valdi hann besta leikmann Evrópu (Ballon d´Or) árið eftir.

  (more…)

  [...]
 • Mættir á Melwood – Tvöfalt Pre-Season

  Frá því að boltinn hætti að rúlla í mars vegna Covid-19 var dagurinn í dag líklega sá stærsti er snýr að mögulegri endurkomu enska boltans. Liðin fengu að æfa aftur í fyrsta skipti þó vissulega með töluverðum fyrirvörum. Aðeins fimm saman í hóp og tíu alls á æfingu í einu.

  Þetta er í það allra minnsta fyrsta skrefið og Jurgen Klopp var kampakátur yfir því að vera mættur aftur á Melwood. Hann sagði í samtali við opinberu heimasíðu félagsins að hann er að horfa á þetta æfingatímabil fram að næsta leik í deildinni sem pre-season og miðar æfingarnar út frá því. Eins telur Klopp að það verði mjöt stutt frí í sumar gangi vel að klára núverandi tímabil og þetta pre-season því eiginlega tvöfalt. Það vantar auðvitað æfingaleiki inn í þetta og mögulega verður hægt að útfæra það eitthvað aðeins milli liða en nær dregur.

  Leikmenn fá venjulega ekki mikið meira en 2-3 vikur í algjört sumarfrí á hverju ári en eru núna búnir að vera níu vikur í fríi. Þetta er auðvitað ekki það sama og að fara í sumarleyfi til heitari landa en þeir hafa engu að síður náð að hvílast og margir þeirra máttu að sögn Klopp alveg við því að fá lengri hvíld en 2-3 vikur, þannig að það jákvætt í þessu samhengi. Eins eru allir orðnir heilir núna. Líka t.d. Alisson og Shaqiri sem voru meiddir þegar tímabilið var sett á ís.

  Planið er þannig að hafa liðið í eins góðu formi og hægt er fyrir fyrsta leik, ennþá betra í næsta leik eftir það og 100% í þriðja leik eða svo. Eitthvað í þá áttina eins og Klopp orðaði þetta við LFC TV. M.ö.o. liðið mætir líklega ekki aftur til leiks í 100% standi frá 1.mínútu. Ekki frekar en andstæðingarnir.

  Vonum að þetta sé sannarlega vonarglæta um að tímabilið fari aftur af stað í næsta mánuði og verði klárað. Liverpool þarf reyndar bara 2-3 leiki til að klára mótið formlega hvað toppsætið varðar.

  [...]
 • Höddi Magg og Liverpool spjall í Fantasy Gandalf

  Vinir okkar í Fantasy Gandalf Podcastinu fengu Hödda Magg í hressandi Liverpool umræðu í þætti vikunnar. Um að gera að athuga það enda lítið nýtt að frétta af fótbolta almennt í heiminum.

  Höddi valdi besti stjórann, leikmanninn, leikinn, markið og byrjunaliðið ásamt góðum Hödda Magg sögum af Anfield.

  [...]
 • Gullkastið – Sumarið er tíminn

  Hægt og rólega færist (Staðfest) nær á Liverpool Englandsmeistarar og ætti þetta að vera formsatriði eftir línurnar sem stjórn knattspyrnusambandsins á Englandi lagði í dag. Það kemur ekki til greina að núlla tímabilið út og ekki heldur að sleppa liðum við fall á þessu tímabili. Annaðhvort verður tímabilið klárað og vinna við það er í fullum gangi eða meðaltals stigafjöldi út frá þeim leikjum sem þegar er búið að spila verður látin ráða. Liverpool með sitt 25 stiga forskot er í últra mega ljómandi málum hvor leiðin sem verður farin í þeim efnum. Það er annars ár frá 4-0 sigrinum á Barcelona, einu besta kvöldi í sögu félagsins og að sjálfsögðu tilefni til að ryfja það upp.

  Stjórnandi: Einar Matthías
  Viðmælendur: Maggi og SSteinn

  MP3: Þáttur 287

  [...]
 • Endurræst um miðjan júní?

  Síðasta sólahringinn hafa verið að detta inn jákvæðar fréttir um endurkomu enska boltans en breska ríkisstjórnin gaf út fimmtíu blaðsíðna bækling um áætlanir sínar um að létta á útgöngubanninu þar í landi. Þar kom fram að það mætti ekki spila neinar atvinnumannaíþróttir þar til um næstu mánaðarmót, eins og má sjá hér, en það er nú verið að undirbúa endurkomu boltans um miðjan júní mánuð.

  Þó eru vissulega margir steinar í götu þess að boltinn muni snúa aftur. Liðin eiga eftir að halda sínar kosningar um hvernig verður að þessu staðið þar sem 70% liða þurfa að vera sammála, eða fjórtán af tuttugu liðum deildarinnar. Forráðamenn Aston Villa, Brighton og Watford hafa til að mynda allir mótmælt því að spilað sé á hlutlausum völlum, nema hætt sé við fall úr deildinni í ár. Atkvæðagreiðsla um það átti upprunalega að vera í dag en það er búið að fresta henni þar til sienna í maí mánuði. Svo á eftir að sjá hvað verður gert með samningaleikmanna sem eiga að renna út um næstu mánaðarmót, en það á víst að vera fundur um þau málefni næsta mánudag. Klárt mál er að horft verður yfir til Þýskalands og séð hvernig gengur hjá þeim að endurræsa sína deild og að lokum þarf að vera betra útlit í breska heilbrigðiskerfinu en barátta þeirra við Covid-19 veiruna hefur verið erfið.

  Gangi þetta allt eftir gætum við séð ensku deildina snúa aftur 12.júní og vera spilaða yfir tveggja mánaða tímabil þar sem allir 92 leikir sem eru eftir óspilaðir verða sýndir í sjónvarp.

   

   

  [...]
 • Verður spilað í sumar?

  Það er í rauninn alveg ótrúlegt hversu lítið við vitum ennþá þrátt fyrir að það eru tæplega tveir mánuðir síðan síðast var spilað á Englandi. Auðvitað hjálpar ekki að bretar voru allt of seinir til í að bregðast við Covid19 og eru að koma verst allra út í Evrópu. Það er ennþá ekki ljóst hvort að tímabilið verði klárað á hlutlausum velli í hálfgerðu hraðmóti, hvort tímabilið verði stöðvað nú og staðan í deildinni nokkurnvegin látin ráða eða þá að tímabilið verði flautað alveg af og þurrkað út.

  Ligue 1 í Frakklandi var fyrsta deildin af stóru fimm til að slaufa tímabilinu alveg og var stigasöfnun það sem af er tímabili framreiknið út mótið og látin ráða til að skera úr um sigurverara, Evrópusæti o.þ.h. Stjórnvöld í Frakklandi bönnuðu íþróttir fram í september en hafa mætt töluverðri gagnrýni síðan.

  Þetta gæti alveg gerst á Englandi en það er alls ekki jafn auðvelt að afskrifa síðustu 9-10 umferðirnar þar vegna sjónvarpstekna af þeim leikjum. Þar eru enska og franska deildin ekki samanburðarhæfar. Ákvörðun Frakka er samt góðar fréttir fyrir Liverpool að þvi leiti að með sömu reikniformúlu eru Liverpool meistarar á Englandi. Reyndar er alveg sama hvaða formúlu er notað, Liverpool eru Englandsmeistarar.

  Ef að stigasöfnun allra liða í deildinni það sem af er tímabili yrði framreiknuð út tímabilið myndi Man City enda með 77 stig. Þeir hafa verið með um 67% stigasöfnun það sem af er tímabili og myndu með sama áframhaldi samt enda fimm stigum á eftir Liverpool þó að okkar menn myndu ekki fá neitt stig. Man City getur mest fengið 87 stig eins og staðan í deildinni er núna.

  Þessi mynd sýnir ágætlega hversu rosalega Liverpool er búið að rústa þessari deild í vetur. Það er auðveldasta ákvörðunin af öllum deildum Evrópu að afhenda Liverpool titilinn enda ekkert lið í toppdeild með stærra forskot. Liverpool er með rúmlega helmingi meira forskot en PSG var í Frakklandi

  Ítalir, Þjóðverjar, Spánverjar og Tyrkir eru allir ennþá að stefna að því að spila þá leiki sem eftir eru og byrja jafnvel í þessum mánuði (Þjóðverjar). Enska deildin er víst að fara funda aftur á mánudaginn þar sem tekin verður ákvörðun með framhaldið. Fréttir núna herma að liðin í botnbaráttunni neiti að spila á hlutlausum velli og heimti að tryggt verði að ekkert lið falli á þessu tímabili. Gangi þeim vel með það.

  Persónulega fer manni að verða slétt sama hvernig þeir komast loksins að því að Liverpool vann deildina 2019/20 svo lengi sem það verði niðurstaðan. Guð minn góður hvað það er gott að forskotið er einmitt þetta stórt þannig að þetta verður aldrei neitt argument.

  [...]
 • Endurræsing í undirbúningi

  Úrvalsdeildin gaf loksins frá sér yfirlýsingu eftir fund í dag, en þessi yfirlýsing segir okkur svosem ekki neitt sérstaklega mikið.

  Þó það líti út fyrir að það sé ennþá langur vegur þar til við sjáum boltann rúlla aftur, þá er a.m.k. farið að plana hvernig þessi endurræsing á deildinni gæti litið út. Fyrir það fyrsta, þá virðast liðin og deildin sem slík vera ákveðin í því að klára þetta tímabil. En að sjálfsögðu mun þetta líta svolítið öðruvísi út en við höfum átt að venjast. Þessu er lýst ágætlega í þessari grein hjá BBC, en þetta eru helstu atriðin:

  • Að sjálfsögðu verða allir leikir leiknir án áhorfenda.
  • Talað er um að fundnir verði allt að 10 hlutlausir vellir og spilað á þeim.
  • Læknateymi liðanna verða í fullum varnarbúningi.
  • Æfingar fara þannig fram að leikmenn mæta í búningum sínum á völlinn, og fara ekki í sturtu á staðnum
  • Stefnt er að því að leikmenn fari í Covid próf tvisvar í viku, og tékkað verði á einkennum oftar en það. Reiknað er með að það þurfi um 40.000 próf til að geta klárað deildina.

  Rétt er að taka fram að þetta er ennþá allt á hugmyndastigi, í raun er ekki búið að ákveða neitt ennþá. Jafnframt eru hugmyndir um að byrja aftur fyrstu vikuna í júní, og að æfingar hefjist um miðjan maí, en þetta eru ennþá bara hugmyndir.

  [...]
 • Gullkastið – Flautað af?

  Það vantar ekkert upp á misvísandi fréttir þessa dagana og ljóst að óvissan með framhaldið er ennþá töluverð, ekki bara þegar kemur að fótboltanum. Fórum yfir helstu fréttir vikunnar.

  Stjórnandi: Einar Matthías
  Viðmælendur: Maggi og SSteinn

  MP3: Þáttur 286

  [...]
Load More
Congratulations. You've reached the end of the internet.
Back to Top
Close