Latest stories

 • Þróun liðsins eftir Wijnaldum?

  Brottför Gini Wijnaldum verður óhjákvæmilega til þess að töluverð breyting verður á Liverpool liðinu. Hann hefur verið að spila tæplega 3.000 mínútur á hverju tímabili frá því hann kom eða um 33 deildarleiki. Það er miklu miklu meira en aðrir miðjumenn hafa spilað og hann er mun sjaldnar spilað úr stöðu en samherjar sínir á miðsvæðinu.

  Wijnaldum er sá fyrsti úr innsta kjarna liðsins sem vann bæði Meistaradeildina og Úrvalsdeildina sem kveður og eðlilega mun hann skilja eftir sig töluvert skarð. Tilfinningin er engu að síður sú að ef Klopp hefði talið Gini alveg ómissandi næstu árin þá væri hann ekkert að fara. Samningsstaða og aldur hafa auðvitað áhrif en ef að Liverpool ætlar að brjóta upp Fabinho, Henderson og Wijnaldum miðjuna er það líklega alltaf á kostnað Gini.

  Þessir þrír ásamt Milner hafa verið hjartað á miðsvæðinu megnið af tíma Klopp hjá Liverpool og hefur starf þeirra þróast þannig að miðjan sér að mestu um skítverkin til að bakverðirnir geti tekið miklu meira þátt í sóknarleiknum og eins auðvitað til að gefa sóknarlínunni tíma og pláss til að athafna sig. Þetta hefur gengið stórvel en er alls ekkert endilega það sem liðið mun gera í framtíðinni og alls ekkert eina leiðin til að spila fótbolta.

  Þáttaka miðjumanna Liverpool í mörkum liðsins tímabilið sem Liverpool burstaði deildina var alls ekkert merkileg og sýnir að það skiptir ekki öllu máli hvaðan mörkin koma í öflugri liðsheild.

  Engu að síður komu 20 mörk og 14 stoðsendingar frá þeim átta leikmönnum sem spiluðu hvað helst á miðjunni á því tímabili.

  Það er ekki sanngjarnt að dæma miðjuna of hart út frá síðasta tímabili enda mikið um meiðsli og helstu lykilmenn lengi vel alls ekkert að spila á miðjunni. Sama hvernig þessu er samt snúið komu bara 6 mörk og fimm stoðsendingar frá miðsvæðinu sem er vandræðalega hræðilegt. Thiago kom inn í hópinn fyrir Lallana en það breytti þessari tölfræði ekki neitt. Miðjan var á of löngum köflum í vetur fullkomlega steingeld og tengdi hvorki vel við sóknarlínuna og hvað þá við alla þá sem voru að rembast við að mynda einhverskonar varnarlínu.

  Þetta er líklega mun frekar rót þess að Liverpool sé tilbúið að þróa leik liðsins á miðsvæðinu frá Wijnaldum. Raunar held ég að bæði Ox og Keita hafi átt að koma inn á miðsvæðið í þetta hlutverk og bæta miðjuna en þeir hafa bara alls ekki náð því enn sem komið er.

  Liverpool þarf líka að þróa leikstíl liðsins og endurnýja meistaraliðið hægt og rólega til að lenda ekki á vegg með þá eftir ekki svo langan tíma. Við sáum alveg merki þess í vetur að mörgum liðum gekk ágætlega að drepa leik Liverpool og loka á þá.

  Brottför Wijnaldum hefur líklega verið í undirbúningi í heilt ár og með Thiago er Liverpool nú þegar með arftaka sem er betri leikmaður og núna búinn að aðlagast deildinni og félögum sínum yfir heilt tímabil. Sama hvort Liverpool kaupi einhvern miðjumann í sumar þá er erfitt að sjá nokkurn mann koma á undan Thaigo í byrjunarliðið, þá í skarðið sem Wijnaldum skilur eftir sig. Vonandi verður öllu liðinu skipt út með þessum hætti næstu árin, ekki með neinum látum og meira en tilbúin arftaki mættur áður en einhver lykilmaður kveður. Þannig að maður nánast taki ekki eftir því.

  Henderson og Fabinho verða auðvitað áfram lykilmenn en ef að Liverpool kaupir miðjumann í sumar er ekki ólíklegt að þar verði hugsunin að sá taki mögulega við af Henderson hægt og rólega. Það er mjög sjaldgæft að Klopp kaupi leikmann og hendi honum beint í liðið, sérstaklega ekki á miðjunni sem er afar erfið staða í Klopp fótbolta.

  Mesti veikleiki Liverpool á miðjunni er að enginn getur fyllt skarð Fabinho. Henderson kemst næst því og Thiago þar á eftir þannig að án Fabinho er alltaf rót á tveimur hlutverkum. Keita, Ox og Jones fylla alls ekki skarð Fabinho og ekki heldur Milner sem væntanlega verður ennþá meiri varaskeifa næsta vetur en hann var á þessu tímabili.

  Saga Naby Keita hefur verið fullkomlega óþolandi hjá Liverpool, kaupin á honum eru enn sem komið er einu stóru leikmannakaupin undanfarin ár sem hafa floppað algjörlega. Gæðin eru reyndar klárlega til staðar en hann hefur ekki náð að sýna meira en tvo góða leiki í röð í þrjú ár núna. Ef hann nær einu helvítis tímabili án meiðsla er þetta samt leikmaður sem Klopp á algjörlega inni og gæti mjög vel fyllt skarð Wijnaldum nái hann einhverntíma takti í byrjunarliðinu yfir lengri tíma. Hann er geggjaður í pressufótbolta Klopp og miklu hættulegri framávið en núverandi miðjumenn liðsins. Vandamálið er að maður treystir honum ekki.

  Oxlade-Chamberlain er með jafnvel lengri meiðslasögu en Keita, hann var alltaf meiddur hjá Arsenal og það hefur lítið breyst hjá Liverpool. Hann var að þróast frábærlega undir stjórn Klopp tímabilið 2018/19 en síðan þá höfum við varla séð hann. Hann var reyndar ekki mikið meiddur síðasta vetur en kom engu að síður ótrúlega lítið við sögu og sýndi sama og ekkert þegar hann fékk sénsinn. Ef að hann verður áfram hjá Liverpool finnst mér allt eins líklegt að hann verði varaskeifa fyrir Trent Alexander-Arnold heldur en miðjumennina. Klopp var harður á því í vetur að Ox væri alls ekki búinn sem leikmaður og er ennþá í hans framtíðarplönum. Standist það og Ox komi sterkur til leiks eftir meiðslalaust undirbúningstímabil er þetta annar leikmaður sem Liverpool á alveg inni.

  Curtis Jones er ennþá töluvert frá því að ná sínu þaki sem leikmaður enda aðeins tvítugur. Síðasta tímabil var hans breakthrough tímabil hjá Liverpool, hann spilaði 1/3 af deildarleikjum liðsins og sýndi að hann ræður vel við þetta level. Það verður mjög spennandi að sjá hvernig Klopp mótar hann á næstu árum. Jones er líka með sjálfstraustið í botni og mun klárlega krefjast þess að fá mikið af mínútum næsta vetur. Hann hefur klárlega ekki þolinmæði til að hanga á bekknum í mörg ár, frekar fer hann annað býst ég við. Hann var byrjaður að heimta fleiri mínútur af Klopp fyrir tveimur árum, eitthvað sem ég held að Klopp fíli mjög vel við Jones.

  Það er erfitt að meta hversu mikið af mínútum Jones fær í vetur en ef við reynum að reikna út hvernig Liverpool fyllir upp í þær tæplega 3.000 mínútur sem Wijnaldum spilaði í deildinni síðasta vetur er ekki ólíklegt að þær skiptist á Thiago og Jones. Mögulega Keita ef hann verður á lífi ennþá.

  Nýtt blóð?

  Helsta slúðrið af mögulegum leikmannakaupum Liverpool er einmitt nýr miðjumaður, þýski landsliðsmaðurinn Florian Neuhaus, leikmaður Borussia Mönchengladbach.

  Sama hvað Liverpool á mikið inni í Keita, Ox og Jones er ljóst að ekki er hægt að styrkja miðsvæðið með því að selja Wijnaldum og kaupa ekkert í staðin. Henderson, Fabinho og Thaigo eiga auk þess allir sína meiðslasögu og hlutverk Milner er ekkert að verða stærra.

  Neuhaus er ólíkur Wijnaldum, hann er sagður mun meira Xabi Alonso tegund af miðjumanni en vinnuhestur eins og Gini hefur verið hjá Liverpool. Neuhaus er sóknarþenkjandi leikmaður og meðal þeirra miðjumanna í Evrópu sem hefur hvað hæst hlutfall sendinga sem leita fram á völlinn.

  Edwards horfir líklega í slíkar tölur því sama var sagt um Thiago og Keita sem dæmi. Hann er einnig góður (líkt og Thiago og Keita) í að taka menn á og bera boltann af miðsvæðinu fram á við. Hann er líkt og Gini góður á boltanum og tapar honum ekki svo auðveldlega undir pressu. Mikilvægast við hann er kannski að hann hefur ekki meiðst neitt að ráði síðan 2017.

  Neuhaus hefur verið að leggja upp mörk og skora í Þýskalandi en það er ekkert víst að hann fengi eins hlutverk á miðjunni hjá Liverpool, Wijnaldum t.a.m. hættir ekki að skora fyrir Holland og kom til Liverpool sem miklu sókndjarfari leikmaður en við fengum að sjá.

  Ef ekki Neuhaus þá er afar líklegt að Liverpool bæti við sig einum miðjumanni af hans ættbálki í sumar.

   

   

  [...]
 • Hvernig eru hóparnir hjá stóru liðunum?

  Tökum í gamni stöðuna á hópunum hja helstu keppinautum Liverpool í deildinni núna áður en leikmannaglugginn opnar, náum þannig aðeins að meta hvað er líklegt að þessi lið komi til með að gera í sumar.

  Liverpool

  Sama hvaða miðvörð við setjum með Van Dijk þá er hópurinn hjá Liverpool alveg nógu góður til að vinna deildina aftur á eðlilegu tímabili hvað meiðsli varðar. Konate gæti styrkt byrjunarliðið alveg rosalega ef hann helst heill en sama á auðvitað bara við um þá alla, Van Dijk, Matip og Gomez.

  Thiago er búinn að aðlagast, Fabinho og Henderson fara vonandi algjörlega í sínar stöður aftur og Jones hefur vaxið verulega í vetur, líklega framúr Ox og Keita sem Klopp gæti átt alveg inni.

  Það á auðvitað slatti eftir að breytast á þessum lista, 2-3 menn inn til viðbótar og út með nöfn eins og Origi, Shaqiri, Minamino, Wilson og Liverpool er til alls líklegt aftur.

  Liverpool er sterklega orðað við box-to-box tegund af miðjumanni og líklegast að með honum kæmi einhver í stað þess hlutverks sem Origi hefur hjá félaginu.

  Man City 

  Það er augljóst að Man City á eftir að koma með eina ef ekki tvær risabombur í sumar. Harry Kane, Mbappe eða eitthvað í þeim dúr. Aguero og Fernandinho eru farnir ásamt Eric Garcia og ljóst að þeir ætla ekkert að nota akademíuna í að fylla þeirra skörð. Langt síðan Guardiola var sá þjálfari.

  Miðvarðastaðan er auðvitað rugl sterk hjá City enda búið að kaupa heldur betur í þær stöður. Miðjan er geggjuð með Rodri, De Bruyne og Phil Foden sem er að verða heimsklassa leikmaður. Þeir þurfa samt að fylla skarð Fernandinho bæði innan vallar og væntanlega ekki síður utanvallar.

  Það verður svo fróðlegt að sjá hvernig sóknarlínan kemur til með að líta út eftir sumarið.

  City hefði ekkert ráðið betur við álíka meiðslavandræði í vetur og Liverpool lenti í en Guardiola hefur engu að síður mjög öflugan hóp og notaði hann vel allt tímabilið.

  Man Utd

  Það var ágætt hjá Óla Gunnari að ná öðru sæti í deildinni á síðasta tímabili og mögulega er það eitthvað fyrir United til að byggja á í sumar. En er þessi hópur líklegur til að taka mjög stórt stökk uppávið áfram eða er United búið að ná ágætum stöðugleika sem hátt sextíu og eitthvað stiga félag til jafnvel lágt sjötíu og eitthvað stig?

  United lenti alveg í meiðslum eins og öll lið í vetur en kjarninn hélt hjá þeim að mestu í gegnum tímabilið. Gleymum ekki að þeir fóru ekki heldur upp úr riðlinum í Meistaradeildinni sem er vel undir pari. 74 stig er bara alls ekkert merkilegt tímabil hjá Man Utd, þetta var samt þeirra næstbesta tímabil síðan Ferguson hætti.

  Þéttur hópur með 1-2 heimsklassa leikmenn í Fernandes og Pogba(?) en lítið um flugeldasýningar. Það verður mjög áhugavert að sjá hvaða stefnu félagið tekur núna þegar King Ed Woodward er að hætta. Eftir mótmælin í vetur er mikil pressa á United að gera eitthvað róttækt á markaðnum, Jadon Sancho væri t.a.m. eitthvað róttækt.

  Tottenham

  Spurs var um daginn á barmi þess að ráða Pochettino aftur sem hefði verið kjörin fyrir þá til að byggja upp annað Tottenham lið líkt og hann gerði áður. Það að reka hann til að ráða Mourinho var alveg jafn heimskuleg ákvörðun þegar hún var tekin og hún lítur út í dag. Hann er þeirra langbesti stjóri síðan sjónvarpið fór að sýna í lit.

  Eftir að það fór í vaskinn var Antonio Conte svo gott sem frágengið dæmi, það er stjóri sem hefði heldur betur getað snúið gengi liðsins við og væri jafnvel meira statement en að fá Poch aftur. Hann var að brjóta sigurgöngu Juventus á Ítalíu og sneri Chelsea heldur betur við á fyrsta tímabili á Englandi.

  Paulo Fonseca fyrrum stjóri Roma var svo að detta uppfyrir núna í dag og Genero Gattuso ku vera næstur. Hann er með glatað CV sem stjóri.

  Tottenham eru með nýjan yfirmann knattspyrnumála sem er líklegur til að breyta stefnu félagsins umtalsvert á leikmannamarkaðnum en það er óhætt að þetta byrjar alls ekki sannfærandi hjá honum.

  Persónulega held ég að Tottenham sé alveg til í að selja Harry Kane á rugl fjárhæð og byggja upp nýtt lið fyrir söluvirðið. Eins og staðan er nákvæmlega núna bendir ekkert til þess að Spurs sé að fara mikið ofar en sjöunda sætið sem þeir enduðu á síðasta tímabili.

  Chelsea

  Hvernig Chelsea hefur tekist að vera alltaf hálfgerður underdog í umræðunni undanfarin ár er ofar mínum skilningi. Þetta er hópur sem á að vera berjast um titla og stjórar Chelsea fá alltaf að styrkja hópinn. M.a.s. þegar þeir voru í félagsskiptabanni keyptu þeir einhvernvegin Pulisic.

  Chelsea er einum alvöru gæða kaupum aftast í vörnina frá því að blanda sér af alvöru í baráttuna við Liverpool og City. Þeir þurfa alls ekki að gera eins mikið af breytingum í sumar og þeir gerðu síðasta sumar og hafa virkað mun þéttari eftir því sem liðið hefur á árið.

  Umræðan síðasta sumar var töluvert um hvort menn eins og Solskjaer og Lampard væri nógu góðir til að taka þessa hópa ofar. Chelsea fannst svarið á endanum vera nei og unnu Meistaradeildina strax í kjölfarið. United er áfram með Norðmanninn og fóru í Evrópudeildina…

  Arsenal

  Tökum Arsenal með bara svona út á aldur og fyrri störf. Áttunda sæti í vetur og þ.a.l. engin Evrópa í miðri viku. Það er alls ekkert að fara hjálpa þeim fjárhagslega eða á leikmannamarkaðnum en gæti vissulega hjálpað þeim töluvert í deildinni. Það tekur töluvert úr hinum liðunum að spila 6-12 Evrópuleiki aukalega yfir heilt tímabil.

  Það eru nokkrir mjög efnilegri strákar í þessum hópi eins og Martinelli, Saka og Smith-Rowe. Eins er Partey á miðjunni mjög öflugur leikmaður í réttu liði. Þar fyrir utan er þetta ekkert rosalega merkilegt og stjóri liðsins er ennþá tiltölulega óreyndur.

  Leicester

  Tvö tímabil í röð hafa þeir hent frá sér Meistaradeildarsæti í lokaumferðinni eftir að hafa nánast verið með það tryggt. Eru þeir líklegri til að ná því næsta vetur eða misstu þeir af lestinni?

  Brendan Rodgers er að vinna þannig starf hjá þeim að hans næsta þjálfarastarf verður líklega hjá einhverju af hinum stóru liðunum, Chelsea lang líklegast þar.

  Byrjunarliðið er bara firnasterkt og endurnýjun á kempum eins og Evans og Vardy komin í vinnslu. Fofana er hörku miðvörður sem gæti tekið við af Evans og Bredan Rodgers má eiga það að hann er góður stjóri fyrir sóknarmenn, Iheanacho er heldur betur (loksins) að springa út undir hans stjórn.

  Ef að þeir selja einhvern af sínum bestu mönnum mun það alltaf vera fyrir hámarksvirði og þeir hafa sýnt það ítrekað undanfarin ár að þeir eru klókir á leikmannamarkaðnum.

  Persónulega finnst mér ekkert benda til þess að Spurs, Everton eða Arsenal séu að fara koma sér uppfyrir Leicester á næsta tímabili nema þeir lendi í einhverjum hamförum.

  Everton 

  Hvað í helvítinu bara, Rafa Benitez líklegastur til að taka við þeim? Andskotinn! Erfitt svosem við hann að sakast þannig, hann hefur alla tíð haldið heimili í Liverpool, elskar borgina og ekki hefur Liverpool FC beint beðið hans með opinn arminn. Everton með helling af peningum til að eyða gæti verið ágætt move fyrir hann til að koma sér aftur á kortið. Koeman og Ancelotti eru sem dæmi að stýra Real Madríd og Barcelona núna! Vona samt að þetta fari eins og stjóraráðningar Tottenham.

  Hópurinn hjá Everton er lúmkst dýr og ætti algjörlega að vera í baráttu við Tottenham, Arsenal og jafnvel Leicester. Ekki í 10. sæti líkt og þeir náðu í vetur. Engin Evrópu gæti hjálpa þeim næsta vetur líkt og Arsenal auk þess sem eigandi Everton er heldur betur að setja pening í dæmið.


  Deildin hefur að mörgu leiti jafnast töluvert undanfarin ár fyrir utan að City, Chelsea og United hafa ennþá rosalegt forskot á leikmannamarkaðnum hvað fjármagn varðar. Alls ekkert endilega besta fólkið til að nýta þetta forskot samt. Það er erfiðara að greina topp fjögur eða topp sex stóru liðinu eins og var vel hægt fyrir nokkrum árum. West Ham og Leeds gætu t.a.m. alveg blandað sér áfram í þennan pakka á næstu árum ásamt Aston Villa sem er stórt félag með ríka eigendur.

  Eru þetta samt ekki tveir fjögurra liða pakkar núna samt? Eða topp fjögur og svo sex svipuð lið þar fyrir neðan sem hvert og eitt hefur burði til að detta á gott tímabil og þvælast mun ofar? Þó að Liverpool hafi verið ævintýralega tæpt á Meistaradeildarsæti í vetur er liðið engu að síður afgerandi klárlega í hópi þessara fjögurra bestu liða í deildinni núna. Það er í raun galið að komast í Meistaradeildina með Phillips og Williams það miðvarðapar sem spilaði mest rétt á eftir einhverskonar miðvarða uppsetningu sem innihélt Fabinho eða Henderson. Tvítugur Ozan Kabak úr vitavonlausu Schalke liði spilaði meira en flestir aðal miðverðir Liverpool í vetur.

  City eru meistarar og spiluðu til úrslita við Chelsea í Meistaradeildinni. United fór í úrslit Evrópudeildarinnar og endaði í öðru sæti í deildinni (og reyndar Evrópudeildinni).

  Ekki nema eitthvað mjög sérstakt eigi sér stað þá dettur ekki nema max eitt þessara liða úr topp fjórum á næsta tímabili.

  En hvað teljið þið að þessi lið geri í sumar? Hverjir fara og koma?

  [...]
 • Leikjaprógrammið tilkynnt

  Í morgun var gefið út hvernig leikjaprógrammið lítur út í deildinni á næstu leiktíð. Það er skemmst frá því að segja að það er ekkert sem sker sérstaklega í augun. Leikirnir í kringum jól og áramót verða líklega mesta áskorunin: Leeds, Leicester og Chelsea á einni viku. Annars byrjar ballið í ágúst með heimsókn til Norwich, leiktíðin 2019-2020 byrjaði einmitt á leik gegn Norwich. Vonum bara að næsta leiktíð endi svipað (þ.e. varðandi úrslitin. Ekki heimsfaraldurinn).

  Jú og svo á Jürgen Klopp afmæli í dag. 54 ára. Við sendum honum að sjálfsögðu hugheilar afmæliskveðjur í tilefni dagsins.

  [...]
 • Sumarfrí og Stórmót

  Nákvæmlega núna er rólegasti kafli hvers tímabils hvað Liverpool varðar, þeir sem ekki eru á stórmótum eru í sumarfríi og lítið sem ekkert að frétta á leikmannamarkaðnum enda langflestir þeirra sem líklegir eru til að færa sig milli liða í sumar að spila með landsliðunum.

  Adrian og Kelleher

  Stærsta staðfesta fréttin úr herbúðum Liverpool í dag er að Adrian er búinn að semja til tveggja ára við Liverpool og því ljóst að hann verður æfingafélagi Alisson og að öllum líkindum Kelleher sem nú er talað um sem afgerandi markmann númer tvö hjá Liverpool. Addi er vinsæll innan hópsins og skaðlaust að hafa hann sem þriðja markmann enda það jafnan staða sem menn á lokametrum ferilsins fylla hjá stóru liðunum.

  Kelleher fær líklega nýjan samning fljótlega einnig, hvort að hann sé nógu góður er eitthvað sem við verðum að treysta þjálfarateymi Liverpool fyrir, þeir hafa meira vit á því en við. Hann er uppfyllir líka skilyrði um uppalda leikmenn sem er kostur.

  Svo lengi sem Alisson meiðist ekki er manni slétt sama hverjir æfa með honum.

  Landsliðsverkefni og sumarfrí

  Miðað við að það eru bæði EM og Copa America í gangi núna, galið eins og það nú er þá er ljóst að Liverpool hefur oft átt fleiri leikmenn í stærri hlutverkum en núna. Reyndar kemur það að stóru leiti til vegna þess að hópurinn var keyrður í kaf núna í vetur.

  Alisson er á Copa America en Adrian og Kelleher fá sumarfrí og fullt undirbúningstímabil.

  Öll miðvarðasveitin fær frí í sumar og ættu að vera með á fyrstu æfingu í júlí. Konate var í U23 ára landsliði Frakka sem lauk leik stutt eftir að tímabilinu lauk. Joe Gomez á að vera kominn lengst í endurhæfingu þeirra miðvarða sem voru fyrir og var farinn að hlaupa nokkuð eðlilega í lok apríl. Van Dijk var jafnvel talin eiga séns á að ná EM á tímabili í vor og hefur verið í bullandi endurhæfingu með Gomez í sumar. Það er enn ekkert búið að gefa út um hvenær hann verður klár í 100% æfingaprógramm aftur, það er ekkert öruggt að hann verði klár frá fyrsta degi pre-season. Endurhæfing Joel Matip skiptir svo engu máli enda meiðist hann strax aftur um leið og hann hefur náð sér.

  Ótrúlegt en satt þá er eini miðvörður Liverpool sem tekur þátt í stórmóti í sumar Ben Davies og er hann byrjunarliðsmaður hjá Wales (EDIT: Fake News, okkar Ben Davies sem er ekki til í raun og veru er enskur og alls engin landsliðsmaður)

  Andy Robertson er fyrirliði Skota og eftir tap í dag gegn Tékkum er líklegra að hann fari snemma í sumarfrí. Trent er meiddur í 4-6 vikur og verður líklega ekki orðin 100% klár fyrir pre-season. Tsimikas þarf svo að sýna á undirbúningstímabilinu að hann geti eitthvað létt undir með Robbo á næsta tímabili. Neco Williams sömuleiðis.

  Henderson fór á EM en verður líklega ekki í aðalhlutverki á þessu móti, ekki innanvallar. Thiago er hinsvegar líklega að fara spila alla leikina sem í boði eru því Spánn er alltaf að fara í úrslit (á móti Frökkum).

  Jones, Keita og Ox verða hinsvegar allir klárir frá fyrsta degi og gæti undirbúningstímabilið verið sérstaklega mikilvægt fyrir þá alla. Þeir hafa verið heilir í nokkra mánuði núna og ættu að koma með hreint blað til leiks í júlí. Ef að Ox og Keita fara ekki í sumar hljótum við að vera tala um þeirra síðasta séns. Klopp að vinna með Curtis Jones á æfingasvæðinu nokkuð óhindrað í sumar er svo heillandi tilhugsun.

  Fabinho er á Copa America en virðist vera fyrir aftan Casimero í landsliðinu. Milner verður auðvitað klár frá fyrsta degi og ef Shaqiri verður enn leikmaður Liverpool ætti hann að koma fljótlega inn í undirbúningstímabilið einnig, fer eftir því hversu langt Sviss nær.

  Salah og Mané fá mjög kærkomið sumarfrí en við gætum misst þá í janúar í staðin. Eins er ekki útilokað að Salah fari á þessa bull Ólympíuleika. Jota er með landsliði Portúgal og Bobby Firmino virðist eins og Fabinho vera varamaður hjá landsliðinu á Copa America.

  Nýir stjórar hjá Tottenham og Everton

  Það er alltaf áhugavert þegar liðin í kring skipta um stjóra og virðast bæði Everton og Tottenham vera fara áhugaverðar leiðir.

  Paulo Fonseca virðist vera á barmi þess að taka við Tottenham en þeir réðu um daginn fyrrum yfirmann knattspyrnumála hjá Juventus til að hafa yfirumsjón með knattspyrnuhlið rekstrarins. Hann væri þar með að skipta við Jose Mourinho um lið því hann var áður stjóri Roma. Þar áður gerði hann áhugaverða hluti með Shaktar Donetsk í Úkraínu. Spurs var samt í viðræðum við Conte sem silgdu blessunarlega í strand, það hefði verið öllu meira statement frá Spurs.

  Everton er svo sagt vera að ráða Nuno Santo sem var áður stjóri Wolves. Það fjaraði undan þessu hjá þeim í vetur en því er ekki að neita að hann gerði góða hluti hjá Úlfunum.

  Helsta slúðrið

  Það mun ekkert verða að frétta af leikmannakaupum strax en helsta slúðrið þessa dagana er Florian Neuhaus, þýskur box-to-box miðjumaður sem er líkt við Leon Goretzka (og Thomas Muller). Christian Falk er einn af þeim blaðamönnum sem heldur því fram að það sé klárlega áhugi þó formlegar viðfærður hafi ekki á sér stað ennþá. Falk var t.a.m. með puttann á púlsinum þegar kom að Thiago langt á undan Scouse pressunni. 

  [...]
 • Opin þráður – Leikmannakaup í sumar

  Í dag fóru þeir orðrómar að fljóta að Liverpool hefði virkjað klásúlu hjá fyrirliða Roma honum Lorenzo Pellegrini með tilboði upp á 25,8 milljónir punda. Pellegrini spilaði 47 leiki fyrir Roma á tímabilinu og hefur bæði spilað sem sóknarsinnaður og varnarsinnaður miðjumaður og gætum við því verið sjá arftaka Gini Wijnaldum í liðinu. Það sem Pellegrini hefur fram yfir aðra miðjumenn Liverpool er að það eru mörk í honum en á liðnu tímabili skoraði hann ellefu mörk í 47 leikjum með Roma

  Annars er lítið af frétta af áreiðanlegum heimildum um leikmannakaup Liverpool. Það á greinilega að reyna losa Grujic þar sem miðlarnir tala nú flestir um að hann sé tilbúinn að yfirgefa liðið fyrir fullt og allt. Leeds virðast svo vera að reyna við Harry Wilson og svo er spurning hvað er hægt að fá fyrir menn á borð við Divok Origi, Xherdan Shaqiri, Sheyi Ojo, Loris Karius og Taiwo Awoniyi.

  Svo er það stóra spurningin hvað verður gert í sóknarlínunni. Salah og Mané munu líklega báðir missa út 4-6 vikur í vetur í kringum Afríkukeppnina og því líklegt að við bætum við allavega einum sem getur spilað framarlega á vellinum. Það er þó ólíklegt að við reynum við stóru takmörkin í sumar þó ég væri alveg til í einn Grealish, Sancho eða Kane þá hefur mest verið talað um Patson Daka hjá Salzburg sem hefur tekið við markaskónum þar eftir að Erling Haland fór frá félaginu. Daka er vissulega frá Zambíu en þeir komust ekki inn á Afríkumótið í ár.

  Ýmislegt líklegast að gerast bakvið tjöldin en lítið að frétta, hvernig mynduð þið vilja sjá sumarið þróast?

  [...]
 • Koma fleiri í sumar?

  Liverpool er með kaupunum á Konate búið að fylla í langmikilvægasta skarðið í hópi Liverpool og ef við erum alveg raunsæ er ansi ólíklegt að fleiri varnarmenn verði keyptir í sumar. Ekki miðverðir í það minnsta. Það er ennþá erfitt að skilja söluna á Dejan Lovren úr því að ekki var keypt nýjan leikmann í staðin, það var líka erfitt áður en Van Dijk, Gomez og Matip meiddust allir á sama tíma. Konate er í raun bara að fylla hans skarð í hópnum en festir sig vonandi í sessi fljótlega sem byrjunarliðsmaður við hlið Van Dijk.

  Miðjan

  Kaupin á Konate leysa einnig risastór vandamál á miðjunni hjá Liverpool ef við tökum mið af núverandi hópi og eins ef við tökum brottför Gini Wijnaldum með inn í jöfnuna. Fabinho og Henderson spiluðu nánast ekkert saman á miðjunni í vetur og raunar kom leikur þar sem þeir voru báðir komnir í miðvörðinn. Að tryggja að það gerist alls ekki aftur á næsta tímabili er auðvitað ígildi nýs miðjumanns í þeirra gæðaflokki. Fabinho hefur sýnt það ágætlega hversu hrottalega mikilvægur hann er.

  Það er sjaldnast þannig í nútímafótbolta að keypt sé nákvæm eftirlíking að þeim leikmanni sem var að fara. Sala á Wijnaldum þýðir alls ekki að Liverpool sé núna að fara kaupa Tielemans, Neves eða álíka leikmann sem spilar áþekkt hlutverk. Konate gæti óbeint verið hugsaður í stað Wijnaldum að því leiti að innkoma hans skilar okkar bestu miðjumönnum aftur í sína stöðu.

  Liverpool keypti leikmanninn sem tekur við af Wijnaldum síðasta sumar og hefur hann núna fengið mikilvægt ár til að aðlagast nýju liði, Jurgen Klopp fótbolta og nýrri deild. Thiago eins og hann var að spila í lok þessa tímabils með Fabinho að verja sig er með mun stærra vopnabúr en Gini Wijnaldum og gæti alveg tekið Liverpool liðið upp eitt level. Hugsið ykkur frjálsræðið sem Thiago fengi með Fabinho og Henderson með sér á miðjunni og alvöru miðvarðapar fyrir aftan sig leitt af Virgil van Dijk!

  Kjarninn sem farið verður með inn í nýtt tímabil verður væntanlega Fabinho – Henderson – Thiago sem er raunar eins og við settum þetta upp fyrir síðasta tímabil. Engu að síður, enn eina ferðina spilaði Wijnaldum langmest allra og yfirburða langmest á miðri miðjunni. Það er ekki síður erfitt að fylla hans skarð vegna þess hversu oft hann var í leikhæfu ástandi. Henderson spilaði aðeins 50% af síðasta tímabili og þetta er ekkert í fyrsta skipti sem hann á í meiðslavandræðum. Thiago náði bara 55% en það skrifast á Richarlison gerpið í Everton.

  Klopp hefur svo sagt að hann sé ekki búinn að gefast upp á Naby Keita og Oxlade-Chamberlain. Ef að það verður rauninn eftir sumarið er ljóst að Liverpool er ekki að fara kaupa leikmenn í staðin fyrir þá án þess að selja þá. Liverpool satt að segja vantar alltaf miðjumann í hópinn sem skilar því hlutverki sem Keita og Ox er ætlað að skila og hafa klárlega getu til að skila.

  Naby Keita er miklu miklu betri leikmaður en stór hluti stuðningsmanna Liverpool gefur honum credit fyrir enda hann kominn í “Lucas Leiva hlutverkið” hjá mörgum. Þá sjaldan hann nær að spila nokkra leiki samfellt er tölfræðin jafnan mjög spennandi. Slíkt skiptir bara engu máli ef hann er alltaf meiddur. Haugryðgaður Keita í fyrri hálfleik gegn Real Madríd í sundurtættu byrjunarliði eftir nokkrar vikur frá er ekki raunverulega útgáfan af Naby Keita.

  Ox er svipaður nema hann er ennþá meiri meiðslahrúga. Hann var alltaf meiddur hjá Arsenal og hefur bara haldið því áfram hjá Liverpool. Ég veit ekki til þess að hann sé raunverulega kominn aftur eftir meiðslin gegn Roma í apríl 2018. Það eru komin rúmlega tvö ár síðan. Hann er alveg góður en ekki svo góður að hægt se að fara inn í enn eitt tímabilið með hann sem lykilmann, hann spilaði 7% af deildarleikjum síðasta tímabils og samt var miðjan fullkomlega í hassi. Sumar af þessum mínútum spilaði hann m.a.s. á vængnum. Hann spilaði 19 mínútur samtals tímabilið 2018/19. Hann reyndar byrjaði 17 deildarleiki á síðasta tímabili sem ótrúlegt en satt er það mesta sem hann hefur afrekað á ferlinum!!! Það er ekki hægt að hafa þrjá svona mikilvæga leikmenn enn eitt árið því að Keita og Shaqiri eru í sama flokki.

  Curtis Jones er enn einn X factorinn á miðjunni fyrir næsta tímabil. Þetta tímabil var rosalega öflugt og mikilvægt fyrir Jones sem hefur sýnt það að hann á alveg heima á þessu leveli. Hann er mjög langt frá því að vera fullmótaður leikmaður og Klopp hefur sýnt það allan sinn þjálfaraferil að hann kann að vinna með svona efnivið. Liverpool ætlar Curtis Jones enn stærra hlutverk tímabilið 2021/22 og þar gæti verið annar leikmaður sem leysir Wijnaldum af og þróar jafnvel stöðuna aðeins í jákvæðari átt sóknarlega. Eins og staðan er núna tippa ég á að hann verði að berjast við Keita og Ox um sæti á miðjunni svipað og í vetur nema nú verði ekki eins greið leið inn í byrjunarliðið. James Milner verður eins áfram og heldur væntanlega áfram að spila slatta af leikjum.

  Miðja með Fabinho – Henderson – Thiago er sú sterkasta í deildinni. Keita, Ox, Jones og Milner á svo að heita nokkuð gott back up. Það vantar engu að síður einn sem getur leyst varnartengiliðinn af hólmi og það má alveg vera á kostnað t.d. Ox-Chamberlain.

  Hvað sem verður gert er ljóst að við þurfum miklu betri ógn sóknarlega og meiri þátttöku í mörkum frá miðjunni. Keita, Jones og Ox eru leikmenn sem geta komið með það inn í liðið. Thiago einnig en með öðrum hætti, hann stjórnar hljómsveitinni eins og hún leggur sig.

  Miðverðir

  The Athletic heldur því fram að Klopp ætli að gefa Phillips, Ben Davies og Rhys Williams fyrstu vikurnar á undirbúningstímabilinu áður en ákvörðun verður tekin um framtíð þeirra. Joe Gomez er sagður vera lengst kominn í endurhæfingunni af miðvörðunum en þó að það sé búist við þeim öllum til baka úr meiðslum á undirbúningstímabilinu þíðir það alls ekki að það verði endilega í byrjun júlí þegar liðið kemur saman aftur.

  Kaupin á Konate og uppgangur Phillips gerðu það að verkum að Kabak var ekki keyptur. Það hversu seint Liverpool náði í hann í janúar gefur kannski til kynna að félagið var aldrei að fara kaupa hann í sumar.

  Ben Davies er erfiðara að reikna út, ef hann er þá til. Þetta er 25 ára leikmaður með ágæta reynslu í Championship fótbolta. Þetta á alveg að vera Ragnar Klavan gæði eða þaðan af betra. Þó að hann spilaði varla mínútu í vetur heldur Klopp því fram að hann sjái samlíkingar í innkomu Davies og Andy Robertson og sé ekkert búinn að gefast upp á honum. Hann fær a.m.k. undirbúningstímabilið og ætti að vera búinn að ná sér af meiðslum áður en boltinn fer aftur að rúlla. Það er enginn að búast við Ben Davies í byrjunarliðið en Klopp skoðar hann og metur út fram því hvernig miðverðirnir skila sér til baka úr meiðslum. Er ekki best að hafa sem allra flesta miðverði í hópnum a.m.k. fram að jólum, lærðum við það ekki í vetur?

  Markmenn

  Fyrsti kostur virðist vera að halda öllum þremum markmönnunum og hefja samningsviðræður við þá alla í sumar. Alisson er auðvitað það eina sem skiptir máli þar og á hann von á mun betri samning í sumar sem framlengir núverandi samning sem rennur út 2024. Caoimhin Kelleher virðist vera orðinn markmaður númer tvö og er eins búist við að þessum 22 ára strák verði boðin nýr samningur á næstunni. Adrian rennur út á samningi í sumar en eins og staðan er núna er talið að Liverpool vilji halda honum, þá áfram sem þriðja kosti.

  Raunar er Liverpool líklega að fara opna samningsviðræður á næstu mánuðum við Van Dijk, Henderson, Fabinho, Alisson, Salah, Mané og Firmino sem allir eiga bara tvö ár eftir af samningi. Spurning hvort samið verði við þá alla?

  Bakverðir

  Klopp er sagður ángæður með Tsimikas og Neco Williams sem varaskeifur fyrir bakverðina. Það er gott og blessað svo lengi sem Robertson og Trent meiðast ekki. Rosaleg meiðsli í öllum öðrum stöðum hjápuðu Tsimikas líklega ekki neitt í vetur enda Klopp mjög lítið fyrir að skipta þeim fáu lykilmönnum sem ennþá stóðu út úr liðinu. Vonandi er það ástæðan fyrir því að Tsimikas kom varla inná í vetur, ekki að hann sé bara þetta lélegur. Robertson spilaði allt þetta tímabil, alla leiki Skotlands og er að fara á EM í sumar. Hann þarf miklu meira back up í byrjun næsta tímabils myndi maður ætla.

  Neco Williams hefur alls ekki sannfært mig um að hann sé eða verði nógu góður en hann kemur a.m.k. árinu eldri inn í næsta tímabil með góða reynslu af þessum hópi. Útiloka alls ekki að hann geti þróast miklu meira undir stjórn Klopp komi til þess að treysta þurfi á hann. Ég meina Rhys Williams var að leysa Matip/Gomez af með Nat Phillips við hliðina á sér þannig að skrítnari hlutir hafa sannarlega gerst.

  Væri samt mjög gott að fá einn alhliða varnarmann inn í hópinn í viðbót við Konate.

  Sóknarmenn

  Það er ekki búist við því að nein af lifandi goðsögnum liðsins kveðji í sumar fyrir utan Wijnaldum. Salah, Mané, Jota og Firmino verða allir á sínum stað og þar með er ekkert rosalegt pláss í fremstu víglínu þó við höfum oft rætt það í vetur að gaman væri að fá inn alvöru níu. Leikmann í anda Harry Kane, Ella Haaland eða Bobby Lewandoski.

  Líklega er enginn af fullri alvöru að gera sér vonir um Haaland eða Mbappe í sumar, ekkert þannig er að fara gerast hjá Liverpool, en það ætti alveg að vera hægt að mynda svigrúm fyrir einum svona 30-50m leikmannakaupum í anda Salah, Mané, Jota og Bobby í viðbót með sölu á deadwood leikmönnum

  Divock Origi spilaði minna en Minamino á þessu tímabili. Hann bara verður að fara sjálf síns vegna. Hann er alveg af þeim gæðaflokki að geta sprungið út í minni tjörn líkt og Jesse Lingard gerði í vetur. Það gæti reyndar orðið mesta afrek Michael Edwards ef hann nær að losna við hann enda var skrifað undir nýjan samning við Origi á djamminu í Mardíd 2019. Hann átti þann samning reyndar skilið eftir sitt framlag það tímabil.

  Xherdan Shaqiri spilaði alveg 16% af deildarleikjum tímabilsins þrátt fyrir öll meiðslavandræðin. Sala á honum og Origi skapar svigrúm fyrir einn góðan í staðin. Einhver Michael Edwards kaup frá Evrópu sem menn fussa yfir í fyrstu en átta sig svo á í nóvember að sé eins og afkvæmi Mbappe og Haaland.

  Þriðji leikmaðurinn sem var svo gott sem fullkomlega gangslaus fyrir Liverpool í vetur og gæti vel farið er svo Takumi Minamino. Þetta var ógeðslega erfitt ár til að koma inn í enska boltann og allt það en hann virðist bara ekki alveg vera í Liverpool gæðaflokki. Minamino sem spilaði með RB Salzburg gegn Liverpool var það reyndar alveg.

  Mest spennandi verður þó að sjá hvaða hlutverk Harvey Elliott fær í vetur. Verður hann tekinn inn í hópinn eins og Curtis Jones eða fer hann aftur á lán, nú á hærra leveli. Hann getur spilað á miðjunni og vængjunum rétt eins og Jones. Klárlega mesta efni sem komið hefur upp hjá Liverpool síðan Raheem Sterling og jafnvel meira spennandi. Hann er klárlega vaxinn upp úr Blackburn.

  Sala á tveimur til þremur af Origi – Shaq – Minamino til að kaupa leikmann sem keppir við Firmino um stöðu og færir hann jafnvel aðeins neðar gæti snarbreytt vopnabúri Liverpool og jafnvel hnikað eitthvað til leikstíl liðsins. Eins væri spennandi að fá einhvern sem pressar á bæði Salah og Mané betur en Shaqiri og Minamino gera.

  Sala á lánsmönnum

  Síðasta sumar var auðvitað handónýtt en Liverpool á ennþá nokkra leikmenn sem gætu alveg skilað helling í kassann. Harry Wilson er leikmaður í Úrvalsdeildar eða efri hluta Championship klassa sem félagið metur á um 15m. Marko Grujic hefur verið að spila Meistaradeildarfótbolta í vetur hjá öðru af stærstu liðum Portúgal. Hann er verðlagður á svipuðum nótum. Taiwo Awoniyi sem hefur verið á láni allsstaðar er kominn með atvinnuleyfi og gæti skilað um 5-8m í kassann. Þar fyrir utan eru strákar eins og Loris Karius, Sheyi Ojo, Ben Woodburn og Liam Millar sem gætu tikkað inn einhverju smá.

  Hugmyndin var að selja megnið af þessum strákum síðasta sumar og líklega er ekki hægt að losna við alla í einu í sumar. En hvað gæti sala á Origi, Shaq, Minamino, Phillips, Wilson, Grujic og Awioniyi skilað í kassann? 50-80m? Eins skapar salan á Wijnaldum pláss á launaskrá.

  Þar fyrir utan ætti Liverpool alls ekkert að vera á hausnum, nýlega var selt hlut í félaginu og komið með pening inn í reksturinn til að vinna upp tap vegna Covid og fjármagna framkvæmdir á Anfield. Meistaradeildarsæti er talið vera 50-80m virði og frá og með næsta tímabili er unnið út frá því að áhorfendur verði komnir aftur.

  Ibu Konate er flott byrjun á sumarglugganum, keypt í þá stöðu sem helst þurfti að kaupa. Vonandi verður klárað kaup á 1-2 leikmönnum í viðbót áður en undirbúningstímabilið hefst en líklega verður beðið með einhver leikmannakaup þar til í ágúst til að sjá hvernig sala leikmanna gengur.

  Liverpool er að endurheimta svo marga leikmenn úr meiðslum að maður gleymir aðeins hversu sterkur þessi hópur er fyrir. Klopp vill ekkert og þarf ekkert allsherjar breytingar á hópnum heldur hressa smávægilega upp á hann. Það er töluvert hægt að gera í slíku með því að losa burt þá sem ekki eru partur af byrjunarliðskjarnanum.

  [...]
 • Ibrahima Konate til Liverpool (Staðfest)

  Krafan eftir þetta ofboðslega erfiða tímabil sem var að enda var að Liverpool væri nú þegar tilbúið með nýjan miðvörð strax og leikmannaglugginn opnaði. Það er augljóslega ekki hægt að treysta á núverandi miðverði. Það er því gríðarlega jákvætt að það sé kominn Fótbolti.net (Staðfest) svigi utan um Ibrahima Konate til Liverpool.

  Það eru auðvitað fjölmörg óvissuatriði varðandi þennan strák enda um að ræða ungan og hráan miðvörð sem hefur verið í fullmiklum meiðslavandræðum. Liverpool kaupir hann engu að síður auðvitað ekki án þess að hafa gert á honum ítarlega læknisskoðun og verðum við að treysta því að Michael Edwards og félagar viti hvað þeir eru að gera í þeim efnum.

  En ef hann sleppur sæmilega við meiðsli gæti hann ekki tikkað mikið meira í öll boxinn fyrir leikmann sem við viljum sjá berjast við Gomez og Matip um stöðuna við hliðina á Van Dijk. Hann er 194cm og þar með stærri en Van Dijk, eins er hann með skrokk sem er nær Van Dijk en slánanum Joel Matip. Hann er því eðlilega mjög öflugur í loftinu. Auk þess er Konate mjög fljótur, hann hefur undanfarin tvö tímabil verið að mælast meðal þriggja fljótustu miðvarða í öllum fimm helstu deildum Evrópu. Hann er góður í að bera boltann upp úr vörninni og óhræddur við að taka menn á ef svo ber undir. Hann þarf hinsvegar að bæta sig töluvert þegar kemur að sendingum og hefur átt það til að missa boltann klaufalega (hér er verið að vitna í tölur frá því hann var 19 ára) Hann er í U-23 ára liði Frakka og klárlega með potential í að verða einn allra besti miðvörður í heimi.

  Konate er fæddur 25.05.1999 þannig að það er skrifað í skýin að hann henti vel sem Liverpool leikmaður. Hann varð því 22 ára á dögunum en þrátt fyrir ungan aldur (sérstaklega fyrir miðvörð), hefur hann spilað ígildi 67 leikja í deild og meistaradeild fyrir Leipzig undanfarin fjögur tímabil.

  Engu að síður er hálf ótrúlegt að Liverpool sé að kaupa miðvörð í sumar sem hefur misst af síðustu tveimur tímabilum meira og minna vegna meiðsla. Samtals ígildi tæplega átta leikja í deild í vetur og 5 leikja í Meistaradeild. Hann spilaði samtals ígildi sjö leikja á síðasta tímabili í þessum keppnum. Eitthvað missti hann samt úr vegna samkeppni um stöðuna hjá Leipzig enda Konate enn mjög ungur.

  Meiðslin:

  • Árið 2018/19 var hann 19 ára fastamaður í vörn Leipzig sem var eitt besta tímabil félagsins varnarlega í Bundesliga. Hann spilaði alla deildarleikina nema sex.
  • Hann reif vöðva í október 2019 í Meistaradeildarleik gegn Lyon og kom ekki aftur til leiks fyrr en um miðjan júní 2020. Þau tóku sig upp aftur og hann fór í aðgerð í fyrra sumar. Það eru einu alvarlegu meiðsli Konate á ferlinum. Annað hefur verið minniháttar. Eins spilar aðeins inn í langa fjarveru að ekkert var spilað fótbolta vegna Covid lockdown.
  • Konate var svo lítið notaður í byrjun síðasta tímabils þar til hann meiddist á ökkla í tvo mánuði rétt fyrir jól.

  Það er ekkert þarna sem bendir endilega til að hann sé endilega meiðslahrúga heldur hefur hann lent í tveimur ólíkum meiðslum sem héldu honum frá í einhvern tíma og eins hefur hann ekkert alltaf átt greiða leið inn í byrjunarliðið þegar hann er að koma úr meiðslum. Leipzig hefur vissulega verið vel mannað í þessari stöðu undanfarin 2-3 ár. Liverpool sá greinilega nóg þegar hann var 19 ára til að réttlæta það að kaupa hann nú á 35m og treysta að hann sé öllu hraustari en Joe Gomez og Joel Matip.

  Konate kom til Leipzig eftir að Ralf Ragnick fór til Sochaux í Frakklandi að skoða þennan 17 ára leikmann, hann hafði þá spilað 12 leiki fyrir félagið og aðeins tvisvar verið í sigurliði. Ragnick sem hannaði módelið hjá Red Bull liðunum var að vanda lítið að spá í slíkri tölfræði, hann sá ekkert nema potential í þessum leikmanni og keypti hann yfir alveg í friði frá öðrum stórliðum. Tók hann beint til Þýskalands, ekki Austurríkis sem er nokkuð áhugavert fyrir svo ungan leikmann.

  Konate er ættaður frá Malí en foreldrar hans eru innflytjendur í Frakklandi og á hann þar sjö systkini. Ragnick var mjög hrifin af Konate eftir að hafa fundað með honum og foreldrum hans, hann er harðduglegur og gáfaður líkt og systkini sín, þau fóru reyndar menntavegin, ekki í fótboltann. Konate er frá París og var hjá hinu liðinu í París (París FC) til 15 ára aldurs er hann fór sem varnartengiliður í akademíu Sochaux sem er fimm tíma í burtu nálægt Svissnesku landamærunum. Góð menntun hjá Sochaux heillaði foreldra hans ekki síður en aðstæður til fótboltaiðkunar og leyfðu þau honum því að fara þetta ungum.

  Þegar Konate var keyptur til Leipzig var honum stillt upp við hlið lands síns Dayot Upamecano sem hefur verið eitt heitasta nafnið í boltanum undanfarin ár og var að skrifa undir hjá FC Bayern núna í sumar. Ralf Ragnick hefur oft verið beðin um álit á Upamecano en hefur ítrekað bent á að hann sé ekkert endilega besti miðvörður Leipzig eða mesta efnið:

  Asked by The Athletic about Upamecano’s breakout performance in last season’s Champions League quarter-final win over Atletico Madrid, Rangnick insisted that Konate was just as promising, “a potential world-beater”.

  “Whereas Dayot relies a lot on his physique and his pace, Ibu plays with his head more. He’s got great anticipation and positioning,” 

  Jurgen Klopp er sagður hafa leitað til heimalandsins í vetur til að spyrja álits á þessum tveimur miðvörðum Leipzig og fengið þau skilaboð til baka að kaupa báða.

  Þetta gæti því verið aðeins meira efni en við höldum, það væri ekki í fyrsta skipti undanfarin ár sem Liverpool kaupir tiltölulega óþekktan leikmann sem verður talin meðal þeirra bestu eftir 1-2 ár. Vonum að Konate verði í þeim flokki, þurfum svo sannarlega á því að halda er kemur að næstu miðvarðakaupum.

  [...]
 • Gullkastið – Þetta er loksins búið!

  Gullkastið er 10 ára í dag en fyrsti þáttur fór í loftið Istanbul daginn árið 2011. Til hamingu við sjálfir. Djöfull sem þetta hefur verið gaman og það var sannarlega létt yfir okkur í þætti vikunnar. Liverpool er komið í Meistaradeildina og náði m.a.s. 3.sæti. Uppgjör á tímabilinu á matseðlinum í dag, mikið djöfull er gott að þetta tímabil er búið og það næsta er ekki ónýtt eins og stefndi í lengi vel.

  Stjórnandi: Einar Matthías
  Viðmælendur: SSteinn og Maggi

  MP3: Þáttur 336

  [...]
 • Bikarúrslitaleikur U18 gegn Villa

  Við höfum nú sjaldnast verið með sérstaka leikþræði fyrir U18 eða U23, en við gerum örlitla undantekningu þar á í þetta skiptið. Enda talsvert í húfi, bikarúrslitaleikur hvorki meira né minna.

  Liðinu er stillt upp eins og í undanúrslitaleiknum:

  Davies

  Bradley – Quansah – Koumetio – Norris

  Shephenson – Morton

  Corness – Balagizi – Musialowski

  Woltman

  Bekkur: Jonas, Mrozek, Wilson, Chambers, Frauendorf, Mabaya, Bajcetic

  Ég vona a.m.k. að ég sé ekki að klúðra uppstillingunni eitthvað svakalega, manni hefur sýnst Woltman gjarnan vera fremstur en Balagizi meira í holunni. Við sjáum líklega hvort þetta sé eitthvað mjög fjarri lagi á fyrstu mínútum.

  Villa menn mæta með 5 leikmenn sem spiluðu bikarleikinn í janúar gegn aðalliðinu, svo þar eru guttar sem eru ekki alveg blautir á bak við eyrun.

  Leikurinn er sýndur á BT Sport, og sjálfsagt hægt að ná að horfa á hann í beinni eftir einhverjum smá krókaleiðum.

  [...]
Load More
Congratulations. You've reached the end of the internet.
Back to Top
Close