Peningamál 2017

Ég er búinn að vera með þennan pistil í vinnslu í tæpt ár. Ég ákvað að lokum að bíða með hann þar til ársreikningur félagsins fyrir tímabilið 1.6.2015-31.5.2016 lægi fyrir. Hann var svo birtur í þar síðustu viku sem eru eiginlega jólin fyrir menn eins og mig, endurskoðanda með fótboltadellu.

Ég ákvað að skipta pistlinum upp í tvennt, í dag einblíni ég á:

  • ársreikning félagsins
  • þróunina síðan 2010/11
  • kaup FSG á klúbbnum og mína sýn á FSG sem eigendur og framtíðina

Á sunnudaginn mun ég svo birta síðari helminginn þar sem einblínt verður á samanburð við samkeppnisaðilana, skoðað hver fylgnin er á milli árangurs og peninga og lagt mat á það hvort að gengi Leicester sé ekki frekar undantekningin sem sannar regluna heldur en þróun sem við getum átt von á að sjá oftar í framtíðinni.

Tölurnar tala sínu máli

Liverpool FC var rekið með £21,3 milljóna tapi rekstrarárið 2015/16. Klúbburinn hefur í raun bara skilað hagnaði eitt rekstrarár sem heitið getur síðan að FSG keypti klúbbinn í október 2010, það var 2014/15 þegar Suarez var seldur til Barcelona með bullandi hagnaði.

Continue reading

Árshátíð Liverpoolklúbbsins og Jamie Carragher

Já, það er enginn smá gestur sem Liverpoolklúbburinn á Íslandi er búinn að fá til að heiðra sig með nærveru sinni. Sjálfur Jamie Carragher mætir á svæðið og er einhver í vafa með það hvort hann hafi skoðanir á hlutunum? Nei, ég hélt ekki. Árshátíðin er óvenju seint þetta árið, en að sjálfsögðu er það vegna þess að Carra er fastur hjá Sky í vinnu þar til tímabilið klárast.

Forsala miða til meðlima klúbbsins hefst í kvöld og er um að gera að hafa hraðar hendur, hver vill ekki fá tækifæri á að hitta þennan snilling. Sjálfur hef ég orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að rabba nokkrum sinnum við hann og hann stóð svo sannarlega undir væntingum og rúmlega það.

Árshátíðin verður sem sagt haldin að kvöldi þess 24. maí nk. og verður haldin í hátíðarsal í Kórnum í Kópavogi. 24. maí er miðvikudagur, en sem betur fer er frí daginn eftir, enda afmælisdagur kraftaverksins í Istanbul.

Nánari upplýsingar er að finna hérna.

Podcast – Eins og boxbardagi á Etihad

Þáttur kvöldsins var með aðeins breyttu sniði þar sem viðmælandinn var aðeins einn. Hann er þó blessunarlega þannig að það þarf ekkert fleiri með til að spjalla um ævintýri Liverpool. Umræðuefnið var aðsjálfsögðu stórleikur helgarinnar og frammistaða okkar manna þar. Eins tókum við smá snúning á komandi landsleikjahléi og ferðalögum okkar manna þar og enduðum á því að skoða aðeins möguleika Liverpool í baráttunni um eitt af efstu fjórum sætunum.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælælandi: Maggi.

MP3: Þáttur 145

Man City – Liverpool 1-1 (leikskýrsla)

0-1 Milner 50. mín.
1-1 Aguero 68. mín.

BESTU LEIKMENN LIVERPOOL

First things first. Þetta var frábær skemmtun í dag. Virkilega opinn og fjörugur leikur þar sem bæði lið hefðu eflaust getað skorað 4-5 mörk án þess að mikið hefði verið hægt að segja. Heilt á litið, þó að Lallana klúðrið svíði ennþá, þá held ég að úrslitin hafi verið sanngjörn.

Continue reading

Man City – Liverpool 1-1 (leik lokið)

Leik lokið, 1-1 jafntefli. Skýrsla kemur á eftir,

68 min – 1-1, Aguero eftir að City hafa verið að koma meira inn í leikinn síðustu 5 mínúturnar eða svo eftir algjöra yfirburði Liverpool í síðari hálfleik.

50 min – 0-1, Milner úr víti!! Frábær sending frá Can, rangstæðugildra City klikkaði og Clichy braut á Firmino. Liverpool byrjað betur í síðari hálfleik, nú er bara að fylgja þessu eftir!

45 min – 0-0 í hálfleik. Ekki að það vanti færin, bæði lið fengið nokkur tækifæri til að komast  yfir og bæði lið hefði líklega átt að fá vítaspyrnu.

16:30 – Michael Oliver blæs til leiks!

15:30 – Liðið er komið, það er ein breyting frá því í leiknum gegn Burnley. Firmino er orðinn klár og kemur inn í stað Origi! Lovren er svo kominn á bekkinn.

Svona er þetta í dag:

Mignolet

Clyne – Matip – Klavan – Milner

Lallana – Can – Wijnaldum

Mane – Firmino – Coutinho

Bekkur: Karius, Moreno, Alexander-Arnold, Woodburn, Lucas, Lovren, Origi.

Lið City gæti varla orðið sókndjarfara. Sané, Bruyne, Silva, Sterling og Aguero eru allir í liðinu:

Lið City: Caballero, Fernandinho, Stones, Otamendi, Clichy, Yaya Touré, Sané, De Bruyne, Silva (C), Sterling, Agüero

Minnum á tístkeðjuna.