Suðurstrandarborgin Birghton er ein sú allra yndislegasta á Englandi. Hún hefur ekki alltaf verið fræg fyrir fótbolta en stuðningsmenn liðsins eru nú að upplifa hálfgerða gullöld. Þeir hafa aldrei verið jafn lengi efstu deild, kláruðu í fyrra í efsta sæti sem þeir hafa nokkurn tímann náð og eru nú þegar tímabilið er hálfnað virðast þeir eiga fínasta séns á Evrópusæti. Margir óttuðust það versta þegar þjálfarinn var keyptur í haust, en allt bendir til að Brighton hafi komið betur útúr þeim díl.
Á sama tíma eru okkar menn að sýna eilítin batamerki eftir sú stanslausu drullu sem Janúar hefur verið. Það verður afar áhugavert að sjá hvernig okkar menn nálgast þennan leik. Bikarinn er líklega eini séns okkar manna á dollu í vetur og eins og stendur er vika á milli leikja. Þannig að það er í raun engin ástæða til að spila ekki okkar sterkasta lið, en hvað í ósköpunum er okkar sterkasta lið?
Andstæðingurinn – Brighton.
Eins og áður sagði þá eru Brighton í hálfgerðri gullöld fyrir félagið. Við höfum reyndar séð þetta áður. Lið nær að koma sér upp með ákveðnum leikstíl, er vel rekið og mjakar sér upp töfluna hægt og rólega upp töfluna. Oftar en ekki kemst liðið í evrópubaráttu jafnvel Evrópu keppni. Að lokum eru einhver mistök gerð, stærri lið týna til sín stjörnurnar og reksturinn fer úr jafnvægi. Liðið sogast niður í botnbaráttu og fellur að lokum. Já ég er að horfa á ykkur Southampton, Fulham, Stoke, Bournemouth og Burnley.
En vonandi njóta þeir þess á meðan á því stendur. Þeir nutu þess allavega í botn þegar lið þeirra niðurlægðu okkar menn á dögunum. Sá leikur var erfiður áhorfs. Suðurstrandarstrákarnir einfaldlega börðu okkar menn niður og gerðu lítið úr þeim. Ef ekki er hefndarhugur í okkar mönnum eftir sú útreið er eitthvað rotið í hópnum.
Eins og áður sagði misstu Brighton menn þjálfaran sinn í haust. Graham var þá líklega heitasti þjálfarinn í enska boltanum. Það hafa líklega fæstir spáð því að Brighton myndu ráða Roberto De Zerbi úr ítölsku deilidinni. De Zerbi er nú þegar komin með nokkuð langt CV: Darfo Boario (ítalskt neðri deildarlið), De Foggia í c-deildinni á Ítalia, hörmungartímabil hjá Palermo, góður árangur hjá Benevento, Sassuaolo og að lokum Shakhtar Doneskt áður en stríðið stöðvaði fótboltan í Úkraínu.
Skilaboðinn frá De Zerbi þegar hann tók við voru nokkuð skýr: Potter stóð sig vel, höldum því starfi áfram og bætum ofan á það. Það virðist hafa virkað, Brighton hafa ekki tapað í janúar.
Með öðrum orðum, þetta verður hörku leikur og ef okkar menn vilja halda þessum bikar á Anfield, þá er eins gott að þeir mæti á völlinn með hausinn skrúfaðan rétt á.
Okkar menn.
Það segir eitthvað um ástandið í janúar að sumir, ég þar með talin, horfðu á miðdeildarmoðið gegn Chelsea um síðustu helgi og hugsuðu: Ég sé framfarir.
Frá blaðamanna fundi Klopp var lítið nýtt að frétta varðandi meiðsli leikmanna, alla vega fyrir þennan leik. Van Dijk, Firmino og Jota eiga allir að koma aftur til æfinga eftir nokkra vikur. Það er víst “aðeins lengra” (hans orð) í Diaz greyið. Klopp talaði um að allavega Jota og jafnvel Virgil og Firmino yrðu góðir fyrir Real Madrid. Það eru samt heilir fjórir leikir í það.
Það er bæði erfitt og einfalt að giska á þetta byrjunarlið. Einfalt vegna þess að það eru ekki svo margir kostir í boði í flestar stöður, erfitt því maður áttar sig ekki alveg á hvar sumir leikmenn standa. Gomez og Konate virðast vera að þróa ágætt samstarf í fjarveru Van Dijk, vona að Robbo og Trent verði á sínum stað.
Þar fyrir framan er eitt stórt spurningarmerki frá Brasilíu. Fabinho hefur verið heillum horfin í langan tíma og eitthvað hefur kallinn hugsað þegar Bajecetic fékk að byrja gegn Chelsea. Ungu strákurinn er klárlega ekki tilbúin í deildina en spurning hvenær Fab fær tækifæri til að reyna að endurheimta sætið sitt. Best væri auðvitað ef það gerðist áður en Bajecetic gerir einhver mistök sem kostar liðið stig, bæðið fyrir hann og liðið. Þannig að ég spái Fabinho aftur í byrjunarliðinu.
Þar fyrir framan held ég að þurfi meiri vinnslu en áður, verður Keita og Henderson. Salah hefur ekki verið Salah í svolítin tíma og manni langar smá að spá að Elliot fái að byrja fyrir hann, en raunhæft verður þetta Salah, Gakpo og Nunez. Vonum bara að þeir þrír finni einhvern neista á milli hvors annars sem allra fyrst.
Spá
Spái hér með hjartanu: 2-3 fyrir Liverpool. Þetta er síðasti leikurinn í þessum mánudagslegasta janúar sem menn muna, vonandi náum við í einn bevítans sigur í honum og getum horft bjartsýnni á seinni helming tímabilsins.
[...]