Latest stories

  • Liverpool byrjað að styrkja liðið

    Alexis Mac Allister verður að öllum líkindum kynntur sem leikmaður Liverpool á morgun, kaupverðið er sagt vera um £35m sem er rán á núverandi markaði enda leikmaður sem verðlagður væri mun hærra í dag án allra skilmála í núverandi samningi hans hjá Brighton. Til samanburðar þá kostnaði Ox sömu fjárhæð fyrir sex árum og átti hann aðeins ár eftir af samningi sínum. Liverpool er að gera frábæra hluti að landa þessum samningi og hvað þá á þessu verði því að það er alveg ljóst að ef klásúlan er í kringum £35m er augljóst að Liverpool var ekkert eina elítu liðið í Evrópu sem var á eftir honum.

    Engu að síður er Mac Allister ekki partur af þessu efsta lagi miðjumanna sem maður vildi sjá Liverpool vera miða meira á núna í sumar. Undanfarin 2-3 tímabil er búið að tala mikið um að Liverpool ætli að kaupa slíkan hákarl á miðjuna sem ekkert verður svo úr. Þess í stað hefur félagið ekki gert nokkurn skapaðan hlut og látið fjölmarga miðjumenn úr hillunni fyrir neðan framhjá sér fara, leikmenn sem klárlega hefðu skilað meiru af sér en fyrirséð var fyrir síðasta tímabil að t.d. Keita, Ox, Jones, Milner og Thiago voru að fara skila.

    Orðræðan undanfarin sumur hefur stundum verið að þetta sé allt meira og minna ómögulegt ef Liverpool kaupir ekki leikmann X úr efstu hillu, gjörsamlega ekkert annað er nógu gott. Gott og vel, skoðum aðeins hvaða leikmenn þetta eru í þessum leikmannaglugga. Kríterían er helst leikmenn á aldrinum 22-26 ára sem líklegt er að fari í sumar (eða gætu mögulega farið).

    Nokkurnvegin svona myndi ég stilla upp slíkum lista.

    • Verðflokkun er auðvitað huglægt mat og skot út í loftið til að aðgreina hópana aðeins.
    • Rauðmerktir eru þeir sem hafa helst verið orðaðir við Liverpool
    • Endilega bæta við nöfnum ef einhverja augljósa vantar

    Jude Bellingham er augljósasta dæmið og hann einfaldlega valdi Real Madríd og fer þangað á gríðarlega fjárhæð og risa launapakka. Eins hefur verið um það fjallað að kröfur umboðsmanns Bellingham (sem jafnframt er pabbi hans) hafi haft í sér fælingamátt. Svekkjandi fyrir Liverpool og annað árið í röð þar sem aðalskotmarkið endar hjá Real Madríd.

    Satt að segja held ég að það séu raunverulega bara tveir í viðbót sem fara líklega í sumar sem flokkast í næstu hillu fyrir neðan (£70-100m). Declan Rice og Moses Caceido og það er nú alls ekki langt síðan hans nafn kom inn í þessa umræðu. Satt best að segja finnst fáránlegt að halda því fram að Liverpool geti ekki styrkt sig með snjöllum kaupum á öðrum leikmönnum í sumar en Rice og Caceido. Sama mátti alveg segja um Tchouameni í fyrra og jafnvel Bellingham núna.

    Mac Allister er auðvitað frábær byrjun á glugganum en Liverpool gerir vonandi mjög góð kaup á a.m.k. tveimur miðjumönnum í viðbót í svipuðum verðflokki. Koné og Thuram eru sterklega orðaðir núna, báðir 22 ára með 2-3 ára reynslu úr Ligue 1 eða Bundesliga og að öllum líkindum á barmi þess að springa út (frekar en að vera búnir að því og hækka þannig um 1-2 verðflokka).

    Gabri Veiga 20 ára er einnig gríðarlega spennandi leikmaður þó hann sé aðeins 20 ára með eitt alvöru tímabil í La Liga. Orðrómur um Nunes hjá Wolves hefur aldrei dáið út, Gravenberch hjá Bayern var aðalnafnið fyrir ekki svo löngu og Mason Mount er svosem ekki formlega búinn að tilkynna sem leikmann United.

    Koné og Thuram eru að mínu viti mest spennandi af þessum hópi í ljósi þess að það eru stórir og líkamlega sterkir leikmenn og Liverpool þarf mikið meira af slíku stáli á miðjuna. Ef ekki þeir eru sannarlega jákvæðir eiginleikar hjá öllum hinum líka.

    Liverpool hefur efni á að kaupa 1-2 miðjumenn í sumar sem gætu þurft tíma til að aðlagast og vinna sig inn í liðið líkt og við höfum séð fjölmarga leikmenn gera undir stjórn Klopp. Það er vonandi enginn að gera sér vonir um það í sumar að Klopp bæti við þremur miðjumönnum og að þeir verði allir í byrjunarliðinu í fyrstu umferð? Það er ekki raunhæft m.v. fyrri reynslu og ekki má gleyma að Fabinho, Henderson, Jones, Elliott og líklega Thiago eru ekkert að fara í sumar og taka klárlega pláss í liðinu á næsta tímabili. Sérstaklega fyrir áramót myndi maður ætla.

    Liverpool þarf að setja £100-150m í kaup á miðjumönnum í sumar en ekkert endilega bara einum miðjumanni. Það er bara partur af því sem vantar að bæta við núverandi hóp og ef félagið ætlar ekki að sofa jafn fáránlega illa á verðinum aftur er kemur að endurnýjun liðsins þarf að bæta við heilsuhraustum alvöru miðverði strax í sumar. Helst úr efstu hillu.

    Hvað hefur Liverpool verið að eyða í leikmannakaup

    Kaupin á Mac Allister fyrir ekki hærri fjárhæð falla vel að innkaupastefnu félagsins sem í stuttu máli gengur úr á það að kaupa gæði á undirverði. Eins fáránlegt og það hljómar hefur félaginu gegnið illa að kaupa leikmenn á meðan liðið var í toppbaráttu í deild og Meistaradeild með nákvæmlega ekkert margin for error. Það er erfiðara að kaupa óslípaða demanta og gefa þeim smá tíma til að fóta sig þegar liðið má nánast ekki við neinum mistökum og FSG hafa síður en svo verið að setja sig á hausinn við að fjármagna þau leikmannakup sem þurfti til að halda í við lið eins og Man City og Real Madríd.

    Það er nokkuð sláandi að skoða leikmannakaup Liverpool undanfarin ár í samanburði við keppinauta sína á Englandi. Byrjum t.d. á undanförnum fjórum árum þar sem Liverpool var annað af tveimur bestu liðum í heimi:

    Tölur frá Soccerbase

    Nettó eyðsla Liverpool á þessum tíma er £32,5m að meðaltali eða þrefalt lægri en hjá Man Utd og Arsenal sem hvorug hafa verið í Meistaradeild flest þessara ára.

    Ef við horfum bara á leikmannakaup en ekki nettó eyðslu þá er Newcastle nú þegar búið að kaupa leikmenn fyrir hærri fjárhæðir (£359m) en Liverpool (£332m) þó ríkissjóður Saudi Arabíu hafi ekki keypt félagið fyrr en 2022. Aston Villa er að setja hærri fjárhæðir í leikmannakaup undanfarin fjögur tímabil en Liverpool.

    Frá 2019 hafa Arsenal – Man Utd og Man City keypt leikmenn fyrir £170m – £190m meira en Liverpool. Chelsea er búið að eyða tæplega £530m meira á leikmannamarkaðnum þrátt fyrir að hafa eitt árið verið í félagsskiptabanni!

    Ef það er ósanngjarnt að miða bara við síðustu fjögur tímabil horfum þá til Klopp áranna hjá Liverpool, leikmannagluggana frá 2016-2023.

    Þrátt fyrir að tekjuöflun Liverpool hafi stökkbreyst undanfarin ár er félagið að eyða minna í leikmannakaup (nettó) undanfarin fjögur tímabil en þegar við horfum sjö tímabil aftur í tímann. Hvernig má það bara vera? Árið 2016 gat Liverpool keypt óslípaða demanta og gefið þeim smá tíma og svigrúm til mistaka sem var ekki hægt með leikmannakaupin eftir 2020. Liverpool ætti að vera versla í mun dýrari búðum undanfarin ár en fyrstu ár Klopp hjá Liverpool!

    Það mætti oftar taka inn í myndina þegar borið er saman Guardiola og Klopp að spánverjinn tók við MIKLU betra liði og hefur síðan keypt leikmenn fyrir tæplega £290m meira. Guardiola er að eyða að meðaltali um £38m meira í hverjum glugga en Klopp (það er t.d. einn Mac Allister).

    Stjórar Man Utd hafa verið að eyða um £60m meira að meðaltali í hverjum glugga undanfarin sjö tímabil heldur en Klopp og stjórar Arsenal hafa verið með svipað forskot og Man City eða um £37m per tímabil.

    Chelsea reiknidæmið er svo galið að það telur varla með og núna bætum við Newcastle við jöfnuna og það Newcastle sem nú þegar er komið í Meistaradeildina.

    FSG geta ekki endalaust haldið sömu línu og búist við öðru en því sem gerðist nákvæmlega á síðasta tímabili.

    Leikmannagluggar Liverpool 2016 -2023

    Skoðum aðeins nánar þessa sjö leikmannaglugga og dæmum þá.

    Þetta eru jú alltaf eftiráfræði:

    Síðasti sumargluggi var ekkert eðlilega langt frá því sem Liverpool þurfti og það bókstaflega kostaði okkur þetta tímabil í öllum keppnum skammarlega snemma. Þetta er fullkomlega svona einfalt. Nunez getur vissulega enn réttlætt verðmiðann en hans framlag síðasta tímabil var langt frá því að duga til og meiðslavandræði hans eru töluvert áhyggjuefni. Hann hefur ekki fyllt skarð Mané a.m.k. Tökum eins verðmiðanum á honum aðeins með fyrirvara enda er þetta m.v. allar klásúlur (£21m) uppfylltar.

    Tveir af þeim sem áttu að styrkja 20 manna hópinn voru eins ódýrir kostir og mögulegt var og spiluðu hvorugur leik allt tímabilið sem verður að teljast með ólíkindum. Neco Williams hefði frekar mátt vera áfram bara og lánssamningurinn við Arthur virkaði með ólíkindum mikið panic dæmi. Það er erfitt að ímynda sér hvernig þetta gat farið eitthvað mikið verr hjá honum. Kaup eins og Liverpool er að gera núna í Mac Allister, miðjumaður sem að öllu eðlilegu getur spilað 70-85% af leikjum liðsins yfir heilt tímabil hefði að öllum líkindum skilað okkur mun meiri stöðugleika í vetur og klárlega þessum fjórum stigum sem uppá vantaði til að ná í Meistaradeild. Tók því svona líka stórkostlega að spara aurinn í fyrra til að missa af Meistaradeildarpeningunum næsta vetur. Bravó bara.

    Cody Gakpo í janúar lagaði aðeins gluggann heilt yfir tímabilið en enganvegin þannig að þetta sé annað en falleinkun.

    Konaté er búinn að spila 37% af leikjum Liverpool í deildinni undanfarin tvö tímabil og Luis Diaz er búinn að spila 40% af deildarleikjum Liverpool frá janúar 2022. Þetta er hreinlega með ólíkindum bara og svo innilega það sem Liverpool mátti ekki við. Bæði er þetta óheppni en líka of lítið svigrúm fyrir skakkaföll sem félagið er að vinna með. Sumarið 2020 þurfti MIKLU meira en Konate, hann var til að fylla skarð Lovren frá árinu áður sem endaði sem vel fyrirsjáanlegt stórslys. Diaz kom svo ekki fyrr en á lokadegi vetrargluggans. Eftir tímabilið 2020-21 er með ólíkindum að miðvörðurinn sem Liverpool keypti hafi bara spilað 37% leikja liðsins! Gríðarlegur óstöðugleiki falin þarna.

    Strax þarna var ljóst að félagið þurfti að losna við Keita og Ox og uppfæra þá báða auk Wijnaldum með alvöru framtíðarmiðjumanni og eins var þarna alls ekki tilefni til að henda langtímasamningi í Jordan Henderson sem hefur verið á niðurleið í nokkur ár núna.

    Liverpool seldi Lovren og ákvað að treysta bara á Gomez og Matip heilt tímabil. Þeir meiddust báðir út tímabilið um leið og Van Djik lenti í sínum langtímameiðslum (fyrir áramót). Samt erum við ennþá að treysta á þá núna tveimur árum seinna. Það var farið ódýru leiðina í janúar með Kabak og draugnum af Ben Davies sem hvorugur komst almennilega í liðið þrátt fyrir að bókstaflega allir miðverðir Liverpool væri meiddir.

    Thiago og Jota voru spennandi viðbætur hinsvegar en þeir hafa báðir spilað <50% af leikjum Liverpool síðan þeir komu. Er þetta bara alltaf óheppni hjá Liverpool eða? Er þetta ekki örugglega læknisfræðilega menntaður maður sem sér um læknisskoðunina? Nabil Fekir hefur sem dæmi verið minna meiddur en flestir þeirra leikmanna sem Liverpool hefur keypt undanfarin ár. (Gaurinn sem við keyptum ekki vegna þess að hann féll á læknisskoðun).

    Liverpool liðið sem náði í 97 stig í deildinni og vann Meistaradeildna hamraði járnið meðan það var heitt og gerði bókstaflega ekkert í sumarglugganum á eftir. Hvorki um sumarið né í janúar. Auðvitað auðvelt að réttlæta það þar sem liðið vann 26 af fyrstu 27 leikjum tímabilsins en þetta var klárlega enn eitt sumarið sem hefði verið gott til að nýta til endurnýjunar á liðinu og vinna út frá langtímaplani þar.

    Síðasti alvöru góði leikmannagluggi Liverpool var sumarið 2018 eða fyrir fimm árum. Þá bætti Liverpool við sig þeim tveimur púslum sem vantaði til að fullmóta liðið í Alisson og Fabinho. Alvöru nettó eyðsla líka upp á rúmlega £130m. (Coutinho fór í janúarglugganum sex mánuðum áður)

    Tímabilið 2017/18 er gott dæmi um að þetta eru eftiráfræði því að maður var ekki beint að fagna tilhugsuninni að Liverpool væri enn eitt árið að selja sinn besta leikmenn og hvað þá á miðju tímabili. Salah reyndist hinsvegar vera fjórfalt betri en Coutinho og Van Dijk var biðarinnar virði. Robertson frá Hull var svo ennþá meira rán en Liverpool er að gera núna í Mac Allister dílnum. M.a.s. Solanke var frábær díll þar sem hann skilaði £20m hagnaði

    Fyrsti gluggi Klopp var svo í anda 2017 og 2018, keypt leikmenn sem efasemdir voru uppi um en reyndust flestir frábærlega. Mané og Wijnaldum sérstaklega og Matip hefur eins heilt yfir átt mjög góðan feril hjá Liverpool. Samhliða var farið í töluverða og góða tiltekt í leikmannahópnum.

    Það er einfaldlega of langt síðan Liverpool sýndi alvöru metnað á leikmannamarkaðnum og núna er klárlega kominn tími á að ráðast í svipaða endurnýjun og ráðist var í frá 2016-2018.

    Liverpool er eitt af fimm verðmætustu félagsliðum í heimi og hefur aldrei í sögu félagsins rakað inn eins mikið af tekjum og undanfarin ár. Ef að titilbarátta og meistaradeildarsæti er aftur takmarkið þarf að stíga töluvert meira á bensíngjöfina strax í sumar.

    Skoðum að lokum aðeins hvernig sundurliðum hinna liðanna er niður á tímabil. 

    Sumarglugginn verður vægast sagt fróðlegur hjá Chelsea enda er endalaust verið að orða þá við helstu bitana á markaðnum þrátt fyrir að þeir hafi keypt leikmenn á síðasta tímabili fyrir £524m og selt nánast ekkert á móti. Það er ekkert eins og þeir hafi haldið að sér höndum hin árin, þeir m.a.s. keyptu einhvernvegin leikmann fyrir £40m sumarið sem þeir voru í félagsskiptabanni!

    Chelsea hefur keypt leikmenn fyrir tæplega £1,4milljarða undanfarin 7 tímabil!

    Árangur Arsenal kom ekkert alveg upp úr þurru í vetur. Þeir eru með meðaltals nettó eyðslu upp á tæplega £100m frá 2019 og hafa keypt leikmenn fyrir um £320m undanfarin tvö tímabil.

    Man City er mjög vel rekið auðvitað og jafnan með ágætan lager af leikmönnum sem þeir geta selt fyrir góðan pening án þess að það komi mikið niður á byrjunarliðinu. Undanfarin tvö sumur hafa þeir gert vel í sölu leikmanna og endurnýjað hópinn vel á sama tíma og nettó eyðsla er í gróða. Þ.e.a.s. af þeim fjárhæðum sem gefið er upp enda nákvæmlega engu að treysta þegar kemur að fjármálum Man City. Erling Haaland kostaði sem dæmi £51,2m miðað við uppgefið kaupverð og maður þarf að vera verulega einfaldur til að trúa því.

    Engu að síður er City búið að kaupa leikmenn fyrir meira en milljarð punda í tíð Guardiola.

    Newcastle er búið að setja £270m í leikmannakaup á tveimur árum og gætu allt eins sett svo mikið bara í þennan sumarglugga. Þar rétt eins og hjá Man City þarf líka að taka öllum uppgefnum verðmiðum með verulega miklum fyrirvara.

    Erik ten Hag var að hrósa sjálfum sér um daginn fyrir árangurinn liðsins miðað við hvað hann hefði lítið fengið að eyða. Hann var sko að meina í janúarglugganum….

    Aston Villa er svo að setja lúmst mikið í leikmannakaup og þetta er ekkert bara hagnaðurinn af Jack Grealish sölunni. Hvernig eru Aston Villa að eyða meira nettó undanfarin fjögur tímabil en Liverpool?


    Mac Allister er mjög jákvæð byrjun á þessum leikmannaglugga en verður að vera einmitt það, byrjunin.

    [...]
  • Gullkastið – Alexis Mac Allister

    Setjum fókusinn strax á tímabilið 2023/24 því að miðað við fréttir dagsins í dag virðast forráðamenn Liverpool ekki ætla að sitja aðgerðarlausir hjá á leikmannamarkaðnum í sumar líkt og stundum áður. Alexis Mac Allister er aðalatriðið í vikunni enda sagður vera á leið í læknisskoðun en slúðrið stoppar síður en svo á honum.

    Stjórnandi: Einar Matthías
    Viðmælendur: SSteinn og Maggi

    Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.


     Egils GullHúsasmiðjanMiðbarJói ÚtherjiÖgurverk ehf

    MP3: Þáttur 429

    [...]
  • Mac Allister vonandi að klárast

    Það verður seint sagt um kaupin á Alexis Mac Allister að þau séu að ganga hratt fyrir sig eins og þegar Fabinho var keyptur. Þá kom slúðrið kl. 11:45, og kl. 12:15 var díllinn tilkynntur. Við erum hins vegar búin að vera að heyra af dílnum varðandi Alexis í talsverðan tíma, og þetta hefur verið að sveiflast frá því að vera að fullu frágengið yfir í að þreifingar hafi átt sér stað en ekkert í hendi, og svo allt þar á milli.

    Nú loksins er Paul Joyce að tvíta um að þetta gæti klárast í þessari viku, og þá er þetta að koma frá aðila sem er sæmilega tengdur og raunverulega veit eitthvað um málið. Einhverjir hafa nefnt að læknisskoðun gæti farið fram á næstu 24-48 tímunum.

    Við gætum samt þurft að bíða eitthvað enn um sinn… við leggjum til að fólk fari varlega á F5 takkanum, enda glugginn ekki einusinni formlega opnaður (þó hann sé það effektívt).

    Svo þykir líklegt að fókusinn muni snúast að öðrum miðjumönnum strax eftir að þessi kaup verða frágengin, og er sérstaklega talað um Thuram í því samhengi. Það er samt enn allt á slúðurstiginu, og ekkert sem hægt er að stóla á enn sem komið er.

    [...]
  • Gullkastið – Loksins búið

    Þessu langa og kolbölvaða tímabili lauk loksins um helgina með ekta lokaleik og 4-4 jafntefli milli tveggja liða sem höfðu augljóslega að engu að keppa. Smá uppgjör á tímabillinu og skoðum hvaða breytingar eru að verða á deildinni næsta vetur og hvað Liverpool er líklegt til að gera á leikmannamarkaðnum. 

    Stjórnandi: Einar Matthías
    Viðmælendur: SSteinn og Maggi

    Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.


     Egils GullHúsasmiðjanMiðbarJói ÚtherjiÖgurverk ehf

    MP3: Þáttur 428

    [...]
  • Southampton – Liverpool

    Lokaleikur tímabilsins fer í gang eftir c.a klukkutíma. Það er ekki mikið undir en allir leikir skipta máli en bara mis miklu.

    Þetta er liðið okkar í dag.

    Kelleher fær að byrja í marki.
    Tismikas fær að byrja í vinstri
    Gomez og Matip byrja í miðverðinum.
    Milner og Firmino fá að byrja kveðjuleikinn

    Það er engin Alisson, Van Dijk, Andy eða Nunez með í dag.
    Þetta verður eitthvað 🙂

    Ég ætla að spá 0-2 sigri með mörkum frá Firmino og Milner ( væri það ekki geggjað)

    0-45 mín
    Vá hvað er hægt að segja um þennan hálfleik. Það er eins og margir af leikmönnum beggja liða eru í sumarfrí. Jota fékk gefins mark og svo skoraði Firmino skemmtilegt mark þar sem hann setti tvo varnarmenn á rassinn fyrst. 0-2 yfir þá hélt ég að við myndum keyra yfir þá en nei, ekki Liverpool 2022/23. Heimamenn skoruðu mark fljótlega eftir að Firmino skoraði og svo kom dæmigert klúðurs mark. Firmino tapar boltanum á slæmum stað, Matip sofnar og Kellhere var ekki að hækka verðmiðann sinn(hefði kannski líka átt að verja fyrsta markið).

    Þessi leikur hefur svona svipað vipe og fyrsti æfingarleikur á tímabili. Eftir að Southampton jöfnuðu voru þeir einfaldlega líklegri til að skora samt án þess að ógna neitt að ráði. Ég vona að strákarnir vakni aðeins í síðari hálfleik en þetta Southampton lið er alveg skelfilegt en því miður fyrir okkur þá erum við ekki miklu betri í dag.

    Hérna má sjá Firmino setja menn á rassinn

    45-90 mín
    Þetta var ekki fallegt í dag. Southampton byrjuðu síðari hálfleikinn að krafti og skoruðu tvö mörk þar sem í einu litu Fabinho og Gomez ekki vel út og Hendo gaf eitt. Reyndar hefði maður viljað sjá Kelleher gera betur í báðum mörkunum. Þetta virtist ætla að vera en einn skitan en okkar menn gáfust ekki upp og Gakpo skoraði eftir fallega sendingu frá Trent og svo var komið að Jota að jafna leikinn stuttu síðar. Við vorum svo miklu betri eftir að við jöfnuðum og er eiginlega mjög sérstakt að við náðum ekki að tryggja okkur öll stigin í þessum leik. Salah hlýtur að velta fyrir sér hvernig honum tókst ekki að skora í þessum leik en á góðum degi hefði hann endað með þrennu.

    Umræðan
    Það var fátt gott við þennan leik og má segja að það voru tveir hápunktar hjá manni. Þegar Firmino skoraði í síðasta leiknum sínum fyrir Liverpool og þegar dómarinn flautaði af og þessu vonbrigða tímabili lauk. Mér fannst fáir leikmenn góðir í þessum leik en mér langar rosalega að velja Firmino mann leiksins fyrir hans framlag til Liverpool undanfarinn ár og hafa glat okkur með marki í sínum loka leik. Ég veit að hann var líklega ekki bestur hjá okkur í dag en skít með það, ég er með ryk í auganu að kveðja þennan meistara og er þetta hið minnsta sem ég get gert fyrir kappann.
    Slæmar frammistöður voru margar. Tismikas heldur áfram að vera ósannfærandi, Gomez/Matip litu skelfilega út og Salah var sprækur en verður að skora úr eitthvað af þessum færum. Skúrkurinn er samt Kelleher fyrir að lækka sinn verðmiða um c.a 10 m punda bara með þessari frammistöðu í dag.

    Hvað er svo næst á dagskrá?
    Sumarfrí hjá okkar strákum og vona ég að þeir koma betur gíraðir inn í næsta tímabil. Við viljum sjá Klopp koma með fleiri lausnir, við viljum sjá nýja miðjumenn koma inn og jafnvel annan sterkan miðvörð.

    YNWA – Við á Kop viljum þakka ykkur sem fylgdu okkur á þessu tímabili en við erum ekki komnir í sumarfrí og ætlum að pæla aðeins í þessum stóra sumarglugga og stöðunni á liðinu næstu vikurnar.

    [...]
  • Lokaleikur tímabilsins: Southampton heimsóttir

    Það gerist ekki oft að Liverpool spili deildarleiki sem hafa enga þýðingu, hvorki fyrir okkar menn né fyrir andstæðingana. Undirritaður man satt að segja ekki eftir slíkum leik í nálægri fortíð. En á morgun er komið að nákvæmlega þeim aðstæðum. Okkar menn verða í 5. sæti, og Southampton enda í neðsta sæti deildarinnar og falla. Hvorki úrslit þessa leiks né annarra leikja munu breyta því.

    En auðvitað skipta þessir leikir alltaf máli. Menn vilja ekkert labba inn í sumarið með tap á bakinu.

    Undirritaður ætlar n.b. ekki að telja það einhvern sérstakan sigur í spádómsdeildinni að hafa spáð nákvæmlega þessari stöðu í leikskýrslu um síðustu helgi, enda þurfti ekkert sérstaklega stóra né kröftuga kristalskúlu til að sjá að líkurnar á því að United liðin tvö myndu bæði klúðra sínu eins stórkostlega og þurfti voru einfaldlega ekki nógu miklar. Við skulum bara líta svo á að Evrópudeildin muni verða gæfuspor fyrir félagið af ýmsum sökum:

    1. Klopp á enn eftir að vinna þennan bikar
    2. Mögulega voru þetta skilaboðin sem eigendurnir þurftu að fá til að sýna að það má hvergi slaka á í baráttunni um efstu sætin
    3. Kannski þýðir þetta fleiri tækifæri fyrir unga og efnilega leikmenn eins og Doak, Bradley, Morton o.fl.
    4. Þetta gæti þýtt færri hádegisleiki á laugardögum

    Gleymum líka ekki að framkvæmdum við Anfield Road stúkuna á Anfield lýkur í haust (líklega í tæka tíð fyrir leik nr. 2 á næsta tímabili), og þá verður staðan sú að klúbburinn verður hvorki í framkvæmdum á æfingasvæðinu né á vellinum, líklega í fyrsta sinn í einhver 5-6 ár. Það gæti því verið kominn tími til að snúa sér að liðinu, og að byggja upp það lið sem mun fylgja Klopp síðustu 3 árin hans hjá félaginu.

    Klopp var með blaðamannafund í gær, og hann gaf að sjálfsögðu ekkert uppi um það hvernig hann mun stilla upp liðinu, en ef einhverntímann er tækifæri til að experimenta aðeins, þá er þetta leikurinn. Hann neitaði því a.m.k. ekki. Spurningin er t.d. hvort Carvalho fái séns, Klopp talaði um að fáir leikmenn hefðu verið jafn eftirtektarverðir á æfingasvæðinu eins og Fabio litli. Hann vildi líka alls ekki útiloka að Carvalho færi hugsanlega á lán á næstu leiktíð.

    Það má líka aðeins minnast á innleggið sem Salah setti á samfélagsmiðla strax eftir að fjórða sætið var tölfræðilega úr greipum runnið. Klopp minntist aðeins á það á blaðamannafundinum, og sagði einfaldlega að Salah væri vel stemmdur og þetta væri ekki til marks um að Mo vildi fara. Reyndar lét hann hafa eftir sér að hann myndi persónulega keyra hvern þann leikmann sem vildi hætta hjá félaginu til næsta klúbbs. Ég hugsa að til þess muni ekki koma.

    Svo var fólk eitthvað að lesa í það að Tsimikas var óvenju tilfinningasamur eftir leikinn á Anfield, og einhverjir vildu meina að það þýddi að hann væri á förum. Það hefur verið borið til baka, og engin merki um annað en að gríski scouserinn okkar verði áfram næstu leiktíð, þó svo það eigi eftir að koma í ljós hversu vel honum gengur að spila þetta 3-2-2-3 kerfi með Trent á miðjunni. Kannski þjálfast það betur upp í sumar.

    Meiðslalistinn er í stysta lagi, en ótrúlegt en satt þá eru líkur á að Keita missi af leiknum vegna vöðvameiðsla. Eins fann Robbo fyrir einhverju sem fannst svo ekki í skönnun, og Konate var eitthvað tæpur. Nunez hins vegar æfði með liðinu aftur eftir einhver furðuleg támeiðsli. Ramsey og Thiago verða frá enda að glíma við langtímameiðsli.

    Það er eiginlega ómögulegt að spá fyrir um uppstillinguna. Mun Klopp spila ungu strákunum og gefa þeim færi á að sanna sig fyrir næstu leiktíð? Mun hann spila þeim sem eru á útleið, sem kveðjugjöf fyrir vel unnin störf? Eða stillir hann kannski bara upp sínu sterkasta liði eins og venjulega?

    Nóg um það. Eigum við að reyna að giska á uppstillingu?

    Kelleher

    Trent – Matip – Virgil – Tsimikas

    Jones – Fab – Carvalho

    Salah – Gakpo – Nunez

    Í raun er þetta algjörlega skot út í loftið. Kannski fær Gomez að byrja. Það gætu hvaða tveir sem er af þessum fjórum frammi byrjað (Gakpo, Nunez, Díaz og Jota), en Salah held ég að byrji alltaf. Nema þá ef Klopp prófar að láta Elliott byrja í stöðunni hans Salah. Nú svo fullyrti Hendo að Ox hefði líklega aldrei verið í betra formi, en hann náði hins vegar ekki einusinni í liðið í síðasta leik svo ég er ekkert mjög bjartsýnn fyrir hans hönd með að byrja.

    Það verður a.m.k. mjög spennandi að sjá þegar byrjunarliðið verður gefið út kl. 14:30 á morgun.

    Nú og svo er það bara silly season. Hvað spáið þið að Liverpool kaupi marga leikmenn í sumar? Munu Liverpool Women loksins fá aftur íslenskan leikmann í kjölfar Katrínar Ómarsdóttur? Hvaða kjúklingar fara út á láni? Verður þetta sumarið þar sem Nat Phillips verður loksins seldur? Hver drap James? Var það butlerinn eins og venjulega?

    Spáum 3-1 á morgun. Salah, Nunez og Jones með mörkin.

    KOMA SVO!!!!

    [...]
  • United mæta á Prenton Park – síðasti leikur kvennaliðsins í bili

    Þessa helgina klára liðin okkar tímabilið, strákarnir okkar mæta Southampton á morgun og það kemur inn upphitun fyrir það á eftir, en núna kl. 13:30 ætla stelpurnar okkar að klára leiktíðina þegar þær frá heimsókn frá stöllum sínum í United. Gestirnir eru í harðri baráttu við Chelsea um meistaratitilinn, en þó hljóta þær að átta sig á að líkurnar eru ekki þeim í hag þar sem Chelsea eru að fara að spila við liðið í neðsta sæti deildarinnar, og þær bláklæddu hafa bara tapað tveim leikjum á leiktíðinni: gegn City og jú gegn okkar konum. Semsagt, United er komið til að reyna að ná í 3 stig ef svo ólíklega vildi til að Chelsea misstígi sig, þó svo líkurnar á því séu afskaplega litlar.

    Nóg um gestina, svosem óþarfi að fókusera á þær, en mikið væri nú gaman ef okkar konur gerðu þeim smá skráveifu í dag og hirtu eitt eða jafnvel 3 stig. Síðasti leikur var gegn Aston Villa og var fjörlegur, og endaði 3-3, en leikurinn þar á undan var heimaleikur gegn City þar sem okkar konur unnu 2-1 með mörkum frá Dowie og Missy Bo. Stelpurnar okkar eru því í fínum gír.

    Þetta verður lokaleikur nokkurra leikmanna í rauðu skyrtunni, en á síðustu dögum hefur liðið tilkynnt að samningar verði ekki endurnýjaðir við eftir talda leikmenn: Rylee Foster, Charlotte Clarke, Rhiannon Roberts, Leighanne Robe, Megan Campbell, Carla Humphrey og Ashley Hodson. Það þarf nú ekkert að láta sum nöfnin þarna koma sér á óvart, Rylee Foster lenti jú í lífshættulegu slysi fyrir líklega 20 mánuðum síðan, endurhæfingin hefur vissulega gengið vel en það á samt eftir að koma í ljós hvort hún spili fótbolta yfirhöfuð aftur. Það er þó gríðarleg eftirsjá af henni enda er hún harður púlari með YNWA tattúverað á handlegginn. Charlotte Clarke var fengin sem redding eftir að Rylee slasaðist, en hefur ekki spilað nema 1 eða 2 leiki og var á láni allt þetta tímabilið. Carla Humphrey var alltaf aftarlega á vagninum á listanum yfir miðjumenn og fékk í mesta lagi að koma inn af bekk einstaka sinnum í vetur. Roberts, Robe og Campbell hafa hins vegar spilað helling, og ákveðin eftirsjá í þeim. Roberts hefur verið James Milner kvennaliðsins, hún hefur hlaupið í hvaða stöður sem er, hvort sem er í bakvörð, miðvörð, miðju eða eitthvað annað, og hefur leyst þetta allt mjög vel. En hún er vitlausu megin við þrítugt, og því skiljanlegt að það þurfi að rýma til fyrir nýju blóði. Þá eigum við klárlega eftir að sakna innkastanna frá Megan Campbell, en mögulega var liðið of mikið að reiða sig á ógnina frá þeim þegar mörkin sem komu upp úr þeim voru kannski ekki nægilega mörg.

    Leighanne Robe er líka leikmaður sem við eigum eftir að sakna, hún hefur gjarnan verið sá leikmaður sem hefur átt flestar tæklanir í deildinni, og svo er hún líklega eini leikmaðurinn í sögunni sem hefur bara skorað þrennur fyrir liðið sitt. Jú vissulega er það bara ein þrenna, í bikarleik gegn Lincoln City á síðasta ári, en engu að síður… þetta eru einu mörkin sem hún hefur skorað fyrir félagið. Svo átti auðvitað að dæma markið hennar gegn Everton í vetur gilt, en dómarinn tognaði á heila í eitt augnablik og því fór sem fór.

    Og svo er það Ashley Hodson. Hún var orðin leikjahæsti leikmaður liðsins frá upphafi áður en Gemma Bonner kom aftur til liðsins, er uppalin hjá félaginu og harður Púlari rétt eins og Rylee Foster, Niamh Fahey, Missy Bo og fleiri. En málið er bara að hún var orðin það aftarlega á merinni í röð leikmanna í framlínunni, og fyrirséð að hún fengi ekki marga leiki. Hún var því á láni hjá Birmingham í vetur, og ljóst að hún myndi ekki ná að brjóta sér leið til baka inn í framlínu Liverpool. Það er því lang sanngjarnast að hún fái að spila annars staðar, hvort sem það verður með Birmingham eða annars staðar. Það kemur í ljós.

    Nóg um það, liðið sem ætlar að hefna ófaranna gegn United í fyrri leiknum lítur svona út:

    Laws

    Bonner – Fahey – Matthews

    Koivisto – Nagano – Holland – Hinds

    Kearns

    van de Sanden – Stengel

    Bekkur: Kirby, Cumings, Roberts, Robe, Humphrey, Lundgaard, Taylor, Dowie, Daniels

    Natasha Dowie fer á bekkinn og Shanice van de Sanden kemur í hennar stað, en kæmi ekki á óvart að sjá þær svissa einhverntímann í síðari hálfleik. Þá fer Rachael Laws aftur á milli stanganna en Faye Kirby sest aftur á bekkinn. Ceri Holland er mætt aftur sem er mikill léttir, enda er hún mjög mikilvægur hluti af hryggjarsúlu liðsins.

    Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á BBC. EDIT: leikurinn verður einnig sýndur á Viaplay.

    KOMA SVO!!!

    [...]
  • Mjög spennandi breytingar á miðsvæðinu

    Það hefur legið fyrir ansi lengi að Liverpool verður að kaupa miðjumenn í sumar, satt að segja var þörfin engu minni síðasta sumar. Spilaðar mínútur í deildarleikjum er góð leið til að skoða þörfina á nýju blóði á miðsvæðinu. Bæði hjá þeim miðjumönnum sem Klopp hefur helst haft út að moða hjá Liverpool og eins hjá miðjumönnum Liverpool í vetur í samanburði við liðin sem eru að enda fyrir ofan Liverpool í ár.

    Miðjumenn Liverpool 2022/23 í samanburði við hin liðin: 

    Tölur yfir spilaðar mínútur hjá lykilmönnum toppliðanna tala sínu máli ágætlega og sýna ágætlega afhverju Liverpool hefur verið svona rosalega óstöðugt á miðsvæðinu í vetur. Samtalan af þessum mínútufjölda er svipaður hjá liðunum en þetta dreifist á níu leikmenn hjá Liverpool í vetur á meðan það eru 4-5 hjá hinum liðunum sem spila megnið af leikjum sinna liða.

    Fabinho (78,7%) er sá miðjumaður Liverpool sem spilar langmest, Henderson er næstur (61%) og aðrir ná ekki yfir 50% sem er satt að segja sjokkerandi.

    Man City sem er að keppa á öllum vígsstöðvum nær að deila þessu milli 4-6 miðjumanna sem er nokkurnvegin fullkomið jafnvægi. Foden kemst varla í liðið, Phillips byrjaði sinn fyrsta leik í síðustu umferð og þarna eru ekki taldir með Stones og Grealish sem báðir leysa oft inn á miðju.

    Arsenal spilaði megnið af tímabilinu með sína þrjá aðal miðjumenn og nýr leikmaður eins og Vieria kemst ekki í liðið, ekki frekar en Emile Smith Rowe sem er löngu búinn að ná sér af sínum meiðslum. Newcastle hefur komist upp með að spila bara fjórum miðjumönnum í þessum þremur stöðum.

    Christian Eriksen sem lést fyrir ekki svo löngu síðan er að spila meira fyrir United í vetur heldur en Thiago, Elliott, Jones, Keita, Ox, Arthur o.s.frv.

    Þarna er nota bene ekkert verið að aldursgeina þessa leikmenn en <10% af spiluðum mínútum miðjumanna Liverpool í vetur var hjá leikmönnum á svokölluðum peak aldri (22-28 ára). Arthur, Keita og Ox eru þeir leikmenn sem falla undir þann flokk og það eitt að losna við þá fyrir 2-4 leikmenn sem geta spilað >65% af tímabili er hrein og klár bylting á miðjunni hjá Liverpool.

    Þó ekki væri nema fyrir 65% spilaðar mínútur hjá Thiago í vetur og segjum 50% frá Arthur heilum heilsu efa ég að Liverpool væri að horfa á eftir Meistaradeildarsæti núna.

    Mac Allister og Mount

    Miðum við að kaupin á Mac Allister og Mount gangi eftir sem er heitast í slúðrinu núna og sjáum hvað bara það myndi breyta myndinni hjá Liverpool. Báðir eru þeir á þessum “peak” aldri og líklega getum við farið að gera meira ráð fyrir Curtis Jones í þeim hópi.

    Mac Allister er að spila 83% af leikjum Brighton í vetur og megnið af þessum 17% sem uppá vantar tengist fjarveru vegna HM og róteringu De Zerbi. Ef hann er á leiðinni til Liverpool má mjög fastlega gera ráð fyrir að hann fari beint í liðið. >80% af spiluðum mínútum frá honum væri ca jafn mikið og allar mínúturnar í deildarleikjum sem fóru í Elliott, Bajcetic, Keita og Ox í vetur. Bara ef hann kæmi inn og tæki að sér þetta hlutverk sem Henderson er að leysa núna er stórbæting á liðinu.

    Einn miðjumaður sem ekki er gerður úr gleri getur verið svona rosalega mikilvægur í liði sem er svona hrottalega óstöðugt.

    Mason Mount er búinn að spila um 50% af leikjum Chelsea í vetur, hann hefur verið meiddur eftir áramót og fallið aftar í goggunarröðina eftir að Bohly keypti 87 leikmenn í janúar. Hann hefur hinsvegar verið að spila megnið af tímabilinu undanfarin ár (70% – 85%) og myndi sem dæmi einn og sér léttilega fylla “skarð” Keita og Ox.

    Curtis Jones spilaði nánast ekkert fyrr en núna í lok tímabilsins og ef allt er eðlilegt ætti hann að byggja ofan á þetta form og koma tvíelfdur til leiks næsta vetur. Hann virðist hafa þroskast töluvert sem miðjumaður, skilur kröfur Klopp betur og virðist passa miklu betur í leikstíl liðsins eftir breytingar á leikkerfi. Hann er líklega hvað líkastur Ox í núverandi hópi, miðjumaður sem veit hvar markið er (þá auðvitað miðað við hvernig Ox var fyrir meiðslin sem bundu enda á ferils hans á efsta leveli).

    Liverpool á fyrir utan þessa þrjá líklega einn besta miðjumann deildarinnar og það á besta aldri, hann bara spilar sem bakvörður. Það gæti snúið öllu á hvolf og gjörbreyt útliti miðjunnar hjá Liverpool ef áfram verður unnið með hann inni á miðsvæðinu

    Tveir nýjir miðjumenn og sterkari innkoma Curtis Jones ættu að takmarka alveg þröfina á Harvey Elliott á miðjunni. Eins hugsa ég að Bajcetic verði meira hugsaður í bikarleikjum og Evrópudeildinni heldur en deildarleikjum. Mínútum Henderson gæti eins fækkað hressilega svipað og þróun Milner var.

    Ef við værum að tala um þrjá nýja miðjumenn er allt eins líklega að einhver af þessum fari strax í sumar. Thiago væri þar lang líklegastur en eins er ekkert útilokað með Elliott, Bajcetic (lán) eða jafnvel Henderson.

    Það er ekki eðlilegt að þurfa níu miðjumenn yfir heilt tímabil og fyrir löngu orðið ljóst að taka þarf til í þessum endalausa meiðslalista.

    Miðjan hjá Liverpool undir stjórn Jurgen Klopp

    Jurgen Klopp er ekkert fórnarlamb þegar kemur að úrvali miðjumanna Liverpool þó vissulega hafi hann ekki alltaf fengið þá leikmenn sem hann óskaði sér. Hann lagði hart að klúbbnum að gefa Henderson nýjan langtímasamning sem gildir langt fram á fertugsaldurinn. Hann vildi halda Wijnaldum áfram og núna Milner líka. Keita, Ox og Lallana voru allir þrjú tímabil of lengi leikmenn Liverpool.

    Það er engu að síður magnað að skoða lista yfir þá miðjumenn sem Liverpool hefur verið með og spilaðar mínútur hvert tímabil (deildarleikir). Af núverandi hópi er enginn miðjumaður fyrir utan Fabinho sem hefur ekki misst úr nánast heilt tímabil vegna meiðsla a.m.k einu sinni.

    Milner hefur vissulega aldrei meiðst illa en hann hefur heldur aldrei verið byrjunarliðsmaður á miðjunni, tímabilið 2017/18 þegar hann spilaði 92% af tímabilinu var hann vinstri bakvörður.

    Henderson hefur tvisvar spilað minna en 50% og aðeins einu sinni meira en 65% af heilu tímabili. Keita og Ox (leikmenn á peak aldri) spiluðu 21% og 24% af leikjum Liverpool yfir tíma sinn hjá félaginu. Hvorugur náði nokkurntíma tímabili þar sem hann spilaði mikið meira en 40% leikjanna.

    Emre Can sem fór sumarið sem Ox kom (ári áður en Keita kom) hefði alltaf verið miklu betri kostur en þeir báðir til samans undanfarin 5-6 ár. Hver hefði trúað því? Ekki að hans ferill hafi verið dans á rósum eftir Liverpool en hann er núna lykilmaður á miðju með Jude Bellingham og líklega að verða þýskur meistari (hjá öðru liði en Bayern) núna um helgina. Það er mun öflugra en allt sem Ox og Keita hafa verið að gera.

    Gini Wijnaldum er svo augljóst viðmið yfir það sem Liverpool vantar á miðjuna. Wijnaldum var að spila meira að meðaltali (82%) yfir fimm tímabil en nokkur miðjumanna Liverpool afrekaði undir stjórn Klopp. Wijnaldum er eini miðjumaður Liverpool sem hefur spilað meira en 80% af leikjum liðsins yfir eitt tímabil (hvað þá að meðaltali) undir stjórn Jurgen Klopp!

    Þessi tölfræði Wijnaldum sem og hvað lykilmenn hinna toppliðanna eru að spila mikið sýnir okkur ágætlega hveru mikið rugl þetta hefur verið hjá Liverpool nánast alla tíð Klopp sem stjóri liðsins. Þarna er rosalega augljóst svigrúm til bætinga áður en við förum að tala um gæði þessara leikmanna sem vonandi koma inn núna í sumar.

    Man City, Arsenal og Newcastle voru öll með sýna bestu þrjá miðjumenn inná vellinum 70-90% í vetur. Það skapar svigrúm fyrir 1-2 miðjumenn í róteringu sem spila svona 50-60% af leikjunum sem er auðvitað nauðsynlegt í nútíma leikjaálagi.

    Gæði þeirra sem vonandi koma inn

    Af þeim þremur miðjumönnum Liverpool sem spiluðu mest í vetur vona ég að Fabinho verði sá eini sem spili álíka mikið á miðjunni næsta vetur. Ef að Henderson er að spila meira en 60% af leikjum liðsins á miðjunni hafa innkaup sumarsins ekki gengið nógu vel. Harvey Elliott spilar vonandi ekkert á miðjunni næsta vetur, hann spilaði tæplega helming leikja liðsins í vetur þrátt fyrir að vera nokkuð augljóslega ekki miðjumaður að upplagi.

    Eins áhugaverð og innkoma Curtis Jones hefur verið núna undanfarnar vikur er ágætt að hafa í huga að hann er að spila svipað mikið í vetur og hann gerði á síðasta tímabili og minna en hann gerði tvítugur tímabilið 20/21. Það er ekki tilviljun að menn voru farnir að afskrifa hann í vetur. Væntingarnar til hans síðasta sumar voru ekkert ósvipaðar þeim sem maður er með núna. Vonandi er hann ekki næsti Ox eða Keita á sjúkralista félagsins því hann er hvergi nálægt sínu þaki sem leikmaður ef hann nær að festa sig almennilega í sessi.

    Thiago spilaði minna í vetur en hann gerði í fyrra sem eru rosaleg vonbrigði og einmitt það sem Liverpool mátti enganvegin við í vetur. Hann er því miður bara í flokki með Keita og Ox yfir leikmenn sem eru of mikilvægir og dýrir til að geta ekki notað meira en helming tímabilsins. Það góða við innkomu nýrra miðjumanna er að Thiago færist þá vonandi meira í hlutverk Keita sem 4-6 kostur á miðjuna en ekki sá lykilmaður sem hann hefur verið undanfarin ár. Thiago er betri í fótbolta en Gini Wijnaldum en sá hollenski var miklu dýrmætari Liverpool.

    Bajcetic er svo nokkuð áhugaverður, er hann svona rosalega góður að hann gerir tilkall til að spila enn meira næsta vetur eða var neyðin í vetur svona mikil? Það er ekki langt síðan neyðin var svipuð og það ar kallað til Tyler Morton. Það er þó ljóst eftir þetta tímabil að Bajcetic er efni í alvöru klassa miðjumann, hvort það verði hjá Liverpool þarf hinsvegar að koma í ljóst. Ég er ekki tilbúinn að leggja næsta vetur undir til að láta á það reyna.

    Alexis Mac Allister tikkar í öll boxin og eru mest spennandi kaup á miðjumanni í tíð Klopp síðan Fabinho var keyptur árið 2018. Hann er með tæplega 10 árum ferskari lappir en Henderson og mun öflugri sóknarlega.

    Mason Mount er minna spennandi kostur en Mac Allister eftir þetta tímabil en tikkar líka í flest boxin auk þess að vera enskur landsliðsmaður. Hann 24 ára og kannski ekki ósvipuð pæling og kaupin á Ox voru á sínum tíma. Það má líka hafa í huga að þegar Liverpool kaupir 24 ára leikmann er ekki bara verið að horfa til þess hvað hann hefur gert heldur hvernig hann getur þróast og vaxið hjá Liverpool. Ef við notum Ox sem dæmi áfram er Mount miklu meira spennandi kostur en Ox var sumarið 2017. Þær efasemdir sem maður heyrir um hann eru ekki ósvipaðar því sem heyrst hafa um flest öll leikmannakaup Liverpool í tíð Klopp.

    Eins megum við alveg hafa það í huga í sumar að þó við viljum öll alvöru statement leikmannakaup þá þarf það ekkert alltaf að vera dýrasta prímadonnan í boði. Hver hefði t.d. trúað því sumarið 2016 hver munurinn yrði á þessum leikmannakaupum Liverpool og Man Utd?

    Þetta var Bellingham sumarsins 2016 nema bara mun nær sínum peak aldri, heitasti bitinn frá Dortmund og einn efnilegasti miðvörðurinn í bransanum sem United bætti við sig.

    Liverpool fékk free transfer frá skítlélegu Schalke liði, miðjumann frá liði sem féll og vængframherja frá Southampton.

    Allt strákar 24-25 ára sem áttu eftir að toppa sem leikmenn og stökkbreyta leik sínum hjá Liverpool.

    [...]
  • Gullkastið – Lykilmenn kvaddir á Anfield

    Draumur um Meistaradeild dó líklega endanlega á Anfield um helgina, Bobby, Milner, Ox og Keita voru kvaddir með virktum og ljóst að löngu tímabili er nánast lokið þó enn sé einn leikur eftir. Silly Season er komið á fullan snúning og útlit fyrir að Liverpool láti til sín taka fljótlega eftir að flautað verður mótið af. Titilbaráttunni er einnig lokið og ljóst að þetta tímabil var nánast samfelld vonbrigði með ríkisrekin Sportwashing verkefni í fyrirrúmi.

    Stjórnandi: Einar Matthías
    Viðmælendur: SSteinn og Maggi

    Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.


     Egils GullHúsasmiðjanMiðbarJói ÚtherjiÖgurverk ehf

    MP3: Þáttur 427

    [...]
Load More
Congratulations. You've reached the end of the internet.
Back to Top
Close