£30m tilboði í Sadio Mané tekið

Samkvæmt fréttum kvöldins er Southampton sagt hafa tekið £30m tilboði Liverpool í Sadio Mané og er búist við því að hann fari jafnvel í læknisskoðun á morgun og skrifi undir í þessari viku.

Persónulega lýst mér vel á þennan leikmann og held að Liverpool vanti nákvæmlega svona tegund af leikmanni. Hann hefur mikinn hraða og veit hvar markið er eins og hann sýndi síðast þegar hann spilaði gegn Liverpool. Það er með ólíkindum að vera kaupa fimmta leikmanninn frá Southampton á þremur árum en af þessum fimm er þetta líklega sé eini sem ég hef verið alvöru spenntur fyrir að fá til Liverpool. Ágætt að hafa í huga líka að Lallana, Lovren og Clyne voru eftir áramót allir fastamenn í byrjunarliði Liverpool.

Klopp er búinn að fá markmann og miðvörð frá Þýskalandi, það pirrar mig ennþá að við séum að setja stóru upphæðirnar í leikmenn úr úrvalsdeildinni og hvað þá enn einn Southampton leikmanninn sem kom til þeirra fyrir 2 árum á næstum þrefalt lægri upphæð. En Mané hefði verið spennandi kaup frá hvaða liði sem er.

Mané inn fyrir enn einn rándýra úrvalsdeildarleikmanninn (Benteke) held ég að það sé klárlega styrking á liðinu.

Vona að Mané verði a.m.k. miklu betri kaup en síðast þegar keypt var leikmann frá Senegal fyrir háa fjárhæð!

Hvað eru hin liðin á gera í sumar?

Liverpool endaði í áttunda sæti á síðasta tímabili, það þýðir að okkar menn þurfa að bæta sig meira en sjö lið næsta vetur og er Chelsea ekki talið með þar. Auðvitað er þetta ekki alveg svona einfalt en mig langar engu að síður aðeins að taka það saman hvað hin liðin hafa verið að gera það sem af er sumri. Höfum auðvitað í huga að leikmannaglugginn er ekki ennþá formlega opnaður. Þessi lið eru rétt eins og Liverpool orðuð við annanhvern leikmann.


Arsenal

Stjórinn:
Ennþá virðast Arsenalmenn ætla að halda sig við Arsene Wenger en það er ljóst hann má ekki við mörgum vondum köflum í vetur. Það er komin gríðarleg þreyta í marga stuðningsmenn Arsenal sem vilja sjá breytingar og fóru ekki leynt með þá skoðun sína. Wenger skilaði þeim þó engu að síður í 2. sæti síðasta vetur sem lítur betur út en það hljómar, furðulegt eins og það nú er. Arsenal átti að vinna titilinn síðasta vetur þegar öll hin liðin voru að gera í brækurnar.

Leikmenn inn/út:
Wenger er með sitt lið hjá Arsenal sem hann hefur byggt upp yfir langan tíma og þarf ekki að breyta of mikið. Hann getur einbeitt sér að því að kaupa fáa og góða leikmenn. Eins eru þeir ekki lengur að missa sína bestu menn sem hjálpar gríðarlega. Núna hafa þeir tryggt sér hinn gríðarlega sterka miðjumann Granít Xakha sem kemur í liðið í stað Arteta og Rosicky. Gríðarleg bæting á miðsvæðinu með þessum skiptum. Jamie Vardy var svo á óskalistanum sem gefur til kynna að Arsenal er tilbúið að borga það sem þarf fyrir sóknarmann og þurfa að gera það.

Líklegt byrjunarlið næsta vetur:

Cech

Bellerin – Koscielny – Gabriel – Monreal

Xakha – Cazorla

Sanchez – Ramsey – Özil

Giroud/nýr sóknarmaður

Ljóst að þeir kaupa líklega inn sóknarmann sem veitir Giroud meiri samkeppni en Welbeck er að gera. Eiga góða breidd á bekknum miðað við þetta byrjunarlið.

Annað:
Þetta verður lokatímabil Wenger og hann mun hafa lið til að berjast alla leið. Lendi liðið í mótlæti gæti pressan frá stuðningsmönnum haft eitrandi áhrif á liðið. Þegar stjórar hafa svona stóran hluta stuðningsmanna á móti sér er aldrei langt eftir.


Tottenham

Stjórinn:
Líklega eru fáir eins öruggir í starfi og Pochettino, hann sýndi það í vetur að þar fer frábær stjóri. Liðið sprakk illa á lokametrunum á síðasta tímabili og endaði frábært tímabil á miklum vonbrigðum, þ.e. í þriðja sæti í tveggja liða kapphlaupi. Næsta vetur þarf að gera ráð fyrir mun stærri Evrópukeppni. Hann hefur ekki verið með lið þar áður og verður fróðlegt að sjá hvernig þeir takast á við auknar væntingar eftir síðasta tímabil.

Leikmenn inn/út:
Rólegt í byrjun sumars hjá Tottenham og svosem ekki líklegt að þeir geri mikið í sumar. Þurfa ekki að kaupa marga og því síður selja eins og þeir hafa þurft mörg undanfarin ár. Victor Wanyama er búinn að skrifa undir en þar fer gríðarlega sterkur varnartengiliður sem stjórinn þekkir mjög vel. Hann gæti reynst þeir gríðarlegur styrkur þó þeir eigi reyndar fyrir Eric Dier í sömu stöðu. Líklegt að þeir kaupi einnig sóknarmann til að þurfa ekki að treysta á Harry Kane einan líkt og síðasta vetur.

Líklegt byrjunarlið næsta vetur:

Lloris

Walker – Alderweireld – Vertongen – Rose

Dier – Dembéle

Lamela – Alli – Eriksen

Kane

Annað:
Eru bara með gríðarlega sterkt lið, vörnin er mjög góð þó hún hafi aðeins dalað undir lok tímabilsins. Wanyama eykur breiddina á miðjunni og fremstu fjórir eru allir mjög góðir á frábærum aldri. Tottenham slapp gríðarlega vel við alvarleg meiðsli lykilmann í fyrra og verður fróðlegt að sjá hvort það gerist aftur með liðið í Meistaradeildinni núna.


Man Utd

Stjórinn:
Óttast að þeir hafi gert rosalega sterka skiptingu í þessari stöðu í sumar. LVG er búinn að byggja upp ágætan grunn fyrir Mourinho tegund af fótbolta. Hann fær svo eins mikinn pening og hann fer fram á til að bæta við sínum mönnum. Mourinho gæti ekki passað betur við Man Utd og ég er ekki að meina þetta jákvætt á neinn hátt. Maður óttast að hann landi hjá þeim titli á 1-2 árum en vonar heitt og innilega að þetta verði eins og þegar Grindavík réði Guðjón Þórðarson. Hann mun a.m.k. fá töluverða samkeppni í vetur, svo mikið er víst.
Continue reading

Tilboð í Ben Chilwell og Mane?

Paul Jocye og aðrir Liverpool tengdir blaðamenn halda því fram núna í kvöld að Leicester hafi hafnað £7m tilboði í Ben Chilwell og séu að fara fram á £10m fyrir leikmanninn. Joyce segir í sömu frétt að Liverpool hafi fyrir nokkrum vikum lagt fram £30m tilboð í Saido Mane og sé staðráðið í að landa honum úr því Götze ætlar að vera áfram í Þýskalandi. Auk þessa hefur orðrómur um Zielinski aldrei dáið út.

Ef eitthvað er til í þessu er ljóst að innkaupastefna Liverpool hefur lítið sem ekkert breyst og er svipað óspennandi og áður. Ben Chilwell gæti verið mesta efnið í enska boltanum, maður veit aldrei með svona leikmenn en þetta er strákur sem hefur lítið sem ekkert fengið að spila í meistaraflokki og það er auðvitað nákvæmlega ekki þannig samkeppni sem Moreno þarf í stöðu vinstri bakvarðar. £10m fyrir þannig strák er einmitt svona Úrvalsdeildar yfirverð sem lið eins og Liverpool eru nógu vitlaus til að henda í og gera trekk í trekk. Andy Robinson var einnig nefndur í frétt Joyce sem mögulegur varakostur gangi kaupin á Chilwell ekki eftir. Það er ekki langt síðan svipað mikið var látið með þann strák sem síðan hefur tekið út sinn þroska í Hull City, kostar pottþétt ekki minna.

Sadio Mane er að mínu mati alls ekkert óspennandi leikmaður og nákvæmlega sú tegund af leikmanni sem Liverpool vantar. Hann er á góðum aldri og var að spila í liði sem leggur leikinn ekki ósvipað upp og Liverpool. Bíddu hef ég komið með þessi rök áður, orðrétt? Það sem böggar mann er að hann kom til Southampton á £11,8m á sama tíma og Liverpool keypti Adam Lallana á £25m. Liverpool m.ö.o. rúmlega fjármagnaði kaup Southampton á Mane og tóku t.d. Tadic með í kaupæti.

Mane færi aldrei fyrir minna en £30-40m núna og sami hringur byrjar á ný. Downing, Carroll, Lovren, Lallana, Benteke o.s.frv.. Það er ekki að gefa okkur nógu mikið að kaupa bestu leikmenn Newcastle, Villa og Southampton. Þetta er ekki nógu mikill metnaður og önnur lið sýna það í hvert einasta skipti að það var til mikið betri valkostur annarsstaðar í heiminum á miklu lægri pening, bæði hvað varðar kaupverð og laun.

Flestir af þessum leikmönnum sem við fengum frá Southampton eru reyndar lykilmenn í Liverpool í dag en á móti má benda á að Southampton endaði fyrir ofan Liverpool í vetur og tveimur stigum á eftir tímabilið þar á undan.

Hvað Zielinski þá hef ég afar fátt séð spennandi við þann leikmann og sé ekki hvað er betra við hann en t.d. Joe Allen sem á eitt ár eftir af samningi og fer líklega í sumar. Traysti Klopp þó vel til að meta það auðvitað.

Höldum okkur samt alveg á jörðinni ennþá, þetta er bara slúður og líklega verðum við að velta okkur upp úr nýjum leikmönnum í næstu viku. En ef Liverpool ætlar enn eitt árið að halda áfram að setja stóra peninginn í leikmenn innanlands legg ég til að athugað verði hvort Geoff Twentyman eigi ekki barnabarn eða annan nákominn ættingja sem geti séð um þá hlið, kaup á leikmönnum innanlands því þetta hefur verið vesen nánast síðan Twentyman hætti…fyrir 30 árum!

Hópferðir Kop.is 2016/17

Kop.is mun í samstarfi við Úrval Útsýn standa fyrir hópferðum á nokkra leiki Liverpool tímabilið 2016/17.

Um verður að ræða frábærar lúxus-helgarferðir til Liverpool-borgar í fararstjórn ritstjórnar Kop.is. Þessar ferðir hafa gengið frábærlega hjá okkur síðustu þrjú ár og við ætlum að spýta í lófana og gera enn betur í vetur og bjóða upp á fleiri ferðir en nokkru sinni fyrr. Komið með!

Staðfestar hópferðir:

  • 21. – 24. október á leik gegn West Bromwich Albion á Anfield
  • 25. – 28. nóvember á leik gegn Sunderland á Anfield

Nánari upplýsingar um verð og dagskrá verða birtar hér um leið og þær eru staðfestar. Þá bendum við á flipann Hópferðir 2016/17 hér efst á síðunni en sá flipi verður uppfærður jafnóðum með upplýsingum fyrir hverja ferð, auk þess sem við munum birta fréttir á síðunni um leið og við getum kynnt verð og skráningu í hverja ferð. Það verður á næstu dögum.

Fylgist með!

Ferðasögur úr fyrri ferðum:
Everton í maí 2013
Crystal Palace í október 2013
Swansea í febrúar 2014
West Brom í október 2014
QPR í maí 2015
Man Utd í janúar 2016