Hver er Georginio Wijnaldum?

Newcastle var ekkert að kaupa óþekktan ungling af meginlandi Evrópu þegar þeir lönduðu Georginio Wijnaldum síðasta sumar. Þetta er nafn sem knattspyrnuheimurinn hefur fylgst með í að verða áratug. Miðað við þau félög sem hafa verið orðið við Wijnaldum í gegnum tíðina kom mjög á óvart að hann skildi fara til Newcastle síðsta sumar. Þessi félagsskipti voru hinsvegar ekki svo óvænt ef saga Wijnaldum er skoðuð nánar.


Continue reading

Brad Smith til Bournemouth?

Samningurinn sem gerður var við Brad Smith í nóvember virðist ætla að verða fjandi góður. Fréttir kvöldsins herma að Liverpool hafi í dag tekið £6m boði Bournemouth. Já £6m.

Þeir hafa áður keypt Jordon Ibe á £15m.

Að því sögðu held ég að þeir geti báðir sprungið út undir stjórn Eddie Howe. Smith fékk ótrúlega lítið að spila þrátt fyrir að Liverpool hafi aðeins haft einn vinstri bakvörð, þetta er því frábært verð fyrir hann en á móti líklega staðfesting þess að nýr vinstri bakvörður verður keyptur áður en glugganum lokar.

Allen til Stoke? Flanagan á láni til Burnley?

Það var nóg að gera yfir Huddersfield leiknum við það að fylgjast með fréttum tengdum Liverpool. Helst þá er varða Joe Allen, Jon Flanagan og Wijnaldum.


Joe Allen – Fréttir kvöldsins herma að Liverpool hafði samþykkt £13m tilboð frá Stoke City í dag.

Gott mál að mínu mati, Allen spilaði samtals 754 mínútur í deildinni á síðasta tímabili sem er örlítið meira en hann spilaði með Wales á EM í sumar. Það í Liverpool liði sem var í vandræðum á miðjunni og í einhverju mesta leikjaálagi í sögu félagsins. Hann er því nokkuð augljóslega ekki í plönum Klopp. Eins hjálpar honum líklega ekki að hafa skorað fjögur mörk í 89 deildarleikjum á ferli sínum hjá Liverpool.

£13m er mjög fínn peningur fyrir Allen sem á eitt ár eftir af samningi sem hann vill ekki framlengja nema gegn loforði um að hann muni spila meira. Hann hefur frá því hann kom til Liverpool verði skólarbókardæmi um meðalmennsku miðjumann. Ég veit að hann á sér marga aðdáendur núna og stóð sig mjög vel á EM. Þetta er ekkert lélegur leikmaður en hjá Liverpool hefur hann litlu sem engu bætt við liðið í að verða fimm ár og gjörsamlega alltaf þegar hann hefur náð að spila nokkra leiki ágætlega meiðist hann. Meiðslasaga hans hefur ekki farið eins hátt og hjá öðrum leikmönnum þar sem vanalega er lítil sem engin eftirspurn eftir því að hafa hann í byrjunarliðinu.

Continue reading

Huddersfield 0 Liverpool 2

Liverpool leikur við Huddersfield kl. 18:45 í kvöld að íslenskum tíma.

Þetta er byrjunarlið Liverpool:

Karius

Randall – Lovren – Lucas – Moreno

Grujic – Stewart – Ejaria

Mané – Firmino – Coutinho

Bekkurinn er fámennari í kvöld en undanfarið: George, Wisdom, Kent, Alexander-Arnold, Woodburn, Ings, Markovic.

Við uppfærum eftir leik með úrslitunum.


Leiknum lauk með 2-0 sigri Liverpool. Marko Grujic skoraði fyrra markið um miðjan fyrri hálfleik og Alberto Moreno bætti því síðara við undir lokin úr vítaspyrnu. Í fyrri hálfleik misnotaði Phil Coutinho víti og þá var löglegt mark dæmt af Sadio Mané. Seinni hálfleikur var svo leiðinlegur að ég hætti að horfa lengst af.

Varamennirnir komu allir inná í hálfleik nema markvörðurinn ungi, Gordon, en hann fékk að spila sem framherji (!!) í hálftíma þegar Lucas Leiva tognaði aftan í læri. Vonandi er það ekki alvarlegt hjá vini mínum Lucas.

Þá sögðu allir fréttamiðlar frá því í kvöld að félagið hefur tekið 13m punda tilboði Stoke City í Joe Allen. Hann er því næsta víst á förum frá félaginu í sumar, eins og okkur hefur lengi grunað.

Ragnar Klavan til Liverpool (staðfest)!

Liverpool hefur keypt … varnarmann! Sá heitir Ragnar Klavan og er þrítugur fyrirliði eistneska landsliðsins. Hann kemur frá Augsburg, en hann mætti Liverpool einmitt með þýska liðinu í Evrópudeildinni á síðustu leiktíð. Klavan er örfættur og spilar í miðri vörn en getur líka spilað vinstri bakvörð.

Eins og sést á myndinni verður Klavan í treyju nr. 17 í vetur. Við bjóðum hann velkominn til Liverpool!

Slúðrið segir að Klopp sé á höttunum á eftir einum varnarmanni í viðbót, helst miðverði. Ég veit ekki hvað er til í því, ef Klavan er miðvörður þá fer hann í hópinn ásamt Lovren, Sakho, Matip og Joe Gomez og erfitt að sjá að við þurfum fleiri þar á bæ fyrir takmarkaða leiki á komandi leiktíð. En ef Klavan er fyrst og fremst hugsaður sem kóver fyrir miðvörð og bakvörð þá finnst mér það áhugaverðari fréttir. Það gæti þýtt að Alberto Moreno verði nr. 1 í vinstri bakverðinum í vetur eftir allt saman og að hann sé svo studdur í stöðunni af Klavan og Ben Smith (eða Ben Chilwell, sem er 19 ára).

Veit ekki hvað mér finnst um það, ekki nema Klavan sé óvænt hörkugóður bakvörður.

Allavega, við dæmum kauða þegar við sjáum hvar Klopp spilar honum og hvernig hann stendur sig.

Að lokum sendum við hlýjar hugsanir til Ragga Sig í dag. Vonandi keypti Klopp ekki rangan Ragnar í sumar …