Christian Benteke eða aðrir betri?

Því lengra sem líður á þráláta Benteke orðróma og því meira sem maður kynnir sér hann því meira kaupi ég hann sem næstu viðbót við Liverpool liðið. Satt að segja er mér skít sama hvort hann kosti einn Aspas til eða frá ef hann er nógu góður en aðalatriði er að Liverpool landi sínu helsta skotmarki.

Benteke er gríðarlega öflugur leikmaður eins og allir vita og með mjög góða tölfræði í algjörlega steingeldu Aston Villa liði sóknarlega, hann skoraði 19 mörk í deild á sínu fyrsta tímabili, 10 mörk árið eftir í 26 leikjum og 13 mörk á síðasta tímabili, en hann fór á mikið run er hann hafði náð sér af meiðslum, hann spilaði bara 28 leiki enda meiddur um sumarið eins og flestir vita. Hann hefur samt verið að spila rúmlega 70% leikja Aston Villa undanfarin ár sem er ekkert verra en flestir leikmanna Liverpool. Hann er alls ekki nein meiðslahrúga þó hann hafi vissulega meiðst á ferlinum, öfugt við það sem ég hélt fyrirfram.


Lesa meira

Mánudagur – æfingar hefjast

Leikmenn Liverpool mættu aftur til æfinga í morgun (utan þá sem fengu lengra frí vegna verkefna með landsliðum). Eins og við var búist staðfesti klúbburinn ráðningu O´Driscoll sem aðstoðarþjálfara og að Lijnders væri tekinn inn í þjálfarateymið (vann áður með U16 ára liðið).

Tilkynninguna frá klúbbnum er að finna hér.

Umfjöllun um Pepijn Lijnders er að finna hér.

Stutt yfirferð opinberu síðunnar yfir feril O´Driscoll er svo að finna hér.

Hér má einnig finna umfjöllun Guardian sem m.a. birtir nokkur ummæli eftir Rodgers:

“I have made these appointments because I want to take us in a new technical direction, in terms of coaching,” Rodgers said. “I believe the entire first-team set-up will benefit and I am extremely positive and excited about what we can achieve, as a group, going forward.”

“My admiration for Sean, as a professional, is well documented,” continued Rodgers. “He is someone with a clear vision and philosophy and has proved he has the ability to transfer that knowledge, through his coaching, to the players. I am looking forward to working with him and also learning from his experiences and gaining valuable knowledge from his expertise.”

“He has excelled at the academy and I believe this is the perfect time for him to make the step up to the first-team set-up and use his talents for the benefit of the senior squad,” said Rodgers. “Pep displays a passion and enthusiasm for his profession that is truly infectious and I believe will have a positive impact.”

Þetta eru fyrstu ummæli sem líta dagsins ljós frá stjóranum síðan hann sat fyrir svörum eftir Stoke leikinn í maí. Menn hafa greinilega ákveðið að leyfa rykinu að setjast og láta verkin tala. Ekkert nema gott um það að segja. Það er allavega ljóst að Rodgers er að fá sína menn inn og það er verið að breyta ákveðnum áherslum hjá klúbbnum, bæði hvað varðar þjálfarateymið sem og allt sem við kemur leikmannakaupum. Það gerir allt ferlið „gegnsæjara“, eitthvað sem margir hafa kallað eftir í talsverðan tíma.

Að leikmannamálum:

Firmino stóðst víst læknisskoðun fyrir helgi. Hann, ásamt Coutinho, mun fá amk 2 vikna lengra frí en aðrir vegna þáttöku þeirra í Suður-Ameríku bikarnum (Echo).

Luis Alberto er víst við það að ganga til liðs við Deportivo La Coruna. Eins árs lánssamningur (Echo).

Benteke er víst enn okkar skotmark númer eitt. Aston Villa vill ekki selja, Liverpool vill ekki borga klásúluna (32 milljónir punda). Þetta mun vafalaust dragast eitthvað út júlí mánuð hið minnsta. Allir miðlar eru samt sammála um að hann sé okkar fyrsti kostur og muni líklega enda hjá Liverpool FC. Spurning hvort hann þurfi að fara fram á sölu, sem hann vill víst síður eftir að hafa gert slíkt hið sama fyrir tveimur árum þegar hann hélt að Tottenham væri að fara bjóða í hann. Stuðningsmenn Liverpool virðast ekkert allt of hrifnir af væntanlegri komu Benteke, sérstaklega ekki á þann pening sem er verið að ræða um (25mp+). Hér er þó ágætispóstur á reddit frá stuðningsmanni Aston Villa um kauða, ásamt myndböndum ofl ofl. Ágætis lesning.

Nokkrir miðlar tala einnig um það að þriðja tilboð City í Sterling sé væntanlegt. Spurning hvort það verði þá ekki nær 45-50 milljónum sem klúbburinn vill víst fá fyrir drenginn. Ekkert ólíklegt að eitthvað stórt gerist í þessari viku áður en Liverpool heldur í æfingaferð sína. Við sjáum hvað setur.

Annars er orðið laust.

Enn af leikmannakaupum

Svona af því að logn er í fréttum frá Anfield þá datt mér í hug að skella hér inn tveimur athyglisverðum punktum sem ég hef rekist á síðustu daga sem snúa að leikmannakaupum félagsins.

Fyrst er hér ágætis lestur um innkaupanefndina sífrægu og skemmtilegu og þá sex gaura sem í henni sitja og þá þeirra hlutverk.

Það helsta sem ég las út úr fréttinni er þetta.

  • FSG er nú fyrst og síðast með tengingu við félagið í gegnum Mike Gordon sem á 12% hlut í því en er sá sem er í mestu tengslunum við Liverpool, er að miklum hluta staðsettur í borginni og tekur virkan þátt í öllum málum hjá félaginu. Það finnst mér afar gott að heyra.

  • Brendan Rodgers er sá sem hefur innkaupaferilinn, á þann hátt að hann segir hvaða leikstöður á að styrkja og nefnir þá kosti sem hann telur vera þá sem að eru líklegastir til að ná árangri í þeirri stöðu. Eftir það hefst starf njósnadeildarinnar sem að notar ótal mismunandi kríteríur til að skoða leikmenn út frá.

  • Lykilmenn í njósnadeildinni eru að mér sýnist fyrst og síðast tveir. Þeir Barry Hunter yfirnjósnari og Mike Edwards sem er tölfræðinördinn sem að Comolli fékk með sér og hélt starfinu þegar sá var rekinn. Dave Fallows sem oft er rætt um virðist fyrst og fremst vera sá sem heldur utan um starf allra njósnara félagsins og safnar saman þeim upplýsingum sem þaðan koma, allt frá yngstu liðum til aðalliðs. Það virðast því vera þeir Edwards og Hunter sem hafa sterkustu röddina auk Brendan í mati á leikmönnum.

  • Þarna kemur fram að enginn leikmaður komi til félagsins nema að Brendan segi já við því. Honum hafi ekki alltaf tekist að sannfæra nefndina um að borga það sem þarf til að ná í ákveðna leikmenn en í engu tilviki hafi nefndin keypt leikmann nema að hann hafi verið því samþykkur.

Ágætt að hafa þetta í huga þegar kemur að umræðum um leikmannakaupin okkar, hver sem þau hafa verið. Nefndin tók að manni sýnist við af Damien Comolli og þarna kemur líka skýrt fram að Rodgers mun ekki vinna undir Director of Football, telur sig gera betur í starfi með því að vera í milliliðalausu sambandi við yfirmenn.

Hitt atriðið var svo skemmtileg mynd sem ég sá á Facebook síðu Liverpoolaðdáenda og leyfi mér að koma með hér:

Hæstukaupánúvirði

Þetta eru semsagt leikmannakaup félagsins á núvirði, þau 30 dýrustu. Þar er Firmino aðeins í tíunda sæti, á eftir nokkrum snillingunum.

Uppfært: Sé að mér fróðari menn hér þekkja uppruna töflunnar, sem er uppreiknuð út frá formúlu snillingsins Paul Tomkins. Hún er auðvitað skoðuð í því samhengi að gaman sé að bera saman upphæðir á mismunandi tíma en ekki endilega kórrétt út frá viðskiptafræði.

Þegar maður lítur yfir þennan lista þá er að mínu mati einmitt ágætt að skoða það hvernig ákveðin kaup hafa komið út, auk þess sem ekki er úr vegi að rifja upp hversu ánægður eða fúll maður var með kaupin þegar þau urðu. Af efstu níu (Firmino enn ódæmdur) finnst mér t.d. bara tveir hafa verið stjörnur, þeir Torres og Masch – auk þess sem auðvitað Heskey átti fína tíma hjá félaginu. Hinir sex verða ekki settir með hástöfum í sögu félagsins. En í öllum þessum tilvikum var ég afskaplega glaður þegar þeir voru keyptir. Þeir voru fengnir inn í lykilstöður sem vantaði í og höfðu staðið sig afbragðs vel með fyrri félugum sínum.

Það skánar aðeins finnst mér á bilinu 11 – 20 þar sem mér finnst um helmingur vera þess verður að geta verið vel heppnuð kaup en á bilinu 21 – 30 sé ég tvo. Ágætis upprifjun finnst mér að miklir peningar kaupa ekki endilega miklar stjörnur þó útlitið sé alltaf jafn gott fyrst þegar þeir birtast í treyjunni!

Nathaniel Clyne mættur (staðfest)

Best geymda leyndarmálið á Anfield var opinberað í dag þegar að tilkynnt var að hægri bakvörðurinn Nathaniel Clyne væri búinn að skrifa undir hjá klúbbnum og er því sjötti leikmaðurinn til að bætast í okkar hóp.

Fyrsta viðtalið sem Liverpoolmaður hjá honum gefur fín fyrirheit, NathanielClyneljóst mál að Brendan hefur spilað stórt hlutverk í að sannfæra hann til að koma til okkar og hann virkar yfirvegaður og ákveðinn í að ná árangri.

Kaupverðið er 12,5 milljónir punda og talið er að hann hafi skrifað undir fjögurra ára samning við félagið.

Ræddum málið í podcasti gærdagsins en ég held að við séum öll sammála um það að við þurftum styrkingu í hægri bakvarðarstöðunni og það að hafa fengið enska landsliðsbakvörðinn eru afskaplega skiljanleg og góð kaup að mínu áliti. Tíminn einn auðvitað leiðir í ljós hversu vel strákurinn fellur inní og mun standa sig.

En það er ljóst mál að menn eru ákveðnir í borg Guðanna og það gefur manni töluvert þessa dagana. Við förum betur yfir þennan strák þegar nær dregur móti.

Hjartanlega velkominn Nathaniel minn!

Kop.is Podcast #87

Hér er þáttur númer áttatíu og sjö af podcasti Liverpool Bloggsins!

KOP.is podcast – 87. þáttur

Þið getið hlustað á þáttinn beint með því að nota spilarann hér fyrir ofan en þið getið líka smellt á DOWNLOAD-takkann og sótt mp3-skrána ykkur til hæginda. Einnig er hægt að gerast áskrifandi að þættinum á iTunes með því að setja þennan link, í RSS-áskrift undir podcast-lið iTunes.

Ég (Kristján Atli) stýrði þættinum að þessu sinni og með mér voru Einar Örn, Maggi og Eyþór.

Í þessum þætti ræddum við ráðningu Sean O’Driscoll sem aðstoðarstjóra, kaupin á Roberto Firmino og Nathaniel Clyne og slúðruðum aðeins um Christian Benteke.