31 ár liðið frá Heysel

Í dag minnumst við þess að 31 ár er liðið síðan harmleikurinn í Heysel átti sér stað. Það setur sérstakan blæ á þennan dag í ár að það skuli loksins vera búið að úrskurða í Hillsborough-málinu risastóra. Vonandi geta aðstandendur þess harmleiks nú farið að loka sárum, rétt eins og aðstandendur Heysel-fórnarlambanna.

Í fyrra, við 30 ára afmælið, vísuðum við á heimildarmynd og margar góðar greinar. Endilega kíkið á þá færslu til að fræðast meira. Svo er alltaf hægt að finna umfjöllun okkar þann 29. maí síðustu 13 ár núna, eða síðan Kop.is fór fyrst í loftið.

Við sendum Juventus-stuðningsmönnum kveðjur eins og ávallt á þessum degi.

CjcPMrkUYAIOEFN

In Memoria e Amicizia

YNWA

Sakho hreinsaður af ásökunum?!

Þetta er ekki staðfest. Við uppfærum um leið og staðfestingin kemur. Vonum að þetta sé rétt.

Samt …

Hér eru fréttirnar sem eru að berast frá Frakklandi í dag. L’Equipe segir frá því að upprunalegt 30-daga bráðabirgðabann sem UEFA gaf Mamadou Sakho eftir að hann „féll“ á lyfjaprófi hafi runnið út í dag og því hafi ekki verið framlengt af því að í ljós kom að megrunarlyfið sem hann tók var ekki á bannlista eftir allt saman:

Hérna … sko …

ERUÐ ÞIÐ AÐ FOKKING GRÍNAST Í MÉR?

Eruð þið að segja mér það að Sakho hafi fallið á lyfjaprófi því hann mældist með lyf sem er svo ekki á bannlista!? Og út af þessu missti hann af ÁTTA fokking síðustu leikjum Liverpool, þar á meðal úrslitaleik Evrópudeildarinnar?! Og út af þessu gæti sæti hans í Evrópuhópi Frakka mögulega verið farið til andskotans af því að allir héldu að hann væri á leið í langt bann!?

Ókei, anda rólega. Bíðum eftir staðfestingu á þessu. En ef sú staðfesting berst þá er bara eitt að segja: farðu í rassgat, UEFA! Langt og djúpt og innilega. Að neyða Liverpool til að splitta upp miðvarðarpari sínu á mikilvægustu vikum tímabilsins, að ræna leikmanninn æru sinni og mannorði, kosta hann þátttöku í stærsta félagsleik ferils síns og svo mögulega þátttöku í Evrópukeppni Landsliða í sínu eigin heimalandi?

Ef þetta er satt þá held ég að bæði Sakho og Liverpool muni leita réttar síns gagnvart UEFA. Þessum erkifíflum sem sekta Liverpool fyrir að hafa sungið „Manchester is full of shit“ í Evrópudeildinni í mars en slepptu United fyrir að þeirra stuðningsmenn hafi sungið Hillsborough-söngva á sama leik. Þessir fávitar sem reyna alltaf að kenna Liverpool um allt (sjá: Aþena 2007). Þessi spilltu, vanhæfu fífl. Lögsækið þá alla.

sakhokiller


Í öðrum fréttum er það helst að Roy fucking Hodgson vill að æfi AUKALEGA til að SANNA að hann sé klár í slaginn fyrir EURO.

AUKALEGA?!

Hversu mikill andskotans vanviti er Roy Hodgson? Er ekki nóg með að hann hafi beinlínis slasað Sturridge í tvígang áður með því að hunsa tillögur Liverpool-manna að æfingaprógrammi fyrir Sturridge? Nú er sérsniðið prógram Sturridge búið að halda honum heilum og leikfærum í á fimmta mánuð án vandræða en um leið og Roy fokking fær hann í hendurnar er hann farinn að taka sprettæfingar og síberíur eins og ekkert sé? Og meiðist þá strax, og Roy bregst við því með því að vilja að hann æfi aukalega?

Plís, Roy. Veldu Marcus Rashford bara í hópinn. Hann skoraði í gær og allt. Hann getur örugglega æft endalaust fyrir þig, enda bara 18 ára. Hættu bara að eyðileggja okkar besta leikmann.

Fokk!

Góða helgi öllsömul.
YNWA

Enn einn frá Southampton?

Eins og vanalega á þessum árstíma er Liverpool orðað við nýjan leikmann nánast á hverjum degi á meðan ein stór sumarsaga lúrir alltaf yfir en endar svo með því að viðkomandi kemur ekki til Liverpool. Aðalsöguhetjan að þessu sinni er Mario Götze.

Sadio Mane er nýjasta nafnið sem er orðað við Liverpool, eðlilega þar sem hann bæði gekk frá Liverpool nýlega og auðvitað vegna þess að hann er núna leikmaður Southampton. Liverpool virðist vera með njósnara í Southampton (Sammy Lee?) því að ef kaup á Mane ganga í gegn verður hann fimmti leikmaður Southampton sem Liverpool kaupir á þremur árum.

Með Klopp held ég að Liverpool sé mun líklegra til að finna „næsta“ Mane frekar en að kaupa sambærilegan leikmann á þreföldu verði þar sem hann er á mála hjá EPL-liði. En burtséð frá verði þá væri Mane, rétt eins og Götze, mjög spennandi kaup. Öskufljótur kantmaður sem getur spilað alls staðar fyrir aftan sóknarmann.

Aðrir sem helst eru orðaðir við Liverpool í dag eru Mamhoud Dahoud og Ben Chilwell. Dahoud er vægast sagt mjög spennandi miðjumaður á mála hjá Borussia Mönchengladbach. Ólíklegt að þeir vilji selja hann reyndar þar sem þeir hafa nú þegar selt hina miðjumennina sína, m.a. Granit Xhaka til Arsenal. Ben Chilwell er 19 ára enskur vinstri bakvörður á mála hjá Leicester. Mikið efni en fullkomlega óskrfifað blað.

Þetta er svona það helsta í dag sýnist mér.

Loris Karius skrifar undir (staðfest)

Jurgen Klopp heldur áfram að raða inn mönnum snemma fyrir næsta tímabil.

LorisKariusMatip og Grujic komnir og nú hefur verið staðfest að Loris Karius sem var markmaður Mainz í vetur hefur nú skrifað undir langan samning við félagið.

Karius þykir einn efnilegasti markmaður Evrópu, 22ja ára gamall og átti frábært tímabil í Bundesligunni. Það er alveg ljóst að hér er komin samkeppni við Mignolet um aðalmarkmannsstöðuna næsta vetur sem er töluvert sterkari en þeir sem hafa keppt um hana undanfarin misseri.

Karius mun þó verða fjarri góðu gamni í upphafi næstu leiktíðar þar sem hann mun verða í landsliðshóp Þjóðverja á ólympíuleikunum í Rio.

Willkommen herr Karius!

Fyrir þá sem vilja fá hlekka á Youtube þá fannst mér þessi hérna bara ansi fínn!

Sumarið kemur snemma á leikmannamarkaðinum í ár.