Komdu með Kop.is á Anfield!

Kop.is og Úrval Útsýn kynna ferð á leik Liverpool og Sunderland helgina 25. – 28. nóvember!

Nú er nýhafið nýtt tímabil og okkar menn eru í markastuði frá byrjun. Jürgen Klopp stefnir á velgengni í deildinni með Liverpool og Anfield skartar nýrri stúku og glænýju aðdáendasvæði þar í kring. Það er því um að gera að skella í fyrstu hópferð vetrarins og verður hún farin á heimaleik gegn Sunderland í lok nóvember. Komið með og skoðið „nýja“ Anfield!

Bókanir í ferðina fara fram á vef Úrval Útsýnar. Endilega skellið ykkur með!

Boðið verður upp á Kop.is-dagskrá yfir helgina og í kringum leikinn en ferðalöngum verður frjálst að nýta sér það eftir eigin óskum. Fólk getur kastað mæðinni í glæsilegri miðborg Liverpool, verslað smá og farið sýningartúrinn á Anfield með Kop.is-genginu. Endilega lesið borgarvísi okkar um Liverpool-borg til að sjá hvað hægt er að gera í þessari skemmtilegu borg, annað en að sjá frábæra knattspyrnu og óstöðvandi heimalið á Anfield.

Innifalið í ferðinni er meðal annars:

 • Íslensk fararstjórn.
 • Flug til Birmingham með Icelandair föstudaginn 25. nóvember að morgni.
 • Rúta til Liverpool (u.þ.b. 2 klst. löng) eftir hádegi á föstudegi. Komið verður síðdegis til Liverpool-borgar.
 • Sérstakt Kop.is Pub-quiz í rútunni þar sem veglegir vinningar verða í boði!
 • Innritun á Thistle Atlantic Tower, 4-stjörnu hótel í hjarta Liverpool við komuna á föstudegi
 • Kráarkvöld á enskum pöbb í hjarta borgarinnar. Verðum með VIP-sal út af fyrir okkur.
 • Skoðunarferð á Anfield – þessu má enginn missa af eftir breytingar á vellinum! (ekki innifalið í verði, bókað sérstaklega)
 • Aðgöngumiði á leikinn gegn Sunderland á Anfield, laugardaginn 26. nóvember.
 • Rúta til Birmingham og flug heim þaðan á mánudeginum. Lent heima í Keflavík síðdegis á mánudegi.

Máltíðir aðrar en þær sem eru nefndar, drykkir með kvöldmat og annað almennt sem ekki er nefnt hér að ofan er ekki innifalið.

Aukapunktur:

 • Fyrir þá sem vilja klára jólainnkaupin í leiðinni má benda á að þessa helgi er Black Friday í Englandi með tilheyrandi útsölum
 • Verðið er kr. 139.900 á mann í tvíbýli. Verð fyrir stakan er kr. 164.900, verð á mann í þriggja manna herbergi er kr. 133.900. Staðfestingargjald er kr. 40.000 á mann.

  Bókunarvefur Úrvals Útsýnar er nú opinn! Athugið að um takmarkaðan sætafjölda er að ræða svo nú er bara að stökkva af stað.

  Ef þið óskið frekari upplýsinga hafið þið samband við Sigurð Gunnarsson hjá Úrval Útsýn í síma 585-4102 eða á siggigunn@uu.is.

  Það eru ekki fleiri ferðir planaðar hjá okkur fyrir áramót þannig að ekki hika ef þið hafið verið að bíða eftir að koma með okkur á „nýja“ Anfield!

  Endilega sláist í för með okkur Kop.is-genginu í frábæra ferð til fyrirheitna landsins!

  Tottenham 1 – Liverpool 1 (skýrsla)

  0-1 43.mín Milner (v)
  1-1 72.mín Rose

  Bestu leikmenn LFC

  Fyrstu 70 mínúturnar var liðið að looka fínt, vörðust vel og sköpuðu hættu reglulega þegar við sóttum. Síðustu 20 urðu svo erfiðar. Sadio Mane heldur áfram að líta afar vel út og var klárlega einn af okkar bestu mönnum. Joel Matip átti flottan fyrsta deildarleik fyrir félagið, Lovren snýtti Kane og Wijnaldum bestur miðjumannanna. Þessir fjórir fá því mitt atkvæði yfir bestu mennina en liðið í heild leit vel út lengstum og átti að vinna þennan leik.

  Vondur dagur

  Í raun kannski fúlt að pikka upp vonda punkta því liðið leit vel út gegn góðu Tottenhamliði.

  Coutinho verður svekktur að hafa ekki skorað á 4.mínútu, Clyne gerir mistök í að skilja Rose aleinan eftir í þeirra marki og Mignolet á að gera þar betur líka. Ég ætla samt að verða pirraðastur á Divorck Origi sem kom inná í dag á undan hundfúlum Sturridge og hreinlega sást ekki í leiknum þær 25 mínútur sem hann spilaði.

  Hvað þýða úrslitin

  Við erum komnir með 4 stig út úr fyrstu þremur umferðunum og sennilega hefðum við fyrir tímabil talið það ásættanlegan árangur, ekki góðan. Kannski er það bara sanngjarnt miðað við allt ogg allt. Nú förum við loksins á Anfield og það verður stór stund eftir tvær vikur því nú förum við inn i landsleikjahlé númer eitt í vetur. Vonandi koma allir heilir heim.

  Dómgæslan

  Ekki góð að mínu mati þó að öll lykilatriði hafi nú sennilega verið rétt og við kannski grætt á stærstu umdeilanlegu ákvörðunum hans þegar Mane slapp tvisvar við seinna gula. Rangstöðumarkið okkar var líklega rétt gisk hjá aðstoðardómaranum.

  Umræðupunktar eftir leikinn

  Þeir eru nokkrir finnst mér.

  • Hversu vegna koma skiptingar númer 2 og 3 svo seint hjá okkar mönnum? Það að setja Sturridge ekki inná fyrr en á 87.mínútu skil ég ekki enn og miðjan var komin í vanda síðasta kortérið og Lallana alveg horfinn bara.

  • Jafn gott og það er að við erum ógnandi í skyndisóknum okkar þá er svo einfalt að skora gegn okkur. Lallana, Milner og Mane gætu allir gert betur og klárlega Clyne og Mignolet. Ef við ætlum að spila þessa hápressu þá verða varnarmennirnir okkar að taka betri ákvarðanir.

  • Er Daniel Sturridge orðinn senter númer þrjú hjá félaginu? Firmino látinn byrja og Origi fyrstur inná. Umræðan á SkySports hjá Carra, Redknapp og Souness er algerlega um þetta atriði. Þeirra mat er að Sturridge sé besti framherji klúbbsins til að skora mörk en Klopp fíli hina betur af því þeir séu betri í pressunni.

  • Mark númer tvö hjá okkur sem er dæmt af er vert að ræða. Mjög nálægt því að vera löglegt.

  Næsta verkefni

  Nú kemur landsleikjahlé, leikmannaglugginn lokar og þann 10.september spilar LFC fyrsta leik sinn á Anfield eftir stækkun upp í 54000 áhorfendur.

  Heilmikið stuð þá hef ég trú á.


  Tottenham 1 – Liverpool 1

  Leik lokið

  Eitt stig. Áttu að vera þrjú. Hefðum þegið eitt stig kannski fyrir leik en áttum að klára þennan leik á fyrsta klukkutímanum.

  Stutt í samantektarþráðinn okkar.

  Loksins heimaleikur næst.

  80 mín

  Endi í enda, Tottenham skora upp úr engu – við áfram með tökin en vantar uppá að skapa opin færi.

  1-1 Rose 72.mín

  Tottenham komið sterkir inn og jafna. Clyne fer að hjálpa hafsenti og skilur Rose eftir sem skorar.

  60 mín

  Virkilega flott fyrsta kortérið hjá okkar mönnum, frábært skyndisóknarmark naumlega dæmt af vegna rangstöðu og Tottenham í miklum vandræðum. Sadio Mane þó stálheppinn að vera ennþá innþá eftir tvö brot verandi á gulu spjaldi.

  Hálfleikur

  Myndi telja okkur sanngjarnt yfir, fengum dauðafæri í byrjun og mikil hætta þegar við komum upp völlinn. Ekkert grófasta brot sögunnar sem gaf okkur þetta víti en virkilega flottur hálfleikur hjá okkar drengjum.

  43 mín: 0-1 Milner (v)

  Lamela braut á Firmino utarlega í teignum og víti réttilega dæma. Boring James mætti á punktinn og skoraði af öryggi.

  Vel gert.

  30 mín

  Líf og fjör í leiknum hingað til, við fengið betri færi en leikurinn mjög opinn. Spurs settu inn annan senter og sýnast nú ætla að spila 4-4-1-1 með Kane undir Jansen.

  15 mín

  Spurs hafa verið meira með boltann og pressa okkur hátt án þess að hafa skapað mikið hingað til. Coutinho fékk sannkallað dauða- dauðafæri á 4.mínútu en Vorm varði frá honum úr markteignum. Ættum að vera yfir hér!

  Leikurinn er hafinn!!!

  Byrjunarliðið er komið:

  Mignolet

  Clyne – Matip – Lovren – Milner

  Lallana – Henderson – Winaldum

  Coutinho – Firmino – Mane

  Bekkur: Manninger, Grujic, Moreno, Lucas, Sturridge, Origi, Stewart.

  Morgunleikur á laugardegi svo ég ætla aðeins að prófa að setja inn smá mola og minna twitter-notendur á að skella merkinu #kopis inn í færslurnar sínar því þá koma þær sjálfkrafa í færsluna hér að neðan.

  Þessi færsla semsagt uppfærist með leiknum og það nýjasta verður alltaf efst. Nú er um hálftími í að byrjunarliðin verði tilkynnt og stærsta spurningin hjá okkur verður hvort að Coutinho verður leikfær en hann hefur verið stífur og lítið getað æft alla vikuna. Dele Alli er væntanlega að fara að byrja leikinn fyrir Tottenham í dag samkvæmt Jamie Redknapp í morgun í spjalli frá White Hart Lane á Sky.

  Hann telur Tottenham mun líklegra til sigurs, Burnley leikurinn ræður sýnist mér mestu í spá hans þar.