Latest stories

  • Liverpool – Bayer Leverkusen í Meistaradeildinni

    Leverkusen

    Leverkusen er ung borg en hefur áhugaverða sögu, sérstaklega tengda iðnaði og efnaiðnaði. Borgin er staðsett í Nordrhein-Westfalen-ríki í vesturhluta Þýskalands, nærri borgunum Köln og Düsseldorf. Hún varð formlega til árið 1930 þegar mörg smærri þorp voru sameinuð, þar á meðal Opladen, Wiesdorf og Schlebusch, en saga svæðisins nær aftur til fornaldar.

    Ástæða þess að Leverkusen varð svona sérstök borg er tilkoma lyfjafyrirtækisins Bayer AG, sem hóf starfsemi á svæðinu á síðari hluta 19. aldar. Karl Leverkus (!), efnaiðnfræðingur frá Wermelskirchen, stofnaði litlar litunarverksmiðjur á svæðinu um 1860 og flutti þær svo til Wiesdorf til að stækka þær. Þetta varð grunnurinn að Bayer, sem var formlega stofnað árið 1863 af Friedrich Bayer og Johann Friedrich Weskott, en síðar urðu höfuðstöðvar Bayer staðsettar í Wiesdorf, sem er nú hluti af Leverkusen.

    Bayer AG hafði mikil áhrif á uppbyggingu borgarinnar, ekki aðeins með því að skapa störf heldur einnig með því að stuðla að þróun samfélagsins. Fyrirtækið styrkti byggingu skóla, íbúða, spítala og annarrar grunnþjónustu fyrir starfsmenn sína, og það kom einnig að uppbyggingu íþróttamannvirkja, sem varð til þess að Bayer Leverkusen íþróttafélagið var stofnað. Með tímanum varð vaxandi íbúafjöldi og iðnvæðing þess valdandi að Leverkusen varð ein af mikilvægari iðnaðarborgum Þýskalands.

    Í seinni heimsstyrjöldinni varð Leverkusen fyrir loftárásum, þar sem iðnaðarframleiðsla borgarinnar var mikilvæg fyrir stríðsrekstur Þýskalands. Mikil eyðilegging varð í borginni, en eftir stríðið hófst endurreisn, og Bayer og aðrir iðnaðarframleiðendur tóku þátt í að byggja borgina upp á ný. Á sjötta og sjöunda áratugnum stækkaði borgin og laðaði að sér fleiri íbúa.

    Í dag er Leverkusen ekki aðeins þekkt fyrir Bayer fyrirtækið heldur einnig sem ein af þekktustu knattspyrnuborgum Þýskalands. Bayer Leverkusen knattspyrnuliðið er í Bundesliga og er eitt af þeim liðum sem hefur skapað borginni mikla frægð á alþjóðavísu.

    Félagið

    Saga Bayer Leverkusen er í senn merkileg og dramatísk, þar sem félagið hefur reglulega verið nálægt því að vinna titla án þess að það hafi tekist. Félagið var stofnað árið 1904 af starfsmönnum þýska lyfjafyrirtækisins Bayer. Fyrstu áratugina keppti liðið í neðri deildum og náði smám saman að byggja upp sterkari stöðu innan þýska fótboltans.

    Á áttunda áratugnum hóf Bayer Leverkusen að festa sig í sessi í efri deildum og komst loks í Bundesliguna árið 1979. Þetta var mikilvægur áfangi og á næstu áratugum tókst liðinu að tryggja sér fast sæti í efstu deild og byggja upp stöðu sína í þýska fótboltanum. Bayer Leverkusen varð þekkt fyrir að þróa unga leikmenn og byggja upp hópa sem spiluðu skemmtilegan og sókndjarfan fótbolta. Á níunda áratugnum tókst félaginu loksins að landa sínum fyrsta stóra titli þegar þeir unnu UEFA bikarinn árið 1988, eftir frækinn sigur á Espanyol í vítaspyrnukeppni í úrslitum.

    Bayer Leverkusen hefur í seinni tíð verið kallað „Neverkusen“. Þetta nafn er tilkomið vegna þess að liðið hefur oft endað í öðru sæti og aldrei náð að landa Bundesligu-titlinum, þrátt fyrir að vera meðal sterkustu liðanna í Þýskalandi (fyrir utan auðvitað síðasta vor). Árið 2002 var eitt af frægustu tímabilum félagsins, þar sem þeir enduðu í öðru sæti í þremur helstu keppnum þess tímabils: Bundesliga, DFB-Pokal (þýska bikarnum), og Meistaradeildinni. Það ár töpuðu þeir úrslitaleiknum í Meistaradeildinni gegn Real Madrid, þar sem Zinedine Zidane skoraði eitt frægasta mark keppninnar. Þetta tímabil varð Bayer Leverkusen táknmynd liðs sem komst nálægt en náði ekki toppnum.

    Bayer Leverkusen hefur lengi verið vettvangur fyrir hæfileikaríka leikmenn. Michael Ballack er einn frægasti leikmaður félagsins, en hann sló í gegn með Bayer Leverkusen og varð einn þekktasti leikmaður Þýskalands. Önnur nöfn sem hafa blómstrað hjá félaginu eru meðal annars Bernd Schuster, Dimitar Berbatov og nýlega Kai Havertz, sem vakti mikla athygli fyrir frammistöðu sína og var seldur til Chelsea árið 2020.

    Liðið

    Þegar rætt er um lið Bayer Leverkusen er nafn Xabi okkar Alonso það fyrsta sem kemur upp í hugann. Hann hefur gert frábæra hluti og var orðaður við Liverpool í sumar – þótt sá orðrómur hafi líklega verið úr lausu lofti gripinn. Þeir náðu frábærum árangri í fyrra undir stjórn Xabi, unnu Bundesliguna, fóru taplausir í gegnum deildina og töpuðu í úrslitum Evrópudeildarinnar. Það verður án efa tekið mjög vel á móti Xabi Alonso á Anfield.

    Leikmannahópurinn þeirra er sterkur, nöfn á borð við Florian Wirtz, Jeremie Frimpong, Granit Xhaka, Jonathan Tah, Piero Hincapié og Lukas Hradecky prýða hópinn og eru helstu lykilmennirnir. Flestir ættu að kannast a.m.k við hluta af þessum nöfnum, T.d. hafa Teh og Hincapié verið orðaðir frá félaginu til stórliða Evrópu.

    Leverkusen situr nú í fjórða sæti Bundesligunnar með 16 stig eftir 9 leiki, gerðu markalaust jafntefli við Stuttgart um helgina. Til samanburðar er RB Leipzig í öðru sæti með 20 stig, þannig að ég myndi giska á að við séum að fara í sambærilegan leik og gegn þeim.

    Líklegt byrjunarlið Bayer Leverkusen er svona:

    Hradecky

    Tapsoba – Tah – Hincapié

    Frimpong – Xhaka – Garcia – Grimaldo

    Terrier – Wirtz – Boniface

    Liverpool

    Frábær seinni hálfleikur gegn Brighton tryggði þrjú stig og toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar. Eins og seinni hálfleikur var góður, var fyrri hálfleikur alveg hræðilegur og það er eitthvað sem þarf að laga hið snarasta. Ég held að Slot og þjálfarateymið hans hafi lært mikið af leiknum gegn Brighton, það er stundum ágætt að vera yfirspilaður, það getur verið lærdómsríkt, svo framarlega sem það kostar ekki stig og/eða mikið af mörkum á sig. Ég hef a.m.k trú á því að Slot og co dragi lærdóm af leiknum og nái að loka betur, pressa betur, þvinga andstæðingana í erfiðari sendingar eins og raunin varð í seinni hálfleik. Frábært að sjá viðbrögðin þar.

    Leverkusen gæti alveg orðið svipaður leikur, þeir eru vel spilandi og þetta snýst um að vinna tæklingar, loka sendingaleiðum og keyra sig út. Ég held að einhverjir hafi alveg gert það á laugardaginn og því sé þörf á einhverjum breytingum – líka með það í huga að staðan í Meistaradeildinni er mjög góð og svo er erfiður leikur gegn Aston Villa á laugardagskvöld. Arne Slot hefur þó sýnt okkur með liðsvalinu sínu að hann er ekkert að gera neinar brjálæðislegar breytingar á milli leikja. Hann vill bara vinna og stilla upp nógu góðu byrjunarliði til að gera einmitt það. En ég held það verði nokkrar breytingar – mín ágiskun er þessi:

    Game on, fjörið heldur áfram, við fáum skemmtilegt 3-3 jafntefli í þessum leik.

     

  • Stelpurnar heimsækja Aston Villa

    Eftir gríðarlega vel heppnaðan fótboltadag í gær hjá Liverpool þá ætla stelpurnar okkar að leggja land undir fót og heimsækja Aston Villa núna kl. 16:30 í Birmingham, og reyndar verður leikurinn á Villa Park.

    Þetta verður sérstakur leikur þó ekki nema fyrir það að Missy Bo Kearns verður núna í fjólubláu og hvítu, en ekki rauðu eins og hennar búningur er búinn að vera á litinn frá því að hún var bara nýhætt að skríða og farin að geta sparkað í bolta. Alveg skiljanlegt að hún hafi ákveðið að taka þetta skref á ferli sínum, en mikið vonar maður samt að hún komi aftur heim eftir ekkert allt of mörg ár.

    Nóg um það, við einbeitum okkur að þeim leikmönnum sem munu klæðast rauðu (eða líklega hvítu í dag), og þetta verða okkar konur í leiknum á eftir:

    Laws

    Clark – Bonner – Matthews

    Fisk – Nagano – Hinds

    Höbinger – Holland

    Smith – Kiernan

    Bekkur: Micah, Parry, Evans, Fahey, Silcock, Daniels, Kapocs, Enderby

    Sophie Roman Haug er enn frá vegna meiðsla og verður víst í einhverjar vikur til viðbótar, sem betur fer er nokkuð góð breidd þarna frammi og við erum með Kapocs og Enderby á bekknum. Leanne Kiernan byrjar hins vegar fyrsta deildarleikinn á tímabilinu.

    Það verður hægt að sjá leikinn á YouTube rás deildarinnar.

    KOMA SVO!!!!

  • Liverpool 2 – 1 Brighton

    Liverpool sýndi fram á það að það er vel hægt að vinna sama liðið tvo leiki í röð, bara ef það skyldi hafa leikið einhver vafi á því fyrir leikinn í dag, og endurheimti sætið á toppnum eftir að bæði City og Arsenal töpuðu sínum leikjum.

    Mörkin

    0-1 Kadioglu (14. mín)
    1-1 Gakpo (69. mín)
    2-1 Salah (72. mín)

    Hvað gerðist markvert í leiknum?

    Jú fyrri hálfleikurinn var líklega allra lélegasti hálfleikur sem við höfum séð frá liðinu á þessari leiktíð og jafnvel lengur, hugsanlega var seinni hálfleikurinn gegn Forest á pari. Liðið átti líklega EITT færi, og það var Nunez sem bæði vann það og var ansi nálægt því að skora en Verbruggen varði vel í marki Brighton. Annars áttu þeir hálfleikinn með húð og hári, yfirspiluðu okkar menn gjörsamlega, miðjan var alveg horfin og þetta var líklega lélegasti leikur sem bæði MacAllister og Gravenberch hafa spilað fyrir félagið. Okkar menn unnu nákvæmlega enga bolta, hvorki fyrstu né seinni, gátu varla gefið boltann á samherja, og voru bara gríðarlega heppnir að fara bara 0-1 undir inn í hálfleik, máttu t.a.m. þakka Kelleher fyrir að hafa varið vel einn á móti einum um miðjan hálfleikinn. Til að kóróna frammistöðuna þá steig van Dijk á Konate á síðustu mínútu hálfleiksins, svo Frakkinn þurfti að fara af velli í hálfleik meiddur á handlegg.

    Sem betur fer var talsvert betra lið sem mætti inná í síðari hálfleik, Gomez kom inn fyrir Konate og byrjaði á því að eiga skalla dauðafrír rétt fyrir innan vítateigspunkt en merkilegt nokk þá er hann ekki í mestu leikæfingunni þegar kemur að markaskorun fyrir félagið og skallinn var auðverjanlegur. Batamerkin voru þó greinileg, og eftir rúmlega klukkutíma leik komu Curtis og Díaz inn fyrir Macca og Szoboszlai, og Slot skipti í 4-4-2 með Nunez og Salah uppi á topp. Þetta skilaði sér heldur betur, því skömmu eftir breytinguna kom fyrsta markið, Gakpo var með boltann vinstra megin, gaf sendingu inn á teig sem stefndi beint á kollinn á Nunez, en hann bara beygði sig og boltinn sigldi í hornið fjær. Þarna sýndi Darwin okkur hvaða fótboltaheila hann býr yfir, og maður yrði ekki hissa ef við sæjum meira af svonalöguðu á næstunni frá honum. Brighton tóku miðju, komust í eina sókn, Liverpool vann boltann en tapaði aftur og Brighton komst í aðra sókn, en okkar menn unnu boltann, Curtis og Gakpo unnu vel saman á miðjunni, Curtis komst á gott skrið og gaf á Salah sem mundi allt í einu eftir öllum tilfellunum þar sem hann hafði köttað inn og skorað, og hann bara ákvað að hlaða í eitt svoleiðis mark aftur. Staðan farin úr 0-1 í 2-1 á rétt rúmlega 2 mínútum.

    Okkar menn hafa verið duglegir að læsa leikjum í haust, og þeir gerðu það klárlega undir lokin, en maður hefur nú oft verið rólegri samt. Þetta hafðist þó og stigin 3 voru dregin að landi við mikinn fögnuð viðstaddra.

    Hvað réði úrslitum?

    Skiptingarnar þegar Curtis og Díaz komu inn á, og breytta leikkerfið sem því fylgdi.

    Hverjir stóðu sig vel?

    Tsimikas kom sterkur inn í vinstri bak, átti fínar hornspyrnur fyrir utan kannski eina sem dreif ekki yfir fyrsta varnarmann, en allar hinar sköpuðu hellings hættu. Trent var góður varnarlega, en var afleitur í sendingum á samherja, sérstaklega í fyrri hálfleik – eins og svosem megnið af liðinu. Kelleher var góður í sínum aðgerðum, átti gríðarlega mikilvæga vörslu í stöðunni 0-1, en var annars bara sá klettur sem liðið þurfti. Auðvitað er hann ekki Alisson, t.d. spurning hversu mikið “presence” hann hefur varðandi að garga á samherja sína í vörninni og þess háttar, en heilt yfir var hann öflugur. Framlínan gerði það sem hún þurfti að gera í seinni hálfleik, en tók ekkert rosa mikinn þátt í fyrri hálfleik, og t.d. Gakpo sást varla á löngum köflum þá, einfaldlega vegna þess að hann komst aldrei í boltann. En hann er núna búinn að skora 3 mörk gegn Brighton á tæpum 4 dögum, geri aðrir betur.

    Hvað hefði mátt betur fara?

    Frammistaðan hjá liðinu í heild sinni í fyrri hálfleik, svona má auðvitað ekki sjást á móti gæðaliðum eins og Brighton klárlega eru, og bara grís að liðinu var ekki refsað grimmilegar. Sérstaklega má nefna Gravenberch og MacAllister, en margir aðrir sem voru bara alls ekki að finna taktinn. Seinni hálfleikur var svo mun betri, og þetta var bara alvöru liðsframmistaða sem skóp sigurinn.

    Umræðan eftir leik

    Þetta var fyrsti leikur Joe Gomez í deildinni þar sem hann átti tvö skot að marki, svosem tímabært eftir þessa 143 leiki sem hann hefur spilað í deild. Hver veit nema markið fari að detta í hús?

    Arne Slot heldur svo áfram að setja alls konar met yfir frammistöðuna í byrjun ferilsins hjá félaginu, en eins og hann hefur bent á þá gilda slík met voða lítið þegar á hólminn er komið, og það er staðan í lok maí sem við erum að horfa á. Máltækið segir jú að enginn vinni deildina í október/nóvember, en það sé vel hægt að vera búinn að tapa henni þá, svo við kjósum auðvitað að vera efstir frekar en á stöðum eins og hjá…. tja… tökum bara eitthvað lið af handahófi…. Manchester United sem dæmi?

    Svo er bara að vona að Konate sé ekki mikið meiddur og verði ekki frá lengi. En það var vissulega mjög róandi að sjá Gomez koma þetta sterkan inn, og kannski er hans ferli hjá félaginu ekki lokið, eins og upplifunin var þegar hann var nánast korter í að vera seldur.

    Tsimikas virðist vera búinn að stimpla sig inn í stöðu vinstri bakvarðar, en við skulum samt ekkert afskrifa gamla brýnið hann Andy Robertson strax. Engu að síður er alveg líklegt að þeir sem sjá um leikmannakaupin hjá félaginu séu með augun opin fyrir einhverjum til að koma inn í vinstri bak, hvort sem það yrði einhver sem tæki byrjunarliðssætið á kostnað Kostas, eða einhvern sem yrði varaskeifa fyrir Grikkjann.

    Hvað er framundan?

    Það er skammt stórra högga á milli, Xabi Alonso kemur með Bayer í heimsókn og liðin spila á Anfield á þriðjudagskvöldið. Svo er það deildarleikur gegn Villa um næstu helgi, kvöldleikur á laugardaginn nánar tiltekið.

    Við skulum njóta þess í botn þegar staðan er eins og hún er. Liverpool á toppnum – heilum 7 stigum á undan Arsenal – og tökum eftir því að eftir leikinn gegn Villa um næstu helgi, þá verður liðið búið að spila við ÖLL liðin í efstu 8 sætunum að City undanskildu. Það er nú allt “létta” prógrammið sem liðið er búið að fara í gegnum.

  • Liðið gegn Brighton … aftur

    Liðið klárt, og klárar breytingar á goggunarröð komnar í ljós:

    Bekkur: Jaros, Gomez, Quansah, Robertson, Bradley, Endo, Jones, Morton, Díaz

    Semsagt: Hinn gríski scouser er kominn fram fyrir Andy í röðinni, en kannski aðeins erfiðara að lýsa því yfir að Gakpo sé kominn fram fyrir Díaz, þeir hafa einfaldlega báðir verið sjóðheitir í haust.

    Tökum þrjú stig í dag takk!

    KOMA SVO!!!

  • Upphitun: Brighton… aftur

    Eftir 3-2 sigur gegn Brighton í bikarnum í vikunni mætum við þeim aftur í deild um helgina, en í þetta skiptið á heimavelli. Það er mýta á Englandi að þegar lið mætast tvisvar í röð þá vinnur sama liðið aldrei báða leikina. Vissulega eru nokkur dæmi um lið sem gera það og vonandi verðum við eitt þeirra á morgun.

    Tímabil Brighton hefur verið upp og niður í fyrstu leikjunum en þeir hafa náð nokkrum góðum úrslitum með sigrum gegn Man Utd og Newcastle og jafntelfi gegn Arsenal en einnig tapað stigum á stöðum sem þeir bjuggust ekki við með markalausu jafntefli gegn Ipswich og misstu leik gegn Wolves niður í jafntefli á ævintýranlegan hátt um síðustu helgi.

    Brighton eyddu rúmlega 200 milljónum punda í sumar, þar á meðal í tvo leikmenn sem spiluðu fyrir Slot hjá Feyenoord á síðustu leiktíð í Minteh og Wieffer en stjarna liðsins í ár er hinsvegar Danny Welbeck sem hefur skorað sex mörk í fyrstu níu leikjum tímabilsins. Það verður áhugavert að sjá hversu lengi hann nær að halda því uppi þar sem Welbeck hefur aldrei verið mikill markaskorari þó hann hafi reynst sínum liðum vel.

    Okkar menn

    Slot gerði nokkrar breytingar í bikarleiknum en það er stutt í næsta leik því við eigum þriðjudagsleik í Meistaradeildinni gegn Xabi Alonso og hans strákum í Leverkusen. Það verður því áhugavert að sjá hvað Slot gerir um helgina.

    Þetta er liðið sem ég geri ráð fyrir að sjá á morgun. Gakpo átti frábæran leik í vikunni og var skipt útaf meðan að Diaz kláraði leikinn þannig ég býst við að sjá Gakpo um helgina og Diaz gegn Leverkusen. Eins í vinstri bakverði spilaði Robbo allan leikinn og Tsimikas hefur verið að spila Meistaradeildarleikina með Gakpo þannig ég gæti séð að Slot haldi sig við það að spila þeim saman og setji svo Robbo aftur inn með Díaz í komandi viku.

    Aðrir eru nokkuð sjálfvaldir fyrir utan að ég held að Szoboszlai komi aftur inn fyrir Jones ef við horfum á Arsenal leikinn. Fannst alveg eðlilegt að gefa Jones tækifærið í þeim leik miðað við að Szoboszlai hefur ekki verið uppá sitt besta og Jones átti flottan leik gegn Chelsea en fannst okkur sakna vinnslu Szoboszlai í leiknum og held að hann fái að byrja á morgun.

    Spá

    Held að við höldum áfram góðu gengi en vinnum frekar þægilegan 2-0 sigur þar sem Salah og Nunez skora mörk Liverpool.

  • Brighton 2-3 Liverpool

    Mörkin

    0-1 Gakpo (46.mín)
    0-2 Gakpo (63. mín)
    1-2 Adingra (81. mín)
    1-3 Diaz (85. mín)
    2-3 Lamptey (90. mín)

    Hvað réði úrslitum

    Fyrst og fremst Cody nokkur Gakpo sem skoraði tvö mjög góð mörk, það fyrra sérstaklega fallegt. Kom okkur á bragðið og við virtumst vera að sigla þægilegum 0-2 sigri í hús áður en Quansah gerði sig sekan um slæm mistök sem hleypti leiknum í uppnám.

    (more…)

  • Byrjunarliðið gegn Brighton (bikar)

    Það er heill hellingur af breytingum frá því í leiknum gegn Arsenal, sem er nákvæmlega eins og maður vildi sjá það.

    Slot stillir þessu svona upp í kvöld:.

    Jaros

    Bradley – Quansah – Gomez – Robertson

    Endo – Curtis
    Morton
    Szobo – Gakpo – Diaz

     

    Það verður fróðlegt að sjá Morton og Jaros í kvöld.

    Koma svo!

    YNWA

  • Bikarleikur gegn Brighton

    Á morgun mun Liverpool heimsækja Brighton í Deildarbikarnum en Liverpool er ríkjandi meistari í þeirri keppni og vill Arne Slot eflaust takast að halda þeim titli á sinni fyrstu leiktíð hjá Liverpool.

    Liverpool gerði 2-2 jafntefli í útileik gegn Arsenal en heilt yfir spilaði liðið ekki vel og tókst þó að koma tvisvar til baka með góðum mörkum sem er jákvætt.

    Það er einna helst að frétta með leikmannahóp Liverpool að þeir Jota, Alisson og Elliott verða eflaust allir frá út næsta landsleikjahlé og erfitt er að meta hver staðan er á Chiesa.

    Eflaust mun Slot rótera liðinu aðeins, hann segist ekki viss hvort Jaros byrji leikinn í markinu en það væri kannski nokkuð sanngjarnt.

    Jaros

    Gomez – Quansah – Van Dijk – Tsimikas

    Szoboszlai – Gravenberch – Jones

    Salah – Nunez – Gakpo

    Hef ekki hugmynd við hverju maður býst við í liðsuppstillingu en ég gæti alveg séð þetta fyrir mér um það bil svona. Sterkt en samt smá rótering.

    Brighton hafa verið í fínu formi í deildinni og sitja sem stendur í 6.sæti og eiga tvo leiki í röð gegn Liverpool, heimaleik í bikar og útileik í deildinnu svo ég tel ekkert ólíklegt að þeir geti róterað eitthvað í öðrum hvorum leiknum og þá spurning hvor það yrði.

    Annars finnst mér þetta eiga að vera skyldusigur og áfram inn í næstu umferð, takk.

  • Gullkastið – All eras come to an end

    Liverpool kom tvisvar til baka í London til að næla í ágætt stig á Emirates í stórleik helgarinnar eftir góðan sigur í Leipzig í miðri viku. Slot heldur áfram að standast stóru prófin með sóma.
    Svekkjandi að vinna ekki Arsenal auðvitað en alvöru áfallið kom í dag þegar Man Utd sagði Erik Ten Hag mjög ósanngjarnt upp störfum, hann sem var bara rétt að byrja.
    Nýtt Ögurverk lið verður skipað vonarstjörnum Liverpool á Úrvalsdeildartímanum og óskum við eftir tilnefningum frá hlustendum/lesendum fyrir hvern þátt. Vonarstjörnurnar sem við erum að velja, eru ungir leikmenn sem miklar væntingar voru fyrir en náðu svo aldrei að slá í gegn hjá Liverpool. Byrjum þetta á markönnum, þið tilnefnið og við veljum í næstu viku.
    Þessi vika inniheldur tvo leiki gegn spræku Brighton liði.

    Stjórnandi: Einar Matthías
    Viðmælendur: SSteinn og Maggi

    Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.


    Egils GullHúsasmiðjan / Verdi Travel Ögurverk ehf / Done

    MP3: Þáttur 493

  • Arsenal 2 – Liverpool 2

    Okkar menn rúlluðu til Norður-London í dag og tóku þar á heimamönnum í Arsenal á Emirates vellinum. Þeir fara aftur norður á bóginn með eitt stig í pottinum sem þýðir að við sitjum í 2.sæti deildarinnar eftir helgina stigi á eftir City en áfram fjórum stigum á undan Arsenal.

    Byrjunin á leiknum var þokkaleg fersk hjá okkur, héldum bolta og komum grimmir í návígin. Það var því svolítið gegn gangi leiksins að langur bolti upp hægri fann Saka sem gjörsamlega pakkaði Robbo saman og klíndi svo yfir Kelleher í markinu. Skotinn okkar sannarlega í vanda en fékk heldur ekki mikla aðstoð. Eitt – núll á fyrstu tíu mínútum. Helvítis ávani okkar manna gegn Arsenal.

    Leikurinn var í jafnvægi og við vorum ekkert lengi að jafna. Fyrirliðinn kom þar til bjargar upp úr horni á 18.mínútu og næstu mínútur virtist ríkja nokkuð jafnvægi. Það jafnvægi hvarf þegar á hálfleikinn leið. Arsenal þrýstu okkur aftar á völlinn, síðustu 15 mínúturnar voru þeir 68% með boltann og áttu 6 tilraunir á markið gegn 0. Ein þeirra endaði í markinu, Diaz braut mjög klaufalega af sér framan við teiginn og upp úr aukaspyrnunni skoraði Merino með skalla, VAR skoðaði lengi en markið stóð og þannig fórum við inn í hálfleikinn eftir hundfúlan endi.

    Við komum ágætlega út í seinni og eftir sjö mínútur lentu Arsenal í vanda þegar þeir urðu að taka Gabriel útaf vegna meiðsla, hafsentaparið sem þeir hafa notað í allan vetur horfið þar sem að Saliba var í leikbanni og þetta gaf okkur klárlega vind í seglin. Slot ákvað að reyna að nýta sér vindinn og gerði þrefalda skiptingu þegar Tsimikas, Gakpo og Szoboszlai komu inn í stað Robbo, Diaz og MacAllister. Viðsnúningurinn sást vel á fyrstu 20 mínútunum í seinni, þá var okkar possession 66% og skottilraunir að marki 4-0. Því miður tókst illa að skapa alvöru færi og hægt og rólega náðu Arsenal að brjótast upp úr pressunni.

    Þegar að manni fannst heimamenn vera að ná að standa af sér mesta áhlaupið kom jöfnunarmark. Geggjuð hockey sending frá Trent upp hægri losaði Darwin sem keyrði inn í teig og lagði á Salah sem auðvitað kláraði af öryggi framhjá Raya á 82.mínútu – fyrsta markið okkar á lokakortérinu í vetur, megi þau fleiri koma. Þarna vorum við klárlega líklegri til að keyra á stigin þrjú, Arsenal búnir að þurfa að hreyfa verulega til í vörninni sinni og Saka kominn útaf, vonin maður. Vonin!

    Hraðinn jókst á báða bóga, sjö mínútum bætt við og Slot henti Endo inn fyrir Curtis til að setja aðeins meiri festu varnarlega á miðjunni og draga úr hasarnum. Það sem eftir lifði leiks hins vegar voru hvorugt lið að gera alvöru atlögu og tíminn rann út – jafntefli staðreynd sem að voru líklega sanngjörn úrslit eftir kaflaskiptan leik.

    Molar

    Erfiður leikur sannarlega að baki, klárlega stærsta prófið síðan Slot mætti til leiks og hann hefur lært ýmislegt af því. Við létum reka okkur ferlega aftur á völlinn í lok fyrri hálfleiks og þá vantaði einhvern veginn drive-ið til að losa pressuna almennilega. Held að það sjáum við leyst á annan hátt gegn stóru liðunum í framtíðinni.

    Vinstri vængurinn varnarlega er bras virðist vera. Robbo átti erfitt gegn Chelsea og í fyrri í dag var stanslaust vesen. Vissulega mátti hann alveg fá meiri hjálp og varadekkun en það var augljóst að Arteta var að leggja leikinn upp á þann hátt að keyra þar upp og það munu fleiri lið gera. Þessi leikstaða er svolítið að verða sú sem ég held að horft verði til að styrkja sem fyrst. Tsimikas átt ágætar innkomur og vel gæti hann farið að fá að byrja stærri leikina í framtíðinni í stað Skotans knáa.

    Darwin Nunez var klárlega sprækastur framherjanna okkar. Slot hefur talað um það að hann hafi þurft að leggja sig mjög fram um að læra leikkerfið og útfærsluna sérstaklega varnarlega. Það hefur hann sannarlega gert og stoðsendingin á Salah verulega flott innlegg í leikinn. Frábært að sjá hann þróa sinn leik inn í meiri „sophisticated“ leikstíl. Því kraftinn á hann til!

    Mo Salah fór fram úr Jermaine Defoe í skoruðum mörkum og jafnaði ákveðinn Robbie Fowler, situr nú með Guði í 8.sæti þar með 163 mörk. Hann fékk úr litlu að moða í fyrri hálfleik en vaknaði í seinni og þú vildir engan annan hafa fyrir Darwin að senda á en hann. Þeirra samvinna heldur áfram að gefa!

    Næst

    Framundan er svo vika með tveimur Brighton leikjum. Fyrst förum við til þeirra í Carlingbikarleik og fáum þá svo á Anfield í deildinni næsta laugard. Tveir hörkuleikir þar framundan, sérstaklega þarf deildarleikurinn að gefa takk.

Load More
Congratulations. You've reached the end of the internet.
Back to Top
Close