Ég heiti Ólafur Haukur Tómasson og er ’91 módel frá Akureyri. Ég er að leggja lokahönd á BA-gráðu í Fjölmiðlafræði við Háskólann á Akureyri.

oliÉg hef verið stuðningsmaður Liverpool frá því ég man eftir mér, sem er nú ekki langt skeið, og ást mín og áhugi á félaginu vex með hverju árinu. Ég dýrkaði og dáði menn eins og Michael Owen og Robbie Fowler þegar ég óx úr grasi og það besta sem ég átti þegar ég var yngri var rauð heimatreyja með Owen #10 aftan á.

Áhugi minn á fótbolta og þá sérstaklega Liverpool varð sífellt stærri og meiri. Fyrir nokkrum árum byrjaði ég að þýða fréttir og vinna greinar fyrir Liverpool.is og átti nokkrar greinar í Klúbbsblaðinu og þar tókst mér að sameina áhugamálin mín tvö; skrif og fótbolta. Þá byrjaði veiran sem mér hefur ekki tekist að losna við.

Ég tók upp á að skrifa reglulega á spjallborð, vann greinar og pistla og endaði á að opna Liverpool-tengda bloggsíðu á RauðiHerinn.com þar sem ég birti greinar mínar og hugsanir um félagið áður en mér var boðið að slást í hóp með Kop.is-genginu, sem er nær alltaf opið hjá mér þegar ég er í tölvunni og er ég mjög spenntur fyrir að skrifa á þessa mögnuðu síðu.

3 Comments

One Ping

  1. Pingback: