Latest stories

 • Gullkastið – Loksins sigur

  Loksins loksins sigur í deildarleik þrátt fyrir ennfrekari brottföll í leikmannahópnum, framundan er eru svo tveir ólíkir leikir við höfuðborgarliðin og nágrannana í Chelsea og Fulham.

  Stjórnandi: Einar Matthías
  Viðmælendur: SSteinn og Maggi

  MP3: Þáttur 325

  [...]
 • Sheffield United – Liverpool 0-2

  0-1 Curtis Jones, 48. min
  0-2 Sjálfsmark, 64. min.

  Leikurinn fór rólega af stað og liðin ekki að skapa sér mikið til að byrja með. Liverpool fékk jú dauðafæri á 10 mínútu leiksins þegar Firmino komst einn í gegn en skaut í fæturnar á Ramsdale, ég held þú fáir ekki mikið betri færi en þetta Bobby minn!

  Það gerðist svo ekki mikið fyrr en á 21. mínútu þegar TAA sendi boltann fyrir á Curtis Jones, sem kom seint á fjarstöngina, en móttakan sveik hann örlítið og Ramsdale náði að loka vel á hann. Fínasta færi.

  (more…)

  [...]
 • Liðið gegn Sheffield United

  Þá er komið að næsta verkefni, Liverpool heimsækir Sheffield United á Bramall Lane, þar sem vinirnir Wilder og Klopp leiða saman hesta sína.

  Það er ekki margt sem kemur á óvart í liðsvali dagsins (nema þá kannski að Kelleher er ekki í hóp), öll varnar og miðju hryggjarsúlan eins og hún leggur sig ekki leikfær (Alisson, Van Dijk, Gomez, Matip, Henderson og Fabinho), ekkert óeðlilegt þar á ferð.

  Alisson, Jota og Fabinho eru ekki með liðinu þennan sunnudaginn, allir af ólíku ástæðum auðvitað, en Klopp stillir þessu annars svona upp:

  Ég er farinn að vera ansi svartsýnn á að það hafist en ef við ætlum okkur að eiga einhvern séns á meistaradeildasæti þetta tímabilið þá er þetta leikur sem þarf, og á, að vinnast.

  Koma svo!

  YNWA

  [...]
 • Kvennaliðið fær London Bees í heimsókn

  Það er nóg um að vera hjá liðinu okkar þessa helgina. Karlaliðið heimsækir Sheffield í kvöld, U18 og U23 léku í gær og bæði unnu sína leiki: U18 vann Everton 2-1 með sigurmarki frá Musialowski undir lok leiksins, og U23 vann Arsenal 4-0 þar sem Layton Stewart skoraði fyrsta markið, Jake Cain setti tvö áður en fyrirliðinn Ben Woodburn setti síðasta markið.

  Núna kl. 14 mæta svo stelpurnar okkar liði London Bees á Prentford Park. Ennþá eru Liverpool Women án opinbers knattspyrnustjóra, úr þessu getur vel verið að sú ráðning bíði vorsins eða sumarsins. En það verður aftur Amber Whiteley sem stýrir sínum konum af hliðarlínunni.

  Hún stillir liðinu upp svona, og þarna eru nokkrar áhugaverðar breytingar:

  Laws

  Jane – Roberts – Fahey – Hinds

  Hodson – Bailey – Moore

  Holland – Linnett – Kearns

  Bekkur: Heeps, Robe, Thestrup, Lawley, Rodgers, Furness, Brough, Parry

  Nokkur athyglisverð atriði sem er vert að minnast á. T.d. að hvorki Melissa Lawley né Rachel Furness eru í byrjunarliðinu, og að aftur er Rinsola Babajide hvergi sjáanleg, sem ýtir undir þær sögusagnir að hún hafi skilað inn beiðni um félagaskipti. Það eru þó ekkert nema sögusagnir enn sem komið er.

  Nýliðarnir Meikayla Moore og Ceri Holland eru báðar í byrjunarliðinu, og Kirsty Linnett virðist vera komin aftur í sína “eðlilegu” stöðu í framlínunni. Ashley Hodson virðist eiga að spila á miðjunni, sem er þá líklega þriðja eða fjórða staðan sem hún er prófuð í á leiktíðinni. Á bekknum eru annars þrír leikmenn úr unglingaliðinu: Eleanor Heeps er varamarkvörður í fjarveru Rylee Foster (hún er með landsliði Kanada um þessar mundir), og Brough og Parry sitja þarna sömuleiðis. Síðan er spurning hvar Missy Bo Kearns verður staðsett á vellinum, hún hefur verið í box-to-box hlutverki hingað til en gæti verið eitthvað framar í dag.

  Leikurinn verður sýndur á helstu rásum Liverpool: Facebook, Twitter, Youtube og svo á heimasíðu félagsins.


  Leik lokið með öruggum 3-0 sigri hjá okkar konum. Becky Jane opnaði markareikning sinn hjá félaginu snemma í fyrri hálfleik eftir að Ashley Hodson átti gott upphlaup upp vinstri kantinn og gaf svo á Becky sem var óvölduð rétt framan við markteiginn. Það þurfti svo að bíða þar til korter var eftir af síðari hálfleik til að fá næsta mark, en það skoraði nýliðinn Ceri Holland eftir gott samspil allt frá markmanni sem endaði með því að hún var ein á auðum sjó og sendi boltann milli fóta markmannsins. Síðasta markið skoraði svo Amy Rodgers eftir gott samspil við Hodson, Lawley og Furness, og endaði með hnitmiðuðu skoti frá vítateigshorninu í bláhornið niðri fjær.

  Stelpurnar okkar eru því ennþá í 4. sæti deildarinnar, en geta jafnað Sheffield með því að sigra í leiknum sem þær eiga inni, en ef það tekst þá eru samt ennþá 7 stig í Leicester og Durham. Líkurnar á því að liðið nái upp í efstu deild núna í vor fara því hægt og bítandi dvínandi, en útilokum samt ekkert.

  [...]
 • Heimsókn til Chris Wilder, uppáhalds þjálfara Klopp (Upphitun)

   

  Með hækkandi sól á Íslandi og lokum stysta mánuðar ársins býður næsta verkefni Jurgen Klopp og Liverpool: Heimsókn til lang lélegasta liðs deildarinnar. Það er löng vika liðin síðan hörmunginn gegn Everton og væntanlega hafa þessir fjórir eða fimm heilu leikmenn á æfingasvæðinu verið í harkalegum gír. Menn vilja væntanlega ná að bæta fyrir að vera fyrstu leikmenn Liverpool til að tapa fyrir Everton á Anfield síðan Moulin Rouge var vinsælasta kvikmynd í heimi. Það eru auðvitað meiðslafregnir and fjárin hafi það ég neita að fara annað en bjartsýnn inn í leik gegn liði sem er búið að skora 15 mörk í 25 leikjum.

  Andstæðingurinn – Sheffield United

  Hvað fór úrskeiðis er spurning sem Chris Wilder hlýtur að hafa spurt sig oft í vetur. Eftir að hafa náð hálf ótrúlegum árangri í fyrra varð fljótlega ljóst að lærissveinar hans voru á leið rakleitt aftur í B-deildina. Í svona nóvember-desember leit út fyrir að þeir væru besta von Derby County að losna við stigamet sitt frá 2007-08. Það er að segja metið fyrir fæst stig í efstu deild. Sheffield unnu ekki leik í september. Né október. Né nóvember. Né desember! Þeirra fyrsti sigur í deild leit dagsins ljós þann tólfta janúar(!) gegn Newcastle í átjándu umferð.

  Þannig að spurningin er, hvað fór úrskeiðis? Það þarf ekki snilling til að sjá að þú þarft að skora mörk til að vinna leiki og Sheffield skorar ekki mörg mörk. Fimmtán samtals í deild hingað til, fjórum færi en West Brom sem eru með næst fæst skoruð í deild. Okkar maður Rhian Brewster átti að vera stór hluti þess að liðið færi að skora fleiri mörk en það hefur, pent orðað, ekki gengið. Þeir verða líka án John Egan og fleiri.

  Nú eftir á er líka stórskrýtið að hugsa til þess að Chris Wilder og Klopp lenti harkalega saman í fjölmiðlum fyrr í vetur. Opinberlega var Wilder sá sem barðist harðast gegn því að fleiri skiptingar yrðu leyfðar í vetur. Þeir skutu hvor á annan nokkrum sinnum í viðtölum og manni finnst þetta hálf vandræðalegt svona í baksýnispeglinum. En Wilder fékk sitt í þessari deilu og aldeilis það virðist hafa gagnast honum…

  Þessi mynd fangar nákvæmlega svipinn á þeim þegar þeir hittast á morgun.

  Við hverjum megum við þá búast frá þeim á morgun? Bara því nákvæmlega sama og gegn flestum öðrum. Sheffield munu pakka í vörn, reyna að loka á bakverðina okkar og treysta á að (gróflega áætlað) sextugasta varnarpar okkar á tímabilinu geri einhver mistök. Við höfum séð þetta svo oft og þekkjum þetta orðið ágætlega. Það er komin formúla og auðvitað fylgja andstæðingar Liverpool henni.

  Okkar menn.

  Þó Liverpool hafi ekki spilað í átta daga hefur verið nóg um fréttir af liðinu. Þær stærstu eru að markmaðurinn Alisson missti föður sinn snemma vikurnar. Becker eldri drukknaði í stöðuvatni í Suður-Brasilíu. Hræðilegur atburður og við sendum öll hlýja strauma til Alissons okkar á þessum ömurlegu tímum. Nógu slæmt að missa föður sinn en ennþá skelfilegra að geta ekki verið með stórfjölskyldunni á á svona stundu.

  En að öðru. Í gær bárust þær fréttir að eigendur Liverpool væru að loka samning um að selja 10% hlut í FSG. Þetta er ekki í fyrsta sinn í vetur sem slíkar fréttir hafa borist, meðal annars var rætt í haust að Redbull myndi kaupa hlut í móðurfélaginu. Það er vert að minnast á að hér er ekki verið að selja hlut í Liverpool heldur aldrei samsteypunni sem á líka Red Sox og Nascar lið. Það er líka alls ekki ljóst hvort þetta sé fjárfesting inn í félagið eða hvort eigendurnir séu einfaldlega að casha-út aðeins. Semsagt það er ekkert að frétta nema að það verður (líklega) eitthvað að frétta bráðum.

  Hendo er meiddur í tvo mánuði. Er sjúkraþjálfari Liverpool svona hrikalega skemmtilegur að menn berjast um að eyða tíma með honum?  Góðu fréttirnar eru þær að Jota er loksins búin að klára endurhæfingu og hefur náð tveim æfingum með aðalliðinu, ásamt því sem Fabinho, Keita og Milner eru að detta aftur á æfingar. Maður veltir fyrir sér hvort Klopp taki sénsinn að spila einhverjum af þessum leikmönnum, ætla að vona ekki. Hafa þá á bekknum og leyfa Jota að leika lausum hala þegar leikurinn er að klára, tala nú ekki um ef við þurfum mark.

  Þá er það byrjunarliðið. Ætla að spá því að Alisson fái frí í þessum leik til að hugsa um sig og sitt fólki, sumir hlutir skipta meira máli en einn leikur. Kelleher er heill og verður þarna á milli stangana. Kabak, Trent og Robbo verða á sínum stað. Ætli Nat Philips sé ekki besti kosturinn með þeim. Vona bara að við séum með boltann allan tímann og lítið reyni á þessa vörn. Helst ekkert.

  Miðjan er ekki alveg augljóst. Held samt að Klopp sé að reyna að spila meira á sama byrjunarliði til að menn finni taktinn hjá hvor öðrum, þannig að Thiago – Jones – Wijnaldum. Framlínan er svo sjálfvalinn eins og fyrri daginn.

  Spá.

  Þetta er ekki sterkasta byrjunarlið Liverpool en það á að vera alveg nógu gott til að vinna þetta hundlélega Sheffield lið. Ég held líka (því miður) að það vinni með okkur að vera á útivelli en það er eins og Anfield stressi okkar menn eitthvað smá þessa dagana. Þannig að við tökum þetta 2-0, Salah skorar eitt og svo fáum við Jota inn á þegar korter er eftir og hann nær að pota einu inn. Það eru bjartari tímar framundan og ég ætla meira segja að vera svo djarfur að spá að engin leikmaður liðsins meiðist í þessum leik!

   

  [...]
 • Pæling – hvað er til ráða?

  Það er vissulega þannig að þegar illa gengur hjá liðinu okkar þá kvikna fljótt eldar í “áhugamannaliði” félagsins okkar og við förum jafnvel í að skipta mönnum í “alvöru” stuðningsmenn og þá aðra sem eiga bara að finna sér önnur lið.

  Það finnst mér leiðinleg umræða. Fótbolti er fyrir mér ástríða, ég verð alveg sultufúll þegar liðið mitt spilar illa og tapar og er þá alfarið jafnreiður við leikmennina og þjálfarann og þeir svartsýnustu, alveg eins og ég bara fyrirgef þeim allt þegar þeir vinna. Aly Cissokho varð minn duldi draumur á sínum tíma og ég á treyju til að sanna það! Á síðustu dögum hafa gagnrýnisraddir orðnar háværari enda svo dæmi sé tekið versti heimavallarárangur félagsins síðan 1923 og versti deildarárangur í 10 leikjum sýnist mér alfarið í sögunni, þar með talið Hodgson- og Sounesstíminn. Ef þessir tíu leikir væri upphaf mótsins sætum við nú í 17.sæti.

  Jafn mikið og við hrósum Englands-, Evrópu- og heimsmeisturunum þá er skiljanlegt að menn reiðist því þegar félagið er með árangur á við slökustu lið deildarinnar á svo löngu tímabili. Enda er það þannig að í dag og í gær hafa jafn gegnheilir LFC menn eins og Jamie Carragher lýst á Sky og síðan James Pearce í Athletic því hversu þolinmæðin er farin og félagið þarf að fara að sýna viðbrögð. Í dag eru 13 leikir eftir af mótinu. Síðustu 10 leikir hafa gefið okkur 0,9 stig. Ef að við höldum þessu formi fáum við 12 stig, endum með 52 stig sem yrði jöfn stigatölu tímabilsins sem Dalglish náði einn og sér, 6 stigum minna en hann og Hodgson náðu og líklegt að það gæfi lægsta sæti okkar í efstu deild síðan við komum þangað upp 1963.

  Það auðvitað viljum við ekki sjá, það er nokkuð ljóst að við munum verða það lið sem fellur niður um flest stig frá titli og næsta ár og líklega myndum við líka vera með mesta sætadropp milli ára ef svo fer. Það vill auðvitað enginn, allra síst Klopp og co. – því bæði þarf LFC að spila í Evrópu til að verða vænlegri kostur í leikmannakaupum og nú þegar ljóst er að við vinnum ekki titilinn skiptir líka máli að átta sig á hvaða leikmönnum er að byggja á. Mig langar því að skoða aðeins þær hugmyndir sem hafa verið ræddar til að bregðast við, aðferðir sem Klopp hefur ekki verið að grípa. Um Klopp ræðir Sigurður Einar á Fésbókinni okkar, hann er svo sannarlega maðurinn til að leiða okkur áfram en hér langar mig aðeins að kasta fram hugmyndum sem ég hef lesið og við getum kallað “pælingar um aðrar lausnir”. Hér að sjálfsögðu tel ég mig ekki vera þess umkominn að láta eins og ég viti betur en stjórinn…en mér hefur komið á óvart hversu fastir við höfum verið í fari sem ekki hefur gengið.

  (more…)

  [...]
 • Kop.is í heimsókn á Fótbolti.net

  Heiðursmennirnir á www.fotbolti.net ákváðu að bjóða ritstjórnartríóinu Magga, Einari og Steina í heimsókn í þáttinn sinn í dag til að fara yfir allt Liverpool tengt.

  Útkomuna er að finna með því að smella á þennan hlekk hérna, en í þættinum er farið yfir leikinn gegn Everton, hvað þarf að breytast og rýnt er í næsta leik sem er gegn Sheffield United.

  Það verður ekki podcast þessa vikuna en reikna má með því að spámennirnir reyni að skutla spá við þennan hlekk.

  [...]
 • Liverpool 0-2 Everton

  0-1 Richarlison 3′

  0-2 Gylfi Þór 81′ (víti)

  Náðum ekki að taka með okkur mómentumið úr Meistaradeildinni inn í þennan leik en það var aðeins á þriðju mínútu leiksins þegar James Rodriguez kom með sendingu inn fyrir vörnina og Kabak gleymdi sér aðeins og missti Richarlison framhjá sér sem skoraði með góðu skoti framhjá Alisson í markinu.

  Eftir markið tóku okkar menn þó öll völd á vellinum en til að byrja með var það uppskrift sem við höfum séð of mikið undanfarið, mikið með boltann en lítið að gerast. Það var svo eftir korters leik þegar við náðum loks ágætis spili sem endaði með að Firmino komst í ágætis stöðu en skot hans fór í varnarmann og aftur fyrir. Í kjölfarið á hornspyrnunni féll boltinn fyrir lappirnar á Henderson sem hitti boltan svona hrikalega vel en Pickford varði frá honum frábærlega.

  Harmleikurinn hélt áfram eftir 25 mínútna leik þegar Henderson féll til jarðar í miðjum spretti og greinilegt að eitthvað farið aftan í læri. Nat Phillips var strax kallaður til og fór að gera sig kláran en Henderson var ekki á þeim buxunum að gefast upp. Þó þetta hafi litið hrikalega illa út til að byrja með stóð hann upp og teygði og nuddaði sig og kom aftur inn en það enntist stutt því nokkrum sekúntum eftir að hann kom aftur inn á völlinn settist hann aftur og fór að lokum af velli fyrir Nat Phillips. Fyrir leik var því fleitt fram að ef Henderson og Kabak myndu ná að spila saman fram að hálfleik yrðu þeir það miðvarðarpar sem hefði náð flestum mínútum í röð hjá Liverpool í vetur en það tókst ekki og hreinlega spurning hversu langt það verður þar til við sjáum Hendo aftur.

  Eftir skiptinguna var leikurinn jafnari. Liverpool enn meira með boltann og Everton lágu enn mjög lágt en fóru að ná að tengja betur saman þegar þeir voru með botann og áður en hálfleikurinn var búinn átti Alisson góða markvörslu eftir skalla Coleman.

  Liverpool komu svo sterkir inn í seinni hálfleik þar sem Mane var kominn í gott færi snemma á næstu mínútum komust við nokkrum sinnum í álitlegar stöður en náðum ekki að búa til færið.

  Á 69 mínútu komst Salah í einn í gegn á móti Pickford sem varði vel frá honum og var svo fljótur að sópa upp boltanum áður en Shaqiri kláraði.

  Á 81. mínútu kláraðist svo leikurinn þegar Richarlison kom á ógnarhraða í skyndisókn og gaf boltan yfir á Calvert-Lewin sem átti skot sem var varið af Alisson en boltinn var laus. Trent hafði elt Calvert-Lewin og farið niður og Calvert-Lewin féll um Trent við að reyna komast í boltann og vítaspyrna dæmd sem Gylfi Þór skoraði úr.

  Bestu menn Liverpool

  Nokkrir leikmenn okkar áttu ágætis rispu í dag en get hreinlega ekki valið einhvern mann leiksins eftir svona tapleik.

  Vondur dagur

  Það áttu allir vondan dag í dag og það þá helst stuðningsmennirnir sem þurfa að lifa með tapi gegn Everton. Ozan Kabak átti hrikalega erfitt, missti Richarlison framhjá sér í fyrsta markinu og misreiknaði nokkra skallabolta sem hefði getað kostað enn meira. Curtis Jones reyndi mikið en það var ekkert að virka og kórónaði það með lélegu skoti í ágætis sókn með 4-5 Liverpool menn inn á teignum.

  Umræðupunktar

   

  • Enn ein meiðslin í miðvarðarstöðunni, nú eru Matip, Gomez, Van Dijk, Hendo og Fabinho allir frá sem voru líklega okkar fyrstu fimm kostir í þá stöðu við byrjun tímabils.
  • Tíu góðar mínútur í leiknum eftir fyrra mark Everton manna en svo féllum við í sömu gryfju og við höfum séð undanfarnar vikur nokkur hálffæri en aldrei nógu ógnandi.
  • Recordið geggjaða gegn Everton fallið höfðum ekki tapað gegn þeim á Anfield síðan 1999 en það eins og svo margt annað fallið okkur úr greipum í ár.
  • Við erum nú í sjötta sæti deildarinnar og gætum fallið í það níunda ef liðin fyrir neðan okkur vinna sína leiki sem þau eiga inni.

  Tímabilið við það að verða eitt það versta sem maður man eftir, tveimur mánuðum eftir að hafa verið á toppnum um jólin. Næst er það Sheffield United um næstu helgi og guð minn góður hvað það er orðinn mikill skyldusigur, eins og allir leikir sem eftir eru hjá okkur ef við ætlum að bjarga þessu tímabili frá algjörri martröð.

  [...]
 • Byrjunarliðið gegn Everton

  Eftir góðan sigur gegn Leipzig í vikunni er töluvert léttara yfir Liverpool mönnum en undanfarnar vikur en staðreyndin sú að liðið hefur tapað síðustu þremur deildarleikjum og þarf því að halda í það form sem við sýndum gegn Leipzig á eftir. Everton hefur ekki unnið á Anfield síðan sautjánhundruð og súrkál og liðið sem á að tryggja að það haldist er svona:

  Bekkur: Adrian, N.Williams, Phillips, Tsimikas, Davies, Ox, Keita, Shaqiri og Origi

  Óbreytt lið frá Leipzig leiknum og gott ef skytturnar okkar þrjár í fremstu víglínu en þeir hafa ekki oft náð að spila allir saman í grannaslagnum. Keita snýr svo aftur í leikmannahópinn eftir meiðsli ásamt óséða manninum Ben Davies.

  Hjá Everton er Gylfi og Calvert-Lewin báðir á bekknum og Jordan Pickford snýr aftur í markið.

  Minnum á að taka þátt í umræðu bæði í kommentum hér fyrir neðan og á Facebook síðu Kop.is.

  [...]
 • Grannaslagur á laugardag

  Á laugardag mætast grannarnir í Liverpool og Everton á Anfield og hafa þeir rauðu harma að hefna frá síðustu viðureign liðana snemma á leiktíðinni. Í þeim leik skildu liðin jöfn 2-2 á Goodison Park, það var dæmt af sigurmark af Henderson á loka andartökum leiksins í einni allra, allra tæpustu rangstöðu leiktíðarinnar (sem ég held enn að hafi ekki einu sinni verið rangstaða) og tveir leikmenn Everton straujuðu þá Van Dijk og Thiago svo báðir meiddust á hné, annar þeirra var frá í einhverja þrjá mánuði og hinn út leiktíðina. Ömurleg úrslit og leikur í alla staði, svo Liverpool hefur klárlega harma að hefna.

  Það eru þrjú stig sem skilja liðin að í 6. og 7.sæti eins og er en Everton á leik til góða og gæti náð Liverpool að stigum. Eins fucking ömurlegt og það er þá segir það ansi mikið um það hve dýrkeyptar síðustu vikur hafa verið fyrir Liverpool. Það er því ansi fínt að næla í þessi þrjú stig fyrir baráttuna um eitt af efstu sætunum og til að hrista Everton af sér.

  Það er engin Yerri Mina eða Gbamin í Everton en Dominic Calvert-Lewin, þeirra aðal striker og líklega mesta markógn, var ekki með gegn Man City í byrjun vikunar vegna meiðsla en hann mun að öllum líkindum snúa aftur í byrjunarliðið gegn Liverpool.

  Fabinho, Milner og Jota verða ekki með Liverpool en það ætti vonandi að vera að styttast í að þeir muni snúa aftur í liðið. Það myndi styrkja hóp Liverpool alveg gífurlega mikið að fá þá inn því hópurinn er ansi þunnur þesa dagana. Hins vegar þá hefur Naby Keita verið byrjaður að æfa aftur af krafti, Klopp segir hann hafa getað verið með gegn hans gömlu félögum í Leipzig en þeir hafi ákveðið að bíða en svo veikist hann (en ekki hvað?!) en hann gæti verið með í hópnum gegn Everton sem yrði ansi flott. Það var óttast að Alisson væri meiddur en svo virðist ekki vera og segir Klopp hann vera í fínu standi fyrir leikinn.

  Ég reikna með að sjá óbreytt lið frá leiknum gegn Leipzig en liðið lék mjög vel í þeim leik. Ef Henderson og Kabak byrja saman leikinn í miðri vörninni þá verða þeir það miðvarðarpar Liverpool sem hefur spilað flesta leiki saman í röð. Sem eru að ég held alveg heilir þrír leikir! Það segir nú ansi mikið um hve ljótt ástandið hefur verið í vetur og ég held að þeir muni koma til með að byrja þennan leik. Klopp gæti reyndar svo sem alveg hent Phillips inn í liðið til að styrkja liðið í föstum leikatriðum en ég reikna ekki með því.

  Alisson

  Trent – Kabak – Henderson – Robertson

  Thiago – Wijnaldum – Jones

  Salah – Firmino – Mane

  Óbreytt lið frá því í síðasta leik. Salah og Mane skoruðu báðir, Thiago og Firmino áttu góðan leik og fóru nokkuð snemma útaf og Curtis Jones var frábær. Kabak og Henderson leystu miðvörðin vel gegn hröðu liði Leipzig og Wijnaldum held ég að sé alveg bókaður í djúpa miðjumanninn á meðan Henderson er í vörninni og Fabinho er meiddur. Enginn Milner svo mér finnst miðjan nokkuð velja sig sjálf, kannski Shaqiri komi inn í einhverju hlutverki en ég efast um það.

  Ég vil sjá Liverpool byggja á leiknum gegn Leipzig og taka Everton í bakaríið – og vonandi að við þurfum ekki að tala um einhver ömurleg meiðsli eftir þennan leik og þrjú stigin verða okkar helsta umræðuefni!

  [...]
Load More
Congratulations. You've reached the end of the internet.
Back to Top
Close