íslensk aðdáendasíða besta félags í heimi

íslensk aðdáendasíða besta félags í heimi

Latest stories

 • Gullkastið – Schadenfreude, jólin eru komin

  Vikan eftir sigur á Manchester United er sjálfkrafa góð og hvað þá United liði undir stjórn Mourinho sem er fullkomlega í upplausn. Vinur okkar Hreimur Örn Heimisson söngvari Made In Sveitin var á Anfield um helgina og mætti með stemminguna þaðan í þáttinn. Það eru ekki alltaf jólin en þau hófust svo sannarlega á sunnudaginn, veisla.

  00:00 – Intro – Hreimur skoðaði Man City
  06:20 – Sigur sem þjófstartar jólunum
  40:00 – #JoseOut – hvað næst?
  01:03:15 – FC Bayern í 16-liða úrslitum
  01:14.20 – Hættulegir Úlfar

  Stjórnandi: Einar Matthías
  Viðmælendur: Maggi, SSteinn og Hreimur Örn Heimisson

  Hreimur
  Shaqiri bað um mynd af sér með Hreimi eftir að hann afgreiddi United. – Mynd Hreimur

  MP3: Þáttur 219

 • Dregið í 16-liða úrslitum

  UPPFÆRT: það verða Bayern München sem verða andstæðingar Liverpool í 16 liða úrslitunum. Fyrri leikurinn á Anfield í febrúar, síðari leikurinn í Þýskalandi í mars.


  Umræða um United leikinn er sprellifandi í leikskýrslu Hannesar og svei mér þá ef þetta er ekki besti mánudagur ársins. Það er samt jafnan nóg að gera hjá Liverpool á þessum árstíma og næsta verk er að finna út hverjum við mætum í næstu umferð Meistaradeildarinnar. Útsending frá drættinum í Sviss hefst um 11:00 og ætti að ljúka seinni partinn í þessari viku. Við uppfærum þessa færslu í dag en byrjum á því að kanna hvaða mótherja þið mynduð helst vilja fá?

  Hvaða lið viltu fá í 16-liða úrslitum?

  Skoða niðurstöður.

  Loading ... Loading ...

  Er það tækifærið á að hefna ófarana gegn Real Madríd og meðferðarinnar sem leikmenn liðsins fengu í þeim leik?
  Viljum við fá Suarez og Coutinho á Anfield Evrópukvöld?
  Viljum við fara aftur til Porto rétt eins og á sama stigi keppninnar á síðasta tímabili?
  Viljum við gera Klopp það að mæta Dortmund aftur?
  Er kominn tími á FC Bayern lið sem virðist vera komið á tíma fyrir endurnýjun?
  Hvað af þessu viljum við því að Juventus ætti ekki einu sinni að vera í boði, þann leik viljum við helst alls ekki af augljósum ástæðum (utanvallar).

 • Liverpool 3-1 Manchester United

  1-0 Sadio Mané (24. mínútu)

  1-1 Jesse Lingard (33. mínútu)

  2-1 Xherdan Shaqiri (73. mínútu)

  3-1 Xherdan Shaqiri (80. mínútu)

  Það fór um mann ónotaleg tilfinning þegar Manchester United kom boltanum í netið eftir aðeins fjórar mínútur þegar Ashley Young tók aukaspyrnu inn á teiginn og Lukaku reyndi að spyrna í boltan sem truflaði Alison og boltinn endaði í fjærhorninu en markið réttilega dæmt af vegna rangstöðu þar sem Lukaku var langt fyrir innan þegar spyrnan var tekinn. Í kjölfarið tók Liverpool öll völdin á vellinum og var spurningin í raun aðeins hvenær kemur markið. Eftir 15 mínútna leik poppaði upp sú tölfræði að Lukaku væri búinn að ná að snerta boltan þrisvar í leiknum, þar af tvisvar innan eigin vítateigs og var miðað við snertingar aftasti leikmaður United manna.

  Markið kom svo loks á 24.mínútu þegar Fabinho átti frábæra vippu inn á teig United og Sadio Mané elti tók boltan á kassan og skoraði svo framhjá De Gea í markinu en stór spurningamerki við varnarleik United manna og þar sérstaklega Young sem elti ekki Mané inn á teiginn.

  Liverpool hélt áfram að vera betri aðilinn og hefði Dejan Lovren átt að gera betur þegar hann setti boltan yfir eftir aukaspyrnu frá Firmino nokkrum mínútum seinna en þvert gegn gangi leiksins náði United að jafna á 33. mínútu þegar Lukaku náði að komast framfyrir Lovren úti hægra megin og kom boltanum fyrir, leit út fyrir að Alisson væri með boltan en virðist setja hnéið í boltan þegar hann er að draga hann til sín sem verður til þess að boltinn skoppar út í teigin þar sem Jesse Lingard vippaði honum yfir Alisson og jafnaði leikinn.

  Eftir jöfnunarmarkið komust United menn betur inn í leikinn þó Liverpool hafi alltaf verið með yfirhöndina, einhverjir vildu sjá rautt á Lukaku á 40. mínútu þegar hann renndi sér frekar harkalega í Sadio Mané eftir að hafa misst stjórn á boltanum en náði að komast í boltan first og má sjá ákveðin líkindi við gula spjaldið sem hann fékk og á gula spjaldinu sem Van Dijk fékk gegn Napoli.

  Í hálfleik tók Mourinho Diego Dalot útaf og setti Fellaini inn í hans stað og virtist breyta yfir í 4-3-3 til að reyna ná meiri stjórn á leiknum. Það tókst þó ekki og hélt Liverpool áfram skotæfingu sinni í seinni hálfleik. Á 52. mínútu náði Firmino að rífa sig lausan frá varnarmönnum United og átti skot sem De Gea varði og Keita náði frákastinu en Ashley Young náði að henda sér fyrir skot hans.

  Á 70. mínútu kom Shaqiri inn fyrir Naby Keita en það tók hann aðeins þrjár mínútur að skora. Mané lék á Herrara og tók á rás inn í teig eftir endalínunni og kom boltanum á markið en De Gea varði skot hans út í teiginn þar sem Shaqiri hamraði boltanum í Young, þaðan í þverslánna og svo inn fyrir marklínuna og verðskulduð forusta Liverpool loks kominn aftur.

  Á 80. mínútu náði Shaqiri að tvöfalda markafjölda sinn í leiknum þegar hann fékk boltan frá Salah við markteigin og skot hans fór síðan af Bailly og framhjá De Gea og sigurinn innsiglaður!

  Bestu menn Liverpool

  Það er erfitt að horfa framhjá Xherdan Shaqiri í dag sem kom inn af bekknum og tryggði okkur fyrsta deildarsigurinn gegn Manchester United síðan í mars 2014. Af þeim sem byrjuðu leikinn ber helst að nefna Fabinho sem var hrikalega flottur inn á miðjunni í dag og átti frábæra stoðsendingu í fyrsta markinu og Sadio Mané sem bæði skorar og býr til færið fyrir fyrra mark Shaqiri í dag. Síðan var ég ánægður með Nathaniel Clyne sem átti kannski engan stórleik í dag en hefur ekki verið nálægt liðinu í langan tíma og mikið meiddur og hann fær því hrós frá mér fyrir að koma inn í leik gegn erkifjendunum og standa sig með prýði.

  Erfiður dagur

  Það var vont að sjá Alisson gera svona mistök í svona high profile leik en hann hefur samt þessu áru yfir sér að þrátt fyrir þetta klúður hafði ég engar áhyggjur restina af leiknum að hann myndi láta annan bolta framhjá sér. Vonandi sjáum við meira Napoli og minna að þessu.

   

  Umræðan

  Skotæfing Liverpool á Anfield í dag – Var að renna yfir þetta og sýnist að metið í deildinni yfir flest skot í einum leik séu 38 skot og er í eigu Manchester United þegar þeir gerðu 0-0 jafntefli við Burnley fyrir tveimur árum. Þeir reyndu allt til að losna við það met í dag því okkar menn fengu trek í trek svæði til að fara í skot, þó stundum hefði verið skynsamlegra að reyna halda spilinu gangandi, og við enduðum leikinn með 36 skot.

  Fabinho er klár – Það voru mjög margir sem tóku aðeins of hart á Fabinho eftir slakan leik gegn Arsenal og voru sérstaklega stuðningsmenn annarra liða á því að þarna væri flopp sumarsins á ferðinni en hann hefur afsannað það undanfarið!

  Meistarabreidd – Í dag var það Shaqiri, gegn Everton var það Origi, gegn Chelsea var það Sturridge. Bekkurinn okkar er að skila stigum í hús og það mun muna mikið um það þegar talið verður í pokana í lok tímabils.

  Helst er það þó að með þessum sigri erum við enn á toppi deildarinnar og spilum á undan City um næstu helgi og getum komist í fjögurra stiga forrustu og sett alvöru pressu á þá.

 • Byrjunarliðið gegn Man Utd

  Þá er komið að stórleik helgarinnar og eftir sigur Manchester í bláliðaslag Manchester gegn Merseyside er ljóst að við þurfum að verja heiður borgarinnar til að halda toppsætinu. Liðinu er svona stillt upp í dag.

  Alisson

  Clyne – Lovren – Virgil – Robertson

  Wijnaldum – Fabinho – Keita

  Salah – Firmino – Mané

  Bekkur: Mignolet, Camacho, Moreno, Henderson, Lallana, Shaqiri og Sturridge

  Það var alltaf ljóst að það yrðu breytingar á varnarlínunni með öll þau meiðsli sem dundu á liðinu í vikunni en ekki bjóst ég við að sjá Clyne sem hefur verið týndur og tröllum gefinn undanfarið og vonandi er hann klár í þessi átök. Mourinho stillir sínu liði svona upp

  De Gea

  Dalot – Smalling – Lindelöf – Darmian

  Herrara – Matic – Lingard

  Young – Lukaku – Rashford

  Þó þetta gæti einnig verið fimm manna varnar lína með Young í vinstri og Darmian sem hluti af miðvörðunum. Á pappír eitt slakasta United lið sem ég hef séð mæta á Anfield og vonandi verður okkar skemmtun í dag í samræmi við það!

  YNWA

  Við minnum á #kopis á Twitter og umræðuna í athugasemdum hér að neðan.


 • Kvennaliðið fær Everton í heimsókn

  Nú fer að styttast í að leikurinn gegn United fari að hefjast, en í millitíðinni er kvennaliðið okkar að spila á móti Everton í Continental Cup, síðasti leikur stelpnanna á þessu almanaksári.

  Svona er liðinu stillt upp:

  Kitching

  S.Murray – Bradley-Auckland – Matthews – Robe

  Fahey – Coombs – Roberts

  Clarke – Sweetman-Kirk – Daniels

  Bekkur: Preuss, C.Murray, Thomas, Rodgers

  Leikurinn hófst núna kl. 12, og það eru strax komin 4 mörk, því miður 3 frá Everton. Niam Fahey með mark okkar, og við vonum að þær nái að setja fleiri.

  Við uppfærum svo færsluna á eftir með úrslitum leiksins.


  Mörkin í leiknum urðu ekki fleiri, svo leikurinn fór því 1-3 fyrir Everton. Aftur svekkjandi úrslit fyrir Vicky Jepson og stelpurnar hennar, og nú er bara að vona að liðið nái flugi á nýju ári.

Back to Top

Ad Blocker Detected!

Advertisements fund this website. Please disable your adblocking software or whitelist our website.
Thank You!