Latest stories

 • Gullkastið – United upphitun

  Rétt eins og þegar United var á toppnum þá á það sama við núna þegar þessu er öfugt farið, Liverpool – Man Utd er stærsti leikurinn í fótboltanum. Það er nóg að frétta innan sem utanvallar hjá United og því tókum við vel á þeirra sápuóperu.

  Stjórnandi: Einar Matthías
  Viðmælendur:SSteinn og Maggi

  MP3: Þáttur 257

  Kop.is á Facebook og Twitter – Endilega fylgið okkur þar líka.

  [...]
 • Kvennaliðið fær Bristol í heimsókn

  Nú er nýhafinn leikur Liverpool gegn Bristol á Prenton Park, og þar munu okkar konur gera allt sem þær geta til að ná í fyrstu stig liðsins á leiktíðinni. Óhætt að segja að fyrstu leikirnir hafi ekki endað eins og við höfum vonað.

  Liðinu er stillt upp svona:

  Preuss

  Jane – Bradley-Auckland – Fahey – Robe

  Roberts – Bailey

  Clarke – Lawley – Charles
  Sweetman-Kirk

  Bekkur: Kitching, Murray, Purfield, Babajide, Hodson, Linnet

  Líklega einhverskonar 4-2-3-1 með Lawley fremsta á miðjunni, Jesse Clarke og Niamh Charles á köntunum og Sweetman-Kirk uppi á topp.

  Það er a.m.k. afar ánægjulegt að hin skoska Christie Murray er komin til baka úr meiðslum og byrjar á bekknum.

  Við minnum á að leikurinn er sýndur beint á FA Player, bæði í appinu og á vefsíðunni.

  Færslan verður svo uppfærð með úrslitum að leik loknum.


  Leik lokið með jafntefli, 1-1. Semsagt, fyrsta stigið og fyrsta markið í deildinni. Bristol konur skoruðu fyrst á 16. mínútu, en á 72. mínútu fengu okkar konur víti eftir að Babajide var felld í teignum. Melissa Lawley fór á punktinn og skoraði af öryggi. Fleiri urðu mörkin ekki.

  Næsti leikur er í Conti Cup, en þá heimsækir liðið Coventry. Þar á eftir kemur svo leikur í deildinni, en þá heimsækir liðið Birmingham sem er sem stendur eina liðið sem er án stiga í deildinni.

  [...]
 • Hvaða lið er með besta hópinn?

  Pep Guardiola hefur leynt og ljóst verið með Liverpool svolítið á heilanum undanfarna mánuði og skal svosem engan undra enda aðalsamkeppni Man City um þessar mundir. Botnin tók svolítið úr í sumar þegar hann og aðrir forráðamenn Man City ruku upp til handa og fóta yfir því að Klopp og aðrir tengdir Liverpool væru að tala um eyðslu Man City, ekki síst núna undir stjórn Guardiola. Maður hefði haldið að aðeins Donald Trump væri nógu heimskur til að halda því fram að eyðsla Liverpool og Man City væri eitthvað nálægt því að vera sambærileg en svo var víst ekki.

  Liverpool.com gerði nokkuð góða samantekt á eyðslu liðanna undir stjórn Guardiola og Klopp skv. tölum frá Transfermarket.com. Niðurstaðan eftir þann lestur er að við verðum að njóta Jurgen Klopp á meðan hann er hjá okkur því þetta gengur ekki svona til lengdar.

  Kaupverð þeirra leikmanna sem Pep Guardiola hefur keypt til Man City er £298m meira en Liverpool hefur borgað á sama tíma. Pep tók nota bene við best mannaða liði Englands á meðan Jurgen Klopp hefur nánast þurft að skipta um lið. Sterling, De Bryune, Silva, Aguero, Kompany, Fernandinho og Otamendi voru allir fyrir hjá City svo dæmi sé tekið. Burðarrásir liðsins undanfarin fjögur tímabil.

  Liverpool er búið að kaupa leikmenn fyrir samtals £401m sem er aðeins £103m meira en mismunurinn er á nettó eyðslu félaganna. Manchester City er búið að kaupa leikmenn fyrir £400m meira nettó en Liverpool þessu fjögur tímabil eða £100m á hverju tímabili. Hvernig Liverpool er ennþá samkeppnishæft og jafnvel betra er í raun og veru ótrúlegt. FSG sagði strax frá upphafi að þeir þyrftu að vera gáfaðari en andstæðingarnir á leikmannamarnaðnum, well…

   

  View this post on Instagram

   

  Boston

  A post shared by Linda Henry (@linda_pizzuti) on


  Samanburður á hópum toppliðanna 2019/20

  Að því sögðu er áhugavert að skoða hópana hjá þessum liðum og bera saman hvar munurinn liggur á breidd liðana. Það er allt að því lögmál að tala um hvað hópurinn hjá City en mikið stærri/betri en hópurinn hjá Liverpool, skoðum það aðeins og höfum bara öll toppliðin með.

  Hver hópur hefur sýna styrkleika og breidd á mismunandi stöðum, Klopp og Guardiola leggja t.a.m. ekkert endilega mikið upp úr því að vera með risastóra hópa heldur mun frekar fjölhæfa leikmenn sem geta leyst margar stöður. Það er því mjög erfitt að fylla inn í svona töflu yfir varamenn því að fyrstu varamenn fyrir flestar stöður eru nú þegar partur af byrjunarliðinu.

  Markmenn

  Liverpool er að sýna það núna að þeir geta leyst tímabil án Alisson. Liverpool og City eru engu að síður mjög svipuð á pappír í þessari stöðu og tvo bestu markmenn deildarinnar. Auðvitað hjálpar það þeim að vera með bestu varnarlínur deildarinnar fyrir framan sig.

  De Gea gæti allt eins misst byrjunarliðssæti sitt í landsliðinu til Kepa haldi hann svona áfram, stuðningsmenn United blésu ekki í neina lúðra þegar hann framlengdi um daginn. Hugo Lloris er á niðurleið virðist vera.

  (more…)

  [...]
 • Gullkastið – Fullt hús og rúmlega það

  Eins og Emlyn Huges sagði á sínum tíma “Liverpool are magic, Everton are tragic”. Liverpool er áfram með fullt hús á toppnum á meðan Everton er í fallsæti og Manchester liðin töpuðu bæði skyldusigursleikjum til að toppa helgina. Leikir helgarinnar ásamt umræðum um Man City, Spurs og Everton sérstaklega. Auk þess var frábær Meistaradeildarvika og fjögurra ára starfsafæmli Klopp einnig á dagskrá. Djöfull er gaman að´essu.

  Stjórnandi: Einar Matthías
  Viðmælendur:SSteinn og Maggi

  MP3: Þáttur 256

  Kop.is á Facebook og Twitter – Endilega fylgið okkur þar líka.

  [...]
 • Helgaruppgjör

  Það er erfitt að hugsa fótboltahelgi í enska boltanum sem hefur farið mikið betur en þessi helgi. Everton er í fallsæti, United lá úti gegn liði í fallsæti, Spurs var niðurlægt aftur og City tapaði heimaleik gegn liði sem er ekki eitt af toppliðunum.

  Liverpool

  Staðan í deildinni mun ekkert breytast næstu tvær vikur og því um að gera að njóta á meðan, en við eigum líklega öll ennþá eftir að hitta stuðningsmann Liverpool sem heldur því fram af einhverri alvöru að þetta sé komið.

  Átta sigrar í fyrstu átta leikjunum er auðvitað fullkomin byrjun en telur ekkert meira en átta sigrar í röð á miðju tímabili eða undir lokin. Man City vann 18 af síðustu 19 leikjum síðasta tímabils. Man Utd vann fyrstu tíu leikina 1985/86 en endaði í 4.sæti.

  Það sem vinnur hinsvegar frekar með Liverpool er að þetta var 17 sigurleikurinn í röð í deildinni og stór hluti af þessum leikjum hefur verið meðfram gríðarlega þéttu prógrammi í Meistaradeildinni. Liverpool er búið að tapa einum leik frá því síðasta tímabil byrjaði. Eitt tap í 47 leikjum er galið.

  Liverpool hafa sóað urmul af færum í síðustu þremur leikjum og unnið þá alla með eins marks mun eftir sigurmark á lokamínútunum. Enginn af þessum sigrum var sannfærandi og satt að segja á liðið ennþá eftir að komast í einhvern fluggír. Ekki ósvipað fyrstu mánuðum síðasta tímabils. Auðvitað er viðbúið að Liverpool nái ekki alltaf að breyta þessum leikjum í sigur en það er gríðarlega jákvætt að maður hefur á tilfinningunni að það sé ennþá töluvert svigrúm til bætinga. Liverpool er búið að fá fæst mörk á sig í deildinni en fær samt besta markmann deildarinnar aftur í næstu umferð ef allt er eðlilegt. Eftir átta leiki í fyrra var Liverpool búið að fá á sig helmingi færri mörk en liðið hefur fengið á sig núna (en skora fimm mörkum minna).

  Man City hent fyrir Úlfana

  Adama Traore er fljótasti maður á jörðinni og mjög líklega einn mest pirrandi leikmaður deildarinnar fyrir stuðningsmenn þeirra liða sem hann spilar fyrir.  Ég hef ekki tölu á því hversu oft maður hefur séð hann rjúka fram og koma sér í ákjósanlega stöðu en vera svo töluvert nær því að fótbrjóta sig í skotinu heldur en að setja það í netið. Ég hafði ekki einu sinni trú á því að hann myndi skora þegar ég var að horfa á svipmyndir af mörkunum úr leik City og Wolves. Sá hitti á leikinn og var auk þess mjög öflugur sem bakvörður í fimm manna varnarlínu Wolves. Sterling hafði ekkert í hann á sprettinum sem er óvanalegt fyrir hann.

  Það að Wolves taki stig af City eru ekkert rosalegar fréttir í sjálfu sér. Þeirra leikur hentar stóru liðunum illa og þeir tóku töluvert af stigum í þessum leikjum á síðasta tímabili, t.a.m. gegn Man City. Það sem gerir þessi úrslit áhugaverð er að Wolves hafði aðeins unnið einn leik í deildinni fyrir þennan (gegn botnliði Watford í síðustu umferð) og átti erfiðan útileik í Istanbul á fimmtudaginn. Man City spilaði við Zagreb heima daginn áður. Auðvitað geta svona “freak” úrslit komið inn á milli en Wolves hefur einmitt gengið mjög illa í vetur að tengja saman Evrópudeildina og deildarkeppnina. Þeir spiluðu eðlilega þéttan varnarleik en sigurinn var ekkert ósanngjarn og City gekk ekkert að opna vörn Wolves. Þetta var enganvegin sama einstefna og á síðasta tímabili þegar Wolves stal stigi gegn City.

  Stóru fréttirnar eftir þennan leik rétt eins og tap City gegn mjög vængbrotnu liði Norwich eru vonandi þær að það er engin ástæða lengur fyrir lið að gefa leikina gegn City fyrirfram eins og við höfum séð gerast af og til undanfarin ár. Það er hægt að stríða þessu City liði sem virkar núna í byrjun tímabils ekki eins rosalega ósigrandi og undanfarin tvö ár. Þeir eru alveg 88-90+ stiga lið en kannski ekki 98-100+ stiga lið eins og þeir hafa verið.

  Norwich hefur unnið einn af síðustu sex leikjum og bara tvo leiki það sem af er þessu tímabili. Það eru fá lið í eins miklum meiðslavandræðum og þeir sem gerir sigur þeirra og frammistöðu gegn City svo áhugaverða. Rétt eins og gegn Liverpool þorðu þeir að spila sinn fótbolta og sækja. Eitthvað sem City líður mun verr með en liðin sem pakka í vörn frá fyrstu mínútu. Það er því spurning hvorn leikinn stjórar sambærilegra lið horfa á þegar þeir eru að undirbúa sig fyrir Man City, 3-2 tap þeirra gegn óhræddum Norwich mönnum og tap heima gegn Wolves eða 8-0 slátrunina þeirra gegn Watford.

  City er búið að fá á sig 9 mörk það sem af er tímabili eða 66% fleiri mörk en liðið hafði fengið á sig á sama tíma í fyrra. Auðvitað of lítið úrtak en sýnir kannski að meiðsli og breytingar í vörninni hafa verið að bíta.

  Stærri spurningin er hvort það sé komin einhver smá þreyta í City liðið? Þá er ég ekki að meina svona Man Utd hrun heldur meira svona 6-12 stiga niðursveifla sem er alls ekkert fjarstæðukent hjá liði sem hefur sett standardinn í kringum 100 stiga tímabil. Guardiola er pottþétt þreytandi til lengdar enda geðbilað kröfuharður.

  Lykilmenn liðsins hafa verið lengi saman og spurning hvort þeir haldi sama standard endalaust. Aguero, Silva, Fernandinho, Otamendi og De Bruyne spila allir ennþá risahlutverk hjá Guardiola en er einhver þeirra jafn góður og hann var fyrir tveimur árum? Kannski De Bruyne sem er yngstur af þeim en hann var ekki í meiðslavandræðum þá. Aguero er kannski ekki verri en er hann eitthvað betri núna norðanmegin við þrítugt? Vörnin er miklu verri í fjarveru Laporte og Kompany sérstaklega þar sem ekkert hefur ennþá verið keypt í staðin fyrir þá.

  Vonandi er þessi byrjun City ekki tálsýn, þeir hafa náð í 16 stig af 24 þrátt fyrir að hafa átt léttara leikjaprógramm en okkar menn. Það er 67% stigasöfnun sem myndi duga í 76 stig yfir heilt tímabil. Man City tapaði fjórum leikjum á síðasta tímabili og gerði aðeins tvö jafntefli. Þeir hafa núna eftir átta umferðir gert eitt jafntefli og tapað tveimur sem er helmingurinn af töpuðum stigum síðasta vetur.  Eini svokallaði topp sex andstæðingurinn sem þeir hafa mætt það sem af er tímabili nú er Tottenham heima og þeir unni hann ekki. Liverpool er nú þegar búið með Chelsea á Stamford og Arsenal heima.

  (more…)

  [...]
 • Liverpool – Leicester 2-1

  1-0 – 40.min, Mané

  1-1 – 80.min, Maddison

  2-1 – 92.min, Milner (víti)

  Liverpool hélt áfram fullkomnu byrjun sinni í deildinni þetta tímabilið með virkilega góðum, dramatískum en umfram allt sanngjörnum 2-1 sigrí á Leicester í dag og fer þar með í landsleikjahlé með 24 stig af 24 stigum mögulegum.

  Liverpool gerði tvær breytingar á liði sínu frá því á miðvikudagskvöldið. Lovren kom i stað Gomez og Milner inn á miðjuna í stað Henderson. Annars var liðið eins og búist var við, þrátt fyrir að Alisson sé farinn að æfa af fullum krafti þá þurfum við að bíða þar til eftir landsleikjahlé með að sjá hann í liðinu aftur.

  Leikurinn fór rólega af stað, Leicester var aftarlega á vellinum og ætluðu sér greinilega að treysta á hraða Vardy frammi. Fyrsta hálffærið kom eftir 12 mínútna leik þegar Trent klobbaði Chilwell upp við hornfána, kom boltanum fyrir á Miler en skot hans fór yfir.

  Annars gerðist afskaplega lítið. Firmino fékk gott færi á 32 mín eftir frábæra fyrirgjöf frá Trent en þurfti að teygja sig örlítið í boltann og skotið því ekki gott.

  Leikurinn byrjaði svo í raun loksins fyrir alvöru svona 7-8 mínútum fyrir leikslok. Liverpool braut á sér í tvígang við teyginn og fengu á sig horn og aukaspyrnu með stuttu millibili, Fabinho náði sér í gult spjald eftir brot á Madison en að var svo Mané sem kom Liverpool yfir á 40 mínútu eftir að Milner hafði spilað okkur út úr pressu Leicester manna, tók þríhyrning við Robertson við hliðarlínuna áður en hann sendi frábæran botla innfyrir á Mané sem skoraði örugglega einn gegn Schmeichel, 1-0!

  Eftir þetta hefði Liverpool átt að bæta við marki fyrir hlé, Firmino sendi boltann út í miðjan teig á Mané, sem koma á ferðinni, en sá danski varði skot hans vel. Mínútu síðar eða svo fékk Salah boltann með Caglar í bakinu og lagði hann frábærlega upp fyrir Milner en skot hans af vítateigslínunni fór yfir.

  Það gerðist meira á þessum 7 mínútum en þeim 38 þar á undan og Liverpool með verðskuldaða forystu í hálfleik.

  Síðari hálfleikur

  Albrighton kom inná hjá gestunum í hálfleik en heimamenn hófu síðari hálfleikinn eins og þeir kláruðu þann fyrri. Salah féll frábært færi, skot af markteig, eftir sendingu frá Trent (held reyndar að hann hafi verið rangstæður) en Schmeichel varði.

  Mané fékk tækifæri til að bæta öðru marki við eftir að hann og Salah spiluðu sig í gegnum vörnina á 55 mínútu en Evans komst í boltann um leið og sá senegalski ætlaði að skjóta, einn gegn Schmeichel og fór boltinn af Mané og útaf. Góð spilamennska, óheppnir að tvöfalda ekki forystuna.

  Vardy fékk góða stungusendingu á 54 mínútu en missti boltann heldur langt frá sér og náði Adrian að stöðva hann áður en hann komst í skotfæri, mjög tæpt en líklega var hann réttstæður þarna. Í næstu sókn átti Robertson að koma okkur í tvö núll, fyrsta sending Salah á Robertson misheppnaðist, hann náði þó frákastinu og reyndi aftur. Skotinn kominn einn innfyrir en fast skot hans var beint á Schmeichel. Var líka of gott til að vera satt, var ekki að trúa því að hann myndi skora tvisvar í sömu vikunni!

  Liverpool átti þarna á 5-10 mínútna kafla alveg helling af hættulegum sóknum, fannst Salah taka rangar ákvarðanir í þeim svo gott sem öllum! Það reyndist dýrkeypt, enda jafnaði Leicester á 79 mínútu þegar Maddison skaut á milli fóta Lovern og undir Adrian úr miðjum teignum 1-1, virkilega óverðskuldað en þetta er hættan þegar þú nýtir ekki tækifærin.

  Á þessum tímapunkti var ég að blóta færanýtingunni og farinn að skrifa leikskýrslu af miklum pirring. Bæði misstum við þetta ósanngjarnt niður, Salah meiddist eftir skelfilega tæklingu og Liverpool annað árið í röð að tapa stigum gegn Leicester í leik sem manni finnst ansi mikið vera undir, þó tímabilið sé nánast nýbyrjað. Ég man nú ekki nákvæmlega atburðarásina í þessu, ég er enn að ná mér niður eftir fögnuðinn en Origi fékk boltann úti vinstra megin, missti hann frá sér og einhvern veginn barst hann inn á teig, Mané pressaði og náði boltanum á markteigshorninu, Albrighton fór aftan í hann og niður fór Mané – víti, 92 mínúta! VAR skoðaði þetta og dómurinn stóð – mitt álit á þessu er að þetta var víti, það er klár snerting þarna, hann fékk ekki víti gegn Sheffield og þá voru menn á því að um víti hafi verið að ræða, þessi snerting kom á meðan hann var enn með boltann, hann hefði líklega geta staðið það af sér en hvað hefði hann fengið fyrir það? Nákvæmlega ekkert. Upp steig herra áreiðanlegur og Milner skoraði örugglega úr vítaspyrnunni, 2-1, 24 stig, fullkomin byrjun og fögnuðurinn ógurlegur!

  Maður leiksins

  Andstæðingurinn var sterkur, sjóðandi heitt Leicester lið og Liverpool að spila hörkuleik á miðvikudagskvöldið, verkefnið var því ærið. Liðið var að spila mjög vel, ef þeir hefðu nýtt færin sín hefði þessi leikur aldrei verið í hættu því við vorum mikið sterkari aðilinn!

  Mér er sama hvað aðrir segja, það er bara einn sem kemur til greina sem maður leiksins. Mané fannst mér á köflum okkar besti varnarmaður og okkar langbesti sóknarmaður og er minn maður leiksins í dag, var algjörlega frábær. Skoraði gott mark og átti bestu tæklingu leiksins (á Chilwell í fyrri hálfleik) og dugnaður hans skilaði okkur þremur stigum þegar hann sótti vítið í uppbótartíma. Þvílíkur leikmaður sem hann er, ekki að ég vitni nú oft í Fabregas en ég er ekki frá því að hann hitti naglann á höfuðið þegar hann sagði hann einn af bestu leikmönnum í heimi í vikunnar og verið það núna í smá tíma.

  Umræðan

  • Mané. Þvílíkur leikmaður, ég get bara ekki hrósað honum nægilega mikið. Það er ekki oft sem að leikmenn með þetta mikinn sprengikraft og hæfileika séu jafn duglegir inn á vellinum og hann. Ekki oft er understatement, það er bara enginn annar. Okkar langbesti maður það sem af er tímabils!
  • Fullkomin byrjun. Var ég búinn að koma inn á það? Ég geri það þá bara aftur. 8 leikir, 8 sigrar, 24 stig.
  • Lovren. Eftir að Matip meiddist um síðustu helgi og innkoma Gomez var ekki að heilla þá er alveg ljóst að það eru ákveðin forréttindi að eiga fjórða kost í Lovren – sérstaklega þegar við horfum til okkar helstu keppinauta. Hann átti virkilega góða innkomu í dag eins og vörnin öll, gáfu Leicester fá færi og lítið að segja við markinu sem Maddison skoraði.

  Næsta verkefni

  Nú tekur við landsleikjahlé, næsta verkefni er stórt – Old Trafford, sunnudagurinn 20. október áður en við förum til Belgíu og sækjum K.R.C Genk heim þremur dögum síðar.

  [...]
 • Liðið gegn Leicester

  Eftir tæpan klukkutíma mætir Brendan Rodgers í fyrsta sinn aftur á Anfield frá því að hann þjálfaði liðið og er Klopp búinn að tilkynna liðið sem hefur leik á eftir og er það svona

  Bekkur:Kelleher, Gomez, Henderson, Lallana, Keita, Elliot, Origi

  Áhugavert lið Gomez fellur úr liðinu fyrir Lovren og Milner kemur inn fyrir fyrirliðan og svo er ungi strákurinn Elliot á bekknum. Hrikalega mikilvægur leikur í dag gegn stórhættulegu liði Leicester manna, en hversu gott væri það að fara með fullt hús stiga í annað landsleikjahlé vetursins!

  Minnum annars á umræðuna hér fyrir neðan, eða á Twitter undir #kopis myllumerkinu.

  YNWA

   

  [...]
 • Upphitun: Liverpool mætir Leicester City

  Það verður titrandi toppslagur í Liverpool-borg á laugardaginn þegar að ósigraðir heimamenn í langefsta sætinu mæta hinum spræku Leicester sem eru í 3.sæti. Evrópumeistar 2019 gegn Englandsmeisturum 2016 og til að krydda kappleikinn þá mætir kunnuglegt andlit aftur á Anfield.

  Mótherjinn

  Það verður að sjálfsögðu ekki hjá því komist að nefna endurkomu Brendan Rodgers með lið sitt á sínar fyrri heimaslóðir. Forlögin hafa hagaði happadrætti leikjaskipulagsins þannig að í dag eru nákvæmlega 4 ár frá því að hinum norður-írska var sagt upp störfum hjá LFC og í kjölfarið kom Klopparinn knúsglaði í hans stað. Rodgers tjáði sig um margt sem tengdist við meistara Carragher nú í vikunni og hægt er að lesa áhugaverða mola úr því viðtali hér hjá Liverpool Echo. Í því viðtali sýnir hann sinn klassa og virðingu gagnvart Rauða hernum og mér alltaf líka vel við hans persónu sama þó að hann hafi stundum orðið skotspónn háðsglósa.

  Brendan mun þó varla líta á viðburðinn 4. október á dagatalinu ljúfum augum en hann hefur síðan þá byggt upp orðspor sitt norðan landamæranna hjá Glasgow Celtic og með því að landa sjö skoskum deildar- eða bikartitlum. Sá góði árangur ásamt góðri úrvalsdeildarreynslu með Swansea og LFC gerði hann að fínum valkosti fyrir Refina er þeir létu hinn óvinsæla Claude Puel flakka í febrúar síðastliðnum. Í þeim 19 keppnisleikjum sem Rodgers hefur stýrt þeim þá hafa 10 leikir unnist (52,6% vinningshlutfall) og eingöngu 4 leikir tapast. Það verður að teljast vel viðunandi árangur og hefur skilað bláliðum í baráttuna um meistaradeildarsæti í byrjun tímabilsins.

  Brosir Brendan breiðar en hinn brosmildi Jürgen er bardaginn er búinn?

  Í sumarglugganum seldu Leicester hafsentinn Harry Maguire til Man Utd fyrir metfé en sú brottför hefur síður en svo bitnað á liðinu varnarlega. Þeir hafa fengið jafnfá mörk á sig og LFC eða 5 mörk samtals sem er best í deildinni og sér í lagi hefur hinn tyrkneski miðvörður Çaglar Söyüncü nýtt tækifærið til að láta ljós sitt skína. Vargurinn Vardy hefur verið upp á sitt skæðasta og skorað 5 mörk í 7 leikjum en James Maddison hefur líka verið öflugur með 1 mörk og 2 stoðsendingar í sama leikjafjölda. Sá síðarnefndi gæti þó misst af leiknum því hann ku tæpur vegna meiðsla en ég er nokkuð viss um að hann verður tiltækur á bekknum.

  Það þarf ekki mikinn spámann til að geta sér þess til að Leicester muni byrja varnarsinnaðir og djúpir á morgun með áherslu á að keyra fram í snöggar skyndisóknir á sinn öskufljóta fremsta mann. Fyrsta markið mun ráða miklu um þróun leiksins og vonandi fellur það réttu megin sem myndi opna leikinn fyrir sóknarþrennuna okkar. Ef að líkum lætur þá yrði þetta uppstillt lið Brendan Rodgers á morgun:

  Líklegt byrjunarlið Leicester City í leikkerfinu 4-1-4-1

  Liverpool

  Hin kaflaskipta frammistaða í miðri viku gegn Salzburg gæti haft áhrif á liðsuppstillingu Liverpool á laugardaginn og þá helst í hjarta varnarinnar og á miðjunni. Augljóslega þá kom Gomez inn í stað Matip sem er ennþá ólíklegur til spilamennsku og það raskaði hugsanlega jafnvæginu í varnarlínunni þó að Joe hafi ekkert verið svo slæmur. Með það í huga gæti Lovren átt möguleika á að fá tækifæri í staðinn en þar sem spretthlauparinn Vardy verður fremstur manna þá er ekki víst að það væri gott að taka Gomez úr liðinu þar sem hann er líka frár á fæti.

  Henderson og Wijnaldum áttu ekki sinn besta dag heldur og það kæmi ekki mjög á óvart ef að Oxlade-Chamberlain og Naby Keita fengju sénsinn. Jordan og Gini eru líklegir til að spila tvo leiki í landsleikjahléinu sem kemur í kjölfarið og því væri þetta gott tækifæri til að dreifa álaginu. Framlínan verður þó væntanlega með öflugasta móti og ekkert til sparað í sprengikraftinum.

  Klopp mun hugsanlega stilla liði sínu upp á eftirfarandi máta:

  Líklegt byrjunarlið Liverpool í leikkerfinu 4-3-3

  Blaðamannafundir

  Klopp mætti eldhress að vanda á blaðamannafund dagsins um að gera fyrir alla að renna því í gegn. Þar staðfesti hann að Matip og Shaqiri yrðu fjarri góðu gamni vegna meiðsla en að Alisson væri að nálgast leikform og kæmi jafnvel til greina á morgun.

  Spakra manna spádómur

  Þetta verður hörkuleikur með áhugaverða undiröldu tengdri þjálfurum liðanna og 100% byrjun heimamanna í húfi. Þó að bæði lið hafi fengið á sig fá mörk í byrjun móts þá verður eitthvað undan að láta í leik sem þessum. Mín spá er að okkur takist ekki að halda hreinu en munum hafa nægileg gæði í framlínunni til að þenja netmöskvana oftar en mótherjinn.

  Lokaniðurstaða verður 3-1 að mati pistlahöfundar og munu Mané, Salah og Keita sjá um markaskorun.

  YNWA

  [...]
 • Liverpool 4 – 3 RB Salzburg

  Mörkin

  1-0 Mané (9. mín)
  2-0 Robertson (25. mín)
  3-0 Salah (36. mín)
  3-1 Hwang (39. mín)
  3-2 Minamino (56. mín)
  3-3 Håland (60. mín)
  4-3 Salah (69. mín)

  Gangur leiksins

  Það var sterkt lið Liverpool sem gekk inn á Anfield í kvöld, enda kom ekkert annað til greina en að vinna þennan leik, hafandi tapað fyrsta leiknum í riðlinum. Og okkar menn tóku strax öll völd á vellinum. Það liðu svosem heilar 9 mínútur þar til ísinn var brotinn, en það var nánast bara eitt lið á vellinum í upphafi leiks. Og fyrsta markið var nánast eingöngu eign Mané, með þó velþeginni aðstoð frá afmælisbarninu Firmino. Mané fékk boltann upp við vinstri kantinn rétt fyrir framan miðjulínuna, hljóp rakleitt inn að teig, gaf þar á Firmino sem renndi boltanum rakleitt í hlaupalínuna hjá Mané sem var þá kominn einn í gegn, og hann gerði engin mistök er hann renndi boltanum framhjá Stankovic í markinu.

  Mark númer tvö var ekki mikið síðra. Robertson byrjaði sprett af vinstri vængnum og leitaði inn á miðjuna, fann þar Henderson, hann tók léttan þríhyrning við Salah og renndi boltanum svo til hægri á Trent, á meðan hélt Andy sprettinum áfram og var kominn inn að markteig þar sem fyrirgjöfin frá Trent rataði beint í lappirnar á honum og hann gat varla annað en skorað. Annað bakvarðamark, rétt eins og seinna markið í MK Dons leiknum.

  Þriðja markið kom svo eftir enn eitt upphlaupið upp vinstri kantinn: Robbo með sendingu í autt svæði uppi í vinstra horninu sem Mané tók við, fór með boltann upp að teig og gaf fyrir á Firmino sem skallaði að marki, það var varið en Salah náði frákastinu og renndi boltanum í markið.

  Þegar hér var komið við sögu voru um 10 mínútur eftir af fyrri hálfleik, staðan orðin 3-0 og maður hafði á tilfinningunni að nú myndi liðið bara halda áfram, valta yfir andstæðingana og ná kannski eins og einum 5-0 úrslitum.

  En nei, ekki aldeilis.

  Það gerðist eitthvað á þessum tímapunkti. Liðið varð kærulaust og værukært, og það hafði strax áhrif fjórum mínútum síðar. Hendo missti boltann klaufalega á miðjum eigin vallarhelmingi, RB menn brunuðu fram með boltann, og Virgil átti sjaldséðan lélegan varnarleik þegar hann leyfði Hwang að ná skoti innan úr teig sem Adrian gat lítið gert við. Staðan 3-1 í hálfleik. Ekki alslæm staða, en það ætlar að reynast okkar mönnum erfitt að ná að halda hreinu á þessari leiktíð.

  Það var svipað Liverpool lið sem mætti í síðari hálfleik eins og það sem gekk af velli, a.m.k. svona stemmingslega séð. Menn virtust ætla að halda fengnum hlut án þess þó að hafa agann til þess í varnarleiknum. Og það liðu ekki nema um 10 mínútur þar til staðan var 3-2. Salzburg sóttu fram eftir sókn okkar manna, fengu aukaspyrnu við miðlínu sem þeir tóku hratt og boltinn var skyndilega kominn upp í vinstra hornið, þaðan kom fyrirgjöf inn á teig á svæði þar sem Robertson hefði líklega átt að vera mættur en var hvergi sjáanlegur, en í staðinn var Minamino staddur þar og sendi boltann viðstöðulaust í netið. Nú var einhver ónotatilfinning farin að hríslast um okkur stuðningsmenn, og mönnum leið sjálfsagt ekkert betur að sjá að strax eftir markið var Erling Håland skipt inná. Og hann þurfti ekki langan tíma áður en hann var kominn á blað. Strazburg sóttu núna upp miðjuna, boltinn barst yfir á hægri vænginn, og skyndilega var einn þeirra kominn upp að endalínu, gaf fyrir, boltinn sigldi framhjá Gomez sem hefði sjálfsagt átt að gera betur en var fjarri því einn um að vera sekur um það, og beint í lappirnar á Håland sem var aleinn á markteig og jafnaði 3-3.

  Við þetta var ljóst að það þurfti að breyta einhverju. Klopp kallaði Henderson af velli og setti Milner inná. Örskömmu síðar kom svo Wijnaldum af velli og Origi kom inná í staðinn. Þegar þarna var komið sögu var búið að hræra aðeins í skipulaginu: Origi var vinstra megin, Mané hægra megin, Salah uppi á topp og Firmino kominn í holuna. Skömmu eftir skiptin var Mané ansi nálægt því að setja annað mark þegar Trent spottaði hann dauðafrían á nærstöng í hornspyrnu, en Mané náði einhvernveginn að hitta ekki á boltann. Enn og aftur er Trent að sýna hvað hann er séður í föstum leikatriðum, og þá sérstaklega hornspyrnum. En nokkrum mínútum síðar náðu okkar menn forystunni aftur. Eftir talsverðan barning uppi við teiginn hægra megin reyndu Salzborgarar að hreinsa, en Fabinho komst inn í það, boltinn barst til Firmino á vítateigslínunni sem nikkaði boltanum áfram á Salah sem var allt í einu sloppinn í gegn, og hann skoraði mark sem reyndist að lokum vera það sem skildi liðin að. Klopp gerði eina skiptingu til viðbótar í uppbótartíma þegar hann tók Salah út af og setti Keita inná. Liðið náði sem betur fer að halda haus og koma í veg fyrir frekari mörk heimamanna, en maður hefur alveg örugglega séð lið sigla svona leikjum heim á öruggari hátt. Það kom nokkrum sinnum fyrir að liðið var með boltann á síðustu mínútunum en náði að glutra honum frá sér og skapa þar með óþarfa hættu á skyndisóknum. Þetta hefðu betri andstæðingar mögulega náð að nýta sér, en sem betur fer slapp þetta til.

  Bestu og verstu menn liðsins

  Það er svolítið sérstakt að tala um að liðið hafi ekki verið að spila nógu vel þegar það skorar 4 mörk í einum leik, en það er nú engu að síður staðreynd. Sérstaklega var það á kaflanum frá ca. 36. mínútu fram að jöfnunarmarki andstæðinganna. Þá voru menn bara að gera sig seka um lélegar sendingar, lélegar staðsetningar, og almennt kæruleysi. Þarna fóru fremstir í flokki miðjumennirnir okkar, sem og miðverðirnir. A.m.k. var engin sérstök tilviljun að Henderson og Wijnaldum voru teknir út af. Holningin á liðinu batnaði nú talsvert síðasta hálftímann, þá náðist a.m.k. að loka fyrir lekann í vörninni og það náðist að setja sigurmarkið. En liðið þarf að skoða sinn leik afskaplega vel, enda stutt í næsta leik, og þar er ekkert í boði að sýna svona frammistöðu. Mo Salah er líklega næstur því að hljóta nafnbótina maður leiksins fyrir mörkin tvö, en hann hefur samt oft spilað betur. Næsti maður gæti alveg verið Firmino, enda lagði hann upp a.m.k. 2 ef ekki 3 mörk af þessum fjórum, er sívinnandi og alltaf jafn mikið til í að gefa boltann á Salah eða Mané ef hann hefur minnsta grun um að þeir séu í betra færi en hann.

  Liðið fékk núna á sig 3 mörk á heimavelli í fyrsta skiptið síðan í janúar á þessu ári þegar Crystal Palace komu í heimsókn. Sem betur fer skoraði liðið 4 mörk í báðum þessum leikjum, en þetta er klárlega svolítið gult spjald. Við erum líka orðin svo góðu vön með vörnina að þetta kemur jafnvel meira á óvart fyrir vikið. Ef Gomez hefði verið lélegasti varnarmaðurinn í kvöld hefðum við kannski getað skrifað þetta á leikformið hjá honum og á það að Matip sé frá vegna meiðsla, en málið var að van Dijk var ekkert að eiga neinn stjörnuleik heldur. Hann mun sjálfsagt vilja gera betur strax á laugardaginn ef ég þekki hann rétt.

  Hvað er framundan

  Það er ekki langt í næsta leik, en Leicester koma í heimsókn á laugardaginn. Það var enginn leikur hjá þeim núna í vikunni, og þeir hafa því nægan tíma til að undirbúa sig og mæta á fullu gasi í leikinn. Það kæmi ekki á óvart þó Klopp myndi nota hópinn aðeins af því tilefni, hugsanlega kemur Ox inn á miðjuna, nú eða Keita. Vonandi verður Matip búinn að hrista þetta hnjask af sér. Það hjálpar ekki að Liverpool hefur átt það til að mæta í næsta deildarleik eftir Evrópuleiki með nokkurskonar timburmenn, en ekkert slíkt er í boði á laugardaginn. Svo nú þarf bara að einbeita sér sérstaklega að endurheimt hjá þeim leikmönnum sem spiluðu megnið af leiknum, og hinir mega bara gjöra svo vel og stíga upp ef/þegar til þeirra er leitað.

  En þrátt fyrir allt, þá skiptir mestu máli að hafa sótt stigin þrjú. Þetta þýðir að riðillinn er ennþá galopinn, og þá sérstaklega fyrst Napoli náðu aðeins 0-0 jafntefli á móti Genk í Belgíu. Belgarnir munu einmitt taka á móti okkar mönnum í næsta leik í Meistaradeildinni, en sá leikur fer fram eftir 3 vikur sléttar.

  Þangað til munum við taka á móti Brendan Rodgers og félögum í fyrsta sinn síðan í október 2015, og vonum að hann fari ekki að skemma skap okkar Púlara í landsleikjahléinu sem svo tekur við.

  [...]
 • Liðið gegn RB Salzburg

  Búið að tilkynna liðið sem spilar fyrsta heimaleikinn í Meistaradeildinni á þessu tímabili:

  Bekkur: Kelleher, Lovren, Milner, Keita, Oxlade-Chamberlain, Lallana, Origi

  Ekkert óvænt hér. Klopp stillir upp sínu sterkasta liði, nema að það er Gomez sem kemur inn fyrir meiddan Matip. Af andstæðingunum er það að frétta að Erling Braut Håland er á bekk.

  Fyrr í dag léku U19 liðin og það voru okkar piltar sem unnu góðan 4-2 sigur eftir að hafa verið 1-2 undir á tímabili. Mörkin skoruðu Larouchi, Williams, Jones og Brewster (víti).

  Annað í fréttum er að Liverpool fær að halda áfram í Carabao Cup, en fær 200 þúsund punda sekt, þar af helmingurinn skilorðsbundinn. Arsenal leikurinn í lok mánaðarins verður því á dagskrá eins og áður hafði verið auglýst.

  Þessi leikdagur er reyndar pínku merkilegur fyrir þær sakir að Brassarnir okkar, þeir Alisson og Firmino, eiga báðir afmæli í dag (ákveðinn klaufaskapur hjá Fabinho að fæðast ekki á þessum degi sömuleiðis), og myndu sjálfsagt báðir þiggja eins og 3 stig í afmælisgjöf. Hver veit nema Firmino hendi í eins og eitt eða tvö afmælismörk?

  Minnum annars á umræðuna hér fyrir neðan, eða á Twitter undir #kopis myllumerkinu.

  KOMA SVO!!!

  [...]
Load More
Congratulations. You've reached the end of the internet.
Back to Top
Close