Latest stories

 • Fantasy deild Kop.is

  Í færslunni hér fyrir neðan er að vinna Gullkastið sem kom um miðnætti í gær – mæli með því að allir hlusti á það!

  Líkt og fram kom í byrjun tímabils er kop.is með innbyrgðis deild í Fantasy leiknum vinsæla þar sem nokkrir af pennum síðunnar reyna, með litlum árángri miðað við fyrstu umferðir, að sýna hvað við vitum mikið um fótboltan sem endar svo líklegast á því að lesendur sigra með yfirburðum.

  Nú er þó ekki aðeins hægt að vinna heiðurinn á því að sigra þá penna síðunnar sem tóku þátt því við höfum fengið sigurverðlaun frá Bk Kjúkling á Grensásvegi og mun sá aðilli sem vinnur hvern mánuð fyrir sig (það er að segja ekki sá sem er efstur í deildinni eftir hvern mánuð heldur sá sem fær flest stig í hverjum stökum mánuði þannig það er aldrei of seint að skrá lið til leiks.) vinna tvær máltíðir. Við munum fara yfir stöðuna í deildinni nokkrum sinnum í vetur og tilkynna hverjir eru sigurvegarar hvers mánaðar en eins og er vermir Hallveig Sigurbjörnsdóttir efsta sæti deildarinnar eftir að hafa veðjað á tvo stigahæstu leikmenn síðustu umferðar í þeim Teemu Pukki og John Lundstram. Tvær umferðir eftir í þessum mánuði og því nóg af stigum eftir í pottinum.

  Kóðinn í deildina er 7o0apm og er hægt að skrá sig í deildina hér.

   

  [...]
 • Gullkastið – Ljótu sigrarnir flottir

  Þetta var nokkuð viðburðarík vika hjá OfurEvrópuMeisturum Liverpool, flottur ljótur sigur á Chelsea, bikar á loft og læti í Istanbul. Southampton var afgreitt sæmilega auðveldlega í þynnkunni og um næstu helgi er fyrsta stóra prófið í deildinni. Svöruðum að auki nokkrum spurningum hlustenda. Endilega komið með spurningar hér eða á samfélagsmiðlum Kop.is sem við gætum skoðað í næsta þætti.

  Stjórnandi: Einar Matthías
  Viðmælendur: Maggi og SSteinn

  MP3: Þáttur 249

  Kop.is á Facebook – Endilega fylgið okkur þar líka.

  [...]
 • Southampton – Liverpool 1-2

  Klopp gerði þrjár breytingar á liði sínu síðan gegn Chelsea á miðvikudag, TAA kom inn í hægri bakvörð í stað Gomez, á miðjunni fóru Henderson og Fabinho út og inn kom Gini og Firmino.

  Ég sagði í upphitun minni að ég hafi óskað þess að þessi leikur hefði farið fram á sunnudegi, ekki síst í ljósi þess að við vorum að spila 120 mínútur á miðvikudagskvöld. Það sást vel hvers vegna þegar flautað var til leiks en Liverpool liðið var afleitt í fyrri hálfleik og í raun heppið að fara með 0-1 forskot inn í hlé.

  Heimamenn voru að stjórna miðjunni og voru að finna pláss á allt of mörgum stöðum, hvort sem það var á milli miðju og varnar, bakvið TAA eða Robertson og jafnvel á milli Matip og Virgil. Southampton fékk talsvert af hálffærum en þeirra besta færi í hálfleiknum var líklega hjá Yoshida sem átti skalla nánast af markteig sem Adrian varði vel.

  Það var svo á 45 mínútu sem að Mané tók þetta í sínar hendur. Fékk boltann frá Milner á vítateigshorninu vinstra megin, hljóp þvert á vörn heimamanna og smurði boltann örugglega í fjærhornið, 0-1 og alls ekki verðskulduð forysta þó hún hafi svo sannarlega verið kærkomin.

  Síðari hálfleikur

  Síðari hálfleikur byrjaði allt öðruvísi en sá fyrri hafði gert. Liverpool var í raun með öll völd fyrstu 10-15 mínúturnar og hefðu átt að tvöfalda forystu sína í a.m.k. tvígang. Salah komst einn innfyrir en Angus varði vel. Á 64 mínútu kom svo frábær sókn, Gini fékk boltann á miðjunni og stakk honum á milli mið- og bakvarðar á Mané sem sendi boltann fyrir í fyrsta á Firmino en skot hans af vítateigspunktinum fór hárfínt framhjá, dauðafæri!

  Southampton komst aftur inn í leikinn og var farið að verða líklegt þegar Firmino fór langt með að klára leikinn á 70 mínútu. Mané vann boltann eftir aulaskap hjá heimamönnum í innkasti, sendi á Firmino sem hljóp þvert á vörnina á vítateigslínunni og skoraði örugglega í nærhornið, 0-2, mark á virkilega mikilvægu augnabliki!

  Liverpool fékk nokkur fín færi til að bæta við marki næstu mínúturnar, Mané átti skalla á nærstöng sem var varinn í horn og Robertson átti flott skot á þessa títtnefndu nærstöng eftir frábæra hælsendingu frá Mané er þeir félagar tóku þríhyrning á vítateigshorninu vinstra megin.

  Salah fékk kærkomna hvíld á 78 mínútu eftir að hafa spilað 120 mínútur á miðvikudag þegar Origi kom inn í hans stað.

  Adrian ákvað að gera þetta spennandi á 81 mínútu þegar hann fékk boltann frá Virgil og hafði allan tímann í heiminum en ákvað undir pressu frá Ings að reyna lélega sendingu á Fabinho sem fór ekki betur en svo að kvötturinn fór í Ings og inn. Glórulaus ákvörðun þegar nákvæmlega ekkert var í gangi í leiknum og allt í einu von fyrir heimamenn og læti á vellinum.

  Ings hefði átt að jafna leikinn nokkrum mínútum síðar þegar Ings skaut framhjá af markteig þar sem hann var aaaaaaleinn. Stálheppnir.

  Eftir þetta náði Liverpool aðeins betri stjórn á leiknum og hann fjaraði út. Þrjú stig í höfn í leik sem var okkur virkilega erfiður.

  Maður leiksins

  Ég vel Mané sem mann leiksins. Ekki bara skoraði hann frábært mark heldur vann hann boltann og lagði upp síðara markið okkar og hefði átt að ná sér í aðra stoðsendingu þegar hann átti frábæra sendingu á Firmino í líklega besta færi leiksins og líka með hælsendingu sinni á Robertson. Virkilega ánægjulegt að sjá að hann hefji tímabilið eins og hann lauk því síðasta!

  Umræðan

  • Þreytt Liverpool lið í upphafi leiktíðar. Það er kannski hálfskrítið að segja (skrifa) það eftir fína frammistöðu í Góðgerðarskyldinum, sigur í Ofurbikarnum og fullt hús stiga í deild en liðið hefur ekki virkað neitt voðalega sannfærandi í þessum síðustu þremur leikjum og virkar í raun bara þreytt. Andstæðingarnir í deildinni ekki verið topp 6-8 lið en við samt að ströggla við að stjórna leikjum.
  • Besta vörn síðasta tímabils er allt í einu orðin afskaplega slök og óörugg gegn ekki betri sóknarliðum en Soton og Norwich. Bæði þessi lið fengið 3-4 dauðafæri á móti okkur og nokkur hálffæri í þokkabót. Áhyggjuefni.
  • Að því sögðu, eitt stykki Ofurbikar, 6 af 6 stigum mögulegum. Það gæti verið verra!

  Næsta verkefni

  Næsta verkefni er stórt, Arsenal kemur í heimsókn eftir nákvæmlega viku!

  Þrjú stig í dag, jákvætt. Njótið helgarinnar, YNWA.

  [...]
 • Southampton – Liverpool (upphitun)

  Ég skal alveg játa það að eftir að hafa séð liðið spila 120 mínútur á miðvikudaginn þá hefði ég alveg þegið sunnudagsleik þessa helgina. Svo er ekki og það er komið að næsta verkefni. Í þetta skiptið er komið að fyrsta útileik tímabilsins þegar Liverpool sækir Southampton heim á St Mary’s og fara leikar fram á morgun, laugardag, kl. 14.

  Leikmenn Liverpool mæta kátir til leiks eftir úrslit miðvikudagsins en vita jafnframt að í svona jafnri deild þá eru allir leikir hálfgerðir úrslitaleikir, sem er hálfkjánalegt að skrifa eftir eina umferð. Heimamenn eru að spila sinn fyrsta heimaleik þetta tímabilið og vilja eflaust bæta upp fyrir úrslit síðustu helgar.

  (more…)

  [...]
 • Adrian tæpur á morgun

  Klopp kom inn á það á blaðamannafundi að Adrian væri með bólginn ökkla og væri tæpur fyrir leikinn á morgun. Þetta er ástæðan!


  Klárlega beint rautt og þriggja leikja bann.

  Eins er salan á Lovren off eins og staðan er núna. Sú saga er engu að síður ekki búin fyrr en glugganum lokar um mánaðarmótin.

  [...]
 • Liverpool 2-2 Chelsea

   

  Mörkin

  0-1   Olivier Giroud 36.mín
  1-1   Sadio Mané 48.mín
  2-1   Sadio Mané 95.mín
  2-2   Jorginho 101.mín

  5-4 eftir vítaspyrnukeppni

   

  Maður leiksins í Super Cup

  Skoða niðurstöður.

  Loading ... Loading ...

  Leikurinn

  Liverpool byrjuðu leikinn vel og fyrstu 10 mínúturnar þá vorum við sterkari aðilinn. Salah smellti í gott skot á 16.mínútu en Kepa varði vel. En fljótlega fór að halla undan fæti og Chelsea tóku yfir leikinn. Sérstakleg var miðsvæðið fjarverandi og var auðveldlega valtað yfir það í brimsjó af bylgjum. Á 22.mín þá komst Pedro í gott færi en samlandi hans í LFC-markinu varði skotið í þverslánna og í burtu.

  Á þessum tímapunkti réðu Chelsea lögum og lofum á vellinum og það kom engum á óvart þegar þeir tóku forustuna með góðri sókn sem endaði með marki Giroud. Ef eitthvað þá vorum við heppnir stuttu síðar að glæsilegt mark Pulisic var réttilega dæmt ógilt sökum rangstöðu með aðstoð VAR. Okkar menn í raun í ruglinu á þessum tímapunkti og hálfleikshléð kærkomið.

  0-1 í hálfleik

  Í hálfleik var Firmino skipt inná fyrir Oxla1-1-de-Chamberlain sem hafði verið týndur í leiknum og við þessa einu breytingu lifnaði allt lið Liverpool snögglega við. Svo mjög að eftir 3 mínútur höfðu okkar menn jafnað leikinn. Fabinho vippaði boltanum í boxið og snerting Firmino kom boltanum á Mané sem sendi boltanum yfir marklínuna. Forljótt mark en í úrslitaleikjum þá eru öll slík mörk falleg fyrir þitt lið.

  Liverpool héldu pressunni áfram eftir markið og stefndi allt í að við myndum valta yfir bláliða. En þeir náðu að safna vopnum sínum og um miðbik seinni hálfleiks var komið jafnvægi í leikinn. Ef eitthvað er þá keyrðu Chelsea til sigurs og tókst að koma boltanum í netið en réttilega var markið dæmt af. Þreyta var klárlega farin að setja mark sitt á leikinn og venjulegur leiktími fjaraði út.

  1-1 eftir venjulegan leiktíma

  Þó að allir útlimir væru lúnir þá virtis Klopp ná að peppa sína menn upp í framlenginguna. Svo fjandi fjarska vel að eftir 5 mínútur settum við hið ágætasta mark. Enn og aftur var varamaðurinn Firmino partur af því sem best er gert. Keyrði upp vinstra megin við vítateiginn og lagði svo glæsilega upp á Mané sem mætti og hamraði glæsilegt mark upp í þaknetið. Geggjað mark og allir glaðir.

  Sigurmark héldu flestir en einungis 5 mín síðar keyrðu Chelsea í sókn og Adrian braut klaufalega á Abraham í teignum og víti dæmt. Jorginho slúttaði vítinu af fagmennsku og aftur voru leikar jafnir. Þreytumerki voru augljós á leikmönnum sem luku þó leiknum með sæmd á tveimur fótum flestir.

  2-2 eftir framlengingu

  Vítaspyrnukeppni aftur eftir að hafa tapað einni slíkri gegn Man City um daginn í löggiltum æfingarleik skv. enska knattspyrnusambandinu. Í stuttu máli sagt þá unnum við þess vító sem meira máli skipti og Adrian var að sjálfsögðu hetjan með markvörslu í lokaspyrnunni.

  Í raun eru mín skýrsluorð fullkomlega óþörf þegar að Klopp orðar þetta svona fullkomlega með tilheyrandi Rocky-tilvitnunum.

  Maður leiksins

  Niðurstaða könnunarinnar mun gefa lokaorð með mann leiksins en að mati pistlahöfundar þá var Mané maður leiksins með sín mörk og þétt að hans baki kom Firmino sem kom inná í hálfleik sem leiðrétting á mistökum stjóra síns. Innkoman hjá meistara Bobby breytti leiknum okkur í hag þegar við vorum undir og án hans þá hefði niðurstaðan verið önnur.

  Umræðan

  Liverpool unnu Super Cup og það er hinn fínasti bikar til að flagga. Stærstu kampavínsflöskurnar verða kannski ekki afkorkaðar en þetta er alvöru bikar sem skráður verður á vegg meistaranna. Það er líka hinn besti siður að vinna úrslitaleiki og vítaspyrnukeppnir þannig að allir slíkir sigrar eru velkomnir á heimilum Liverpool-manna. Klopp hefur heldur ekki besta record í úrslitaleikjum og frábært að peppa upp þá tölfræði með því að klára þennan leik við erfiðar aðstæður. Við þetta má bæta gullfallegum myndum af meisturum á þessum ágæta tengli.

  YNWA

  [...]
 • Byrjunarliðið vs. Chelsea í Istanbul

  Nú styttist í upphafssparkið á úrslitaleiknum um UEFA Super Cup og spennan magnast í Istanbul. Rauði herinn hefur þrisvar sinnum hampað titlinum í sögu sinni en það var árin 1977, 2001 og 2005. Þessi ágæti silfraði verðlaunagripur verður seint kallaður sá mikilvægasti í knattspyrnunni en bikar er bikar er bikar og til þess að vera gjaldgengur í að spila leikinn þá þarftu að hafa unnið Evróputitil. Þátttaka í úrslitaleiknum er því eingöngu fyrir hina útvöldu og sigursælu og við viljum að sjálfsögðu landa öllum titlum sem Liverpool keppir um.

  Mótherjinn að þessu sinni eru hinir engilsaxnesku Chelsea en þetta er í fyrsta sinn sem um al-enskan Super Cup er að ræða. Lampard og lærisveinar hans fengu flengingu í fyrsta keppnisleiknum undir hans stjórn og þeir gætu því mætt sem sært ljón í þennan leik. Í það minnsta þá hafa báðir stjórar gert upp huga sinn varðandi byrjunarliðin og þau eru eftirfarandi:

  Liverpool: Adrian, Gomez, Matip, Van Dijk, Robertson, Fabinho, Milner, Henderson, Oxlade-Chamberlain, Mane, Salah.

  Bekkurinn: Lonergan, Kelleher, Wijnaldum, Firmino, Lallana, Shaqiri, Brewster, Origi, Hoever, Alexander-Arnold, Elliott.

  Það sem helst vekur eftirtekt er að Mané kemur inn í byrjunarliðið en Bobby Firmino sest á bekkinn. Einnig koma Englendingarnir Milner og Henderson inn í liðið og Origi fær sér sæti á bekknum ásamt Wijnaldum. En Chelsea setja sitt lið svona upp

  Pulisic sem olli okkur miklum vandræðum gegn Dortmund sumarið 2018 byrjar inná og einnig Kante sem ku vera tæpur á meiðslum. Að öðru leyti mátti alveg búast við þessari uppstillingu og bara game on.

  MONTE CARLO, MONACO – AUGUST 26: Liverpool celebrates after winning the UEFA Super Cup match between Liverpool and CSKA Moscow at the Stade Louis II on August 26, 2005 in Monte Carlo, Monaco. (Photo by Shaun Botterill/Getty Images)

  Við gerum að sjálfsögðu ráð fyrir neistaflugi ásamt þrumum og eldingum þegar leikar hefjast og gerum heimtingu um heavy metal músík að hætti Klopp frá fyrstu mínútu. Upphitunarlagið er því í takt við tilefnið og verða hlustendur þrumulostnir að hlusta á þessa rafmögnuðu rokkhunda. Vonandi verða rauðklæddu stuttbuxnastrákarnir okkar í álíka stuði og hinn síungi Angus Young í þessu lagi. Hækka í græjunum!!

  Come on you REDS! Allez! Allez! Allez!

  YNWA!

  Við minnum á #kopis á Twitter og umræðuna í athugasemdum hér að neðan.

  [...]
 • Ofurbikarinn á morgun

  Annað kvöld fer fram Ofurbikar Evrópu í Istanbul þegar Evrópumeistarar Liverpool mæta Evrópudeildarmeisturum Chelsea. Liverpool flaug til Istanbul á þriðjudags morgni og sat Klopp ásamt Mane á blaðamannafundi seinna um daginn.

  Embed from Getty Images

  Á blaðamannafundinum sagðist Mane vera klár í að byrja leikinn annað kvöld og að þreyta sé bara eitthvað sem er í hausnum á manni. Það má því sterklega búast við því að hann muni að minnsta kosti byrja annað hvort á morgun eða um helgina.

  Klopp og leikmenn Liverpool virðast mjög tilbúnir í þennan leik og hungraðir í að vinna þennan bikar sem vonandi veit á gott. Á blaðamannafundinum hrósaði Klopp einnig þeirri ákvörðun að kvenkyns dómarar myndu dæma þennan leik og væri það í fyrsta skipti sem konur dæmi leik sem þennan, hann sagðist mjög spenntur fyrir því að vera hluti af jafn sögulegum atburði og að þetta væri vonandi sá fyrsti af mörgum.

  Annars er það að frétta af hópi Liverpool að Lovren ferðaðist ekki með til Istanbul þar sem hann er veikur. Klopp segir að hann sé í alvöru veikur en hann er sterklega orðaður við félagsskipti til Roma svo það spilar líklega eitthvað inn í og hann mun að öllum líkindum semja við þá fljótlega.

  Alisson er frá eins og flestir ættu að hafa frétt núna og verður það næstu 4-8 vikurnar mætti maður reikna með. Adrian sem kom til Liverpool rétt fyrir lok félagsskiptagluggans í Englandi mun því taka stöðu hans í millitíðini og byrjar leikinn annað kvöld fyrir Evrópumeistarana og gæti unnið Evrópubikar í sínum fyrsta byrjunarliðsleik. Hann segist mjög spenntur fyrir þessari áskorun og trúi nánast ekki að hann sé í þessari stöðu. Vonandi verður hann flottur á milli stangana fyrir okkur næstu vikurnar.

  Naby Keita haltraði út af æfingu í kvöld og hætti æfingu vegna varúðarráðstafana. Hann fann fyrir einhverjum stífleika aftan í lærinu og þjálfara- og læknateymið mun meta stöðuna á honum betur á morgun. Vonandi er þetta ekki neitt neitt og hann verður í hópnum annað kvöld. Aðrir en þá Alisson, Lovren og kannski Keita ættu að vera klárir í leikinn.

  Líkt og í úrslitum Meistaradeildarinnar verður hvort lið með tólf skiptimenn og velja þá bara sín 23 manna leikmannahóp fyrir leikinn. Í hópi Liverpool er líklega ekkert óvænt ef óvænt skal kalla fyrir utan það að Harvey Elliott og Ki Jana Hoever eru einu unglingarnir ásamt Brewster sem verða með. Markvörðurinn Kelleher ferðaðist með en er ekki alveg klár í leik og þá fékk Andy Lonergan skammtíma samning hjá Liverpool og verður líklega í leikmannahópi liðsins í smá tíma þar til Kelleher og Alisson verða klárir í slaginn. Ég er ekki viss um að á þessum tíma fyrir nokkrum mánuðum eða vikum hafi Lonergan dottið í hug að hann myndi æfa allt sumarið með Liverpool, fá samning og vera í leikmannahópi í úrslitaleik í Evrópukeppni!

  Chelsea steinlá fyrir Man Utd á sunnudaginn og fá tveggja daga styttri hvíld á milli leikja en Liverpool. Frank Lampard stjóri Chelsea segir að Kante hafi meiðst eitthvað gegn Man Utd og óvissa er með hvort hann geti byrjað leikinn en þeir eru að fá sterka leikmenn eins og Rudiger upp úr meiðslum en óvíst er hvort að hann byrji eða ekki. Þetta er aðeins öðruvísi en þau Chelsea lið sem Liverpool hefur mætt undanfarin ár og nú er Hazard farinn frá þeim svo maður veit ekkert hvað maður á von á frá þeim en miðað við það sem þeir sýndu um helgina þá ætti Liverpool að vinna þennan leik svona nokkuð sannfærandi.

  Ég held að Klopp sé ekki að fara að breyta liðinu mikið frá því í síðustu tveimur leikjum. Hann byrjaði með sama lið í Samfélagsskildinum og hann gerði í opnunarleik deildarinnar gegn Norwich og ég held að það verði bara nokkuð svipað liðið á morgun. Ég ætla að fara í mótsögn við mig strax og segja að hann geri samt þrjár breytingar á liðinu sem eru samt ekki það stórar að maður missir hökuna í gólfið.

  Adrian

  TAA – Matip – VVD – Robertson

  Henderson – Fabinho – Milner

  Salah – Firmino – Mane

  Ég held að Mane komi inn í byrjunarliðið á kostnað Origi sem var frábær gegn Norwich, sömuleiðis þá kæmi mér ekki á óvart ef að Matip fengi að byrja þennan leik þar sem Gomez byrjaði síðustu tvo og jafnvel að Milner kæmi inn á miðjuna. Ef að Milner byrjar ekki á miðjunni þá held ég að við getum alveg bókað það að tvær fyrstu skiptingar Klopp yrðu líklega Origi og Milner sama hvernig staðan er og leikurinn spilast.

  Ég hlakka mikið til leiksins annað kvöld og ég held að Liverpool vilji virkilega landa þessum bikar. Þetta er eitthvað sem stendur þeim til boða eftir að þeir unnu magnað afrek og urðu Evrópumeistarar og Evrópumeistarar eiga að vinna Ofurbikar Evrópu. Þetta er bikar sem skiptir máli og Liverpool ætlar og þarf að vinna hann. Vonandi sjáum við Henderson lyfta öðrum Evrópubikar annað kvöld og það verði bara fyrsti af nokkrum í vetur.

  [...]
 • Dejan Lovren á leiðinni til Ítalíu?

  Dejan Lovren er sterklega orðaður við brottför frá félaginu núna í sumar, annaðhvort til Roma eða AC Milan.

  Verulega áhugavert í ljósi þess að á köflum í fyrra var ekki nóg að eiga fjóra góða miðverði og því undarlegt að fækka ennfrekar í þeim hópi. Klopp er auðvitað ekki að taka svona ákvarðanir óundirbúinn og verður spennandi að sjá hvort hann ætli að færa miðjumenn neðar á völlinn eða treysta á unglinga eins og Berg og Hoever þegar reynir á hópinn.

  Erfitt að sjá hvernig sala á Lovren styrkir Liverpool á þessu tímabili samt.

  [...]
 • Alisson frá í nokkrar vikur

  Þetta er a.m.k. ekki jafn slæmt og orðrómur var um í dag.

  Liverpool er í smá markvarðakrísu og hefur af þeim sökum samið við Andy Lonergan út tímabilið, markmannin sem fór með liðinu til Bandaríkjanna í sumar.

  Vonum að Alisson verði kominn eftir fyrsta landsleikjahléið. Þetta er rosalegt tækifæri fyrir Adrian, svo mikið er víst.

  [...]
Load More
Congratulations. You've reached the end of the internet.
Back to Top
Close