Latest stories

 • Verða Amrabat og Bellingham næstu nýju leikmenn Liverpool?

  Eins og gengur er búið að vera að slúðra helling í kringum þá leikmenn sem hafa verið að standa sig vel á HM. Í augnablikinu eru það tvö nöfn sem helst hafa verið nefnd, ekkert nýtt svosem að Jude Bellingham sé annað þeirra nafna, en það sem er kannski nýtt á allra síðustu dögum er hávært slúður um að Bellingham vilji sjálfur koma til Liverpool. Hér sjái hann möguleika á að labba beint inn í byrjunarliðið, eitthvað sem hann telji minni líkur á að gerist hjá Real sem dæmi.

  Nú og svo skemmir ekki fyrir kemistrían sem er á milli hans og Hendo og Trent hins vegar í landsliðinu:

  Jafnframt er talið að hann ætli að segja Dortmund strax eftir HM að hann vilji fara.

  Við getum a.m.k. leyft okkur að dreyma, og ef hann vill koma til okkar og Klopp vill fá hann, þá eru það auðvitað tvö risastór púsl. En það á enn eftir að semja við Dortmund… eitthvað var nú slúðrað um að þeir hefðu áhuga á Keita, en hann er svosem samningslaus í sumar og því lítið hægt að nota hann sem skiptimynt. Líklega gerist ekkert varðandi vistaskiptin fyrr en í sumar samt, þó við myndum að sjálfsögðu þiggja með þökkum jólamynd af Jude eins og kom af Virgil á sínum tíma. Er það ekki annars?

  Hitt nafnið sem hefur skotið upp kollinum er Sofyan Amrabat, leikmaður Marokkó. Hér er líklega um að ræða áhuga hjá forsvarsmönnum Liverpool sem nær lengra aftur en bara síðustu daga, því hann ku hafa verið á radarnum í einhvern tíma. Þetta er annars leikmaður á besta aldri, þ.e. 26 ára, og gæti komið með kærkomið backup fyrir Fabinho í sexu stöðuna. Hér virðist vera alvöru möguleiki á að hann komi í janúar.

  Auðvitað er ekkert í hendi varðandi þessa leikmenn né aðra, svo við verðum bara að bíða og sjá…

  [...]
 • Stelpurnar mæta City í bikarnum

  Það er komið að leik nr. 2 í desember hjá kvennaliðinu, en þær fá City í heimsókn í lokaleik Continental bikarsins.

  Nú verður gaman að sjá hvort liðið nær að hefna tapsins í deildinni á dögunum, en þar reyndist vera til þess að gera lítill munur á liðunum. Uppstillingin í kvöld er nær því að vera B-lið, en samt ansi sterkt:

  Cumings

  Fahey – Silcock – Robe

  Roberts – Wardlaw – Humprhey – Campbell

  Kearns – Daniels – Furness

  Bekkur: Laws, Koivisito, Hinds, Matthews, Flaherty, Holland, van de Sanden, Stengel

  Lítið um óvænta hluti, eins og áður sagði er verið að nota keppnina í að gefa leikmönnum mínútur sem byrja ekki að jafnaði í deildinni. Spurning hvar Melissa Lawley er, hugsanlega eitthvað hnjask, en kannski er líka bara verið að spara hana fyrir leikinn gegn Heskey & co hjá Leicester á sunnudaginn.

  Leikurinn verður sýndur á LFCTV GO og hefst kl. 19.

  KOMA SVO!!!

  [...]
 • Gullkastið – HM

  Heimsmeistaramótið í Katar er í hámarki núna og stutt í að fulltrúar Liverpool fari að skila sér heim einn af öðrum af því móti. Fórum yfir það helsta af mótinu og því sem er í gangi um þessar mundir hjá okkar mönnun. Liverpool er komið til Dubai núna að hefja undirbúning fyrir seinni hálfleik mótsins.

  Stjórnandi: Einar Matthías
  Viðmælendur: SSteinn og Maggi

  Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.


    Egils Gull       Húsasmiðjan          Sólon           Jói Útherji         Ögurverk ehf

  MP3: Þáttur 406

  [...]
 • HM og æfingaferð til Dubai

  Eðli málsins samkvæmt er verulega rólegt í fréttum af okkar mönnum enda HM í hámarki eins og stendur. Darwin Nunez er eini leikmaður Liverpool sem fór heim eftir riðlakeppnina og eins og flestir bjuggust við fara Alisson og Fabinho ekki heim alveg strax. Okkar maður frábær í markinu í dag gegn Son og félögum í S-Kóreu. Henderson kom Englendingum á bragðið og hefur verið að vinna í því látlaust með Trent að sannfæra Bellingham um að koma til Liverpool. Sá pjakkur er heldur betur að standa undir hype-inu það sem af er þessu móti. Van Dijk fór svo áfram með Hollendingum og Konate og félagar í Frakklandi eru til alls líklegir líka. Alvöru einvígi hjá honum næst gegn Henderson og félögum.

  Liverpool fór annars með 33 manna hóp til æfinga í Dubai og koma til með að spila 2-3 æfingaleiki þar. Luis Diaz er mættur aftur til æfinga ásamt Keita og Matip sem vonandi er eitthvað sem heldur í þetta skiptið. Diogo Jota og Arthur eru þá þeir einu sem eru ennþá frá og er hvorugur væntanlegur í næsta mánuði ef ég skil þetta rétt.

  Liverpool heldur annars áfram að vera orðað við allra þjóða kvikindi, sameiginlegur fjárfestingasjóður frá Katar og Saudi Arabíu var eitt slúðrið, þjóðir svo voru í viðskiptastríði bara um daginn! Þýskur hópur á að vera kominn á kaf í bækur félagsins einnig og auðvitað einn bandarískur hópur. Tökum ekki neinu af þessu trúanlega strax.

  Stefnum á Gullkast annað kvöld.

  [...]
 • Dagný og félagar mæta á Prenton Park

  Þá er komið að fyrsta leik af þremur sem stelpurnar okkar spila í desember, en í dag kl. 14 mæta Dagný Brynjarsdóttir og félagar í West Ham á Prenton Park í deildinni.

  Hér má segja að sé framundan slagur milli tveggja fyrirliða sem báðar eru að spila með þeim liðum sem þær hafa stutt frá barnæsku, en Niamh Fahey er púlari í húð og hár, og Dagný hefur jú stutt Hamrana frá unga aldri. Jafnframt er þessi leikur merkilegur fyrir þær sakir að téð Niamh er í dag að spila leik nr. 100 fyrir félagið, og styttist því í að hún verði leikjahæsti leikmaður kvennaliðs Liverpool. Það verður þó tæpast á þessari leiktíð, ekki nema það gangi þeim mun betur í bikarkeppnum og mun það þó tæpast duga til. Í dag er það Ashley Hodson sem er leikjahæst með 116 leiki, eftir að hafa farið fram úr Gemmu Bonner á síðustu leiktíð.

  Hvað um það, þetta verður sjálfsagt hörkuleikur, þó svo West Ham séu vissulega fyrir ofan okkar konur í töflunni. Liðin mættust vissulega á undirbúningstímabilinu og þar enduðu leikar 5-0 fyrir þær rauðklæddu, en þar skoraði líka Leanne Kiernan þrennu á einhverjum 6 mínútum, og jafnframt voru einhverjar af bestu leikmönnum West Ham ekki með, þar á meðal Dagný. Við getum því búist við að sjá öðruvísi tölur í dag.

  Svona stillir Matt Beard (sem nú er merkilegt nokk kominn með skegg) upp:

  Laws

  Flaherty – Fahey – Campbell

  Koivisto – Matthews – Holland – Hinds

  Lawley – Stengel – van de Sanden

  Bekkur: Cumings, Robe, Roberts, Silcock, Kearns, Furness, Wardlaw, Humphrey, Daniels

  Rachael Laws er semsagt komin til baka og byrjar í markinu, og reyndar held ég að þær séu allar heilar fyrir utan auðvitað Kiernan sem verður frá eitthvað fram yfir áramót.

  Leikurinn verður sýndur á LFCTV GO, ásamt því að vera á The FA Player með sömu takmörkunum þar og venjulega.

  KOMA SVO!!!

  [...]
 • 2.des 2018

  Það er HM í gangi og því lítið að frétta af Liverpool. Nunez er reyndar á heimleið en Van Dijk ætla að vera aðeins lengur og er farinn með Holland í 8.liða úrslit. Við á kop.is erum samt ekkert hættir að hugsa um Liverpool og ef það er ekkert að gerast í núinu þá kíkjum við aðeins í smá nostalgíu en samt aðeins 3 ár aftur í tíman.

  2.des 2018

  Liverpool – Everton að spila í deildinni og virtust þeir bláu ætla að ná jafntefli gegn sjóðheitum Liverpool mönnum.

  Þá gerðist þetta hérna.

  Ég hef haldið með Liverpool í mörg ár en þetta er klárlega á top 10 listanum yfir ánægjulegustu mörk sem Liverpool hefur skorað.

  Hey hver ætli topp 10 ánægjulegustu mörkin sem ég hef upplifað með Liverpool? Látum okkur sjá

  Random raðað.
  Gerrard vs West Ham í FA Cup 2006
  Origi vs Barcelona 2019( Trent hornið)
  Gerrard vs Olympiakos 2005
  Origi vs Everton 2018
  Rush vs Everton 1989 FA Cup final(Mark 2 hjá honum)
  Salah vs Man utd 2020 Þarna fannst mér titilinn vera að koma heim
  Alisson vs WBA 2021 markvörður að skora á síðustu sek og bjarga tímabilinu okkar.
  Collymore vs Newcastle 1996 4-3 sigur og mark á loka sek. Geggjað moment
  Garcia vs Chelsea 2005 – Draugamarkið
  McAllister vs Everton 2001 – Aukaspyrnu markið á loka mín í 3-2 sigri manni færri á útivelli í mikilvægum leik

  Ég gæti verið að gleyma einhverjum stórum en þessi komu strax upp í hugan

  YNWA – 23 dagar í næsta alvöru Liverpool leik en eina sem ég bið um er að strákarnir á HM koma heilir heim(7,9,13)

  [...]
 • Gullkastið – Tiltekt utanvallar?

  Það er stórfrétt af Liverpool utan vallar nánast í hverri viku þessa dagana en núna um daginn tilkynnti Julian Ward yfirmaður knattspyrnumála að hann hefði sagt upp semer  í meira lagi óvænt. Aðalmaðurinn hjá FSG dró til í hlé fyrir skömmu síðan, félagið er á sölu og meira að segja tölfræðinördið sem smíðaði kerfið sem Liverpool vinnur eftir er búinn að segja upp. Snertum á þessu og spáðum t.a.m. aðeins í því hvað þessir menn hafa í raun verið að skila Liverpool undanfarin ár, er það eitthvað umfram önnur topplið?

  Móðir allra landsleikjahléa er annars ekki hálfnuð og ennþá enginn úr hópi Liverpool farinn heim af HM.

  Stjórnandi: Einar Matthías
  Viðmælendur: SSteinn og Maggi

  Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.


    Egils Gull       Húsasmiðjan          Sólon           Jói Útherji         Ögurverk ehf

  MP3: Þáttur 405

  [...]
 • FA Cup 3 umferð

  Það er búið að draga í elstu og virtustu en við erum FA Cup meistararnir svo að því sé haldið til haga.

  Okkar strákar fengu heimaleik gegn Wolves sem er heldur betur krefjandi verkefni.

  Litla liðið í Liverpool borg(Tranmere) komst því miður ekki í 3.umferð en þess má þó geta að minnsta liðið Everton fékk útileik gegn Man utd.

  Stærsti leikurinn er samt án efa leikur Man City og Chelsea.

  Annars fór þetta svona (more…)

  [...]
 • Stelpurnar fá Blackburn í heimsókn í deildarbikarnum

  Sum okkar kjósa ekki að horfa á HM út af dottlu, og þá er nú gott að stelpurnar okkar eru ekki í fríi, svo maður sé nú ekki í algjörri pásu frá fótboltanum. Þær mæta á Prenton Park í dag kl. 14:00, og mæta þar Blackburn í Continental Cup. Blackburn spila í næstefstu deild, og eru þar í 8. sæti af 12 liðum. Þetta er því einfaldlega skyldusigur hjá stelpunum okkar.

  Eins og hefur sjálfsagt komið fram þá er fyrirkomulagið í bikarnum þannig að fyrst er leikið í nokkrum riðlum, leikirnir þar enda annaðhvort með sigri annars liðsins (og þá fást 3 stig), eða ef leikurinn endar með jafntefli í venjulegum leiktíma þá er farið beint í vítakeppni og sigur þar gefur 1 stig aukalega ofan á stigið sem fékkst fyrir jafnteflið. Liverpool er í riðli með City, Leicester, Sunderland og Blackburn, og eru efstar eftir 2 leiki en City er reyndar bara búið að spila 1 leik. Þetta vill verða svolítið ójafnt þegar fjöldi liða í riðlinum er oddatala.

  Matt Beard er nokkuð fyrirsjáanlega að dreifa álaginu aðeins, og stillir liðinu svona upp:

  Kirby

  Roberts – Robe – Silcock

  Koivisto – Kearns – Matthews – Campbell

  Lawley – Daniels – Humphrey

  Bekkur: Cumings, Fahey, Hinds, Holland, Furness, Wardlaw, van de Sanden, Stengel

  Faye Kirby þreytir frumraun sína með aðalliðinu eftir að hafa komið til félagsins frá Everton í sumar. Þá ber Missy Bo Kearns fyrirliðabandið, reyndar ekki í fyrsta sinn því hún hlaut þann heiður í fyrra sömuleiðis og varð þá yngsti leikmaður Liverpool Women til að byrja leik sem fyrirliði.

  Þar sem þetta er heimaleikur í deildarbikarnum, þá hefur klúbburinn leyfi til að sýna þetta á eigin rás, og því hægt að horfa á leikinn á LFCTV GO.

  KOMA SVO!!!

  [...]
 • Nördarnir að fara

  Undanfarnar vikur hafa óvæntar fréttir komið frá Liverpool, FSG er tilbúið að selja félagið og Mike Gordon sá úr eigendahópnum sem hefur langmest með daglegan rekstur félagsins að gera hefur dregið sig í hlé frá þeim störfum til að einbeita sér að söluferlinu. Áður hafði Michael Edwards sagt upp störfum og ekki var ekki tekið nema 18 mánuði í að koma arftaka hans inn í hlutina áður en hann tók endanlega við í sumar. Brottför þessara tveggja væri eitt og sér risamál fyrir Liverpool á svo skömmum tíma.

  Núna í þessari HM pásu kemur það svo upp úr krafsinu að Julian Ward (arftaki Edwards) hefur sagt upp og hætti eftir þetta tímabil auk þess sem mesta nördið bak við tjöldin, Dr. Ian Graham sagði upp í júní og hættir líka í vor.

  Það er því ekki að undra að maður velti fyrir sér hvað í fjandanum er í gangi bak við tjöldin hjá félaginu! Eru þetta breytingar tengdar söluferli félagsins sem er kannski komið betur á veg en við fáum að vita? Er þjálfarateymi félagsins hætt að taka eins mikið mark á nördunum í þjálfun liðsins? Hvað skipta þessar breytingar miklu máli fyrir félagið?

  (more…)

  [...]
Load More
Congratulations. You've reached the end of the internet.
Back to Top
Close