Latest stories

  • Gullkastið – Góður Taktur

    Ef að það væri bara spilað seinni hálfleikinn væri þetta Liverpool lið á góðri leið með að verða besta lið sögunnar. Tveir góðir 3-1 sigrar í vikunni og ágætis úrslit annarsstaðar. Deildarbikarinn fer af stað í þessari viku er Leicester kemur í heimsókn og um helgina er það erfitt verkefni í London.

    Stjórnandi: Einar Matthías
    Viðmælendur: SSteinn og Maggi

    Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.

    Egils GullHúsasmiðjan / Verdi Travel Jói ÚtherjiÖgurverk ehf

    MP3: Þáttur 441

    [...]
  • Liverpool – West Ham 3-1

    Mörkin

    1-0 Salah (víti) (16. mín)
    1-1 Bowen (42. mín)
    2-1 Nunez (60. mín)
    3-1 Jota (85. mín)

    Hvað réði úrslitum?

    Það er ekki auðvelt að ætla að taka eitthvað eitt. Liverpool er einfaldlega bara með betra lið en West Ham.

    Hvað þýða úrslitin?

    Á sama tíma og Lundúnarslagurinn endaði með jafntefli, og lestarslysið sem Chelsea er hélt áfram að fara út af sporinu, þá þýddu úrslit dagsins (og gærdagsins) að efstu lið eru City, Liverpool og Brighton. Jafnframt eru Chelsea og Everton núna í 14. og 15. sæti, með 5 og 4 stig. En það að okkar menn séu þarna við toppinn er auðvitað bara frábært, best væri auðvitað ef City færu að tapa stigum, en meira um það neðar.

    Bestu leikmenn Liverpool

    Hér er aftur erfitt að taka einhverja sérstaklega fyrir. Þetta var sigur liðsheildarinnar. Gleymum því líka ekki að þó svo leikmenn klúðri stundum ákveðnum hlutum, þá er það heildarframmistaðan sem við horfum á. Sem dæmi:

    • Szoboszlai hélt áfram uppteknum hætti og átti miðjuna, og var að margra mati maður leiksins. En svo tók hann tvær aukaspyrnur sem báðar enduðu í varnarveggnum. Mætti hann laga það? Já klárlega. Þetta er engu að síður með bestu viðbótum inn á miðjuna sem við hefðum getað óskað okkur – og fullt af liðum í deildinni sem öfundast út í Liverpool fyrir að hafa krækt í þennan leikmann.
    • Darwin Nunez hélt áfram að koma að mörkum Liverpool. En hann klúðraði líka dauðafæri í seinni hálfleik. Má hann bæta þann hluta síns leiks? Klárlega. En hann er þrátt fyrir það einn alheitasti framherjinn í boltanum í dag, og erfitt að sjá fyrir sér annað en að hann byrji þegar Klopp þarf að stilla upp sínu sterkasta liði.
    • Curtis Jones á það ennþá til að klappa boltanum full mikið. En hann er jafnt og þétt að bæta sig sem leikmaður, og með frammistöðum eins og þessari í dag sýnir hann að hann er vel rúmlega “squad player”. Í raun á hann alveg tilkall í byrjunarliðsstöðu þegar við röðum upp í fyrstu 11, jú það má færa rök fyrir því að Thiago sé betri fótboltamaður, en eins og máltækið segir “the best ability is availability”, og þar hefur Curtis vinninginn fram yfir Thiago.

    Semsagt, sigur liðsheildarinnar. Og mikið svakalega er gott að eiga svona breiðan hóp, að eiga alltaf að lágmarki 2 baneitraða sóknarmenn á bekknum. Áttum okkur svo á að Harvey Elliott hefur í raun verið að spila mjög vel upp á síðkastið, en kom ekkert við sögu í dag. Liðið átti hann alveg inni.

    Svo má alveg nefna sérstaklega dómgæsluna. Það verða auðvitað alltaf einhver vafaatriði í öllum leikjum, en þau voru ótrúlega fá í dag og dómaratríóið var nánast alveg í bakgrunni (fyrir utan þetta fíaskó með senditækið sem varð til þess að leikurinn byrjaði of seint).

    Eitt enn að lokum: það var gaman að sjá liðið svara fyrir ummæli Antonio, og okkar menn gerðu það eingöngu inni á vellinum. Það er jú lang besti staðurinn til að svara fyrir slíkt.

    Hvað hefði mátt betur fara?

    Tja…. vera búin að kaupa batterí í senditækin fyrr?

    En nei, það var enginn leikmaður sem leit eitthvað illa út. Nefnum þó þetta að í síðustu leikjum er eins og liðið þurfi fyrri hálfleikinn til að koma sér almennilega í gang. Það er ekki víst að menn geti leyft sér slíkt í öllum leikjum í vetur, í næstu tveim leikjum má t.d. alveg endilega byrja á fullu gasi frá fyrsta sparki.

    Næsta verkefni

    Deildarbikarleikur gegn Leicester á miðvikudagskvöldið. Megum reikna með að sjá svipað lið og byrjaði á fimmtudaginn gegn LASK, með einhverjum smá hrókeringum sjálfsagt.

    Næstu leikir í deildinni eru svo gegn Spurs um næstu helgi, og Brighton helgina þar á eftir – báðir á útivelli. Þessir tveir leikir munu segja talsvert um það hvort City fái einhverja mótspyrnu í vetur. 4-6 stig úr þessum tveim leikjum, og jú þá er möguleiki á einhverskonar keppni um titilinn, en allt fyrir neðan 4 stig og þá sjáum við líklega bara í hælana á þeim. Reyndar eru City að fara að spila næst við Úlfana, en svo koma leikir gegn Arsenal og Brighton. Prógrammið hjá þeim er búið að vera þess eðlis að það var alveg viðbúið að þeir kæmu út úr fyrstu 6 leikjunum með 18 stig – miðað við það hvernig Newcastle hafa byrjað var ekki hægt að reikna með neinu frá þeim gegn City, og þá var það einna helst West Ham sem átti einhvern séns á að stríða þeim. En hugsum ekki um bláklædda svindlliðið, krossum bara fingur og vonum að nú fari hin liðin að reyta af þeim stig, rauða spjaldið hjá Rodri gæti nú mögulega hjálpað til við það.

    Fókuserum svo á okkar menn, og verum þakklát fyrir það hversu gott liðið er aftur orðið. Þetta er lið sem er farið að skora ansi reglulega, eins eru núna komnir 17 leikir í röð í deildinni án taps.

    [...]
  • Liðið gegn Hömrunum

    Liðið klárt gegn Hömrunum:

    Bekkur: Kelleher, Konate, Quansah, Tsimikas, Endo, Gravenberch, Elliott, Gakpo, Jota

    Kemur ögn á óvart að Matip byrji og að Konate sé á bekknum, getum svosem ekki útilokað að staðan á Konate sé sú að hann sé ekki ennþá klár í 90 mínútur. Annars fátt sem kemur á óvart.

    Fátt sem kemur á óvart í uppstillingunni hjá West Ham, þeir eru með Bowen, Antonio, Ward Prowse o.fl., nú og svo Zouma auðvitað sem captain catpain.

    Mikið væri nú gaman að krækja í eins og 3 stig.

    Spái 3-1 sigri eftir að liðið lendir 1-0 undir snemma leiks. Já ég veit, þessi spá kemur gríðarlega á óvart en ég stend við þetta. Salah, Jones og Gakpo af bekknum með mörkin.

    KOMASO!!!

    [...]
  • Liverpool – West Ham

    Tímabilið hefur byrjað vel hjá okkur í deildinni. 13 stig af 15 mögulegum og sér maður strax miklar framfarir á liðinu frá síðasta tímabili. Markvarslan góð, vörnin mætti vera betri, miðjan hefur fengið fætur aftur og sóknarlínan gríðarlega sterk. Klopp er að byggja upp Liverpool part 2 og er sú vegferð rétt að byrja en lofar góðu.

    Byrjum á að skoða andstæðing dagsins.

    WEST HAM
    Það eru sjálfir evrópumeistararnir í West Ham sem eru komnir í heimsókn og eru þeir en að fagna þeim árangri enda ekki á hverju ári sem þeir fá bikar í hús. Þetta var reyndar conference league bikarinn en bikar er bikar og þegar þeir koma ekki reglulega í hús þá má maður ekki vera vandlátur en í bikarskápnum var UEFA Cup winners cup frá 1965 og þrír FA Cup bikarar en sá nýjasti var frá árinu 1980.

    West Ham er sögufrægur klúbbur og hafa margar stjörnur leikið fyrir félagið t.d Bobby Moore, Geoff Hurst, Trevor Brooking, Paolo Di Canio, Rio Ferdinand, Carlos Teves, J.Mascerano og Declan Rice til að nefna nokkra. Í dag eru þeirra helstu stjörnur James Ward Prowse, Tomas Soucek,Jarred Bowen og Michail Antonio.
    Antonio fór mikið í fjölmiðlum fyrir þennan leik

    Við vonum að það sé í lagi með kappann en hann virðist vera með óráði og væri ekki leiðinlegt að troða sokk upp í hann um helgina. Annars hafa West Ham farið vel af stað í deildinni eins og við.
    Svona hafa deildarleikirnir hjá West Ham farið.
    Bournmouth 1 West Ham 1
    West Ham 3 Chelsea 1
    Brighton 1 West Ham 3
    Luton 1 West Ham 2
    West Ham 1 Man City 3
    = 10 stig og eina tapið gegn Man City.
    Svo að það má reikna með erfiðum leik gegn liði sem kann að verjast(David Moyes sér til þess) og líður vel að pakka í vörn(David Moyes sér til þess) og beita skyndisóknum með Antonio og Bowen fremsta í flokki.

    Þegar fjallað er um West Ham þá er alltaf gaman að rifja upp eyðslufyllirí Íslendinga þegar Björgólfur keypti West Ham og Eggert Magnússon fékk að stjórna skipinu sem eiginlega sökk.

    Þetta ævintýri byrjaði 2006 og var eiginlega voðalega gaman þangað til að það varð það ekki og áttu Íslendingar ekki klúbbinn lengur árið 2009. Þessi tími er þekktur fyrir Teves/Mascerano ævintýrið og að borga gömlum stjörnum allt of mikið í laun. Liverpool voru t.d að keppa við West Ham á þessum tíma að ná í Lucas Neill en gátu ekki borgað honum eins góð laun og West Ham sem er auðvita fáranlegt.

    Liverpool og West Ham eiga sér langa sögu en ætli merkilegasti leikur í sögu á milli þessa liða sé ekki þessi hérna.

    Gerrard final er hann kallaður og gleymist aldrei.

    Annars er það að frétta af West Ham að flestir er heilir hjá þeim fyrir þennan leik en Bowen var víst eitthvað veikur í vikunni en menn voru vongóðir að hann myndi ná leiknum.

    Liverpool
    Okkar menn mæta ekki LASKaðir(æi ég varð) til leiks eftir ferð til Austuríki heldur fullir sjálfstraust og ég spái því að Klopp lætur strákana byrja leikinn af krafti og hver veit nema að við lendum ekki undir í upphafi leiks eða er það kannski bara betra? Því að við verðumst alltaf fara í gang þegar við fáum á okkur mark.

    Það er gaman að pæla í liðinu fyrir þennan leik.
    Alisson tekur klárlega markið aftur.
    Andy kemur inn og ég held að Trent sé ekki alveg klár og því fái Gomez hægri bakvarða hlutverkið en ég persónulega væri til í að leyfa Bajcetic fá tækifæri þar eins og í síðasta leik.
    Konate er heill og Virgil ekki í banni svo að það má reikna með þeim.
    McAllister og Sly velja sig sjálfir í liðið en það er erfitt að giska á hver ætti að spila sem djúpur miðjumaður. Ég spái því að Jones fái að byrja í þessum leik.
    Það má segja að það eru fjórir leikmenn að berjast um tvær stöður við hlið Salah í sóknarlínunni og fyrst að þeir byrjuðu ekki síðasta leik þá tippa ég á að Jota og Gakpo byrja.

    SPÁ
    Ég veit að þetta er góð byrjun sem gefur okkur von en þetta West Ham lið er mjög gott að keyra á lið og verjast í varnarpakka. Þegar þeir kláruðu Brighton á útivelli þá leið þeim vel í vörn og nýtu sér að Brighton var að sækja á mörgum mönnum en það er einmitt eins og við munum gera. Það er lykilatriði að Konate og Virgil nái að stöðva Antonio og já í guðanna bænum ekki vera að gefa þeim ódýrar aukaspyrnur fyrir utan teig því að James Ward Prowse er einn sá besti í föstum leikatriðum.
    Ég ætla samt að hafa trú á þessu verkefni og spái 2-1 sigri. Sly og Jota með mörkin.

    YNWA

    Endum þetta svo á meistara Freddy að syngja um hamra

    [...]
  • LASK 1-3 Liverpool

    Mörkin

    1-0 Florian Flecker 14. mín
    1-1 Darwin Nunez 56.mín, víti
    1-2 Luis Diaz 63. mín
    1-3 Mohamed Salah 88.mín

    Leikurinn

    LASK-liðar skutu okkur skelk í bringu í kvöld og komust yfir snemma leiks með geggjuðu marki Florian Flecker. Þrátt fyrir að skotið hafi verið gott var samt hægt að gagnrýna það að við gáfum þeim ódýra hornspyrnu og svo voru menn alltof lengi að bregðast við þegar þeir gáfu á manninn út á D-boganum úr horninu en tek ekkert af Flecker fyrir að ná boltanum vel undir stjórn og ná geggjuðu skoti á markið. Liverpool gekk svo illa að skapa góð færi en það besta í fyrri hálfleiknum féll til Darwin Nunez sem átti skalla af stuttu færi. Hann náði fínum krafti í skallan en því miður fór hann beint á markmann LASK.

    Það tók 56 mínútur að brjóta ísinn þegar brotið var á Luis Díaz inn í teig og vítaspyrna dæmd. Með engan Salah á vellinum né Mac Allister féll það í skaut Darwin Nunez að taka spyrnuna sem hann nýtti. Það var svo sjö mínútum síðar sem við tókum forrustuna í leiknum. Eftir gott samspil Harvey Elliott og Ryan Gravenberch átti sá síðarnefni fyrirgjöf beint í lappir Luis Diaz sem kom Liverpool í 2-1. Það var svo að sjálfsögðu Mo Salah sem kláraði leikinn þegar hann klobbaði markmaninn til að skora þriðja mark Liverpool og hans 42. evrópumark fyrir klúbbinn.

    Hvað þýða úrslitin

    Liverpool er með þrjú stig í riðlinum eftir að hafa mætt liðinu úr öðrum styrkleikaflokki á útivelli. Í hinum leiknum í okkar riðli gerðu Union St. Gilloise og Toulouse 1-1 jafntefli. Mikilvægt er að ná fyrsta sæti í þessum riðli þar sem liðinn sem vinna sína riðla í Evrópudeildinni sitja hjá í fyrstu útsláttarumferðinni.

    Bestu menn Liverpool

    Skrýtinn leikur, varla hægt að  segja að einhver hafi verið góður í fyrri hálfleik en flestir góðir í seinni. Darwin Nunez leit vel út og nýtti vítið sitt vel. Luis Díaz skoraði gott mark og fiskaði vítaspyrnuna og Ryan Gravenberch leit ágætlega út í sínum fyrsta leik fyrir félagið.

    Hvað hefði betur mátt fara

    Við hreinlega verðum að hætta að gefa fyrsta mark leiksins. Í fjórum af þeim sex leikjum sem við höfum spilað í ár höfum við lennt undir og það mun bíta okkur á endanum ef við förum ekki að bæta það. Einnig komust Stefan Bajcetic og Wataru Endo aldrei í neinn takt við leikinn og þurfa að nýta sín tækifæri betur ef við ætlum langt í þessari keppni sem og bikarkeppnunum.

    Næsta verkefni

    Næst er það West Ham í hádeginu á sunnudaginn, en sóknarmaður þeirra Michail Antonio var að tjá sig í podcasti sínu um daginn þar sem hann sagði að West Ham myndu enda fyrir ofan Liverpool í deildinni í ár þannig það væri ágætt að þagga aðeins niður í honum um helgina.

    [...]
  • Byrjunarliðið gegn LASK

    Klopp gerir ellefu breytingar á liði sínu frá því gegn Wolves um helgina og er byrjunarliðið í Austurríki svona

     

    Bekkur:  Alisson, Jaros, Gomez, Szoboszlai, Mac Allister, Salah, Jones, Gakpo, Jota, Robertson, Matip, Quansah.

    Margt þarna frekar áhugavert, fáum að sjá Bajcetic spreyta sig í stöðu Trent sem einhverjir töluðu um í sumar að hann gæti verið að taka við af Milner að bakka upp Trent. Gravenberch fær sinn fyrsta byrjunarliðsleik og Doak byrjar á kantinum. Í raun mun meiri breytingar en ég gerði ráð fyrir, bjóst við að sjá sterkt lið í dag og byrja á sigri og hvíla meira í leikjunum á Anfield en ekki eins og þetta sé neitt varalið og eiga að vera alveg nægilega sterkir til að vinna í dag.

     

    [...]
  • LASK í Linz

    Það er ekki oft sem Liverpool dregst í Evrópukeppni gegn liði sem maður hefur svo lítið heyrt af að maður veit ekki einu sinni frá hvaða landi liðið er. Það er því kannski við hæfi að strax í fyrsta leik Liverpool í þessari keppni síðan liðið spilaði til úrslita árið 2016 bíði einmitt slíkt lið. LASK frá Linz í Austurríki sem er í norðurhluta landsins á bökkum Dónár skammt frá landamærunum að Tékklandi.

    Þegar Man Utd var dregið gegn þeim fyrir þremur árum setti Lineker þessa færslu á Twitter

    Stuðningsmenn LASK svöruðu vel í næsta leik á eftir og sungu í 90 mínútur “Who the fuck are Man United?”

    Linz er þriðja stærsta borg Austurríkis og nokkurnvegin í miðri Evrópu sem gerir það kannski enn aðdáunarverðara hversu lítið þeir hafa afrekað í knattspyrnu, LASK hefur einu sinni unnið deildina (1965) og tvisvar hafnað í öðru sæti.

    Mögulega hefði vægi Linz orðið enn meira í Austurríki og Evrópu hefði seinni-heimsstyrjöldin farið öðruvísi því að Adolf Hitler flutti til borgarinnar sem barn og taldi Linz vera sinn heimabæ og hugðist setjast þar í ellinni. Adolf Eichmann var raunar líka búsettur í Linz sem barn. Rétt fyrir og á meðan stríðinu stóð lagði Hitler áherslu á uppbyggingu og mikilvægi Linz og vildi hann gera borgina að menningarborg hans útópíska þriðja ríkis, eina af fimm aðalborgum alls ríkisins og fjölgaði íbúum töluvert rétt fyrir stríðið. Skömmu áður en nasistar hertóku Austurríki hafði Hitler verið fagnað sem hetju í borginni og hafði mikil áform fyrir borgina sem flest urðu ekki að veruleika vegna þess hvernig stríðið þróaðist.

    Töluverð vopnaframleiðsla og annar iðnaður tengdur stríðsrekstri var í Linz sem var auðvitað vel staðsett og aðgengileg á bökkum Dónár, uppbygging þessu tengd var að stórum hluta unnin af stríðsföngum í 77 verkamannabúðum í borginni, eins voru nasistar með stórar útrýmingarbúðir í Mauthausen sammt frá Linz. Það var líka til þess að borgin var fórnarlamb 22 loftárása á árunum 1944/45 sem varð tæplega 1.700 manns að bana.

    Eftir striðið var svæðinu skipt milli Bandaríkjamanna og Sovétríkjanna eftir bökkum Dónár. Linz var að mestu leiti á svæði Bandaríkjamanna. Strax eftir stríðið var breytt 39 götuheitum í Linz frá nasistatengdum heitum.

    Hitler vildi sjá Linz vaxa og standa framar Vínarborg á öllum sviðum en entist blessunarlega ekki ævin til að koma Linz neitt sérstaklega á kortið satt að segja. Borgin vann sér það þó til frægðar að vera menningarborg Evrópu árið 2009 með Vilníus, ári eftir að Liverpool bar þann titil. Linz er í dag lífleg háskólaborg og viðskiptamiðstöð með líflegu lista og menningarlífi en það verður seint sagt að þetta sé áhugaverðasta ferðalag sem stuðningsmenn Liverpool hafa lagt.

    LASK (Linzer Athletik Sportklub)

    LASK var árið 1965 fyrsta liðið utan Vínarborgar til að vinna efstu deild í Austurríki. Síðan þá hafa nokkuð mörg lið unnið titilinn utan höfuðborgarinnar en aldrei LASK. Reyndar á valdatíma Vínarliðanna voru þetta þó 2-3 lið sem voru að skipta á milli sín titlunum, Austurríska deildin í dag er ennþá meira þrot enda eitt lið með ansi hressilegt samkeppnisforskot. RB Salzburg hefur núna unnið 14 af síðustu 17 titlum og þar af tíu í röð og eru á toppnum núna með fullt hús stiga eftir sex umferðir. Deildin er leiðinlegri en sú skoska.

    LASK er rosalega mikið þriðja besta liðið í Austurríki í dag. Deildin er 12 liða og eftir 22 umferðir á síðasta tímabili var LASK í þriðja sæti 17 stigum á eftir Salzburg. Þá var deildinni skipt í tvær sex liða deildir og eftir 10 leiki þar var LASK líka í þriðja sæti, núna sex stigum á eftir Salzburg. Eftir sex umferðir af þessu tímabili er LASK jú auðvitað í þriðja sæti.

    LASK er alveg fornfrægt lið í Austurríki og jafnan verið í efstu deild en félagið varð gjaldþrota árið 2012 og féll við það niður í þriðju deild og var einfaldlega á barmi þess að hætta starfsemi. Fjárfestahópur skipaður fjórtán stuðningsmönnum liðsins búsettum í Linz keyptu félagið í sameiningu og hefur félagið síðan þá verið í nokkuð mögnuðum uppbyggingarfasa, á Austurrískan mælikvarða auðvitað. Nýir eigendur voru þrjú tímabil að koma þeim aftur upp og gerðu það með því að ráða fyrrum leikmann liðsins sem stjóra fyrir tímabilið 2015-16, Oliver Glasner.

    Glasner bað Ralf Ragnick um vinnu árið 2012 hjá Red Bull samsteypunni og var í tvö ár aðstoðarþjálfari Roger Schmidt þar til Schmidt fór til Þýskalands. Glasner fylgdi honum ekki þangað heldur tók við öðru liði í neðri deildum Austurríkis. LASK hafði samband við hann eftir eitt tímabil sem stjóri og tók hann liðið strax upp um deild. Glasner var bæði yfirmaður knattspyrnumála og stjóri liðsins.

    Strax á fyrsta tímabili í efstu deild náði LASK fjórða sæti og komst þannig í Evrópu á ný eftir tæplega 20 ára pásu. Magnaður árangur í ljósi þess að félagið var í þriðju deild fimm árum áður. Árið eftir það hélt Glasner veislan áfram og liðið endaði í öðru sæti sem er eins og við vitum nokkurnvegin titillinn í Austurríki (ef við teljum Red Bull ekki með).

    Af öllum mönnum var það svo Jörg Schmadtke sem eyðilagði partýið þegar hann náði í Glasner til Wolfsburg. LASK hefur síðan þá verið með fimm stjóra á fjórum árum (fastráðna og tímabundið ráðna. Núverandi stjóri liðsins tók við í sumar, það tekur því ekki að leggja á minnið hvað hann heitir. Glasner var aðeins eitt ár hjá Wolfsburg áður en hann tók við Frankfurt þar sem hann hefur verið að gera mjög góða hluti.

    Undanfarin ár þökk sé uppgangi félagsins undir stjórn Glasner hefur LASK verið að spila í Evrópukeppnum og féllu m.a. úr leik í 16-liða úrslitum árið 2020 gegn Man Utd. Það ár vann liðið riðil með Sporting, PSV og Rosenborg og lagði svo AZ í 32-liða úrslitum. Tímabilið 2020-21 var LASK með Tottenham í riðli og náðu 3-3 jafntefli í heimaleiknum en töpuðu 3-0 í London. Á síðsta tímabili náðu þeir í 16-liða úrslit Conference League.

    Til að komast svo í riðlakeppnina á þessu tímabili lögðu þeir Zrinjski Mostar í úrslitaleik um sæti í riðlakeppninni, bosníska liðið sem lagði Breiðabil 6-3 samanlagt í sumar.

    Þeir stuðningsmenn Liverpool sem ferðast til Austurríkis fá að fara á hinn glænýja Raiffeisen Arena sem var opnaður í upphafi árs. Völlur sem tekur rúmlega 17.þús manns á Evrópuleikjum og tæplega 20.000 á deildarleikjum og hefur verið draumur eigendahópsins frá því þeir keyptu félagið. Það má því búast við hörku stemmingum á pöllunum í Austurríki. Enn einn völlurinn í Evrópu sem væri geggjaður þjóðarleikvangur hér á landi.

    Liverpool

    Kannski ekki alveg með fullri virðingu en LASK er einmitt lið sem maður horfir til sem eðal tækifæri til að nýta hópinn og gefa lykilmönnum pásu. Gangi þetta ekki í þessum útileik eru fimm leikir eftir til að leiðrétta það. Það þarf að leggja þetta verkefni upp með það í huga að það er mun stærri leikur á sunnudaginn.

    Fyrir það fyrsta verður fróðlegt að sjá hvort Kelleher fái sénsinn í þessum leik og mögulega þessari keppni. Riðlakeppnin ætti að vera tilvalið tækifæri til að viðra hann og Liverpool þarf að finna töluvert af mínútum fyrir hann til að halda honum og eins til að hann staðni ekki sem leikmaður.

    Vörnin gæti ég trúað að verði bara óbreytt frá Wolves leikjum nema Tsimikas komi inn fyrir Robertson. Mögulega þó kemur Van Dijk inn þar sem hann missti af síðustu tveimur leikjum. Gomez verður að vera áfram hægri bakvörður þar sem Liverpool er fáránlega þunnskipað í þeirri stöðu og Quansah á klárlega skilið annan leik ef hann er í standi.

    Það er erfitt að skilja tilganginn með kaupunum á Endo úr því hann spilaði ekkert í Wolves leiknum, Mac Allister var bókstaflega með öndurnarbúnað eftir leik í Bólivíu á þriðjudaginn og kom ekki til Liverpool fyrr en daginn fyrir leik og byrjaði samt gegn Wolves. Eins var hægri bakvörðurinn meiddur og laust pláss í miðverði sem Klopp treysti Quansah frekar fyrir. Að því sögðu þá bara hlítur Klopp að spara Mac Allister núna og gefa Endo sexuna.

    Szoboszlai er sömuleiðis strax orðin allt of mikilvægur til að fara ekki varlega með, þetta er tilvalin leikur fyrir Gravenberch myndi maður ætla og Elliott á klárlega skilið byrjunarliðssæti eftir mjög góðar innkomur undanfarið.

    Frammi hugsa ég að Salah fari fram á að byrja en vonandi verður tækifæri í leiknum til að gefa Doak mínútur. Nunez og Jota tippa ég á að verði með honum frammi.

    Aðrir sem Klopp hefði þá úr að velja væru þá Alisson, Robertson, Alexander-Arnold, Van Dijk, Konate, Mac Allister, Szoboszlai, Jones, Bajcetic, Thiago (mögulega), Gakpo, Diaz, Doak og Clark

    Spá

    Góður 0-3 sigur. Ágætt samt að hafa í huga að þetta er einn stærsti leikur í sögu LASK og liðið mætir væntanlega til leiks í samræmi við það, þetta er klárlega stærsti leikurinn sem LASK hefur spilað á þessum nýja velli sínum.

    [...]
  • Gullkastið – Jekyll & Hyde

    Enn ein endurkoman og á endanum góður sigur í hádegisleik eftir landsleikjahlé þar sem Liverpool spilaði alla hittarana í fyrri hálfleik. Ágætis helgi heilt yfir í enska boltanum frá okkar sjónarhóli. Þetta er svo allt að fara í venjulega rútínu í þessari viku þegar við hefjum tvo leiki á viku kafla fram að næsta landsleikjahléi. Austurríki á fimmtudaginn og West Ham mætir svo á Anfield um helgina. Fyrst kvöddum við þó að sjálfsögðu Rauða Ljónið, hann kom með enska boltann til Íslands og spilaði auðvitað í fyrsta Evrópuleik í sögu Liverpool.

    Stjórnandi: Einar Matthías
    Viðmælendur: SSteinn og Maggi

    Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.

    Egils GullHúsasmiðjan / Verdi Travel Jói ÚtherjiÖgurverk ehf

    MP3: Þáttur 440

    [...]
  • Wolves 1 – Liverpool 3 (Skýrsla uppfærð)

    Mörkin

    Hwang Hee-chan (7′) Wolves 1 – Liverpool 0

    Cody Gakpo (55′) Wolves 1 – Liverpool 1

    Fyrirliðinn ANDY ROBERTSON (85′) Wolves 1 – Liverpool 2

    Harvey Elliot/ Bueno sjálfsmark (91′) Wolves 1 – Liverpool 3

    Hvað réði úrslitum

    Fyrri hálfleikur var guðsvoluð hörmung. Það var engu líkara en leiktími væri klukkan fimm um morgun og okkar menn væru rétt nývaknaðir. Hægt, klaufalegt og lélegt. En eftir að markið kom í andlitið á liðinu þá náðu þeir að koma í veg fyrir að Wolves skoruðu fleiri. Klopp gerði svo frábærar skiptingar í hálfleik og á sama tíma byrjuðu Wolves að verja forskotið. Niðurstaðan var einföld, okkar menn tóku yfir leikinn og brutu á bak aftur varnir andstæðingsins, skoruðu að lokum þrjú mörk og satt best að segja man ég ekki til þess að Wolves hafi átt almennilegt færi allan seinni hálfleikinn.

    Mo Salah heldur áfram að hækka rána fyrir sóknarmenn. Hann var með tvær stoðendingar í leiknum og hefði verið með þriðju ef Harvey Elliot hefði fengið markið skráð á sig. Szobo heldur áfram að heilla á miðsvæðinu, þó hann hafi oft átt betri leiki. Síðast en ekki síst voru Diaz og Nunez frábærir þegar þeir komu inná, teygðu vörn Wolves fram og til baka og ógnuðu í hvert sinn sem þeir voru nálægt boltanum.

    Hvað þýða úrslitin

    Þetta:

    Allavega næstu tvo tímana eða svo.

    Bestu leikmenn Liverpool

    Eins og áður sagði kom Mohammed Salah af öllum þrem mörkum Liverpool. Ekki slæmt miðað við leik þar sem maður hann fannst hann þannig séð ekkert sérstakur. Andy Robertsons var frábær lungað af leiknum. En bestu mennirnir voru þeir Nunez, Diaz og Elliot. Ferskar lappir og stanlaust ógn frá þeim.

    Hvað hefði mátt betur fara?

    Nú þarf Klopp virkilega að setjast við teikniborðið og reyna að átta sig á hvað veldur því að liðið er að mæta til leiks aftur og aftur svona illa. Það er rosalega jákvætt að ná að vinna sig úr lélegum stöðum endurtekið, að liðið er greinilega búið að sannfæra sjálft sig á ný að það er alltaf leið aftur inn í leikinn. Að sama skapi er skelfilegt hversu oft þeir lenda undir.

    Eins má alveg setja spurningamerki við að MacAllister hafi byrjað þennan leik. Hann var að spila í Bólivíu fyrr í vikunni, í nokkur þúsund metra hæð yfir sjávarmáli. Erfitt að erfa það við hann að hafa ekki verið í toppformi í þessum leik.

     

    Næsta verkefni

    Það er komið að Evrópudeildinni á fimmtdaginn gegn LAST í Austurríki. Fáum væntanlega að sjá hálfan tug minni spámanna fá tækifæri til að sanna sig í augum Klopp. Síðan er það West Ham um helgina, risaleikur.

     

     

    [...]
  • Liðið gegn Úlfunum: Quansah byrjar

    Hádegið nálgast, kaffið er tilbúið að Klopp hefur valið byrjunarliðið sitt:

     

    Auðvitað er það varnarlínan sem vekur mesta athygli. Ætli unga manninum hafi dottið í hug fyrir mánuð að hann væri að fara að byrja sinn fyrsta leik um miðjan september?

     

    Hinum megin stilla Úlfarnir sér svona upp:

     

     

     

     

     

    [...]
Load More
Congratulations. You've reached the end of the internet.
Back to Top
Close