Latest stories

  • Helstu fréttir – Landsleikahlé

    Hjólum létt yfir svona það helsta í boltanum

    Gullkastið – Okkur tókst laglega að klúðra Sangríaslegnum Gullkastþætti frá Plaza Mayor í Madríd í kjölfarið á þessu leiðindatapi í síðustu viku. Fulltrúar Kop.is á þeim leik tóku þetta nákvæmlega eins og okkar fólk gerir jafnan í Eurovision og stóðum við okkur með sóma.

    Nýr yfirmaður knattspyrnumála? – Paul Mitchell er aftur orðaður við stöðuna hans Julien Ward skv. slúðrinu í dag. Hvort sem það eru sterkar heimildir fyrir því (Get French Football News) er óljóst en hans nafn blasir auðvitað töluvert við þar sem hann mun yfirgefa Monaco í vor, staðan er laus hjá Liverpool og Michell líklega mest high profile nafnið á þessum markaði fyrir utan kannski Michael Edwards. Hann er 41 árs og hefur áður haft yfirumsjón með leikmannakaupum Southampton, Tottenham and RB Leipzig sem er nokkuð gott CV myndi maður ætla

    Meiðslalistinn – Eins og við var búist ættu Luis Diaz, Darwin Nunez, Gomez og Thiago allir að skila sér aftur úr meiðslum í byrjun apríl og vonandi bara strax eftir landsleikjapásuna. Bjacetic er hinsvegar meiddur út tímabilið rétt eins og Calvin Ramsey.

    Conte – Starf Conte hjá Tottenham er talið hanga á bláþræði og jafnvel búist við því að tilkynnt verði um brottrekstur hans í dag og þá að Ryan Mason taki við út tímabilið. Það er fullkomlega vonlaust að átta sig á því afhverju hans staða er svona tæp eftir síðustu helgi….

    Ætli staðan núna sé ekki þannig að Daniel Levy sé að reyna semja við hann um starfslok svo hann þurfi ekki að borga upp samninginn. Conte er pretty much farin að grátbiðja um að verða rekinn en er sá sama tíma svosem ekki að segja neitt rangt um Tottenham…

    Crystal Palace – Forráðamenn Palace virðast hafa ýtt á rangan panic takk þegar þeir ráku Patrick Vieira, einn efnilegasta og mest spennandi stjóra deildarinnar til þess eins að ráða Roy fokkings Hodgson enn eina ferðina. Sóttu hann beint á þjóðminjasafnið og ætla honum að bjarga tímabilinu. Það magnaða við þessa ákvörðun er að Palace hefur undanfarin misseri verið í afar erfiðu leikjaprógrammi og vissulega ekki komið vel frá því en eiga framundan ekkert nema leiki gegn liðum sem erum meið þeim í fallbaráttunni. Þetta verða að teljast ein mest óspennandi stjóraskipti í sögu deildarinnar, rétt á eftir því þegar Hodgson kom til Liverpool!

    Bellingham – Já og það voru svo fréttir um að Liverpool væri ekki lengur leiðandi í kapphlaupinu um Jude Bellingham. Fyrir það fyrsta efa ég stórlega að hann komi til Liverpool og hef haft þá tilfinningu lengi. En hinsvegar held ég að þetta sé nú 100% rótin af þessum “slúðri” um Bellingham núna

     

     

    [...]
  • Ekkert í aðsigi


    Það verður ansi rólegt hjá okkar fólki næstu daga. Hvernig í ósköpunum fór þetta tímabil að því að verða svona brjálæðislega slitrótt og leiðinlegt? Fyrst var það Betupásan í september, svo var það HM pásan í nóv/des, og svo er það eitthvað helvítis landsleikjahlé sem verður enn lengra út af þeirri staðreynd að Fulham komst áfram í bikarnum, og því þurfti að fresta leiknum sem þeir áttu gegn okkar mönnum um þessa helgi. Svo næsti leikur er ekki fyrr en 1. apríl, en sem betur fer er bara létt prógram framundan þá. City, Chelsea og Arsenal á 9 dögum.

    Stelpurnar okkar ætla reyndar að heimsækja Goodison Park næsta föstudagskvöld í derby slag, fyrri leikurinn á Anfield fór ekki nógu vel, en staðan er núna þannig að okkar konur eru með 14 stig og þær bláklæddu með 20, svo munurinn í töflunni er ekkert svakalegur. Vonum að þær nái aðeins að svara fyrir sig.

    Svo er það blessaður meiðslalistinn: Bajcetic frá út tímabilið, Nunez þurfti að draga sig út úr hópi Uruguay vegna meiðsla sem hann fékk í leiknum gegn Real. Mögulega er öxlin ennþá að stríða honum.

    Lucas hættur af heilsufarsástæðum, jújú það eru nokkur ár síðan hann spilaði fyrir Liverpool, en einusinni púlari ávalt púlari. Það er bara þannig.

    Annars er þetta opinn þráður, orðið er laust. Það má t.d. ræða hvaða miðjumenn Liverpool eigi að kaupa í sumar, hefur það nokkuð borið á góma fyrr? Held ekki.

    [...]
  • Real Madrid – Liverpool 1-0

    Það fer að styttast í að leikurinn fer að hefjast.
    Líkurnar á að við komust áfram eru mjög litlar en eina sem maður fer fram á er að við mætum til leiks og gefum þeim alvöru leik og vonandi látum þá á einhverjum tímapunkti efast um sjálfan sig.
    Ég tel að til þess að við eigum séns er að við náum að skora fyrir 60 mín og komust þá yfir. Það mun gefa okkur sjálfstraust til þess að keyra á þá. Það sem má ekki gerast er að við lendum undir í þessum leik, því að þá er þetta einfaldlega búið.

    Liðið er komið og það er blásið til sóknar(YES!!!)

    Það er Nunez, Salah, Gakpo og Jota sem fá að byrja sem þýðir að Klopp segir fuck it og ætlar bara að keyra á þá og opna þennan leik. Þetta getur þýtt að við fáum annan skell eða við náum að stríða þeim. Mér lýst bara mjög vel á þetta hjá Klopp.

    Mín spá fyrir leikinn er 1-2 sigur hjá okkar mönnum eftir flottan leik.

    FYRRI HÁLFLEIKUR
    Það hefur ekki vantað fjörið í þennan leik.
    Klopp að taka mikla áhættu með því að vera með háa varnarlínu og skilja menn einfaldlega mikið eftir 1 á 1 varnarlega sem Real menn eru gríðarlega sterkir í en eitthvað þurfum við að gera til að leikurinn sé opinn. Real hafa fengið hættulegri færi en við erum að gefa þeim alvöru leik.
    Alisson hefur verið stórkostlegur og eru þarna tvær heimsklassa markvörslu sem standa upp úr hjá kappanum en ég er bara heilt yfir mjög sáttur við strákana. Við höfum líka verið að fá færi og höfum verið að selja okkur dýrt í þessum leik. Real á í vandræðum með okkur varnarlega og þurfum við að ná að skora eitt mark eða svo til að hleypa þessu í smá spennu.
    Ég vona að Klopp haldi áfram að blása til sóknar í síðari hálfleik og prófi jafnvel að henda inn Elliott fyrir annan varnarsinnaða miðjumanninn.

    Annars er staðan 0-0 sem er eiginlega ótrúlegt miða við færi liðana og er þetta stórskemmtilegur leikur það sem af er.

    SÍÐARI HÁFLEIKUR
    Það var ekki alveg eins mikið fjör í þeim síðari en samt við vorum að reyna að skapa eitthvað og vorum nokkrum sinnum nálægt því að komast í dauðafæri en síðasta sending klikkaði. Real hélt áfram að skapa færi og það endaði með því að þeir náðu að skora á 78 mín. Svo sem alveg sanngjart en við vorum alveg inn í þessum leik alla tíman en því miður þá vorum við ekki alveg inn í þessu einvígi eftir tapið stóra á heimavelli.
    Eftir markið þá datt þetta alveg niður. Real bara sáttir og krafturinn okkar alveg búinn en ef við skoðum hlaupatölurnar í leiknum þá vorum við að hlaupa meira en þeir en maður sá að gæði þeirra var einfaldlega meiri en okkar.

    BESTU MENN
    Alisson var í heimsklassa í kvöld og var án efa maður leiksins en flestir áttu alveg ágætis leik hjá okkur. Varnar og miðjumenn okkar voru auðvitað settir í erfiða stöðu að þurfa að verjast vel gegn þessu Real liði þegar við stillum upp svona sókndjarft og það sást að við vorum ekki alveg að ráða við þá alltaf en ég var bara nokkuð sáttur við framlag alla leikmanna í þessum leik. Ég hef alveg séð Trent, Salah og Van Dijk leika betur en lélegir fannst mér þeir ekki vera.

    UMRÆÐAN
    Mér fannst þetta pínu minna mig á úrslitaleikinn í meistaradeildinni ef við hefðum skipt um hlutverk. s.s Real að fá lang bestu færin, markvörðurinn okkar að eiga stórkostlegan leik og svo hefðum við stolið þessu en eins og svo margt annað í þessu tímabili þá var ólíklegt að við fengum það. Real fengu bestu færin, Alisson var frábær en ólíkt úrslitaleiknum þá náði sterkara liðið að sigra 🙁
    Þetta einvígi tapaðist ekki í kvöld heldur í síðari hálfleiknum á Anfield og það er helvíti svekkjandi.

    YNWA – Góðu fréttirnar að það er létt prógramm fram undan hjá okkar mönnum. Man City úti, Chelsea úti og Arsenal heima.

    [...]
  • Seinni leikurinn gegn Real

    “Jæja, þá veit maður hvernig aðdáendum Norwich leið fyrir leiki gegn Liverpool…”

    Það er soldið þannig sem okkur líður með það að eiga að spila gegn Real Madrid. Það er komið vel á annan áratug síðan Liverpool vann Real Madrid síðast, árið 2009 nánar tiltekið. Steven Gerrard var á hátindi ferils síns, Fernando Torres var í framlínunni, og Rafa Benitez stýrði herlegheitunum af hliðarlínunni.

    Síðan þá hafa liðin leikið 7 leiki, og okkar menn hafa náð í eitt skitið 0-0 jafntefli í þeim leikjum. Reyndar var það með Nat Phillips og Ozan Kabak í miðvörðunum, í apríl 2021. Auk þess er áhugavert að aðeins einn af þessum leikjum fór fram á Santiago Bernabéu, vissulega hefði einn til viðbótar átt að hafa farið fram vorið 2021, en hann var færður á minni völl út af dottlu. Eigum við að rifja upp hvernig Brendan Rodgers stillti upp í þessum eina leik árið 2014? Tja… Markovic byrjaði, Manquillo var í hægri bak, og Borini uppi á topp. Gerrard, Coutinho og Henderson voru á bekk. Látum það duga varðandi uppstillinguna. Sá leikur fór reyndar 1-0 og það var lítt þekktur leikmaður að nafni Karim Benzema sem skoraði fyrir heimamenn.

    Ekki er þessi tölfræði nú til að ýta undir bjartsýni manns fyrir þennan leik á morgun. Né sú staðreynd hve útivallaform Liverpool í vetur er búið að vera slakt. Slakt er ekki einusinni rétta orðið; hörmulegt er líklega nær lagi. Liðið er búið að vinna nákvæmlega 3 útileiki í deildinni í vetur: gegn Villa, Spurs og Newcastle. Í ÖLL skiptin sem liðið hefur mætt botnliðinu á hverjum tíma á útivelli hefur sá leikur tapast. Útivallaárangurinn í Meistaradeildinni er þó skömminni skárri: tveir af þremur útileikjum hafa unnist; gegn Ajax og Rangers, og með markatöluna 10-1 reyndar. En við erum hvorki að fara að mæta Ajax né Rangers.

    Og svo hjálpar heldur ekki hvernig fyrri leikurinn fór á Anfield. Eftir að hafa komist í 2-0 fór óöryggi að grafa um sig meðal leikmanna, og Real svaraði fyrir með 5 mörkum. Og nei, það er ekki einusinni hægt að fullyrða að sú staðreynd að Tchouameni hafi valið Real hafi skipt máli, því hann var meiddur í þeim leik.

    Til að toppa bjartsýnina berast þær fréttir úr herbúðum okkar manna að Henderson sé veikur og hafi ekki ferðast með hópnum til Madríd, auk þess sem að Bajcetic hafi fundið fyrir einhverju og sé út úr myndinni. Jú mikið rétt, við erum farin að setja allt okkar traust á 18 ára ungling og verðum niðurbrotin þegar hann getur ekki spilað.

    Höfum við séð það svartara? Já alveg klárlega, bara eins og Sigurður Einar rifjaði upp í síðasta pistli. Og eins og þetta tímabil hefur spilast, þá er bara alveg borðleggjandi að okkar menn eiga eftir að fara inn í þennan leik og rúlla Real upp. Ég ætla því að spá því hér og nú að okkar menn verði í pottinum þegar verður dregið í 8 liða úrslitin.

    Tökum frá hinum ríku og gefum hinum fátæku. Það er stemmingin í ár.

    Uppstillingin

    Höfum það á hreinu að mér er drullusama hvernig Real stilla upp. Þeir eiga óþolandi góða leikmenn í öllum stöðum, líka þótt einhverjir þeirra séu meiddir.

    Það eru okkar menn sem maður hefur mun meiri áhuga á. Öftustu 5 eru væntanlega sjálfvaldir, og miðað við hvernig Klopp hefur verið að stilla upp í síðustu leikjum, þá er lang líklegast að Nunez, Gakpo og Salah taki framlínuna.

    En það er þetta með miðjuna.

    Fab er vissulega búinn að vera að koma til baka, og er farinn að sýna gamla takta. Eins hefur Elliott aðeins verið að vaxa í sínu hlutverki á miðjunni. En hver verður með þeim? Lang líklegast er að það falli í skaut nýjasta MBE orðuhafanum, hins eina sanna James Milner. Það er smá séns að Klopp tefli djarft og kasti Carvalho í djúpu laugina, en þó afar ólíklegt. Hann og Curtis Jones hafa verið aftarlega í röðinni, hafa komið inn á seint í leikjum ef þá yfirhöfuð. Varla fer hann að tefla fram Keita eða Ox, hvorugur var í hóp í síðasta leik. Líklega er Keita líka meiddur hvort eð er.

    Við eigum svosem líka eitt stykki Arthur Melo á bekknum. Hann á ennþá heilar 13 spilaðar mínútur fyrir klúbbinn, en hei hann var á bekk í síðasta leik (kom að vísu ekki inná).

    Síðasti möguleikinn er líklega ef Klopp fer eitthvað að prófa sig áfram með 4-2-3-1, og henti annaðhvort Jota eða Bobby fram með þremenningunni, en er Elliott maður í að spila í sexuhlutverkinu við hliðina á Fabinho? Ekki viss…

    Sumsé, þetta verður líklega svona:

    Alisson

    Trent – Konate – Virgil – Robbo

    Elliott – Fab – Milner

    Salah – Gakpo – Nunez

    Kvennalið Liverpool gaf skýrsluhöfundi þessa ljómandi fínu afmælisgjöf um helgina, svo nú er komið að strákunum. Ég panta eins og eitt stykki sæti í 8 liða úrslitum í afmælisgjöf. Er það nokkuð til of mikils mælst?

    “If we cannot win, then lets fail in the most beautiful way”. “From doubters to believers”. Við vitum alveg hvað þetta þýðir. Við vitum hvað þetta lið okkar getur gert, og við trúum á strákana okkar, alveg fram á síðustu mínútu. Ekki af því að það þýði að þeir vinni hvern einasta leik, því það gera þeir ekki um þessar mundir og hafa reyndar aldrei gert. Heldur af því að við stöndum alltaf upp, og höldum alltaf áfram að styðja við strákana okkar.

    Alltaf.

    [...]
  • Aldrei gefast upp

    Eftir að Liverpool lenti 3-0 undir gegn AC Milan þá var þetta búið og eftir að Liverpool tapaði 3-0 fyrri leiknum gegn Messi og félögum þá var þetta búið eða…..
    Nei þetta er aldrei búið fyrr en það er búið.

    Vonin gegn Real á miðvikudaginn er mjög lítil og byggjum við það bæði á gengi okkar manna og styrk Real en maður hefur séð ótrúlegri hluti gerast og það sem meira er okkar strákar hafa gert ótrúlega hluti. Mín tilfinning er sú að við verðum ekki nálægt því að komast áfram en þetta lið og þessi stjóri hefur gert það að verkum að ég útiloka aldrei neitt.

    Hérna eru nokkrir comback sigrar frá Liverpool undir stjórn Klopp

    YNWA
    Það er alltaf von

    [...]
  • Stelpurnar fá Spurs í heimsókn

    Jæja, gærdagurinn og úrslit þess leiks hjá strákunum okkar er frá, og alltaf gott að geta ýtt svona leiðinda leikskýrslum neðar. Stelpurnar okkar mæta á Prenton Park núna kl. 14 og fá Vicky Jepson og félaga hjá Tottenham í heimsókn. Held þetta verði fyrsta heimsókn Vicky á Prenton Park síðan hún var látin fara frá Liverpool fyrir tveim árum eða svo.

    Það eru ennþá meiðsli að hrjá hópinn, en örlítið farið að tínast inn af leikmönnum og einhverjar geta byrjað sem gátu bara verið á bekk í leiknum gegn Skyttunum:

    Laws

    Bonner – Robe – Campbell

    Koivisto – Nagano – Holland – Hinds

    Kearns – Stengel – Daniels

    Bekkur: Kirby, Silcock, Roberts, Lundgaard, Taylor, Humphrey

    Leighanne Robe heldur sæti sínu í hjarta varnarinnar, og Gemma Bonner er metin leikhæf og byrjar sömuleiðis. Það var nokkuð ljóst að verkefnið að mæta Arsenal var í erfiðasta kantinum fyrir Hönnu Silcock, en hún er á bekk og er jafn mikið efni þrátt fyrir þetta 2-0 tap í miðri viku. Sex leikmenn á bekk, sem er örlítið skárra en í miðri viku, því Rhiannon Roberts er komin til baka.

    Nú væri helvíti gaman að krækja í 3 stig, og skýrsluhöfundur ætlar svona allt að því að heimta slíkt í afmælisgjöf.

    KOMA SVO!!!

    [...]
  • Bournemouth 1-0 Liverpool

    Það var spenna að sjá hvernig okkar menn kæmu til leiks eftir að hafa gengið frá Manchester United um síðustu helgi. Hvort Liverpool væri komið tilbaka? Fyrsta korterið leit svarið út fyrir að vera já, hleyptu Bournemouth lítið í boltann og voru duglegir að vinna hann hratt tilbaka framarlega á vellinum og Van Dijk hrikalega óheppinn að skora ekki þegar Lerma bjargaði á línu eftir skalla frá honum og Robertson átti gott skot sem var vel varið. Svo fóru þekktir brestir að birtast hjá Liverpool, miðjan hvarf fyrir utan Bajcetic sem var bara eftirteknarverður vegna þess hve slakur hann var. Bournemouth fóru að ná stungum fram völlinn og varnarlína Liverpool oft á hælunum.

    Eftir 28.mínútna leik kom svo sprengjan þegar Ouattara fékk langa sendingu inn fyrir og hann stakk sér á undan Robertson og Van Dijk og sendi boltann svo fyrir markið þar sem Konate náði ekki snertingunni og Billing kom Bournemouth yfir 1-0. Sjálfstraustið sem liðið fékk með 7-0 sigri um síðustu helgi virtist hverfa við þetta og voru Bournemouth betri ef eitthvað er það sem eftir lifði fyrri hálfleiks.

    Klopp ákvað að reyna að gera eitthvað til að breyta leiknum og þjálfarinn sem er yfirleitt frekar seinn að breyta til tók skiptingu í hálfleik þar sem Harvey Elliott fór af velli og Diogo Jota kom inn í hans stað og það var nálægt því að borga sig strax því í byrjun seinni hálfleiks missti Solanke boltann og hann barst til Jota sem átti skot sem Neto varði vel í marki Bournemouth. Stuttu seinna átti Nunez fínan skalla rétt yfir markið en reyndist vera rangstæður. Eftir það fór að vera lítið um fína drætti frá okkar mönnum þar til að við fengum vítaspyrnu þegar um tuttugu mínútur voru eftir þegar Smith fékk boltann í hendina eftir skalla Jota. Salah fór á punkinn en skaut langt framhjá úr ömulegu víti sem kórónaði leikinn. Það sem eftir lifði leiks voru Bournemouth líklegri til að bæta í frekar en að Liverpool færi að jafna leikinn.

    Bestu menn Liverpool

    Fabio Carvalho spilaði aðeins um sjö mínútur og fékk því minnstan tíma til að valda manni vonbrigðum. En án alls gríns þá var Robertson ágætur á 29 ára afmælisdaginn og Jota átti fína innkomu en þeir voru báðir góðir miðað við frammistöðu annarra hvorugur á sérstakt hrós skilið.

    Vond framistaða

    Allir hinir, nema kannski Alisson. Hann gat lítið gert í markinu og skilaði öðru ágætlega.

    Umræðupunktar

    • Höfum fengið átta sig af 39 mögulegum eftir að hafa lennt undir í ár. Klárt mál að við erum ekki lengur þessi mentality monsters.
    • Útivallarmartröðin heldur áfram, ef við ætlum að eiga möguleika á þessu fjórða sæti þarf að fara sækja einhver stig á útivelli.

    Næstu verkefni

    Næstu fjórir leikir eiga eftir að sýna okkur hvort liðið sé tilbúið til að keppa að einhverju í ár. Í vikunni förum við til Madrid í nánast ómögulegt verkefni að snúa við 5-2 tapi gegn Real og eftir landsleikjahlé eru þrír leikir gegn City, Chelsea og Arsenal. Sem betur fer virðist hennta okkur betur að spila gegn stóru liðunum þar sem einbeitingin er enginn gegn þeim minni þannig vonandi að við getum nælt í einhver stig þarna.

    [...]
  • Byrjunarliðið gegn Bournemouth

    Eftir ágætis leik um síðustu helgi gerir Klopp aðeins eina breytingu á liðinu þar sem Henderson fær sér sæti á bekknum og Stefan Bajcetic kemur inn í hans stað.

    Bekkur: Adrian, Milner, Firmino, Henderson, Jota, Tsimikas, Carvalho, Arthur, Matip.

    Ung og spennandi miðja með bæði Elliott og Bajcetic annars er allt eins og búist var við. Annars er bekkurinn áhugaverðari miðjumaðurinn Arthur er snúinn aftur eftir  meiðsli og er á bekknum í dag og Adrian er varamarkmaður frekar en Kelleher.

    Síðasti leikur þessara liða fór 9-0 og okkar menn í markaformi eftir síðasta leik þannig við vonum að það haldi bara áfram í dag!

    [...]
  • Upphitun: Rauði herinn suður með sjó í Bournemouth

     

    Rauði herinn frá Norður-Englandi mætir í sjöunda himni til suðurstrandarinnar eftir galvaskan stórsigur gegn ónefndum erkifjendunum og mæta heimamönnum í Bournemouth sem þurftu að lúta allhressilega í gras fyrir rauðliðum fyrr í haust. 3 stig í boði fyrir atlögu að 4.sætinu! Upphitun!

    Mótherjinn

    Botnlið Bournemouth sitja á neðstir í töflunni með 21 stig ásamt nálægum grönnum sínum í Southampton en geta þó verið sæmilega vongóðir þar sem þeir eru eingöngu 1 stigi frá öryggi og bara 3 stigum frá 15.sæti. Botnfallið er því í þykkara og þéttara lagi þetta árið með flest liðin í neðri hlutanum í fallhættu en að sama skapi með væna vonarglætu um að bjarga sér fyrir horn.

    Bournemouth virkuðu svo sannarlega sem líklegir fallkandídatar er þeir voru rækilega hamraðir 9-0 á Anfield í lok ágúst og létu í kjölfarið stjórann Scott Parker fjúka. Við tók annar fyrrum enskur miðjumaður með leikreynslu úr úrvalsdeildinni, núverandi stjórinn Gary O’Neill, en hann er Liverpool og Klopp ágætlega kunnur eftir að hafa verið aðstoðarmaður Bary Lewtas hjá U23 ára liði LFC í einn vetur áður en hann gekk í þjálfarateymi Jonathan Woodgate hjá Bournemouth.

    Gary hefur ílengst í þjálfarateyminu undir Woodgate og Parker en síðan nýtt sitt tækifæri til bráðabirgða í stjórastólnum nógu vel til þess að vera enn í starfi hálfu ári síðar. Honum hefur að vissu leyti tekist að stoppa blæðinguna þar sem liðið hefur ekki tapað mjög stórt síðan 9-0 á Anfield nema fyrir toppliðum og góðir sigrar á Everton, Wolves og Leicester standa upp úr en betur má ef duga skal ef bjarga á liðinu frá falli.

    Til þess að það gerist þá þurfa þeirra skástu leikmenn að standa sig og þar hefur Daninn Philip Billing átt ágætis mót með 5 deildarmörk og gæti verið skeinuhættur á morgun. Greinarhöfundur hefur þó mestan áhuga á enska þríeykinu í fyrstnefndum okkar fyrrum Dominic Solanke en sér í lagi hinum alhliða miðjumanni Marcus Tavernier sem hefur gert góða hluti ásamt fjölhæfa varnarmanninum Lloyd Kelly sem er gamalt téð skotmark LFC. Tveir hinna síðastnefndu gætu alveg verið money-ball áhugaverðir enskir og örfættir leikmenn úr afsláttarrekkanum fyrir Liverpool innkaup ef að Bournemouth falla næsta vor. En það er bara minn Championship Manager hugur að leika með mig.

    Liverpool

    Okkar menn hafa tekið sig hraustlega á í andlitinu í síðustu deildarleikjum og allt í einu er allt annar andi að svífa fyrir vötnum Merseyside-árinnar. Meistara Klopp hefur tekist að stoppa blæðinguna í varnarleiknum sem veitir allt í eínu stökkpall í blússandi skyndisóknir og skemmtilegheit. Back to basics segja margir með afturhvarfi til heavy metal football og lengi megi það flassbakk blífa með mest enskuslettandi setningu greinarhöfundar hingað til. Díl viþ it.

    Klopp er klárlega búinn að finna sitt fínpússaðasta byrjunarlið síðustu vikur og mun lítið hverfa frá því en í ljósi Real Madrid leiksins á sjóndeildarhringnum að þá spá ég því að hann hlífi fyrirliðanum Henderson fyrir harkinu og gefi Bajcetic leik frá upphafi. Það er klók taktík aðgerð sem þýðir að hægt er að spila Jordan frá byrjun á Bearnabeu.

    Að öðru leyti þá breytir maður ekki liði mikið sem rústaði, slátraði, saltaði, hakkaði, gatasigtaði, niðurlægði, kartöflustappaði, knésetti, yfirdiskóaði, úthugsaði, rassskellti, pæklaði, pillaði, gjaldþrotasetti, arfahreinsaði, rennitæklaði, yfirspilaði, bodyslammaði, klósettsturtaði, jarðsetti, lúftgítarsólóaði, niðurlægði, samanpakkaði, undirhælsetti, endurfjármagnaði (á verri vöxtum), aðalbláberjatýndi, ormahreinsaði, gagnaeyddi, þurrhreinsaði, endurmenntaði, upplýsti, gerilsneyddi, nauðrakaði, tjörufiðraði, mannætumönsjaði, punglúbarði, olíuhreinsaði, gjaldfellti, tannhvíttað og gjörsigraði í ágætum 7-0 sigri á Manchester United.

    Tölfræðin

    • Liverpool hefur unnið Bournemouth í síðustu 7 leikjum í öllum keppnum.
    • Liverpool hefur haldið hreinu í síðustu 5 deildarleikjum og unnið 4 af þeim. Markatalan 13-0.
    • Markatala Liverpool – Bournemouth í síðustu 4 deildarleikjum er 17-1.

    Upphitunarlagið

    Grjóthart upphitunarlag þessa ágæta leiks einblínir á vikugamla fortíð í stað nálægrar framtíðar morgundagsins. Tilefnið er stærðfræðilegs og tölulegs eðlis þó að vissulega sé upplífgunarfaktorinn reiknaður inn í jöfnuna. Talan er 7 sem er númer kóngsins Kenny og fleiri góðra Púlara en fyrst og fremst er hún markatala sem lengi verður í minnum höfð um ónefnda erkifjendur. Við fáum Pixies inn sem undirverktaka í framkvæmdina (og í guðssamhenginu þá er Fowler vissulega nr.9 en við tökum viljann fyrir verkið):

    If man is five
    If man is five
    If man is five
    Then the devil is six
    Then the devil is six
    Then the devil is six
    Then the devil is six
    And if the devil is six
    Then God is seven
    Then God is seven
    Then God is seven
    This monkey’s gone to heaven

    Kloppvarpið

    Herr Jürgen Klopp mein damen und herrn!

    Spaks manns spádómur

    Eftir blússandi velgengni síðustu helgar að þá eru okkar menn engann veginn að fara að sleppa takinu af vinningsvelíðaninni gegn neðsta sætis liðinu. Við höfum haft fína hvíld alla vikuna og eftir viðvörina sem Arsenal fékk gegn Bournmouth að þá verðum algerlega á varðbergi gegn allri vitleysu.

    Þetta verður sérlega öruggur sigur með þremur mörkum skoruðum fyrir útiliðið og enn einn leikurinn að halda hreinu. 0-3 segir sá spaklegi með 2 mörk frá Darwin og 1 stykki frá Salah.

    YNWA

    Við minnum á #kopis á Twitter og umræðuna í athugasemdum hér að neðan og á Facebook.

    [...]
  • Andy Robertson

    Salah, Nunez og Gakpo fengu mikla athygli eftir frábæran leik gegn Man utd um síðustu helgi og áttu þeir allt það hrós skilið sem þeir fengu.

    Það var samt einn leikmaður sem mér fannst ekki talað nóg um en það er hann Andy okkar. Gaurinn var á fullu allan tíman og fannst mér hann gefa tóninn. Maður sá að hann var alltaf til staðar bæði í vörn og sókn. Andy var grjótharður og lét finna vel fyrir sér og átti nokkra frábærar sendingar sem sköpuðu hættu.
    Andy fór rólega af stað á tímabilinu og virkaði hálf þreytulegur en núna virðist hann vera að komast á fullt og hefur átt nokkra góða leiki í röð.
    Liverpool eru bestir þegar Andy og Trent eru að spila vel og vonar maður að þeir halda áfram eins og í síðustu leikjum.

    Mæli með að menn skoði þessar svipmyndir frá Andy gegn Utd.

    YNWA

    [...]
Load More
Congratulations. You've reached the end of the internet.
Back to Top
Close