ATH – afsakið að myndir í þessum pistli eru í móðu – er í samræmi við óskir ferðaskrifstofu erlendis

Reglulega koma upp beiðnir til okkar pennanna á www.kop.is um aðgengi að miðum á Anfield.

Töluverðar breytingar hafa orðið á sölu aðgöngumiða hjá Liverpool FC í vetur og hafa afleiðingarnar helst verið þær að miðaframboð fyrir aðra en ársmiðahafa hefur snarminnkað. Á sama tíma hafa komið upp ferðaskrifstofur sem vinna með opinbera miða með aðgengi að setustofum (lounges) sem innihalda máltíðir og með aðgengi vel fyrir og eftir leik.

Einn þeirra aðila er sá sem við höfum lengi unnið með þegar kom að hópferðum okkar í gegnum tíðina og nú höfum við komið á tengingu við hans fyrirtæki sem við viljum benda lesendum okkar á.

Ferðaskrifstofan sú á heimasíðuna sem hér er að finna . Hér á eftir förum við aðeins yfir það hvernig miðakaupin fara fram. Athugið að hér er alltaf um opinberan aðila að ræða og það tryggir það t.d. að ef að leikur er færður til halda menn öllum sínum réttindum á miðanum og/eða ef upp koma aðstæður þar sem ekki er hægt að fara í ferðina þá er miðanum skilað aftur til ferðaskrifstofunnar. Miðinn er settur beint á nafn kaupanda, honum sendur miðinn í pósti eða hlekkur í síma viðkomandi. Ekkert sem kallar á aðkomu annarra en kaupanda og seljanda.

Ef við förum yfir síðuna þá er auðvitað einfalt að fara um hana og skoða allt sem hún hefur að bjóða. Við skulum fara í gegnum hvernig svo gengið er frá kaupum á miðum eða pakka með miða og hóteli.

Þegar um fyrstu kaup er að ræða þarf að smella á “my account” eins og sést hér:

Smellurinn leiðir fólk inn á þessa síðu hér:

Kaupandinn setur email pósthólfið sitt í “register” gluggann og í það pósthólf er sendur hlekkur sem smellt er á og þá opnast skráningarsíða um kaupandann. Gefinn er kostur á að fara þaðan beint i að versla en menn geta farið út aftur ef þeir vilja og fara þá í “log in”.

Þegar það hefur verið gert opnast yfirlitssíða viðkomandi einstaklings og ekkert að vanbúnaði að hefja kaupin.

Þá er smellt á síðuna á reitnum “Match package”:

Hér opnast þá allir þeir pakkar sem enn eru til sölu hvert sinn. Stórt á litið eru valkostir tveir. Annars vegar eru pakkar sem bjóða upp á miðann á leikinn eingöngu (VIP hospitality package) en einnig eru pakkar þar sem boðið er upp á miða á leikinn og hótel í miðborginni (Hotel package).

Nú smella menn á þann pakka sem þeir vilja kaupa. Í þessu sýnidæmi förum við í gegnum það að velja það að kaupa miða eingöngu á leik Liverpool og Leicester. Um þrjá valkosti er að ræða þegar kemur að staðsetningu miða.

Village hospitality: Miðar í Upper Kenny Dalglish stand (Hólf CE1 og CE2) og máltíð fyrir leik á Sandon hótelinu rétt aftan við innganginn í KD Stand

The Anfield beat lounge (L15/L16): Miðar í Main stand í hólfum L15 eða L16 ofarlega og aðgangur að lounge fyrir leik með fríum skyndibitamat, aðgangur að bar í hálfleik og eftir leik.

The Anfield beat lounge Premier Seat (L15): Sæti neðarlega í hólfi L15 og aðgangur að lounge fyrir leik með fríum skyndibitamat, aðgangur að bar í hálfleik og eftir leik.

Hægt er að sjá 3D myndir af sætum á Anfield á þessum hlekk hér.

Við tökum sýnidæmið og kaupum VIP hospitality package (bara miða á völlinn) á Liverpool – Leicester.

Upp kemur þessi slóð í efstu línu: https://www.travel4football.com/product/liverpool-v-leicester-vip-hospitality/ en til að tengja ferðina við Ísland þá er textanum /ref/iceland bætt við og úr verður þessi efnislína hér: https://www.travel4football.com/product/liverpool-v-leicester-vip-hospitality/ref/iceland/

Athugið: Með því að bæta við /ref/iceland er verið að halda utan um það hversu mikill áhugi er á kaupum miða frá Íslandi, ferðaskrifstofan hefur miklar tengingar við Noreg og horfir til þess hver markaður væri fyrir þá að efla starf sitt hér enn frekar út frá mögulegum áhuga

Þá er fyrrnefndur pakki valinn og miðarnir eru í Village hospitality. Smellt er á plúsinn lengst til hægri þar til óskaður miðafjöldi kemur upp.

Þegar allt sem menn hyggjast kaupa hefur verið valið er farið neðst á síðuna og smellt á “add to cart” og þá eru kaupin komin í innkaupakörfuna.

Ef velja á hótel pakka þá eru skrefin eins. Smella þá á “View hotels and package”, og setja /ref/iceland aftan við slóðina þegar síðan opnast og endurhlaða. Ef það væri þessi umræddi Leicester leikur væri upprunalega slóðin https://www.travel4football.com/product/liverpool-v-leicester-ticket-hotel-package/#plan-your-trip en yrði þá https://www.travel4football.com/product/liverpool-v-leicester-ticket-hotel-package/#plan-your-trip/ref/iceland þegar búið væri að setja íslensku tenginguna aftan við og smella á Enter.

Fyrsta skref þegar kemur að þessum pakka er að tilgreina fjölda einstaklinga í ferðinni og dagsetningar hóteldvalar. Þegar það hefur verið klárt er smellt á “Your ticket” neðst til hægri og farið á næsta skref. Það skref er að velja aðgöngumiðana sem óskaðir eru á völlinn og að því loknu er smellt á Hotel neðst til hægri. Þar opnast þá þau hótel sem eru í boði, valið er úr þeim lista og smellt á Transport sem miðar að flugi frá Noregi. Það á ekki við um okkur svo einfaldlega er hlaupið yfir þá síðu og smellt á Review and purchase.

Þar er þá yfirlit yfir óskuð kaup þar er þá smellt á Add to cart.

Þegar hér er komið við sögu er þá óskuð vara komin í innkaupakörfuna og kominn tími á að klára kaupin. Þá er smellt á “Shopping cart” efst til hægri.

Hér er komið yfirlit yfir það sem ætlunin er að kaupa, nú er bara að lesa vel yfir það og fara síðan í “Proceed to checkout”

Hér opnast þá þær upplýsingar sem skráðar eru á einstaklinginn í samræmi við fyrri innskráningu og neðst er smellt á greiðsluformið og greiðsluupplýsingar gefnar.

Ferðaskrifstofan fer yfir hverja beiðni eftir að allar upplýsingar hafa verið gefnar, sendur er póstur sem tilgreinir að verið sé að fara yfir stöðu beiðnarinnar (til að fullvissa að allt sé í boði í samræmi við óskir) og stuttu síðar kemur staðfesting á kaupum og það sem til þarf varðandi aðgöngumiða og hótel.

Þá er bara að fara að hlakka til, aðgengið er sent á tölvupóstinn og ef að eitthvað kemur upp hjá kaupanda sem horfa þarf til að breyting verði á varðandi innkaupin eða einhverjar spurningar varðandi ferðina þá er bein tenging milli ferðakaupanda og ferðaskrifstofu.

Við höfum nýtt okkur þjónustu ferðaskrifstofunnar og í vetur hafa einstaklingar gert slíkt hið sama og alltaf allt staðið eins og stafur á bók.

Eins og nefnt var í byrjun hafa breytingar orðið á því sem viðkemur miðum á Anfield á þessu leiktímabili og þær hafa orðið til þess að aðrar leiðir en þessi opinbera eru eitthvað sem við ekki mælum með og erum ekki lengur að vinna með. Það er að okkar mati áhætta sem við myndum ekki taka sjálfir og viljum því ekki benda öðrum á.

Við bendum svo ferðalöngum á hlekkinn á “Liverpoolborg” á síðunni okkar, þar er að finna býsna margt um hvað hægt væri að gera í borginni góðu.