Everton – Liverpool (upphitun)

Minni á nýjasta þátt af gullkastinu frá því fyrr í dag þar sem er m.a. hitað upp fyrir morgundaginn.

Þá er komið að næsta verkefni og það er stórt. Merseyside derby slagur þegar við heimsækjum þá bláklæddu og freistum þess að halda titilvonum okkar áfram lifandi. Það er merkilegt með þessa leiki að hlutir eins og form og staða í deild virðist ekki skipta neinu máli þegar blásið er til leiks. Hver veit, miðað við síðustu 2 vikurnar eða svo þá kannski hjálpar það okkur í þetta skiptið.

Form

Liðin eru, ótrúlegt en satt, ekki að koma í svo ólíku formi inn í þennan leik. Á meðan að Everton er með yfirhöndina í síðustu 3 leikjum (6 stig af 9) þá er Liverpool með aðeins skárri stigasöfnun úr síðustu 5 leikjum.

Sterkir sigrar þeirra bláklæddu gegn liðum í kringum sig (Forest og Burnley) en að sama skapi virkilega slæmt tap í síðustu viku gegn líka þessu hörmulega Chelsea liði. Á sama tíma erum við að horfa á virkilega slæm úrslit gegn honum erkifjendunum frá Manchester og svo auðvitað þennan martraða leik gegn Crystal Palace áður en við sóttum loksins kærkomin stig til London þegar við áttum ágætisleik (loksins) gegn Fulham.

Ef við skoðum síðustu 5 leiki þessara liða þá er Everton án sigurs. Liverpool virðist vera áskrifandi af 2-0 sigrum á Anfield en síðasti leikur á Goodison Park endaði 0-0 en þar á undan sóttum við þrjú stig sem er eini sigur okkar á þessum velli síðan í desember 2016 þegar Sadio nokkur Mané skoraði djúpt í uppbótartíma, en það var jafnframt fyrsti leikur Liverpool undir stjórn Klopp á Goodison Park. Síðan þá hafa liðin gert 5 jafntefli og þessi eini sigur í desember 2021.

Everton

Dyche hefur nánast úr öllum sínum leikmönnum að velja. Það er einna helst Coleman sem er tæpur en hann hefur svo sem ekki verið fastamaður í ár en er alltaf líklegur til þess að spila nágrannaslag. Aðrir eru heilir og má búast við þéttum varnarleik með Pickford á línunni og Calvert-Lewin á toppnum.

Liverpool

Það þarf varla að taka það fram en auðvitað missum við leikmann út á milli leikja. Jota, sem kom einmitt frískur inn gegn Fulham, verður ekki með næstu tvær vikurnar eða svo vegna smávægilegra meiðsla. Bradley er enn frá en annars eru aðrir heilir, utan þessi langtímameiðsli (Thiago, Matip, Doak), en það er þá spurning hve margar mínútur TAA getur spilað eftir að hafa spilað rúmar 70 mínútur á Ítalíu og 80 mínútur á sunnudaginn.

Ég held að það verði talsvert um breytingar frá því í leiknum gegn Fulham og ætla að skjóta á eftirfarandi breytingar:

 • Konate kemur inn í stað Quansah. Verður samt ekki annað sagt en að Konate sé búinn að vera slakur eftir síðustu meiðsli.
 • Gomez kemur inn í stað TAA. Trent er búinn að spila mikið undanfarið, líklega meira en menn gerðu ráð fyrir vegna meiðsla Bradley. Þetta er leikur þar sem verður mikil barátta og mikið um tæklingar. Finnst því ekkert ólíklegt að Klopp þurfi að gera TAA smá pásu til að ná andanum – hann kemur þá frekar inn í seinni hálfleik ef við þurfum á að halda.
 • Miðjan. Þrátt fyrir ágætis leik RG á sunnudaginn þá sé ég ekki annað en að Klopp fari aftur í Endo, Mac Allister og Szobo í þessum leik. Þeir síðast nefndu fengu hvíld um helgina og ættu að vera klárir í slaginn.
 • Sóknin: Ég hallast að því að Darwin verði áfram á bekknum en Diaz, Gakpo og Salah byrji á toppnum í fjarveru Jota. Darwin hefur verið skugginn af sjálfum sér og er, líklega, orðinn síðasti sóknarmaðurinn á blað um þessar mundir.

Spá

Liðið virðist vera á síðustu metrunum og virðist hafa misst trúna á verkefninu. Það voru vissulega jákvæð merki í leik liðsins um síðustu helgi en ég sé alveg fyrir mér að við lendum í vandræðum á morgun. Salah virðist hafa komið úr meiðslum í krummafót, Darwin er kominn í sumarfrí og á meðan er Diaz að vinna á við tvo eða þrjá, en vantar þó herslumuninn upp við markið.

Ég ætla að vera fúli gaurinn í partýinu þessa vikuna og spá þessum leik 1-1 í leik þar sem að við komum til baka en, eins og oft áður, náum ekki að nýta yfirburðina til að klára dæmið.

Vonum að ég hafi rangt fyrir mér.

Koma svo!

YNWA

22 Comments

 1. Ég er, eins og skýrsluhöfundur ekkert sérstaklega bjartsýnn fyrir leikinn.
  Tippa á að leikurinn verði grófur og mikið um spjöld eins og oft þegar liðin mætast.

  Höfum það samt á hreinu að Everton er skítalið sem við eigum að vinna í hvert einasta skipti.

  Vinnum leikinn 1-2 með mörkum frá Salah og Diaz

  YNWA

  4
  • Mark frá Salah? Ég skal senda þér fimmtíukall í umslagi ef Salah skorar! Ain’t gonna happen…

   1
   • Legg til að við sendum öll 50 kr á Hafliða ef Salah skorar, látum það telja..
    Vinnum þetta

 2. Já er ekki bjartsýnn heldur,
  þær hræringar sem eru í kringum félagið núna hefur gríðarleg áhrif hvort menn játa það eða ekki.
  framtíð fullt af mönnum í óvissu og framvieigs.
  ljáir maður hverjum sem maður vill. leikmenn eru ekki í öfundsverðu hlutverki.
  ætla henda í 2-2

  3
 3. Leikmenn hljóta að vilja vinna þennan leik, þó ekki nema bara fyrir sig sjálfa.

  Liðið er í titilbaráttu þó það mætti halda annað. Einhver besti stjóri í sögu úrvalsdeildarinnar á örfáa leiki eftir með liðið. Grannaslagur á Goodison Park.

  Menn hljóta bara að mæta til leiks. Ég ætla að spá sigri og það 0-3.

  Vinnum deildina, áfram Liverpool og áfram Klopp!!!

  6
 4. Aðalkeppni okkar er við Arsenal því ef Man.C. verður meistari verður titillinn tekinn af þeim út af 115 ástæðum. Enskir verða að gera eitthvað í málefnum City annars er hætta á því að tilboð í sjónvarpsréttinn lækki verulega. Nú þegar hafa 70,000 Danir sagt upp áskrift sinni að Viaplay.vegna þessa óréttlætis. Enski boltinn er að fá verulega samkeppni frá þýska boltanum með því að gengi Bæjara hefur dalað, með meiri samkeppni milli liða og þannig verður keppnin skemmtilegri. Alonso ákvað að vera áfram í Þýskalandi sem að mínu mati er skynsamlegt hjá honum til framtíðar. Það er talað um mikið af brúnum umslögum í enska boltanum og ef smáfuglarnir verða bara dæmdir eins og raunin er eins og er þá mun sú saga taka verulegt flug. Enska knattspyrnusambandið er komið í þrot í þessu máli og verða að láta hamarinn falla vegna 115 ástæðna.

  8
 5. Fúli gaurinn hérna líka – bara það eitt að sjá Pickford liggjandi á boltanum inni í sínum eigin vítateig í tugi sekúndna áður en hann kemur tuðrunni í leik vekur ógleði!

  Verður bras og leiðindi, VAR með nokkur skemmtiatriði en fyrir mestu fyrir okkar menn að komast heilir frá leiknum með 3 stig í pokahorninu!

  ps veit ekki hvað það er, en að sjá klúbbinn í viðræðum við Arne Slot gefur ekki tilefni til bjartsýni til framtíðar!

  YNWA

  1
 6. Ótengt leiknum. Er er þetta Slot mál eitthvað grín? Gaman að sjá að það er verið að fara í efstu hillu í leit að stjóra. Virkar á mig sem eitthvað Eric Ten Hag dæmi og það hefur nú gengið frábærlega.

  3
 7. Hvert verður fyrsta breska blaðið sem kemur með fyrirsögnina:

  HOW WILL ARNIE SLOT IN AT LIVERPOOL?

  2
 8. Ef Arnie Slot fær þjálfaradjobbið, breytist Gullstund þá í Slottsstund?

  mamammaaður bara spyr sig…

  Annars pickandi nervus fyrir kvöldið.

  2
 9. Daginn

  Ég hef engar áhyggjur fyrir kvöldinu, akkúrat leikurinn sem við þurftum á þessum tímapunkti. Skrappy leikur þar sem væntingarnar eru hófstilltar en vonin mikil.

  Vinnum 1-3 og keyrum stemminguna í botn fyrir lokasprettinn.

  2
 10. Góðan og blessaðan daginn
  ég spái því að þessi leikur byrji mjög grófur að hálfu Everton í byrjun sem endar með því að þeir missa sig í því og missa mann af velli sem verður til þess að leikur þeirra hrynur og við vinnum hann 4-1 og van Dyke og Trent setja hann og trent með 2 stoðsendingar og Luis Diaz með 2
  Lásuð það fyrst hér
  Koma svo Liverpool lyftið okkur upp restina af þessu tímabili og gefum Arsenal og city alvöru baráttu
  YNWA!

  2
 11. Sælir félagar

  Þessi leikur fer 0 – 5 hvort sem menn og konur trúa því eða ekki.

  Það er nú ÞANNIG

  YNWA

  5
  • 9 milljón punda tilboði í Slot var hafnað. Líklegt að þetta sé að fara að gerast.

   Líst svosem ekkert illa á þetta þó aðrir hafi verið ofar á óskalistanum.

   1
 12. Slot – Ég fæ sömu ónotatilfinningu og þegar Hodgson var ráðinn um árið.

  3
 13. Kúdos á Jose Morinho fyrir góðan húmor að mæta á völlinn á þessum tímapunkti og sjá okkur bilast af áhyggjum.

  Arne Slot er bara það sem Edwards er greinilega að hugsa. Við nánari skoðun virðist Arne bara nokkuð góður kostur miðað við umhverfið í dag og èg held að það sè margt verra heldur en hann og í raun enginn annar augljós kostur í stöðunni.

  1
  • FSG hefðu gott af smá Jose Mourinho. Hann er uppáhalds vondi kallinn minn. Ég mundi ekki veðja gegn honum með Liverpool liðið. Annars nenni ég litið að pæla í þessu meðan Klopp er við stjórnvölinn. Best væri ef hann væri áfram, hann er langbestur.

   3
 14. Ég vona að vörnin haldi hreinu svona til hátíðabrigða. Náum vonandi að vinna 0-2. Arsenal haldið hreinu í 6 útileikjum í röð en Liverpool haldið hreinu í 1 af síðustu 15 cirka. Eigum við að segja að dýrasti leikmaður í sögu Liverpool eigi einn sæmilegan leik og skori 2 í kvöld (Nunez)?? Veit ekkert um Slot. Vildi bara Alonso. Ekki viss um að Slot nái að toga feita bita af leikmannamarkaðnum til Liverpool.

  2
 15. Vonandi nær Liverpool að vinna í kvöld, þetta verður erfið barátta enn við verðum að klára það.

  Ég er ekkert spenntur fyrir þessum Arne Slot, við eru trúlega að fara aftur á þann reit sem við vorum á haustið 2015 áður enn Jurgen Klopp kom. Við eru ekki að fara að vinna aftur Í Lottóinu eins og þegar við fengum Jurgen Klopp. Mín ósk er að klúbburinn verði seldur til verðugri eiganda sem hæfir stærð klúbbsins. FSG ræður ekki við verkefnið.

  2

Gullkastið – Byrjunin á endanum

Síðasti Merseyside derby Klopp: liðið klárt