Liðið gegn Fulham

Þótt flestir hafi álitið leikinn gegn Atalanta á fimmtudaginn vonbrigði vannst hann sem slíkur. Jurgen Klopp og þjálfaraliðið gerir samt ansi miklar breytingar, hvernig sem við kjósum að útskýra það. Ég held að þetta sé bland af róteringu og því að hann er að reyna að finna bestu blönduna fram á við. Svo er bekkurinn orðinn alveg feykisterkur og vel hægt að vinna leikinn með réttum innáskiptingum.

Mér finnst reyndar líklegt (og ekki hægt að stilla því þannig upp í þessu liðsuppstillingaforriti) að Diaz og Jota verði fremstu menn, báðir nokkurs konar níur eða innherjar, og Gakpo þar fyrir aftan – í tíu hlutverki eða falskri níu. Það hefur nú samt eiginlega enga merkingu því eins og við vitum þá flæða þessir fremstu þrír alveg endalaust og reyna að finna sér pláss.

Bekkurinn:

Joe Gomez, Ibrahima Konaté, Dominik Szoboszlai, Darwin Núnez, Alexis MacAllister, Mohamed Salah, Curtis Jones, Kostas Tsimikas, Caominh Kelleher.

Nóg um það, áfram með smjörið og áfram Liverpool.

27 Comments

 1. Svona varamannabekk hefði maður viljað sjá í allan vetur!

  Þrjú stig takk fyrir, allt sem ég bið um dag!

  YNWA

  5
 2. Atalanta var auðvitað ekki að reyna að vinna seinni leikinn. Þeir voru einfalda að vinna einvígið. Nóg um það.

  Þessi bekkur okkar í dag eru stórstjörnur úr formi. Ég er sáttur með byrjunarliðið hjá Klopp og vona bara Gravenberch nýti tækifærið í byrjunarliðinu.

  Ég er bjartsýnn og spái 1-3 sigri í dag. Og við höldum í vonina.

  Áfram Liverpool og áfram Klopp!!!

  8
 3. 3 stig er það eina sem ég vil í dag.
  Vonandi hjálpar það að henda Salah og félögum á bekkinn.

  8
 4. Va hvað þetta fouckings mark la i loftinu.

  HVAÐ ER EIGINLEGA i gangi,,,, það er sama hvað

  Meiri anskotans helvítis aumingjar allir sem einn
  Og þar a meðal Klopp uppgjafa þjalfari

  7
 5. Minnir mig á seinnustu leiki hjá Brendan Rogers.
  Liðið á leiðinni hvergi og mjög hratt

  5
 6. Það verður hreinsun í sumar. Grafenb, hefur ekki sést. Endo alltof hægur. Ofl.

  6
 7. Ekkert að gerast fyrir utan markið hjá Trent.
  Slökktu á sér nokkrum mín fyrir hálfleik og hleyptu Fulham í þetta.

  7
 8. Þvílíkt hrun í spilamennsku seinustu vikurnar hvaða rugl er að liðið getur ekki skorað mörk nema úr föstum leikatriðum og við töpum boltanum trekk í trekk á okkar eigin vallarhelmingi og akkúrat ekkert flæði í spilinu og menn klappa boltanum endalaust svo kemur sending eða skot sem allir sjá hvað þú ætlar að gera löngu áður en þú gerir það.

  7
 9. Sælir félagar

  Ekki er það björgulegt. Mark frá varnarmannig og ekki hefur Jota bætt neinu við sóknarleikinn. Hægur og latur og ryðgaður. Þessi vörn liðsins er rannsóknarefni. Mér sýnist að það séu ekki margar varnir fyrir ofan miðja deild sem eru jafn lélegar. Að öllu gefnu er lélegur varnarleikur ásamt ömurlegum sóknarmönnum ástæða þess hvernig komið er fyrir þessu liði. Það verða nokkuð margir á sölulista eftir þessa leiktíð.

  Það er nú þannig.

  YNWA

  6
 10. Lítill meistarabragur yfir spilamennskunni í fyrri hálfleik! Fyrsta korterið sama dútlið á eigin vallarhelmingi og ekkert að gerast. Verður að segjast eins og er að það er engin meistarabragur yfir þessu. Sakna Firmino/Mane/Salah tímabilsins!

  3
 11. Þetta skrifast algjörlega á Klopp. Þessi göngbolti og dútl með boltann í öftustu línu er eitthvað sem kemur frá honum. Hvað er það svo að geta ekki sent 5 metra sendingar á milli sín!

  4
  • Það stendur upp á Virgil van Dijk að skipuleggja vörnina og hann hefur ekki gert það nógu vel í vetur. Mín skoðun er sú að taka eigi fyrirliðabandið af honum, hann er hvort sem er frekar atkvæðalítill í því starfi, og gefa honum andrými til að sjá almennilega um varnarskipulagið.

   1
 12. Þetta var helvíti lélegt og menn verða að koma á fullu í seinni, verðum að klára þennan leik

  2
 13. Livepool með mikið fleiri sendingar en Fulham en það kæmi mér ekki á óvart að Alisson væri með flestar snertingar og svo Virgil og Quansah í þriðja sæti.

  2
 14. Það er svo augljóst að okkur vantar afturliggjandi miðjumann sem getur borið upp boltann. Miðjan búin að vera slök í dag en við eigum samt að vinna þetta Fullhamlið.

  4
 15. Hvar eru allir kjúklingarnir sem björguðu okkur, djöfull myndi eg vilja 1-3 inná það eru gaurar sem hlaupa og berjast eins og ljón.

  Anskotans

  6
 16. Liðið fær ALLTAF á sig á mark. Þótt andstæðingarnir varla reyni að sækja. Enn og aftur hægt, fyrirsjáanlegt, engin pressa, hugmyndasmiður sóknarleikur

  4
 17. Bara frábært mark hjá Gravenberch.
  Og loksins mark úr open play! Vonandi vendipunktur hvað það varðar.

  11
 18. Liverpool að spila. náið í reglustrikuna. hvernig getum við afskrifað þetta. Var drasl
  aldrei skoðað betur þegar við erum að skora

  4
  • En Nunez! gerir ekkert rétt. bósktaflega engar réttar ákvarðanir

   6

Heimsókn á Craven Cottage

Fulham 1-3 Liverpool