Seinni umferð tímabilsins – Game On

“Man City á alveg eftir að taka sitt lögbundna góða run eftir áramót” eða eitthvað á þessa vegu heyrir maður ansi oft þegar talað er um titilbaráttuna og þá nánast eins og um náttúrulögmál sé að ræða. Við stuðningsmenn Liverpool erum auðvitað sérstaklega brennd eftir tímabilið 2018-19 þegar þeir töpuðu einum helvítis leik og gerðu ekkert jafntefli í seinni umferðinni til þess að vinna deildina með einu stigi. En eru þeir alltaf svona fáránlega öflugir eftir áramót?

Tökum aðeins saman stigasöfnun þeirra liða sem hafa endað í 1. og 2. sæti undanfarin ár og skoðum mun á fyrri og seinni umferð tímabilsins:

Að hluta til er svarið já, City hafa minnst verið með 43 stig í seinni umferðinni og á mörgum þessum tímabilum voru þeir löngu búnir með deildina og gátu tekið bensínið aðeins af í lokin. Engu að síður er 2018-19 í eina skiptið sem þeir hafa fengið rúmlega fimmtíu stig í seinni umferðinni og það er sjö stigum meira en þau 47 stig sem þeir náðu á síðasta tímabili til að klára Arsenal, þeirra næst besti árangur í seinni umferð tímabils.

Okkar menn eru hinsvegar líka jafnan mikið betri í seinni umferðinni og hafa t.a.m undanfarin tvö tímabil fengið +9 og +10 stigum meira eftir áramót en fyrir áramót.

  • 2018-19 fékk Liverpool 46 stig í seinni umferðinni eftir aðeins þrjú jafntefli í þeirri fyrri (51 stig) og vann bara samt ekki deildina. Þetta er sturlaðasta bull í sögu deildarinnar og verður ekki toppað. City náði þetta tímabil í GALIN 54 stig í seinni umferðinni.
  • 2019-20 Toppaði Liverpool þessa gölnu stigasöfnum City og náði í 55 stig í fyrri umferð tímabilsins sem gerir eitt fokkings jafntefli frá því að vinna alla leikina! Liverpool var löngu búið að rústa deildinni og fékk Covid ofan á það og tók bensínið af í seinni umferðinni (samt 44 stig) Það eru þessi -11 stig milli ára sem dregur tölfræði Liverpool niður. Þau skiptu engu máli.
  • 2021-22 er næsta tímabil þar sem Liverpool var í bullandi titilbaráttu og þar náðu okkar menn 51 stigi í seinni umferðinni og aftur er alveg galið að það hafi ekki dugað til að landa titlinum. City vann á því að vera mun jafnara heilt yfir mótið og auðvitað með því að svindla massíft í áratug á öllum Financial Fair Play leikreglum.
  • Þannig að árin sem Liverpool hefur verið í titilbaráttu undir stjórn Klopp hefur liðið náð 46 stigum, 44 stigum og 51 stigi í seinni umferð tímabilsins eða 47 stig að meðaltali. Það er ca meðaltals stigasöfnun Man City í seinni umferðinni undanfarin ár
  • Okkar menn hafa þrisvar sinnum undir stjórn Klopp tekið annað hvort fyrri hluta tímabilsins eða seinni hluta tímabilsins með +50 stig.

Ekkert að þessu segir til um hvernig stigasöfnun verður eftir áramót en við sjáum kannski aðeins með því að horfa á þetta svona að okkar menn þekkja vel svona titilbaráttu og geta mjög vel staðist öllum snúning. Þrjú af þessum tímabilum hefur Liverpool nota bene líka farið í úrslit Meistaradeildarinnar samhliða sem er eitthvað sem City hefur bara einu sinni afrekað.

Man City getur mest náð 97 stigum á þessu tímabili og þurfa til þess þá auðvitað að vinna alla 19 deildarleikina sem þeir eiga eftir, útilokum það auðvitað alls ekkert í ljósi sögunnar! Það er engu að síður lítið núna sem gefur til kynna að það sé líklegt jafnvel þó að þeir séu að endurheimta Kevin De Bryune. Stigasögnun núna í fyrri umferðinni er sú næstversta hjá City síðan Guardiola tók við.

Miðað við sömu eða sambærilega leiki sem City er búið að spila á þessu tímabili er þeir með 21% verri stigasöfnun núna en á síðasta tímabili. Það eru -12 stig en þeir voru svosem ekki líklegir til að bæta árangur sinn frá því í fyrra í sömu leikjum enda náðu þeir 52 stigum þar!

Af þeim sömu eða sambærilegu leikjum sem City á eftir í vetur fengu þeir 37 stig á síðsta tímabili.

Eins er spurning hvaða áhrif það hafði á Man City að vinna allar keppnir á síðasta tímabili og fara alla leið í Meistaradeild og bikar samhliða nokkuð spennandi tímabili í deildinni lengst af. Er hungrið minna milli ára núna og er hópurinn þreyttari líkamlega/andlega líkt og stundum gerist og virtist klárlega eiga við um Liverpool á síðsta tímabili?

Þeir eru með 40 stig núna sem auðvitað gera 80 stig ef þeir halda sömu stigasöfnun áfram eða 87 stig nái þeir í sín dæmigerðu 47 stig í seinni umferð tímabilsins. Til að jafna það þarf Liverpool nokkurnvegin að endurtaka fyrri umferð tímabilsins og mögulega bæta sig örlítið

Staðan á liðunum 

Auðvitað þarf að gera ráð fyrir Aston Villa, Arsenal og Tottenham líka í titilbaráttunni, þessi lið eru öll í seilingarfjarlægð og falli spilin þannig með þeim geta þau öll unnið mótið. Liverpool og Man City eru engu að síður einu liðin sem hafa actually gert það undanfarin ár og þó Liverpool hafi ekki unnið 2019 og 2021 var það helvíti mikið betri atlaga að titlinum en þetta sem Arsenal bauð uppá í fyrra. Raunar var það líka miklu betri stigasöfnun en hjá Arsenal liðinu sem fór taplaust í gegnum deildina árið 2004 svona til að setja þetta í samhengi.

Liverpool er búið að “tapa” einum leik á þessu tímabili og hann hreinlega gat ekki verið meira svindl, magnað í raun að þau úrslit hafi fengið að standa. Þrátt fyrir það er tilfinningin að liðið eigi ennþá töluvert meira inni. Liðið er ennþá að vinna stóra leiki eins og Newcastle, Arsenal úti og Fulham í deildarbikar með 10-11 menn fjarverandi og hluti af þeim hópi eru Van Dijk, Matip, Robertson, Thiago, Szoboszlai og Salah! Það fer ekki nærri því nógu hátt í umræðunni hvað þetta er magnað vel gert.

Stjórar andstæðinga Liverpool keppast við það undanfarnar vikur að tala um hvað þetta Liverpool 2.0 lið sé orðið erfitt viðureignar og farið að minna á bestu lið Klopp.

Darwin Nunez einn og sér er að setja ný viðmið í að koma sér í færi og skora ekki úr þeim, hann er með fimm mörk en xG upp á 11,16. Hann ætti skv. þessu að vera búinn að skora 6 mörkum meira og gæti vel verið búinn að skora helmingi meira en það. Hann hefur oftast allra í deildinni skotið í tréverkið (5 skot) og næstur er Alexander-Arnold með þrjú skot. Eins er Nunez lang oftast rangstæður þar sem af er tímabili. Þetta getur vel byrjað að smella hjá honum og það er ekki eins og hann hafi verið einn um að misnota góð færi (eða vítaspurnur).

Núna í lok janúar ættum við að endurheimta Andy Robertson og jafnvel varamanninn hans (Tsimikas) líka sem væri eitt og sér talin gríðarleg styrking á venjulegu ári. Thiago og Bjacetic sem við höfum ekki ennþá séð í vetur bætast líklega líka við í byrjun næsta mánaðar sem stækkar hópinn umtalsvert, ekki síst í öðrum keppnum enda Liverpool að fara spila marga bikarleiki núna fram á vorið. Endo og Salah skila sér úr landsliðaverkefnum og Szoboszlai á ekki að vera mikið tjónaður. Alexander-Arnold skilar sér sömuleiðis vonandi strax í lok janúar.

Man City styrkist klárlega gríðarlega við að endurheimta hinn 32 ára gamla KDB en hvað bætir þessi hópur sem er að koma til baka hjá Liverpool liðið mikið? Hjá City núna er Stones sá eini sem er meiddur og hann kemur í lok mánaðar.

Hvað er mikið á tanknum hjá toppliðunum?

Eins er spurning með bæði leikmenn Arsenal og Man City hvort þeir eigi jafn mikið á tanknum í seinni umferðinni og Liverpool liðið ætti að eiga (með betri heppni meiðslalega)?

Svona er listi yfir þá 12 sem hafa spilað mest í deildinni hjá liðunum: 

Flestir lykilmanna Man City er nú þegar búnir að spila +70% af leikjum liðsins og eins megnið af Meistaradeildarleikjum tímabilsins, þeir eru með níu leikmenn sem hafa spila rúmlega 70% Þarna eiga þeir auðvitað KDB alveg inni en auk þess eru t.d. Doku, Grealish og Stones ekki á þessum lista yfir þá tólf sem spilað hafa mest.

Arsenal er með 8 leikmenn sem hafa spilað rúmlega 70% af mótinu og sá níundi (67%) er vinstri bakvörðurinn sem hefur aðeins verið frá undanfarið. Saliba, Rice, Odegaard og Saka eru líka máttarstólparnir í Meistaradeildinni og verða það eftir áramót, þeir spiluðu líka bikarleikinn gegn Liverpool. Arsenal var með 16 stigum minna eftir seinni umferðina á síðasta tímabili og spilamennska þeirra um þessar mundir gefur aðeins til kynna að leikjaálagið er farið að taka aðeins í hjá þeim. Breiddin fyrir utan þessa 12 er eins ekki jafn ógnveknandi og það sem City er með.

Liverpool er með fimm leikmenn sem hafa spilað meira en 70% af deildarleikjum liðsins í vetur og enginn þeirra spilar mikið í deildarbikar eða Evrópudeildinni.

  • Konate er bara búinn að spila 49% af tímabilinu, okkar besti miðvörður undanfarnar vikur
  • Það eru ellefu leikmenn búnir að spila meira en Robertson fyrir Liverpool í vetur!
  • Jones, Jota, Endo, Graverberch, Thiago og Elliott eru meðal þeirra sem komast ekki á blað yfir 12 leikjahæstu menn í vetur það sem af er tímabili.

Miðað við spilaðar mínútur ætti Liverpool liðið að eiga töluvert eftir á tanknum eftir áramót og Klopp hefur sýnt að hann er góður að dreifa álaginu yfir allt tímabilið til að eiga nóg eftir fyrir endasprettinn.

  • Markið
    • Fyrir utan einn leik í FA Cup og einn í Evrópudeildinni er Alisson bara búinn að spila deildarleiki í vetur. Hann missti af tveimur vegna meiðsla og annar þeirra er auðvitað leikurinn sem Liverpool fékk á sig flest mörk í deildarleik í vetur
  • Vörnin
    • Van Dijk missti af 240 mínútum vegna rauða spjaldsins gegn Newcastle og er enn á ný auðvitað einn helsti lykillinn að því að Liverpool nái árangri í vetur.
    • Konate hefur bara spilað helminginn af deildarleikjunum en öllu meira í öðrum bikarleikjum. Eins og hann er að spila núna er ekki hægt að hafa hann á bekknum í stóru leikjunum.
    • Liverpool hefur svo eignast nýjan alvöru miðvörð sem ekki var búist við í Quansah, hann er líklega að fara spila alla bikarleikina á næstunni og eflaust töluvert í Evrópu líka.
    • Joe Gomez er svo að spila sinn langbesta fótbolta síðan hann var við hliðina á Van Dijk árið sem við náðum 99 stigum. Hann hefur verið hinn raunverulegi arftaki Milner sem vara bakvörður beggja vegna en ætti að fara losna mun meira í sitt besta hlutverk á næstunni með endurkomu allra bakvarðanna, bókstaflega allra.
    • Þessi staða var mesta áhyggjuefnið fyrir tímabilið og Liverpool er klárlega brothætt ennþá en mikið rosalega hafa þeir stigið upp frá síðasta tímabili. Konate og Gomez eru svosem ekki vandamál þegar þeir eru heilir, það var ekki vesenið…
  • Bakverðir
    • Conor Bradley er vonandi að sýna að hann getur gefið Trent smá cover í bakvarðarstöðunni því Trent hefur ekki haft neina samkeppni í 3-4 ár núna. Eins gæti innkoma hans gefið Klopp tækifæri stundum til að færa Trent framar því hann er líka einn besti miðjumaður deildarinnar.
    • Tsimikas hefur fengið tækifæri í vetur til að sýna að hann getur veitt cover fyrir Robertson og gerði það vel þegar hann var kominn í smá leikæfingu. Miklu miklu betri en maður óttaðist þegar Robertson meiddist.
  • Miðjan
    • Szoboszlai og Mac Allister þurftu að smella strax frá byrjun því að breiddin á miðjunni var bara ekki nógu góð fyrir áramót. Heilt yfir hafa þeir sannarlega gert það þó báðir eigi augljóslega helling inni ennþá. Mac Allister hefur lítið sem ekkert spilað sína bestu stöðu sem dæmi. Þeir eru himin og haf mikið betri en þeir leikmenn sem þeir eru að leysa af frá síðsta tímabili.
    • Curtis Jones og Harvey Elliott komast hvorugir á blað yfir þá tólf leikmenn sem hafa spilað mest í deildinni það sem af er tímabili. Jones hefur aðeins spilað tvo leiki frá upphafi til enda. Þarna á Liverpool gíðarlega mikið inni ennþá því Jones er búinn að festa sig í sessi sem lykilmaður og spilar þegar hann er heill. Hann var að spila mun meira sem dæmi síðustu 10 leiki síðasta tímabils. Á móti er Jones búinn að spila meira í Evrópu og deildarbikar en hann hefur gert í deildinni og sama á við um Elliott.
    • Gravenberch og Endo komu á lokadögum leikmannagluggans, fengu ekkert undirbúningstímabil hjá Klopp og eru ekki heldur á meðal þeirra 12 sem spilað hafa mest. Það mun breytast þegar líður á tímabilið því Endo er búinn að aðlagast deildinni og nálægt því að vera lykilmaður á miðjunni. Gravenberch á hinsvegar (vonandi) mikið inni og verður meira í bikarkeppnunum haldi hann áfram að spila með þessum hætti núna í seinni hlutanum.
    • Thiago og Bajcetic eigum við svo alveg inni líka, Thiago er stærsta nafnið af þessum miðjumannahópi og ætti ennþá að vera meðal bestu miðjumanna í deildinni. Mikilvægi hans hefur blessunarlega minnkað með tilkomu nýrra leikmanna en komist hann í stand er hann mjög góð viðbót fyrir komandi átök. Bajcetic hef ég mun minni væntingar til á þessu tímabili þó hann sé vissulega eitt mesta efni félagsins ef horft er til framtíðar. Efa að hann komi mikið við sögu úr þessu ef lykilmenn haldast ágætlega heilir.
    • Bobby Clark er svo miðjumaður sem er mjög liklegur til að vera nógu góður til að vera sá næsti sem kemur upp úr akademíunni. Hann er búinn að vera meiddur í meira en ár en er að koma til baka núna loksins. Ekki á þessu tímabili nema svona rétt til að fá smjörþefinn en klárlega á næstu 1-2 árum.
  • Mörk frá miðsvæðinu 
    • Klopp hefur frá því hann tók við Liverpool verið meira með vinnuhesta á miðsvæðinu en skapandi leikmenn sem skora sinn skerf af mörkum. Alltaf þegar Klopp reyndi að kaupa leikmann sem verður ekki sjóveikur fyrir framan miðju meiddist viðkomandi út ævina. Eins breytti hann miðjumanni eins og Wijnaldum sem sannarlega getur skorað í duglegasta mann í heimi því það gagnaðist liðinu betur. Erfitt að gagnrýna þetta mikið í ljósi árangurs en engu að síður hefur miðjan hjá Liverpool komið að of fáum mörkum. Liverpool 2.0 verður vonandi ekki þannig.
    • Það sem af er þessu tímabili eru miðjumenn Liverpool búnir að skora 6 mörk í deildinni það sem er eða það sama og miðjan afrekaði allt síðasta tímabil. Eins hafa 5 stoðsendingar komið frá miðsvæðinu en voru 7 allt síðasta tímabil. (Elliott og Jones skoruðu btw 4 af þessum 6 mörkum frá miðjunni á síðasta tímabili!)
    • Af þeim 43 mörkum sem liðið er búið að skora í vetur hafa miðjumenn liðsins skoraði 14% sem er á svipuðu róli og miðjumenn Liverpool voru að gera 2021-22 (15%)
    • Þarna eigum við helling inni, Szoboszlai hefur ekkert sýnt af sínum hæfileiki í föstum leikatriðum, Mac Allister er að spila sem djúpur miðjumaður og Jones og Elliott hafa lítið spilað í deildinni í vetur.
  • Sóknarmenn
    • Salah er í bestur í heimi mode á ný á þessu tímabili, 14 mörk og 8 stoðsendingar og innstæða við töluvert meiru. Ný miðja og fjórir góðir sóknarmenn með honum skapa líka miklu meira pláss fyrir hann en t.d. á síðsta tímabili.
    • Darwin Nunez á svo mikið inni að það er fáránlegt en er engu að síður svo mikilvægur nú þegar. Hann er með 5 mörk og 6 stoðsendingar, hann hefur bætt varnarleikinn gríðarlega og tekur mjög mikið til sín af varnarmönnum andstæðinganna og hleypir leikjum upp þó hann skori ekki alltaf sjálfur. Innkoman gegn Fulham var frábært dæmi.
      • Ef við horfum til allra keppna þá hefur Darwin Nuñez komið að 18 mörkum í vetur. Það er meira en Gabriel Jesus og Martinelli samanlagt og það er líka meira en Bruno Fernandes og Hojlund samanlagt. Samt eru stuðningsmenn þessara liða að gera grín að honum. Why?
    • Diogo Jota er bara búinn að spila 30 mínútur í deildinni síðan Liverpool mætti Man City í lok nóvember. Hann er að sýna núna hvað það er dýrt þegar hann er meiddur.
    • Diaz er að nálgast það form sem hann var í þegar Liverpool keypti hann
    • Gakpo fer svo aðeins undir radar, hann er með 9 mörk og 3 stoðsendingar í ca. 16 leikjum miðað við mínútufjölda. Nokkuð gott sérstaklega í ljósi þess að hann er að skipta milli þess að spila á miðjunni, frammi, eða báðum vængjunum og aldrei fastamaður í byrjunarliðinu.
    • Sóknarlínan er háð því að miðjan sé í lagi fyrir aftan þá. Það var augljósa vandamálið á síðstatímabili og við höfum séð kafla í vetur þar sem miðjan lenti undir og þá skrúfast alveg fyrir sóknarleikinn. Það sem hefur verið spennandi við leikina núna í kringum hátíðarnar er að manni finnst Gegenpressu fótboltinn smátt og smátt vera koma aftur. Ef við þvingum fram nóg af mistökum ofarlega á vellinum er sóknarlínan meira en nógu góð til að klára rest.

Næstu vikur

Það er ekki langt síðan Arsenal var nokkuð örugglega að fara sigla titlinum í hús og ljóst að þetta getur verið jafn fljótt að breytast hjá okkar mönnum. Það er ekki eðlilegt hvað liðið er að gera gott mót miðað við meiðsli en þetta getur alveg kostað á endanum.

Það er mjög mikilvægt að liðið komi af fullum krafti úr sólinni í Mið-Austurlöndum og klári erfitt Bournemouth lið. Það er leikur sem Liverpool tapaði á síðasta tímabili.

Skömmu eftir það er seinni leikurinn við Fulham og líklegt að Klopp breyti hópnum aftur umtalsvert jafnvel þó fleiri verði komnir til baka úr meiðslum. Bikarleikur gegn Norwich eða Bristol á að gefa tækifæri til að skipta nánast alveg út byrjunarliðinu svipað og gert hefur verið fyrir áramót.

Fari Liverpool í gegnum þessa bikarleiki verða bikarleikir einu aukaleikirnir í febrúar því Evrópudeildin fer ekki aftur að stað hjá okkar mönnum fyrr en 7.mars

Man City á hinsvegar í febrúar framundan bikarleik gegn Tottenham og tvo Meistaradeildarleiki ofan í alls ekkert gefnis leikjaprógramm í deildinni.

Game on

Því meira sem maður skoðar undirliggjandi tölur, leikaprógramm liðanna núna eftir áramót og þróun milli ára er erfitt að sjá hvernig þetta tímabil er ekki algjörlega GAME FUCKING ON hjá okkar mönnum.

  • Liverpool fékk 25 stigum minna milli ára 2022 og 2023, fór úr 92 stigum í 67 stig. Okkur vantar 22 stig núna til að jafna síðasta tímabil!
  • Milli ára 2021 og 2022 vann Liverpool liðið upp 23 stiga mun og eina sem gert var milli ára var að endurheimta menn úr meiðslum. Liðið fór samhliða í úrslit í öllum öðrum keppnum líka.
  • Þetta Liverpool fékk 42 stig fyrir áramót og það eru ansi mörg af þeim 15 stigum sem liðið náði ekki sem hægt er að svekkja sig á að hafa ekki klárað. Liverpool getur vel endurtekið leikinn og jafnvel bætt um betur.
  • Þau þrjú tímabil sem Liverpool hafa veirð í titilbaráttu hefur liðið náð meira en 42 stigum í seinni umferðinni.

Eins og staðan er í dag held ég að lögmálð eigi enn við, það lið sem endar fyrir ofan Man City vinnur deildina og eins og tímabilið er að spilast er Liverpool líklegast til að hafa burði til að fara með þeim alla leið.

Eina sem ég bið um er að Liverpool haldi svipuðum dampi eftir áramót og gefi helst aðeins í og a.m.k. bjóði City upp í þannig dans að þeir þurfi aftur 2018-19 stigasöfnun til að vinna deildina.

15 Comments

  1. Sælir félagar

    Takk fyrir þessa yfirferð Einar Matthías og tölfræði, hún er mögnuð og sýnir svart á hvítu að titilvonir eru ekki úr lausu lofti gripnar. Það lítur út fyrir að Liverpool vanti ekkert til að vinna deildina nema fá meiðslalistann minnkaðan. Það má að nokkru leyti til sanns vegar færa. Þó er ég á því að við þurfum að fá einn varnartengilið með Endo (Maca) einfaldlega til að Maca geti spilað í sinni bestu stöðu núna í vetur og vor. Þá fengi liðið ennþá meira frá miðjunni í öllum leikjum en liðið er að fá núna. Við þurfum ekki að hafa áhyggjur af M. City heldur eingöngu af okkur sjálfum. Þannig gæti Bournemouth leikurinn verið bananahýði þar sem liðið okkar spilar stundum langt undir getu eftir svona frí og afslöppun.

    Það er nú þannig

    YNWA

    12
  2. En er ekki alltaf verið að kalla eftir því að Trent fari á miðjuna ?
    Þá þarf varla enn einn miðjumanninn, er það ?
    Trent að spila sem djúpur playmaker og ef hann spilar þar með Jones, Szobozlai, Mac Allister, Endo, Thiago, Elliot eða Gravenbergh þá held ég að Það verði erfitt að réttlæta kaupin á enn einum á miðjuna.
    Fá bakvörð í janúar og þá tel ég okkur í toppmálum.
    Þessi hópur er virkilega flottur en við erum rosalega þunnir í vörninni og megum ekki við neinu áfalli þar.

    6
    • Persónulega myndi ég klárlega vilja nýjan miðjumann í hópinn (DMC) en sé það enganvegin gerast í janúar. Ef að Trent verður færður vona ég að hann verði þá meira í Gerrard hlutverki með miklu meira frelsi frekar en DMC varnarryksuga. Svipað lögmál og að Man City spilar KDB ekki sem djúpum miðjumanni.

      Satt að segja held ég að Trent verði bara áfram bakvörður enda nýtast kraftar hans geggjað vel þar þrátt fyrir oft á tíðum galna umræðu um hann, hann er svo gott sem búinn að endurskilgreina starf bakvarða í fótbolta. Alvöru DMC hjálpar honum líka mjög varnarlega eins og við erum að sjá í þessum leikjum sem Endo hefur verið að spila.

      Eins gæti ég trúað að félagið hafi þannig trú á Bajcetic að hann sé hugsaður sem aðalliðsmaður í þessu liði á næstu árum, hans staða er aftast á miðjunni.

      12
  3. Flottur pistill. Hló upphátt að þessu:

    „Alltaf þegar Klopp reyndi að kaupa leikmann sem verður ekki sjóveikur fyrir framan miðju meiddist viðkomandi út ævina.“

    Seinheppni Klopp, eins of þegar hann braut gleraugun og týndi giftingarhringnum í fagnaðarlátum. En það er þó mun meira af meistaratöktum hjá honum en seinheppni.

    9
  4. Viðsnúningurinn!

    Fyrir ári síðan bað Jürgen Klopp stuðningsmennina afsökunar eftir 3-0 tap gegn Brighton. Frammistaða liðsins hafði verið svo hræðileg í janúar að það var kallað eftir afsögn Þjóðverjans úr mörgum áttum. 12 mánuðum síðar gætu andstæðurnar ekki verið meiri.

    “ Mjög skipulagt lið gegn óskipulögðu liði. Þetta var slæmt. Mjög slæmt. Þetta var hræðilegt að sjá, sagði Klopp.”

    Þegar hann sagði þetta var stjórinn að takast á við sína stærstu kreppu á tíma sínum hjá Liverpool. Liðið var 16 stigum á eftir toppliði Arsenal í deildinni og sú staðreynd að þrátt fyrir viku undirbúning áttu þeir ekki möguleika gegn Brighton Hið aldraða miðvarðartríó Jordan Henderson, Fabinho og Thiago voru að að niðurlotum komnir og brottgengir og vörnin var óskipulögð.

    Útbreiddar og háværar kröfur um breytingar og stjóraskipti sem fylgdu í kjölfarið hafa nú 12 mánuðum síðar endanlega verið þaggaðar niður. Munurinn frá því til þessa er ótrúlegur. Liverpool er í efsta sæti úrvalsdeildarinnar, er með annan fótinn í úrslitaleik deildabikarsins á Wembley, er komið í fjórðu umferð FA bikarsins og okkur á eftir að hlakka til umspils í Evrópudeildinni í vor.

    Viðsnúningurinn hófst þegar í apríl þegar Klopp og þjálfarateymið komust að þeirri niðurstöðu að nýjar taktískar lausnir væri leiðin fram á við. Trent Alexander-Arnold var úthlutað blendingshlutverkinu sem hann gegnir enn þann dag í dag með frábærum árangri, hlutverkið þar sem hann spilar sem varnarsinnaður hægri bakvörður og stígur svo upp á miðjuna þegar liðið sækir með boltan. Úrslitin fóru batnandi en nægðu ekki til að koma í veg fyrir vonbrigðin sem fylgdu því að missa af spili í Meistaradeildinni. Klopp og Co. lögðu þó vonbrigðin fljótt til hliðar. Þeir stóðu frammi fyrir annasömu sumri með endurbyggingu á miðjunni sem aðalmarkmið. Henderson, Fabinho, James Milner, Naby Keita og Alex Oxlade-Chamberlain hurfu á brott – inná komu Alexis MacAllister, Dominik Szoboszlai, Wataru Endo og Ryan Gravenberch. Stjórinn byrjaði snemma að tala um ‘Liverpool 2.0′, það var ljóst að hann vildi byrja upp á nýtt og þegar á undirbúningstímabilinu virtist vera neisti í honum sem vantaði á síðasta tímabili.

    Nýja útgáfan af rauðklædda liðinu hefur þegar þurft að takast á við áskoranir eins og langan meiðslalista, rauð spjöld og VAR-deilur. Ungir hæfileikamenn eins og Jarell Quansah og Conor Bradley eru að skila sínu eins og þeir hafi verið í liðinu í mörg ár, nýir leikmenn hafa hrifið og lykilmaður eins og Virgil van Dijk hefur fundið sitt gamla toppform og er nánast endurfæddur eftir að hann fékk fyrirliðabandið sl. sumar. Afsökunarbeiðni Klopps eftir leikinn í Brighton er nú kátbrosleg. Nú er karismatíska brosið hans komið aftur og einnig einkennandi framkoma hans eftir sigurleiki þar sem hann rekur handlegginn og hnefann í loftið fyrir framan stuðningsmennina sem svara á móti með gleðihrópum.

    Þegar í þriðju umferð tímabilsins spilaði liðið leik sem breytti miklu og sem líta má á sem upphafið að nýrri liðsuppbyggingu Klopp. Eftir hálftíma leik á St. James’ Park tók Newcastle forystuna og Van Dijk var rekinn af velli. Tap virtist nánast óumflýjanlegt. Klopp hafði annað í huga. Hann breytti í 4-4-1 leikkerfi sem skapaði mikil vandamál fyrir heimamenn að nýta sér að vera manni fleiri á vellinum. Svo komu skiptingarnar. Diogo Jota og Harvey Elliott komu inná með ferska fætur sem hjálpaði Liverpool að klífa hærra upp völlinn. Nokkru síðar varð sóknarþunginn enn meiri þegar Darwin Nunez var skipt inná. Framherjinn skoraði 2 mörk með stuttu millibili og tryggði okkur sigur.

    Svipuð atburðarás átti sér stað á útivelli gegn Tottenham mánuði síðar. Enn og aftur voru þeir marki undir eftir hálftíma leik auk þess sem löglegt mark var dæmt af Liverpool vegna fordæmalausrar VAR-villu. Liverpool var breytti í sama leikkerfi og gegn Newcastle. Þeir urðu traustir varnarlega og fengu næg sóknarfæri til að jafna í gegnum Cody Gakpo fyrir leikhlé. Staðan varð þó enn snúnari í seinni hálfleik þegar Jota fékk tvö gul spjöld og neyddist til að fara af velli. Klopp myndaði fimm manna bakvarðarlínu sem í langan tíma leit út fyrir að halda og tryggja gríðarlega glæsilegt stig – hreinsun í eigið mark af Joel Matip á lokasekúndunum gerði það að verkum að leikurinn tapaðist. Viðbrögð Klopp og taktískt frumkvæði hans var áhrifamikið.

    Fjölhæfur leikmannahópur !

    Klopp hefur yfir að ráða leikmannahópi sem getur auðveldlega breytt um stöður . Sóknarleikmennirnir geta auðveldlega skipt um stöður innbyrðis, það sama á við á miðjuna og vörnina og hefur ekki síst Joe Gomez sýnt að hann getur spilað hvar sem þess er krafist.

    Dæmi um hvernig Klopp nýtti sér þetta má finna í útileiknum gegn Wolverhampton. Liverpool hafði verið í miklum vandræðum í fyrri hálfleik og varð stjórinn til að bregðast við því. Mac Allister, sem var ekki líkur sjálfum sér eftir að hafa mætt seint eftir landsliðsspil með Argentínu, var skipt út fyrir Luis Diaz. Í seinni hálfleik myndaðist 4-2-4 uppstilling þar sem Curtis Jones og Szoboszlai þurftu einir að taka ábyrgð á miðjunni, sem þeir gerðu til fyrirmyndar. Breytingarnar lögðu grunninn að viðsnúningi í 3-1 sigur. Annað dæmi er hvernig Klopp notaði Alexander-Arnold í 4-3 spennutryllinum gegn Fulham í byrjun desember. Fulham náði vissulega forystunni stuttu eftir að Englendingurinn var færður upp á miðjuna en þegar Wataru Endo kom inn á af bekknum myndaðist jafnvægi sem gerði viðsnúninginn kleifan.

    Fjölhæfni leikmannahópsins gefur Klopp möguleika að breyta byrjunarliði sínu meira en nokkurt annað úrvalsdeildarlið gerir. Hingað til hefur hann gert sex breytingar að meðaltali í leik, samanborið við 3,1 á síðasta tímabili. Liverpool er liðið sem hefur skorað flest mörk allra úrvalsdeildarliða á þessu tímabili. Leikmennirnir sem hafa komið inn á af bekknum hafa komið við sögu í 30 mörkum bæði með mörkum eða stoðsendingum – það er nú þegar betra en þau 24 mörk sem skoruð voru á öllu síðasta tímabili þar sem varamenn komu við sögu.
    Svo nýlega sem á sunnudag sýndi Klopp sönnun fyrir árangursríkri notkun á bekknum sínum. Í fjarveru Mohamed Salah tók Harvey Elliott stöðu hans í sókninni gegn Arsenal. Það fór ekki alveg eins og til stóð þar sem Liverpool átti í miklum vandræðum með að skapa sér marktækifæri í fyrri hálfleik. Í leikhléi var Elliott færður niður á miðjuna, Gakpo upp á miðsvæðið í sókninni og Nunez steig út til vinstri. Þessi breyting skerpti sóknina og þegar Jota kom síðan inná af bekknum tryggði hann sigurinn endanlega með stoðsendingu á Diaz
    Í undanúrslitum deildarbikarsins gegn Fulham á miðvikudaginn var gerð önnur tilraun með Elliott hægra megin. Liðið náði sér ekki heldur á strik í þetta sinn í sókninni og Klopp snéri sér að bekknum og gerði breytingar. Gakpo og Nunez sem komu inn á. 4-3-3 uppstillingin varð 4-2-4 og Nunez aðstoðaði í 1-1 marki Curtis Jones áður en hann sjálfur gerði það sama fyrir Gakpo sem skoraði sigurmarkið.

    Þegar á síðustu leiktíð gerði Klopp 4,5 skiptingar í leik (talan á þessu tímabili er 4,4), en nú hefur hann til ráðstöfunar hóp með mikla breidd og getur hann því gert breytingar sem virka og skaða andstæðinga andstætt því sem var í fyrra. Nunez er öflugasti varamaðurinn með þrjú mörk og fjórar stoðsendingar og Jota rétt á eftir honum með þrjú mörk og tvær stoðsendingar. Elliott hefur átt þátt í mikilvægum mörkum þegar hann gerði sigurmarkið gegn Crystal Palace og aðstoðaði Diaz við jöfnunarmarkið gegn Luton.
    Eftir sigurinn á Fulham á miðvikudaginn sagði Curtis Jones fram að andstæðingurinn þyrði ekki annað en að pakka í vörn þegar Liverpool væri með boltann – eitt mistak í pressunni og þeir rauðu eru búnir að skora. Margir þjálfarar kjósa því að gera einmitt það sama pakka í vörn og beyta skyndisóknum. Sean Dyche gerði það með Everton í fyrsta Merseyside derby tímabilsins. Í klukkutíma hafði Liverpool reynt, aftur og aftur og án árangurs, að finna þessi gat í vörn Everton. Klopp valdi að bregðast við með taktískri breytingu með því að auka sóknarþungann. Kostas Tsimikas var skipt út fyrir Nunez og framherjinn Diaz færður í vinstri bakvarðarstöðuna. Miðsvæðis drógu Nunez og Jota að sér svo mikla athygli að vinstri kanturinn opnaðist fyrir Kólumbíumanninn sem var ekki seinn að nota tækifærið sem skapaðist og gerði tilkall til vítaspyrnu eftir að hafa verið felldur af Nathan Patterson, en dómarinn Craig Pawson var ekki sammála því. Bráðabirgða bakvörðurinn neitaði hinsvegar að gefast upp og tveimur mínútum síðar fór hann inn í vítateiginn og skallaði fyrirgjöf sem fór í höndina á Michael Keane. Að þessu sinni var dæmd vítaspyrna sem Mohamed Salah skoraði úr 1-0 sem hann sjálfur síðan jók í 2-0 .

    Leiktímabilið 2023/24 er aðeins hálfnað. Klopp er genginn í endurnýjun lífdaga og virðist vera að hitta í mark í flestu því sem hann gerir með sínu ‘Liverpool 2.0’ . Þetta lofar svo sannarlega góðu fyrir seinni hluta tímabilsins.

    38
    • Glæsileg samantekt og engu er við hana að bæta!

      Nú vonar maður bara að Afcon blúsinn endurtaki sig ekk hjá Salah. Megi hann snúa heim aftur endurnærður í seinni hálfleikinn. Með sama hætti vonum við að Endo skili sér heill heim (og sem fyrst). Svo er það bara að halda áfram að bæta sig, koma á óvart og landa sigrum.

      Þurfum ekki annað en að vinna rest og þá er þetta komið 🙂

      5
  5. Takk fyrir frábæran pistil Einar og skemmtilega yfirferð hjá Guðmundi hér fyrir ofan…..koma svo newcastle….

    2
  6. Newcastle féll á prófinu gegn City. Drógu sig til baka og pökkuðu í vörn í seinni hálfleik og reyndu að halda fengnum hlut sem má ekki gegn City. Hafa ekkert lært af öðrum liðum. Það verður að sækja gegn þeim eins og Aston Villa og Brentford gerðu. Aðeins þannig er hægt að vinna þá. City menn gengu á lagið og refsuðu þeim. Því miður fyrir Liverpool.

    6
    • Newcastle mennirnir voru bara búnir á því, Isak hljóp 14 metra síðustu 20 mínúturnar.

      Howe átti allan daginn að gera nokkrar skiptingar fyrir eða eftir jöfnunarmarkið.

      6
      • Trippier var alveg orðinn fótalaus og ekki í fyrsta skiptið í vetur. Átti Howe engann varamann á bekknum til að stoppa upp í vörnina?

        1
  7. Rodri á gulu spjaldi straujar leikmann Newcastle niður í vítateig Newcastle. Ekkert gert í því. Seinna vildi hann frá hornspyrnu og fór að rífast við dómarann og steytti hnefann. Ekkert gert í því. Það er ekki sama Jón eða séra Jón.

    7
  8. Eiginkona John Henry var víst meðal þeirra sem þurftu að yfirgefa hótel Bláa lónsins í skyndi í nótt. Víða leynast Liverpool þræðir.

    4
  9. Þar kom að því. Kvívin Kelleher má fara frá Liverpool, segja fréttir. Verð 20 milljón pund.

    1
    • Held að þetta gæti í sjálfu sér bara verið gott fyrir alla aðila. Hann þarf spilatíma, og fær bara takmarkað að spila hjá Liverpool á meðan Alisson er kóngurinn í sínu ríki. Bara spurning hver tekur við sem markvörður nr. 2. Er Pitaluga nógu þroskaður? Verður Harvey Davies kallaður til baka úr láni? Gleymum svo ekki hver var varamarkvörður tímabilið 2019-2020 og spilaði talsvert af leikjum…. ADRIAAAAANNNNN!!!

      3

Liverpool – Fulham leikskýrsla

Leikmenn úr akademíunni