Ekki lengur gáfaðari en andstæðingurinn

Samkeppnisforskot FSG í bæði hafnabolta og knattspyrnu var að vera gáfaðari en andstæðingurinn.

John W Henry og aðrir eigendur FSG fundu ekkert upp á þessari svokölluðu Moneyball aðferðarfræði en þeir hafa sannarlega tileinkað sér hana og þróað með frábærum árangri. Bæði Boston Red Sox og Liverpool bundu enda á áratuga titlaþurrð þrátt fyrir að eyða ekki nærri því jafn miklu í leikmannakaup og helstu keppinautar. Liverpool átti ekki ósvipað tímabil 2014 og Arsenal er að eiga núna og var hársbreidd frá því að taka titilinn þá en mikilvægasta skrefið var ráðning Jurgen Klopp og hans þungarokks fótbolta. Hans hugmyndafræði gengur út á að þróa og móta unga og hungraða leikmenn frekar en að treysta á eldri og reyndari leikmenn, sama átti við um FSG.

Er því að undra er maður spyr sig hvað í fjandanum gerðist? Afhverju eru allir sem gerðu Liverpool snjallari á leikmannamarkaðnum að fara frá félaginu og hvernig í veröldinni er Jurgen Klopp núna með átta af þeim fjórtán leikmönnum sem spilað hafa mest í vetur þrítuga eða eldri?

Verst er að bera Liverpool saman við Arsenal, það félag er rosalega líkt Liverpool liðinu fyrir 5-6 árum og þróun þeirra á leikmannamarkaðnum er klárlega eitthvað sem Liverpool ætti að skoða og það mjög fljótlega. Þá er ekki bara verið að horfa til þess að Arsenal er búið að eyða vel rúmlega helmingi meira í leikmannakaup undanfarin 4-5 tímabil en Liverpool heldur líka þróun á leikmannahópnum. Arsenal og (reyndar Man Utd) virkuðu svo miklu yngri, ferskari og hungraðari en Liverpool gerði gegn Chelsea í miðjumoðsslagnum um helgina að það var ógnvekjandi. Vissulega væri Arsenal í sömu vandræðum og Liverpool með 7-10 leikmenn viðverandi frá vegna meiðsla en þeir hafa líka unnið markvisst í því að losa þá leikmenn í burtu.

Arsenal vs Liverpool 2018/19 og 2022/23

Liverpool liðið tímabilið 2018-19 er líklega besta lið Liverpool frá upphafi, liðið náði 97 stiga tímabili og vann einhvernvegin ekki deildina þrátt fyrir það á sama tíma og Meistaradeildartitill kom í hús. Sumarið eftir var alls ekkert hamrað járnið meðan það var heitt á leikmannamarkaðnum og bókstaflega engum bætt við hópinn en það endaði samt með 99 stiga tímabili og titlinum. Á þessum tíma náði Liverpool m.a. 38 leikja run-i (feb 2019 til feb 2020) þar sem Liverpool náði 110 stigum af 114 mögulegum, galin tölfræði sem sýnir flugið sem liðið var fyrir Covid.

Nokkurnvegin svona var þetta frábæra lið og aldurssamsetning þess miðað við aldur á árinu 2019.

Meðalaldurinn í “byrjunarliðinu” var tæplega 27 ára og aldurssamsetningin allt að því fullkomin. Byrjunarliðið var nokkuð stöðugt heilt yfir tímabilið hvað meiðsli varðar þrátt fyrir gríðarlegt leikjaálag, allavega miðað við Liverpool. Enginn lykilmaður orðin þrítugur nema Milner (33 ára) og aðeins þrír aðrir í hópnum 30+ sem spiluðu lítið sem ekkert.

Alisson spilaði alla leikina, Trent og Robertson voru okkar mikilvægustu menn og spiluðu bróðurpart allra leikja í bæði deild og Meistaradeild og Van Dijk steig bókstaflega ekki feilspor. Hin miðvarðastaðan flaut á milli þriggja meiðslapésa, tveir af þeim eru ennþá hjá Liverpool núna fjórum árum seinna!

Miðjan var ekki stöðugri en það að Henderson og Fabinho náðu hvorugur 60% leikjanna en Wijnaldum spilaði 80% og Milner coveraði helminginn á móti þeim öllum á einhverju stigi.

Mané og Salah spiluðu allt tímabilið og Bobby tæplega 60% Origi lét þessar mínútur sem hann tók í stað Bobby svo sannarlega telja, mest þó í öðrum keppnum.

Liðið var nánast alveg án Keita og Ox, eitthvað sem er bara í alvörunni ennþá viðvarandi vandamál auk þess sem aðal meiðslahrúgur þess tíma (Sturridge og Lallana) voru að spila 15-30% og Shaqiri sem var litlu skárri líka. Frábært lið en rosalega lítil og brothætt breidd.

Í stað þess að viðhalda þessum meðalaldri eða jafnvel huga að því að yngja liðið upp með því að losa þennan veika bekk fóru þeir snjöllustu á leikmannamarkaðnum í þveröfuga átt.

Meðalaldur “byrjunarliðs” Liverpool það sem af er þessu tímabili er 28,9 ára og þar inni er t.a.m. ekki Henderson (33 ára). Ef að við bætum Konate og Diaz inn lækkar þetta um u.þ.b. hálft ár. Henderson fyrir Elliott og meðalaldur Liverpool í vetur er rúmlega 30 ára. Gjörsamlega galin þróun hjá liði sem á að spila Jurgen Klopp fótbolta. Meðalaldurinn í vetur er bara í alvöru 2-3 árum hærri en hann var 2018/19. Ef allt væri eðlilegt hefði maður haldið að markmiðið væri að yngja meðalaldurinn eða í það minnsta viðhalda honum.

Það eru ennþá þrettán leikmenn hjá Liverpool sem voru í liðinu 2019 og núna eru sjö lykilmenn þrítugir eða eldri og þrír til viðbótar í hóp og spila allir nokkuð stór hlutverk. Einn til viðbótar er svo 29 ára á árinu. Þetta er augljóst merki þess að Gullaldarliði Liverpool fékk að eldast saman, hverjum svosem því er að kenna og það trikk gat ekki gengið endalaust.

Liverpool er búið að eyða €140m nettó undanfarin fjögur tímabil á móti €470m hjá Arsenal (með Trossard). Auðvitað hefur það áhrif en hluti af þeir fjárhæðum sem Liverpool hefur haft úr að moða hefur farið í stóra samninga við leikmenn sem eru bara ekki að skila í samræmi til baka inni á vellinum.

Aldur Fabinho og Henderson eru ekkert eina skýringin á hruni þeirra á þessu tímabili, aldur Curtis Jones, Jota, Keita, Ox, Gomez o.s.frv skýrir enganvegin afhverju þeir eru alltaf meiddir. En Keita, Ox og Gomez voru allir leikmenn Liverpool sumarið 2018 og hafa verið á meiðslalista meira og minna síðan. Afhverju eru þeir þarna bara ennþá?

Skoðum núna þróunina hjá Arsenal á sama tíma

Meðalaldurinn árið 2019 var um 27,5 ára hjá “byrjunarliði” Arsenal og sjö leikmenn í hópnum þrítugir eða meira. Spilaðar mínútur í deildinni sýna ágætlega hvernig meiðslavandræði félagsins voru og gengið var í takti við það. Helvíti margir þarna líka sem voru enganvegin að skila framlagi í samræmi við launin. Meðalaldur Liverpool liðsins sem spilað hefur megnið af þessu tímabili er ári eldri en þetta.

Núna fjórum árum seinna er staðan svona hjá Arsenal, minnir þetta ekki smá á undanfara þessa liðs sem Liverpool var með árið 2018/19?

Aðalástæða þess að Arsenal liðið virkar miklu ferskara, yngra og hungraðara en Liverpool liðið er vegna þess að það er það. Munurinn á meðalaldri er gjörsamlega galin og miðað við hver stjóri Liverpool er ætti þetta einmitt að vera öfugt.

Ekki bara er “byrjunarlið” Arsenal það sem af er þessu tímabili 25,6 ára að meðaltali þá hefur þetta lið spilað nánast óáreytt saman allt tímabilið. Jesus sem núna er á meiðslalistanum hefur alveg spilað 72% af tímabilinu, einu lykilmaðurinn sem hefur verið frá er Emile Smith-Rowe.

Auðvitað er meðalaldurinn ekkert eina ástæðan fyrir frábæru gengi núna, þetta er frábært lið sem er líka búið að setja í um €470m nettó undanfarin fjögur ár en það kemur ekkert á óvart að þeirra lykilmenn eru að spila mun nær 80-100% af leikjum liðsins samanborið við Liverpool liðið þar sem þrír leikmenn hafa spilað meira en 80% og einn af þeim er komin í langtímameiðsli núna.

Hjá Arsenal eru bara þrír leikmenn eftir úr hópnum frá 2019 og tveir af þeim eru Elneny og Holding. Xakha sem er 31 árs er svo að sýna að aldurinn er ekki allt í þessu, hann hefur aldrei verið betri hjá Arsenal. Hluti af vandamáli Liverpool núna sem hefur áhrif á hungrið er líka að liðið er búið að vera of lengi saman?

Með því að skoða þetta og bera saman er alls ekki verið að halda því fram að meðalaldurinn hjá byrjunarliði sé það eina sem skipti máli eða séu á neitt hátt heilög vísindi. Það eru til dæmi um helling af frábærum liðum sem voru nálægt Liverpool liðinu núna í meðalaldri. Ekkert þeirra réði samt við að spila Gegenpressing fótbolta. Það er stóra vandamálið.

Leikmannakaup er annað dæmi er það sem komið var inná í síðustu viku varðandi bilið sem hefur myndast milli Liverpool og hinna stóru liðanna á leikmannamarkaðnum. Það verður ógnvekjandi mikið stærra með hverjum deginum um þessar mundir.

Þessi þróun ásamt öðrum dæmum finnst mér sýna að Liverpool hefur alls ekki verið nokkurn skapaðan hlut snjallari á leikmannamarkaðnum en önnur lið á Englandi undanfarin ár. Öfugt við það sem hægt var að segja á árinum 2018-2020.

Framtíðin?

Sama hvernig því er snúið þá eru vandræði Liverpool á miðsvæðinu auk þess sem meiðslavandræði, sérstaklega sóknarmanna eru að ganga frá þessu tímabili.

Eins og staðan er núna er Liverpool vel sett í markinu, Alisson verður 31 árs á árinu en fyrir aftan hann er markmaður sem er að veita honum samkeppni.

Trent er á topp aldri og Ramsey verður vonandi gott cover/samkeppni fyrir hann. Robertson er hinsvegar 29 ára og Tsimikas er ekki nógu mikil samkeppni fyrir hann til framtíðar litið.

Van Dijk og Matip verða báðir 32 ára árið 2023 og varla erum við ennþá að treysta Joe Gomez? Það vantar mjög fljótlega alvöru miðvörð sem á endanum verði hugsaður með Konate. Hjá eðlilegu liði þarf ekki svona marga miðverði, Liverpool hinsvegar teystir endalaust á Matip og Gomez og enda því jafnan á að spila 5.-7. valkosti nokkra leiki á tímabili.

Á miðjunni er ekki framtíð í Keita, Ox, Milner og Henderson. Mjög fljótlega þarf svo að fara endurnýja Thiago og Fabinho. Þar fyrir utan er Elliott ekki miðjumaður og Jones er ekkert að springa út. Við skulum ekki tala um Arthur Melo!

Fyrir utan Bajcetic sem ennþá er nógu efnilegur er enginn miðjumaður hjá Liverpool sem ég myndi gráta að væri ekki hjá Liverpool í janúar 2024. Endurnýjun Wijnaldum, Henderson, Keita, Ox og Milner átti að hefjast eftir tímabilið 2019. Sá eini sem er farin af þeim hópi er gaurinn sem spilaði alltaf 80-90% leikjanna og sá eini sem komið hefur í staðin er Thiago sem nær 50-60% á góðum tímabilum. Þetta er fullkomlega fáránlegt og þetta skrifast ekki á eigendur félagsins heldur undirmenn þeirra hjá Liverpool.

Sóknarlínan er frábærlega mönnuð á pappír en það skiptir engu máli hvað þeir eru góðir ef þeir eru aldrei til taks. Salah er sá eini í sóknarlínunni og nánast í liðinu sem hægt er að treysta hvað heilsu varðar. Ekki að það sé ekki nokkur maður að tala um hann lengur sem besta leikmann í heimi. Guð minn góður nei, ekki í því formi sem hann hefur verið undanfarið ár eða svo.

Ef að Diogo Jota ætlar að detta í þennan Naby Keita Ox pakka þarf bara að taka ákvörðun fljótlega að losa hann burt, hann er búinn að vera meiddur allt tímabilið og þegar hann náði sér meiddist hann auðvitað aftur. Meiðsli Diaz fyrir HM voru gríðarlegt áfall en samt ekki jafn mikið og meiðsli hans (aftur) á meðan HM var í gangi! Bobby Firmino er enn einn sem meiddist smá en er miklu lengur frá en talið var. Hann hefur verið mikið fjarverandi undanfarin ár og leikkerfi liðsins saknar hans ekkert eðlilega. Réttast væri að kveðja núna þegar samningurinn rennur út en gefum félaginu þó það að breiddin er komin í sóknarlínunni og samkeppnin til að réttlæta það að semja við hann áfram.

Cody Gakpo virkar sem arftaki Divock Origi ef hann ætlar að spila svona áfram en gefum honum séns í Liverpool liði þar sem holningin er eitthvað í líkingu við það sem eðlilegt getur talist.

 

 

24 Comments

 1. Hvernig er það, er Liverpool komið með alvöru læknir ? Var hann ekki hættur sem var hjá okkur og við eiginlega bara með einhverja sjúkraliða ?
  Það virðist allt í kringum LFC vera í rjálsu falli bara, allir sem hafa eitthvað að viti gert á leikmannamarkaðnum farnir og chelsea að kaupa leikmenn hægri vinstri með því að nýta sér glufu í reglugerð UEFA og semja við þá til 7-8 ára og dreifa greiðslum fyrir kaupin á jafn langan tíma !
  Þessu á að breyta í sumar en ég vill bara að við nýtum okkur þetta NÚNA og semjum við Bellingham og einhvern annan góðann til 8-10 ára ! Kaupa hann á 100 millur plús og nýjir eigendur geta borgað helminginn !
  Liðið bara ÖSKRAR á yngri og ferskari menn á miðjunni sem geta hlaupið í 100 mínútur ! Núna í janúar, svo er hægt að gera frekari breytingar í sumar. TOPP 4 sætið er í húfi.

  8
  • Ok, fyrir fólk sem skilur ekki áhrif þess að selja leikmenn á móti kaupum á leikmönnum er Arsenal búið að kaupa leikmenn fyrir um 580m undanfarin fjögur tímabil á móti um 285m hjá Liverpool. Mismunur um 300 sem er meira en ef við tölum um nettó eyðslu sem er mun eðlilegra í samanburði.

   15
 2. Takk fyrir góðan pistil Einar,

  Margt áhugavert sem þarna kemur fram.

  Ég skil alveg áhrif þess að selja leikmenn á móti kaupum, en mér finnst samt ekki rétt að tala um nettó eyðslu. Ég hef áður útskýrt hversvegna

  Hvaða áhrif telur þú það hafa haft á liðið að selja þá leikmenn sem hafa verið seldir undanfarin ár ? Það hefur komið fram, að við gátum ekki haldið Mané. Hvaða leikmenn eru það sem við höfum selt, sem hafa þau áhrif að við setjum þann fyrirvara á tölur um leikmannakaup, að við viljum tala um nettó eyðslu ?

  Ef við hefðum bara haldið öllum sem hafa verið seldir síðustu 4 ár, að Mané undanskildum, og eytt eins og við höfum eytt, væri staða okkar eitthvað betri ? Þessir menn komust fæstir í liðið!

  Mér finnst þetta líka skrýtin framsetning á tölum um eyðslu Liverpool síðustu 4 ár.
  285 milljónir, getur það passað ?

  Við höfum eytt 235 milljónum síðan í feb 2021.
  Þá höfum við eytt nær 330 milljónum síðan í jan 2020.
  Èg ætla svo sem ekkert að standa og falla með þessum tölum, en þetta eru þær tölur sem gefnar eru upp hjá lfchistory.net

  Insjallah
  Carl Berg

  2
 3. Þetta með að vera. Gáfaðari en andstæðingurinn og kaupa bara unga leikmenn fellur um sjálft sig ef þetta er rétt með Kelleher.

  Hinn ungi Kelleher jafnvel seldur til að Liverpool geti safnað pening. Ég væri ekki hissa á því eg FSG opnaði “Gofundme” þráð með fyrirsögninni “Help to buy Bellingham”.

  Þetta er algjörlega til skammar. Everton hefur fengið á baukinn fyrir að vera einn af verst reknu klúbbum landsins og miðað við hvað FSG er að gera hjá Liverpool myndi ég setja þá á sama stað og Everton fyrir aðgerðarleysi. Everton eyðir þó pening!

  Annars tel ég að Arsenal sé með mun betri yngri leikmenn en Liverpool og sýnir það sig bara núna þegar þeir eru settir inn vegna skorts á nýju blóði. Það er ljótt að krítisera þessa krakka því þeir eru að gera sitt besta en þannig er boltinn. Þú ert dæmdur af velgengni og Arteta hefur gert frábæra hluti fyrir Arsenal og held að hann hafi ekki eytt miklu (hef ekki kannað það) vegna þess að hann hefur gullkistu af ungum leikmönnum sem hann hefur þjálfað upp á skömmum tíma.

  Klopp er sagður vera meistari í að móta unga leikmenn en ef hans aðferð er að kaupa ekkert og gefa krökkum sénsinn, þá er hann að fá falleinkunn frá mér. Hann hefur talað stanslaust um hversu góður hinn og þessi er. Gefið séns 1-2 leiki og svo hefur ekkert heyrst. Svo er sá næsti talaður upp og sama gerist. Það er ekkert að koma i gegn nema núna þegar þessi Stefán með öll þessi C í seinna nafninu er að koma inn. Ég tel að hann sé þarna af illri nauðsyn. Hann fær að spila þangað til við höfum klárað dósasöfnunina og/eða selt einhvern uppblásinn unglinginn á metfé.

  Þegar leikmenn eru við það að komast î liðip þá eru þeir seldir! Hvað með þann sem vip gáfum til Forest? Hann grátbað um fleiri leiki og átti það skilið. En Klopp var ekki snjallari en það að í staðinn fyrir að nýta hann oftar að þá fór hann í dósasöfnunina.

  Nú fer ég að hætta þessu væli en minni enn á að frá 2010 og til dagsins í dag hafa FSG eytt £300m í að kaupa klúbbinn. Allt annað sem komið hefur inn á þessum 13 árum hefur verið vel nýtt til að þurfa ekki að eyða sjálfir. Vel yfir 2 milljarðar punda bara með PREM og CL.

  Þessi aðferð er komin î þrot.

  7
  • Eftirnafn Stefans er Bajcetic (pabbi hans er Serbi). Það er borið fram Bæ-tjet-itsj.

   2
 4. Enn og aftur ertu að skauta fram hjá fílnum i herberginu Einar, Mótið er hálfnað og liðið er með fucking 29 stig. Líttu á hópinn ég og þú og fullt af öðru fólki spáði þessum hóp titlinum. Afsakanir endalaust veistu held það hafi verið M Jordan sem sagði ef þú tapar þá er það versta sem maður gerir að leyta af afsökunum, því miður finnst mér það loða allt of mikið við Liverpool og þá tek ég Klopp með í því. Afhverju alltaf að spá í net spend hjá öðrum afhverju spá í meiðslum hjá öðrum var ekki Chelsea með 10 manns á meiðsla lista núna? Það eru meiðsli hjá öðrum líka hvort þeir myndu ráða við ákveðið marga í meiðslum vitum við bara ekkert um. Nei Liverpool í heildina og Klopp I am looking at you þurfa að horfa inn á við allar heimsins afsakanir duga ekki fyrir að árangurinn sé ekki betri en þetta á þessu tímabili hingað til.

  3
  • Bara svo ég skilji hvað er svona vitlaust við að spá í þróun á aldri liðsins sem eitt af því sem hefur farið úrskeiðis hjá Liverpool. Ertu að meina að Klopp sé stóra vandamálið? Get reyndar líka lesið út úr þessu hjá þér að ég sé persónulega aðalvandamálið hjá félaginu í vetur 🙂

   Afsakanir eða bara umræða um hvað í fjandanum fór úrskeiðis! Þetta er jú vefsíða sérstaklega tileinkuð vangaveltum um Liverpool. Hreinlega átta mig ekki á hvað er svona rosalega vont að skoða þetta frá þessum vinkli sem ég geri í þessari færslu?

   Enn og aftur er ég að horfa framhjá fílnum segir þú, það er semsagt ekki meiðslalistinn, ekki kaup á leikmönnum eða hækkandi meðalaldur (allt líklega nátengt) sem er að gera það að verkum að Liverpool hefur tapað forskotinu á önnur lið í vetur?

   Er það Klopp semsagt sem er aðalvandamálið, sá sem var rétt búinn að vinna alla titla í boði síðast í vor með þennan hóp? Hver er þessi fíll sem ég er svona rosalega að skauta framhjá alltaf?

   Er Chelsea besta dæmið um lið sem líka er að glíma við svipuð meiðsli og Liverpool til að koma með dæmi um hvað meiðslin hafa lítil áhrif og eru léleg afsökun? Þeir eru fyrir neðan Liverpool í deildinni mikið til af þeim sökum! Þeir eru reyndar heldur betur að reyna bregðast við því og endurnýja hópinn en það er önnur saga.

   Já og aftur, það er engin að tala um að meiðsli útskýri öll vandamál Liverpool, ekki heldur að hópurinn sem var svona góður í fyrra sé allt í einu svona lélegur, já eða að leikmannakaup séu eitt og sér ástæðan, en þegar maður skoðar þetta og þetta safnast upp í ákveðna heildarmynd….

   13
   • Ég ætla bara að leyfa mér að vera ósammála þér vonandi er það í lagi.
    28-29 ára meðalaldur er ekkert svo slæmt auðvitað þarf að endurnýja og þá kemur þessi grein þín flott inn sem góð greining upp á framtíðina, mögulega er ég of harður og skilningslaus varðandi meiðsli það er erfitt að meta en ég sé þetta bara svona . Hungrið , leikgleði ,hlaupatölur , taktík allt þetta er niður, mér finnst bara að til að laga það þurfi leikmenn og Klopp að horfa í spegil það er bara mín skoðun vandamálið er hja Klopp og leikmönnum ekki meðalaldri eða meiðsli. Mín skoðun….

    5
   • Klopp er ekki vandamálið ! FSG er vandamálið, það þarf að bregðast miklu fyrr við en þeir gera. Það er ekki einu keyptur einn ungur miðjumaður þó svo allir sjái að miðjan okkar er orðin of gömul. Þetta gerist ekki á einu ári.
    Hvar eru allir þessir excel guttar og greiningar teymið ? SOFANDI ! Eða ekki starfi sínu vaxnir ?

    1
 5. Sæl og blessuð og takk fyrir skínandi góða grein.

  Þetta er skrifað í skýin, á vegginn, á stigatöfluna og auðvitað í allri þeirri statistík sem hér er rakin – að liðið hefur ekki verið endurnýjað sem skyldi og þá hafa stjórnendur vanrækt að hreinsa út rekaviðinn sem hvorki mun framar bera lauf eða ávöxt.

  kvS

  8
 6. Takk Einar fyrir góð og áhugaverð skrif. Margar ástæður virðast vera fyrir slæmu gengi núna, vona samt að það lagist eitthvað þegar líður á vorið (enn að vonast eftir almennilegu rönni sem tekur liðið í topp fjóra – líklega bjartsýnasti púlarinn í dag).
  Svo þarf að fara í almennilega endurnýjun (og að yngja liðið upp), en mig grunar að það muni taka Klopp tvö næstu tímabil að koma Liverpool aftur í það stand sem við viljum að liðið sé í. Ef af einhverjum ástæðum Klopp hættir, þá gæti ég trúað að titlaþurðin verði mjög löng.

  3
 7. Fleiri vondar fréttir að berast af Anfield. Þrír áhorfendur handteknir fyrir hommahatur í síðasta leik. Lengi má vont versna.
  Miðjan okkar, innkoma Gakpo og nú þetta.

  Call the goddamn motherfucking season off!

  1
 8. Skrifaði langt comment við Liv-Che þráðinn um daginn, las hann svo yfir og eyddi honum þegar ég áttaði mig á því að það sem ég skrifaði var sama tautið og raulið og maður er búinn að lesa síðustu vikur. Svo samdauna er maður orðinn yfir ástandinu á okkar ástkæra klúbbi.

  Staðreyndin er samt sú að þetta ástand núna er ótrúlegt miðað við taktinn í liðinu síðustu ár. Hvað veldur eru örugglega margar ástæður og erfitt að pinpointa það nákvæmlega. En pistill Einars er spot on varðandi leikmannamál og alveg rétt að kaupstefnan hefur fengið falleinkunn síðustu ár. Mun örugglega hljóma nokkrum sinnum sem einhver besserwizzer í þessum skrifum en ég skildi ekki almennilega einkunnir manna svona almennt við síðasta sumarglugga. Bara Mane út og Darwin inn ertu strax kominn í mínustölu, Melo er panic djók lánsdíll og svo ungur Skoti sem back-up fyrir Trent er í besta falli framtíðarsýn, ekki lausn fyrir næstu 2 tímabil a.m.k. Fyrir mér endaði glugginn í 0.

  Síðasta vor, örugglega þegar ljóst var að Mane færi og eftir þessa skitu hjá Salah eftir Afcon og almenna niðursveiflu í leik Bobby þá skrifaði ég pælingar um complete breytingu á fremstu þremur. Henti inn fullt af mögulegum nöfnum inn í staðinn fyrir tres locos. Núna þegar þetta season er hálfnað finnst mér ég hafa haft nokkuð rétt fyrir mér. Salah, eftir Afcon, átti alls ekki skilið þennan samning og Bobby, þrátt fyrir mörkin, er langt í frá sami leikmaður og fyrir nokkrum árum. Mín pæling var að selja þá alla, sérstaklega Salah þar sem fengist fínn peningur fyrir hann. Leikmaðurinn sem ég vildi í staðinn fyrir hann er Saka. Sá leikmaður mun nú aldrei koma og endar væntanlega í City í sumar ásamt Bellingham. En aldrei datt mér í hug rúmlega hálfu ári eftir þessar pælingar að horfa á complete endurnýjun á miðjunni þótt auðvitað bjóst maður við einum kaupum síðasta sumar, ekki Melo þó. Svo núna er kominn 24.1 og ekkert að ske! Algjörlega galið! Nýr mid átti að vera kynntur ekki seinna en 1.1.23

  Ein pælingin í tuð commentinu sem ég eyddi snerist um Klopp. Velti fram þeirri spurningu hvort hann væri hreinlega búinn. Sóknarlega er algjört gjaldþrot, fyrir utan 9-0 B.mouth og Rangers CL rústið, og hundleiðinlegt að horfa á þetta lið reyna að búa eitthvað til. Þrjóska Klopp í þessu kerfi, fyrir utan nokkra 442 leiki, er með ólíkindum, ekkert plan eða neitt í gangi. Þessar fyrirgjafir, omg! Hvern er verið að gefa á?

  Æi, þetta er allt of mikið tuð, jesús hvað þetta er leiðinlegt ástand. Ein pæling að lokum, Trent kallinn. Held að hann nenni þessu ekki og er skíthræddur að hann fari bara til Real eða Barca í sumar. Virðist gjörsamlega metnaðarlaus fyrir að afreka eitthvað meira hjá LFC og maður bjóst við að hann yrði betri varnarlega, hættulegri í föstum leikatriðum og betri í skotum/sendingum fyrir utan teig þá gjörsamlega hrynur hann í gæðum. Finnst Klopp algjörlega hafa klúðrað að mótivera leikmennina fyrir tímabilið og þá sérstaklega Trent.

  4
  • Er ekki borðleggjandi að Liverpool stuðningsmenn kaupi Everton og leggi svo klúbbinn niður? Hugsa að það gæti verið þess virði.

   4
 9. In Jurgen Klopp we belive. Lesið bara viðtal við hann um langtímamarkmið( þe. Langtímamarkið sett 2022)

  1
 10. Klopp er nú búin að hafa rúm sjö ár í að búa til langtímamarkmið… skrítið að það sé að koma núna!
  Þessi frétt/comment er meira en lítið furðuleg á þessum tímapunkti þegar allt er í steik hjá félaginu.

Liverpool mætir Chelsea aftur

Gullkastið – Janúar!