Everton 2-0 Liverpool

Jæja, nú þarf maður að reyna að koma einhverjum orðum yfir þennan gífurlega vonbrigða leik hjá Liverpool sem tapaði – nei, skíttapaði – fyrir Everton með tveimur mörkum gegn engu og hreinlega bara áttu varla breik í eina einustu baráttu í þessum leik.

Allt frá því að leikurinn var flautaður á þá varð Liveprool undir í öllum baráttum og þær sem þeir náðu að vinna fengu Everton alltaf aukaspyrnur svo fljótt sá maður að hausinn á Liverpool liðinu fór að síga neðar og neðar. Dómarinn dæmdi víti snemma en tveir sóknarmenn Everton voru rangstæðir svo það var réttilega dæmt af en hefði átt að vera víti til varnaðar – en nei, áfram hélt Everton að spila sig yfir og í gegnum varnarlínu Liverpool.

Þeir skoruðu svo líklega ljótasta mark sem ég hef séð Liverpool fá á sig síðan Sudnerland skoraði sundboltamarkið fyrir einhverjum fimmtán árum síðan eða eitthvað þar um bil held ég. Everton réttilega komið yfir en svaraði Liverpool fyrir sig á réttan hátt? Nei.

Áfram hélt framlínan að klúðra færum og svo þegar Everton komust í 2-0 þá gerði Klopp einhverja voða skrítna varnarsinnaða skiptingu þegar Elliott kom inn ásamt Quansah og Endo. Ekki breyttist neitt við það og varð bara bitlausara og þegar tíu mínútur voru eftir og Liverpool enn tveimur mörkum undir og ekkert að frétta þá komu þeir Tsimikas og Gomez inn – sem gerði allt bara enn bitlausara.

Þetta var svo þrotlaust, hugmyndansautt og lélegt. Allar 90 mínúturnar og fyrir utan Fulham leikinn sem var nokkuð góður þá hefur þetta verið trendið undanfarið og kostað þetta góða lið alltof mikið og því miður er maður líklega bara búinn að átta sig á því núna að þessi tvö óþarfa töp gegn Everton og Crystal Palace á skömmum tíma hafi endanlega gert út um vonir manns um ævintýralegan endi á tíma Klopp hjá Liverpool.

Ég get alveg lifað með og dílað við tapleiki en þeir mega ekki vera svona. Tap þar sem liðið virkar loftlaust, lint og hugmyndasnautt er bara ekki boðlegt, það á ekki að sjást hjá svona reyndu og góðu liði og því miður er það orðið leiðinlega mikill vani hjá þeim upp á síðkastið. Þetta þarf að laga – það er því miður líklega of seint núna en það er þó enn mikkilvægt að enda deildina á fínu róli og þarf þetta að lagast strax í hádeginu á laugardaginn þegar Liverpool heimsækir West Ham.

57 Comments

  • Að þú skulir fá like á þetta er ótrúlegt eftir allt sem hann hefur gert fyrir þetta lið

   50
   • Allt hvað? Níu ár og unnið mjög lítið. Urðum evrópu- og heimsmeistarar, en vorum aldrei bestir í englandi (fyrir utan 1 covid titil).

    6
  • Ef ég gæti gefið þér fleiri like Stefan þa myndi ég gera það.

   Þetta er bara ein mesta uppgjöf sem sést hefur í boltanun

   8
   • Var Klopp ekki að keppa við eitt besta lið í sögu enska boltans, lið sem er með 115 kærur á bakinu fyrir að svindla í deildinni.
    Klopp vann ALLA titlana sem í boði voru nema evrópudeildina…
    Peningalega séð var Klopp ekki í sömu deild og city og chelsea sem gátu leyft sér að kaupa hvað sem þeir vildu.
    Þessi fótbolti og þessi gleði sem við höfum fengið að njóta seinustu ár hafa gefið mér mikið og Klopp mun ALLTAF verða legend hjá mér þó að sumir kunni ekki að meta það sem hann gerði og finnast hann flopp..
    Held að þið ættuð þá að finna ykkur annað áhugamál því að næsti stjóri þarf að fylla í stóra skó.

    27
 1. Rannsóknarefni hversu mikið er hægt að falla í gæðum.
  Algjört þrot og tímabilið sem leit svo vel út fyrir 3 vikum er búið á versta mögulegan hátt.
  Eina góða við þetta er að næsti stjóri verður undir minni pressu heldur en ef við hefðum tekið 3-4 titla á tímabilinu.
  Salah er bara hættur, hann er legend hjá félaginu en endar sinn feril sem leikmaður sem virðist bara búinn.

  11
 2. Það hefði ekki verið hægt að skrifa verra handrit að brottför Klopp, því miður

  13
 3. Jurgen Klopp takk fyrir allt!
  Ferð frá félaginu með sæmd.
  9 ár af stanslausri gleði.

  Ef næstu 9 ár verða jafn frábær verð ég sáttur.
  Vol 0.1 liðið með Mané,bobby,salah frammi gini og hendi dijk trent robbo og fab og þeim öllum var það besta sem ég hef séð!

  Takk !!!

  Hvað varðar kvöldið í kvöld þá gafstu okkur von með lið sem enginn spáði að ætti að eiga séns vol.0.2 er en í uppbyggingu og það er sárt að þú verðir ekki partur af því.
  Takk fyrir allt bara .

  32
 4. Get ekki séð.hvað Klopp hefði getað gert betur með,framherja sem geta ekki skorað sama hversu góð færi þeir fá. Hélt að Nunes væri farinn utaf þegar ég sá hann allt í einu a 90. mín. Hvað kom eiginlega fyrir Salah???.

  8
 5. Salah og Nunez til baka í byrjunarliðið – og viti menn…..

  Vissulega ekki margir kostir í boði þegar Jota og Gakpo eru fjarverandi. Hefði þó viljað sjá Danns spila í kvöld.

  Grunar að Klopp hafi látið bæði Salah og Nunez klára leikinn til þess að láta þá finna almennilega fyrir því hversu hversu slakir þeir eru og þeirri skömm sem frammistaða þeirra verðskuldar.

  Við skulum hafa það á hreinu að meistaradeildarsætið er ALLS EKKI öruggt. Þrjú töp í síðustu fjórum eða tvö töp og tvö jafntefli – og bæði Villa og Tottenham vinna alla sína, þá endar liðið utan topp fjögurra. Það er klárlega hætta á þessu miðað við andlegt hrun leikmanna og skort á gæðum í framlínu.

  Ef Klopp hefur kjark til þess að spila okkar ungu efnilegu leikmönnum í þeim leikjum sem eftir eru, þá tel ég liðið ná að klára þetta meistaradeildarsæti.

  Áfram Liverpool!

  11
 6. Þetta var svo ömurlegt. Að láta Jones byrja var eins og að henda blautri tusku framan í fylgjendur Liverpool og Sobosloj !! Maðurinn sást ekki á vellinum fyrr en eftir fyrra mark fokkings everton. Það er að enurtaka sig sagan frá í fyrra þegar hamrað var á sama leikkerfinu leik eftir leik sem andstæðingarnir voru búnir að sjá í gegn um. Pressa og skyndisóknir á ömurlega vörn Liverpool er lausnin, það sáu Pallace og fokking everton. Og svo þessir háu boltar innfyrir vörnina og enginn púlari nennti að hoppa upp í þá!!! En annars á maður ekki að sparka í liggjandi mann(menn), en manni sárnar hve gífurlega ömurlegir þeir heta stundum verið á ögurstundu. En það er verðugt verkefni fyrir sálfræðinga að finna út af hverju sóknarmenn okkar geta ekki skorað.

  10
 7. Sælir félagar

  Ekkert, ég endurtek EKKERT getur afsakað þessa frammistöðu Liverpool í kvöld. Leikjaálagið ekkert meira en á önnur lið og engar afsakanir til fyrir svona leik. Vörnin er hlægileg, miðjan svona miðlungs miðað við deildina og sóknin maður minn, sóknin. Hún er með þeim eindæmum að ég man ekki eftir öðru eins. Menn eins og Salah og Nunez eru ekki nálægt því að vera miðlungs menn undanfarnar vikur og Nunez hefur reyndar ekkert getað síðan hann skoraði mörkin 2 gegn Newcastle.

  Hitt er svo líka skelfilegt að Klopp virðist allri áru rúinn, framlag hans til þessa leiks til dæmis var að halda fengnum hlut þegar liðið var tveimur mörkum undir. Að skipta hvorki Nunez né Salah útaf er rannsóknarefni. Hvorugur þeirra gat neitt í þessum leik og þó var Salah verri og er þá langt til jafnað. Varnartilburðir TAA er rannsóknarefni og það virðist sem svo að hann haldi að hann sé bara áhorfandi þegar á að verjast. Ég held ég sleppi að minnast á Sobo og það sem hann sagði í vetur. En hann er með þeim slappari í deildinni

  Ég var að horfa á þennan leik með bróður mínum sem er harður Púllari eins og ég og höfum við oft átt erfitt undanfarið. En í kvöld var leikur liðsins með þeim fádæmum að við vörum lengi vel klumsa en svo vorum við bara farnir að hlæja að ósköpunum sem okkur stuðningsmönnum liðsins var boðið uppá af Klopp og liðinu. Allt var þar á sömu bókin lært allt frá vörn og til sóknar og eymdin skein af öllum á hliðarlínunni. Ja maður lifandi, þvílíkt og slíkt.

  Það er nú þannig

  YNWA

  19
 8. Það er manni hulin ráðgáta hvernig þetta lið sem varla gat tapað leik fyrir 3 vikum hefur hrapað niður í gæðum. Spilamennskan er á pari við lið í fallbaráttu. Það er engan áhuga, metnað eða ástríðu að finna hjá leikmönnum liðsins. Eins og mönnum sé bara alveg sama.

  Tímabilið er búið í ár og þriðja sætið líklegast niðurstaðan. Óttast samt enn meira þrot hjá liðinu.

  Mig langar ekki að hallmæla Klopp en þetta verður að skrifast á hann.

  8
 9. Salah og Nunez virka bara eins og leikmenn sem hafa aldrei spilað saman, guð hvað ég sakna JOTA. Vörnin, guð minn góður, hvað er að Konate ? Trukkur eins og hann virkaði eins og gutti á móti Levin.
  Bottom line, leikmenn Liverpool virkuðu eins og þeir vissu ekki hvað DERBY leikur er.
  Falleinkunn á Klopp, hann er kominn til IBIZA ! Því miður

  8
 10. Foucking Klopp getur farið til anskotans.
  Hann bara hlær a hliðarlínunni og sertur ekki unga Dans inna.
  Gjörsamlega buinn og hættur og aö tilkynna að hann se hættur fyrlr tíman er ósætanlegt. Algjörlega

  Klopp getur tekið þennan helvitis framruðu bikar með ser tim germany eða svartaskig

  Eg a ekki til orð

  11
 11. Hvers vegna heldur Klopp áfram að láta Salah og Nunez spila hvern leikinn á fætur öðrum? Þeir eiga ekki einu sinni að fá að klæða sig í búning á leikdegi. Komdu með unglinga í þeirra stað! Andskotans bara.

  11
 12. núna verða hugsanlega einhverjar breytingar fyrir næsta tímabil, spennandi tímar framundan, ,,,,,, VONANDI að nýr stjóri fái eitthvað fjármagn, annars verður þetta basl.

  3
  • Einmitt næsti þjálfari verður einhver nobody frá Hollandi og allur fótbolta heimurinn hlær af Liverpool og við erum aftur komir á þann stað að vera með Roy Hodson eða eitthvað einhver álíka looser.

   7
 13. Hann Henderson minn var ekki flínkur fótboltamaður en hann var frábær kafteinn! Í dag er ENGINN leiðtogi í þessu liði… ekki einn einasti.

  9
 14. No Words!

  Það voru dúkkulísur sem spiluðu í rauðabúningnum í kvöld.

  Ófyrirgefanlegt!

  8
 15. Töpuðum því miður og það var sárt.
  En það er ótrúlegt að fara í gegnum sum kommentin hérna….

  10
 16. Jæja. Við höfum í töluvert langan tíma lifað á lyginni og Klopp hefur náð ótrúlegum árangri með liðið með allt of marga miðlungsmenn innanborðs.

  Við fórum inn í tímabilið án djúps miðjumanns og án þess að kaupa heimsklassa varnarmann og í raun ótrúlegt hvað Quansah og Endo hafa þó í raun staðið sig vel miðað við það sem maður bjóst við.

  Ég hef haft það á tilfinningunni að Klopp hafi ákveðið að hætta eftir fíflaganginn í sumarglugganum þar sem eigendurnir nísku sögðu honum að hann þyrfti enn á ný að beita göldrum og gera heimsklassa leikmenn úr miðlungsleikmönnum.

  Því miður entust galdrarnir ekki þótt litlu mátti mun og leikmenn sem eiga Klopp allt að þakka eru að bregðast honum og okkur á ögurstundu.

  Í dag vantaði alla baráttu en við skulum samt ekki horfa framhjá því að dómarinn var ömurlegur og gerði allt til að hjálpa Everton.

  Maður verður lengi að jafna sig á þessu og nú bíður maður á milli vonar og ótta að Arne Slot Ten Hag verði ekki ráðinn til Liverpool.

  Við Liverpool áhangendur eigum ekki að sætta okkur við annað en það besta sem er í boði sama hvað það kostar.

  8
  • Og hvaða anskotans aumingja viltu þá fá ef ekki þetta Slot drasl.

   það er engin á lausu, og allir miðlungs stjórar.

   Þetta skrifast allt á Klopp á tilkynna brottför sína svona fyrir fram.

   mun ekki horfa á fleiri Klopp down fall leiki.

   4
 17. Úff hvað þetta var löðrandi blaut gólftuska beint í fésið á manni.

  ,,Þið töpuðuð titlinum á Goodison park” sungu þeir bláu á bekkjum. Við gerðum það sannarlega.

  Epískt var það, en þó auðvitað með þveröfugum formerkjum.

  Baráttan sem einkenndi liðið allt fram undir það síðasta er horfin. Forystan engin, hvorki á hliðarlínu né inni á velli.

  En ég held að sökin að þessu hruni okkar liggi hjá sókninni, sem sólundaði færum eftir færum eftir færum og braut smám saman niður alla liðsheildina. Það er mitt mat á þessum hamförum.

  5
 18. Ég er ss búinn að spá því að við töpum þessum tveim næstu leikjum, gegn West Ham og Aston Villa. Vonandi höldum við meistaradeildar sætinu.

  4
 19. Ömurlegur endir á annars fínu tímabili. Óþolandi andleysi, gæðaleysi og hugmyndasnautt. Eins gott að við skríðum í CL. Gætum enn klúðrað því. Eftir stendur að við höfum eytt skelfilegum upphæðum í miðlungsleikmenn. Salah mun og verður að fara. Van Dijk orðinn 33 ára. Robertson um þrítugt á niðurleið. Liðið fullt af miðlungsmönnum nema Alisson og mögulega Trent. Ekki öfundsvert að taka við liðinu núna. Maður sér ekki alveg bjarta framtíð í kortunum.

  3
 20. Til að byrja með. Hverjir hérna á þessari síðu héldu í byrjun ágúst 2023 að Liverpool myndi vera í titilbaráttu í lok apríl 2024? Ekki margir ef einhver fullyrði ég!
  Persónulega vonaðist ég eftir sæti í meistaradeild. Var reyndar að vonast eftir sigri í Europa League þannig að fyrir mig er það meiri vonbrigði en deildin.
  Þeir sem eru að hrauna yfir Klopp eru náttúrulega bara í geðshræringu eftir tap kvöldsins og sjá að sér á morgun.
  Klopp og hans lið er búið að vera geggjað þessi 9 ár. Fullt af titlum og frábærum sigrum. Vonandi að það taki nýjan stjóra ekki of langan tíma að búa til lið.
  Salah má fara, held að það sé komið nóg af Darwin því miður. Höldum í Jota, Diaz. Gapko, kaupum Oshimen, Pedro Neto og Ryan Ait Nouri. Og alvöru varnasinnaðan miðjumann, ekki útbrunninn Japana úr fallbaráttuliði í Þýskalandi.
  Tryggjum CL sætið (hef smá áhyggjur af því að við klúðrum því) og söfnum liði fyrir næsta tímabil.

  10
 21. Þetta lið er einfaldlega ekki nógu gott.
  Ákveðið afrek að það skuli vera þar sem það er, stórkostlegt afrek í raun.
  Það að horfa upp á þetta hrun núna, liðið komið svona langt er vissulega ótrúlega svekkjandi og pirrandi, og segir allt sem segja þarf um gæðin í liðinu, en við verðum samt að vera raunsæ.

  5
 22. Uppskriftin að því að vinna Liverpool er mjög einföld, hlaupa meira og tækla meira. Klopp ætlar alltaf að vinna alla leiki á taktík og gæðum en það bara virkar ekki í sumum leikjum. Sumir leikir spilast bara þannig að það þarf að fara “dirty” leiðina, sem nákvæmlega Everton gerðu. Fiskuðu aukaspyrnur en voru samt að fleygja sér í tæklingar. Það eru þrír eftirminnilegir leikir þar sem andstæðingur okkar mættu ofurpeppaðir og fögnuðu öllum andskotanum og hlupu úrsér lungun, Arsenal, Palace og nú Everton. Skil ekki hvernig það er ekki hægt að bregðast við því frá fyrstu mín. Muniði eftir því í Arsenal leiknum þegar Odegaard vann innkast á 4ðu mín og fagnaði því og veifaði höndunum upp í stúku? Það var á nákvæmlega því momenti sem okkar menn töpuðu þeim leik því það má aldrei gera neitt öðruvísi hjá Klopp. Hefur oft komið í bakið á honum að matcha ekki leikplan eða ákafa andstæðingana til að snúa leiknum sér í hag og vinna svo á gæðum. Stundum líður mer eins og Liverpool eigi að eyða ekki of mikilli orku í fyrri hálfleik.

  7
 23. Það er merkilegt að lesa sum kommentin hér um Jurgen Klopp?

  Án Jurgen Klopp værum við ekkert!!!
  Það er Jurgen Klopp að þakka að við komunst upp á þetta level sem við erum búin að vera á!

  Menn eru að tala um nýjan stjóra og fjármagn til að kaupa það sem uppá vantar?

  Skoðum söguna aftur til 2010 eða frá því að FSG keypti klúbbinn, þá hafa þeir nú ekki verið að róta peningum í verkefnið. Ég er enn á því að salan á philippe Coutinho í bland við Jurgen Klopp hafi skipt sköpum í því að við komumst á þetta level sem við erum búin að vera á. Þá fengum við leikmenn eins og van Dijk og Alisson, enn það eru fucking sex ár síðan við vorum að reyna við gæðaleikmenn á því leveli, það segir alla söguna.

  Ef Liverpool ætlar að vera það stórveldi sem þeir eiga að vera þurfum við eiganda í samræmi við það, góður knattspyrnustjóri einn og sér getur ekki bjargað hlutunum. Við þurfum að losna við FSG helst eki seinna enn í gær!

  17
  • Svo mikið rétt hjá þér Ari – ég segi það enn og aftur að einhvern tímann löngu seinna eigum við eftir að heyra frá Klopp hver raunveruleg ástæða er fyrir því að hann hættir óvænt og það áður en samningurinn hans rann út……………….. hann fékk ekki þann stuðning FSG sem þurfti til að halda í við 115 FC og co!!

   3
  • Hvað þarf að kaupa leikmenn fyrir mikið á ári til að þú verðir sáttur Ari ?

   Við kaupum fyrir 250m árið sem Coutinho er seldur (hann fór á 142m)

   Það eru svo keyptir leikmenn fyrir ca 100m á ári, (nema þegar covid ógnaði allri veröldinni). Árið 2022 eru keyptir leikmenn fyrir150m, þar af er dýrasti leikmaður í sögu Liverpool, og árið 2023 eru þetta 190m.

   Vissulega eru sölur á móti þessum kaupum, en það sem ég er að benda á er að það voru vissulega sölur líka á móti kaupunum þegar 250m var eytt.

   Liggur vandamálið ekki frekar í því hvernig peningunum er eytt, frekar en að upphæðirnar þurfi að vera hærri ?

   Mané, Robbo, wiijnaldum, Salah, Matip, eru allt dæmi um kaup sem virkuðu, og komu ÁÐUR en Coutinho var seldur.

   Við höfum keypt helling af leikmönnum fyrir helling af peningum, sem annaðhvort geta ekki skorað af því að þeir kunna það ekki, eða af því að þeir eru alltaf uppí stúku vegna meiðsla!!

   Þessir kanar sem þú segir ekki tíma peningum í leikmenn hafa sett yfir 150m (eftir að peningurinn fyrir Coutinho var búinn) í leikmenn sem notaðir hafa verið í Thiago, Gakpo og Nunez sem dæmi! Hverju er það að skila okkur ? Þá er ótalið allt þetta Keita, Ox, Ben Davies, Carvalho rugl!

   Það sem ég er enn og aftur að benda á, en fæstir Liverpoolmenn eru til í að taka með í jöfnuna, er að við erum að kaupa fáránlega hátt hlutfall af mönnum sem skila allt of litlu.

   Ég elska Jota, en hvað heldur þú að hann hafi byrjað marga leiki fyrir Liverpool af þeim 148 sem spilaðir hafa verið síðan hann kom ? Ef mönnum finnst það eitthvað ósanngjörn uppsetning, þá má bara svara því til að hann hefur ekki verið í standi til að vera á bekknum einu sinni í sirka 35% af öllum deildarleikjum síðan hann kom.

   Hann spilaði óvenju mikið 21/22, en annars er þetta um og yfir 50% af deildarleikjum á sísoni sem hann er nægilega heill til að vera á skýrslu.

   Jota eru engin mistök, hann er frábær leikmaður sem oft hefur stigið upp þegar aðrir klikka. En við þurfum mann sem er minna meiddur. Það hafa verið keyptir of margir leikmenn sem nýtast illa, fyrir það fé sem við höfum úr að moða. Þeir leikmenn sem eru heilir þurfa svo að passa inní liðið og skila einhverju í samræmi við verðmiðann á þeim.

   Insjallah,
   Carl Berg

   3
   • Þetta hefur aldrei snúist um einhverjar tölur hjá mér, ef þú myndir einhvern tímann lesa kommentin hjá mér fyrst áður enn þú gagnrýnir þau myndir þú kannski skilja hvað ég á við?

    Ég er að tala um að bregðast við þegar það verulega þarf, það gerir maður ekki með því að redda vörnini með því að kaupa Ben Davis eða eitthvað álíka að gæðum, þetta kallast ekki einu sinni að kaupa úr neðstu hillunni heldur að gramsa í ruslatununni.

    Á þessum árum sem Klopp er búinn að vera stjórinn okkar höfum við lennt í vandræðum þó nokkuð oft vegna þess að við höfum haldið mönnum sem eru alltaf meiddir eða sparað okkur með því að taka áhættur og kaupa aðra meiðslapésa. Á stórum stundum höfum við ekki verið með nógu sterkann mannskap til að brúa bilið milli okkar og Man City, það að verða í öðru sæti flest árin segir okkur að við þurfum að bregðast við til að fara upp fyrir þá. Jurgen Klopp kefur verið frábær sem stjóri Liverpool Fc, hann hefur laðað til sín fullt af góðum leikmönnum með sínum persónutöfrum og leikstíl.

  • Ari, èg les alveg kommentin frá þér. Ég er bara ekki sammála þér um að FSG sé vandamálið.

   Heldur vil ég meina að þeir sem hafa tekið álvörðun um hvaða leikmenn eru keyptir fyrir það fé sem er í boði, hafi í of mörgum tilfellum keypt leikmenn sem nýtast ekki nægilega vel. Ég efast um að FSG taki ákvörðun um það.

   Ég hef rökstutt það ágætlega.

   Insjallah
   Carl Berg

   1
   • Við verðum sennilega aldrei sammála um FSG,

    Ég er nú á því að þjálfarinn eigi að ráða för þegar kemur að leikmannakaupum, það er nú þjálfarinn sem raðar upp verfærunum og stýrir því hvernig hann notar þau.

    Svona til að fyrirbyggja allann miskilning, þá er ég ekki hrifinn af kaupstefnu Chelsea sem gengur út á það að kaupa allt sem er hægt að kaupa.

    Ég vil að stjóri Liverpool fái að kaupa þá leikmenn sem okkur vantar í þær stöður sem vantar í hverju sinni, og auðvitað gæðaleikmenn sem eru bestir í þeim stöðum.

    Enn ég held að það sé ekki svo langt á milli okkar í sambandi við hópinn og hvar vandamálin liggja þar.

    1
 24. Èg sagði að Liverpool ætti alltaf að senda Salah með slaufu upp í vèl til Saudi fyrir 200 milljónir punda og það hefði líklega gerst ef Edwards hefði verið hjá okkur.

  Við getum dreymt um 50 milljónir núna. Það var alltaf óvinsælt að selja Salah en það sáu allir sem vildu að hann var kominn yfir hæðina. Staðreyndin í dag er að hann virðist vera nafnið eitt.

  9
  • Ágúst, Ég er algjörlega sammála þér!

   Við áttum að selja Salah í fyrrasumar og kaupa Mbappé í staðin.
   Hann mun trúlega fara í sumar fyrir mun minni upphæð enn við gátum fengið fyrir hann síðasta sumar og ég yrði ekki hissa að fleiri af þessum mátarstólpum muni yfirgefa klúbinn í sumar og forða sér frá sökkvandi skipi.

   2
   • Ég var ekki mótfallinn því að selja Salah síðasta sumar. Og ég er ekki aðdáandi FSG, en ég held minn maður Klopp hefði aldrei tekið það í mál að selja Salah. Enda reyndist hann okkur mjög vel á þessu tímabili (að mínu mati).

    Það má líka alveg færa rök fyrir því að eftir að Salah meiddist í Afríku hafði róðurinn þyngst. Hann er ennþá markahæstur og með flestar stoðsendingar. Þetta er kóngurinn. En erfitt að eiga að sjá um þetta einn.

    Ég held allt tal um Mbappé sé bara óþarfi. Hann hefði aldrei skrifað undir hjá Liverpool. Sama hvað hefði fengist fyrir Salah.

    Annars er ég sammála þér Ari með söluna á Coutinho, hún gerði Klopp kleift að byggja upp lið, járnið var bara ekki hamrað. Og núna er þetta ævintýri búið.

    4
   • Hafliðason, Það má vel vera rétt hjá þér að Mbappé hefði ekki viljað koma, enn við eigum að sýna það í verki að við séum að berjast um bestu bitana á markaðinum.

    Ég er ekki að setja út á Salah hann hefur reynst okkur mjög vel eins og þú nefnir, það sem ég hafði í huga var eingöngu endurnýjun á mannskapnum.

    Já það er rétt að járnið var aldrei hamrað og það mun aldrei gersat meðan við sitjum uppi með FSG. Mín heitasta ósk er að losna við FSG.

    3
 25. Það er ekki hægt að afsaka þennan leik og þessi úrslit en mér fannst dómarinn (og aðstoðardómarar) arfaslakur, sérstaklega í fyrri hálfleik, það var eins og hann væri með mission í að dæma á móti Liverpool. Fyrsta mark Everton, sem var síðan tekið af, var t.d. eins augljós rangstaða og þær gerast. Brotið fyrir fyrsta “löglega” markið þeirra var aldrei brot osfrv. Það var ekki furða að Klopp var stöðugt að tala við fjórða dómarann i fyrri hálfleik, þetta var eiginlega skandall hversu mikil einstefna þetta var.
  En að því sögðu, þá réði það ekki úrslitum að lokum heldur léleg nýting á færum og spilamennska almennt.

  7
 26. Ég er þokkalega viss um að Liverpool sé á ágætri leið, flottur hópur sem er hægt að byggja i kringum.
  En við erum ekki að fara taka næsta skref upp, það skref fór þegar Bellingham fór til Madrid.
  Ef við hefðum sett allt púður í að kaupa hann og taka smá risk, þá væri klúbburinn að tala um að fá Mbappe og leikmenn sem geta komið með gæði og komið Liverpool í top 5# bestu liðinn í heiminum í nokkur ár.

  En Excel sérfræðingarnir á bakvið tjöldinn, vilja hagnað og þú færð ekki hagnað á því að taka áhættur.

  Endo var fenginn i staðinn og hann er góð kaup, virkilega flottur leikmaður en hann er ekki starting player hjá klúbbi sem ætlar sér að vinna deildina og meistaradeildina ár eftir ár.

  Er hræddur um að Salah sé líka búinn að tapa 50-100 mill fyrir klúbbinn með sinni spilamennsku, langar að segja að Sádarnir séu búnir að segja honum að spila illa til að lækka verðið fyrir sumarið, hann fær það svo sem bónus þegar hann fer.
  Sjaldan séð leikmenn vera eins hræddan við fá spark eða boltan í sig, þetta er eitthvað sem þú sérð í 6 flokki, lokar augunum og hoppar frá boltanum.

  Next season syndrom kicking in…

  3
 27. Með þessa slöku eigendur þá hefur eini munurinn á okkur og t.d. Tottenhem verið Klopp. Nú þegar hann fer þá er þetta sem koma skal, mögulega einn framrúðubikar og barátta um að komast í meistaradeildina.

  Ef einhver ætlar að benda á Chelsea eða mufc og segja að eyða og eyða tryggir ekki titil þá bendi ég aftur á að munurinn á okkur og þeim er/var Klopp.

  Að þessir eigendur hafi ekki bakkað hann upp og hjálpað til við að styrkja liðið er óskiljanlegt. Ef eigendur eru í þessu bara fyrir einhvern bisness og gróða væri nær að fjárfesta í Apple eða einhverju álíka. Hjá íþróttafélagi eiga titlar að hafa vinninginn yfir EBITA (nei ég er ekki að tala um að skuldsetja félagið í drasl).

  6
 28. Þegar þú sérð, leikmenn klappa, hlægja og hrista hausinn aftur og aftur, þá er dómarinn að gera eitthvað vitlaust.
  Sjaldan séð Liverpool leikmenn haga sér eins og þeir gerðu i fyrri hálfleik.
  Dómarinn, var 100% að láta vælið fara í taugarnar á sér og refsaði okkur með að dæma bara aftur og aftur á ekkert.
  aukaspyrnan sem Everton fékk og skoraði úr er bara furðuleg.
  Everton leikmaðurinn, finnur snertingu og gerir ráð fyrir því að Jones sé að fara ” brjóta á honum ” sem gerist ekki, hann fer samt niður og dómarinn greinilega hugsar, æji þetta er of vandræðalegt ef ég gef ekki aukaspyrnu á þetta.

  3
 29. Þetta var hörmung og ekkert annað.
  Nú óttast ég að það sem hefur verið að birtast okkur síðustu vikurnar sem fullkomnað.
  Liðið er kraftlaust og getur ekki barist við lið sem eru með hjarta.

  Meistaradeildar sæti er svo gott sem öruggt sem betur fer, því nú óttast ég að við fáum ekki mörg stig til viðbótar.

  Breytingar framundan.
  Áfram Liverpool!
  YNWA

  2
 30. Það var átakanlegt að horfa á deyfðina í andlitum leikmanna inni á vellinum í gær. Vil þar sérstaklega benda á varafyrirliða klúbbsins, TAA, eins frábær leikmaður og hann er þá getur hann verið rosalega fljótur að hengja haus. Leikur hans í gær kristallaðist í þessari aumkunarverðu tilraun hans til að verjast í seinna marki Everton í. Ef einhver ætti að vera gíraður í leik gegn Everton myndi maður halda að það væri uppalinn Liverpool maður. En það var líkt og hann gæti ekki beðið eftir að þessi leikur kláraðist.
  Menn virðast bara hættir og farnir að bíða eftir tímabilið klárist, ekki að neinu að keppa lengur og nýr þjálfari væntanlegur. Held að andrúmsloftið í klefanum hljóti að vera mjög skrítið þessa dagana.

  2
 31. Æi hvað ég vorkenni þessum púlurum sem drulla yfir Klopp og liðið sjálft.
  Það er stutt síðan þessir aðilar grétu af gleði vegna gæða og sigra Liverpool.
  Það vantaði ekki yfirlýsingarnar þegar Klopp hampaði öllum þeim bikurum sem hann átti skilið.
  Menn héldu ekki vatni yfir gæðunum og snilld Klopps. “He was the man”.
  Loksins eftir einhver 30 ár án sigra að einhverju ráði, þá var Klopp hetjan og dýrlingur poolara. Skál og gleði 😉
  Fyrir nokkru var Gakpo skúrkurinn en all í einu var hann maðurinn sem vantaði í leikinn í gær. Þetta fer allt eftir því hvert vindarnir blása. Hatur eða ást.
  Sigurlið Liverpool hvarf að mestu og Klopp byggði upp nýtt lið af ódýrum leikmönnum sem er í raun meistarverk. Stóðu sig vel þar til síðustu leikja.
  Sem betur fer er það minni hlutinn af poolurum sem drullar yfir liðið.
  Við hinir metum það sem Klopp hefur gert og munum hafa það sem minningu um snilldar stjóra. Hinir mega veltu sér upp úr neikvæðninni og verði þeim að góðu.
  Takk Klopp fyrir að koma Liverpool á þann stall sem það hefur verið á. Þú ert hrokalaus snillingur sem kom liðinu á þennann stall fyrir smáura svo ekki sé talað um mórallinn sem hefur verið einstakur hjá poolurum og leikmönnum. Síðustu 9 ár hafa verið veisla og nú má vænta uppbyggingar sem tekur tíma. Hvernig verða bullurnar ef illa gengur ?
  P.S. Þá eru ekki mörg ár síðan bullurnar vildu reisa Klopp styttu fyrir utan Anfield. Spurning hvort sömu aðilar vilji ennþá fá styttuna ???
  Ég er stoltur af Klopp og liðinu þar sem unglingar fengu sjéns að spila og hafa staðið sig vel.
  Áfram Liverpool.
  Nýtt tímabil framundan og gangi þeim vel.

  12
  • Já auðvitað eigum við að fagna þessari spilamennsku í gær og hugsa síðustu vikur hafa verið jákvæðar fyrir framtíðina, alls ekki pirra sig á því og hvað þá segja eitthvað um spilamennskuna sem við erum að horfa upp á.

   Vandamálið er tilfinningar áhorfenda, þegar vel gengur alls ekki vera jákvæðir og segja eitthvað jákvætt líka því það mun koma í bakið á ykkur þegar næsti leikur tapast.

   Svo héðan í frá þá verður bara rætt um grasið á vellinum, áhorfendafjölda og veðrið sem leikmenn voru að spila undir.

   6
  • Stytta af Klopp eða eitthvað álika alltaf!
   Success has many fathers
   Og klopp er einn af þeim hjá Liverpool.
   Held að sumir átta sig ekki á hvað þeir eru heppnir að hafa fengið að upplifa þessa tíma.
   Sumir tala um 1 PL og framveigis það segir bara ekki alla söguna. Liverpool var að lenda í öðru sæti með stigafjölda sem menn sem Ferguson,móri Wenger og þessir kallar náðu aldrei. Við vorum á eftir liði með 115 kærur á bakinu og sagan mun dæma á endanum sem svarta tíma í sögu PL.
   Þessi Klopp tími hefur verið stórkostlegur og það ætti enginn að niðurlægja sig svo mikið að tala hann niður í gæshræringu.
   Klopp er stærsti aðili innan Liverpool á þessari öld ásamt Gerrard.

   4
  • F 25.04.2024 at 14:28
   Stytta af Klopp eða eitthvað álika alltaf!
   Success has many fathers
   Og klopp er einn af þeim hjá Liverpool.
   Held að sumir átta sig ekki á hvað þeir eru heppnir að hafa fengið að upplifa þessa tíma.
   Sumir tala um 1 PL og framveigis það segir bara ekki alla söguna. Liverpool var að lenda í öðru sæti með stigafjölda sem menn sem Ferguson,móri Wenger og þessir kallar náðu aldrei. Við vorum á eftir liði með 115 kærur á bakinu og sagan mun dæma á endanum sem svarta tíma í sögu PL.
   Þessi Klopp tími hefur verið stórkostlegur og það ætti enginn að niðurlægja sig svo mikið að tala hann niður í gæshræringu.
   Klopp er stærsti aðili innan Liverpool á þessari öld ásamt Gerrard.

   2
 32. Þetta hefur allt verið framar vonum í vetur en svo fóru framherjarnir að klúðra færum trekk í trekk. Afleiðingin varð að það stressaðir aðra leikmenn upp og svo fór allt sjálfstraust. Sagan segir að Pep hafi sagt við Nunes eftir City leikinn ,,You will never score” og því hafi fokið í Nunes. Sýnist Pep hafa rétt fyrir sér því miður.

  2
 33. Ég fullkomnlega kenni klopp um þetta, nunez og gadpo og diaz eru hans kaup, 3 drullulélegir leikmenn, verðum að losa okkur við þá en við vitum að næsti stjóri er eitthvað no name rusl sem nær ekki að kaupa inn topp klassa sóknarmenn og líklega verður rekinn eftir 1 ár því hann nær engu með þessum rusl sóknarmönnum, agalegt að horfa á þetta, fórum frá mane, firmino og salah yfir í þetta djók, vitum að salah fer, erum að horfa á að næsti stjóri á ekki séns. Liverpool verður aðhlátursefni næstu árin.

  3
  • Ég er ánægður með hvað þú ert jákvæður Halldór, Liverpool er nánast með nýja miðju sem hefur að mínu viti staðið sig vonum framar eins og allt liðið.
   Liverpool hefur bara tapað fjórum leikjum í deildinni á þessu tímabili eða reyndar bara þrem því eini leikurinn sem mér svíður virkilega að Liverpool tapaði er ránið á móti Tottenham.

   3
 34. Er helst svekktur með skiptingarnar og að ekki hafi verið stiklað meira upp í taktíkinni síðustu 20 mín eða svo.
  Við vorum nánast að spila með tveggja manna vörn, en samt var þetta sífellt þverspil yfir völlinn. Þegar var reynt að senda inn átu Everton allt, en það var aldrei reynt fyrr en eftir 10-20 sendingar milli manna við miðjulinu.
  Hefði viljað sjá Danns inn á kostnað varnarmanns og jafnvel Grafarbakkann og all out war við teig Everton.
  Alveg jafn slæmt að tapa 3-4 núll eins og að tapa 2-0 svo lengi sem maður sér 100% viðleitni að vinna.

  3

Síðasti Merseyside derby Klopp: liðið klárt

Uppfært: Arne Slot næsti stjóri Liverpool?