Uppfært: Arne Slot næsti stjóri Liverpool?

Uppfært: Liverpool og Feyenoord hafa náð munnlegu samkomulagi, Arne Slot verður næsti stjóri Liverpool.

Aðstoðarstjórinn og head of performance koma líka í teymið


Arne Slot og hans menn í Feyenoord eiga leik í Eredivisie núna í dag og fyrir leik var hann spurður út í orðróm um að hann væri að taka við Liverpool. Svarið var á þessa leið:

Það verður því að teljast verulega líklegt að hann verði næsti stjóri Liverpool, það væri verulega úr karakter fyrir FSG að láta svona orðróm ganga það langt að stjórinn er opinberlega farinn að tjá sig um þetta. Vandræðalegt í meira lagi satt að segja ef þetta verður svo ekki að veruleika.

Hvort félögin séu enn í samningsviðræðum eða bara að bíða eftir rétta tækifærinu til að tilkynna Slot er annað mál, mín spá er að þetta sé svo gott sem frágengið. Eins er svosem vel hægt að skilja það að hann var ekki kynntur í gær eða dag þar sem Liverpool áttu að spila gegn Everton í gærkvöldi (mættu reyndar ekki) og Feyenoord er að spila í kvöld. Eigum við að segja að morgundagurinn er tilvalinn í þetta? Það getur a.m.k. ekki skaðað formið á okkar mönnum neitt meira.

Köfum betur ofan í hver þetta svo er í raun og veru þegar við fáum (Staðfest) á þetta. Arne Slot er að mörgu leik með svipað CV í Hollandi og Amorim í Portúgal, en klárlega ekki fyrsta nafn hjá neinum yfir næsta stjóra Liverpool, við sem fögnuðum endurkomu Edwards verðum líklega að treysta því aðeins núna að þeir viti hvað þeir eru að gera.

Hér er annars ágætur þráður um kappann

25 Comments

  1. Slot er cool gæi,
    Klæðir sig töff, skollótur eins Jason Statham.

    Vonandi veldur hann verkefninu,

    Eg skal allavega raka mig sköllótann ef hann vinnur tuttugasta titill LFC

    15
  2. Létt hjá nýja stjóranum okkar í kvöld með 1 – 3 útisigri í Hollandi. Ennþá léttara hjá verðandi Englandsmeisturum í 0 – 4 útisigri.

    Á meðan…….. þungi og þreyta hjá okkar mönnum þar sem allt á blýþungum afturfótum!

    Vonandi munu ferskir vindar fylgja nýjum stjóra og nýjum leikmönnum í sumar. Ekki veitir af þar sem breytinga er þörf frá vörn til sóknar!

    YNWA

    6
    • Sama og ég er að spá.
      Allavega opnast engin grein fyrir mig þarna.

  3. eftir að Alonso ákvað að vera áfram hjá BL þá eru fáir spennandi kostir í stöðunni.

    Þá held ég að málið sé að veðja á ungan stjóra

    Líst svosem ágætlega á þennan Slot. Af einhverjum ástæðum er hann valinn frekar en Amorim.

    Slot er nú ekki meira noname en það að hann var efstur á blaði hjá Spurs í fyrra en hafnaði þeim.

    2
    • Chelsea líka skv. þessu
      AD the outlet closest to Feyenoord reports not only Did Spurs try hard to sign him to be coach but so did Boehly, who had sent a private jet to bring him in for talks to be the manager for Chelsea. He decided to stay at Feyenoord & also to play UCL campaign with them

      3
  4. Líst furðuvel á Slot. Vonandi hugsar hann stórt eins og Klopp. En hann þarf tíma. Liverpool liðið í dag er ekki með mannskap sem hægt er að gera kröfu á endi í efstu fjórum. Hvað þá vinni sterkustu deild í heimi.

    Það verður í meira lagi fróðlegt að sjá hvað FSG gera á leikmannamarkaðinum i sumar. Og verður líka skrýtið að sjá á eftir Klopp og Salah, og jafnvel van Dijk. Alvöru end of an era þar á ferð.

    En það voru til peningar fyrir Caicedo og það munu losna stórir launapakkar. Það er klárlega rými fyrir endurnýjun.

    Nú er bara að kveðja Klopp almennilega og ég vona innilega liðið fái stuðninginn sem það á skilið þessa síðustu leiki.

    Áfram Liverpool og aftam Klopp!!!

    11
    • Rétt. Gjörsamlega fráleitt að gera kröfur um top 4 þetta tímabil. Munum líklega enda í conference jafnvel þó það sé tölfræðilega ómögulegt

      6
      • Ég er ekki að tala um þetta tímabil @birgir.

        Ég er að tala um liðið, sem náði ekki í topp fjóra á síðasta tímabili og er í þriðja í dag. Að það sé ekki sjálfgefið að vera í þessari toppbarattu.

        Ég hef alveg trú á liðinu. Og það verði áframhaldandi hæg uppbygging. Meiðsli og skakkaföll eru svo ekki bara óheppni. Þetta lið hefur verið að leggja allt í sölurnar í mörg ár. Það hefði alveg hjálpað að bíða ekki alltaf með leikmannakaup þar til næst eða þarnæst.

        Og þó svo við séum ekki öll sammála þá viljum við öll liðið vinni. Ég vil umfram allt vinna deildina. En það virðist nánast ómögulegt nema að eyða mjög miklum peningum. Arsenal er ekki þar sem þeir eru í dag fyrir tilviljun. Mer finnst Klopp hafa náð mjög góðum árangri með leikmannahópinn á þessu tímabili þó þetta sé svekkjandi endir.

        8
    • Liverpool er algjörlega með hóp sem getur endað í topp fjórum og raunar barist alla leið. Hafa gert einmitt það í vetur með fáránleg skakkaföll hvað meiðsli varðar og galið slæma nýtingu helstu sóknarmanna.

      Vonandi er svo planið í sumar rétt eins og önnur ár að byggja ofan á núverandi hóp og styrkja liðið.

      6
  5. Vonandi verður Arne Slot rétti maðurinn í starfið ef af þessu verður?
    Hann þarf að fylla í stór spor eftir Jurgen Klopp sem verður ekki auðvelt.

    Ég er ekki á því að leikamannahópurinn sé svo slæmur, það vantar bara menn í ákveðnar stöður sem lá fyrir í fyrra vor. Okkur vanntar alvöru miðvörð með vad Dijk og sexu, þetta er þær stöður sem ekki var keypt í síðasta sumar og er í rauninni munurinn sem skilur á milli Liverpool og toppliðana Arsenal og Man City.

    Klopp var mjög góður í því að búa til menn úr litlu fjármagni, hann náði ótrúlegum árangri miðað við þær aðstæður sem hann var að vinna við, verður næsti stjóri á pari við hann, það á eftir að koma í ljós?

    Stuðningur FSG verður með svipuðum hætti og verið hefur, svo það er ekkert að fara breytast.

    Ég vona að Liverpool Fc fari aftur á sölu og að við munum fá fjársterkari eiganda í samræmi við stærð klúbbsins til að geta keppt um stóru titlana á næstu árum.

    2
  6. Já.. þetta er eins óspennandi og það getur verið. Það er eins gott að menn viti hvað þeir eru að gera.

    8
    • Ég ætla að vona að Edwards og hans menn séu að gera rétt

      þegar maður skoðar hvað Arne Slot er að gera og hvernig leikstíl hann notar virkar hann spennandi á mig hann virðist spila svipaðan bolta og Pep Guardiola

      Enn mun þetta virka hjá honum á Englandi, það á eftir að koma í ljós?

      4
  7. Það eru töluverðar líkur á því að hver sá sem tekur við sem fyrsti stjóri á eftir Klopp, muni þurfa að þola samanburð við Klopp og gagnrýni í samræmi við það. Þó svo að JK hafi kannsi ekki rakað inn titlum, þá var fótboltinn og frammistaðan þannig að gríðarlega erfitt verður að standast þann samanburð. Ég held að það sé óhjákvæmilegt annað en að við munum fá dýfu á eftir JK og FSG og stuðningsmenn verða að vera tilbúnir í að gefa nýjum manni tíma til að setja sitt mark á verkefnið. Vonandi verður ekki sama panik eins hjá MU post Fergie þegar árangur lætur á sér standa og ekki hlaupið í að kaupa rándýra einnota plástra sem skiluðu litlu.

    Eins og flestir aðrir þá veit ég ekkert um Arne Slot og hef því ekki á neinu að byggja til að mynda mér skoðun. Má reyndar segja það sama um Ruben Amorim. Það er líka ekkert samansem merki á milli þess að ná (mjög) góðum árangri með Bayer Leverkusen á fyrsta tímabili og þess að ráða við verkefni eins og Liverpool. Mögulega endar Xabi hjá LFC einn daginn, en það er allt í lagi að það sé ekki sem fyrsti manager eftir Klopp.

    Ten Haag kom inn með svipaða fortíð og AS og ekki beint hægt að segja að það hafi gengið vel hingað til, en fyrir utan að vera báðir hárlausir Hollendingar þá er kannski ósanngjarnt að setja samansem merki þar á milli. Ég á ekki von á að sjá LFC í titilbaráttu næstu 1-2 árin og það er allt í lagi. Vonandi verður spilaður skemmtilegur fótbolti og vonandi verður hægt að sjá plan hjá framkvæmdarstjóranum. Hver svo sem fær það óeftirsóknarverða hlutverk að vera fyrsti manager á eftir Jurgen Klopp, verður að fá tíma og þolinmæði til að gera sín mistök, finna sitt lið og framkvæma sitt plan. Guð blessi Ísland og áfram Liverpool 🙂

    8
  8. Sælir félagar

    Ég er núna svona nokkurn vegin búinn að jafna mig eftir tapið (TAPIÐ) gegn Neverton en það var erfitt og leikmenn Liverpool eru búnir að fá það óþvegið fyrir það. En nú er ég búinn að henda því bakvið mig og það fer bara í dótakassa sögunnar og gleymist vonandi þar. Eftir leikinn vildi ég selja annan hvern leikmann og hýða hina en nú hefur maður róast. En samt mega eftirtaldir leikmenn fara og endurnýjunar er þörf í þeirra stöðum. Að mínu mati líttá:

    Konate, alltof meiðslagjarn
    VvDijk, kominn nálægt endastöð en þó er í lagi að halda honum eitt/tvö tímabil enn
    Endo, fá alvöru varnartengilið með Stefan Bajcetic sem “bakköpp”
    Tsimikas, fá alvöru vinstri bak með Robbo sem “bakköpp” í eitt/tvö ár
    Ryan Gravenberch, er einfaldlega ekki nógu góður
    Curtis Jones ditto
    Mo Salah er búinn með kvótann og takk fyrir síðustu ár
    Diogo Jota er alltof meiðslagjar en takk samt fyrir mörg mikilvæg mörk

    Adrian, Thiago Alcantara, Joel Matip, Nathaniel Phillips og ef til vill fleiri af minni spámönnum og unglingum sem eru utan á liðinu eru að fara og mega fara.

    Þeir sem ég við halda eftir er t. d. Luis Diaz, Gagpo og Darwin Nunes sem ég vil reyna eina leiktíð enn og athuga hvort hann fer ekki að skora úr öllum þeim urmul færa sem hann fær alltaf. Það hlýtur bara að koma að því. Þar með fær Slot möguleika á að setja mark sitt á leikmannakaup (?!?) ef FSG nískast til að bakka hann eitthvað upp með leikmannakaupum.

    Auk þessara margir sem eiga að vera áfram og engin áhöld eru um svo TAA og Alisson, Caoimhin Kelleher, Conor Bradley, Jarell Quansah, Dominik Szoboszlai sem ég bind ennþá vonir við eins og Nunez, Alexis Mac Allister, Harvey Elliot og ef til vill fleiri? Þetta er mínir 5 aurar í umræðuna og ég amast ekkert við þó einhverjir séu mér ósammála svo lengi sem þeir ræða málið en ráðast ekki á mína persónu .

    Það er nú þannig

    YNWA

    7
  9. Úff. Fórum á nokkrum vikum frá því að vera að berjast um alla titla sem í boði vorumeð geggjað lið yfir í Arne Slot Ten Hag sem á víst að geta búið til geggjð úr engu.

    Svo eru menn strax byrjaðir að segja að hann þurfi tíma- sé að taka við erfiðu búi o.sv.frv.

    Hvaða djö… metnaðarleysi er allt í einu hlaupið í Liverpool menn?

    7
    • Svo sammála og hvenær í andskotanum hefur Hollenskum þjálfara gengið vel á Englandi, þetta er svo dæmt til að mistakast og bara því miður eru ekki góðir tímar framundan hjá Liverpool ef þetta verður raunin.

      4
  10. Það er nokkuð ljóst að Arne Slot verður okkar næsti stjóri. Það þarf eitthvað mikið að gerast til þess að það breytist eins og að Alonso skipti um skoðun eða eitthvað slíkt. Það er því ekkert annað í stöðunni en að hópast að baki honum og styðja alla leið.

    Ég sé að menn eru að keppast við að tala um ETH og hvað hann sé mikið failure hjá United. Það er samt töluverður munur á því sem hann gekk inn í hjá United og því sem Slot er að ganga inní hjá Liverpool. Árum saman hefur backroom staffið hjá United verið í algerum molum. Bara einhverjir gamlir bankastarfsmenn í mikilvægum stöðum og Joel Glazier að stýra því öllu. Eini sem er með eitthvað pedigree er Darren Fletcher og ekki er það merkilegt. Slot er hinsvegar að ganga inn mjög gott og faglegt umhverfi með fótboltaþenkjandi backroom staff hjá Liverpool. Menn geta sagt hvað þeir vilja um FSG og þeir séu svona eða hinsegin ómögulegir eigendur. En hverjum sem því er að skipta þá hafa þeir rifið klúbbinn upp á allt annað og hærra level heldur en 20 árin þar á undan. Völlurinn, markaðsmálin, tekjurnar, sponsorship samningar og hvaðeina er allt saman komið á par við United sem voru lengi vel afburða í þeim efnum og enginn komst nærri þeim í tekjum eða markaðsmálum almennt. Svo fá þeir aftur tilbaka Edwards sem er snillingur í að stýra þessari snekkju og allir og amma þeirra vildu fá eftir að hann yfirgaf Liverpool. Við værum búnir að vinna mun fleiri titla ef ekki væri fyrir 115 svindl aðferðir hjá City, held það sé flestum ljóst.

    Af Arne Slot að segja er bara nokkuð jákvætt þó maður þekki ekki mikið til hans. En miðað við það sem ég fársjúkur Liverpool aðdáandi hef lesið og heyrt er þessi kalla the real deal. Það er samt auðvita ekkert gefið í þessum efnum og þetta getur bæði farið illa og vel. Tíminn einn mun leiða það í ljós. Ég ætla að taka jákvæðnina á þetta og gefa honum séns og allan þann stuðning sem hann þarf. Hver árangurinn verður kemur svo í ljós.

    YNWA

    22
    • Þú negldi þetta félagi. Menn voða svartsýnir hérna án þess að koma með betri mögulega.
      Treystum á verkefnið þangað til að annað kemur í ljós

      7
  11. Ein alveg galin hugmynd

    Ég hef talað um að eitthvað hafi verið meira á bakvið brottför Klopp en þreyta. Eitthvað sem gerðist bakvið tjöldin. Það var ekki vinsælt.

    Nú var ég eitthvað að endurhugsa þetta og her kemur ein samsæriskenning þessu tengt. Var eitthvað þarna sem er nú farið að spyrjast milli leikmanna og þeir bara hættir sð hlaupa fyrir klopp? Eg veit að allir vilja vinna leiki og ég tala nú ekki um titla. Er klopp að fara annað? Er eitthvað sem eigendur gerðu a hans hlut? Er liðið með klopp en ekki FSG? Eru allir að fara?

    Þessi uppsögn gaf leikmönnum og áhorfendur svakalega orku í nokkrar vikur og svo bara boom!! Bensinið bara búið??

    Þetta meinar engan sens einhvern veginn, ef leikmenn liverpool hafa ofurkrat í einhverju þá er það að hlaupa og berjast

    4
    • Ég er ekki mikið gefinn fyrir samsæriskenningar en skoðum þetta aðeins.

      Það er nákvæmlega ekkert sem bendir til þess að Klopp sé að fara út af öðru en að hann sé bara einfaldlega búinn með allt sem hann getur gefið klúbbnum og stuðningsmönnum. Enginn vel tengdur fjölmiðlamaður skrifað eða sagt neitt um slíkt. Klopp hefur svo enga ástæðu til þess að gera upp ástæður fyrir brottför sinni. Svo það sé sagt þá væri það mjög skrítið ef fólk hefur ekkert tekist á um menn og málefni hjá jafnstórum klúbbi og Liverpool. Það fylgir starfinu og menn hafa auðvitað mismunandi sýn á hlutina. Hvern skal kaupa og hvern skal selja o.s.frv. Bottom line er að við vitum ekki betur en það sem Klopp segir okkur og ég bara trúi honum.

      Svo held ég nú að flestir leikmennirnir verði á Anfield næsta vetur. Meira segja Mo Salah sem margir vilja orða í burtu. Trent mun semja og VVD er víst mjög spenntur fyrir landa sínum sem næsta stjóra Liverpool.

      Það eru allir leikmenn að spila fyrir klúbbinn og stuðningsmenn en ekki Klopp eða FSG. Þessir strákar eru að gefa allt sitt en þetta er búið að vera langt og strangt tímabil fullt af allskonar áföllum. Þannig ef blaðran er sprungin þá er það bara þannig.

      7
      • Ja það er líklega rétt. Mer fannst bara svo skrítið að mæta svona andlausir í Guttagarð og það í síðasta skipti Klopp. Maður var bara gapandi. Vonum að það komi ferskir vindar og hugmyndir með nýjum stjóra

        YNWA

        3

One Ping

  1. Pingback:

Everton 2-0 Liverpool

Upphitun: Hádegisleikur gegn West Ham