Líklegar breytingar á leikmannahópnum 2023/24

Það er ástæða fyrir því að stuðningsmenn Liverpool hafa ekki verið sérstaklega ánægðir með neinn leikmannaglugga síðan kannski sumarið 2018/19 er Alisson og Fabinho (og Keita) komu til að fullkomna lið sem hafði verið að mótast árin á undan. Tímabilið áður komu t.a.m. Van Dijk og Robertson (ásamt Ox). Frábær blanda leikmanna og meðalaldur lykilmanna mjög heilbrigður.

Liverpool hefur alveg bætt við sig leikmönnum í staðin fyrir aðra sem hafa yfirgefið sviðið en það hefur aldrei virkað neitt sérstaklega metnaðarfullt eða í líkingu við það sem flest öll liðin sem við viljum vera að keppa við eru að gera á leikmannamarknaðnum. Ofan á það er ævintýraleg óheppni (eða hvað?) að missa út nánast heilt tímabil hjá nánast öllum nýjum leikmönnum liðsins undanfarin ár. Konate, Diaz, Elliott, Jones, Arthur, Thiago, Ramsey og Jota hafa allir lent í langtímameiðlsum og flestir nánast meira frá en þeir eru til taks, leikmenn á besta aldri. Keita, Ox, Van Dijk, Gomez og Matip eldri dæmi.

Á þessu tímabili fór það að bíta að hamra aldrei járnið almennilega meðan það var heitt. Allt í einu virkar Liverpool liðið gamalt og þreytt sem er gjörsamlega galið fyrir hugmyndafræði Jurgen Klopp og þann fótbolta sem hann vill spila. Aðstoðarstjóri Klopp skrifaði bók eftir síðasta tímabil sem ber titilinn Intensity, hversu heimskulega hefur sá titill hljómað mest allt þetta tímabil?

Það eru klárlega vandamál hjá Liverpool á öllum vígstöðum í vetur, helmingurinn af sóknarlínunni hefur verið frá vegna meiðsla en þar hefur þó líklega hvað mest endurnýjun átt sér stað nú þegar. Leikmenn sem gætu sannarlega gert miklu meira í betra liði.

Vörnin er klárlega að komast á aldur og hafa mögulega spilað of marga leiki saman miðað við vandamálin í vetur. Hjálpar reyndar alls ekki að það hefur bókstaflega ekkert cover verið á miðsæðinu allt tímabilið. Ferska blóðið í vörninni (Konate) hefur svo afrekað að spila heila fjóra fokkings leiki í deildinni það sem af er tímabili, minna en bæði Matip og Gomez sem er afrek í sjálfu sér.

Krabbameinið og mest afkallandi vandamál liðsins er hinsvegar mjög fyrirsjáanlega á miðjunni. Undanfarin 2-3 tímabil er búið að boða risa leikmannakaup á miðsævðinu sem aldrei verða að veruleika og það er mjög augljóslega að kosta okkur tímabilið núna. Miðjan hjá Liverpool, bæði sem heild og allir einstaklingarnir hafa verð fullkomlega hræðilegir í vetur. Það er ekki einn miðjumaður á mála hjá Liverpool núna sem maður myndi sakna eftir þetta tímabil.

Skoðum á þessum nótum hvað er líklegast að Liverpool sér að fara gera á leikmannamarkaðnum næsta sumar. Það er orðið nokkuð ljóst að félagið kemst ekki upp með það lengur að gera ekkert að ráði og bæði John W Henry og Klopp (ítrekað) hafa talað um að félagið verði að bregðast við. Eins eru nokkuð margir leikmenn að klára samninga sem gerir það að verkum að bregðast verður við hvort eð er. Þar hugsa ég að Liverpool sé helst að horfa til tækifæra frekar en að selja einhvern af lykilmönnum liðsins til að fjármagna leikmannakaup, útilokum þó ekkert þar heldur.

Svona segir internetið að samningar leikmanna Liverpool sé eins og staðan er í dag. Tökum þessum grunnlaunatölum með fyrirvara en samningslengd ætti að vera rétt. Þeir sem eru merktir með rauðu eru að verða samningslausir í sumar og appelsínugulir eru þeir sem eiga 15 mánuði eftir af samningi. Líklega fær enginn af þeim nýjan samning.

Með því að leyfa Adrian loksins að kveðja væri auðveldlega hægt að skapa annað pláss fyrir Home Grown leikmann í hlutverki þriðja markvarðar.

Þrátt fyrir umræðu um annað hugsa ég að Bobby Firmino fari á frjálsri sölu í sumar og Liverpool kaupi ekkert í hans stað. Það er búið að því. Fimm sóknarmenn sem vonandi verði ekki eins rosalega illa og mikið meiddir og við höfum verið að vinna með á þessu tímabili auk Ben Doak og/eða Kadie Gordon sem hljóta að koma inn í hópinn á næsta tímabili, allavega annarhvor þeirra.

Þarna eru svo þrír miðjumenn líklega að fara og einn miðjumaður til viðbótar (Ox) sem passar ekki vel í neina stöðu.

Gefum okkur að bara þeir sem eru að verða samningslausir kveðji í sumar:

Bara með því að losna við þessa sex leikmenn myndi Liverpool losa 108.þús að meðaltali í vikulaunum. Keita og Ox eru hræðilegir samningar m.v. framlag og Bobby kallgreyið er of mikið frá og úr formi til að réttlæta sinn launapakka lengur. Arthur Melo, guð minn góður!

Liverpool er mjög ólíklega að fara gera byltingu á leikmannahópnum a la Chelsea þrátt fyrir hörmulega spilamennsku margra í vetur og líklega er það ekki sigurformúlan. Klopp hefur alla tíð lagt mikið upp úr því að byggja ofan á það sem hann hefur verið að gera og breyta frekar litlu í einu. Af þeim sökum hugsa ég að markmiðið í sumar verði að fá 4-5 nýja leikmenn í hópinn sem allir eru nógu góðir til að koma til greina á leikdegi auk þess að taka inn unga leikmenn úr akademíunni.

Aðalatriði þarf að vera að lækka meðalaldurinn á miðjunni um svona 5-6 ár.

Fjögur ný andlit í nógu háum klassa til að koma inn í hópinn er nota bene töluverður biti í einu og gæti vel umturnað þessu Liverpool liði. Megnið af vandamálum varnarlínunnar og sóknarmanna Liverpool er hægt að laga með miðjumönnum sem geta hreyft sig og tengt saman liðið á nýjan leik. Það eru ansi margir leikmenn Liverpool að spila langt undir getu í dag sem er ekkert lögmál að verða varanlegt.

Nokkurnvegin svona: 

Miðjan – (tveir)

Keita, Arthur, Milner skapa pláss á miðsvæðinu sem líklega verður fyllt með tveimur nýjum miðjumönnum. Stefan Bajcetic hefur svo gott sem stimplað sig nógu vel inn að ekki þarf að kaupa þriðja manninn. Thiago á svo ár eftir í viðbót af sínum samningi sem líkega verður ekki lengri en það og mætti sannarlega við samkeppni í leikmanni sem hugsaður er sem arftaki hans.

Fyrir utan þá sem eru að klára samning er svo spurning, sérstaklega eftir undanfarnar vikur hvort að Curtis Jones hafi bara fengið nýjan samning vegna þess að hann er uppalin hjá félaginu? Klopp virðist alls ekki treysta honum lengur, þegar hann fær séns meiðist hann um leið og ég hef satt að segja ekki hugmynd hvaða stöðu hann spilar best af þeim sem Liverpool er að vinna með í sínu leikskipulagi. Hann var mikið efni en virðist núna 22 ára hafa staðnað all hressilega og þarfnast nýrrar áskorunar.

Krafan og væntingarnar eru klárlega að kaupa einn heimsklassaleikmann eins og Jude Bellingham, hann er Home Grown leikmaður í þokkabót. Declan Rice væri annað statement sem dæmi. Slíkur leikmaður gæti gert helling einn og sér og virkað sem vítamínsprauta á rest af liðinu. Tökum Bellingham og Rice sem nærtæk dæmi, það er enginn leikmaður með gæði í dag sem tölfræðinördadeild Liverpool veit ekki af og á hverju sumri koma ný nöfn á sviðið sem við vissum ekkert um. Það var ekki verið að tala um Enzo Fernandez í sambærilegum pistli fyrir ári síðan sem dæmi, hvað þá Caicedo frá Brighton.

Eins er ekkert lögmál að lausnin fyrir Liverpool sé að kaupa dýrasta bitann á markaði, það er ALLS EKKI eins og margir af dýrustu leikmönnum sögunnar hafi staðið undir verðmiðanum hjá nýju liði

Auk alvöru heimsklassa er þröf á einum miðjumanni til sem er nógu góður til að byrja leiki fyrir Liverpool. Leikmaður sem er augljóslega betri en t.d. Jordan Henderson og helst Thiago. Nunes hjá Wolves kemur upp í hugann sem mjög líklegur kandídat og EPL klassa leikmaður með hlaupagetu og kraft sem Liverpool saknar hrikalega. Hvort sem það er Nunes eða álíklega leikmaður skiptir ekki öllu, það er ekki lengur hægt að ljúga því að okkur að það sé enginn leikmaður fáanlegur sem bætir núverandi Liverpool lið. Það er voðalega fáir miðumenn að spila í Úrvalsdeildinni núna sem myndu ekki styrkja Liverpool liðið. Já markaðurinn sem Liverpool er að vinna með er miklu stærri en bara Úrvalsdeildin.

Ox er blessunarlega loksins að fara í sumar, það er aðeins vanmetið hversu hræðileg leikmannakaup hann hefur verið, hann átti aðeins ár eftir af samningi þegar hann kom frá Arsenal á £35m! Ox var nánast alltaf meiddur hjá Arsenal og það breyttist ekki neitt hjá Liverpool. Þar fyrir utan passar hann ekki í neina stöðu í leikkerfi Liverpool. Sama á við um leikmenn eins og Curtis Jones, Fabio Carvalho og Harvey Elliott. Þess vegna er ég ekkert sérstaklega spenntur fyrir slúðri í kringum leikmann eins og Mason Mount, flottur leikmaður en ég sé ekki hvar hann passar í Liverpool liðið.

Ef að Mason Mount er einn af þeim miðjumönnum sem Liverpool kaupir í sumar þarf félagið að kaupa þrjá nýja miðjumenn, eitthvað sem líklega er ekki raunhægt eftir innkomu Bajcetic.

Það eru þrjár stöður á miðjunni hjá Liverpool og félagið þarf að lágmarki sex leikmenn til að spila úr.

Thiago – Fabinho – Henderson og Bajectic verða líklega allir áfram a.m.k. eitt tímabil í í viðbót en liðinu vantar núna tvo sem eru betri en þeir allir.

Einn enn væri svo í þetta pláss á milli miðju og sóknar þar sem við eigum fyrir Elliott, Jones og Carvalho. Við höfum séð það í vetur að það stendur ekkert til að breyta í 4-2-3-1 leikkerfi eða álíka. Ef ekki var breytt um leikkerfi í sumar er nokkuð ljóst að það verður ekki gert og þá kannski málið að púsla helvítis liðinu saman í samræmi við það. Til hvers að spila Elliott á miðjunni og bæta Carvalho við hóp þar sem Ox og Jones eru fyrir ef það er ekki til eiginleg staða fyrir neinn þeirra?

Varnarmenn – (einn til tveir)

Nat Phillips greyið bara hlítur að fá að fara í sumar. Hann er ekki nógu góður til að spila fyrir Liverpool en er allt of góður til að spila ekki neitt. Auk hans ætti félagið sterklega að skoða það að losa annaðhvort Gomez eða Matip strax. Gomez er búinn að meiðast of oft og verður aldrei það sem við vonuðumst eftir að hann yrði. Hann er góður Úrvalsdeildarleikmaður en eins og Napoli og Real hafa sýnt á sársaukafullan hátt í vetur er hann enganvegin á neinu elítu leveli. Matip er svo 31 árs núna og meiðslahrúga. Liverpool verður að fara læra það að vera miklu meira brútal við leikmenn sem ítrekað eru á sjúkrabekknum.

Best væri ef Liverpool landar alvöru heimsklassa í hinum 21 árs púllara Josko Gvardiol frá Leipzig fyrir Philips og færir þannig Matip og Gomez sjálfkrafa afturfyrir hann. Taka eitt tímabil þannig áður en Gvardiol og Konate tækju við sem aðalmennirnir í hjarta varnarinnar.

Vonandi verður Gvardiol eða álíka gæði hugmyndin frekar en enn ein Ragnar Klavan týpan sem er ca á pari við Philips. Er svo ekki líklegast að van der Berg eða Billy Koumetio fylli “skarð” Rhys Williams/Nat Phillips næsta vetur? Ef ekki er líklega hægt að fá einhvern pening fyrir báða hollendinga.

Það er svo alveg spurning hvort ekki þurfi að skoða það að fá inn alvöru samkeppni fyrir Robertson eða Trent. Kaupin á Calvin Ramsey fóru eins og flest öll leikmannakaup Liverpool undanfarið, hann kom meiddur og var meiddur allt helvítis tímabilið. Þessi strákur er eflaust efni en mun líklega aldrei leysa Trent af og varla veita honum samkeppni. Liverpool er bara í alvörunni ennþá að henda Milner og Gomez í hægri bakvörðinn í neyð, hvernig í veröldinni er ekki ennþá búið að bregðast við þessu? Tsimikas er því síður að veita Roberston samkeppni eða nokkra hvíld.

Trent og Robbo hafa sýnt merki þess í vetur að ráða ekki við 50-60 leiki non stop ár eftir ár lengur.

Sóknarlínan (Enginn)

Eins mikið og ég dýrka Bobby Firmino efa ég stórlega eftir kaupin á Gakpo, Nunez og Diaz að honum verði gefin nýr samningur í vor úr því að það er ekki frágengið nú þegar. Það yrði þá á töluvert öðurvísi forsendum en núverandi samningur. Liverpool þarf líka bara að endurnýja gamla gullaldarliðið.

Liverpool er með fimm hágæða sóknarmenn auk þess að eiga fjóra unga leikmenn sem líður öllum best í framlínunni. Ben Doak eða Kadie Gordon þurfa að taka næsta skref á næsta tímabili, hvort sem það er nær aðalliði Liverpool eða á láni hjá öðru liði. Harvey Elliott hefur svo sýnt það í vetur að hann er alls ekki miðjumaður og guð má vita hvaða hlutverk Fabio Carvalho á að spila hjá Liverpool, hann er a.m.k. ekki Klopp miðjumaður. Þetta er strákur sem kom að 18 mörkum hjá Fulham í fyrra, þá 19 ára. Hann er miklu betri en hann hefur fengið eða náð að sýna hjá Liverpool og hefði satt að segja líklega átt miklu betra ár hjá Fulham.

Það er ekkert útilokað að Liverpool selji einn af hinum fimm í sumar, þá væru Salah eða Jota líklegastir. Ef að það kæmi alvöru tilboð í Salah myndi ég taka því eins og skot. Hann hefur ekkert getað eftir Afríkumótið á síðasta ári og er núna komin norður fyrir þrítugt. Fullkomlega óþolandi í vetur satt að segja. Aðalástæðan fyri því að ég efa að hann fari neitt er að ég sé ekkert félag bjóða það sem þarf. Töluvert breytt staða frá því fyrir svona 18 mánuðum.

Diogo Jota er svipað dæmi, hann hefur ekki skorað mark fyrir Liverpool í að verða eitt ár núna og varla spilað leik á þessu tímabili. Liverpool þarf að hafa miklu miklu minni þolinmæði fyrir svona leikmönnum, það skiptir engu máli hvað leikmaður er góður ef hann getur ekki spilað nema brot af leikjunum

Markmaður – (Enginn)

Liverpool kaupir efnilegan markmann á hverju sumri, einn af þeim hlítur að vera orðinn nógu gamall/góður til að fylla skarð Adrian sem þriðji markmaður. Vonandi höldum við Kelleher því hann gæti verið 1-2 árum frá því að banka fast á dyrnar á marki Liverpool. Hann er 24 ára en Alisson 30 ára. Höfum séð í vetur að þetta getur verið fljótt að gerast.


Til að draga þetta saman hugsa ég að líklegast sé að Liverpool fylli einfaldlega skarð þeirra sem eru að renna út á samningi í sumar. Keypt verði 3-4 alvöru leikmenn sem jafnvel kosta einhverjar fjárhæðir auk þess sem 1-2 komi sem meira svona uppfyllingarefni, (vara bakvörður, fimmti miðvöður eða þriðji markmaður).

Úr Akademíunni gætum við svo sé nokkra stíga skrefið, Tyler Morton, van der Berg og Koumetio koma allir til greina auk sérstaklega Ben Doak og vonandi Kadie Gordon. Svo er alltaf einhver sem maður býst ekkert sérstaklega við, Bajcetic var ekkert að fara í byrjunarliðið þegar við vorum að spá í stöðunni fyrir ári síðan. Núna er hann líklega framar en Henderson og Fabinho.

Það er svolítið síðan það þurfti að gera svona mikið í einu á leikmannamarkaðnum og þetta er fullkomlega sjálfskapaður vandi hjá félaginu. FSG er klárlega uppiskroppa með afsakanir og það er erfitt að sjá þá komast upp með sambærilega takta næsta sumar og þeir hafa jafnan verið með sem eigendur Liverpool.

Tímabilið 2017/18 og 2018/19 var félagið að setja um €180m í leikmannakaup, reyndar að stórum hluta á móti stórum leikmannasölum. Krafan er að taka þannig sumar núna og fjárhæðirnar hafa klárlega hækkað í nær €300m og þá án þess að selja lykilmann. Nóg er svigrúmið sem skapast á launaseðlinum fyrir leikmenn sem skila miklu betra framlagi.

21 Comments

 1. Frestum Gullkasti um sólarhing og tökum kannski snúning á þessu þar líka.

  Hvaða leikmenn teljið þið að séu raunhæft á innkaupalista Liverpool?
  Hvað er t.d. að gerast í Þýskalandi, á Spáni eða Ítalínu, Portúgal eða Hollandi sem við þekkjum ekkert eins og vel og enska boltann? Leikmenn þar sem koma til greina?

  5
 2. Einar, þú gleymir algjörlega að segja afhverju Liverpool keypti van Dijk og Alisson?
  Þessir tveir leikmenn hefðu ALDREI verið keyptir nema vegna sölunar á Coutinho til Barcelona
  Þessir tveir leikmenn sem eru sennilega mikivægustu pústlin í þeim árangri sem Klopp og Liverpool náði á árunum þegar við unnum þessa tvo stóru titla.

  Sá maður sem á að vera efstur á lista yfir þá sem eiga að yfirgefa Liverpool Fc heitir John W Henry

  FSG out og það STRAX!

  3
  • eh nei
   “Tímabilið 2017/18 og 2018/19 var félagið að setja um €180m í leikmannakaup, reyndar að stórum hluta á móti stórum leikmannasölum”

   Er svo eins og flestir búinn að ná þessu með að vilja FSG burt. Þetta voru meira vangaveltur um möguleg leikmannakaup og sölur

   7
   • Ég ætla svo sem ekki að eyðileggja fyrir þér einhverja fantasíudrauma um leikmenn.
    Ég þarf nú ekki að benda þér á að eigandinn spilar stærstu rulluna þegar það kemur að kaupum og sölum, svo láttu það ekki fara í taugarnar á þér að við séum ekki sammála um að vilja eigandan burt, ég mun halda mig við mína skoðun og endilega haltu þig við þína

    FSG out og það STRAX!

    3
 3. Jude Bellingham & Josko Gvardiol er bara nánast skilda fyrir liverpool!!!

  Eins fór Matthijs de Ligt til Beyern í sumar á
  67M EU var það eitthvað sem menn gátu séð fyrir og tekið og reynt að blása líf í ?
  Reyndar finnst mér BM ótrúlega snjallir í að fá til sín leikmenn.
  Eru komnir með Ryan Gravenberch hávaxin dm frá Ajax í Hollandi mjög spennandi leikmaður
  Jamal Musiala á djók verði frá unglingaliði Chelsea
  Þeir eru ekkert smá flottir í að viðhalda sér.

  Liverpool má vera miklu betri í að spotta svona stráka. Er menn vilja ræða kaupstefnu heilt yfir.

  En ég vill svo sjá annan miðjumann þá er þessi
  Matheus Nunes alveg spennandi alveg að detta í prime árin.
  Helst Gini aftur nokkrum árum yngri
  Djöfull var gott að hafa jafn gáfaðan mann og hann á miðsvæðinu. Spurning hvort þessi de Jong gæti tekið það hlutverk að sér. Jafnvel mcallaster hjá brighton.

  Svo er það Fab. Það er risastórt spurningarmerki
  Hvort hann sè búinn? Það er alltaf einn alltof hægur og grófur og nokkrum árum of gamall í öllum bumbuboltum á landinu.
  Fab virkar á mann sem þessi leikmaður inná vellinum í dag.
  Þetta er bara þannig staða og týpa á vellinum að hún verður að vera í lagi.

  Meira er það ekki í bili

  4
   • nkl Sane og coman og einmitt þegar hlutabréf voru lág í þeim. vel orðað.
    þetta er nkl leðinn sem maður hélt að FSG vildi fara en hræðslan við að taka ákkvarðanir og skipta mönnum út á réttum tímum virðist hafa tekið svolítið framfyrir þetta.

    vill bæta Mount við listan minn, reglulega orðaður við okkur og að detta út af samning.
    enginn glansleikmaður gerir bara sitt og með rétta skapið.
    og væri líka til í að sjá strák sem ég að eitthverjum ástæðum hef horft á fleiri leiki með en normal telst að einni ástæðu Marcus Edwards alin upp hjá Tottenham og spilar í portugal í dag.
    held að þetta gæti verið ódýr squd player fyrir okkur getur búið til hluti útfrá engu.
    bara spurning um höfuðið á gæjanum þekki það ekki nógu mikið en er gæi sem gæti verið á uppleið.

 4. Sæl og blessuð.

  Maður bilast við að sjá launin sem þessir guttar sem engu skila, eru að fá.

  Ég hef 0% þolinmæði fyrir skuggalega mörgum leikmönnum í þessu liði:
  Gomez, Jota, Keita, Ox, Matip, Jones, Adrian og sjálfsagt fleirum. Vá hvað við þyrftum að losna við þá. Þetta gerðu Nallar – Cut your losses, sögðu þeir og hentu út fjöldanum af leikmönnum sem engu skiluðu. Hið sama má segja þegar mu settu Pogba og Ronaldo út í kuldann.

  Cut your losses.

  Svo er það einmitt eins og þarna er svo vel rakið spurningin um aðra fyrrum máttarstólpa, Firmino, Salah, Henderson (liðið er gott þegar hann er í stuði – en það er farið að heyra til undantekninga), Thiago, Milner. Hvað segjum við um óskadrenginn Trent? Er það boðlegt að rölta aftur að eigin marki þegar allt er í uppnámi í teignum?

  Ég skal segja ykkur það. Hverjir eru eftir – er það fljótlegri upptalning? Alisson, Kelleher, Robbo, Nunez, Gakpo, Eliott, Bajcetic?

  Nei, þetta eru auðvitað óraunhæft, slík endurnýjun myndi ganga nærri liðinu. En svona líður sófaspesjalistanum og hann þakkar um leið fyrir þennan greinargóða pistil!

  12
 5. Virkilega flott grein

  Ég held að ef maður tekur eitt skref til baka og horfir á heildar myndina sögu Ensku deildarinar þá þurfa lið oft að endurstilla sig. Rauðnefur var helvíti klókur með þetta en þeir áttu líka eitt og eitt tímabil inn á milli þar sem menn töluðu um að þeir væru búnir. Wenger tók líka svona með Arsenal meiri segja gullaldar lið Liverpool áttu tímabil þar sem menn voru ekki vissir hvert liðið væri að fara (sjá 1986/87 og Rush að fara um sumarið).

  Þetta tímabil má fara til andskotans og svo byrjum við bara aftur og ef við höldum áfram að drulla á okkur þá þarf að gera eitthvað róttækt en ég ætla að leyfa Klopp og strákunum að njóta vafans.

  Það sem pirrar mig mest er að venjulega þegar lið er eins sterkt og okkar þá fylgja 2-3 Englandsmeistara titlar með en við þurfum að gera okkur að góðu þennan eina og það svíður helvíti mikið. Liðinn okkar sem lentu þarna í öðru sæti gegn City hefði slátrað t.d deildinni í ár en þetta virkar eins og down ár í deildinni.
  Arsenal eru góðir en ekki elítu lið, Man City eru að eiga down tímabil, Man utd eru að koma upp en eru ekki en þá orðnir elítu lið, Chelsea eru að eiga down tímabil, Liverpool eru að eiga down tímabil, Newcastle eru ekki komnir á þann stað sem þeir munu kaupa sig í og Tottenham menn eru sáttir við sína menn að vera þarna í baráttuni um 4.sætið.

  YNWA – Ég myndi vera bara nokkuð sáttur við 4.sætið ef við næðum því úr þessu ömurlega tímabili en ef ekki þá vill ég helst lenda bara í því 8.sæti og ekki spila á fimmtudögum.

  10
 6. Takk Babú

  Er raunhæft að fá aðeins 3-4 inn þegar það er þörf á 8-10?

  Króatinn hjá Lepzig er draumur, kostar yfir 100m. Endar hjá Che. Heillaðist af honum á HM og svo er hann harður púlari. Sorglegt að sjá hann fara annað. Rice og Jude eru á óskslistanum en Rice endar hjá Ars og Jude hjá Real eða City.

  Þú talar um 2 nýja miðjumenn. Þarf 6 sko. Fab og Hendo eru búnir og Thiago…tja, unnum loksins tvo leiki í deild og höfum haldið hreinu í þremur í röð án hans. Talandi um leikmann sem hentar ekki í Klopp bolta. Milner, Ox og Keita út auðvitað. Af hinum ofantöldum vill ég ekki sjá neinn í starting11 næsta tímabil. Gjörsamlega óraunhæft að keyptir verði sex en must að mínu mati. Kannski bara fimm ef Trent fær endurnýjun lífdaga á miðjunni því ferill hans og legacy er going down the drain í hægri bak.

  Bakverði já, helst tvo nýja hægri bakverði. Ramsey hent í lán ef hann helst heill. Tvo miðverði í stað Matip og Gomez. Er á því líka að selja Salah ef það kæmi gott tilboð. Þetta er besta staðan hans Elliott og það gengur ekki að hans hæfileikum er sóað annarsstaðar á vellinum Doak sem back up, hann þarf að fá mínutur.

  Hvað eru þetta margir inn? Einmitt, 9-10 leikmenn. Galið en nauðsynlegt. 4-5 starters og 4-5 í 18manna hópinn.

  10
 7. Sælir félagar

  Ég er mjög sáttur við pistil Einars og umræðuna sem eftir fer. Líka FSG out og það STRAX kommentin, ég er líka mjög sáttur við þau. Það er ljóst að verulegur uppskurður á liðinu verður að fara fram. Meira að segja snillingur eins og Firmino er kominn á tíma hvað þá aðrir sem yrði of langt upp að telja. Það er hinsvegar ljóst að það verða keyptir tveir í mesta lagi þrír í sumar. Nískunasirnar í FSG munu ekki leggja meira til en það . . . og svo það sé alveg ljóst Einar Matthías; FSG out og það STRAX 🙂

  Það er nú þannig

  YNWA

  3
  • Svo því sé haldið til haga þá er ég ekkert að gagnrýna þá skoðun að menn vilji eigendur Liverpool burt eða meiri metnað frá þeim. Það er hinsvegar ekki alveg þörf á að ítreka það í hverju einasta kommenti við allar færslur um mismunandi málenfi. Maður er alveg búinn að ná þessari skoðun.

   Hélt btw að þessi færsla kæmi því alveg til skila hver pressan er á eigendum Liverpool

   4
   • Sæll einar

    Rétt er það og satt að þessari skoðun hefur verið komið til skila og er þeð vel. Hitt er annað að það skaðar engan þó nokkrir einstaklingar hafi þetta sem lokaorð í sínum færslum hér á kop.is Kato hinn gamli endaði allar ræður sínar á “. . . að lokum legg ég til að Kartago verði lögð í eyði.” Það velltist að líkindum enginn í vafa um þessa skoðun Kato hins gamla en samt amaðist enginn við henni þannig séð.

    Ég vil svo enda þessa færslu á því að þakka þér Einar fyrir frábæra vinnu við þessa síðu og allt sem þú segir, bæði í ræðu og riti, er gott og gilt. Ég er ekki alltaf sammála þér en ég veit líka að þú ætlast ekki til þess frekar en ég ætlast til þess af þér hvað mig varðar.

    Það er nú þannig (þetta hefur líka sést nokkrum sinnum áður 🙂 )

    YNWA

    Að lokum legg ég til að FSG hypji sig og það STRAX 🙂

 8. Loksins real talk póstur. ekki vottur af pollíönnu í þessu og nákvæmlega eins og staðan er. Slæm.

  4
 9. Á maður að ræða þennan geggjaða pistil hjá Einari þvilíkur metnaður takk fyrir þetta.

  Vá er Arthur virkilega með 110k á viku er hann búinn að spila 1 mínutu fyrir okkur?

  Það sem stakk í augun líka er hversu lítið C.Jones er með 7.500 pund á viku það er lítið meðað við knattspyrnumenn á þessu leveli. Ætli metnaður hans sé að litast af því ?
  Kelleher er líka á lágum launum eða 10k myndi vilja að þeir endursemji við hann enda virkilega góður markmaður.

  En athyglisvert líka að sjá hversu mikill launakostnaður gæti losnað ef þeir fara í sumar.

  Vonandi verður styrkt all svakalega í sumar við þurfum á því að halda það er morgunljóst.

  3
  • Takk fyrir það. Tek þessum tölum með mjög miklum fyrirvara, sérstaklega Jones sem er nýlega búinn að skrifa undir nýjan samning, það var klárlega ekki m.v. 7.500

   2
 10. Ætli director of football staðan sé vanmetin?
  Held við hefðum gott af því að fá einn útsjónarsaman þar fyrir sumarkaupin

 11. Frábær pistill. Forréttindi að hafa aðgang að þessari síðu.

  Það má líka benda á að síðustu fjórir miðjumenn sem Klopp hefur keypt hafa ekki beint verið að slá í gegn:

  Sumar 2017: OX. Byrjaði vel og getur ógnað með skotum fyrir utan. Verið meira og minna meiddur síðan vorið 2018.

  Sumar 2018: Naby Keita. Úff…………… Hélt að Klopp þekkti þýska boltann vel en keypti líka Karius þaðan.

  Sumar 2018: Fabinho. Frábær kaup ef við horfum fram hjá síðasta ári.

  Sumar 2020: Thiago. Skrýtin kaup. Ekki misskilja mig – hann er frábær í fótbolta. Hann passar ekki í Klopp leikstílinn og hangir alltof lengi á boltanum. Hann átti að vera maðurinn sem myndi brjóta upp varnarmúr andstæðinganna með sendingum sínum. Hef ekki séð mikið af því. 93 leikir 3 mörk og 6 stoðsendingar. Skoraði síðast í nóvember 2021.

  Ég skil ekki af hverju það er svona erfitt að kaupa miðjumenn sem getur ógnað með skotum fyrir utan. Neves, Maddison og meira að segja JWP hjá Soton væru styrking á miðjuna hjá okkur. Þetta eru meira að segja leikmenn sem eru að spila með liðum í neðri helmingum á deildinni og jafnvel í botnbaráttu. Þetta segir meira en mörg orð um miðjuna okkar.

  Þetta ástand þarf að breytast í sumar.

  7
 12. Sælir félagar. Hvar enda okkar menn er spennandi. Ég sagði upp Viaplay sem kostar orðið 419 dkr. Sem er rúmlega 8000 í ónýtum krónum. Ég keypti aðgang að bingsport.com fyrir 7$ á mánuði en þetta er net stöð og ég varpa myndinni upp á vegg með skjávarpa. Þetta eru 49 dkr á mánuði. Til að fá þetta svona ódýrt þurfti ég að kaupa fyrir árið fyrir tæplega 600 dkr. Á þessari stöð fð ég allar helstu deildir í Evrópu og meistaradeildinni og alls. Vildi láta ykkur vita. Y.N.W.A.

  2
 13. hvað sem gerist þá verður liverpool að kaupa 2 heimsklassa menn á miðjuna í sumar.

  ef ekki þá verður næsta leiktíð eins og þessi.

  1
 14. Ok, Einar ég skal segja mína skoðun hvar ég tel að Liverpool þurfi að styrkja sig?

  Markmannsstaðan:
  Ég tel að við að við séum vel settir þar

  Vörn:
  Þar tel ég að við þurfum að kaupa einn góðan miðvörð með van Dijk
  Matip, Gomes og Konaté eru allt postulín vasar sem ekki er hægt að treysta á

  Ég myndi selja Gomes og reyna að ná Koulibaly frá Chelsea

  Miðjan:
  Hér þarf heldur betur að taka til!
  Halda Fabinho, Tiago, bajcetic og Carvalho
  Keita, Ox, jones, Henderson mega allir fara og ég vill fá Milner in í þjálfarateimið.

  Hér vil ég fá tvö stór nöfn úr efstu hillunni!
  Jude Bellingham og Sergej Milinkovi?-Savi? og einhvern unga og efnilegan

  Sókn:
  Hér erum við bara með mjög góðan hóp, engir farþegar.

  YNWA!

  1

Crystal Palace 0-0 Liverpool

Leikur gegn Úlfunum (aftur) – Upphitun