Amorim ekki heldur á leiðinni?

Samkvæmt David Ornstein er Amorim alls ekkert inni í myndinni hjá Liverpool sem næsti stjóri, en ku víst vera á radarnum hjá West Ham og er annaðhvort á leiðinni eða þá kominn til London til að ræða við Lundúnafélagið um að taka þar við af David Moyes.

Ef þetta er rétt – og Ornstein þykir nú með þeim allra áreiðanlegustu – þá eru allar líkur á að tölfræðiteymi Liverpool hafi vegið það og metið að Amorim væri ekki rétti kosturinn í starfið. Einhverjir tvítverjar héldu því fram að Amorim væri á leiðinni til Englands til að ræða bæði við West Ham OG Liverpool, en trúum við því? Ef knattspyrnustjóri ætti kost á því að fara til Liverpool, myndi hann líka velta fyrir sér möguleikanum á að fara til miðjumoðsklúbbs eins og West Ham? Þá erum við n.b. að taka með í reikninginn veðrið í Liverpool, niðurstaðan ætti SAMT að vera frekar augljós.

Svo þá spyrjum við enn og aftur: hver verður næsti stjóri Liverpool?

27 Comments

 1. Það mun koma einhvert no name wannabe í staðin fyrir Klopp, það er bara þannig.

  Ég held að það sé best að reyna njóta þessara síðustu leikja sem eru eftir undir stjórn Jurgen Klopp og hugsa ekkert um annað.

  4
 2. Þeir Henry og félagar eru örugglega spenntir fyrir einhverjum sem líkist Guardiola.
  Arnar Gunnlaugsson hlýtur að skora hæst í líkindareikningnum! Ég meina er það ekki augljóst, svona sköllóttur og grásprengdur alveg eins og Pep.

  10
 3. Unai Emery, tekur með sér Watkins, D. Luiz og Konza. Jafnvel Diaby og Bailey líka í stað Gakpo og Salah. Heyrðu já, þetta er bara komið. Forward this message to Mr. Edwards

  5
 4. Það er allavega kristaltært í mínum huga að enginn af þessum kanditötum sem er nefndir til sögunnar komast með tærnar þar sem Jurgen okkar Klopp hefur hælana!! Persónutöfrar Klopp erum engum líkir – hvað ætli það séu margir leikmenn – þá er ég að tala um alvöru leikmenn sem hugsa ekki bara um peningana – sem hafa viljað koma til Liverpool bara útaf Klopp?! Örugglega ófáir en flestir aldrei komið af því að FSG tímdi ekki að borga það sem til þurfti! Sem er ein ef ekki stærsta ástæðan fyrir því að Klopp er að yfirgefa liðið fyrr en áætlað var!

  Fyrst að Xabi ákvað að vera áfram hjá Leverkusen þá var/er af því sem ég hef lesið Amirom mest spennandi af þeim sem tilnefndir eru. En ef rétt reynist að maðurinn sé að fara tala við West Ham – halló, hvar er metnaðurinn drengur minn?!

  Arne Slot?! Afsakið mig, hver er það?! Gúgglið segir mér að hann sé 45 Hollendingur, núverandi stjóri Feyenoord, áður með AZ Alkmaar. Hvað hefur maðurinn unnið sér til frægðar til að geta talist verðugur arftaki Klopp?!

  Af myndum að dæma, sköllóttur og getur keppt við Arnar Gunnlaugs um stöðuna ef að það er það sem FSG er að sækjast eftir eins og Andri kemur inná hér ofar! En Fowler og allir hans englar – ekki að sjá að Arne hafi einhverja persónutöfra með sér eða sé karakter sem láti til sín taka á hliðarlínunni!
  Hafa hollenskir stjórar einhvern tímann farið frægðarför til Bretlandseyja?!

  Allavega – þetta verður rússíbani hjá okkur Púllurum næstu vikur hver muni taki við keflinu af hinum eina sanna……… Jurgen Klopp.

  YNWA

  6
  • Klopp væri sköllóttur líka, ef ekki væri fyrir rándýran handsaum.

   4
 5. Ekki Alonso, ekki Amorim, ekki Gerrad, ekki Lijnders.

  Hvað í andskotanum var Móri að gera á Liverpool leik?

  Ef það er ekkert af þessum sem okkur annaðhvort langar í eða alls ekki, hver er það þá? Ég sé engan augljósan kost þarna úti til að taka við af Klopp.

  Er það kannski Sebastian Hoeneß hjá Stuttgart? Gert góða hluti þar en er hann málið?
  Unay Emory er ekki að koma. Hann er góður að taka miðlungslið í semi toppbaráttu en ekki stórlið.

  Ég veit ekki hver það verður og mögulega vita stjórnendur hjá Liverpool það ekki enn heldur. Mig er allavega farið að gruna að þetta verði eitthvað nafn sem hefur ekkert verið til umræðu og við eigum öll eftir að verða gapandi hissa á ráðningunni.

  5
 6. Að slepptum öllum slöppum bröndurum um hárvöxt þjálfara (afsakið mig) þá verður gríðarlega áhugavert að sjá hvert FSG-liðar beina sjónum sínum í þjálfaraleitinni.
  Við vitum að þeir horfa mikið í tölfræðilega þætti, hverjir eru að ná árangri með takmarkað fjármagn, Xabi hlýtur að hafa verið blautur draumur hjá þeim og tikkað í flest eða öll box. Ekki ósvipað Klopp á sínum tíma kannski. Persónutöfrar Jurgens okkar eru óumdeildir og ekki hægt að keppa við hann á þeim bænum, ansi líklegt að hver sá sem tekur við eigi eftir að virka litlaus í samanburði.
  Kannski þurfum við að sætta okkur við einhverja “tímabundna” ráðningu sem tekur mesta höggið eftir brotthvarf Klopp. Einhverja Brendan Rodgers týpu sem heldur sætinu heitu þar til Alonso mætir.

  5
 7. Sælir félagar

  Þróunin í stjóra málinu er farin að valda mér áhyggjum. Andstyggilegt smettið á Móra í stúkunni var ekki til að bæta geðslag eða væntingar. Ég mun hætta að styðja Liverpool ef hann/á meðan hann verður stjóri liðsins svo mikla óbeit hefi ég á manninum. En að því slepptu þá eru það áhyggjur að einhver ódýr með góða tölfræði í 2. deild Austuríkis verði fyrir valinu eða einhver álíka. Svo getur verið að, ein og Andri nefnir hér fyrir ofan að leikinn verði biðleikur ef FSG hefur loforð Alonso um að koma eftir næstu leiktíð. En samt – áhyggjurnar eru til staðar.

  Það er nú þannig

  YNWA

  4
 8. Það er klárt mál að ef Amorim fer til West Ham, þá er það vegna þess að honum var ekki boðið starfið hjá LFC. Ef hann kemur ekki, finnst mér Arne Slot líka mjög spennandi kostur.

  1
 9. Vá ef að Mourinho kæmi nú sem stutt stopp á meðan beðið er eftir Alonso.
  Eins mikið og ég þoli ekki manninn þá má hann eiga það að hann er ótrúlegur sigurvegari sem brennir svo allt að baki sér á 3 tímabili þannig að kannski í 1-2 ár þá gæti hann raðað inn bikurum 🙂
  Nei fjandinn, ég held að ég gæti hann ekki.

  2
  • Mjög slæmt að misst JOTA, hann er sá sem þarf ekki 20 færi til þess að skora mark. Þetta er mikið áfall fyrir Liverpool. Hann er sá sem við þurfum núna. Ömurlegar fréttir 🙁

   1
   • Þá er að setja Darwin inná – en ekki Salah. Darwin er með miklu betri statistík þegar Salah er ekki að trufla hann. Gakpo, Darwin, Diaz, takk! Og hafa svo Jayden Danns í bakhöndinni.

    2
 10. En góðu fréttirnar eru þær að við fáum ADIDAS búninga frá og með hausti 2025!

  Ekki þar fyrir, ég hefði viljað fá New Balance aftur. Langflottastir.

  2
 11. Manni sýnist eins og þessi þjálfaramál eru að þróast að þá sé ekkert hægt að lesa í eitt né neitt fyrr en Edwards og Hughes svipta hulunni af einhverju svakalegu dæmi.

  Eins svakalegt og það hljómar þá myndi ég, ef það myndi færa okkur Xabi Alonso eftir 1-2 ár, að fá Mourinho um borð og gera það sem hann gerir vel; stýra fótboltaliði í 2-3 ár áður en allt fer í skrúfuna.

  Við verðum að sætta okkur við að það er enginn kjúklingur að fara að ganga í þetta starf né einhver sem er sæmilega þenkjandi á hliðarlínunni. Það er enginn sem þorir að feta í fótspor Klopp nema það sé einhver stór-kanóna á borð við Guardiola, Ancielotti eða Lars Lagerback 🙂 sem geta stígið inn í skuggann af Klopp.

  Ef til vill erum við bara að eyða of miklum tíma að spekúlera í þessu – klárum bara mótið, vinnum þessa deild og kveðjum Klopp með tár í augunum.

  2
 12. Nýjasta nafnið er Arne Slot, þjálfari Feyenoord. Það er spennandi kostur.

 13. Mourinho til Liverpool!? Þá fyrst hættir þetta að vera fyndið sko.Þá væri ég frekar til í Óla Jó!

  3
 14. Já öll vötn renna til Arne Slots núna í dag,
  hann var mikið orðaður við Tottenham áður en Ange Postecoglou fékk það starf.
  nú veit ég lítið um þessa Þjálfara sem er verið að orða við klúbbinn.
  Slots er með 63% sigurhlutfall með Feyenoord 2.11 stig í meðaltali.
  vonandi að þetta sé sterkari karakter en Erik Ten Hag sem virðist hafa bakkað með allar sýnar hugmyndir um fótbolta við komuna til Englands.
  Mér sýnist á öllu að þetta sé að raungerast og það verða talsvert miklar breytingar í sumar og þá á leikmannahóp líka.

  • Vill bæta smá við þetta.
   þar sem ég sá kunnulegt stef þegar maður skoðar Feyenoord vs Ajax í dag
   markaðsvirði leikmannahóps er 323m evra gegn 219M Evra Feyenoord í vil.
   23/24
   hefur útgjöld Feyenoord verið 35m Evra meðan Ajax er í 110m Evra.
   þarna er minni eyðsla en hámarki á verðgildi hópsins alveg í topp miðað við keppinautana.

   er þetta ekki allt eins og það á að vera fyrir FSG! EDWARDS Streaks again! 🙂

   2
 15. Hef verið í fríi. Sýnist fleiri þurfa það en ég.

  * Móri er ekki á leið til LFC. Það væri amk. mjög skrítið fyrir moneyball klúbb að ráða mann sem hefur aldrei gert neitt til að byggja til langs tíma og hefur enga kerfishugsun í sínum beinum.
  * Það eru ekki margir þjálfarar til sem gera tilkalls til þess að þjálfa topp 10 klúbb í heiminum — hvað þá topp 5 klúbb — hvað. Núna eru LFC, Barcelona, Bayern, og ManU öll að leita að stjóra. Það eru enn færri sem eru þannig þjálfarar sem hugsa fyrst um klúbbinn og svo um bikara og eigin frama.
  * Moneyball er kerfishugsun. Edwards er moneyball. Ráðning Klopp var kerfishugsun — fáum inn mann sem mun breyta hugarfari klúbbsins og koma okkur á rétta braut—hann var miklu betri en kerfishugsunin þorði að vona.
  * Kerfishugsun mun ekki segja að ráða eigi Klopp 2.0. Það sem Klopp gerði er þegar gert og hugarfar og innviðir klúbbsins þurfa ekki þannig mann í dag
  * Kerfishugsunin mun segja að það þurfi verkstjóra sem leyfir innviðunum að þroskast og klúbbnum að halda áfram að styrkja sig fjárhagslega og byggja upp kerfi sem heldur áfram að sigra nóg til að vera alltaf í topp 4 og oft í keppni um bikara og titilinn.
  * Kerfishugsun metur ekki að vinna Englandstitilnn eins og aðdáendur. Kerfishugsunin veit að það er fótbolti hefur mikla slembilukku — og það er miklu auðveldara að stefna á að vera alltaf góður og stundum bestur fyrir heppni, heldur en að stefna á að vera alltaf bestur.
  * Edwards hefur ekki mikið álit á stjórum og tölfræðin segir okkur að það er mikilvægara að stjórinn geti unnið innan kerfisins sem klúbburinn hefur, heldur en að fá besta stjórann. Edwards mun líka vilja stjóra sem lætur að hans stjórn

  Niðurstaðan er kannski ekki öllum að skapi. LFC verða topp 4 lið næstu árin með vonandi einhverjum titlum — en við erum ekki að stefna á að verða langbestir í heiminum. Það er bara ekki moneyball….

  Þetta hentar mér svosem þar sem ég er í lífinu. Að hafa LFC alltaf geta unnið alla leiki sem þeir spila, jafnvel þó þeir vinni ekki alltaf alla bikara er ágætt. Amk. betra en að vera eins og Manu síðustu ár, eða við áratug þar á undan.

  8
 16. Veit bara ekki hvað ég get sagt með að slots sé nefndur sem líklegasti þjálfari Liverpool núna.
  Underwhelming er ekki rétta orðið ég bara finn ekki rétta orðið yfir tilfinninguna sem ég er að hugsa núna.
  Maður vissi klárlega við værum ALDREI að fara fá þjálfara í staðinn fyrir Klopp ALDREI nokkurn tíman ekki einu sinni þó við hefðum fengið Alonso.
  EN það að fara svo úr öðrum kosti sem virtist hafa verið Amorim og svo núna tala um þjálfara með “næst besta” liðið í hollandi ég á bara pínu erfitt.

  Djufull vona ég að þetta séu óþarfa áhyggjur og við eigum eftir að sjá flottar breytingar á liðinu en
  vá hvað er erfitt að halda í það að fara úr Klopp og mögulega í Slots sem þjálfara úff!

  1
 17. Gæti verið búið að loka samningi við Xavi hjá Barcelona fyrir nokkru síðan…..treysti FSG og Co að gera þetta vel einsog þeim er lagið…..hvaða eigendur eru að reka lið sitt betur í ensku deildinni?

  3
 18. Mourinho. sást í liverpool í dag…… hvað er í gangi!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Fulham 1-3 Liverpool

Gullkastið – Byrjunin á endanum