Leikmannaglugginn opnar á morgun

Gleðilegt ár 2023

Líklega erum við stuðningsmenn Liverpool að vanmeta töluvert hversu spennandi viðbót Cody Gakpo er við núverandi leikmannahóp. Hann er með svipaðan profile og flestir þeirra sóknarmanna sem Liverpool hefur keypt í tíð FSG. Vandamálið er að þetta eru þriðju stóru leikmannakaupin í röð á sóknarmanni sem líður best á vinstri vængnum en getur leyst fleiri stöður. Luiz Diaz tók bókstaflega stöðuna af Sadio Mané fyrir ári síðan, Darwin Nunez hefur spilað hvað mest vinstramegin í 4-3-3 leikkerfinu þú framtíð hans sé vonandi sem fremsti maður. Fyrir var Diogo Jota sem leysir þetta hlutverk einnig. Fabio Carvalho er svo enn ein nýlega viðbótin sem getur leyst þessa stöðu.

Engin af þeim lagar risastóra vandamálið í liði Liverpool, hlaupagetu og alvöru kraft á miðjuna. Liverpool þarf sannarlega Jude Bellingham eða álíka heimsklassa miðjumann árið 2023, drauma box-to-box miðjumann sem spilar á píanóið og tekur við af Thiago í því hlutverki hjá okkur. En núna vantar jafnvel ennþá meira miðjumann sem getur haldið á helvítis píanóinu.

Staðan er einfaldlega þannig og hefur verið allt þetta tímabil að miðjan öðrum fremur er á góðri leið með að klúðra vonum liðsins um Meistaradeildarsæti. Væntingarnar fyrir tímabilið voru fullkomlega eðlilega að liðið væri að berjast um titilinn sem segir sitthvað um hversu stór vonbrigði þetta eru. Fyrstu leikirnir eftir HM sýna að sömu vandamál eru fullkomlega til staðar ennþá og ef að Liverpool gerir ekkert í janúar eru allar líkur á að þessi hópur klúðri Meistaradeildarsæti í vor. Keppinautar Liverpool hafa sannarlega ekki setið auðum höndum og eru að ná okkar mönnum mjög hratt.

Það að leyfa liðinu að eldast saman og endurnýja ekkert hjartað í liðinu er á barmi þess að verða ófyrirgefanlegt. Miðsvæðið er hjartað í öllum liðum Jurgen Klopp og erfiðasta hlutverkið að koma nýjum manni inn í. Pressufótboltinn þar sem andstæðingurinn fær ekki tíma til að anda er helsta einkennismerki Klopp og flokkað sem hinn raunverulegi leikstjórnandi liðsins. Liverpool liðið 2022-23 er fullkomlega búið að tapa þessum leikstjórnanda og leikurinn í gær var rosalega áberandi vond áminning um einmitt þetta. Fjarvera Fabinho var augljóslega aðalástæða þar en Thiago var nánast að spila eins og ryksuga fyrir Henderson og Elliott á löngum köflum sem voru hroðalegir varnarlega.

Thiago er nákvæmlega leikmaðurinn sem ætti að vera með svona Wijnaldum cover með sér til að fá tíma til að gera það sem hann gerir best. Sama með Fabinho, hann er frábær ef hann þarf ekki að verjast einn síns liðs á miðsvæðinu og sópa fyrir sóknarbakverðina.

Fyrir tímabilið fór Klopp í viðtöl við Liverpool fjölmiðlana og tók upp á því af fyrra bragði að verja miðjumenn sína. Það sá það hver maður að Liverpool þurfti að styrkja liðið á miðsvæðinu og það að fara inn í enn eitt tímabilið með sömu meiðslahrúgur, bara ári eldri, var ekki sigurformúlan. Tchouaméni var takmarkið og endurnýjunarfasi liðsins væri svo mikið lengra komin hefðu kaupin á honum eða öðrum miðjumanni í svipuðum heimsklassa verið kláruð í sumar. Það er einnig þörf á slíkum leikmannakaupum næsta sumar. Núna þarf að kaupa tvo miðjumenn (að lágmarki) sem eru nógu góðir til að vera hugsaðir sem byrjunarliðsmenn hjá Liverpool.

Arthur Melo á láni á lokadegi gluggans er holdgervingur þess hversu illa Julian Ward og félagar skitu upp á bak í sumar, hann hefur spilað 13 mínútur í deildarbikarleik það sem af er móti. Hann kom til þess að leysa örvætingafulla stöðu meiðslalega á miðsvæðinu. Hann bættist við allt of stóran hóp miðjumanna sem eru orðnir farþegar hjá félaginu.  Liverpool þarf að taka þennan glugga svipað og Arsenal og Tottenham gerðu á síðasta tímabili og láta þessa farþegar fara og nánast borga fyrir það til að endurnýja mannskapinn, óþarfi að bíða með þessa endurnýjun í hálft ár.

Núverandi hópur

Liverpool byrjaði tímabilið illa og það er ekkert hægt að kenna miðjunni einni um það, hún er bara svo augljós rót vandans. Mark Leicester í gær er fullkomið sýnidæmi. Allir varnarmenn Liverpool hafa átt leik á þessu tímabili sem varla telst boðlegur og helstu sóknarmenn liðsins eru bókstaflega í 1. og 2. sæti yfir fjölda dauðafæra sem hafa farið forgörðum. Holningin á liðinu í heild hefur verið ömurleg, það hafa verið fleiri meiðsli í vetur en voru á sama tíma 2020-21. Flest af þeim hjá leikmönnum sem vitað var að yrðu meiddir meira og minna alltaf.

Það hefur hinsvegar verið endurnýjun í vörninni og klárlega í sókninni, alls ekki á miðjunni.

Skoðum aðeins hópinn

Arthur Melo – Ólíkt stöðu Man City þar sem kaup á Jack Grealish og Kalvin Phillips fyrir +150m verða ekkert að hitta mátti Liverpool ekki við því að panic lánsmaðurinn á lokadegi gluggans myndi ekki setja mark sitt á liðið strax frá byrjun. Arthur hefur reyndar verið hræðilegri viðbót en nokkur hafði hugmyndaflug í að óttast. Á pappír er hann samt rosalega spennandi viðbót og að mörgu leiti miðjumaður sem Liverpool vantar.

Sagan er hinsvegar ekki beint með honum, hann byrjaði 14 deildarleiki árið 2019/20, hann byrjaði 13 deildarleiki hjá Juventus 2021/21 og hann byrjaði 11 deildarleiki árið eftir. Hann hefur spilað 1000-1500 mínútur í deildarleikjum undanfarin fjögur tímabil og við erum að tala um 26 ára gamlan leikmann. Hann hefur ekki ennþá náð mínútu fyrir Liverpool í deildinni og janúar byrjar á morgun. Þetta er hlæilega fáránlegt en svo ekta Liverpool.

Það að þessi kaup hafi misheppnast svona rosalega sýnir bara enn frekar þörfina á nýjum leikmanni núna strax, Arthur hefur bókstaflega ekkert hjálpað, verið verri en engin. Ef hann væri heill heilsu (eitthvað sem er ólíklegra en að Naby Keita) myndi samt ekki leysa vandamál Liverpool á miðsvæðinu. Hann er ekki þessi líkamlega sterki miðjumaður (augljóslega) sem getur hlaupið á við tvo menn og leyst skítverkin.

Naby Keita – Bundesliga útgáfan af honum er nákvæmlega það sem Liverpool þarf á miðsvæðið hjá sér núna. Hann hefur afrekað 52 mínútur í deildinni það sem af er þessu tímabili sem er nú líklega eitt af hans betri tímabilum bara. Aftur, Arthur 26 ára og Naby Keita 27 ára hafa spilað 52 mínútur samanlagt í deildinni (Keita kom tvisvar inná sem varamaður). Þetta eru leikmenn á prime aldri og báðir geggjaðir á pappír.

Keita er samt ekki vandamálið lengur heldur sú staðreynd að hann er bara ennþá hjá Liverpool. Það hefur nákvæmlega ekkert verið hægt að treysta á hann, aldrei.

Alex Oxlade-Chamberlain – Hinn leikmaðurinn sem er ótrúlegt að sé bara ennþá hjá Liverpool, hann náði bókstaflega þremur góðum mánuðum fyrir fimm árum og fékk nýjan samning út á það en hefur nákvæmlega engu skilað síðan. Það að hann sé að byrja tvo deilarleiki í röð í sóknarlínunni segir allt sem þarf um meiðsalistann og útskýrir vel kaupin á Cody Gakpo. Fínn strákur augljóslega og góður leikmaður á pappír en minna hægt að treysta á heldur en Naby Keita. Ox hefur verið hjá Liverpool frá 24-29 ára aldri sem er ótrúlega sorglegt.

Curtis Jones – Hann hefur byrjað einn deildarleik í vetur og einn í Meistaradeildinni. Spilað samtals 270 mínútur. Þetta á að vera einn efnilegasti miðjumaður deildarinnar, 21 árs gamall með rúmlega 60 leiki nú þegar fyrir Liverpool. Hann er fjórði maðurinn í þessari upptalningu miðjumanna Liverpool sem ætti að vera á besta aldri sem leikmaður Liverpool en hefur hefur varla náð leik vegna meiðsla. Eðlilega myndi ég byrja á hinum þremur en félagið þarf að vera meira brutal við þá alla og losa af launaskrá miklu hraðar.

Þessir fjórir ættu að vera máttarstólpar liðsins núna m.v. aldur og hæfileika. Staðan er hinsvegar þannig að það myndi nákvæmlega engu máli skipta ef 1-2 af þeim færu frá félaginu núna í janúar.

James Milner – Ekki bara er Milner búinn að spila meira en þessir fjórir miðjumenn heldur er hann búinn að spila meira en þeir allir samanlagt. Líklega er ekki hægt að útskýra betur hversu miklir farþegar þessir fjórir miðjumenn hafa verið. Milner spilar auðvitað ekki bara sem miðjumaður en þarf klárlega að leysa þar af einnig. Milner er raunar gott dæmi um þá tegund af miðjumanni sem Liverpool þarf núna í janúar. Ekki 36 ára útgáfan af honum heldur 26 ára útgáfan. Eina vandamálið við Milner er í raun hversu mikið liðið þarf á honum að halda ennþá.

Harvey Elliott – Ef að allt er eðlilegt verður Elliott óstöðugur næstu 1-3 tímabilin enda ennþá bara 19 ára gamall. Hann hefur auðvitað nú þegar tekið heilt ár frá vegna meiðsla! Ef að það á að gera hann að raunverulegum valkosti sem miðjumaður hjá Liverpool er líklega engin í hópnum sem þarf meira annan miðjumann við hliðina á sér með alvöru hlaupagetu. Thiago á alls ekki að vera í slíkum verkefnum líkt og hann var í gær og Henderson einfaldlega getur það ekki lengur. Ekki marga leiki í röð. Eins og staðan er núna finnst manni Elliott falla aðeins á milli í leikstíl Liverpool. Frábært efni sem verið er að reyna koma inn í liðið en passar hvergi alveg 100% Satt að segja sér maður frekar pláss fyrir Stefan Bajcetic í liði Liverpool til lengri tíma litið haldi hann áfram að þróast eins og hann hefur verið að gera.

Dæmum hann samt betur í liði með alvöru holningu og eðlilega vél á miðsvæðinu. Hann hefur spilað næst mest af miðjumönnum Liverpool það sem af er tímabili sem er líklega of mikið. Elliott er samt að gera ótrúlega hluti 19 ára í samanburði við t.d. nánast alla samherja sína þegar þeir voru á sama aldri. Það er aðeins erfiðara að læra leikinn hjá Liverpool með heimspressuna við hvert fótmál en það er t.d. hjá RB Salzburg, Basel eða PSV.

Jordan Henderson – Það er smá scary að hann eigi þetta tímabil og tvö ár í viðbót eftir af samningi miðað við hvernig hann hefur verið að spila á köflum í vetur. Þessir leikir núna milli jóla og nýárs eru rosalegar viðvörunarbjöllur (og ég hef verið einn helsti stuðningsmaður Henderson).

Enn eitt dæmið um nákvæmlega þann leikmann sem Liverpool vantar núna, 2014 útgáfan af honum. Hann er að sýna það í vetur að hann ætti nú þegar að vera búin að taka við hlutverki Milner sem gæða varaskeifa og mögulega var það hugmyndin, bara næst ekki þar sem samherjar hans eru meira og minna allir svo ótrúlega brothættir (aumingjar) að þeir ná varla leik fyrir félagið.

Henderson sem varaskeifa fyrir Fabinho var kannski möguleiki undanfarin 1-2 ár en það verður augljósara með hverjum leiknum að það á ekki lengur við. Fabinho vantar mun frekar alvöru samkeppni og helst einhvern sem á endanum tekur af honum stöðuna.

Fabinho – Það er engin tilviljun að Fabinho sé að eiga eitt sitt erfiðasta tímabil núna. Hann hefur sjálfur alls ekki verið upp á sitt besta og klárlega partur af vandamálinu. Síðasta tímabil hefur líklega setið í honum líkt og samherjum hans en ofan á það hefur líklega engin fundið eins rosalega fyrir vandræðum Liverpool á miðsvæðinu og einmitt Fabinho. Berið samherja hans það sem af er þessu tímabili saman við Henderson og Wijnaldum á hátindi ferilsins með Milner sem back up þegar hann hafði ennþá hlaupagetu heilan leik. Fabinho er miklu meira núna að hreinsa upp skítinn fyrir samherja sína á miðjunni frekar en bakverðina sem ætti að vera hans aðal hlutverk til að hleypa þeim framar. Það hefur auðvitað gert það að verkum að þeir verða einnig miklu meira berskjaldaðir með tilheyrandi gáfulegri umræðu. Holningin á liðinu hefur verið handónýt og Fabinho hefur klárlega liðið mjög fyrir það. Hann er þar fyrir utan orðin 29 ára og hefur líklega ekki heldur sama kraft og drive lengur og hann hafði 25-26 ára. 

Rétt eins og Liverpool átti að gera þegar Henderson og WIjnaldum voru 29 ára þarf núna að fara huga að arftaka hans í byrjunarliðinu. Ekki bíða í 2-3 ár og leyfa meðalaldri liðsins að hækka um einmitt 2-3 ár samhliða.

Það segir sig sjálft ef maður horfir á Klopp fótbolta að hann ætti að vera vinna með 23-26 ára hungraða miðjumenn í a.m.k. 2 af 3 stöðum í boði á miðjunni, ekki 29, 31 og 32 ára leikmenn með einn 19 ára og annan 36 ára sem helstu back up möguleikana. Fjórir af þessum fimm hafa unnið allt í boltanum, unnið lengi með Klopp og hafa bara ekki sama hungur ennþá, hvað þá kraft.

Thiago – Ef að Liverpool kauir Jude Bellingham væri hann líklega hvað mest að fara koma inn í hlutverk Thiago. Bellingham er einmitt heimsklassa leikmaður í sama gæðaflokki og Thiago hefur verið allan sinn feril. Holningin á miðsvæðinu hjá Liverpool á þessu tímabili er svo mikil sóun á hæfileikum Thiago að það er gjörsamlega óþolandi. Þar fyrir utan er hann rosalega nálægt því að vera í sama flokki og Arthur, Keita, Ox og Jones, allt of oft meiddur til að geta verið þetta stór partur af leikskipulagi liðsins. Það sem af er þessu tímabili sem dæmi hafa Fabinho, Henderson og Elliott allir spilað meira í deildinni en Thiago. Hann er 31 árs og því líklega ekki að fara verða hraustari en klárlega langbesti miðjumaður Liverpool í dag.

Hvaða leikmenn væru líklegir?

Liverpool er að gefa þau skilaboð út núna að félagið þurfi að safna peningum fyrir nýjum leikmannakaupum. Það er vonandi meira partur af samningstækni við önnur félög sem pumpa upp verðið á þeim leikmönnum sem Liverpool sýnir áhuga, frekar en alvöru staðreynd. Það gengur einfaldlega ekki upp að Liverpool geti ekki keypt fleiri leikmenn núna en sóknarmann úr hollensku deildinni á svipaða fjárhæð og þótti mikið fyrir áratug.

Nettó eyðsla félagsins var €15m á síðasta tímabili og hefur verið minniháttar í fjögur ár núna þrátt fyrir eitt mesta blómaskeið félagsins ever í tekjuöflun. Nettó eyðsla Liverpool undanfarin fjögur ár er að meðaltali €26m á móti €105m hjá Arsenal. Arsenal hefur ekki spilað leik í Meistaradeildinni á þeim tíma, hvað þá farið þrisvar í úrslit og ekki heldur unnið deildina. Völlurinn þeirra skilar ekki svona mikið meiru á leikdegi og satt að segja hefur Liverpool tekið framúr Arsenal hvað tekjuöflun varðar.

Aston Villa, Wolves, Everton, West Ham og hvaða miðslugslið sem er hafa getað eytt miklu meira í leikmenn en Liverpool undanfarin ár, oft leikmenn sem Liverpool hefði sannarlega mátt skoða sjálfir.

Liverpool á að vera á pari við Man Utd, spænsku liðin og guð minn góður Arsenal á leikmannamarkaðnum núna. Ekki Roma og Tottenham eða álíka félög. Er ekki að tala um svindlliðin (Olíufélögin) í þessu samhengi heldur bara liðin sem FSG ætti vel að hafa bolmagn í að keppa við, ef ekki skil ég vel að þeir vilji fá nýja aðila að borðinu.

Það er eitthvað mjög mikið að ef félagið hefur ekki efni á a.m.k. 200m í leikmannakaup til viðbótar árið 2023 núna eftir kaupin á Gakpo. Ofan á það skapast hellings svigrúm í sumar þegar töluvert af illa nýttum launum fer frá félaginu.

Enzo Fernandez
FSG kom Liverpool í fremstu röð með því að vera snjallari á leikmannamarkaðnum en andstæðingarnir, félagið er farið að skila MIKLU meiri tekjum fyrir vikið og ætti því að vera komið í hærri hillur núna á leikmannamarkaðnum.

Það að Naby Keita hafi verið svona mikil vonbrigði skiptir í alvöru töluverðu máli hjá Liverpool á sama tíma og svona leikmannakaup gerast á hverju sumri hjá City, Chelsea og United sem dæmi. Leikmannakaup Liverpool hafa heilt yfir verið ótrúlega vel heppnið í tíð Klopp og það er ekki tilviljun.

Enzo Fernandez er frábær leikmaður augljóslega en það meikar ekkert sens að kaupa hann á €120m hálfu ári og aðeins fimmtán leikjum í Portúgal eftir hann kom til Benfica fyrir sexfalt lægri fjárhæð. Tækifærið var þegar hann fór frá Argentínu, alls ekki núna og þær fjárhæðir sem verið er að tala um.

Raunar kaupi ég ekki að neitt lið sé til í að borga uppsett verð heldur séu fréttir þess efnis mest frá Benfica og umboðsmanni Fernandez. Ef eitthvað lið verður það Chelsea eða eitthvað af olúfélögunum. Alvöru HM skattur það.

Moisés Caicedo er nákvæmlega sama saga, hann er klárlega spennnandi leikmaður og gríðarlegt efni en ekki nema hann sé með óraunverulega góðar tölur er Liverpool ekki að fara kaupa hann á fjórfalt hærri fjárhæð en hann kostaði fyrir sex mánuðum eða svo. Klúðrið var þá að kaupa hann ekki áður en hann fór til Brighton. Alexis MacAlliser væri frekar option frá því liði reyndar.

Declan Rice – Það er magnað í raun hversu lítið Rice hefur verið í umræðunni núna. Hann er á pappír nákvæmlega leikmaðurinn sem Liverpol ætti að vera með mjög ofarlega á sínu blaði. Sama á reyndar við um öll hin toppliðin. Hann á 18 mánuði eftir af samningi, hann er hjá West Ham sem er ekki að fara neitt ofar en þeir hafa verið að gera í hans tíð hjá félaginu og hann þarf augljóslega að taka næsta skref á sínum ferli. Hann er á frábærum aldri og enskur.

Mest væri ég samt til í að sjá Liverpool kaupa miðjumann sem við vitum ekkert rosalega mikið um en hentar fullkomlega. Það hafði ekki nokkur maður hugmynd um Enzo Fernandez fyrir ári síðan og því síður Caicedo. Tchouaméni  var heldur ekki búinn að vera í umræðunni lengi fyrir síðasta sumar. Það eru til helling af alvöru góðum leikmönnum sem maður veit ekkert af enda aðallega að horfa á eina deild. Umræðan um leikmannakaup er oft ofboðslega einhæf og þegar búið er að setja fókus á einhvern einn er eins og hann sé bara eini mögulegi valkosturinn í heiminum. Það kemur alltaf í ljós skömmu seinna að það er kjaftæði.

Liverpool stuðningsmaðurinn Martin Ödegaard er öðruvísi dæmi um möguleg leikmannakaup, rétt eins og Juventus leikmennirnir sem fóru til Tottenham. Gæðaleikmenn sem búið er að afskrifa eða hafa ekki verið að sýna sitt besta en gætu átt helling inni í réttu umhverfi. Ödegaard er að standa undir hype-inu sem var á honum sem krakka og Arsenal fékk hann fyrir 35m eftir eitt ár á láni! Það er þjófnaður sem Liverpool sérhæfði sig í einu sinni. Liverpool þurfi auðvitað að hitta á Arthur í sínum svona leikmanna”kaupum”, meiðslahrúgu sem náði 13 mínútum hjá Liverpoo.

Hvað er svo t.d. í boði hjá liðunum sem skitu á sig í Meistaradeildinni núna og þurfa pening til að rétta af skellinn sem það hefur á reksturinn?

  • Hvernig var Liverpool t.a.m. ekki allt um lykjandi Frenkie De Jong í sumar (eða núna). Barcelona var í fjárhagsvandræðum fyrir, það hefur líklega ekkkert hjálpað þeim að detta út í riðlakeppninni heldur…
  • Liverpool henti Ajax úr leik og gæti alveg haft not fyrir Kudus sem dæmi þó hann sé alls ekki það sem okkar mönnum vantar mest núna. Joao Felix er 23 ára og augljóslega komin tími á hann í Madríd, aftur ekki tegundin af miðjumanni sem okkur vantar mest núna en level af heimsklassa sem mögulega er of öflugur til að skoða ekki
  • Ef við förum vel út fyrir boxið þá er t.d. Mattéo Guendouzi sem var kjáni hjá Arsenal en er aðeins 23 ára og nógu góður til að vera landsliðshópi Frakka. Ekki endilega að óska eftir að Liverpool hjóli í hann en það eru alveg til svona leikmenn sem eru ekki að spila á Englandi með fjórfaldan verðmiða á sér bara fyrir það. Efa að þetta sé minna talent en Caicedo sem dæmi. Rabiot hjá Juventus sem féll einnig úr leik er ennað svona dæmi. Mögulega ólíklegri karakter samt til að vekja áhuga Liverpool.
  • Hvað heita næstu Enzo Fernandez, Caicedo og Tchouaméni sem verða eftir 6-8 mánuði orðnir “ómissandi” þegar Liverpool er orðað við miðjumann?

Við verðum að fara hóflega bjartsýn inn í þennan janúarglugga. Satt að segja held ég að það sé dýrara að gera ekkert meira en það er að senda alvöru skilaboð og kaupa alvöru miðjumann strax sem hjálpar okkur að gleyma þessari Arthur Melo hörmung í síðasta glugga.

Ég hef ekki trú á að Liverpool geri meira í janúar og hef eins og þessi pistill sýnir töluverðar áhyggjur af því.


Að því sögðu vonum við auðvitað að 2023 verði alvöru gott ár fyrir Liverpool, 2022 var rosalegt ár þar sem vantaði svo lítil herslumun uppá að félagið tæki alla titlana sem í boði voru.

Kop.is óskar öllum gleðilegs nýs árs

16 Comments

  1. Einar, ég er sammála flestu sem þú ert að segja að þurfi að gerast til að Liverpool sé að fara að blanda sér í baráttuna um top fjóra. Undir eignahaldi FSG er það ekki að fara að gerast, salan á klúbbnum er ALGJÖRT lykilatriði!
    Ég tel að það séu ekki miklar líkur á að salan klúbbnum verði búinn fyrir lok Janúar svo það er ekki að fara koma neinn toppleikmaður á miðjuna í þessum glugga það er því miður þannig.
    Mín spá er sú að Liverpool séu búnir á leikmannamarkaðinum í þessum glugga. Miðað við þá kaupstefnu sem FSG hefur unnið eftir þá kemur kannski leikmaður in Ben Davis klassa eða eitthvað álíka.

    Ég vona að Liverpool verði í betri stöðu á næsta tímabili undir nýju og fjársterku eignarhaldi.

    FSG out!

    5
  2. Geggjaður pistill takk fyrir Einar.
    Manni læðist grunur að já gæti verið lokið eftir kaupinn á Gakpo. Var mjög sáttur við að fá þennan leikmann en munu þeir virkilega ekki reyna styrkja miðsvæðið ?
    Er að vona að ástæðan fyrir að Ox er búinn að vera í liðinu síðustu leiki hafi verið auglýsing for sale fyrir hann í janúar.
    Það má alveg hreinsa út en já þá þarf auðvitað að fá mann eða menn inní staðinn.
    Vona að við fáum fjársterka eigendur sem fyrst og getum farið að horfa fram á almennilega styrkingu liðsins sem þarf að fara yngja upp í.

    4
  3. Frábær samantekt Einar! Við viljum aldrei sjá leikmenn andstæðinga labba í gegnum miðju og vörn Liverpool eins og að drekka vatn eins og við sáum Dewsbury-Hall gera á dögunum. Það leit út eins og létt æfing gegn utandeildarliði, ótrúlegt að sjá það þrátt fyrir að við höfum vitað lengi af vandanum.

    4
  4. Héðan er allt gott að frétta úr sveitinni. Þessi Bellingham er hann nógu góður fyrir Liverpool? Bjölluskinka? West Ham er þó versta skinkan, en hvað veit ég? Já, en héðan er allt gott að frétta úr sveitinni nema það að hann Jón frá Efri Vör hvoldist niðrí Neðri Vör á vörubílnum sínum. Svona er nú snjórinn.

    8
  5. Mikið sammála þessum pistli.
    Hefðum átt að berja járnið meðan það var heitt, bæta við gæðaleikmönnum þegar liðið var upp á sitt besta í stað þess að gera nánast ekki neitt og í raun ekki neitt, og því sitjum við í súpunni núna. Fáránleg innkaupastefna setur liðið í þá vondu stöðu sem það er í dag.
    Þegar öllu er á botninn hvolft þá erum við ekki að fara í stóru strákana, því miður, sem er í raun það sem við þurfum að gera. Það er ekki endalaust hægt að kaupa menn sem enginn þekkir og ætlast til að við séum að keppast um stóru titlana á hverju ári, því miður.
    Liðið er á afskaplega vondum stað og frammistaðan gegn Leiester með því versta sem hefur sést af mörgum mjög vondum á sl ári.
    Það þarf nauðsynlega að taka til, bráðnauðsynlega.

    4
  6. Sælir félagar

    Takk fyrir þessa samantekt Einar Matthías hún dregur saman á einn stað allt það sem mér hefur fundist vera að í liðinu okkar og setur á einn stað.Ef ekk verður að gert þá verðum við utan “topp4” hópsins í lok leiktíðar. Það ætti að vera einfalt reikningsdæmi fyrir eigendur liðsins hvað það kostar. Bæði í beinhörðum peningum og í virði liðsins. Ef ekki verða keyptir miðjumenn (amk. 1) núna í janúrarglugganum þá fer illa.

    Liverpool er núna 4 stigum og tveimur sætum frá meistaradeildarsæti og það virðist í fljótu bragði ekki ókleifur múr. En á það ber að líta að öll liðin fyrir ofan Liverpool hafa verið að spila betur en okkar menn nema þá helst Tottenham. En MU, Newcastle, M. City og að ég tali ekki um Arsenal virðast ekki vera að gefa neitt eftir þó t. d. City hafi lent í slysi á móti W. Ham. Það þýðir að Liverpool verður einfaldlega að vinna sína leiki gegn þessum liðum þar sem við höfum nú þegar tapað fyrir MU og Arsenal. og það 6 stig töpuð/unnin fyrir okkur/þá. Það gerist ekki með þeirri spilamennsku og mannskap sem við vorum að horfa á í síðasta leik. Þar af leiðir að alvöru styrking á miðjunni er lífsnauðsynleg.

    Það er nú þannig

    YNWA

    2
  7. Ég man þegar félagaskipti leikmanna voru skemmtileg viðbót við leikinn. Ekki það mörg ár síðan.

    4
  8. Flottur pistill Einar. Gleðilegt árið Liverpool aðdáendur nær og fjær. Þó svo það sé líklegt að við kaupum ekki fleiri í þessum glugga þá held ég samt í vonina út þennan mánuð um að við munum kaupa eins og einn miðjumann, eins og t.d. Amrabat sem mun vonandi vera nóg til þess að við náum á topp 4.
    í sumar munum við svo vonandi ná í Bellingham, eða hvað ? Ég óttast að hann muni fara til Spánar, því miður.

    Á morgun er næsti leikur, erfiður á móti Brentford, vonandi verða það 3 stig, því shitty og newcastle eru að tapa stigum.

    2
  9. Flottur pistill.
    Ég yrði bjartsýnn ef það kæmi einn mjög góður (meiðslalítill) miðjumaður, en ég er ansi svartsýnn á að einhver verði keyptur í þessum glugga og því verður það kraftaverk ef við náum að enda í topp fjórum. Það þurfa þá ansi mörg lið að hiksta (meira en við) fyrir ofan okkur og ég sé það ekki gerast.

    2
    • Ég er reyndar bjartsýnn á meistaradeildarsæti, við þurfum aðeins að komast upp um eitt sæti (að því gefnu að við vinnum leikinn sem við eigum inni á Tottenham). Mér finnst við eiga meira inni en Newcastle og MU.

      Gleðilegt ár!

      5
  10. ég er sammála að liverpool kaupir ekkert í janúar.

    ég sé ekki hvaðan þeir peningar ættu að koma til að versla eitthvað af viti, við erum að tala um miðjumann sem okkur sár vantar og þeir sem tikka í það box eru með verðmiðann í kringum 100m, okkur í raun vantar 1 miðjumann úr efstu hillu.

    miðlungsmiðjumaður mun ekki bæta miðjuna hjá okkur, við höfum nóg af miðlungsmönnum til að skella á miðjuna, okkur vantar ekki einn í viðbót.

    3
    • Halldór, ég er algjörlega sammála þér, við þurfum miðjumann úr efstu hillunni
      enn það er ekki útilokað að FSG róti í sorptunnuni eftir enhverju sem er í Ben Davis klassa.

      FSG out!

      2
  11. Veit einhver hvort Gakpo sé kominn með atvinnuleyfi til að vera í hópnum á morgun?

    3
  12. Enzo virðist vera að fara til CFC og við viljum varla meira af ruslinu frá gömlu konunni. Weston Mckennie kannski. Þetta er hrikaleg staða að þurfa alvöru miðjumann en eiga ekki alvöru pening. Janúar glugginn er líka vondur fyrir alvöru kaup (þó að hann hafi reyndar stundum reynst okkur vel)

    1

Liverpool 2-1 Leicester

Upphitun: Rauði herinn í Brentford í ársbyrjun 2023