Burnley 0 – 2 Liverpool

Mörkin

0-1 Nunez (5.mín)
0-2  Jota (90.mín)

Hvað réði úrslitum

Mig langar að segja Paul Tierney. Gerði sitt besta í dag til að gera alvöru leik úr þessu og tókst ætlunarverk sitt – það að hann skyldi dæma mark Gakpo af í fyrrihálfleik (og VAR ekki biðja hann um að fara í skjáinn) er rannsóknarefni. Við hefðum átt að vera búnir að gera út um leikinn á fyrsta hálftímanum en lentum í staðinn í óþarfa stressi og basli. Ekki í fyrsta sinn.

Fyrir utan það þá spilaði Liverpool vel í fyrri hálfleik, sköpuðu mikið af færum en voru í vandræðum með að klára þau eins og svo oft áður. Þegar leið á leikinn og við náðum ekki að tvöfalda forystuna (náðum því reyndar í tvígang en þegar þau löglegu telja ekki öll þá er þetta brekka) þá fór Burnley að öðlast trú á verkefninu og náðu að skapa sér nokkur færi í stöðunni 0-1.

Við erum búnir að sakna Jota síðasta mánuðinn. Hann er frábær slúttari á sínum degi og sýndi það á þeim fáu mínútum sem hann spilaði þegar hann róaði taugarnar síðustu mínúturnar eftir gott samspil við Diaz.

Hvað þýða úrslitin

Nema Aston Villa vinni með meira en 7 mörkum á Old Trafford í kvöld (sem við skulum ekki útiloka) þá þýða úrslitin að við erum á toppnum a.m.k. fram á fimmtudagkvöld þegar Arsenal taka á móti West Ham. Það er smá pása núna, næsti leikur á nýársdag en þegar við horfum til baka þá getum við verið sátt með fullt hús stiga gegn liðunum í neðri helmingnum (Fulham, Sheffield, Palace og Burnley) en töpuð stig á Anfield gegn Manchester og Arsenal svíða, sérstaklega m.t.t. hvernig leikirnir spiluðust og því formi sem það fyrrnefnda er í um þessar mundir.

Hvað hefði mátt betur fara?

Mér fannst við missa haus í seinni hálfleik, sérstaklega eftir að mark Elliot var dæmt af. Það er alltof oft sem við klikkum á að klára þessa leiki fyrr (skoruðum seinna markið gegn Burnley og Sheffield og sigurmarkið gegn Palace og Fulham í lok/uppbótartíma þessara leikja), skiptir þá litlu hvort yfirburðirnir séu algjörur (eins og í dag) eða við séum á hælunum (eins og gegn Fulham og Sheffield).

Það er kannski óraunhæft að ætla að við getum haldið liðum niðri í 90 mínútur plús uppbótartíma en við þurfum samt að geta klárað þessa leiki mikið fyrr og sparað orku og nýtt bekkinn betur þegar leikjarálagið er svona mikið eins og það er í augnablikinu.

Að því sögðu. Þrjú stig, héldum hreinu og sitjum á toppnum. Here we are with problems at the top of the league 

Næsta verkefni

Það er (vonandi) nýárspartý á Anfield þegar Newcastle kemur í heimsókn. Nokkrir kærkomnir dagar í hvíld. Notum þá vonandi vel.

Þar til næst

YNWA

34 Comments

 1. Af því gamlingjar mega ekki kvarta hérna lengur ætla ég bara að segja: mikill djöfull er Jota betri en flestir aðrir framherjar Liverpool!

  16
  • spurning hvað Sigkarl segir við því. Jota er skv. hans mati “ekki fótboltamaður”.

   8
  • Jota er með besta markanef Liverpool, mark á 103ja mínútna fresti. Mo þarf 122 mínútur til að finna möskvana.

   6
   • Það gengur erfiðlega fyrir Utd menn að ná sér niður á jörðina eftir hið sögulega jafntefli á Anfield.

    3
 2. …og sjá Jota kom inná. Söfnuðurinn grét af gleði.

  15
 3. Jota hefur verið saknað og mikið er gott að hann sé búinn að láta alla vita að hann sé mættur aftur.

  8
 4. Jota er bara lang besti leikmaðurinn okkar inní teig. Þetta touch á undan skotinu algjört gull. Djöfull höfum við saknað hans.

  14
 5. svo yndislegt að fá JOTA aftur. Þessi dómara andskoti gerði allt hvað hann gat til þess að við mundum ekki vinna þennan leik. Hver er eiginlega versti dómarinn í Englandi ? Er þetta bara ALLT vanhæft drasl ?

  Hvað er svo málið með Thiago ? er hann kominn á eftirlaun ? Eða er hann orðinn öryrki ? Ég held að við verðum að selja hann í janúar og fá þennan frá Sporting, Ignacio

  11
 6. Jota er frábær skorari og að staðsetja sig.
  Hefur þessa frábæru eiginleika.
  Líka ánægður að Nunez hafi skorað og vonandi kveikir það aðeins á honum.
  Gakpo markið mátti líka fá að standa að mínu mati.
  En sigur og það er frábært.
  Ætla líka hrósa Gomes hann er að vaxa og er vonandi helst hann heill sem er lykil atriði fyrir hann.
  Toppsætið er okkar í bili allavega

  10
 7. Erfitt að nefna mann leiksins það voru margir að standa sig mjög vel.
  Gakpo var góður að mínu mati.
  Nunez skorar frábært mark og var virkilega sprækur í fyrri hálfleik.
  Gomez og Quansah hvað get ég sagt þeir stóðu sig frábærlega.

  Innkoma Jota í dræmum seinni hálfleik var frábær þetta er leikmaður sem býr yfir gríðarlegum gæðum og hann sannar það ný kominn inná eftir meiðsli og skorar maður saknaði hans mikið og meigi hann haldast heill sem eftir er.

  Dómarar og VAR reyndu að gera Liverpool lífið leitt í þessum leik en styrkur og gæði Liverpool komu í veg fyrir meira drama.

  Gott að vera á toppnum !
  YNWA !

  7
 8. LFC góðir. Burnley lélegir.

  Auk þess legg ég til að Tierney fái aldrei að dæma fótboltaleik aftur.

  Top of the league — meira að segja gamla fólkið gleðst.

  9
 9. Það þarf enga flugeldasýningu í des heldur bara klára þessa leiki með 3 stigum og nýta hópinn vel og dreifa álaginu sem er eitthvað sem hefur bara tekist nokkuð vel.
  Næsti leikur er 2024 á móti þreyttu liði Sádana og við verðum tilbúnir þá.

  2
 10. Merkilegt að engin hér á síðunni virðist hafa tekið eftir framlagi Endo sem var frábær í kvöld eins og í undanförnum lekjum. Sá er heldur betur að festa sig í sessi sem byrjunarliðsmaður. Sennilega bestu kaup Liverpool sl sumar. Endo hefur nýtt tækifæri sitt fullkomnlega eftir að Mac. Allister meiddist. Þvílíkur atvinnumaður og vinnuhestur. Hann er orðin minn uppáhalds leikmaður. Ég er enn ekki búinn að ná því hvernig lélegur dómari leiksins gat dæmt löglega skorað mark Gakpo af í fyrri hálfleik. Ráðgáta hvers vegna VAR greip ekki inn í atburðarásina og skoðaði atvikið. Þeir eru alltaf fljótir að grípa inn í þegar Liverpool virðist hagnast á dómgæslu eins og í marki Elliot.

  20
  • Endo var þokkalegur,, átti þó betri leik gegn Arsenal.

   Szobo langbestu kaup LFC í sumar. Mac Allister þar á eftir.

   3
   • Ég á við bestu kaup miðað við verð! Sammála að kaupin á Szobo voru vel heppnuð.

    4
   • Endo hefur verið alveg frábær nú í síðustu leikjum. Hrein unun hefur verið að fylgjast með honum. Hann er þindarlaus og óragur í öllum návígjum.

    Vonum að Núnezinn sé kominn í gang og virkilega vel þegið að fá Jota aftur inn í liðið. Hann er oft ósýnilegur en á þessa töfra í fótum sínum.

    Margt undarlegt í gangi í þessum leikjum. Fulham í lægð, Bournmouth á rífandi siglingu og þarna var litla mu liðið að passa upp á að AV væri ekki að narta í hælana á okkur. Ætli þeir hafi ekki tryggt Ten, ten more weeks líka. Ekki amalegt það!

    6
 11. Í þessum leik var ,,young” Trafford bestur. Skil ekkert í Man. Utd að hafa ekki keypt hann, þá ættu þeir bæði young og old Trafford.

  5
 12. Miklu fleira jákvætt en neikvætt. Stundum horfa menn í sokkagatið frekar en sokkinn. Liðið okkar er á toppnum!

  Deildin er jafnari, sem er miklu skemmtilegra, og ekkert lið líklegt til að stinga af.

  Mér finnst liðið hafa sýnt margt gott í vetur, þar á meðal karakter og breidd í því að óreyndari menn fylla í sokkagatið þegar með þarf. Eini tapleikurinn er líklega sá leikur sem liðið spilaði hvað best þann 30. september og var þar öllum brellum beitt til að hafa af okkur jákvæð úrslit. Mér fannst Liverpool líka leika mjög vel á móti Arsenal og þótt úrslit í þeim leik hafi kannski ekki verið neitt sérstaklega ósanngjörn þá hefði sigur okkar manna samt líka verið sanngjarn.

  Ýmsir segja að sóknarmönnum okkar virðist mislagðari fætur en annarra liða, en það er líka af því að við sköpum svo mörg færi og sum þeirra fara vitanlega forgörðum.

  Nú held ég að ráð sé að allir þjappi sér saman um að þrátt fyrir 1-2 gír þá séum við á toppnum. Við eigum stórséns í titilinn. Krossum fingur að við missum ekki fleiri menn í meiðsli. Það er verið að taka þetta á ástríðu, gæðum, trú og framlagi. Meira getur maður ekki beðið um.

  PS. Við skoruðum líklega 4 lögleg mörk í dag. Salah var hrint inn í rangstöðuna (sem skipti að auki ekki máli því gaurinn hefði aldrei varið þetta) og varla getur þetta kallast brot á Nunez, sem enginn sá nema línuvörðurinn sem ákvað að draga flaggið út úr rassgatinu á sér.

  Áfram Liverpool. Ást og friður. Gleðilega hátið.

  YNWA

  11
 13. Dómgæsla eins og í kvöld fer langt með að skemma upplifun af leiknum, það er -1 og jafnvel -2 í forgjöf í hvert skipti sem þessi fullkomlega óþolandi dómari er að dæma hjá Liverpool. Howard Webb vandar sig líka við að setja hann langoftast allra dómara á Liverpool leiki. Eini dómarinn sem Klopp hefur persónulega tekið fyrir sem sérstaklega vonlausan dómara. Hann spjaldar t.a.m. Liverpool leikmenn tvöfalt meira en aðrir dómarar https://twitter.com/SimonBrundish/status/1739730478347747774

  Markaskorun sóknarmanna Liverpool hefur verið mjög pirrandi undanfarnar vikur og samhliða því hægt uppspil liðsins í heild og sköpunargeta miðjumanna og bakvarða. Liverpool getur miklu betur sem heild sóknarlega. Það er ekki bara slökkt á sóknarmönnum liðsins heldur er uppsplið og holningin oft búin að líkjast því sem við sáum frá Liverpool á síðasta tímabili.

  En að því sögðu er rosalega erfitt að gagnrýna t.d. Gakpo fyrir að skora ekki þegar fullkomlega löglegt mark fær ekki að standa, sama á við um Diaz fyrr í vetur sem var ennþá verra dæmi.
  Það er hálf ævintýralegt á tímum VAR að það sé hægt að hrinda sóknarmanni í rangstöðu, hann reynir ekki við boltann og er engu minna fyrir markmanni Burnley en sóknarmaður Man City var um daginn í sambærilegu atviki en samt fá markið dæmt af, vegna rangstöðunnar! Hugsið ykkur stemminguna ef Liverpool hefði nú ekki tekið öll þrjú stigin í kvöld!

  Gakpo kom Liverpool í 0-2 á flottum tíma í fyrri hálfleik og gerði það sem við erum einmitt að óska eftir frá Liverpool, lokaði þessum leik svo gott sem. Elliott gerði það líka um miðjan seinni hálfleik. Það er ekkert sjálfgefið að skora 2-4 mörk á útivelli í EPL og Liverpool gerði vel í kvöld að ná því, stress kaflinn í seinni hluta seinni hálfleiks var fyrir vikið algjörlega í boði Paul Tierney.

  Þakka bara fyrir að Burnley komst varla inn í vítateig hjá Liverpool því dómarinn hefði dæmt víti á vindhviðu. Hann gerði reyndar sæmilega tilraun með versta “hagnaði” sem ég hef séð í fótbolta.

  Þetta var miklu flottari sigur en 0-2 lokatölur gefa til kynna og enn eitt clutch markið á lokamínútunum. Miklu flottara en strögglið gegn Palace, Fulham og Sheffield United.

  Endo var frábær í leiknum og hefur verið það í flestum leikjum í desember. Sýnir líka rosalega vel hversu mikilvægt það er að vera með djúpan miðjumann sem ryksugar upp svæðið milli miðju og varnar. Liverpool þarf ennþá að vera með slíkan leikmann ofarlega á innkaupalistanum því þetta er lykillinn að því að liðið fúnkeri sem heild.

  Quansah er svo að koma hægt of rólega inn af slíku öryggi að það er erfitt að sjá hvort Colwill sé eitthvað betri leikmaður eða meira efni? Hvað væri verið að verðleggja þennan strák ef hann væri að spila alla leiki Brighton eða t.d. Wolves núna? Alltaf gaman að fá stráka upp úr akademíunni og þessi virðist sannarlega hafa það sem þarf til að festa sig í sessi.

  Diogo Jota þarf svo að halda áfram að skora á næstu vikum og prufa einu sinni að halda sér heilum. Leikjaálagið er ekkert að minnka á næstunni og Salah er að fara á AFCON. Hugsa að hann og Elliott komi til með að spila mikið af mínútum sóknarlega í hans fjarveru (ásamt auðvitað hinum þremur sem hafa verið fyrir).

  Nunez sem átti ekkert æðislegan leik skoraði samt loksins og lagði tæknilega séð upp annað. Gakpo lagði upp marki og skoraði tæknilega séð annað. Diaz átti stoðsendingu í fyrsta skipti í 13 mánuði. Það eru sannarlega jákvæð teikn hvað sóknarlínuna varðar enda vantar okkur svo miklu meira frá þeim.

  24
 14. Af hverju er það ávinningur domarana að láta okkur tapa? Er deildin komin i eigu arabískra eigenda?

  2
  • Hvað ertu að tala um?

   Það er alveg hægt að vera ósáttur við dómgæslu eins og við sáum í gær eða dómra heilt yfir sem hefur margoft verið fullkomlega óþolandi lélegur án þess að fara endilega út í allsherjar samsæriskenningar.

   Að því sögðu eru vel launaðar ferðir enskra dómara til Abu Dhabi, eigenda Man City, ansi óheppilegar skulum við segja…

   7
   • Það er akkúrat þetta sem ég er að tala um. Erum við bara svona ,,óheppnir” eða eru allir kvartandi yfir lélegum gæðum dómara á Englandi? Ég veit það ekki en veit þo að þetta er óþolandi og gert það að verkum að okkur vantar nokkur mikilvæg stig!

    1
   • Klárlega mun stærra vandamál en bara dómar gegn Liverpool og að sjálfsögðu falla vafaatriði líka með okkar mönnum. Fyrir utan Spurs leikinn sem er sá versti sem ég man eftir í EPL þá held ég t.a.m. að Wolves hafi verið lang óheppnast hvað vafaatriði varðar í vetur.

    Tierney er hinsvegar karakter sem maður hefur orðið á tilfinningunni að sé persónulega bara illa við Liverpool, eftir að Klopp nafngreindi hann sérstaklega og lét hann heyra það hefur hann ítrekað verið settur á Liverpool leiki og það er ALLTAF vesen. Eitt skipti gaf t.d. línuvörður sem var að dæma með honum leikmanni Liverpool olnbogaskot eftir leik!

    9
 15. Sælir félagar

  Takk fyrir skýrsluna Eyþór og svo sem ekki miklu við að bæta og svo aukaskýrslu Einars Matt. hér fyrir ofan. Ég var mjög sáttur við innkomu Jota svo það sé sagt og þar að auki hefi ég aldrei sagt að hann sé ekki góður í því sem henn gerir best. Það er að vera í sníkunni inni í teignum. Hitt hefi ég sagt að mér finnist henn ekki leggja mikið til liðsins úti á vellinum en hann skorar og hefur skorað mikilvæg mörk og heldur því vonandi áfram. Hvernig er það: er ekki hægt að fara fram á að Tierney dæmi aldrei framar leiki með Liverpool?

  Það er nú þannig

  YNWA

  6
 16. Menn tala skiljanlega um að Salah sé að fara í afríkukeppnina núna í jan en það má ekki gleyma því að Endo er að fara frá okkur líka í jan og það verður slæmt að missa hann í jan því að hann hefur verið einn af okkar betri miðjumönnum núna undanfarið eftir að hann fékk almennilegan séns.

  6
  • Mac og Andy eiga að koma úr meiðslum á svipuðum tíma og Mo og Endo detta út. Væntanlega verða þeir ögn ryðgaðir en báðir báráttumenn sem leggja allt í sölurnar. Elliot verður að taka við tímabundnu Salah-kefli. Quansha dekkar gatið í vörnininni. Við höfum ekki breidd lengur því hún er þegar nýtt. En það er líka frábært að sjá Gomez stíga upp og strákana sem koma inn standast prófið. Maður upplifir liðið sem heild. Að allir viti hvað það er að vera hluti af þeirri heild og að gangan upp toppinn sé samvinnuverkefni. Það er okkar stærsti séns í titilinn. Þrautseigja, blóðdropi og barátta til síðasta manns.

   Ef Klopp nær að halda þessu mentalíteti þá tökum við titilinn.

   YNWA

   2
 17. Sigur. Hreint lak. Nunes skoraði sitt fyrsta mark fyrir utan vítateig fyrir Liverpool. Jota að koma til baka og kláraði leikinn. Tvö mörk tekin af Liverpool. Annað þegar varnarmaður Burnley ýtir Salah í rangstæðuna og hann á að hafa áhrif á markmanninn. Ég hef séð leikmann Man. City vera í rangstæðu og lét skot fara í gegnum klofið á sér og löglegt mark. Ekki sama séra Jón og Jón. 5 leikur Endo á 13 dögum. Quansah frábær. Klopp gat dreift álaginu.

  5

Liðið gegn Burnley

Gullkastið – Gleðilegt ár