Allar færslur eftir Eyþór Guðjónsson

Byrjunarliðið gegn City (leikþráður)

Þá er þetta landsleikjahlé loks á enda! Virkilega erfitt verkefni í dag þegar okkar menn heimsækja bláa liðið í Manchester.

Það eru þrjár breytingar síðan í leiknum gegn Arsenal. Mignolet kemur aftur inn í stað Karius, TAA inn í stað Gomez og Klavan kemur inn í stað Lovren. Ég veit ekki hvort að Lovren sé eitthvað tæpur (er á bekknum) eða hvort breytingin sé taktísk hjá Klopp.

Mignolet

Trent – Matip – Klavan – Moreno

Wijnaldum – Henderson – Can

Salah – Firmino – Mané

Bekkur: Karius, Lovren, Gomez, Milner, Chamberlain, Sturridge, Solanke

Það er nokkuð öruggt að það verða mörk í dag. Aguero og Jesus byrja báðir en Kompany er frá vegna meiðsla. Lið City er annars: Ederson, Walker, Stones, Otamendi, Mendy, Danilo, Fernandinho, De Bruyne, Silva, Aguero og Jesus.

Við minnum svo á #kopis á Twitter og umræðuna í athugasemdum hér að neðan.


 

Upphitun: Liverpool – Arsenal

Liverpool tekur á móti Arsenal á Anfield n.k. sunnudag og hefjast leikar kl. 15:00.

Form

Það er alltaf stórleikur þegar Arsenal kemur í heimsókn. Í þetta sinn er talsverð pressa á gestunum þrátt fyrir að eingöngu sé búið að leika tvær umferðir. Það var auðvitað mikil neikvæði í kringum liðið í fyrra og hefur brösótt byrjun gert lítið til að lægja öldurnar.

Leikir þessara liða hafa verið nokkuð jafnir í gegnum tíðina. Í síðustu fimm leikjum hefur einn Arsenal sigur litið dagsins ljós, tvö jafntefli og tveir Liverpool sigrar. Árangurinn gegn Arsenal er nákvæmlega eins ef skoðaðir eru síðustu fimm leikir en síðasta tap kom 2012 þegar Nuri nokkur Sahin spilaði sinn fyrsta leik!

Continue reading

Mohamed Salah færist nær – Opinn þráður (slúður)

Allir helstu miðlar, sem vert er að taka mark á, birtu frétt í morgun þess efnis að Liverpool og Roma séu við það að ná samkomulagi um kaup á Mohamed Salah sem ferðaðist til London í morgun og mun í kjölfarið ganga undir læknisskoðun hjá Liverpool.

James Pearce, Paul Joyce, Bascombe og fleiri hafa allir staðfest þetta og verður því að telja ansi líklegt að við fáum að sjá Salah hallandi sér upp að merkinu áður en vikan er liðin. Echo segir að læknisskoðun muni fara fram á miðvikudaginn áður en kappinn skrifar undir 5 ára samning við félagið.

Hvað slúðrið varðar. Bæði Joyce og Bascombe sögðu í pistlum sínum í morgun að Van Dijk sagan væri langt frá því að vera búin og að Liverpool væri einnig enn á eftir Naby Keita og vinstri bakverði. Þeir gáfu aftur á móti ekki mikið fyrir slúðrið um Pierre-Emerick Aubameyang en sögðu að menn væru bjartsýnir að klúbburinn myndi ná að landa öllum sínum fyrstu kostum þetta sumarið!

Við sjáum hvað setur og bíðum í nokkra daga áður en við bjóðum Salah velkominn. Gefum annars Peter Crouch orðið

Liverpool – Middlesbrough 3-0 (leikskýrsla)

1-0 Wijnaldum 45. mín.
2-0 Coutinho 50. mín.
3-0 Lallana 55. mín.

BESTU LEIKMENN LIVERPOOL

Leikur tveggja hálfleika í dag. Vorum mjög slakir í fyrri hálfleik eða þar til Wijnaldum kom okkur yfir. Var greinilega mikið stress í leikmönnum, pressan léleg og menn að klikka á einföldustu sendingum. Síðari hálfleikur var svo allt annar, sjálfstraustið kom, pressan með því og flæðið eftir því. Hefðum vel getað unnið stærra.

Wijnaldum er maður leiksins fyrir mér. Þegar við keyptum hann sá ég hann ekki fyrir mér spila þessa stöðu, enda hafði ég lítið séð til hans utan Newcastle. Er okkur gríðarlega mikilvægur á miðjunni. Skoraði þetta mikilvæga mark sem kom okkur á sporið ásamt því að leggja upp mark Lallana.

Firmino fannst mér flottur í stutta spilinu, hefði með smá heppni getað lagt upp tvö í viðbót. Átti auðvitað stóra rullu í fyrsta markinu með þessari sendingu á Wijnaldum og spændi sig nokkrum sinnum í gegnum vörn gestanna í síðari hálfleik.

Ég er einnig afskaplega hrifinn af Coutinho á miðjunni. Skoraði gott mark úr aukaspyrnunni og var alltaf ógnandi. Hann mun svo eflaust blómstra þarna enn frekar þegar menn eins og Mané koma til baka.

Continue reading