Allar færslur eftir Eyþór Guðjónsson

Peningamál 2017

Ég er búinn að vera með þennan pistil í vinnslu í tæpt ár. Ég ákvað að lokum að bíða með hann þar til ársreikningur félagsins fyrir tímabilið 1.6.2015-31.5.2016 lægi fyrir. Hann var svo birtur í þar síðustu viku sem eru eiginlega jólin fyrir menn eins og mig, endurskoðanda með fótboltadellu.

Ég ákvað að skipta pistlinum upp í tvennt, í dag einblíni ég á:

  • ársreikning félagsins
  • þróunina síðan 2010/11
  • kaup FSG á klúbbnum og mína sýn á FSG sem eigendur og framtíðina

Á sunnudaginn mun ég svo birta síðari helminginn þar sem einblínt verður á samanburð við samkeppnisaðilana, skoðað hver fylgnin er á milli árangurs og peninga og lagt mat á það hvort að gengi Leicester sé ekki frekar undantekningin sem sannar regluna heldur en þróun sem við getum átt von á að sjá oftar í framtíðinni.

Tölurnar tala sínu máli

Liverpool FC var rekið með £21,3 milljóna tapi rekstrarárið 2015/16. Klúbburinn hefur í raun bara skilað hagnaði eitt rekstrarár sem heitið getur síðan að FSG keypti klúbbinn í október 2010, það var 2014/15 þegar Suarez var seldur til Barcelona með bullandi hagnaði.

Continue reading

Man City – Liverpool 1-1 (leikskýrsla)

0-1 Milner 50. mín.
1-1 Aguero 68. mín.

BESTU LEIKMENN LIVERPOOL

First things first. Þetta var frábær skemmtun í dag. Virkilega opinn og fjörugur leikur þar sem bæði lið hefðu eflaust getað skorað 4-5 mörk án þess að mikið hefði verið hægt að segja. Heilt á litið, þó að Lallana klúðrið svíði ennþá, þá held ég að úrslitin hafi verið sanngjörn.

Continue reading

Man City – Liverpool 1-1 (leik lokið)

Leik lokið, 1-1 jafntefli. Skýrsla kemur á eftir,

68 min – 1-1, Aguero eftir að City hafa verið að koma meira inn í leikinn síðustu 5 mínúturnar eða svo eftir algjöra yfirburði Liverpool í síðari hálfleik.

50 min – 0-1, Milner úr víti!! Frábær sending frá Can, rangstæðugildra City klikkaði og Clichy braut á Firmino. Liverpool byrjað betur í síðari hálfleik, nú er bara að fylgja þessu eftir!

45 min – 0-0 í hálfleik. Ekki að það vanti færin, bæði lið fengið nokkur tækifæri til að komast  yfir og bæði lið hefði líklega átt að fá vítaspyrnu.

16:30 – Michael Oliver blæs til leiks!

15:30 – Liðið er komið, það er ein breyting frá því í leiknum gegn Burnley. Firmino er orðinn klár og kemur inn í stað Origi! Lovren er svo kominn á bekkinn.

Svona er þetta í dag:

Mignolet

Clyne – Matip – Klavan – Milner

Lallana – Can – Wijnaldum

Mane – Firmino – Coutinho

Bekkur: Karius, Moreno, Alexander-Arnold, Woodburn, Lucas, Lovren, Origi.

Lið City gæti varla orðið sókndjarfara. Sané, Bruyne, Silva, Sterling og Aguero eru allir í liðinu:

Lið City: Caballero, Fernandinho, Stones, Otamendi, Clichy, Yaya Touré, Sané, De Bruyne, Silva (C), Sterling, Agüero

Minnum á tístkeðjuna.


Liverpool – Tottenham 2-0 (Leikskýrsla)

1-0 Mane 15. mín.
2-0 Mane 17. mín.

BESTU LEIKMENN LIVERPOOL

Þegar þetta Liverpool lið mætir til leiks þá eru flestir að spila vel. Mane er maður leiksins að mínu mati. Skoraði bæði mörk liðsins og hefði getað skorað a.m.k. tvö mörk í viðbót bara í fyrri hálfleik. Hraði hans og þessi þverhlaup hans eru ótrúlega hættuleg og nánast ómögulegt að verjast.

Wijnaldum var einnig frábær í dag. Átti sendinguna á Mane í fyrsta markinu og var virkilega kraftmikill á miðjunni í dag ásamt Henderson og Lallana. Ég blótaði því nú fyrir leik að Lucas hefði verið að byrja leikinn en hann spilaði virkilega vel, credit where it’s due!

Firmino hljóp og hljóp og hljóp. Ég held að hann sé enn hlaupandi.

Continue reading

Liverpool – Tottenham 2-0 (leik lokið)

Leik lokið með frekar öruggum 2-0 sigri. Alltaf skemmtilegt þegar þetta Liverpool lið mætir til leiks. Nú tekur við góð pása, þurfum að hlaða batteríin og klára tímabilið með nákvæmlega þessari spilamennsku og tryggja meistaradeildarbolta á Anfield næsta vetur. Skýrsla kemur síðar í kvöld.

17 min – 2-0! Mane stal boltanum af Dier, sendi á Lallana sem skaut í fyrsta en Lloris varði. Frakkinn varði einnig skot Firmino í frákastinu en Mane klikkaði ekki og þrumaði boltanum í þaknetið.

15 min – 1-0, Mane. Svona! Góð afgreiðsla hjá Mane eftir frábært hlaup og góðan bolta frá Wijnaldum. Liverpool byrjað mun betur, nú er bara að halda svona áfram.

Eftir úrslit dagsins er nokkuð ljóst að Liverpool verður að vinna í dag. Þetta er okkar sterkasta lið (utan Lucas), vika frá síðasta leik og leikurinn er á Anfield. Allt annað en þrjú stig er óásættanlegt. Koma svo!

16:30 – Liðið er komið, margir bjuggust við að Karius kæmi inn en Mignolet heldur sæti sínu. Can fer svo út í stað Wijnaldum. Sú staðreynd að Lucas sé að byrja þennan leik segir í raun bara allt sem segja þarf um gæðin/breiddina í þessu liði. Svona er þetta í dag:

Mignolet

Clyne – Matip – Lucas – Milner

Lallana – Henderson – Wijnaldum

Mane – Firmino – Coutinho

Bekkur: Karius, Moreno, Klavan, Can, Alexander-Arnold, Origi, Sturridge