Allar færslur eftir Eyþór Guðjónsson

Mohamed Salah færist nær – Opinn þráður (slúður)

Allir helstu miðlar, sem vert er að taka mark á, birtu frétt í morgun þess efnis að Liverpool og Roma séu við það að ná samkomulagi um kaup á Mohamed Salah sem ferðaðist til London í morgun og mun í kjölfarið ganga undir læknisskoðun hjá Liverpool.

James Pearce, Paul Joyce, Bascombe og fleiri hafa allir staðfest þetta og verður því að telja ansi líklegt að við fáum að sjá Salah hallandi sér upp að merkinu áður en vikan er liðin. Echo segir að læknisskoðun muni fara fram á miðvikudaginn áður en kappinn skrifar undir 5 ára samning við félagið.

Hvað slúðrið varðar. Bæði Joyce og Bascombe sögðu í pistlum sínum í morgun að Van Dijk sagan væri langt frá því að vera búin og að Liverpool væri einnig enn á eftir Naby Keita og vinstri bakverði. Þeir gáfu aftur á móti ekki mikið fyrir slúðrið um Pierre-Emerick Aubameyang en sögðu að menn væru bjartsýnir að klúbburinn myndi ná að landa öllum sínum fyrstu kostum þetta sumarið!

Við sjáum hvað setur og bíðum í nokkra daga áður en við bjóðum Salah velkominn. Gefum annars Peter Crouch orðið

Liverpool – Middlesbrough 3-0 (leikskýrsla)

1-0 Wijnaldum 45. mín.
2-0 Coutinho 50. mín.
3-0 Lallana 55. mín.

BESTU LEIKMENN LIVERPOOL

Leikur tveggja hálfleika í dag. Vorum mjög slakir í fyrri hálfleik eða þar til Wijnaldum kom okkur yfir. Var greinilega mikið stress í leikmönnum, pressan léleg og menn að klikka á einföldustu sendingum. Síðari hálfleikur var svo allt annar, sjálfstraustið kom, pressan með því og flæðið eftir því. Hefðum vel getað unnið stærra.

Wijnaldum er maður leiksins fyrir mér. Þegar við keyptum hann sá ég hann ekki fyrir mér spila þessa stöðu, enda hafði ég lítið séð til hans utan Newcastle. Er okkur gríðarlega mikilvægur á miðjunni. Skoraði þetta mikilvæga mark sem kom okkur á sporið ásamt því að leggja upp mark Lallana.

Firmino fannst mér flottur í stutta spilinu, hefði með smá heppni getað lagt upp tvö í viðbót. Átti auðvitað stóra rullu í fyrsta markinu með þessari sendingu á Wijnaldum og spændi sig nokkrum sinnum í gegnum vörn gestanna í síðari hálfleik.

Ég er einnig afskaplega hrifinn af Coutinho á miðjunni. Skoraði gott mark úr aukaspyrnunni og var alltaf ógnandi. Hann mun svo eflaust blómstra þarna enn frekar þegar menn eins og Mané koma til baka.

Continue reading

Liverpool – Middlesbrough 3-0 (leik lokið)

90 min – leik lokið, 3-0. Sól, sumar og meistaradeildarfótbolti á næstu leiktíð. Leikskýrsla kemur inn í kvöld.

55 min – 3-0!!! Lallana endanlega að tryggja CL þáttöku Liverpool. Hann átti slaka sendingu úr skyndisókn, vann samt frákastið sjálfur og skallaði til Gini sem sendi aftur á Lallana, hann tók boltann með sér inn í teig og skoraði örugglega í fjærhornið.

50 min – 2-0!! Coutinho úr aukaspyrnu í markmannshornið!

45+1 min – 1-0!!!! Wijnaldum í uppbótartíma fyrri hálfleiks eftir að sending frá Firmino sendi hann einn innfyrir gegn Guzan. Hrikalega mikilvægt mark á góðum tímapunkti. Staðan því því 1-0 í hálfleik á meðan Arsenal er að vinna Everton 2-0 (manni færri) og City að vinna Watford 0-4. Það er því ljóst að við verðum að vinna til þess að tryggja okkur 4 sætið. Þrátt fyrir þetta mark hefur spilamennskan ekki verið góð, mikið stress allt frá leikmönnum til áhorfenda. Skulum vona að við fylgjum þessu eftir í síðari hálfleik og verðum ekki með hjartað í buxunum þegar líða fer á leikinn.

14:00 – Leikurinn er hafinn!

13:00 – Liðið er komið og það er ein breyting frá því í síðustu viku. Firmino kemur inn í stað Origi.

Svona er annars liðið:

Mignolet

Clyne – Matip – Lovren – Milner

Lallana – Can – Wijnaldum

Firmino – Sturridge – Coutinho

Bekkur: Karius, Klavan, Moreno, Alexander-Arnold, Grujic, Lucas, Origi

Það er að koma að þessu! Sigur og liðið er komið í CL (4 sætið gefur umspil, 3 sætið fer beint í riðlakeppnina). Liðið er búið að sýna mikinn karakter síðustu vikurnar og nú þýðir ekkert klúður, það eru engin tækifæri til þess að leiðrétta það.

 

Minnum á tístkeðjuna.


Watford – Liverpool 0-1 (leikskýrsla)

0-1 Emre Can 45. mín.

BESTU LEIKMENN LIVERPOOL

Eftir virkilega svekkjandi tap gegn Crystal Palace beið okkar erfiður útileikur gegn Watford. Við stóðumst ekki bara prófið heldur héldum við hreinu í þokkabót. Virkilega virkilega mikilvæg þrjú stig eftir að Arsenal, City og Utd töpuðu öll stigum í gær.

Okkar besti leikmaður í dag var Emre Can. Síðustu vikur (síðan hann komst yfir þessi meiðsli sem hafa verið að hrjá hann meira og minna síðan hann var keyptur) hefur hann verið einn okkar allra besti leikmaður. Ég gagnrýndi hann mikið í haust. Það sem ég gagnrýndi einna mest var óstöðugleiki hans og að hans bestu leikir væru þegar pressan væri ekki til staðar og liðið að sigla lygnan sjó um miðbik deildarinnar. Hann hefur heldur betur þaggað niður í mér, í fjarveru okkar mikilvægustu manna (Coutinho, Mané, Lallana & Henderson) hefur hann stigið upp og leitt liðið.

Mark hans í dag er eitt af mörkum tímabilsins. Þetta var í raun það eina sem hann gat gert, sending Lucas var rétt fyrir aftan hann og Can með mann í bakinu. Frábært mark!

Mér finnst ég vera eins og rispuð plata en ég verð að hrósa Mignolet einnig. Hann varði frábærlega gegn Capoue og greip líklega fleiri fyrirgjafir í þessum leik en hann hefur gert samanlagt í öllum öðrum leikjum tímabilsins.

Continue reading

Watford – Liverpool 0-1 (leik lokið)

90 min – 0-1 leik lokið, GRÍÐARLEGA mikilvægur sigur. Held ég hefði farið að gráta ef þetta sláarskot frá Watford á 93 mínútu hefði farið inn! Skýrsla kemur inn fljótlega.

19:45 – 0-1 í hálfleik eftir líka þetta mark frá Emre Can. Annars rólegur fyrri hálfleikur svo ekki sé meira sagt. Coutinho fór meiddur útaf eftir 12 mínútur sem eru auðvitað hrikalegar fréttir. Fá færi í þessum leik, utan markið var kom líklega besta færið frá Lallana eftir 40 mínútur þegar viðstöðulaust skot hans fór í slá. Nú er bara að fylgja þessu eftir og landa þremur stigum takk!

45 +1 min – 0-1Þvílíkt. Mark. Hjá. Emre. Can!! Flott hlaup „úr djúpinu“, frábær sending frá Lucas og hjólhestarspyrna frá Can upp í vinkilinn, 0-1!

19:00 – Leikurinn er hafinn! Koma svo, ekki taka Liverpool á þetta eftir úrslit gærdagsins!

18:00 – Liðið er komið. Þetta er nákvæmlega eins og Maggi spáði fyrir um og Sturridge og Lallana koma aftur inn í liðið og byrja á bekknum, frábært að fá smá möguleika þar!

Svona er annars liðið:

Mignolet

Clyne – Matip – Lovren – Milner

Can – Lucas – Wijnaldum

Firmino – Origi – Coutinho

Bekkur: Karius, Klavan, Moreno, Alexander-Arnold, Grujic, Lallana Sturridge

Minnum á tístkeðjuna.