Allar færslur eftir Eyþór Guðjónsson

WBA – Liverpool 0-1 (leikskýrsla)

0-1 Firmino 45. mín.

BESTU LEIKMENN LIVERPOOL

Frábær sigur hjá okkar mönnum. Ekki besti leikur tímabilsins en svona sigrar eru algjört „must“ ef að lið ætla sér eitthvað.

Eftir hrikalega svekkjandi jafntefli gegn Bournemouth fyrir tveimur vikum eða svo var ég virkilega svartsýnn með framhaldið. Horfandi á útileiki gegn Stoke og WBA með Arsenal, MUFC og City andandi niðrí hálsmálið á okkur. Það hefur oft verið talað um að Klopp hafi ekkert plan B. Klopp svaraði þessari gagnrýni í þessum tveimur leikjum. 6 stig án sinna sterkustu 3-5 leikmanna og bæði lið í raun felld á sínu eigin bragði.

Það eru tveir sem koma til greina sem menn leiksins að mínu mati. Mignolet var okkar besti maður, hann gerði engin mistök og bjargaði a.m.k. tveimur stigum þegar hann varði maður á mann í lok leiksins. Annar leikurinn í röð þar sem hann beinlínis vinnur stig fyrir liðið. Þetta er nákvæmlega það sem menn hafa verið að kalla eftir. Ég held ég sé ekki að fara rangt með þegar ég segi að Mignolet er líklega að spila sinn besta fótbolta þessar vikurnar á sínum Liverpool ferli.

Næst besti leikmaður liðsins er leikmaður sem ég gagnrýndi mikið fyrstu 4-5 mánuði tímabilsins, Emre Can. Hann er búinn að vera algjörlega frábær síðan að Henderson meiddist og er sá leiðtogi á miðjunni sem okkur hefur vantað á köflum. Hann er ennþá svo ungur og hefur í raun allt. Nú þarf hann bara að halda þessari spilamennsku áfram út vorið og skrifa svo undir nýjan samning.

Continue reading

WBA – Liverpool 0-1 (leik lokið)

90 min – 0-1, leik lokið! Þetta. Eru. Risa. Stig! Ekki besti fótboltaleikur sem maður hefur séð en guð minn góður þetta eru mikilvæg stig! Leikskýrsla kemur inn í kvöld. Njótið dagsins!

45 min – 0-1! Milner tók aukaspyrnu í vibótartíma (eftir að brotið var á Origi), Lucas skallaði boltann inn á markteig þar sem að Firmino mætti og skoraði af stuttu færi.

11:30 – Liðið er komið. Það eru þrjár breytingar frá því í leiknum gegn Stoke. Lucas kemur inn í stað Klavan og  Firmino og Coutinho koma aftur í liðið í stað Woodburn og Alexander.

Spurning hvernig þessu verður stillt upp. Það er alveg option að vera með þrjá miðverði eins og við vorum með gegn Stoke. Að Lucas detti þá niður en ég á frekar von á því að Lucas verði á miðjunni að verja vörnina. Svona er annars liðið:

Mignolet

Clyne – Matip – Lovren – Milner

Can – Lucas – Wijnaldum

Firmino – Origi – Coutinho

Bekkur: Karius, Gomez, Moreno, Alexander-Arnold, Grujic, Woodburn, Sturridge

Lið WBA: Foster, Dawson, McAuley, Evans, Brunt, Fletcher (c), Yacob, Livermore, Phillips, Chadli og Robson-Kanu.

Fun fact dagsins, lið undir stjórn Tony Pulis hefur aldrei tapað á heimavelli gegn Liverpool FC. Ágætur dagur í dag til þess að breyta þeirri matraðatölfræði!

Minnum á tístkeðjuna.


Liverpool – Everton 3-1 (leikskýrsla)

1-0 Mané 7. mín.
1-1 Pennington 28. mín.
2-1 
Coutinho 31.mín.
3-1 Origi 59. mín.

BESTU LEIKMENN LIVERPOOL

Flottur leikur hjá okkar mönnum. Ekki besti leikur tímabilsins en samt mun betra flæði í leik okkar en ég átti von á m.t.t. meiðsla, þreytu (sérstaklega í Firmino og Coutinho) o.s.frv. og var niðurstaðan bara nokkuð öruggur sigur gegn slöku Everton liði.

Það voru nokkrir sem voru virkilega góðir í dag en Coutinho fannst mér bera af. Loksins loksins, þetta er sá Coutinho sem við erum búnir að sakna síðustu mánuði. Skoraði einnig með Brasilíu í vikunni, sjálfstraustið vonandi komið og þetta sé eitthvað sem koma skal.

Continue reading

Liverpool – Everton 3-1 (leik lokið)

90 min – 3-1, leik lokið! Frábær sigur! Skýrsla kemur síðar í dag.

59 min – 3-1, Origi eftir undirbúning Coutinho! Origi ekki búinn að vera inná nema í örfáar mínútur, kom inn í stað Mané sem mig grunar að sé alvarlega meiddur, akveg hrikalegt!

31 min – 2-1, Coutinho með frábært mark eftir einstaklingsframtak. Velkominn til baka!

28 min – 1-1, Pennington eftir slakan varnarleik í hornpyrnu.

7 min – 1-0, Mané!! Mané vann boltann á miðjunni, tók 1-2 við Firmino, hljóp á vörnina og lagði boltann í fjærhornið, frábært mark!

11:30 – Anthony Taylor flautar til leiks!

10:30 – Liðið er komið, það eru tvær breytingar frá því í leiknum gegn City. Lucas kemur inn í stað Lallana og Lovren tekur sæti Klavan.  Firmino og Coutinho eru báðir í liðinu, Grujic er víst á lífi en Henderson er ekki orðinn klár.

Persónulega hefði ég viljað sjá Coutinho inn á miðjunni og Woodburn koma inn í liðið en það er bara ég. Nú eru það bara þrjú stig takk!

Svona er annars liðið:

Mignolet

Clyne – Matip – Lovren – Milner

Can – Lucas – Wijnaldum

Mane – Firmino – Coutinho

Bekkur: Karius, Klavan, Moreno, Alexander-Arnold, Grujic, Woodburn, Origi

Lið Everton: Robles; Williams, Jagielka, Pennington; Holgate, Gueye, Davies, Baines; Barkley, Calvert-Lewin; Lukaku

Minnum á tístkeðjuna.


Peningamál 2017 (síðari hluti) – samkeppnisaðilarnir

Síðastliðinn föstudaginn fjallaði ég um ársreikning Liverpool FC, þróunina undir FSG og mína sín á framtíðina. Í dag vil ég taka þessar upplýsingar áfram og bera Liverpool saman við samkeppnisaðilana  og þá sérstaklega topp 6 liðin í ensku úrvalsdeildinni.

Tekjur

Mikið hefur verið rætt og ritað um misskiptingu auðs og er fótboltaheimurinn þar engin undantekning. Deloitte birtir árlega samantekt (Deloitte Football Money League) þar sem þeir fara yfir tekjur stærstu liða Evrópu og skoða samanburð á milli ára, hvaðan tekjurnar koma og framtíðarhorfur.

Samantekt Deloitte fyrir tímabilið 2015/16 er fróðleg og þá ekki síst sú staðreynd að Liverpool er eina liðið í topp 10 sem ekki spilar í Champions League!

Einnig vekur gríðarlegur vöxtur Manchester United athygli mína. Þeir eru tekjuhæsti fótboltaklúbbur í heimi (í fyrsta sinn síðan 2003/04) og bendir flest til þess að þeir haldi toppsætinu á núverandi leiktímabili og fari yfir £530 milljónir í veltu og það án Champions League!

Continue reading