Liverpool 2-1 Brighton

Mörkin

0-1 Welbeck (2.mín)
1-1 Diaz (27.mín)
2-1 Salah (62.mín)

Hvað réði úrslitum

Karakter liðsins. Liverpool er búið að ná sér í 26 stig þetta tímabil eftir að hafa lent undir (Spurs 22, City 21). Það er auðvitað frábært en guð minn góður við megum fara að hætta þessum óvana. Það mun koma að því að við náum ekki að koma til baka en það var ekki í dag.

Brighton hafa reynst okkur erfiðir, í raun verið algjör grýla, svo að koma til baka í þetta mikilvægum leik, á þessum tímapunkti tímabils og gegn þessum andstæðing er algjörlega frábært.

Diaz og Salah voru báðir sprækir í dag, þó þeir hefðu vissulega mátt nýta færin betur (sérstaklega sá síðarnefndi). Á miðjunni fannst mér Mac Allister bera af, Szobo vann sig inn í leikinn og var mun betri í síðari hálfleik en þeim fyrri og Endo hefur oft verið betri en í dag.

Vörnin byrjaði ekkert alltof sannfærandi. Sérstaklega slitnaði á milli Bradley og Quansah í fyrri hálfleik en vörnin leit betur út í síðari hálfleik og gaf ekki oft færi á sér. Það reyndi í raun ekki mikið á Kelleher í leiknum, þurfti að grípa inní einu sinni eða tvisvar, annars átti hann rólegan dag.

Maður leiksins var samt klárlega Mac Allister. Þvílíkur leikmaður. Verið algjörlega frábær í hinum ýmsu stöðum þetta tímabilið og bara vaxið ásmegin samhliða því sem Endo hefur stigið upp og verið algjörlega frábær undanfarnar vikur.

Hvað þýða úrslitin

Það er frekar einfallt, úrslitin þýða að toppsætið er okkar, að minnsta kosti næstu 2-3 tímanna. Það eru 9 úrslitaleikir eftir og við erum að endurheimta leikmenn með hverri vikunni.

Hvað hefði mátt betur fara?

Þrjú stig í mikilvægum leik eftir að hafa lent undir. Það er ekki hægt að biðja um mikið meira en það. Vissulega hefði maður þegið þægilegan 3-0 sigur en Liverpool er ekki í þeim bransa að gera hlutina einfalda. Það er heldur ekki jafn skemmtilegt – svona eftir á…

Næsta verkefni

Það er nóg af þeim. Við eigum 3 leiki á 7 dögum og 6 leiki á næstu 14 dögum. Þetta byrjar með Sheffield United sem kemur í heimsókn á fimmtudagskvöld áður en við förum á Old Trafford n.k. sunnudag og freistum þess að hefna bikartapsins á dögunum.

Eitt er ljóst, það verður fjör.

Þar til næst

YNWA

29 Comments

 1. Aldrei í hættu….
  Nei nei mikið var gott að heyra lokaflautið hjá vonlausum dómara leiksins.
  Þetta var erfitt eins og var vitað fyrirfram en sigur var það og við sitjum á toppnum.
  Svo má seinni leikur dagsins fara svona 4-4

  9
  • Var dæmigert af þessum “COOT” gaf Gakpo nýkomnum inn á gult við fyrsta brot. alveg clueless gaur

   9
   • Það var reyndar eins gult og það gerist. Notaði hendurnar til að stoppa mann sem komst framhjá honum. Alltaf gult.

    15
 2. púúúúfffff…

  Þrælerfiður leikur að horfa á. Brighton eru grjótharðir og maður var alltaf á nálum að þeir myndu gera einhvern óskunda.

  Dómararnir voru ekki að auðvelda manni lífið. Þessi rangstöðudómur. Maður minn.

  Var mökksáttur við Macca, Diaz og Bradley. Auðvitað brilljant að Salah skyldi skora en hann hefði nú mátt gera betur í fyrri færum.

  Efst, jessör.

  5
 3. Um leið og ég fagna þessu sigri sem var alls ekki auðveldur, þá er það mín skoðun að Roberto De Zerbi væri verðugur arftaki Jurgen Klopp.

  10
  • Sammála, sérstaklega ef hann tekur Lallana og Millner með sér í þjálfaraliðið.

   3
 4. Var að urlast í leiknum yfir þessum dómara en þrátt fyrir mótlætið frá honum , ömurlegri rangstæðu í löglegu marki.
  Leikmenn Brighton létu sig detta um allan völl og komust upp með það í meira en klukkutíma fannst hann svo flauta aðeins minna á það í seinni en engu að síður mjög slakur dómari.

  Mac Allister er líklega besti miðjumaður í heimi um þessar mundir.
  Diaz var frábær óskiljanlegt að skipta honum útaf sí ógnandi.
  Salah var bara ætla segja eins og er ARFASLAKUR í þeim fyrri og var skugginn af sjálfum sér.
  Hann var aftur á móti MIKLU betri í þeim seinni og afrekaði það sem hann sáði með þessu fína marki sem vann leikinn fyrir okkur!.
  Nunez maður sá hann allavega í seinni hálfleik.

  Mér fannst Bradley frábær í þessum leik og hann gæti auðveldlega verið maður leiksins en Mac Allister er bara það góður að það er ekki annað hægt en að velja hann og Diaz með yfirburði fannst mér.

  3 stig ! Lets go !
  YNWA !

  7
 5. Grændaður sigur fyrir allann peninginn. Brighton lá aftur og reyndi allt til að drepa tempóið, kannski eðlilega.
  Minn punktur í dag er að þessi dómari er ekki hæfur og ég held að hann hafi verið með kolranga línu í spjöldum, sleppir augljósum brotum en refsar feitt fyrir eðlilegt klafs. Sleppir augljósu víti á Salah og svo var Salah rifinn niður, en fékk ekkert. Rangstöðudómurinn kannski réttlætanlegur en Dunk var síðan rangstæður, og þeir fengu horn … Jeremísas og jónatan hvað þetta er slakt.

  p.s. bið til Folwers að það verði svo jafntefli á eftir.

  9
 6. Var þetta rangstæða á Diaz ? Ég held ekki. Gríðarlega sterkt að vinna lið með svona viðbjóðslegt dómaratríó.
  Nú er bara að vonast eftir jafntefli. Hjá shitty -arsenal.

  5
 7. 3 stig geggjað.
  Fáum á okkur mark í byrjun sem er vel þreytt
  Förum hrikalega ílla með möguleikana sem við erum að skapa í sóknarupplegginu.
  Erum að domera þennan leik en fáum samt gult á hálft liðið. Þetta var hrikalega ílla dæmdur leikur. Ef þetta er eitthverskonar Lína þá er hún sköpuð til að búa til leiðinlega leiki.
  Rangstaðan ég bara er hættur að skilja í þessum línum. Er annað sjónarhorn eða ? Því þetta var bull.
  Svo afhverju er Diaz skipt út ? Hann var mjög ógnandi virkaði ekki þreyttur og hélt brighton mönnum á tánnun að þurfa alltaf að hafa áhyggjur og gætu ekki skilið eftir svæði. Meðan gakpo er hellum horfinn
  Þjálfari Brighton er orðaður við Liverpool starfið svo maður reyndi að horfa í kerfi og uppleggið þeirra. Hvað fannst mönnum?

  5
  • Sammála nema kannski þetta með skiptingarnar… eigum við ekki bara að treysta þjálfarar- og medicalteyminu fyrir því. Sérstaklega þegar við unnum leikinn. Þétt dagskrá framundan og um að gera að dreifa álagi eins og hægr er

   2
 8. Viljum við ítalskan manager, sem kennir leikmönnum að detta í tíma og ótíma? við minnstu snertingu, ég segi NEI.
  Þessi dómari er vonlaus, hann var umþaðbil að skemma þennan leik.

  12
 9. Úff. Gríðarlega þakklátur fyrir þessi þrjú stig.

  Heilt yfir voru okkar menn betri en spilamennskan á köflum vel undir pari og færanýtingin vond, eins og við sjáum alltof oft (maður liggur á bæn yfir endurkomu Jota). Síðustu 15-20 voru bara skelfilegar og kæruleysið ótrúlegt miðað við hversu mikið er í húfi.

  En þrjú þung stig í bókhaldið og það er það sem öllu máli skiptir.

  Áfram Liverpool!

  10
 10. Paul Tierney tókst að ná einu marki af okkur. En við unnum samt! Na na na na naaa naaaa…

  7
 11. Sælir félagar

  Macca minn maður leiksins -besti miðjumaður á Englandi og því líklega sá besti í heimi. Salah var afspyrnulélegur í fyrri en bara lélegur í seinni. Skoraði samt skyldumark og það er þakkarvert. Heitir dómarinn ekki Cod? ég held það. Hann er amk. einhver mesti þorskur sem hefur blásið í dómaraflautu. Góð 3 stig í húsi og það er fyrir mestu.

  Það er nú þannig

  YNWA

  15
 12. Tveir bónusvinningar í viðbót við afar kærkomin þrjú stig:

  1) 300asti sigur Klopps
  2) Nýtt aðsóknarmet á Anfield, 60.061

  16
 13. Jæja gott að City- Arsenal fór jafntefli sem þýðir við erum á toppnum 😀
  Manni leiðist þetta ekki

  15
 14. Fullkomlega óþolandi hvernig Liverpool byrjar marga leiki í vetur en fyrir vikið hefur ekkert lið í Úrvalsdeild fengið eins mörg stig eftir að hafa lent undir. ROSALEGA sterkt að koma svona vel til baka gegn þessi Brighton liði sem hefur hentar okkar mönnum alveg ákaflega illa í hverjum einasta leik. Leikurinn er ekki búinn gegn þeim þó Liverpool sé komið í 3-0.

  Núna var heldur betur pressa á Liverpool og enn einn leikinn er varamarkmaðurinn í rammanum, vara hægri bakvörðurinn, fjórði miðvörðurinn og 2.-3. kostur í vinstri bakverði í byrjunarliðinu. Tveir af þessum voru að spila í unglingaliðum Liverpool í fyrra eða hittifyrra. Þessir strákar eru að standa sig það vel að það er stórlega vanmetið hversu fáránlegt afrek það er hjá Klopp að vera með liðið á toppnum eftir 29 umferðir. Eins að koma til baka gegn sterku liði eins og Brighton eftir að hafa byrjað leikinn nánast marki undir.

  Risastór sigur og einn erfiðasti leikurinn sem við áttu eftir. Val á manni leiksins hefur sjaldan verið eins afgerandi og í dag. Mac Allister gerir mjög sterkt tilkall til þessa að vera bestu leikmannakaup tímabilsins eins og hann er að spila núna eftir áramót.

  Liverpool er núna yfir 38 leiki með 90 stig í deildinni sem er fjórum meira en City og 13 meira en Arsenal þannig að það er sannarlega innistaða fyrir þessu. Vonandi fáum við á næstu vikum lykilmenn til baka í hópinn sem er nauðsylegt fyrir rosalegan lokakafla. Kosturinn núna er að Liverpool er í svipaðri stöðu og hin tvö liðin hvað leikjaálag varðar. City og Arsenal geta ekkert slakað á í næstu umferð í Evrópu, væntanlega ekki frekar en Liverpool en við tökum því. Eins er spurning hvort það sé kostur eða ókostur fyrir lokakaflann en Man City og Arsenal hafa náð að spila miklu meira á sama liði í gegnum tímabilið en Liverpool. Verður lokakaflinn þyngri hjá þeim fyrir vikið eða vélin hjá þeim bara betur smurð? Arsenal var með 73 stig í fyrra eftir 30 leiki og endaði tímablið átta leikjum seinna með 84 stig.

  Þessi helgi gat ekki spilast mikið betur fyrir Liverpool a.m.k. Man City og Arsenal tapa bæði stigum í leik sem bæði lið vildu vinna en þorðu því ekki almennilega. Arsenal sáttari við stigið enda á útivelli og enda með átta stig gegn Liverpool og City sem skipta með sér þremur á móti í viðureignum toppliðanna. Fróðlegt að sjá hvernig það væri með betri dómgæslu í báðum leikjunum á Anfield þar sem tvö af stóru atvikum tímabilsins fóru auðvitað gegn okkar mönnum.
  Þar að auki eru Meistaradeildarvonir Man Utd líklega úr sögunni jafnvel þó England fengi fimm sæti í þá keppni.

  25
  • Ég sá viðtal við Trent þar sem hann sagði að hann færi ekkert beint inn í liðið svo ég er ekki viss um að hægt sé að tala um Bradley lengur sem varamann . En mér finnst nú samt aðTrent Arnold eigi alltaf að vera í liðinu ef hann er heill en ekki fyrir Bradley en á miðjunni kanske fyrir Zsoposly sem svo segir okkur hvað liðið er orðið fáránlega sterkt. Ja ég held að Liverpool taki þetta en það verður ekki auðvelt .

   5
   • Fyrir tímabilið er Conor Bradley ansi afgerandi vara hægri bakvörður liðsins og líklega er hann það ennþá þegar Trent er kominn í 100% form, ekki nema Bradley verði til þess að Trent færi sig meira inn á miðjuna. Trent er auk þess varafyrirliði og einn besti leikmaður liðsins.

    Það er svo önnur umræða hvernig Bradley, Quansah og Kelleher hafa staðið sig. Það að Liverpool sé á toppnum núna talar sínu máli þar.

    En Kelleher er afgerandi varamarkmaður Liverpool
    Bradley er vara hægri bakvörður Liverpool og var ekkert endilega fyrir framan Gomez heldur til að byrja með.
    Gomez hefur ekki verið á undan Tsimikas sem vara vinstri bakvörður allt tímabilið, 2. – 3. kostur í þá stöðu m.v. eðlilegt Liverpool lið.
    Matip byrjaði svo tímabilið með VVD, Konate er afgerandi Nr. 2 núna og Quansah því 4. – 5. valkostur í miðverði hjá Liverpool með Joe Gomez.

    Vonandi eru þessir strákar sem fá sénsinn í staðin svo nógu góðir til að breyta þessu og vinna sig inn í liðið.

    3
 15. Mér fannst þetta sanngjarn sigur. Liverpool eru alltaf ryðgaðir eftir landsleikjahlé. Brighton spilaði eins og flest lið gera gegn Liverpool. Reyndu að drepa hraðan og tempóið í leiknum með því að falla í grasið við minnstu snertingar og rúlla að auki 2 hringi á eftir til að láta þetta líta illa út og dómarinn féll í gildruna með því að stoppa leikinn í sífellu ! Dómarinn hræðilegur. Þetta gerði það að verkum að Liverpool náði aldrei almennilega tökum á leiknum. Það er virkilega erfitt að spila gegn liðum sem spila svona. Þetta hafðist þó með þrautseigju. Áfram Liverpool. Góður sigur.

  9
 16. Sèrkennileg umræða hjá andstæðingum LFC sem keppast nú um að segja að City eigi besta prógrammið eftir og muni vinna. Man City eru ekki eins og þeir hafa verið. Þeir eru ekki óstöðvandi vèl lengur. Arsenal fer svo að hiksta núna, eru ekkert sèrstakir frammi.

  5
 17. Frábær dagur í enska boltanum og tók skemmtilega á taugarnar. Leyfði mér bjór í tilefni dagsins. Hefði alveg þegið 4-4 jafntefli hjá hundleiðinlegum liðum Ars og Manc, þar sem ég var með fimm leikmenn úr þessum liðum í Fantasy liðinu mínu og Haaland sem fyrirliða … 🙂 En vanþakklæti er ekki göfug og því segi ég: takk fyrir góðan páskadag í gær!

  2
 18. Frábær sigur með slaka dómgæslu ! dómarinn í Man C og Arsenal fór ekki í vasan allan leikinn en þessi trúður sem dæmdi okkar leik ætlaði varla að setja spjaldið í vasan í seinni hálfleik ! Nenni ekki að ræða mikið meira þennan dómar sem er bara einn af mörgum slökum dómurum þessarar deildar.
  En ef leikjaprókramið er skoðað aðeins þá eiga bæði Man C og Arsenal eftir Brighton úti og það verða ekki gefins stig svo mikið er vís og þá held ég að okkar mögulega næsti þjálfari komi til með að gera allt sem hann getur til að sýna að hann á starfið skilið 🙂

  YNWA.

 19. Frábær sigur með slaka dómgæslu ! dómarinn í Man C og Arsenal fór ekki í vasan allan leikinn en þessi trúður sem dæmdi okkar leik ætlaði varla að setja spjaldið í vasan í seinni hálfleik ! Nenni ekki að ræða mikið meira þennan dómar sem er bara einn af mörgum slökum dómurum þessarar deildar.
  En ef leikjaprókramið er skoðað aðeins þá eiga bæði Man C og Arsenal eftir Brighton úti og það verða ekki gefins stig svo mikið er vís og þá held ég að okkar mögulega næsti þjálfari komi til með að gera allt sem hann getur til að sýna að hann á starfið skilið 🙂

  YNWA.

  1

Liðið gegn Brighton (leikþráður)

Gullkastið – Súper Sunnudagur