Sheffield United 0 – 2 Liverpool

Mörkin

0-1 VVD (37.mín)
0-2 Szoboszlai (94.mín)

Hvað réði úrslitum

Mörk annars staðar af vellinum en sókninni annan leikinn í röð. Það er virkilega jákvæð breyting síðustu tvo leiki að við getum eftir allt unnið leiki án þess að sóknin sé að bjarga okkur úr vandræðum. Ekki verra að við héldum hreinu í þokkabót sem var kærkomið eftir að hafa fengið á sig þrjú mörk gegn Fulham á Anfield.

Þetta var ekki fallegt í dag, mikið um slakar sendingar, menn virkuðu óöruggir á boltann, lítill hraði og hreyfing án bolta enn minni. Ég skal alveg viðurkenna það að ég var farinn að sjá jöfnunarmark fyrir mér í síðari hálfleik en vörnin stóð vaktina og og Darwin Nunez gerði það sem enginn gerir betur – fær mann til að hárreita sig eina sekúnduna en elska hann þá næstu sem gaf manni amk 2 rólegar mínútur af þessum 96.

Ákveðin klisja að segja að það séu bara stigin sem skipta máli. Það er vissulega satt en manni er samt farið að lengja eftir alvöru frammistöðu. Virkilega jákvætt að klára þetta þrátt fyrir að spila illa en vonum að það hafi ekki kostað okkur Mac Allister í miðri törn.

Hvað þýða úrslitin

Úrslitin þýða að Liverpool heldur pressunni á Arsenal eftir dramatískan sigur þeirra í gær. 2 stig sem skilja liðin að. Þó það verði seint sagt að flugið hafi verið hátt á Sheffield United þetta tímabilið þá er þetta engu að síður mikilvægur sigur þar sem að stigasöfnun okkar gegn botnliðunum hefur verið ansi döpur síðustu misseri.

Úrslit kvöldsins þýða einnig að Aston Villa fer í þriðja sætið eftir ekkert alltof óvæntan sigur gegn City (eitthvað sem maður segir ekki oft). Eru þá með 32 stig, tveimur stigum á eftir okkar mönnum og jafnmörgum fyrir ofan City sem sitja í fjórða sætinu. Eitthvað sem þeir eiga ekki að venjast.

Hvað hefði mátt betur fara?

Frekar margt. Eins og áður sagði, spilamennskan var ekki góð. Við vorum alltof passívir. Gomez og Konate virtust á tímabili vera í keppni sín á milli hvor gæti átt fleiri slakar sendingar, hreyfanleikinn á miðju og sókn var ekki til staðar og allt uppspil tók heila eilífð. Það bjargaði okkur kannski fyrir horn því heimamenn virtust sofna á köflum, sem ég skil vel.

Það voru góðar frammistöður inn á milli, VVD var virkilega góður eins og hann hefur verið allt tímabilið, Trent var líklega okkar helsta ógn, sérstaklega í fyrri hálfleik. Szoboszlai var út um allt, þó ég sakni þess aðeins að hann sé meira dóminerandi á boltanum en hann hefur verið í síðustu leikjum. Aðrir áttu annars frekar rólegt kvöld en við dómineruðum boltann án þess að láta það telja. Ef maður horfir á þennan leik í endursýningu þá eflaust virkar þetta öruggara en maður upplifði það í beinni, heimamenn sköpuðu ekki mörg færi og þau fáu sem þeir fengu voru oftar en ekki í boði okkar.

Næsta verkefni

Það er skammt stórra högga á milli. Annar útileikur gegn Crystal Palace á Selhurst Park n.k. laugardag, næst spilar varalið okkar spilar við Union SG (þar sem við erum búnir að tryggja okkur efsta sæti riðilsins) fimmtudaginn 14 desember áður en Man Utd kemur í heimsókn sunnudaginn 17. desember!

Þar til næst

YNWA

23 Comments

  1. Núnezinn… gaman að sjá hann án Salah. Sá virðist kominn til Afríku í huganum. Hvað getur maður sagt – endalaust að berjast, undarlegar ákvarðanir, seinn að ákveða sig en svo gerir hann þetta til að gleðja okkur í sófunum!

    Snilldartækling og Szlobo skorar langþráð mark!

    11
  2. Eins og þulurinn sagði…”Þrjú stig eru þrjú sig”…Ekkert meira um þennan leik.

    10
  3. 3 stig eina sem skiptir máli. Leikurinn var ekkert sérstakur að öðru leiti en Nunez flottur þarna í lokin.
    Fannst Trent vera bestur samt.

    11
  4. Frábær úrslit, frábær þrjú stig. Einhver gat gert eitthvað öðruvísi og einhver gat kannski gert eitthvað betur. En kæru félagar það eru stigin sem telja svo áfram gakk 🙂
    YNWA

    9
  5. Blessaður kallurinn hann Joe Gomez. Ekki tókst honum að skora úr færinu sínu. Skyldi hann ljúka ferlinum án þess að ná að skora?

    Hvað segja tölfræðisnillingar kop.is, eru einhverjir útivallarleikmenn í sögu Liverpool sem aldrei skoruðu mark?

    8
  6. Góður sigur einsog þeir eru alltaf vonandi tapa city stigum eftir þetta kvöld finnst þeir ekki eins sterkir í ár….

    7
  7. Og svo eru hér spes skilaboð handa Daníel… (hehehe). Hvar væri Eiríkur tíeyringur staddur ef hann hefði selt frá sér markavélina McTominay og varnarjaxlinn Maguire?

    8
  8. Bara flottur leikur, 3 stig og hreint lak á útivelli á móti liðinu í neðsta sætinu og berst fyrir lífi sínu í deildinni með “nýjan” gamlan þjálfara.
    2 mörk skoruð, frá miðjumanni og varnarmanni þannig að markaskorunin þennan veturinn er að dreifast vel á milli manna.
    Salah og Diaz fengu 30 mín frí í þessum leik og Klopp nær að dreifa desember álaginu vel á milli manna.

    Sáttur í kvöld og verð vonandi ennþá sáttari eftir Aston Villa / man city leikinn

    6
  9. Erfitt en átti von á brasi í kvöld…..3 stig og Villa komið í 3ja sætið eftir fagmannlega frammistöðu gegn City. Þetta gæti orðið áhugaverður vetur í deildinni og Palace næst sem eru í basli. Endo var minn maður leiksins.

    11
  10. Ekki var það fallegt en alveg ágætis fótboltakvöld á endanum. Vonandi aðeins meira fluid fótbolti á laugardaginn og meira sannfærandi sigur.

    Áhugavert annars að síðan Trent fór í hybrid hlutverkið sitt og meira inn á miðjuna er ekkert lið með fleiri stig en Liverpool (26 leikir) og stigasöfnunin er 2,27 stig að meðaltali í leik, það gera 86 stig yfir heilt tímabil.

    Þetta lið er ekki verra en svo ATM

    13
  11. Sælir félagar

    Takk fyrir skýrsluna Eyþór og svo sem ekki miklu við hana að bæta. Góð 3 stig í húsi þrátt fyrir afar andlausan leik þar sem TAA og VvD voru bestu menn liðsins. Mér leið dálítið eins og mér sýndist Klopp líða, frekar óánægður með gang mála en afar sáttur við niðurstöðuna. Mér fannst Dom allmiklu betri í þessum leik en undanfarið og svo kláraði hann færið sitt af miklu öryggi. Vonandi er Mac í lagi og leiðinlegt fyrir hann að meiðast þegar hann fær loksins að spila í sinni stöðu. Endo var fínn en Gomes drengurinn var afleitur sóknarlega og var nærri búinn að gefa mark – en það slapp sem betur fer. Aðrir á pari en ég fer fram á betri frammistöðu á laugardaginn hvað sem öðru líður.

    Það er nú þannig

    YNWA

    4
  12. Algjörlega gutted fyrir Matip hann verður ekki meira með okkur lítur út fyrir að vera. Og þar sem samningurinn rennur út eftir þetta tímabil þá hefur hann líklega spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool ?
    Hann hefur verið algjört legend fyrir LFC það verður ekki tekið frá honum.

    8
  13. Yndisleg þrjú stig.

    Sammála ykkur með að vonandi er heimsmeistarinn okkar ekki illa meiddur.
    Týbíst að hann nái að spila 4 mín í sinni bestu stöðu áður en hann fær vonda tæklingu.
    Strangt prógram framundan og mikilvægt að dreifa álaginu eins og hægt er, sérstaklega þegar kemur að Evrópuleiknum þar sem við erum búnir að tryggja efsta sætið í riðlinum.

    YNWA

    4
    • Hann er a.m.k. búinn að gefa það út á Instagram að hann hafi þurft nokkur spor en sé að öðru leyti í lagi.

      6
  14. Smá taugaveiklun í gangi hjá okkar mönnum, en á endanum sigur og 3 dýrmæt stig. Nú er bara að koma sér til London seinni partinn á morgun, sofa vel og taka létta æfingu fyrir enn einn hádegisleikinn á móti CP. Leikur sem endar 0-2, sagt og skrifað.

    YNWA

    1

Liðið gegn United (þ.e. Sheffield United)

Crystal Palace – Liverpool