Liðið gegn United (þ.e. Sheffield United)

Liðið komið, og eins og vænta mátti eru nokkrar breytingar frá því um helgina:

Bekkur: Adrian, Pitaluga, Quansah, Bradley, Tsimikas, Elliott, Gravenberch, Jones, Nunez

Meiðslalistinn er orðinn óþægilega langur, svo þess vegna eru tveir markverðir á bekknum. Líklega verið að venja Pitaluga við stemminguna, en ekki eins og það séu margir aðrir leikmenn sem væru líklegir til að koma inná í kvöld. Það hefðu þá helst verið Doak og/eða Gordon. Nunez fer á bekkinn, held að það séu engin sérstök skilaboð þar í gangi, bara verið að rótera.

Þetta verður erfiður leikur á köldu miðvikudagskvöldi í Sheffield, þó svo stigasöfnunin hjá Sheffield hafi ekki verið eitthvað rosaleg þá er þetta samt lið sem vann Úlfana og gerði jafntefli við Brighton, plús það að nú vilja leikmenn sýna sig og sanna fyrir “nýja” stjóranum. En vonum að okkar menn standist áraunina.

KOMA SVO!!!!!

33 Comments

  1. Sá möguleiki er fyrir hendi að Klopp fari í tilraunastarfsemi og setji Trent vinstra megin en Gomez í hægri bak. Trent er jú að leita út á miðjuna í sexuna hvort eð er þegar okkar menn eru með boltann, og þá væru 3 hafsentar með Gomez lengst til hægri. Gæti a.m.k. orðið áhugaverð tilraun.

    5
  2. Strax hættumerki í vörninni gegn baráttuglöðum SHU mönnum með nýjan stjóra í brúnni.

    Veit ekki með ykkur en mér finnst þessi dómari vafasamur.

    2
    • Hann er með þeim lélegustu í úrvalsdeildinni, ef ekki bara sá lélegasti.

      1
  3. Okkar menn þreyttir og frekar hugmyndalausir. Man ekki eftir neinum á bekknum sem gæti breytt gangi leiksins.

    Lítið að koma úr þessum föstu leikatriðum.

    Verður þolinmæðisverk að brjóta þá á bak aftur.

    2
  4. Bæng!

    Trent með plömmer í horninu og ég and-jinxaði þetta auðvitað!

    Púra mark!

    2
  5. Cpt Van Dijk með yfirvegun í þessu, frábærr mark og gott að vera komnir með forystu fyrir hálfleik.

    4
  6. Gott mark hjá Dijk en VAR og Hooper reyndu hvað þeir gátu að finna eitthvað athugavert til að geta dæmt markið af!

    3
  7. Verðum að skora amk mark í viðbót. Allt getur gerst og með Kelleher í markinu er alltaf hætta á ferðum.

    5
  8. Held að Elliott ætti að fá að fara inn á. Macallister þarf að passa á sér lappirnar.

    3
  9. Haltu þér inná Endo….verið að keyra á breiddina…hefði viljað bæta markahlutfallið um nokkur í þessum leik …

    1
  10. Maður á ekki orð yfir þessari framistöðu. Eins gott að við erum að spila við neðsta liðið.

    2
  11. Sama hvernig þetta fer, en þetta Liverpoollið er aldrei að fara að berjast um titilinn, sorry

    3
  12. Gáfulegt hjá fyrirliðanum að gefa þeim innkast þar sem þeir eru sterkastir í.

  13. Kom ekki Curtis Jones inn á rétt áðan?? Ég hef ekki orðið var við manninn!

    3
  14. Framherjar okkar steingeldir því miður.
    Sheffield 40 mörk fengin á sig og við ekki líklegir að skora dapurt.

    1

Heimsókn til Sheffield – Upphitun

Sheffield United 0 – 2 Liverpool