Crystal Palace – Liverpool

Þá er komið að leik gegn Roy Hodgson og strákunum hans í Palace. Ég fékk hroll við að skrifa nafnið Roy Hodgson, því að á mínu æviskeiði þá hefur mér aldrei liðið eins illa sem Liverpool stuðningsmanni og þegar Roy var með liðið.
Af hverju ætli það hafi verið?
Látum okkur sjá.

1. Árangur Roy
20 deildarleikir 7 sigrar 4 jafntefli og 9 töp

Duttu svo út gegn Northampton Town í deildarbikarnum.

Þetta var ekki ásættanlegur árangur og liðið sat svo í 12 sæti í deildinni.

2. Spilamennskan
Ég held að Roy hafi haldið að hann væri að fara að stýra aðeins betri útgáfu af Palace. Þetta var varn færnislegur, einhæfur, gamaldags fótbolti þar sem hann var oft bara sáttur við að halda jafnteflinu í staðinn fyrir að reyna við sigra.

3. Leikmannakaup
Hvar á maður að byrja.

Paul Konchesky – Einn lélegasti vinstri bakvörður í sögu Liverpool.
Raul Meireles – Menn voru að vonast eftir að þarna væri kominn næsti Alonso en eina sem hann átti líkt með Alonso var að hafa spilað með Liverpool.
Christian Poulsen – Hvernig látum við Meireles líta út eins og Zidan jú berum hann saman við Poulsen.
Fabio Aurelio – ok, hann var frír og átti ágæta leiki fyrir Liverpool.
Joe Cole – vá hvað ég var spenntur en vá hvað hann stóð ekki undir væntingum.

4. Hvernig hann talaði um liðið.

Eftir 2-0 tap gegn Everton
“From what I saw I thought we dominated the second half totally. I thought the shape of the team was good today; the quality of our passing and movement was good. We didn’t score goals and Everton did but I refuse to accept that we were in any way outplayed or any way inferior. I watched the performance and the second half was as good as I saw a Liverpool team play under my management that is for sure.”

Eftir að stuðningsmenn létu eigendur heyra það
Those people (protestors) aren’t making my job any easier”

Bar Liverpool leikmenn saman við Fulham leikmenn
“At the moment arguably one or two of the players that you are suggesting are very different to the Fulham players’ maybe are not playing any better than the Fulham players played. Journalists work on names and not on performances. You watch people play and you base your judgement on their name and not necessarily what they have actually done on the day of the game,,

Fyrir utan þessi þá var hann oft að tala um Liverpool eins og þeir væru bara miðlungs lið.

5. Niðurstaða
Það sást eiginlega strax að þetta var verkefni sem hann væri ekki að fara að ráða við og hann var aldrei í takt við stuðningsmenn liðsins. Þetta er eina skiptið sem mér langaði bara alls ekki að horfa á Liverpool spila(píndi mig samt í það).
Við höfum oft séð sterkara Liverpool lið en þetta var samt lið með Gerrard, Carragher, Torres, Agger, Skrtel, Glen Johnson, Babel og Kuyt svo að þarna voru alveg nokkrir góðir fótboltamenn sem hefði átt að vera hægt að spila betur úr.

King Kenny kom svo og tók við keflinu og þótt að árangurinn með Kenny hafi ekkert verið stórkostlegur þá náði hann þó liðinu upp í 6.sæti og liðið fór að spila skemmtilegri fótbolta. Fyrir utan að það eru fáir stjórar sem skilja stuðningsmenn liðsins eins vel og Daglish.

Afskaði þetta, ég þurfti bara að koma þessu Roy Hodgson hugsunum frá mér og núna er það komið og líður mér strax betur.

Crystal Palace

 

Palace í dag er á Palace slóðum þeir sitja í 14.sæti í deildinni með 16 stig og eru ekki að fara að falla en ekki heldur að komast í top 10 í ár. Þetta er dæmigert Roy Hodgson lið. Lið sem skorar ekki mikið en fær ekki heldur mikið af mörkum á sig og það má því búast við sterkum varnarpakka gegn okkur á laugardaginn.

Palace hefur verið að spila með 4-2-3-1 eða 4-3-3 í leikjum sínum í vetur og má reikna með að það verður varnfærnisleg uppstilling gegn okkur þar sem þeir munu reyna að beita skyndisóknum með Jordan Ayew og Edouard fremsta í flokki.

Palace hefur státað af góðum heimavallar árangri undanfarinn tímabil en á þessu tímabili hafa þeir ekki verið sannfærandi á heimavelli. 1 sigur 2 jafntefli og 4 töp.

Heimaleikir Palace 2023/24
Arsenal 0-1 tap
Fulham 0-0
Wolves 3-2 sigur
Tottenham 1-2 tap
Forest 0-0
Everton 2-3 tap
Bournmouth 0-2 tap
Liverpool ?

Það verður fróðlegt að sjá hvernig Roy gamli mun blása lífi í Palace liði(vonandi þarf ekki að blása lífi í hann). Roy er nefnilega það gamall að hann fékk þann mikla heiður að kenna fyrsta sögu tíman í heiminum og fór fyrsti tímin í það að bíða eftir að eitthvað myndi gerast( Roy er 76 ára en mér finnst gaman að skjóta á hann fyrir það sem hann gerði mér og Liverpool árið 2010).

LIVERPOOL

Ekki var þetta fallegur sigur í síðasta leik en við tökum þessum. Í gegnum svona jólatörn þá snýst þetta bara um að komast í gegnum þetta með sem flest stig og sem fæðst meiðsli. Meiðsla listinn okkar lengist alltaf en Matip er kominn á þennan lista og spilar líklega ekki mikið meir á tímabilinu sem er synd og skömm því að hann hafði átt gott tímabil hingað til(sáuð þið hann gegn Man City) og svo er spurning um hvort að MacAllister mun ná leiknum en hann fór út af í síðasta leik en það virkaði ekki allt of alvarleg. Alisson, Jota og Andy ná ekki þessum leik en vonir standa til að Alisson verður klár gegn Man utd.

Ég ætla að spá því að liðið verður svona.

Tismikas kemur aftur í vinstri bakvörð og er örugglega Gomez bara mjög fegin enda líður ekki allt of vel þar.
Ég held að Endo haldi sætinu . Bæði af því að hann hefur litið bara nokkuð vel út og að MacAllister er tæpur.
Gravenberg spái ég að komi svo inn en Elliott og Jones fái svo Evrópuleikinn í næstu viku.
Nunez fær að byrja á kostnað Gakpo sem mér fannst ekki nýta tækifærið nógu vel í síðasta leik.

Við sitjum í 2.sæti í deildinni tveimur stigum á eftir Arsenal eftir 15 leiki. Vitiði ég ætla bara að taka því með bros á vör. Já, við hefðum átt að klára Luton(Luton hefði líka átt að halda í jafntefli gegn Arsenal) og Tottenham leikurinn var bara svindl leikur. Fyrir utan það þá lítur þetta bara nokkuð vel út hjá okkur. Sigur í þessu hádegisleik(auðvita eigum við hádegisleik) kemur okkur í góða stöðu áður en við fáum Man utd og Arsenal í heimsókn. Ég vona að strákarnir séu með fullan focus í þetta verkefni og nái að koma með fagmannlegan sigur og ég ætla að spá því að það takist.

0-2 sigur þar sem Salah og Diaz skora fyrir okkur í síðari hálfleik en ekki láta ykkur bregða ef þetta verður smá ströggl framan af leik en það er einkenni liða Roy að vera óþægilegur andstæðingur.

YNWA

Hérna er einn gamall(ekki Roy samt) og góður sigur gegn Palace

18 Comments

 1. Ég sagði í upphafi tímabils að Liverpool yrði meistari og stend við það. Til hvers að halda með Liverpool með alla þessa sögu án þess að hafa trú.

  9
 2. Roy Hodgson kann að fá áhorfendur upp á móti sér. Ef ég man rétt taldi hann aðdáendur Christal Palace “dekaraða” ekki alls fyrir löngu. Það er ekki beinlínis hægt að segja að þeir hafi verið ánægðir með þau ummæli hans.

  Hvað um það. Þetta verður erfiður leikur ef Liverpool nær ekki upp almennilegum leik og spilar alvöru bolta. Seiglan í liðinu okkar er aðdáunarverð en mér finst vanta allt drápseðli í liðið. Vil fara að sjá það gersigra eitthvað af þessum minni liðum með agerandi hætti. Kannski er ég að biðja um of mikið. En á meðaan liðið okkar kemst í gegnum þessi verkefni og er næst efst i deildinni, þrátt fyrir fráleidda dómsgæslu í vetur, þá er ég sáttur en ég veit samt í hjarta mér að það býr miklu meira í liðinu en það hefur sýnt. Við eigum að vera með miklu fleirri stig en við erum með í dag.

  3
 3. Er það bara ég eða finnst ykkur að Salah sé svo upptekinn af því að ná að skora að hann gefur ekki boltann undir neinum kringumstæðum, sér ekkert nema markið ef hann kemst í 15 metra fjarlægð frá markinu þá reynir hann að skjóta þrátt fyrir að aðrir séu í betra færi enn hann ? Alltaf gott að menn séu markagráðugir en það má nú alveg gefa boltann. Annars bara þokkaleg tilfinning fyrir þennan leik þó ég reikni með erfiðum leik. Ég hef grun um að Roy muni fyrirskipa 11 manna varnarlínu og treysta á skyndisóknir. Spái 3-1 leik, Salah, Trent og Nunes með mörkin

  1
  • Nei alls ekki heilt yfir, hann er með flestar stoðsendingar í liðinu og ætti að vera með helmingi fleiri ef Nunex gæti skorað úr meirihlutanum af sínum dauðafærum.

   Það komu alveg 1-2 moment gegn Sheffield hinsvegar þar sem hann sannarlega mátti senda og auðvitað gerist slíkt reglulega hjá sóknarmönnum, en nei held að hann sé ekki mikið að stressa sig á þessum 200 mörkum, hann veit vel að hann nær yfir þann múr eins og flesta aðra markametsmúra.

   7
 4. Sælir félagar

  Takk fyrir upphitunina Sig. Ein. hún er skrítin og ég skil ekki þetta hatur á Hodgson sem er bara gamalmenni sem er löngu útrunnið í boltanum og getur í sjálfu sér lítið við því gert. Þeir sem réðu hann aftur á móti voru í besta falli einkennilegir og versta falli mestu fífl sem hafa komið nálægt fótbolta. En að leiknum fram undan. Það er bara krafa um að leikmenn leggi sig fram í leiknum og slaki ekki á fyrr en komin er sigurstaða, til dæmis 0 – 2. Það er ekki í boði að koma inn í þennan leik í einhverjum lág gír og þurfa svo að drulluredda sér í restina. Vonast eftir sigri en þori engu að spá.

  Það er nú þannig

  YNWA

  6
  • Mér fannst þetta flott upphitun hjá Sigga.
   Hann taldi upp helling af atriðum sem valda því að honum líkar ekki við Roy.
   Myndi nú kannski ekki kalla þetta hatur, ekkert frekar en þegar sumir stuðningsmenn virðast ekki þola ákveðna leikmenn Liverpool.
   Menn hafa bara sínar ástæður fyrir því, hvort sem okkur finnst þær rangar eða réttar.
   Ég allavega deili fullkomlega þessum tilfinningum sem Siggi ber til Roy.

   15
  • Finnst þetta fínasta upphitun og helst til of vægur í gagnrýni á Hodgson. Eina góða við hann er að eftir hans tíma er Souness ekki versti stjóri Liverpool síðan Shankly hóf sína enduruppbyggingu.

   Palace er sýnist mér einmitt að fara í sama far og þarna lýst nokkuð vel hversu óþolandi stjóri Hodsogn er.
   https://twitter.com/Knox_Harrington/status/1733078914476515352

   No one denies that he’s right. It’s the constant, relentless, grinding misery of being constantly reminded by the man who is the public face of our club that we are bang average, don’t deserve any better than Premier League survival, mustn’t get ahead of ourselves, have to accept we’re lucky to be here, don’t have enough good players, have it tough every week, need to shut up shop when level away from home and hope to tread water from now until the end of time which brings emotional fatigue.

   Your manager should be someone who lives and breathes the club. Pragmatism? Yes. Telling fans and players at every turn that we are nothing special? It’s utterly miserable and soul destroying. Football is supposed to inspire passion and tribalism, a sense of belonging, not the never-ending reminder of accepting your lot in life. Our fans and players aren’t stupid, a bit of positivity and inspiration would go such a long way.

   Stjórabreyting Liverpool 2010 er ennþá sú heimskulegasta í sögu félagsins.

   9
 5. Fín upphitun og gott að menn gleymi ekki RH tímanum hjá Liverpool. Bara ein leiðrétting. RH fékk ekki Fabio Aurelio til Liverpool heldur var það Rafa Benitez sem fékk hann frítt.

  6
 6. Joe Cole var kominn til Liverpool áður en Hodgson tók við.

  Það kom snemma í ljós að Roy var ekki rétti stjórinn fyrir klúbbinn, enda var staldraði hann einungis við í fáeina mánuði.

  Hins vegar stórefast ég um að margir stjórar hefðu gert vel á þessum tímapunkti. Liðið var að leika illa síðasta tímabil Bentiez og ekki gerði Dalglish merkilega hluti eftir að hann tók við af RH.

  Merkilegt samt að sumir vilja gera kallinn ábyrgan fyrir þeirri áralöngu eyðimerkurgöngu sem liðið var í á þessu tímabili. Sú ganga var löngu byrjuð áður en kallinn tók við og hélt áfram í nokkur ár eftir að hann var rekinn.

  • Reyndar komu þeir nánast á sama tíma Joe Cole og Roy, en ég held að það hafi verið búið að ganga frá kaupunum á Cole áður en RH tekur við.

   1
 7. RH tímabilið var í einasta sinn á ævinni sem ég hætti að horfa á Liverpool leiki. Ég bara „náði honum ekki upp” með Konchesky og Poulsen…

  1
 8. Furir mitt leyti er CP í mesta lagi Championship lið og óskiljanlegt hvernig þeir ná að halda sér uppi ár eftir ár.

  En RH er bara depill á okkar ástkæru sögu sem ég eyði ekki miklum tíma í að leita að í fangi látinna tíma sem liðnir eru sem hann og Souness gleyptu í sig án nokkurra eftirsjá. Við höldum ótrauð áfram í leit að því sem markar okkur hér – orðspori,sem aldrei deyr og það er hvatningin sem drífur þetta lið undir Klopp,áfram.

  En nóg af væmni og ég spái því að við munum harka fram öðrum 0-2 sigri….ekkert glamúr á morgun,bara iðnaður í bland við dugnað.

  2
 9. Roy karlinn álpaðist svo til að stýra enska landsliðinu og þökk sé honum þá átti það íslenska sína mestu dýrðarstund fyrr og síðar!

  En þessi ,,and-fótbolti” sem hann og fleiri af hans kynslóð standa fyrir er sem betur fer á undanhaldi. Klopp boðaði nýja tíma með hápressu sinni og nú sjáum við hvernig fleiri stjórar hafa tekið upp þráðinn.

  Leikurinn á eftir verður að sjálfsögðu spennandi. Kraftakarlar í CP og voooonandi hrekkur núnesinn okkar nú í gang.

  1

Sheffield United 0 – 2 Liverpool

Liðið gegn Crystal Palace – Alisson er með