Liðið gegn West Ham

Áhugavert lið:

Bekkur: Kelleher, Konate, Gomez, Tsimikas, Bajcetic, Jones, Szoboszlai, Salah, Nunez

Semsagt; Konate, Nunez, Salah og Szoboszlai allir á bekk. Hafa verður í huga að það er stutt síðan liðið kláraði leik, en í ljósi þess að fæstir mættu til leiks á Goodison er þá hægt að tala um að þeir séu þreyttir? Allavega, þetta verður áhugaverð uppstilling.

Nokkuð ljóst að núna þarf kraftaverk ef það á eitthvað betra en 3ja sætið að verða niðurstaðan. Og n.b. þá hefði maður líklega alveg tekið 3ja sætinu plús Carabao bikarinn í upphafi leiktíðar, en í augnablikinu virkar þetta samt eins og vonbrigði. Líka ef maður tekur með í reikninginn stöðuna á United og Chelsea.

Nóg um það. Næst síðasti útileikur Klopp. Njótum á meðan á því stendur.

KOMA SVO!!!!!

48 Comments

  1. Þvílík staða. Langlaunahæsti maður í sögu félagsins kemst ekki í liðið. Dýrasti framherji í sögu félagsins kemst ekki í liðið. Dýrasti miðjumaðurinn í sögu félagsins kemst ekki í liðið. Og það skrýtnasta við það er að þetta er allt algerlega sanngjarnt í leik sem skiptir miklu um að reyna að tryggja CL sæti.

    6
  2. West Ham að stilla upp sínu sterkasta liði og Bowen kominn inn aftur eftir meiðsli. Þetta verður áhugaverður leikur svo ekki sé meira sagt – ná okkar menn í 3 stig og ennþá sjéns í baráttunni eða verður þetta endanlega búið eftir daginn í dag?!

    YNWA

    1
    • Prowse er á bekk í dag. Það er góðar fréttir fyrir okkur. Ég hef trú á Liverpool í dag. Fínar fyrstu 10min í dag.

      1
    • Nunez + Salah hefði verið bitlaus sókn, sé tekið mið af síðustu leikjum.

      2
  3. Af hverju ekki spjald á WH-gaurinn sem fór í ökklann á Mac Allister?

    4
  4. Alltaf skal diazinn vera rangstæður.

    Flott sókn …. en maður hefði viljað sjá slútt frekar en þetta drama allt!

  5. Liverpool með boltan í 40 mín en ekkert að frétta sama uppskrift eins og alltaf.
    Wh í smá sókn og auðvitað mark nuna

    1
  6. Trent trent trent á þetta. Djöfull er hann búin að vera lélegur

    3
  7. ohhh

    ég nenni þessu ekki lengur. Vörnin eins og mjúkt smjör.

    Fjandakornið.

    4
  8. Þa byrjar ballið, 1-0 WH

    Foucking helvitis aumingjar allir með tölu

    4
  9. Þetta er erfitt. Liverpool betri en ómögulegt að sjá hvað þeir eru að reyna að gera samt. Lenda svo undir. Ætli fólk vilji ekki sjá Klopp setja Nunez og Salah inn í hálfleik?

    2
    • Hvað annað ætti hann að gera kanski henda Gomez þarna fremst?

      2
      • Ég vil sjá þá inn í hálfleik. Þeir eru bara búnir að fá mikið hatur hér inni. Velti fyrir mér hvað fólk vill.

        3
    • Þarft ekki að hafa áhyggjur hann hendir þeim inná spurning hvað þeir gera ..Salah með skotin sín beint á markmann eða yfir/framhjá eða Nunez að hlaupa hratt og svo detta eitthver staðar svo auðvitað screamarnir hans frá 3 metrum sem fara yfir markið.

      4
      • Ekki ólíklegt – því miður er liðið á vondum stað þessa síðustu leiki Klopp.

        2
  10. Vandamálið kristallast í því að maður er hættur að standa upp úr sófanum þegar okkar menn komast í færi.

    Bíður bara eftir fleiri ómarkvissum hreyfingum, feilsendingum eða feilskotum.

    6
  11. Held að Klopp ætti bara að koma sér burt. Hans legacy er búið. Það hvernig hann hefur klúðrað þessu tímabili er ótrúlegt. Það,er bara eitthvað aumingjagengi þarna inná með ekkert plan. Enginn áhugi menn nenna ekki einu sinni að öskra á hvorn annan.

    4
  12. Núna búnir að fá á sig mark úr nánast einu hornspyrnu andstæðingsins 2 leiki í röð. Gakpo lætur Bowen éta sig sýnist mér. Enda eðlilegt. Ekki nema um 20cm hærri.

    5
  13. Sælir félagar

    Ekki er að sökum að spyrja. þrátt fyrir 200 sendingar í öftustu línu. Eymdin í sóknarleiknum er slík og vonleysið að það er átakanlegt. Ákvarðanataka í þessum örfáu sendingum fram á við er oftast slök í besta falli eða beinlínis heimskuleg. Með þessu áframhaldi verður Alisson sá sem verður með flestar snertingar og leikurinn tapast 2 – 0. Ef Klopp setur liðinu ekki það markmið að sækja af krafti og berjast fram á við þá tapast þessi leikur eins og fyrr er sagt. Það er beinlínis átakanlegt að sjá leikstíl liðsins síðustu vikurnar og vonandi breytir nýr stjóri þessu.

    Það er nú þannig

    YNWA

    3
  14. Síðustu keikirLiverpool hafa gjörsamlega rænt mig ánægjunni af að horfa á enska boltan.Bless aðsinnu.
    Vonandi verður þetta betra í haust!

    3
  15. Miklu miklu miklu betri.

    Ekki breyta neinu. Vil að sama lið og byrjaði leikinn klári hann.

    Ég geri bara þá kröfu að leikmenn berjist og leggi sig fram og það eru menn svo sannarlega að gera.

    2
  16. Ja hérna ekki lagast þessi skita hjá Lúserpool og núna er komið að West Ham að leika sér af þessu vesalings liði. En guð sé lof að við séum að fá nýjan þjálfara frá Hollandi sem enginn kannast við og mun lyfta okkur aftur upp í hæstu hæðir.

    3
  17. Sáuði Mo Salah senda Klopp tóninn á hliðarlínunni? Maðurinn á enga innistæðu fyrir röfli á þessum tímapunkti. Reyndu bara að skora, góði!

    3
  18. Hvad er dòmarinn að flauta à ? Boltinn var ì leik ! Gakpto àtti bara að skora. Dòmarinn bòkstaflega segir Areola að liggja ì grasinu ! Hata þessa dòmgæslu

    3
  19. Þetta var nú meiri hroðbjóðurinn. Trúi ekki að ég sé að segja þetta en þessu tímabili getur ekki lokið nógu fljótt. Vantar leiðtoga í þetta lið til að koma mönnum yfir marklínuna í leikjum og leikmenn eru augljóslega hættir að hlusta á Klopp, sem eru skiljanleg viðbrögð ungra manna út frá því hvernig mál hafa þróast á síðustu vikum, menn komnir með hugann við næsta þjálfara og næsta tímabil. Aldrei hélt ég samt að ég yrði vitni að því að menn sem eiga Klopp allt að þakka sýndu honum svona mikla vanvirðingu á hliðarlínunni.

    Þetta verða erfiðir síðustu þrír leikir og Meistardeildarsæti alls ekki í hendi.

    3

Upphitun: Hádegisleikur gegn West Ham

West Ham 2 – 2 Liverpool