West Ham 2 – 2 Liverpool

Liverpool spilaði næst síðasta útileikinn á tímabilinu þegar liðið heimsótti West Ham og gerði 2-2 jafntefli í kaflaskiptum leik.

Mörkin

1-0 Bowen (43. mín)
1-1 Robertson (48. mín)
1-2 Areola (sjálfsmark)(65. mín)
2-2 Antonio (77. mín).

Hvað gerðist helst markvert?

Manni fannst okkar menn alls ekki vera mættir til leiks í fyrri, nema þá kannski helst Díaz sem átti skot í stöng, as is tradition. Paqueta var stálheppinn að fá ekki gult fyrir að traðka á ökklanum á Macca, stundum hefði nú meira að segja sést rautt en það var ekki einusinni spjald. Þetta var samt ekki mesta klúðrið hjá Anthony Taylor í dag, meira um það á eftir. Okkar menn þurftu svo auðvitað að fá á sig mark rétt fyrir hálfleik, Quansah gerði mistök við að spila út úr vörninni sem gáfu hornið, og svo voru okkar menn bara ekki vakandi þegar hornspyrnan var tekin, sérstaklega ekki Gravenberch og Gakpo sem voru næstir Bowen (og eru báðir stærri en hann, en hann náði að skalla boltann).

Það var svo AAAALLLT annað lið sem kom inná í síðari, án skiptinga samt, og Robertson var búinn að jafna eftir 3 mínútur. Hann beitti þeirri útsmognu aðferð að skjóta boltanum þannig að hann lenti á milli markstanganna, fór ekki beint á markvörðinn, og var ekki endilega að reyna að lúðra honum eins fast og mögulegt var. Um miðjan síðari hálfleik kom svo mark númer 2, sjálfsmark í þetta sinn en Gakpo á eitthvað aðeins í því. En svo á 77. mínútu komst Bowen upp hægri kantinn, gaf á Antonio sem var nálægt vítapunktinum og skallaði óverjandi í hornið nær.

Um það leyti var verið að skipta Salah, Nunez og Gomez inná, og Salah og Klopp fóru eitthvað að kýta. Ómögulegt að segja hvað þeim fór á milli, en aldrei gaman að sjá svonalagað. Nunez a.m.k. róaði Salah og skiptingin gekk snuðrulaust fyrir sig að öðru leyti.

Svo komu mestu furðulegheitin hjá Taylor vini okkar. Liverpool í sókn, og boltinn endar í höndunum á Areola. Ekkert dæmt. Leikmenn skokka út á miðjan völl og Areola gerir sig kláran til að spyrna boltanum burt, hendir honum frá sér en fer svo eitthvað að sinna löppunum á sér, mögulega var hann eitthvað að kveinka sér. Gakpo sér þetta og hleypur að boltanum, og virtist vera í fullum rétti að renna honum bara í nánast autt markið, en Taylor fer þá að flauta eins og vitleysingum og fer svo að huga að Areola og vill að hann leggist í grasið og það komi einhverjir að huga að honum. Stórfurðulegt í alla staði.

En semsagt, það voru ekki fleiri mörk skoruð, en Elliott átti skot í þverslá. As is tradition.

Hvað þýða úrslit leiksins?

Í raun ekkert. Liðið var þegar úr leik í keppninni um titilinn, það gerðist á móti Palace og útslitin á Goodison Park gulltryggðu það, leikurinn í dag breytti þar engu um. Það er ekki að fara að gerast að bæði Arsenal og City séu að fara að tapa tveim leikjum af þeim sem eftir eru. Nú er þetta spurning um að tryggja 3ja sætið, það er buffer upp á 6 stig, ef liðið klárar leiktíðina eins og það byrjaði seinni hálfleikinn er ekkert að óttast. Ef það klárar leiktíðina eins og það kláraði fyrri hálfleikinn er full ástæða til að óttast að CL sætið gæti tapast.

Hverjir áttu góðan dag?

Svosem enginn sem var frábær út í gegn, Alisson átti reyndar slatta af mjög góðum vörslum og gat lítið gert í mörkunum. Gravenberch hefði mátt gera betur í fyrsta marki West Ham og þá væri hann í umræðunni sömuleiðis.

Hvað hefði mátt betur fara?

Alveg fullt, en undirritaður er fyrst og fremst glaður með að leikurinn skyldi ekki tapast.

Hvað er framundan?

Það sem skiptir okkur kannski mestu máli er að liðið er að fara að fá nýjan stjóra. Einar Matthías gerir því betri skil í færslu sem ætti að detta inn í kvöld eða á morgun, en það er vel hugsanlegt að Arne Slot verði tilkynntur á þeim tíma. Svo eru það þessi litlu smáatriði að klára næstu leiki: Spurs á Anfield eftir viku, Villa úti 8 dögum þar á eftir, og svo Úlfarnir á Anfield þann 19. maí.

Okkur langaði öll til þess að liðið gæfi Klopp það “send-off” sem hann á skilið. Helst að enda með titli. Óhætt að segja að síðustu vikur hafi komið í veg fyrir að af því verði, en það er samt hægt að klára þetta á sómasamlegan hátt ef leikmenn spila eins og við vitum að þeir geta.

Annars er það alltaf næsta tímabil.

23 Comments

  1. Sá glitta í það gamla og góða. Frekar óheppnir að klára ekki þennan leik en skítur skeður. Bíð spenntur eftir útskýringum varðandi marmannameiðslin og dómgæsluna í kringum það…..mjög undarlegt.
    YNWA

    3
  2. Það eina jákvæða við þennan leik var að West Ham skoraði ekki eftir að ég gafst upp og slökkti á sjonvarpinu. Sem betur fer er seasonið næstum því búið því ég meika ekki að horfa á svona hrikalega andlaust lið sem er alveg gjörsamlega komið á endastöð. Þarf heldur betur henda í nokkur gæða innkaup í sumar svo að hægt sé að dreifa álaginu betur svo menn þurfa ekki að hlaupa sig i gröfina.

    3
  3. Hefði leyft sama liði og byrjaði leikinn að klára hann. Salah, Nunez og Szoboszlai áttu ekki skilið að fá að koma inná og gerðu ekkert fyrir liðið.

    Vorum miklu betri allan leikinn en skortur a djúpum miðjumanni er líklega ástæðan fyrir því að við fáum alltaf á okkur mörk. Gleymum því ekki að í nútímafótbolta er þetta mikilvægasta staðan á vellinum viljirðu ná árangri.

    Þetta eru sorgardagar og ekki hjálpar happadrættisráðningin á Arne Slot Ten Hag.

    5
  4. Maður hefur það stundum á tilfinningunni að Klopp sé að reyna þetta bara svo við myndum sakna hans minna. En það mun ekki virka. Mun sakna hans jafn mikið.

    Hinn ungi Quansa verður að læra af þessu seinna marki WH. Alveg arfa slakt hjá drengnum en hann er ungur og enn að læra.

    Þetta var síðasta náðarhöggið á okkar menn. Nú er bara að klára tímabilið með sæmd og vona að það séu áfram skemmtilegir tímar framundan með Arne Slot við stýrið.

    6
  5. Af hverju hætti Gakpo að hlaupa? Af hverju tók hann ekki boltann og skoraði í tómt markið þegar markaðurinn hendir boltanum út og fer að laga sokkana?????

    1
  6. Úff andlaust og ósamstaða innan hópsins. Burt með Salah, hann á bara að drullast til að hlusta og gera!!

    Sorglegur endir á tímabilinu, en þetta lá loftinu. Liðið lekur 12 mörkum í 8 síðustu leikjum og með framherja með sexkant á löppunum.

    3
  7. Af hverju hélt Gakpo ekki áfram og skoraði í tómt markið?? Markmaðurinn búinn að henda boltanum frá sér og fer að laga sokkana???? Ah hverju að stoppa?? Get ekki ímyndað mér að það sé hægt að taka það af????

    5
  8. Hvaða fábjána-atriði var þetta með dómarann og Areola, þegar Gakpo réttilega ætlaði að senda boltann í netið?

    Taylor hafði EKKI flautað aukaspyrnu, hann gerði bara handahreyfinguna “play on”. Areola fleygir boltanum á grasið og fer svo að laga sokkana sína í rólegheitunum. Þegar Gakpo gerir atlögu að boltanum þá allt í einu flautar dómarinn og skipar Areola að leggjast því hann sé “meiddur”?!?

    Hvers lags rugl var þetta? Hvað segir Magnús Þór dómari um þetta mál? Ef Gakpo hefði skorað, hefði þá nokkuð verið hægt annað en að gefa markið?

    5
  9. Ögn skárra en á móti Everton, enda virðist liðið, þá aðallega sóknin, spila betur þegar Salah og Nunez eru utan vallar.

    En, hrunið heldur áfram og ömurlegt að hafa endanlega stimplað okkur út á þennan hátt.

    Sama sagan; menn nýta ekki færi og skelfilegir varnarlega. Á hliðarlínunni erum við svo með Salah rífandi kjaft við Klopp. Sorglegt að horfa upp á þetta.

    Ég man varla eftir öðru eins andlegu þroti hjá toppliði.

    Aðeins fimm sigrar í síðustu 11 leikjum og gríðarlega erfiðir leikir framundan.

    Meistaradeildarsæti er EKKI tryggt og ótrúlegt að miðað við hvernig staðan var fyrir bara mánuði síðan, að vera í þeirri stöðu að þurfa að styðja Arsenal á móti Tottenham og Chelsea á móti Villa.

    Ég er þess fullviss um að Salah, kóngurinn sjálfur, verði seldur í sumar. En því miður tímabili of seint og líklega með margfalt minni verðmiða.

    Nunez á líklega ekki framtíð hjá klúbbum heldur og reikna ég með að hann hverfi á braut í sumar. Ég dýrkaði hann sem Captain Chaos en meira að segja sá faktor er farinn. Virkilega fúlt en það er bara of dýrt að klúðra svona mörgum færum þegar þitt meginhlutverk að skora mörk. Klúbburinn verður líklega, því miður, að viðurkenna að þau kaup voru vond og að taka tapið áður en það verður stærra.

    Vonum nú að liðið landi CL-sæti og svo kveðjum við okkar allra besta Klopp með stæl eftir lokaleikinn gegn Úlfunum.

    Áfram Liverpool!

    4
  10. Leikplan Liverpool: Spila frá marki, halda boltanum innan varnarinnar, gefa á Alisson, út á kantana, aftur á Alisson, reyna að spila úr pressunni, langur bolti fram á Diaz sem gefur á Gakpo, lengi verið að dútla með hann, þversendingar, háar sendingar, boltinn út af, í hendur markvarðar eða að vörnin hreinsar frá.

    Leikplan andstæðinganna: Reynum að fá horn og gaurinn sem stendur fyrir aftan þennan nr. 66 ætti að ná fríum skalla á markið.

    Hvað varð annars um þessi gömlu góðu mörk þar sem einnar snertingar bolti var þræddur í gegnum vörnina og sóknarmaður með sjálfstraust kom honum á réttan stað milli stanganna? Má ekki fara að draga fram það leikplan?

    Jæja, ég tek undir með síðuritara að það var gott að tapa þessu ekki.

    1
  11. Þegar Klopp tilkynnti að hann ætlaði að hætta, þá fór hausinn á öllum, líka okkur. Þetta sindrom er þekkt og við þekkjum það úr vinnunni okkar. Ekkert við þessu að gera, Klopp hefur skilað frábærum árangri og á allt gott skilið. Nú eru nýir tímar framundan og við fögnum nýjum Stjóra, sem við skulum gefa tíma til að aðlagast. Skál í Slot,s.

    8
  12. Sama handritið og síðustu vikurnar án taps í útileik.
    Fagna að því leiti stiginu.
    Eigum eftir erfiðari andstæðinga en West Ham því miður.

    Spennandi tímar framundan.
    YNWA

  13. Ekki getur Liverpool skorað þegar Rútunni er lagt í markið en að vísu gerði Gakpó það með langskoti sem fór í mann og annan og þannig skot þarf en ekki spila á milli sín í teignum. Liv, er búið að hafa ansi mörg ár að læra það. Furðulegt.

  14. Hvernig raðast Evrópu-sætin fyrir úrvalsdeildarliðin næsta vetur? Er einhver sem veit hvað þau verða mörg, miðað við lélegan árangur enskra liða núna? Fjögur í meistaradeild, tvö í Evrópudeild og eitt í Conference?

    2
  15. Sælir félagar

    Salah eitthvað fúll að fá ekki meiri spilatíma. Sá ætti nú að líta í eigin barm og skammast sín svolítið. Sobo átti svo léleg innkomu að maður var aldrei viss um hvort hann var inná eða ekki. Nunes berst þrátt fyrir að fá ekki mikinn tíma og hann má nú alveg byrja næsta leik, þetta getur ekki versnað. Elliot hleypur og hleypur – og svo hleypur hann meira en ekkert gerist í kringum hann. Diaz djöflast og reynir en það vantar töluvert í fótbolta heilann á honum svo það skilar litlu. Gravenberch kemur ef til vill til með meiri spilatíma en er linur og dálítið seinn að átta sig. Gagpo enn og aftur bestur frammi.

    Macca skástur miðjumanna eins og venjulega en Endo hefur misst mest af því sem hann hafði þegar hann spilaði best fyrir liðið. TAA svona la la en Robbo með skásta móti og skorði og sýndi að það þarf ekki að vera fast ef menn hafa hugsun í framkvæmdinni. Miðverðirnir unnu held ég ekki eitt einasta skallaeinvígi á báðum endum vallarins. Það er afrek út af fyrir sig af nærri tveggja metra mönnum í heilum leik.

    Alisson lang bestur varnarmanna og átti næst flestar snertingar í fyrri hálfleik á eftir miðvörðum liðsins í ótrúlega mögnuðum varnarsóknarleik liðsins sem byggist á endalausum þversendingum í von um að hitt liðið fari að sofa. Þessi taktík sem hefur einkennt sóknarleik liðsins síðustu tvo mánuði hefur ekki skilað miklum árangri en virðist samt ekki vera fullreynd. Tilraun gerð til annars í seinni hálfleik og skilaði tveimur mörkum. Þá þótti mönnum nóg komið og gáfu frábært jöfnunarmark til að allir gætu verið glaðir – líka Klopp.

    Það er nú þannig

    YNWA

    3
    • Furðulegur andskoti að sjá liðið fjara algjörlega út, eftir alla skemmtunina sl. níu ár með Klopp. Mjög svekkjandi og eiginlega bara slappt hjá piltunum.

      5
  16. Ögn skárra en á móti Everton, enda virðist liðið, þá aðallega sóknin, spila betur þegar Salah og Nunez eru utan vallar.

    En, hrunið heldur áfram og ömurlegt að hafa endanlega stimplað okkur út á þennan hátt.

    Sama sagan; menn nýta ekki færi og skelfilegir varnarlega. Á hliðarlínunni erum við svo með Salah rífandi kjaft við Klopp. Sorglegt að horfa upp á þetta.

    Ég man varla eftir öðru eins andlegu þroti hjá toppliði.

    Aðeins fimm sigrar í síðustu 11 leikjum og gríðarlega erfiðir leikir framundan.

    Meistaradeildarsæti er EKKI tryggt og ótrúlegt að miðað við hvernig staðan var fyrir bara mánuði síðan, að vera í þeirri stöðu að þurfa að styðja Arsenal á móti Tottenham og Chelsea á móti Villa.

    Ég er þess fullviss um að Salah, kóngurinn sjálfur, verði seldur í sumar. En því miður tímabili of seint og líklega með margfalt minni verðmiða.

    Nunez á líklega ekki framtíð hjá klúbbum heldur og reikna ég með að hann hverfi á braut í sumar. Ég dýrkaði hann sem Captain Chaos en meira að segja sá faktor er farinn. Virkilega fúlt en það er bara of dýrt að klúðra svona mörgum færum þegar þitt meginhlutverk að skora mörk. Klúbburinn verður líklega, því miður, að viðurkenna að þau kaup voru vond og að taka tapið áður en það verður stærra.

    Vonum nú að liðið landi CL-sæti og svo kveðjum við okkar allra besta Klopp með stæl eftir lokaleikinn gegn Úlfunum.

    Áfram Liverpool!

    1
  17. Ég get ekki beðið eftir því að þessi mánuður klárist. Áður en Klopp kom var það yfirleitt nóvember. Klopp er frábær stjóri og það verður aldrei tekið frá honum. Ég hef á tilfinningunni að hann hafi vitað í hvað atefndi og hann gæti ekki staðist óraunhæfar væntingar stuðningsmanna, pressunar og sófasétfræðinga. Eigendurnir eru sáttir við að komasr í meistaradeildina enda ræðst virði félagsins fyrst og fremst af því en ekki hvort félagið verði meistari ár eftir ár eða lendi í 2-4 sæti. Hjá Man City hefur það alltaf verið markmiðið. að vinna meistaradeildina en að hagnast á fjárfestingunni “does not mattrer”. Liverpool er ekki með neinn “sugar daddy” til að hjálpa sér sð borga það sem upp á vantar. Eins og máltækið segir “enginn veit hvað á hefur fyrr en misst hefur”. Klopp er minn maður – gegnum þykkt og þunnt. Óska nýjum stjóra alls hins besta en stundum er sannleikurinn sagna sárastur. Klúbburinn mun aldrei unnið boxbardaga með báðar hendur bundnar fyrir aftan bak. YNWA

    8
  18. Mér fannst Diaz mesta ógnin hjá okkur framan af, hann er frábær leikmaður en það sem hefur vantað er að klára þessar stöður sem hann hefur komist í, mér fannst WH menn ekkert ráða við hann og það hefur verið svipað í seinustu leikjum.
    Samt sem áður þá finnst mér stærsti munurinn á þessu liði og allra besta liði Klopp, með Firmino og Mane innanborðs er að þeir nýttu meira og minna allar stöður og tækifæri sem þeir fengu. Það hefur verið annað uppá teningnum núna í undanförnum leikjum, það hefur verið alveg ótrúlega léleg nýting!
    Ef við skoðum þessa leiki tölfræðilega þá áttum við að vinna þá alla, þetta hefur eitthvað með sjálfstraustið að gera hugsa ég. Sérstaklega hjá mönnum eins og Nunez og Salah, þeir áttu réttilega ekki að byrja inna í dag eftir ömurlega frammistöðu undanfarið. En mv hvernig leikirnir hafa spilast og xG er þetta erfitt, þ.e.a.s að sætta sig við þessa niðurstöðu, með öllu réttu ættum við að leiða deildina.
    Að því sögðu þá snýst þetta núna bara um 3 stig í viðbót og öruggt Meistaradeildarasæti, vona að Klopp og félagar tryggi það, þo svo að önnur félög gæti hjálpað okkur þar
    Síðan verður að segjast að það styðja allir Liverpool og sérstaklega Klopp það sem er eftir af tímabilinu, hann á það skilið sama hvernig fer!

    7

Liðið gegn West Ham

Arne Slot tekur við Liverpool í sumar