Gullkastið – Arne Slot tekur við Liverpool

Arne Slot stjóri Feyenoord tekur við Liverpool liðinu í sumar eftir að félögin náðu samkomulagi þar um skv. fréttum í síðustu viku. Þessar stórfréttir voru helstu fókus okkar að þessu sinni.
Verkefnið verður kannski ekki eins erfitt og leit út fyrir nokkrum vikum þar sem þetta tímabil hefur endanlega farið fjandans til í undanförnum leikjum.
Liðið er þó blessunarlega svo gott sem komið í Meistaradeildina á nýjan leik og eiga í næstu umferð lið sem langar mikið að verða fjórði og síðasti fulltrúi Englands í þeirri keppni á næsta tímabili.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Maggi

Hér er svo hægt að kaupa miða á Árshátíð Liverpool Klúbbsins 2024

Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.


Egils GullHúsasmiðjan / Verdi Travel Jói ÚtherjiÖgurverk ehf / Done

MP3: Þáttur 472

9 Comments

  1. Sælir félagar

    Takk fyrir þáttinn og gott spjall. Ég er sammála því að menn eins og Móri og Tuchel er ekki að mínu skapi því ég vil stjóra sem er í góðu sambandi við leikmenn sína og sýnir þeim virðingu á stuðning. Báðir ofan nefndir stjórar eru alltaf til í að kenna leikmönnum um allt sem miður fer á vellinum en þakka svo sjálfum sér allt sem jákvætt er. Mér skilst að Slot sé annarar gerðar og það er gott. Þó við fáum aldrei neinn sem nær Klopp á hans stundum þá erum við vonandi að fá mann sem fer sínar eigin leiðir og vinnur hug og hjörtu leikmanna og okkar stuðningsmanna á komandi árum.

    Það er alveg ljóst að Arne Slot mun ekki lenda í neinum þeim hremmingum hjá Liverpool sem ETH lenti í hjá MU. Allir innviðir á Gamla Klósettinu eru rotnir og leikmannahópurinn ósamstæður og og undir ETH vita þeir ekki hvert þeirra hlutverk á að vera enda höndlar stjórinn greinilega ekki “stjörnur” MU og þar er allt í handa skolum. Nýjustu fregnir herma að allur leikmannahópurinn sé til sölu nema 3 krakkar sem eiga að mynda kjarna framtíðaliðs MU. Þar að aukir þurfa þeir að selja marga af þessum “stjörnuleikmönnum” (?!?) sínum til að standast reglur og allt það. Jæja jæja hvað um það. Hverjum er svo sem ekki sama 🙂

    Slot tekur aftur á móti við góðu búi, innviðir sterkir og Liverpool samfélagið stendur styrkum fótum. Þó eitthvað hafi súrnað upp á síðkastið er það ekkert nema eðlilegt eftir gengi síðustu daga og ég er viss um að Klopp mun “afsýra” ástandið fyrir lokaleikina sem vonandi verða honum og liðinu til sóma. Þar með endar Klopp með 3 sigurleiki í röð og kveðjur hans og leikmanna verða gleðilegar en um leið fullar af trega og þakklæti til þessa manns sem hefur gefið okkur svo mikið. Tími hans hjá Liverpool hefur ekki alltaf verið dans á rósum en hann hefur fært okkur mikið af taumlausum fögnuði og skemmtun sem aldrei verður fullþakkað.

    Það er nú þannig

    YNWA

    19
  2. Sælir bræður og takk fyrir góðan og tímabæran þátt, gott að fá þrenninguna til fá smá uppgjör á stöðuna. Líst vel á að horfa fram á við og stóru fréttirnar um að við séum komnir með sköllóttan þjálfara frá Hollandi… því það einmitt virkaði svo vel fyrir ManUtd 🙂

    Svona án gríns þá er ég alveg afskaplega spenntur fyrir Arne Slot og að hann sé að koma inn að taka við taumunum. Ólíkt því þegar David Brent breska fótboltans, Brendan Rodgers var látinn taka pokann sinn, og Klopp tók við eftir að tímabilið var byrjað að þá fær Arne Slot að byrja með nýtt tímabil og eflaust setja sinn stimpil á leikmannahópinn strax í sumar, ef marka má fyrstu fregnir frá Hollandi.

    Samningaviðræður við Salah núna snúast bara um að lengja samninginn til þess að bæta samningsstöðu Liverpool. Ég hef fulla trú á að hann sé að fara frá okkur í sumar og að við ættum að nota tækifærið til þess að casha hressilega inn á honum, með þökk fyrir vel unnin störf. Þetta nöldur í honum þarna við hliðarlínuna sýnir bara að hann er orðinn þreyttur og pirraður og það er bara ekkert pláss fyrir svona í okkar liði, sama hvað þú hefur afrekað – dónaskapur er aldrei í boði, sérstaklega þegar menn eru farnir að skjóta framhjá í innkast eins og frammistaðan hans hefur verið alveg síðan á AFCON.

    Hvað varðar þetta tímabil og þá sérstaklega síðustu leiki sem svona hálfpartin ‘sturtuðu’ niður öllum draumum frekari landvinninga þá upplifi ég liðið aftur eins og það sé svo nátengt andlegu hliðinni á Klopp. Þegar Klopp er peppaður og fullur af orku þá er ekkert sem getur stoppað okkur, ekki einu sinni Ástþór Magnússon í neyðargallanum sínum ætti roð í okkur. Nú þegar Klopp er örendur og gersamlega búinn á því þá sér maður bara hvað leikmenn eru úrvinda og búnir að tæma tankinn (rafhlöðuna ef þú ert á rafbíl). Það hrynur allt hjá okkur á 10 dögum, við náum ekki að setja mark í leik og eigum svo mörg dauðafæri að ofurtölvan sprakk við að reikna út líkurnar á því að svona geti gerst.

    Í upphafi tímabils þá gerði ég mér vonir um að ná Meistaradeildarsæti, með liðið í umbreytingu yfir í Liverpool 2.0 undir stjórn Klopp. Það tókst. Við getum staðið upp frá borði sáttir, þegar horft er yfir heildarmyndina. En Ferguson hafi það hversu sárt þetta er núna þegar við sáum von þarna fyrir ekki svo löngu síðan. Besta í stöðuna núna er að slátra Spurs um helgina og hefna fyrir VAR-ruglið í fyrri leiknum þegar Spurs unnu síðan deildina (apparently) eftir að Matip potaðu boltanum í markið okkar á lokasekúndum í uppbótartíma. Verum stoltir af þessu tímabili því þegar uppi er staðið þá er framtíðin björt.

    Ps. Ólikt nafna mínum sem vonar að það sé ekki sama menning innandyra hjá okkur eins og hjá ManUtd þegar það kemur að leikmannamálum þá leyfi ég mér að fullyrða að það er ekkert líkt með því sem er í gangi á Old Trafford og er í gangi á Anfield. ManUtd-vélin er að hefja sinn annan áratug í endalausu tjóni sem er ekkert að fara að skána og megi trúðar eins og ETH vera viðloðnir þennan klúbb eins lengi og við drögum andann.

    Áfram að markinu – YNWA!

    11
  3. Það fór alveg fram hjá mér að Mourinho og Tuchel væru orðaðir við Liverpool. Bara alveg.

    Nú kemur það oftar en ekki upp að menn eru ánægðir að Slot var ráðinn en ekki annar hvor þeirra.

    Skil svosem að það þurfi að tala Slot upp því ekki hefur hann reynsluna, árangurinn eða mannkostina sem hæfir Liverpool en þarna er nú full djúpt seilst í drullupollinn finnst mér.

    2
    • Stuðboltinn og gleðigjafinn Hossi klikkar ekki. Get ekki ímyndað mér að það sé hollt fyrir sálartetrið öll þessi neikvæðni. Prófaðu nú að brosa smá…… alla vega út í annað.

      4
    • Klopp var ekki með neina reynslu í ensku úrvalsdeildinni þegar hann tók við Liverpool, svo það sé nú sagt.

      4
  4. Sælir félagar

    Förum nú ekki að rífast um eitthvað sem enginn veit enn hvað er. Vonandi þurfum við sem “tölum Slot upp” ekki að éta það ofan í okkur en látum framtíðina skera þar úr. Rökstuddar greiningar á vankunnáttu og getuleysi Arne Slot eru auðvitað innlegg í umræðuna en sleggjudómar og geðvonskulegt brigsl eru það ekki. Einnig eru neikvæðar persónulýsingar á mönnum sem eru ósammála óþarfar. Annars bara góður. 🙂

    Það er nú þannig

    YNWA

    11
  5. Slot er ungur og graður stjóri. Einhversstaðar verða þeir að fá sénsinn, rétt eins og t.d. Móri og Arteta. Shit hvað ég þoli þá ekki en þeir flugu strax í kollinn á mér. Einhvern þarf þó að.ráða og óhætt er að segja að þetta er spennandi. Það er massa þjálfara kapall framundan í sumar og ágætt að negla ungann og eftirsóttan stjóra.

    Þegar Klopp var ráðinn þá átti maður í raun og veru erfitt með.að trúa því. Langbesti stjórinn í boði og stuðningsmenn annarra liða vissu að LFC yrði topplið innan skamms. Klopp fór fram úr mínum væntingum hvað varðar hlutfall sigurleikja og fjölda úrslitaleikja á þessum sturlaða tíma. Tala nú ekki um stigafjölda en titlarnir hinsvegar ættu að vera fleiri. Eins og þið töluðu um stuttu eftir tilkynningu hans um starfslok þá reif hann aftur upp gömlu góðu gildin, sigurhefðina og menninguna hjá klúbbnum. Honum verður aldrei þakkað nóg fyrir það. Að þetta verði sambærilegt Shankly/Paisly er algjör óskhyggja en það þarf einhver að koma okkur á næsta level og það gerir Klopp.ekki.

    Ástæður fyrir brotthvarfi hans hljóta að vera margar og ef ég væri í hans sporum þá væri níska fsg, dómarar, hádegisleikir og auðvitað svindlið sem vaða uppi óáreitt að gera mig brjálaðann og hingað og ekki lengra, væri búinn að.fá nóg.
    Ég hefði viljað sjá Klopp klára samninginn til ’26. Í staðinn sagði hann upp og fyrir utan carabao cup þá hefur allt farið fjandans til og áætlanir hans um hvað myndi gerast í kjölfar uppsagnar sinnar hefur sprungið framan í hann. Í raun royal fuck up og ég myndi ekki nenna öðru tímabili með honum. Þegar maður fer núna að pæla aðeins eftir sorglegasta mánuð sem stuðningsmaður þessa liðs þá verð ég sáttari með það að Klopp sé að hætta. Liðið er búið að vera í veseni með að lenda undir snemma í leikjum frá byrjun tímabils en hann hefur ekki enn fundið lausnina og það.er að koma maí! Leikmenn meiðast óeðlilega mikið undir hans stjórn. Trent hefur verið targetaður trekk í trekk og kostað liðið talsvert á síðustu árum og Klopp.hefur barið hausnum í steininn. Ca. 2 ár síðan að það var deginum ljósara að Trent væri best settur á.miðjuna. Tímabilið í fyrra var ömurlegt og Klopp hlýtur nú að bera einhverja ábyrgð. Af hverju spilaði ekki c-liðið seinni leikinn gegn S.Prag? Tilvalið að hvíla menn þar fyrir komandi leikjum. Nei, Salah og Szobo spila 90mins og næsti leikur e.3daga í fa cup gegn m.utd, wtf! Svo þessi hræðilega uppstilling gegn Atalanta. Gjörsamlega fáránlegar síðustu 6 vikur. Get alveg rantað meira en þetta er komið gott og Klopp.á það ekki skilið.

    Klopp er lifandi legend og verður án efa sárt saknað en fyrir mitt leyti er kominn tími á breytingar. Hvort Slot sé svo rétti maðurinn á eftir að koma í ljós.

    2
  6. Vissulega erum við að taka áhættu með ráðningunni á Arne Slot, enn það eru ekki margir möguleikar í stöðunni. Carlo Ancelotti og Pep Guardiola eru ekki á lausu svo þeir eru ekki að koma.

    Jose Mourinho eða Thomas Tuchel eru þjálfara sem ég er ekkert spenntur fyrir!
    Ég nenni ekki að nefna alla ókosti Mourinho, Tuchel hefur komið sér í vandræði hjá nánast öllum þeim liðum sem hann hefur stjórnað, annað hvort við leikmenn eða stjórn klúbbana.

    Þannig að ég er á því að ráðningin á Arne Slot sé í rauninni það besta í stöðunni. Aðvitað var maður spenntur fyrir Alonso og í rauninni líka Amorim.

Arne Slot tekur við Liverpool í sumar

Hverjir fara í sumar?