Liverpool 4 – 2 Spurs

Spurs komu í heimsókn á Anfield núna í dag, og þetta var bara nákvæmlega ekkert líkt leik þessara liða síðastliðið haust.

Mörkin

1-0 Salah (16. mín)
2-0 Robertson (45. mín)
3-0 Gakpo (50. mín)
4-0 Elliott (59. mín)
4-1 Gerpið (71. mín)
4-2 Son (77. mín)

Hvað gerðist helst markvert í leiknum?

Það sem öskrar fyrst á mann varðandi hvað var markvert er að liðið mætti til leiks í fyrri hálfleik, og þetta var líklega besti fyrri hálfleikur liðsins í einhverja 3 mánuði eða þar um bil. Það bar líka til tíðinda að Salah skoraði með skalla (þau mörk eru líklega teljandi á fingrum annarar handar) og Robertson skoraði með hægri, og það er í fyrsta sinn sem hann gerir það, a.m.k. fyrir Liverpool.

2-0 í hálfleik, og Gakpo bætti við forystuna fljótlega í síðari hálfleik eftir að Elliott hafði unnið boltann af harðfylgi og sent á Hollendinginn fljúgandi sem stökk manna hæst á vítateignum og skallaði þar óverjandi í hornið fjær. Elliott skoraði svo mark leiksins og mögulega mánaðarins nokkrum mínútum síðar, þegar hann smurði honum upp í samskeytin fjær eftir að hafa köttað inn. Klopp skipti svo Gomez og Bajcetic inn, og það gerbreytti rytmanum í liðinu. Skyndilega komust Spurs menn inn í leikinn, og skoruðu tvö mörk en komust sem betur fer ekki lengra.

Hvað þýða úrslit leiksins?

Okkar menn eiga ENN tölfræðilega möguleika á titlinum, en þeir möguleikar eru nákvæmlega það: tölfræðilegir. Ekki raunhæfir, því þá þyrftu Arsenal að tapa báðum sínum leikjum sem liðið á eftir, og City mættu mest ná einu jafntefli í þeim þrem leikjum sem eftir eru – restin þyrfti að tapast. Já og okkar menn þyrftu jú að vinna bæði Villa úti í næstu umferð plús svo Úlfana í lokaumferðinni.

Fyrir Spurs þýða úrslitin að þeir eiga litla möguleika á að ná 4. sætinu, þeir þyrftu að vinna alla 3 leikina sem þeir eiga eftir (t.d. á móti City, að sjálfsögðu guðvelkomið að gera það), og jafnframt að treysta á að Villa fái að hámarki 2 stig í sínum síðustu tveim leikjum og helst bara eitt (í ljósi markatölunnar).

Hverjir stóðu sig vel í dag?

Elliott hlýtur að vera sá sem stendur uppúr, hann sýndi að það traust sem honum var sýnt með að setja hann í byrjunarliðið var rétt ákvörðun, og í augnablikinu má segja að Elliott sé að gera tilkal til þess að vera í byrjunarliði þegar við stillum upp sterkasta liði Liverpool.

Gakpo var líka mjög öflugur, skoraði, lagði upp, og sýndi að þegar við stillum upp liðinu þá má alveg færa rök fyrir því að vinstri kantstaðan gæti tilheyrt honum. Hann er a.m.k. fyrir framan Nunez í goggunarröðinni í augnablikinu.

Robertson var líka mjög öflugur, Quansah sýndi enn eina “solid” frammistöðu, og almennt voru leikmenn bara mættir til leiks. Þetta hefði mátt gerast svona þrem leikjum fyrr, en betra er seint en aldrei.

Hvað hefði mátt betur fara?

Auðvitað er mjög jákvætt að sjá Bajcetic fá mínútur, og það má alveg færa rök fyrir því að þegar staðan er 4-0 okkur í vil og hálftími eftir, þá sé hárrétti tíminn til að gefa honum mínútur. En hann virkaði mjög svo ekki klár í slaginn, sem er að mörgu leyti mjög skiljanlegt. Hann þarf sinn tíma til að ná upp rythma, og honum til varnar þá vann hann sig inn í leikinn undir lokin. Munum líka að við vorum mjög pirruð út í Elliott bæði í haust og í fyrra, en nú er hann að sýna hvaða leikmaður býr í honum, ekkert ólíklegt að Bajcetic þurfi sambærilega þolinmæði.

Umræðan eftir leik

  • Mo Salah er nú eini leikmaður úrvalsdeildarinnar sem hefur skorað og lagt upp 10+ mörk á þrem leiktíðum í röð. Þetta gerist þrátt fyrir að hann hafi alls ekki átt neina toppleiki síðan hann fór á AFCON í janúar.
  • Með þessum sigri er ljóst að EKKERT lið í úrvalsdeildinni hefur unnið báða leikina gegn Klopp á einni leiktíð, þ.e. bæði heima og úti. Við erum að tala um að þetta gildir um allar leiktíðirnar sem Klopp hefur verið við stjórnvölinn.
  • Það eru aðeins tveir leikmenn í Úrvalsdeildinni sem hafa gefið fleiri stoðsendingar en Elliott á árinu 2024 (KDB og Rodri).

Næstu skref

Nú er bara að gíra sig upp í útileikinn gegn Villa um næstu helgi, og svo er það síðasti leikurinn undir stjórn Klopp þegar Úlfarnir mæta á Anfield í lokaumferðinni. Titill í kveðjugjöf hefði verið frábært og fullkomlega viðeigandi, en það lítur ekki út fyrir að svo verði. Njótum þess að hafa Klopp við stjórnvölinn á meðan við getum.

P.s.: Arne Slot er að brillera með Feyenoord, liðið vann 5-0 á heimavelli og hann er að kveðja stuðningsmenn þó svo hann segi ekki berum orðum að hann sé að koma til Liverpool.

P.p.s.: Stelpurnar okkar unnu United 1-0 á Prenton Park í dag, og eru því komnar upp í 4. sætið, og með því að ná stigi gegn Leicester í lokaumferðinni þá tryggja þær það sæti. Eða þá ef Chelsea ná stigi gegn United í þeirri umferð, en þær eru merkilegt nokk enn í baráttunni eftir að Arsenal unnu City í dag með tveim mörkum á lokamínútunum. Okkar konur eru a.m.k. komnar mun nær þeim stað sem þær eiga að vera á, og nú er möguleiki að það þurfi bara 3-4 styrkingar til að liðið geti farið að berjast á toppnum fyrir alvöru.

26 Comments

  1. Darwin. Fyrst er hann rangstæður í 758unda sinn. Svo er hann á auðum sjó og skýtur beint í fangið á markverðinum. Nú er þetta fullreynt fyrir mína parta.

    6
    • Er þetta það fyrsta sem mönnum dettur í hug eftir flottan leik og öruggan sigur?

      12
      • Trúir þú á að Darwin verði allt í einu rosalega góður næsta vetur? Ekki ég.

        5
      • Neikvæðnin er því miður allt of fyrirferðarmikil hjá mörgum.

    • Það var bara alls ekki það sem ég sagði 🙂 Var bara að spá í hvort léleg innkoma hans stæði upp úr í leiknum!!!

      3
      • Þetta var síðasta ergelsið í leiknum – en Daníel var búinn að opna nýjan status með leikskýrslu, svo kommentið lenti efst þar. Ok?

        1
    • Þú ert alveg ágætur og stundum þarf að blása það er satt ?
      YNWA

      2
  2. Geggjaðar skiptingar Bajcetic og Joe Gomes komu með nýja vídd inn í þetta.

  3. Besta og versta frá þessu liði í sama leiknum.
    Alger óþarfi, menn slökktu bara á sér.
    Langt í frá sáttur sem er fáránlegt en svona er líf Liverpool stuðningsmanna.
    Elliot frábær og ekki voga sér halda því fram að Robbo sé búinn sem leikmaður, bara ekki.

    3
  4. Mér fannst þetta fara downhill eftir að Robbo fór útaf ætla segja hann hafi verið bestur í dag.

    5
  5. Veit ekki á hvaða stað þetta Spurs lið er en það var mikið í húfi fyrir þá.
    En okkar menn komu inn með lífsmarki í dag og slökktu svo á sér.
    CL var tryggt nánast fyrir leik og er örugglega 100% núna.
    Okkar menn að býða eftir að þessu tímabili einfaldlega ljúki. Það verða nýir tímar í sumar og menn komnir þangað ásamt sumarfríinu

    2
  6. Virkilega mikill kraftur í liðinu. En hvað fengum við mörg færi og hversu mörg þeirra voru dauða-færi?

    Ef við höfum gert okkur væntingar um að prime-Liverpool þessa tímabils væri komið aftur þá dofnuðu þær þegar þeir hreinlega gengu í gegnum miðjuna okkar og vörnina, skoruðu tvö en þau hefðu getað orðið fleiri.

    Okkar menn óðu á sama tíma í færum …. og … þessi …. afgreiðsla hjá Nunez í lokin.. úúúfff

    Jæja þrjú stig. Þriðja sætið. Einn bikar. Ekki hefði ég fúlsað við því s.l. ágúst!

    En það er sannarlega svigrúm til framfara og Slottarinn hefur tækifæri til að setja mark sitt á liðið!

    5
  7. Sælir félagar

    Takk fyrir skýrsluna Daníel. Leikurinn var þannig að hann hefði getað endað 5 – 6 núll ef Klopp hefði ekki gefið nokkrum leikmönnum færi á að ná sér í mínútur. Í stöðunni 4 – 0 braut hann upp leikinn og taktinn sem hann var í og bauð þar með uppá skemmtilegar lokamínútur. Gomes geggjaður varnarlega eftir að hann kom inná og Szobo átti flotta spretti. Bajcetic fékk mínútur sem hann þurfti verulega á að halda og vann sig vel inn í leikinn. Darwin fékk auðvitað 1 – 2 dauðafæri og ég hef enn þá trú á honum þó hann nái sér ef til vill ekki á strik fyrr en á næstu leiktíð. Látið ykkur dreyma um að ef hann skorar úr dauðafærunum einum og sér þá væri hann 30 marka maður. En sjáum til.

    Það er nú þannig

    YNWA

    9
  8. Fínasta frammistaða lengst af, skiptingarnar eftir bombuna frá Elliott gjörbreyttu leiknum til hins verra fyrir okkur.
    Flott þrjú stig og það er það eina sem skiptir máli í dag.

    Út fyrir efnið:
    Nunez búinn að taka út allar myndir tengdar Liverpool á Insta.
    Hvernig á að túlka það?

    4
    • Kjaftasagan segir að Barcelona vilji hann og við skulum bara vona að það sé rétt.

      4
    • kjaftasagan segir að skilaboðin til hans frá stuðningsmmönnum sé bara drulla og hótanir, við skulum bara vona að að sé ekki rétt

      6
      • Helgi.Ég biðst afsökunnar ef ég hef sært þig,en það er al þekket að Barcelona notar öll trykkin í bókinni þegar þeir hafa áhuga á leikmönnum annara liða og það er líka nokkuð víst að Nunes er auðveld bráð fyrir þá núna þegar allt er í óvissu hjá Liverpool og hann vill sennilega komast til Spánar til að geta skilið það sem við hann er sagt og svo ef Barca vill hann munu þeir nota Suarez til að hræra í honum líka .
        Við skulum alveg vera klárir á því að einhverjir eru á leiðinni burt frá Liverpool ,ekki bara Klopp.

    • Darwin búinn að henda öllum Liverpool myndunum sínum af samfélagsmiðlum? Þá er eitthvað mikið í gangi hjá honum.

      Úff, nú sé ég eftir því að hafa verið að rífa kjaft um hann í gær. Vesalings kallinn. Sennilega er Edwards búinn að segja honum að hann verði til sölu í sumar.

      Ég mun aldrei gleyma villidýrinu sem skoraði tryllt mörk í Newcastle leiknum fræga en þegar hann er flesta leiki eins og hreindýr í bílljósum þá verður maður bara spældur og pirraður.

      Sorrí, Darwin, og farnist þér vel – hvort sem það verður hjá Liverpool eða annarsstaðar.

      4
      • Það er ekki víst hann sé til sölu ..mögulega bara deleta myndum svo þessi ömurlegu comments frá þessum bjánum séu ekki sýnileg lengur.

        Menn að fara þarna og drulla yfir hann efast um að það hafi endilega verið Liverpool stuðningsmenn getur hver sem er commentað inná þar.

        1
  9. Takk fyrir skýrslu og umræður. Góður sigur og möguleiki að enda tímabilið á jákvæðum nótum. Miðað við hverning hlutirnir gengu um tíma í vetur þá er uppskeran sjálfsagt flestum vonbrigði. Einn bikar í hús er þó betri en enginn þó vissulega hefði bikarinn mátt vera stærri. Við sem eldri erum munum sigurtímann kringum 1980 sem var meira og minna stanslaus gleðitíð. Við verðum bara að sætta okkur við breytta tíma þó vissulega hafi síðustu ár verið góð og nokkuð gjöful.
    Ágætu stuðningsmenn. Munið svo að jákvæður stuðningur er það sem fleytir liðum áfram og efast ég ekki augnablik um að neikvæðni og leiðinlegheit stuðningsfólks draga úr getu leikmanna. Vissulega vilja flestallir sínu liði allt hið besta og að sjálfsögðu myndi maður vilja marga titla á hverju ári. En oft gefur á bátinn og þá er stuðningurinn mikilvægari sem aldrei fyrr. Alvöru stuðningsmenn styðja liðið sitt alveg sama hvernig gengur og mest þegar á móti blæs. Þeir sem sýna bara stuðning í bullandi meðbyr eru ekki alvöru stuðningsmenn og fjúka bara um eins vindurinn blæs. Liverpool er risaklúbbur og finnst mér að stuðningsmannahópur þess eigi að hafa þann þroska að falla ekki drullufen niðurrifs og neikvæðni eins stuðningsmenn ónefnds liðs austan við Liverpool borg hafa fallið í eftir að viðvarandi titlasöfnun lauk hjá
    þeirra liði fyrir nokkrum árum.
    Góðar stundir og áfram Liverpool

    16
  10. CP að spila eins og prime Real Madrid gegn United djufulsins veisla haha.
    8 sætið fyrir United staðreynd

    5
  11. Gakpo
    Já Gakpo. Fyrir ef ég man rétt 5 leikjum voru menn brjálðir út í hann….völtuðu yfir blessaðan manninn með ofur yfirlýsingum og fúkyrðum.
    5 leikjum síðar…..djöfull er Gakpo búinn að standa sig í síðustu 4 leikjum, me þim betri 😉
    Menn þurfa bara einfaldlega stundu tíma.
    Nunez er búinn að skora slatta af mörgum sem hafa líka komið sér vel.
    Kalinn er bara of stressaður og hausinn á maski. Þolir greinilega ekki álagið og pressuna frá félaginu, fréttamönnum og áhangendum. Ákafinn er svo mikill að hann reynir að skora nokkur mörk í leik til að sanna sig. Hann þarf góðan sálfræðing, ekki spurning. Held hann fái smá tíma til viðbótar. Hann er eins og spennitryllir en þarf að róa sig.

    1

Liðið gegn Spurs á Anfield

Gullkastið – Brot af því besta og versta