Villa – Liverpool 3-3 Loka útileikur Klopp

Síðasti útileikja kvöld  tímabils var spilað í kvöld gegn Aston Villa og má segja að þetta var mjög skrítin leikur.

Mörkin

0-1  Martinez sjálfsmark  (70 sek)
1-1  Tielemans (12 mín)
1-2  Gakpo (23 mín)
1-3 Quansah (48 mín)
2-3 Duran ( 85 mín)
3-3 Duran ( 88 mín)

Hvað gerðist helst markvert í leiknum? 

Þetta var hálfgerður bull leikur.  Villa langaði mikið í 3 stig en það var greinilegt að við vorum að spila alveg pressulausir. Vorum sóknardjarfir og hættulegir fram á við en galopnir til baka eða bíddu það er s.s lítil munur á okkur í alvöru eða pressulausir.

Leikurinn byrjaði á því að við fengum gefins mark þökk sé Martinez(þetta er þriðja sjálfsmarkið hans sem er met fyrir markmann í úrvalsdeildinni) en það endist ekki lengi og tók Villa um 10 mín að jafna leikinn. Við komust svo aftur yfir þegar Gomez lagði boltann á Gakpo sem skoraði en VAR tókst aðeins að þurrka út gleðina en ekki markið.  Eftir þetta var eiginlega ótrúlegt að Villa náði ekki að jafna eftir dauðafæri sem ég held að Nunez myndi meiri segja skora úr (það má alveg gera smá grín).
Þetta var sem sagt galopinn fyrri hálfleikur þar sem bæði lið fengu tækifæri til að skora og er ég nokkuð viss um að fleiri mörk verður skoruð í þessum leik(þetta var skrifað í hálfleik)

Nei, sko þurftum ekki að bíða lengi. Quansah með geggjað skallamark og kom okkur í góða stöðu í síðari hálfleik.  Villa sótti aðeins eftir þetta og skoruðu mark en voru rétt fyrir innan en við létum heldur betur vita af okkur og héldum áfram að vera hættulegir sóknarlega. Þegar þetta virtist ætla að sigla í þægilegan sigur þá skoruðu Villa eftir klaufagang hjá okkur og kom þá smá líf í heimamenn en það dugði ekki til fyrir þá. Nunez náði að sleppa í gegn og skoraði en viti menn þá var hann rangstæður eins og svo oft áður en samt vel klárað hjá kappanum. Hvað gerðist næst í leiknum, jú Durant skoraði og náði að jafna leikinn eftir að hafa tekið það vel á móti boltanum að hann fór bara beint í markið.

Hvað þýða úrsli leiksins? 

Þau breytta svo sem litlu fyrir okkur. Við erum í þriðja og endum í þriðja sætið en það má segja að þessi úrslit hafi meiri áhrif á Villa sem þurfa  að treysta á að Tottenham sigrar ekki Man City á morgun til að þeir nálgist þá ekki í baráttunni um 4.sætið en þeir taka þessu stigi sem gæti verið dýrmæt.

Hverjir stóðu sig vel í dag?

Mér fannst engin frábær og engin skelfilegur. Þetta var bara einn af þessum leikjum undir lok tímabils þar sem ekkert er undir fyrir okkur og þá stundum koma svona leikir. Mér fannst gaman að sjá Gakpo skora og halda áfram að stimpla sig inn. Þetta mark hjá Quansah var geggjað og heilt yfir var sóknin okkar mjög ógnandi allan leikinn enda skoruðum við þrjú mörk og hefðum geta skorað fleiri en það sem skilur á milli í þessu er að við erum stundum klaufar varnarlega og að fá á okkur þrjú mörk er auðvitað ekki í lagi. Mér langar samt ekki að skamma neinn og ætla að sleppa því en vel Gakpo sem mann leiksins fyrir að halda áfram sanna að hann er vel nothæfur þegar hann er kominn með smá sjálfstraust.

Næst á dagskrá
Það er stórleikur næstu helgi. Hann hefur enga þýðingu fyrir deildina en hefur stóra þýðingu fyrir okkur.  Wolves á heimavelli er loka leikur Jurgen Klopp sem stjóra Liverpool og vona ég að við gefum honum alvöru kveðjugjöf.

Fyrst að Duran skoraði tvö mörk eða Duran Duran ( þetta verða fyrirsagnir blaðana á morgun) þá endum við þetta á þessu lagi.

29 Comments

 1. Hefði átt að taka Salah útaf þegar Klopp gerði þessa fjórföldu skiptingu. Gerði ekkert í þessum leik

  9
  • Hefur ekkert gert í marga mánuði. Tja nema rífa kjaft við meistara Klopp.

   19
   • Án þess að kíkja, þá er ég þess fullviss að hann er í topp 5 lista liðsins yfir lykilþátttöku í mörkum eftir veturinn (þ.e. skoruð+lykilsending), myndi jafnvel halda að hann sé ofar en það!!

    5
   • Klárlega er hann það, KingKenny, eftir veturinn í heild. Og maðurinn er lifandi goðsögn. En staðreyndin er sú að hann hefur lítið sem ekkert gert í marga mánuði núna og við gerum meiri kröfur til hans en svo.

    14
   • (ok Dude, disclaimer: er búinn að like-a kommentin þín (of oft) í tilraunum til að svara þér)

    En Salah karlinn hefur nú fyrir einhverju síðan náð því að koma að meira en 20 mörkum, þennan veturinn, held jafnvel (án þess að fletta því upp) að hann hafi í alvöru skorað meiri en 20 mörk.

    Geta Liverpool áhangendur virkilega ekki sýnt smá “respect” eða “class” í sinni nálgun á tímabilið?

    YNWA!!

    4
 2. Svo fáranlegt að gera 4 falda skiptingu á 70+ hrundi allt eftir þær.

  Hefðu átt að vinna þetta en skiptir sosem ekki neinu máli.

  9
 3. Já þessi ofur bjartsýna fjórfalda skipting riðlaði öllu og gaf tvö mörk.

  9
  • En vorum við ekki bara nákvæmlega í stöðunni að geta gert þessa fjörföldu skiptingu?

   2
 4. Þetta var eins og svo oft áður mjööög pirrandi.
  Lélegar sendingar og sofandaháttur.

  Mér er alveg sama þó svo að við getum ekki hreyfst á töflunni, að tapa niður 1-3 þegar 10 mín eru eftir er óþolandi.

  YNWA

  11
  • Þetta skrifast á Klopp. Það hrundi botninn úr liðinu við fjórföldu skiptinguna. Jones og Sóbószlai algerlega máttlausir og það á aldrei að taka Endo útaf. Punktur.

   9
 5. Vesalings Darwin rangstæður enn einu sinni (skoraði samt fallega).

  En fjári kemst Salah ódýrt frá þessum leikjum.

  6
  • Algjör óþarfi að vera rangur þarna…..hlýtur að þroskast í þessum hlaupum….hef trú á Nunez…

   5
 6. Klopp kann ekki að læsa leikjum. Fáránlegar skiptingar enn og aftur. Það er ekki álag, þarft ekki að nota hópinn. Macca vonlaus og á gulu, tekur Endo útaf, wtf! Innkoma Jones í liðið eftir meiðsli er rannsóknarefni. Er hann að sýna á æfingum að hann sé klár? Hann er gjörsamlega ömurlegur og það hefði átt að gefa honum 3vikur aukalega í fittness. Hvað sér þjálfarateymið? Hann er settur í hóp aftur og er versti leikmaður lfc sem ég hef séð síðustu 10 árin amk. Tek það fram að ég hef alltaf bakkað hann upp og sagt að hann er framtíðar leikmaður.

  12
 7. Ekkert nýtt undir sólinni hér. Sést núna svo vel á liðinu að Klopp er að hætta. Vantar allt power í liðið og hefur vantað síðustu vikur. Menn höfðu það bara ekki í sér að klára þetta fyrir Klopp né gæðin til staðar.

  Kannski verður það bara gott að fá ferskt start, nýjann mann í brúna. Hefði auðvitað elskað að hafa Klopp áfram en orkulaus Klopp er því miður ekki gott mál.

  Vonandi finna menn einhvern smá anda í lokaleikinn.

  10
 8. 3 mörk fengin á sig í kvöld. Villa klúðraði 3-4 góðum færum í viðbót. Við erum búnir að fá á okkur 24 mörk í síðustu 14 leikjum en á sama tíma er Arsenal búið að fá á sig 8 mörk í 24 leikjum. Með svona varnarleik vinnur maður ekki stóru titlana. Liðið verður að bæta sig varnarlega á næsta tímabili og fram á við þurfum við fjölbreyttari sóknarleik og auðvitað miklu betri færanýtingu. Mér finnst vanta sterkan miðvörð, sterkan DMC, back up DL, örvfættan framherja í stað Salah, betri miðjumenn en Elliot/Gravenberch/Jones. Verðum að gefa Szobo eitt tímabil enn. Þannig myndi ég vilja c.a. 6-7 leikmenn inn á sama tíma og við missum Thiago, Matip, Adrian, líklega Salah og fleiri.

  6
 9. Átti að vera Arsenal búið að fá á sig 8 mörk í 14 leikjum en ekki 24

  1
 10. Þessi varnarleikur hjá liðinu er búin að vera rússnensk rúlletta allt þetta tímabil. Hræðilega klaufalegt alltaf og ótrúlega ódýr mörk sem við erum að fá alltaf á okkur. Þetta lið kann ekki að loka leikjum, eins og Arsenal og shitty.
  Þetta er verkefni fyrir Arne/Edwards, kaupa miðvörð og varnarmiðjumann !

  7
 11. Búinn að segja mitt um þetta lið.
  Kraftaverk að hafa náð því í 3ja sæti.

  5
 12. Lokaleikur deildarinnar næstu helgi, síðan er það Call the season off!

  2
 13. Það verður MJÖG fróðlegt að sjá hvernig og hvar næsti þjálfari notar Trent. Kæruleysið og skprtur á ákefð hjá drengnum getur gert mig gjörsamlega brjálaðan og hann getur bara varist einföldustu sóknaraðgerðum!

  7
  • Þú ert ekki einn. Trent gæti verið á heimsmælikvarða, ef hann væri fókuseraður á sína eigin hæfileika.

   2
 14. Það er nú ekki á hverjum degi sem fótboltalið gerir jafntefli við Duran Duran.

  3

Liðið gegn Villa

Gullkastið – Síðasta vika Klopp