Liðið gegn Spurs á Anfield

Liðið klárt fyrir næstsíðasta heimaleik Jürgen Klopp:

Bekkur: Kelleher, Gomez, Konate, Bradley, Bajcetic, Szoboszlai, Jones, Gravenberch, Nunez

Svosem ekkert sem kemur á óvart í uppstillingunni. Gakpo virkað öruggari fyrir framan markið svo hann fær sénsinn í byrjunarliðinu. Elliott byrjar en Szobo er á bekknum, og jújú Konate er líka á bekk en Quansah byrjar.

Stærðfræðilega er enn möguleiki, en í sjálfu sér er liðið núna bara að spila til að gulltryggja 3ja sætið.

KOMA SVO!!!

34 Comments

  1. Úff… tréverk og bjarg á línu… þung pressa og allt það.

    Kannast við stefið.

    Hvað gerist næst? Komast hvítir yfir eftir skyndisókn?

    Myndi ekki gapa af undrun.

    3
  2. Gott þegar svartsýnir hafa rangt fyrir sér!

    Velkominn aftur Salah!

    6
  3. Tottenham ekki að brillera en við verðum að bæta við marki.

    Við eigum jú harma að hefna!

    3
    • Arsenal fengu víti fyrir samskonar snertingu. Samræmi í domgæslunni er því miður ekki mikið.

      4
    • Ég mæli með að skoða vítið sem Arsenal fékk, nánast enginn snerting, leikmaðurinn er kominn i superman stellingu áður en það er snerting + hann dregur löppina eftir jörðinni að leita af snertingu.
      Commentary á sky – That’s not going to be a penalty he is dragging his leg searching for the contact…

      Liverpool, nær boltanum fyrst, fær takkana frá varnarmanninum ofan á ristina.
      Sky Commentary – That is probably a penalty but doesn’t get it because he makes to much of it.

      Hverning er hægt að ekki dæma víti útaf því að leikmaðurinn er dettur með tilþrifum, eftir að það er brotið á honum, en það er hægt að dæma víti á leikmann sem er að gera það sama áður en ” brotið er á honum “

      3
  4. Færanýtingin….

    Ættum að vera nokkrum mörkum yfir.

    Allt í járnum með aðeins einu marki yfir.

    5
  5. haha ég skal segja ykkur það!

    Harmkvæli og bölspár = mark.

    Vita þeir að þessi mörk eru öll mér að þakka?

    7
  6. Sprækir…… hvað það gerir liðinu gott að fá til tilbreytingar viku frí á milli leikja!

    1
  7. Sælir félagar

    Þó Robbo sé og hafi verið góður kemst hann ekki með srórutána nálægt hælunum á King Kenny á hans sokkabandsárum. Fyrri hálfleikur búinn að vera fínn og svo áfram gakk.

    Það er nú þannig

    YNWA

    2
  8. Gakpo búinn að vera kraftmikill. Þegar kominn með eina stoðsendingu og nú mark. Elliott sprækur og gegguð sending hjá honum.

    Bara flott!

    Væri sáttur við alvöru niðurlægingu á þessu ofmetna Tottenham liði.

    2
    • Pressulausir og að mæta liði með 1 sigurleik í síðustu 5 og þetta er 4 tapið í röð…. 😉

      2
  9. össs… þetta skot hjá Elliott!

    Nú er bara að finna gott maldonsalt og nudda því í sárið.

    2
  10. vá… þetta var ótrúlegt klúður hjá Salah.

    Fjandakornið hvað gerpið er að pirra okkur.

    1
  11. ok ok ok

    Nú þurfum við ekki að niðurlægja þá. Bara halda þetta út!

    1
  12. Jæja má maður ekki vera þakklátur fyrir að Gerpið var ekki í byrjunarliðinu þeirra?

    En gott að vinna loksins. Fjögur mörk úr fjörutíu færum.

    2

Stelpurnar fá United í heimsókn – síðasti leikurinn á Prenton Park

Liverpool 4 – 2 Spurs