Stuðningsmenn tjá sig um Jurgen Klopp

Jurgen Klopp er að stjórna sínum síðasta Liverpool leik á sunnudaginn og er ég viss um að allir stuðningsmenn Liverpool eiga eftir að sakna hans.  Ég var ekki uppi þegar Shankly stjórnaði en minn uppáhalds stjóri allra tíma er og verður Klopp.

Við eigum eftir að gera hans feril betri skil bæði í ritum og ræðum en okkur langar að fá ykkar álit á hans Liverpool stjóra tíð og þætti okkur væntum ef þið svarið eftirfarandi spurningum.

Hver er þín uppáhalds minning frá stjóra tíð Klopp?

Hver er þinn uppáhalds leikur undir stjórn Klopp?

Hver er þinn uppáhalds leikmaður sem spilað hefur undir stjórn Klopp?

Hvert er þitt uppáhalds mark í stjóra tíð Klopp?

Hvað myndir þú gefa Klopp í einkunn 0-10 fyrir sinn Liverpool feril og af hverju? 

Er líf eftir Klopp?

Svo ef það er eitthvað annað sem þú vilt koma á framfæri í sambandi við stjóra tíð Klopp þá bara um að gera að bæta því við.

12 Comments

  1. Uppáhalds minning? þegar hann hljóp inná völlinn við sigurmark Origi á móti everton
    Uppáhalds leikur? það er 50/50 comebackið á móti Dortmund eða comebackið á móti Barcelona
    Uppáhalds leikmaður? Alisson Becker
    Uppáhalds mark? Alisson Becker á móti WBA
    Einkun fyrir Klopp? 9
    Og já það er líf eftir Klopp… við verðum að trúa því

    7
  2. Hver er þín uppáhalds minning frá stjóra tíð Klopp?
    Eins klikkað og það er þá er það í fljótu bragði flugvélaruglið á leið til liverpool
    fundirnir þar á eftir og svo þegar hann braut gleraugun gegn Norwich.

    Hver er þinn uppáhalds leikur undir stjórn Klopp?
    Dortmund,Barca, og Spurs Cl finals.

    Hver er þinn uppáhalds leikmaður sem spilað hefur undir stjórn Klopp?
    úff!!!! Bobby er 0,1% undan þeim í 2 sætinu og framveigis..

    Hvert er þitt uppáhalds mark í stjóra tíð Klopp?
    Alison og Origi gegn Barca… bara öll orugu mörkin hehe…

    Hvað myndir þú gefa Klopp í einkunn 0-10 fyrir sinn Liverpool feril og af hverju?
    10… Hann gerði allt betra hjá Liverpool. kom okkur á kortið aftur. ef allt væri eðlilegt og sanngjant í heiminum værum við með 4 PL tilta á hans 9 árum og framvieigs.

    Er líf eftir Klopp?
    að sjálfsögðu. Liverpool football club er hvorki Klopp,Shankly eða hver annar einstaklingur.
    síðasti Poolarinn er ekki fæddur en því skal ég lofa ykkur! 🙂
    en Já! hef mikla trú á Edwards og Slot og öllu þessu nýja sem kemur inn!
    er að elska að the Haters haldi að Liverpool sé á leið niður því Klopp er að fara og sama gerðist eftir Sörinn hjá MU!.
    Því miður þá eru mennirnir á bakvið tjöldinn aðeins snjallari en þeir sem eru og voru hjá MU flokknum.

    8
  3. 1. Vonin sem hann gaf okkur
    2. 4-0 Barcelona
    3. Fjórða markið sem Origi skoraði í 4-0 sigrinum.
    4. Mane
    5. Að sjálfsögðu

    3
  4. Hver er þín uppáhalds minning frá stjóra tíð Klopp?

    Drottinn minn þær eru svo margar. Sumar augljósar (að hringja í pabba og hálfa garga á hann að kveikja á City Chelsea, því Liverpool var að verða meistarar), sumar stórar (Að vera svo fúll eftir dagana á undan að ég ætlaði frekar út að hlaupa en að horfa á leik tvö af Liverpool Barca, vera sannfærður af kollegum að horfa á hann í staffa bústaðnum og svo…), sumar einstakar (Aaaaaaalisson, Origiiiiiiii), sumar litlar (að hlægja mig máttlausan af Mané Scoring/All around us/ Kopites singin’/ Having Fun….) og sumar risa, risa stórar (Hendo að lyfta bikurunum stóru). En uppáhaldið verður alltaf að fara með fjöllunni í fyrsta sinn á Anfield. Liverpool 2, Everton 0.

    Hver er þinn uppáhalds leikur undir stjórn Klopp?
    7-0, nuff saud

    Hver er þinn uppáhalds leikmaður sem spilað hefur undir stjórn Klopp?
    Bobby Firmino, þvílíki gleðigjafinn.

    Hvert er þitt uppáhalds mark í stjóra tíð Klopp?
    Origi að skora gegn risaeðlunni í uppbótartímar, hann Van Dijk og Pickford gætu reynt í hundrað ár að endurskapa þetta og þeir væri engu nær eftir það.

    Hvað myndir þú gefa Klopp í einkunn 0-10 fyrir sinn Liverpool feril og af hverju?
    9. Hefði þurft að klára annað af “kannski fernu” tímabilunum, eða ná einni deild í viðbót til að fara í tíuna. En ég efa að nokkur geri betur næstu áratugi.

    Er líf eftir Klopp?
    Auðvitað. Kirkjugarðar eru fullir af ómissandi fólki. Á eftir Shankly kom Paisley, nokkrum árum eftir að Kenny hætti unnu Liverpool þrennu. Nokkrum árum eftir að Fowler kom Torress, eftir að Torres fór kom Suarez og svo Salah.

    6
  5. Hver er þín uppáhalds minning frá stjóra tíð Klopp?
    Ég held að þegar hann hljóp inn á völlinn og faðmaði Alisson þegar Origi skoraði gegn Everton. Maður sá svo greinnilega hvað þetta skiptir hann miklu máli og maður leið alltaf eins og hann væri einn af okkur og við værum að gera þetta saman það er mín uppáhalds Klopp minning.
    en uppáhalds minningin frá þessum tíma er þegar við urðum loksins Englandsmeistara með því að slátra deildinni.

    Hver er þinn uppáhalds leikur undir stjórn Klopp?
    Margir geggjaðir en ég held að við eigum ekki eftir að upplifa annað eins og þegar við unnum Barca 4-0 með vænbrotið lið. Þetta er ótrúlegur leikur og maður hélt að það væri aldrei hægt að toppa Istanbul en þessi er alveg á pari við það og jafnvel ótrúlegri.

    Hver er þinn uppáhalds leikmaður sem spilað hefur undir stjórn Klopp?
    Það koma margir upp í hugan. Alisson, Salah, Andy, Mane, Hendo og meiri segja hef ég soft spot fyrir Lallana en fyrir mér er Virgil maðurinn sem fór með okkur úr frábæru liði í besta lið heims á tímapunkti.

    Hvert er þitt uppáhalds mark í stjóra tíð Klopp?
    Lallana markið gegn Norwich og brotnu gleraugun, Origi markið gegn Tottenham í finals, Jones að slá út Everton liðið í bikar þegar við vorum með kjúklinga, Origi markið gegn Barca, Lovren markið gegn Dortmund, Origi markið gegn Everton eða Virgil að skora með krökkunum í deildarbikarnum .
    Ég ætla samt að velja það þegar Alisson sparkaði fram á Salah sem skoraði gegn Man utd og stúkan fór að syngja að ætlið þið núna að trúa okkur að við erum að fara að vinna deildina.

    Hvað myndir þú gefa Klopp í einkunn 0-10 fyrir sinn Liverpool feril og af hverju? 10
    Hann kom og gjörbreytti öllu í kringum liðið. Hann tók við meðal góðu liði og breytti því í skrímsli sem engin vildi spila við. Hann lét okkur trúa, hann talaði við okkur eins og við vorum í þessum saman og hann gerði það allt með bros á vör.
    Jájá það hefðu mátt koma fleiri bikarar en við skulum átta okkur á því að við náðum 97(1 tap í deild) og 92 stigum og það dugði ekki til að vinna deildina(City er líklega að fá 91 núna og Arsenal 89) en það var ferðalagið sem hann fór með okkur í og það er hvernig staðan er á liðinu núna eftir að hann fer.
    Liðið er með stærri bikarskáp, fjárhagslega sterkt, búnir að stækka völlinn og fullt af ungum leikmönnum sem eiga sín bestu ár eftir.

    Er líf eftir Klopp?
    Heldur betur það er alltaf líf eftir stjóra. Shankley, Fagan, Bob og Daglish hurfu allir af braut og núna Klopp. Sjáum hvernig Slot kemur inn og ef hann stendur sig ekki þá kemur bara annar og við styðjum hann. Fáum samt eitt á hreinu það mun aldrei nokkur tíman koma stjóri eins og Klopp aftur. Kannski koma stjórar sem eru á svipuðu gæða level en maðurinn Klopp er alveg einstakur.

    Eina sem maður vill gera er að segja TAKK Jurgen fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur. Takk fyrir að breytta klúbbnum úr efasemdarliði í lið sem trúir. Takk fyrir að sameina stuðningsmenn liðsins og gera Anfield aftur að alvöru virki og takk fyrir alla minningarnar utan vallar sem inn.

    YNWA – Jurgen Norbert Klopp

    7
  6. Hver er þín uppáhalds minning frá stjóra tíð Klopp?
    Ekki ein minning, en það hvernig hann fagnaði og hvað þetta skipti hann augljóslega miklu máli. Eins kannski það hvernig hann tókst á við það að tapa stórum leikjum eins og t.d. úrslitum í Evrópu og meistaradeild.

    Hver er þinn uppáhalds leikur undir stjórn Klopp?
    Liverpool á móti Dortmund í Evrópudeildinni. Fyrir mér var þetta að einhverju leiti leikurinn sem fékk mann til að trúa og maður fékk smjörþefin af því hvað kæmi á eftir.

    Hver er þinn uppáhalds leikmaður sem spilað hefur undir stjórn Klopp?
    Andy Robertson. Algjörlega fullkominn Klopp leikmaður. Mér hefur þótt hann heilt yfir betri en Trent einfaldlega útaf því að hann skilaði fullt sóknarlega án þess að vera dragbítur varnarlega.

    Hvert er þitt uppáhalds mark í stjóra tíð Klopp?
    Erfitt að velja ekki ‘Corner taken quickly, ORIGI!’. Eitthvað sem maður gleymir sennilega aldrei.

    Hvað myndir þú gefa Klopp í einkunn 0-10 fyrir sinn Liverpool feril og af hverju?
    10. Maður þarf að muna á hvaða stað klúbburinn var þegar hann kom inn. Við vorum ekki með gott lið og við vorum hvorki góðir innan vallar né utan. Hann snéri öllu við og í dag er Liverpool einfaldlega topp topp lið. Búinn að vinna allt sem hægt er. Það að biðja um meira jaðrar við frekju.

    Er líf eftir Klopp?
    ‘We have to turn from doubters to belivers’ held ég að eigi mjög vel við hér.

    3
  7. Hver er þín uppáhalds minning frá stjóra tíð Klopp?
    Það er erfitt að velja bara eina minningu frá stjóratíð Jurgen Klopp. Maðurinn hefur gefið þessum klúbbi og okkur stuðningsmönnum svo mikið. En viðtalið við hann eftir að Liverpool tryggði sér loksins titilinn fer samt á toppinn. Tilfinningarnar voru svo einlægar og ég roskinn maðurinn grét af gleði með honum. Og konan segir að ég gráti aldrei 🙂 En þær eru samt svo margar minningarnar og erfitt að velja bara einhverja eina.

    Hver er þinn uppáhalds leikur undir stjórn Klopp?
    Það er auðvitað 4 – 0 leikurinn á móti Barcelona. 7 – 0 leikurinn gegn United er ekki langt frá en þessi leikur gegn Barcelona var einstakur og kemst á stall með úrslitaleiknum 2005.

    Hver er þinn uppáhalds leikmaður sem spilað hefur undir stjórn Klopp?
    Ég hef ekki átt uppáhalds leikmann síðan ég var krakki og John Barnes var að spila. Styð bara allt liðið. En mig langar að gefa tveimur leikmönnum honorable mention. Það er hinsvegar Joe Gomes sem er annar af tveimur leikmönnum í liðinu sem hefur verið með Klopp frá fyrsta til síðasta dags. Hefur alltaf verið jákvæður og bara gefið sig allan í leikina sama hvar Klopp spilar honum. Hinn er auðvitað Trent sem var kannski ekki first team player eins og Gomes þegar Klopp kom til liðsins en kom fljótlega og var í unglingaliðinu. Í raun er Gomes sá eini sem hefur verið frá fyrsta til síðasta dags.

    Hvert er þitt uppáhalds mark í stjóra tíð Klopp?
    Allisson markið gegn WBA. Engin keppni!

    Hvað myndir þú gefa Klopp í einkunn 0-10 fyrir sinn Liverpool feril og af hverju?
    10+ er einkuninn. Það er ekki vegna fótboltans heldur allt hitt sem hann hefur gefið klúbbnum. Samskiptin við stuðningsmenn, viðtölin, einlægnin, auðmýktin og allir þessir frábæru eiginleikar sem hann ber með sér og gefur af sér. Það getur enginn efast um Klopp. Hann gaf alltaf af sér 100% hvort sem það var í að vinna fótboltaleiki eða sinna góðgerðarmálum.

    Er líf eftir Klopp?
    Já auðvitað og ég held að Klopp sé að fara því að hann telji það best fyrir klúbbinn og framtíðina. Hann sé búinn að gefa hvert einasta gramm af sál sinni og líkama fyrir þennan klúbb. Öll sín bestu ár sem stjóri. Þetta sé rökrétt skref að taka og komi tími á nýjan mann í brúnna sem getur haldið áfram að byggja upp og koma með sínar áherslur á grunni alls þess góða sem Klopp hefur gert. Það er alveg tilefni til þess að vera bjartsýnn og gefa nýjum stjóra allan þann stuðning sem við höfum gefið Klopp undanfarin ár. Ef við höldum ekki áfram að trúa með Arne Slot við stýrið fer þetta bara illa og við getum þá kennt okkur sjálfum um.

    4
  8. Þetta verður falleg stund á sunnudaginn, kveðja þennan flotta stjóra okkar. Mikið mun ég sakna Klopp og Matip. Ég mun ekki sakna Thiago, hann kom inm í liðið beint eftir okkar eina PL titil og hefur aðeins spilað 5 mínútur þetta tímabil.
    Call the season off!

    1
  9. Sælir félagar

    Mín uppáhaldsminning a Klopp tímanum er 7 – 0 sigurinn á MU. Ég horfði á leikinn á bar á Ensku ströndinni á Gran Canari með eintómum MU stuðningsmönnum og það var dásamlegt. Lítillæti Klopp eftir leikinn var afar skemmtilegt og fór ótrúlega í taugarnar á MU mönnunum.

    Það er Barcaleikurinn 4 – 0

    Það er Bobby Firmino, þvílíkur fótboltahaus og snillingur.

    Líklega er það Origi markið á móti Neverton en fleiri koma þó til greina.

    Klopp mundi ég gefa 9,5 en á það ber að líta að það sem munar frá 10 er að hafa ekki unnið alvöru titil í ár.

    Það er auðvitað líf eftir Jurgen Norbert Klopp en það er hætt við að það verði snauðara en árin með þessum snillingi.

    Það er nú þannig

    YNWA

    2
  10. Uppáhalds minning: Þegar hann stóð á miðjunni og starði á Everton hita upp.

    Uppáhalds leikur: 2-1 gegn Norwich í mars 2022 (Minamino leikurinn).

    Uppáhalds leikmaður: Sadio Mane

    Uppáhalds mark: Seinna mark Minamino gegn Norwich í mars 2022

    Einkunn: 8

    Það er vonandi líf eftir Klopp.

    2
  11. Uppáhalds minning: Englandsmeistaratitillinn.

    Uppáhalds leikur: 7:0 gegn djöflunum, afmælisgjöfin frá liðinu þann daginn var betri og flottari en ég hefði getað ímyndað mér.

    Uppáhalds leikmaður: VVD

    Uppáhalds mark: Origi gegn Everton og Corner taken quickly.

    Einkunn: 9

    Er líf eftir Klopp: JÁ, liðið hefur áður misst frá sér stóra karaktera og komist vel frá því.

    1
  12. Hver er þín uppáhalds minning frá stjóra tíð Klopp?

    Skallamarkið sem Alisson skoraði og 7-0 sigurinn á man utd

    Hver er þinn uppáhalds leikur undir stjórn Klopp?

    Þegar við kjöldróum Barselóna á heimavelli.

    Hver er þinn uppáhalds leikmaður sem spilað hefur undir stjórn Klopp?

    Erfitt að gera uppá milli leikmanna en Miller er mjög ofarlega á blaði ásamt mörgum öðrum en ætli Bobby Firmino sé ekki sá sem stóð hjarta mínu næst.

    Hvert er þitt uppáhalds mark í stjóra tíð Klopp?

    Markið sem Orige skoraði á móti Everton þegar Pikford gerði í brækurnar og gaf okkur sigurmarkið

    Hvað myndir þú gefa Klopp í einkunn 0-10 fyrir sinn Liverpool feril og af hverju?

    9,5 fengi 10 ef hann væri ekki svona skratti mikill þverhaus stundum.

    Er líf eftir Klopp?

    Jabb og það líf heitir Arne Slot

    1

Gullkastið – Síðasta vika Klopp

Vertu sæll kæri vinur, ég kveð þig nú