Liverpool – Aston Villa 3-0

Mörkin

1-0 Szoboszlai (3. mín)
2-0 Cash sjálfsmark (22. mín)
3-0 Salah (54. mín)

Hvað réði úrslitum

Spilamennskan hjá Liverpool var frábær í dag. Það er komið talsvert síðan við virkuðum þetta þéttir en að sama skapi stórhættulegir. Liðið var í raun allt gott,Alisson stóð fyrir sínu eins og hann er vanur. Trent var frábær í dag, sérstaklega frammá við. Gomez, Matip og Robertson voru allir á tánum og héldu sóknarmönnum Villa alveg niðri.

Ég hafði smá áhyggjur af miðjunni fyrir leik, aðalega þar sem mér fannst varnarsinnaðan miðjumann gegn sóknarsinnuðu liði gestanna. Það kom ekki að sök, þeir voru allir virkilega góðir. Mikil vinnsla, frábært fyrsta mark frá Szoboszlai og jafnvægið mjög gott.

Þetta lið mun ekki vera í vandræðum með að skora mörk. Það sást líka alveg á uppleggi gestanna, sem vildu ekki pressa of framlega og leyfðu okkur að spila í rólegheitum út úr vörninni. Diaz var líklega rólegastur af þeim Salah og Nunez en þeir tveir síðarnefndu spiluðu mjög vel í dag og hefðu í raun báðir átt að skora fleiri mörk. Það má alveg segja að þessi leikur hafi verið týpískur Darwin Nunez leikur eftir frábæra innkomu gegn Newcastle um síðustu helgi. Lagði upp tvö mörk, skot í stöng, slá og hefði átt að skora a.m.k. eitt í viðbót við stangarskotin tvö. Það má segja ýmislegt um Darwin en að hann týnist í leikjum og lítið fari fyrir honum er ekki eitt af því.

Hvað þýða úrslitin

Úrslitin þýða að þessi byrjun Liverpool er frábær og í raun umfram björtustu vonir margra, enda liðið með nýja miðju og lent í talsverðum áföllum strax eftir fjórar umferðir, spilað mikið manni færri, misst lykilmenn í meiðsli og bann. 10 stig af 12 mögulegum eftir útileiki gegn Chelsea og Newcastle og heimaleiki gegn Aston Villa og Bournmouth – alls ekki slæmt og klárlega verið stígandi í liðinu frá því á brúnni í ágúst.

Bestu leikmenn Liverpool

Erfitt að velja einhvern einn eftir þennan leik, sem er bara jákvætt. Margir sem voru góðir í dag, má í raun alveg færa rök fyrir því að það hafi ekki verið einn einasti leikmaður liðsins sem átti slakan leik sem segir kannski hvað mest um þessa frammistöðu. Það væri auðvelt að tilnefna Trent eða Gomez (sem átti sinn besta leik í fleiri mánuði), að sama skapi var bæði Salah og Darwin mjög góðir en ef ég ætti að velja einn þá væri það Szoboszlai. Hann var frábær frammávið, til baka og allsstaðar þar á milli. Early days og allt það en so far, so good. Mest “complete” miðjumaður sem við höfum átt síðan Gerrard fór.

Hvað hefði mátt betur fara?

Ekkert í raun – frammistaðan var frábær. Klárlega mest “complete” frammistaða liðsins það sem af er tímabili og líklega talsvert lengur en það, sérstaklega m.t.t. andstæðinganna.

Næsta verkefni

Uppáhald okkar allra, landsleikjahlé. Okkar menn mæta aftur til leiks laugardaginn 16. september á Molineux þar sem heimamenn í Wolves taka á móti okkur áður en við förum í stutt ferðalag til Austurríkis og heimsækjum LASK.

Þar til næst

YNWA

33 Comments

 1. Frábær leikur og miklir yfirburðir Liverpool í þessum leik A.Villa sáu aldrei til sólar.

  Trent ,Sly og Nunez með yfirburði fannst mér.
  Vonandi er Trent ekki mikið meiddur.

  YNWA!

  8
 2. Hversu oft hefur Liverpool leikur enda? me? a? dómarinn var ekki highlight of the day…

  Virkilega vel dæmdur leikur, sérstaklega fyrri hálfleikur.

  3 stig, veit ekki hvar ég á ad byrja var?andi leikmenn.

  Eina sem ég sà var, varnarlìnan, spiladi boltanum fram og aftur, til hli?ar og virka?i eins og nýtt skipulag, hættum ad fara all in fra 1min og synum ad vid erum betra fotboltalid.

  Villa hætti ad nenna pressa og Trent fær ad leika ser = win

  8
  • Tek undir með dómarann. Ég gleymdi því hreinlega á löngum köflum að það væri yfirleitt dómari inni á vellinum. Mikið væri þakklátt ef það gerðist oftar í leikjum.

   18
 3. Eiginlega fullkominn dagur ef TAA ekki meiddur.

  Quamsah er sannarlega efni. Hann og Endo fengu mínútur. Aðrir spiluðu vel. Gravenberch er bónus.

  Meira svona.

  10
 4. Liðið var frábært í dag og sést að sjálfstraustið hefur oxid mikið eftir Newcastle sigurinn.
  Allir á tánum í dag Darwin og Soboslæ stórhættulegir með Trent rétt fyrir aftan. Gaman að sjá unga cb koma hægt og rólega inní liðið.
  Frábær sigur núna má enginn meiðast í landsleikjum sem koma skal

  7
 5. Það er ekki hægt að segja annað en þessi kaup snemma í sumar á þeim Szoboszlai og Alexis MacAllister lita verulega vel út. Þvílík yfirvegun í þeirra leik, eins og þeir hafi spilað fyrir liðið í lengri tíma.

  Trent fær þitt atkvæði í dag fyrir mann leiksins. Skil reyndar ekki hvað Villa var að gera með að gefa honum svona mikinn tima alltaf. En hann naut sín í dag.

  Nú þarf bara að koma Gakpo í gang. Rosalega er mikið flautað á hann samt. Finnst það áberandi í byrjun leiktíðar. Hann má ekki snerta andstæðingana án þess að dæmt sé á hann brot. Hann á eftir að nýtast liðinu er ég viss um.

  Frabær dagur og jákvæðni kringum liðið.

  11
 6. Í þessum leik sást það, án nokkurs vafa, að við erum orðnir eitt af sterkustu liðum Bretlands. Szoboszly og Macalester eru að færa spilagæðin upp á astralsviðið og í heild sinni var liðið mjög öruggt í allri sinni spilamennsku.
  Virkilega góður leikir sem gefur góð fyrirheit fyrir komandi leiktíð. Þetta lið er orðið þvílík maskína. Hrein unun að sjá hvernig þeir taka lið eins og Aston Villa, sem note bene á að vera þónokkuð gott og við hreinlega setjum það beint í brotajárn og miljum það niður.

  Ég er sannfærður um að öll lið forðist okkur um þessar mundir, Allt frá Man City til minnstu spámanna í deildinni.

  8
 7. Mikið er gaman að horfa á svona velspilandi Liverpool. Þessi ungverji er frábær og mér fannst öll miðjan spila vel í dag og ég er búinn að stein gleima Henderson og Fabinhio bara eftir fjóra leiki. Já ég Trúi á nýjan leik og held líka að Shala ´sé ekki að fara neitt.Hann hefur greinilega gaman að spila með þessari frábæru miðju og hann er líka allt of góður í þessa Saudi deild,það verður nægur tími fyrir hann að leika sér þar seinna.

  12
 8. Frábær leikur og úrslit, hér er farið að lykta af einhverju meira.

  … að því sögðu, ég er líka farinn að líta á jafnteflið við Chelsea sem töpuð stig. Ég er samt gaurinn sem skil ekki þessi neikvæðu innlegg og neikvæðu punkta um liðið sí og æ. Tölfræðin EFTIR þann leik er samt að ýta vel við mér. Ég ætla því að taka því jafntefli sem “fall er fararheill” að einhverju alvöru meiriháttar.

  Ég trúi og treysti á Jurgen Klopp.

  6
  • Mér finnst smá skrýtið að það hefur hvergi birst frétt um að leikmaður Chelsea á þeirra ytri hægri væng spilaði Salah réttstæðan. Ég veit að ég er ekki hlutlaus og þekki ekki dómarareglur í hörgul. En er framherji ekki alltaf réttstæður ef einn varnarmanna er fyrir innan? Mér sýndist gaurinn á ytri kantinum vera hálfan meter fyrir innan Salah. Svo hugsa ég líka að við hefðum kannski ekki unnið Núkkana ef þetta hefði farið öðruvísi. 10 stig af tólf er brill. Og við höldum áfram.

   4
   • Ég hef verið að spá í hvort að dómarinn í Chelsea-leiknum hefði getað flaggað rauða spjaldinu í byrjun þegar Konate (minnir mig) fékk takkana í brjóstkassann

    3
 9. Flottur leikur en furðulegur. Gestirnir sóttu bara alls ekki neitt. Hafa sjálfsagt verið slegnir út af laginu með þessu marki strax í byrjun.. En svo virðist ekki hafa verið neitt b-plan og þeir treystu á skyndisóknir þótt liverpool væri einu, tveimur og svo þremur mörkum yfir!

  Fyrir vikið var þetta í hægagír meðan vörnin okkar var með boltann. Gott að þeir skuli fá spilatíma. Var alltaf á nálum að av færi að sækja en það eiginlega gerðist varla.

  Mjög góð miðjan, Szoboszlai var stórbrotinn.

  8
 10. Frábær leikur. Ég sat á eina fótboltabarnum í Róm sem ég hef fundið. Kynntist þar feðginum frá Írlandi og þar var boðið upp á Guinness. Dóttirin reyndist bókmenntakona og þegar upp úr mér var dregið að ég hefði þýtt úrval af ljóðum Yeats varð stundin bara ennþá betri. Frábær feðgin og frábær sigur. Við stóðum vaktina þrjú saman í Róm á meðan Liverpool valtaði yfir Villa á vellinum. Man raunar ekki eftir svona spilamennsku nema kannski í 7-0 sigrinum gegn liði sem vitum öll hvert er – og svo þegar við vorum með gullliðið sem valtaði yfir allt. Það virðist hafa tekist að endurnýja mannskapinn nokkuð vel. Ég hafði aldrei heyrt um Dominik Szoboszlai áður en hann kom. Þvílíkur leikmaður. Virkar bara eins og sá besti í bransanum. Klopp er legend og þetta lið er legend út af fyrir sig. Maður hlýtur að gleðjast á degi sem þessum.

  20
 11. The Dominator var klárlega maður leiksins! Þvílík átta sem við höfum eignast!

  7
 12. Hahhaaa!! Ekki versnaði dagurinn við að horfa á síðasta kortérið í Arsenal – Man. Utd!

  17
 13. Og langfyndnast finnst mér að í stöðunni 1-1 setti Man Utd sannkallaða kónga inn á vörnina og tapaði leiknum með glæsibrag í Fergie-time. Fyrst kom Harry Maguire „Lamborghini of centre-backs” og svo Jonny Evans! Kjarninn úr vörn fyrstu-deildar liðsins Leicester! Í hvað notaði Ten Hag eiginlega peningana?

  10
  • Haha, nákvæmlega það sem ég hugsaði, fengu á sig tvö mörk eftir að Maguire kom inn á.

   6
   • Ég hef nú ekki lagt það í vana minn að ráðast á einstaka leikmenn enn ég myndi ekki treysta Harry Maguire til að bera vatnsbrúsana inn á völlinn!

    Þvílíkur gæðaleikmaður!

    Vonandi verður hann hjá Man Utd sem lengst!

    6
 14. Sigur. Þrjú stig í hús. Hreint lak. Jones fékk 60 mínútur og er að komast í leikform eftir meiðsli. Hægt að gera þrefalda skiptingu á 65 mínútu í stöðunni 3 – 0 til þess að dreifa álaginu. Jarell Quansah fékk um að bil 25 mínútur og ég var ánægður með frammstöðu hans. Elliott fékk hálftíma sem og Jota og Gakpo. Og Endo fékk nokkrar mínútur í lokin. Ég var að vonast eftir að Doak og Bajetic fengu mínútur en það gerðist ekki. Þær koma seinna. Versta við þennan leik voru meiðsli Trent.

  4
 15. Liðið var frábært heilt yfir í dag og alltaf hættulegir þegar þeir sóttu hratt. Ég hef reyndar haft þá skoðun í nokkurn tíma að liðinu hentar vel að bíða örlítið aftar og sækja hratt eða vinna boltan á miðjum vellinum í stað þess að þjarma að liðum og þjappa þeim niður á eigin vítateig.
  En var að sjá einkunnir liðanna á fotbolti.net og finnt frekar merkilegt að flestir okkar menn séu með 7 og A.Villa menn með 6. Munurinn var slíkur á liðunum að eðlilegt væri að þeir hefðu fallið á prófinu og fengið undir 5 og okkar menn allir átt átgætieinkun skilið eða 8 og yfir.

  5
 16. Sælir félagar

  Frábær frammistaða og enginn slakur nema ef til vill Gagpo og Jota sem áttu ekki sérstaka innkomu báðir tveir. Dom og Macca frábærir báðir og gaman að sjá MacAlister brjóta niður hverja sókn sem yfirspilað lið Villa reyndi. Dom frábær og TAA líka. Ég bjóst við erfiðum leik en þetta var auðvelt fyrir Liverpool liðið slíkir voru yfirburðirnir. Ég vil ekki taka neinn framyfir annan í þessum leik en það væri alveg hægt að nefna tvo eða þrjá ef maður vildi en ég tel það ástæðulaust. Frábær sigur mjög öflugrar liðsheildar þar sem hvergi var veikan punkt að finna.

  Það er nú þannig

  YNWA

  6
 17. Þetta Liverpool brölt er svo yndislegt. Ég minntist á það hér að ofan að í dag hefði ég kynnst feðginum frá Írlandi. Faðirinn 52 ára byggingaverktaki og dóttirin tvítugt séni með ástríðu fyrir bókmenntum sem dúxar alla skóla sem hún fer í. Ég hefði aldrei kynnst þeim hefði ég ekki sest á troðfullan bar í Róm og einhvern veginn fyrir lukku fengið að setjast við borð þeirra. Yfir leiknum í Róm fór unga kona tvisvar út til að kaupa sér súkkulaðiís. Mætti svo aftur á pöbbinn með súkkulaðirönd á hökunni á meðan pabbinn hló og rantaði um heim og geim og keypti Guinnes.

  Eftir 43 daga streit við skrifborð við að klára skáldsögu var þetta einhvern veginn nákvæmlega verðlaunamómentið sem ég óskaði mér. Svo afslappað og næs. Og svo á Liverpool þennan geggjaða leik.

  Ég hef átt fleiri svona móment yfir Liverpool leikjum. Kynntist t.d. ungri konu frá Mozambique á Lebowski-bar á Laugavegi – þetta var þegar Liverpool vann Roma að mig minnir 5-0 í meistaradeildinni og Ali var enn í marki Roma. Flestir búnir að gleyma því en ég á enn kæra og indæla vinkonu frá Mozambique.

  Ég veit ekki hvort nokkurt annað lið er fært um að búa til þetta connection. Það er ekkert spillt við okkar klúbb. Við erum með lang besta stjóra í heimi sem hefur brot af fjármagni keppinauta sinna en nær samt sama eða betri árangri. Þetta er ástríða og lengi megi hún lifa. Ég elska Liverpool og mun alltaf gera það.

  YNWA

  24
 18. Óvenjulega þægilegur leikur áhorfs.
  Villa áttu aldrei sjéns gegn dóminerandi Liverpool.

  Trent geggjaður og Szobo líka.
  Og reyndar allir bara.

  YNWA.

  4
 19. Óttalega eitthvað miðlungs. Bara 3-0 og 9 af okkar leikmönnum skorðuu ekki einasta mark?? Til hvers eru þeir þarna??? Við veðrum aldrei Vetrarbrautarmeistarar með þessu áframhaldi. Við þurfum fleiri miðjumenn, og varnarmenn og markmenn og sóknarmenn og framliggjandi miðjumenn og varnarsinnaða miðjumenn, og góða eldflaug til að komast á Vetrarbrautardeildina, sem fer fram í sólkerfinu Andromedu í ár, og FSG tíma ALDREI að kaupa eldflaug fyrir liðið. Helvítis nýskupúkar. FSG out.

  7
  • Andromedia er sín eigin vetrarbraut ekki sólkerfi.. það er það eina sem ég hef út á þetta komment að setja.

   3
   • Gat verið að einhver Stjörnukisi vissi meira en ég um sólkerfi og vetrarbrautir og plánetur…

    2
   • Ætli Stjörnuksis viti ekki meira en ég um fótboltastjörnur líka??

    1
 20. Ég var verulega ánægður með spilamennsku okkar manna. Liverpoolhjartað hverfur ekki bara si svona, þo leikmenn hverfi á braut, þeir koma og fara. Hjartað er staðbundið.
  Ef það kemur 200 millu tilboð í Salah, þá verður því tekið, nema, hann fer í nóvember, þannig verður samningurinn, Sádarnir vilja hann fyrir heimsmeistarakeppni félagsliða. Þið lesið þessa þvælu fyrst hér.

  YNWA

  1
 21. Klopp out
  Maður sér það ekki ritað þessa dagana…æði….segi bara svona.
  Jür­gen Klopp, knatt­spyrn­u­stjóri Li­verpool, stýrði liðinu í tíma­móta­leik í ensku úr­vals­deild­inni þegar það vann ör­ugg­an sig­ur á Ast­on Villa, 3:0, í gær.

  Um 300. leik Klopps var að ræða við stjórn­völ­inn hjá Li­verpool í deild­inni. Um leið vann liðið sinn 188. leik í úr­vals­deild­inni und­ir hans stjórn.

  Þar með skákaði hann goðsögn­um hjá Manchester United og Arsenal, Sir Alex Fergu­son og Arsene Wenger.

  Fergu­son vann nefni­lega 183 sigra í fyrstu 300 leikj­um sín­um við stjórn Man. United í úr­vals­deild­inni og Arsene Wenger 180 af fyrstu 300 leikj­um sín­um hjá Arsenal.
  EINMITT

  32
 22. Þessi sigur var algjör snilld, klassi, tvö mörk á 22 mínútum áður en naglinn var rekinn í kistu Villa á 55. mínútu. Salah stóð sig varla sem afvegaleiddur leikmaður eftir tilboð frá Sádí Arabíu sem hefði gert hann að þriðja dýrasta leikmanni allra tíma og þann hæst launaða. Þess í stað skilaði hann sínu á venjulega hátt: hann hefur nú skorað sjö mörk í síðustu sjö leikjum sínum gegn Aston Villa og hefur annað hvort skorað eða átt stoðsendingu í síðustu tíu deildarleikjum Liverpool. Klopp segir að Salah sé 100 prósent með hugann hjá Liverpool“ og það sé ekkert í fari hans sem bendi til annars og að hann undirstrikaði enn og aftur mikilvægi sitt fyrir liðið gegn Villa. Hann átti sjálfur stoðsendingu áður en hann komst loksins á blað með marki þegar tíu mínútur voru liðnar af seinni hálfleik. Truflanir og ónæði á félagaskipta markaðinum hafa því ekki áhrif á Salah. Má vera að að Liverpool aðdáendur finni fyrir einhverri óvissu um framtíð stjörnu sinnar en það er ekkert betra til en svona sigur í sólskini á Anfield til að lyfta andanum. Erfiðari dagar eru kanski framundan og gætu þeir komið í þessari viku ef Sádí Arabía endurtekur tilboð sitt í Salah með fáránlega háu tilboði sem erfitt er að hunsa. Ég verð líka að nefna annan leikmann sem byrjaði á miðjunni sem hefur staðið sig frábærlega síðan hann skrifaði undir en Dominik Szoboszlai þurfti bara að skora svo allir sjái og skilji hversu fáránlega góður hann er í raun. Markið á þriðju mínútu leiksins var eitt besta vinstri fótar mark sem við munum sjá allt tímabilið. Alger draumabyrjun og okkar nýa átta dreifði boltum með klassa, hljóp þindar laust milli vallarhelminga og tengdi liðið saman út frá miðjunni. Klopp hefur fagnað Szoboszlai sem algeru “dýri ” og þessi 22 ára leikmaður hefur varla stigið feilspor frá því hann gekk til liðs við félagið sem hefur verið ómetanlegt fyrir Liverpool í ljósi þeirra miklu breytinga sem hafa átt sér stað á miðjunni. Má vera að Salah og Szoboszlai hafa stolið fyrirsögnunum en Darwin Nunez heillaði líka í fyrstu byrjun sinni á tímabilinu. Úrúgvæinn stóri skoraði reyndar ekki mark eftir tvö sein mörk sem sökktu Newcastle um síðustu helg en skot hans í stöngina var skallað í markið af Matty Cash leikmanni Villa og hann átti einnig þátt í marki Salah og átti í heildina frábæran leik. Að byrja tímabilið með þrjá sigra og jafntefli er fín byrjun. Það vinnst þó enginn titill á þessari byrjun , en á hinn bóginn er enginn vafi á því að þetta voru bestu 90 mínútur tímabilsins hingað til og þeir voru með fulla stjórn frá byrjun til enda. Það er líka frábært að klára leik með 11 menn á vellinum. Wolves og West Ham bíða okkar eftir landsleikjahléið en það eru líka leikir í miðri viku – LASK og Leicester.

  6

Liðið gegn Aston Villa

Gullkastið – Gluggalok og góður sigur