Liðið gegn Nottingham Forest

Liðið er klárt þennan sunnudaginn. Það má segja að liðið sé nákvæmlega eins og var búist við, vörnin og miðja óbreytt frá því gegn Everton og Darwin kemur inn í sóknarlínuna í stað Diaz.

Eins og eflaust flestir vita þá er Diaz ekki í hóp eftir hræðilegar fréttir í gær en foreldrum hans var víst rænt í Kólumbíu í gær. Það er víst búið að ná móður hans til baka heilli á húfi og óstaðfestar fregnir herma að þeir hafi einnig náð föður hans, en það á þó eftir að vera staðfest. Eðlilega er hann ekki leikfær í dag og er hugur okkar hjá honum og fjölskyldu hans. YNWA.

19 Comments

 1. Djö…… krimmar í Kólumbíu! Þrjú stig fyrir Diaz í dag!

  YNWA

  10
 2. Spenntur að spá Gravenberch í þessum leik, finnst hann bæta sig með hverjum leiknum..
  Þvílíka ránið á þessum leikmanni.
  Spá þessu 5-0 í frekar léttum leik, Salah með þrennu og Nunes og Jota með sitthvort.

  6
  • Nú á Salah bara eftir að skora þrennu og þá ertu með fullkomna spá!

   2
 3. Jæja það þarf að mása og blása og halda því áfram til enda. Alltaf áskorun þegar lið ætla að vinna okkur 0-0.

  2
 4. Já!!!

  Ísinn brotinn og Diazinn okkar fær alvöru hluttekningu.

  Geggjað lið.

  5
 5. Ég segi nú bara – hvílíkur munur frá því í fyrra þegar þessi ,,múraralið” voru að loka á sóknirnar og skoruðu svo jafnvel í skyndisóknum.

  Allt undir control hjá okkar mönnum. 2-0 er síst of stórt.

  3
 6. Sælir félagar

  Algerir og fullkomnir yfirburðir Liverpool í fyrri. Glórulaust spjald á TAA sem snerti ekki manninn sem hljóðaði eins og stunginn grís. Aðstoðardómarinn fullkomlega blindur og ætti að fá sér aðra vinnu. Jota góður í sníkunni í fyrra markinu og Darwin fullkomnaði frábæra sókn sem segja má að Szobo hafi átt mestan heiðurinn af en eins og venjulega átti Salah sinn þátt í báðum mörkunum. Afburða fótboltamaður Egypski kongurinn.

  5
 7. Svakalega gaman að sjá hvað kóngarnir tveir ná vel saman: Szobozlai og Salah!

  5
 8. Miklir yfirburðir en ég væri rólegri ef við skoruðum þriðja markið.

  Dómarinn væri vís til að draga upp rauða spjaldið næst þegar Macallister andar nálægt einhverjum.

  Btw – svakalega hefur hann verið flottur í leiknum, Virgill sannur kóngur, Szobo stórbrotinn og Nunez auðvitað búinn að skora og koma að marki.

  3
 9. Glæsilegt. Höldum þessu nú svona. Flott að halda hreinu.

  2
 10. Eins og frábær enskur lýsandi kemst að orði: ,,það mætti halda að Szoboszlai væru tveir menn!” hann er alltaf í boltanum.

  Gjörsamlega magnaður leikmaður.

  5
 11. Solid performance erfitt að velja mann leiks en Sly og Salah í öllu bara.

  3

Liverpool – Nottingham Forest

Liverpool 3 – 0 Nottingham Forest