Liverpool 2 – 0 Everton

Mörkin

0-0 Ashley Young, rautt spjald (37. mín)
1-0 Salah, víti (74. mín)
2-0 Salah (96. mín)

Hvað réði úrslitum

Spilamennskan hjá liðinu var svolítið í takt við það sem við höfum fengið að sjá í þessum hádegisleikjum eftir landsleikjahlé. Hægt tempó og spilamennskan oft á tíðum frekar sloppy. Spurning hvað hafði meiri áhrif á þennan leik, leiktíminn (afhverju er þessum leiktíma ekki skipt jafnt á milli liða?) eða rauða spjaldið hjá Ashley Young. Líklega er það samblanda af þessu með “dashi” af VAR. Það verður samt ekki annað sagt en að báðir dómar hafi verið hárréttir og úrslitin verðskulduð, þó það hafi verið dýpra á þeim en maður hefði viljað.

Hvað þýða úrslitin

Úrslitin þýða að Liverpool færir sig tímabundið í toppsætið með þeim Arsenal og Tottenham. Auðvitað var maður ekki hoppandi glaður eftir leikina gegn Tottenham og Brighton, en að vera á toppnum eftir 9 leiki (þó það sé bara í tvo tíma eða svo) er varla hægt að kvarta yfir!

Bestu leikmenn Liverpool

Erfitt að segja. Persónulega fannst mér liðið aldrei komast úr fyrsta gír.  Við vorum frekar sloppy varnarlega fyrstu 25 mínúturnar eða svo. Það var samt einn leikmaður sem mér fannst alltaf vera reyna, sá sótti bæði rauða spjalið á Young og vítið sem Salah skoraði úr, það var Luis nokkur Diaz. Þetta er líklega í fyrsta (og eina) skiptið sem ég vel ekki manninn með tvennu í tvö núll sigri sem mann leiksins.

Hvað hefði mátt betur fara?

Þrjú stig í nágrannaslag er eitthvað sem er bara helvíti gott og skiptir öllu máli, sérstaklega m.t.t. leiktíma og hvernig leikurinn þróaðist. Auðvitað voru margir leikmenn sem áttu ekki sinn besta dag, Salah var dapur í dag sem er furðulegt að segja (skrifa) þar sem Mo var með tvennu – en móttökur hjá honum, sendingar og bara spilamennskan í heild sinni var ekki góð þó vissulega hafi hann klárað vítið og sendinguna frá Nunez vel. Miðjan eins og hún leggur sig bauð upp á lítið og skiptingarnar gerðu lítið til að hrista upp í hlutunum eins og svo oft áður, þó Elliot hafi unnið sig inn í leikinn þegar leið á.

Stigin þrjú og sigur gegn þeim bláklæddu er samt það eina sem skiptir máli. Mission accomplished.

Næsta verkefni

Það er stutt á milli verkefna þessa vikuna, eins og svo oft áður. Við leyfum væntanlega mönnum sem hafa verið í aukahlutverki í vetur að spreyta sig gegn Toulouse á anfield á fimmtudag áður en við tökum á móti Nottingham Forrest um næstu helgi. Leikir sem við eigum að vinna.

Þar til næst

YNWA

21 Comments

  1. Vá, sendingin út úr vörninni hjá MacAllister á Nunes í seinna markinu!

    16
  2. Kannski ekki sérlega glæsileg frammistaða af hálfu liðsins en hún er það nú nánast aldrei á móti liði sem stillir upp varnarmúr og vill bara halda hreinu.

    Ástarjátning dagsins er til Mo Salah.

    Það kæmi manni nú ekkert á óvart ef Mohamed Salah yrði forseti Egyptalands eftir 15 ár eða svo. Hann er vinsælasti einstaklingur síns heimshluta og góðu blóði gæddur.

    Það væri hið minnsta gott fyrir heimsmálin að fá mann með þennan persónuleika í slíka stöðu.

    Annars er heimspólitíkin orðin svo rugluð og óvitræn að maður óskar honum þess ekki beinlínis, og þetta er líklega ekki vettvangurinn til að ræða slík mál.

    Ég er bara stoltur af honum Mo okkar. Ótrúlega hæfileikaríkur og flottur náungi.

    Ég á marga vini frá Afríku. Lífið þar er ekkert öðruvísi en hér á klakanum. Fólk er menntað og er smám saman að komast út úr hlekkjum nýlendutímans.

    Það sem máli skiptir í dag er hvað Mo er stórkostlegur!

    Top of the league.

    YNWA

    31
  3. Þrátt fyrir “slakan leik?” hjá Salah þá er samt maður leiksins og skorar 2 mörk þessi maður er ótrúlegur enda er bara 1 kóngur.

    Liðið virkaði þreytt eftir landsleikina fannst mér og að vinna gegn þessum varnarmúr sýnir character.
    Nú meiga hin liðin í efri hlutanum alveg tapa stigum það væri ágætt líka.

    YNWA !

    11
  4. Rauða spjaldið á Ashley young var eins rautt og hugsast getur. Fyrsta spjaldið gerist vegna þess að hann stoppar skyndisókn með ásetningi. Það er nánast undantekningalaust gefið gullt spjald á það.
    (Konate fékk t.d ekki gullt spjald – þegar hann braut á sér vegna þess að það var augljóslega engin ásetningur í brotinu hjá honum. )

    Hitt gula spjlaldið var vegna að Young braut á Diaz fyrir framan vítateiginn og kom þannig í veg fyrir dauðafæri. Þetta voru bæði augljóslega gul spjöld sem þýðir rautt.

    Mér fanst Everton spila ágætlega en aðallega vegna þess að Liverpool lét þá líta vel út. T.d fékk Liverpool aragrúa af skyndisóknum sem þeir nýttu sér ekki þegar það var jafnt í liðunum. Liðið okkar á að getað gert betur í þannig aðstæðum og ég er sannfærður um að það verði tekið fyrir á ævingasvæðinu á næstu æfingum.

    Heilt yfir var þetta ljótur en sanngjarn sigur. Við áttum sigurinn skilið en það er ekki hægt að segja að við gerðum einhverja gloríu til að uppskera hann. En þannig eru topp lið deildarinnar. Þau vinna líka þegar þau eru ekki að spila neitt sérstaklega vel.

    YNWA.

    9
  5. fátt gott þarna á ferð. þungt var það.
    Gomez leit vel út í vinstri bakverði. þurfti kannski ekki mikið þar sem Timi litli var skelfilegur

    6
  6. Góð 3 stig.
    Mér fannst Liverpool eiga þennan leik frá A-Ö
    Evertonn fékk aldrei að koma þessu upp í slagsmál eins og þeir reyna í hverjum einasta helvítis leik gegn Liverpool.
    dómari leiksins átti fínan leik í að stoppa það frá fæðingu.
    Því miður var sóknarleikur Liverpool óskilvirkur í dag og menn farnir að reyna mikið af langskotum
    sem er reyndar eitthvað sem margir hafa kallað eftir að liðið skjóti meira fyrir utan. en er ekki viss um að það sé það sem Klopp endilega vill í svona miklu mæli þá.
    aðeins að VAR þar sem skiptar skoðanir eru um það, þá sást í dag að VAR er ekki vandamál heldur þeir sem vinna við það. Liverpool hefði t.d. ekki fengið þetta víti ánn VAR sem gerði það rétta að leiðrétta rangan dóm sem upphaflega var hornspyrna.
    en á móti þá erum við að fara sjá umræðu um það að önnur svona atriði hafa ekki verið dæmd .
    svo skal böl bæta með að benda á eitthvað annað. það er ákveðin hópur sem elskar að nota það sem vopn á spjallborðum fb. en hvað um það við vonum að sjálfsögðu að hendur sem þessi verða alltaf dæmdar sem víti.
    en svo eru það þessar 9 mín ég var helvíti stressaður á 71 mín og horfði á klukkuna uppí horfni og hugsaði við verðum að fara skora því mér fannst ekkert mikið verið að tefja þarna. ég veit að það voru 100 skiptinar og allt það en það er svoleiðis alltaf. en 9 mín bæt við og við 1-0 yfir og það var pínu óþæginlegt en heilt yfir leið mér vel í leiknum fannst Liverpool með 100% control yfir leiknum og 1-0 yfir og 2-0 drap svo leikinn.
    en svo ég bæti við þessum rauðu spjöldum
    þá var rauða á Utd mannin þarna alltaf rautt 100% gul spjöld
    Konate var einnig heppinn en væri til í að fá að sjá það betur fannst hann reyna hoppa frá árekstri þarna og VAR líklega metið það eins.

    5
    • Nokkuð viss um að VAR lítur ekki á gul spjöld (eða möguleg gul), jafnvel þó það sé seinna gula og þar með rautt.

      6
      • Já held að það sé rétt hjá þér.
        Sem ætti að gera þetta en erfiðra fyrir dómaran að reka konate útaf er búinn að sjá þetta aftur núna og mér finnst Konate ansi kaldur þarna en þetta er enginn skandals dómur.

        2
    • Mögulega hefði dómarinn dæmt víti ef ekki væri VAR. Þessar reglur varðandi hendi innan teigs eru orðnar ansi ruglingslegar svo kannski er skiljanlegt að ekki sé flautað og VAR láitð um úrskurðinn.

      3
  7. Sammála skýrslunni Liverpool bara í 1 gír en það þarf ekkert meira en það til að vinna Everton
    ?

    4
  8. Sælir félagar

    Sanngjörn niðurstaða þó Liverpool liðið hafi aldrei náð að komast úr 1. gír. Það veitir mér alltaf ánægju þegar skítseiðið Young fær til tevatnsins. Einhver al-leiðinlegasti leikmaður deildarinnar og þras uppeldið hjá MU segir til sín í hverjum einasta dómi leiksins meðan hann er inn á. Ég gæti best trúað að dómarinn hafi rekið hann útaf með mikilli ánægju til að losna við endalaust þrasið í honum. Ég ætla ekki að ræða einstaka leikmenn því það er ástæðulaust eftir þennan sigur. En allmargir voru frekar daufir og mistækir en látum það vera.

    Það er nú þannig

    YNWA

    7
  9. Torsóttur sigur en maður hafði alltaf á tilfinningunni að þetta hefðist í seinni hálfleik þrátt fyrir að spilamennskan hefði ekki verið frábær. Það eru einfaldlega það mikil gæði í okkar liði frá aftasta manni til þess fremsta. Nýju miðjumennirnir alltaf að reyna að finna glufur á vörn andstæðinganna eða hlaða í skot og það útheimtir mikla orku hjá andstæðingunum að verjast því. Með miðju síðasta vetrar hefði þessi leikur farið 0-0, held ég.

  10. Frábært að vinna nokkuð sannfærandi. Aðalatriðið strax eftir landsleikjatörn eru 3 stig. Er það ekki rétt að 13 leikmenn Liverpool voru í landsleikjatörnum út um allan heim og einn meiðist sem er að sjálfsögðu of mikið. Ekkert skrýtið að menn séu á hælunum enda veit ég ekki um neinn sem var óánægður með liðið þrátt fyrir þreytulegan bolta.

    6
  11. Leikur sem við vorum einhvern vegin aldrei í hættu á að tapa og mér fannst mjög ólíklegt allan leikinn að við myndum ekki ná markinu sem þurfti til. Ég hef séð marga pundits tala um að rauða spjaldið hafi hjálpað okkur, ég leyfi mér eiginlega að vera fullkomlega ósammála því. Við vorum að tæta í gegnum þá trekk í trekk í trekk áður en rauða spjaldið kom og raunar ótrúlegt að við höfum ekki verið komnir yfir.Eftir rauða spjaldið hættu þeir að sækja og lágu til baka með alla 10 og það er alltaf erfitt að eiga við.

    6
    • Fyndið ef þessir sömu “pundits” hafi ekki haldið að andstæðingar LFC hafi fengið hjálp þegar LFC hefur fengið rauð spjöld á tímabilinu

      3
      • Bresku þulirnir töluðu um að seinna gula spjaldið á Young hafi verið harður dómur.

        Síðan tuðuðu þeir í 10 mín um að þessi smásnerting frá Konate hafi verðskuldað annað gult spjald.

        Vissulega hefði verið hægt að reka Konate út af en í gegnum tíðina hafa menn yfirleitt sloppið við seinna gula nema brotið sé nokkuð gróft.

        4
  12. Ótrúlega þægilegur og góður sigur á arfaslöku liðið everton manna sem áttu einhvernveginn aldrei brake í þessum leik.
    Gravenberch var frábær á miðjunni og ég hefði viljað sjá hann klára þennan leik í staðinn fyrir MacAllister sem átti enn einn ekki frábæran leik og virkar bara alls ekki í góðu formi.
    Veit einhver hvað er að frétta af Ben Doak ?
    er hann komin í frystikistuna hjá Klopp ?
    vonast til þess að sjá hann í byrjunarliðinu á fimmtudaginn í staðinn fyrir Salah.

    2
    • Doak meiddist í landsleikjahléinu í leik með U21 hjá Skotlandi. Að sjálfsögðu.

      Held hann hafi ekki æft fyrir helgina, hef enga hugmynd um hvort hann verður orðinn leikfær á fimmtudaginn.

      1

Liðið gegn Everton

Stelpurnar heimsækja West Ham