Liðið gegn West Ham

Þá er liðið fyrir þetta miðvikudagskvöld orðið opinbert. Klopp stillir þessu svona upp:

Það er bara ein breyting frá því í leiknum gegn Nottingham Forest, Matip kemur inn í stað Konate.

3 stig takk!

 

YNWA

21 Comments

  1. Spurningin er hvaða Liverpool lið mætir á völlin. Ströglaranir eða valtaranir. Vona að valtaranir mæti til leiks. Miklu skemmtilegra að sjá þá 🙂

    3
  2. Höfum við einhvern tímann unnið leik í þessum svimavaldandi búningum?

    3
  3. Ekki byrjar það vel. Van Dijk með opna búð. Var næstum búinn að gefa mark strax á fimmtu mínútu og svo þetta…

    6
  4. Ágætur fyrri hálfleikur en Moyes og co pakka í vörn og treysta á skyndisóknir. Nýta betur færin í seinni og þá vonandi siglum við þessu heim

    2
  5. Þetta spil hjá okkur er allt allt allt of hægt , allt of hægt hægt. Jesús minn. Erum við að reyna að svæfa harmana. Svo fáum við sókn og þeir skora, ANDSK. ÖMURLEGA LÉLEGT. Hvar er þessi VÖRN ??????

  6. Nei, af hverju er Klopp að taka besta sóknarmanninn útaf? Gakpo er búinn að vera þrælfínn.

    1
  7. Mér finnst reyndar fínt að sjá þessa breidd þarna frammi
    Verður svo flott þegar við fáum styrkingu á miðsvæðið og vonandi miðvörð í sumar

    3
    • Lýsendurnir á BT Sport voru að tala um Nunez. Hann skilur enga ensku og það stendur víst mjög í veginum fyrir því að hann geti aðlagast liðinu. Erfitt t.d. ef Henderson, VVD, Robbo, Milner eða Trent vilja tala við hann á vellinum, leiðtogar sem nota ensku.

      2
    • Og hefði líklega verið gert í Meistaradeildinni. En skv. nýjustu reglum var Thiago með hendina í “eðlilegri stöðu” og því ekki hægt að dæma hendi á hann.

      1
      • Sorry, mér fannst hendin á honum einmitt ekki í eðlilegri stöðu. Bara mitt mat 😉

        2

Upphitun: Sápukúluslagur vs. West Ham United á London Stadium

West Ham – Liverpool 1-2