Liðið gegn Bournemouth

Þá er það næsta verkefni, Vitality Stadium þar sem við sækjum Bournemouth heim. Liðið er nokkuð sterkt í kvöld, sérstaklega m.t.t. að þetta er deildarbikarinn. Salah, Szoboszlai og Tsimikas halda sæti sínu frá 3-0 sigrinum gegn N. Forrest og mikið af leikmönnum að koma inn sem þurfa mínútur undir beltið (Gomez, Matip, Endo, Elliot, Jones sem er kominn úr banni og Gakpo).

Klopp stillir þessu annars svona upp í kvöld:

 

Koma svo!

YNWA

13 Comments

 1. Hefði viljað sjá Salah á bekknum en vonandi fær hann ekki meira en 60 mín í kvöld. Verst bara að það er lítið sem ekkert backup fyrir hann í boði.
  Eigum að klára þennan leik með þessu liði.
  Spái þessu 1-3

  1
 2. Hvar finnur maður strauma? Skal lofa að bókamerkja í þetta skiptið …

  1
 3. Gakpo ekki sést í leiknum, en auðvitað mætir ´hann í sníkjuna og skorar. Það eru mörk í þessum gaur.

  5
 4. Ekkert sérstakur leikur. Enginn leikmaður að spila afgerandi vel en enginn að spila áberandi illa. Mér fanst Bourmouth byrja betur, pressa framanlega en Liverpool komast hægt og bítandi inn í leikinn. Þó ekki meira en það að mér fanst liðið aldrei taka öll völd og valta yfir andstæðinginn.

  Mér finnst vanta einföldu hlutina þegar liðið spilar svona. Þá á ég við að vanda sendingar og auka hlaup, meiri áræðni. Kveikja á neista.

  En liðið okkar komst yfir. Það er vel. Get ekki sagt að það hafi verið einhver heppni. Það er alltaf hætta að pressa framanlega á móti liði eins og Liverpool og það kæmi mér ekkert á óvart að okkar menn skoruðu fleirri mörk án þess að gera neitt sérstakt ef Bourmouth þjappar sig ekki saman.

  Ég vona að síðari hálfleikur verði skárri. Að spilamennskan batni. Hvort það þurfi hjálp frá bekknum til þess, verður að koma í ljós.

  2
 5. vantar mikið þegar Szobo er ekki á miðjunni.

  Vil sjá Gravenberch inn fyrir Jones.

  Elliott verið sæmilegur en hann þarf að nýta þessi færi sem hann fær.

  4
  • Eitthvað hefur hann nú lært af Salah, alveg copy-paste af hans signature mörkum nema bara frá hinni hliðinni.

   4
 6. Nunes, mark úr engu, hvað eru margir leikmenn með boltann þarna og ekkert gerist ?

  2
 7. Rok og rigning, en vinna leikinn er aðalatriðið. Hefur einhver sem les þetta, spilað golf í meistaramóti í þannig veðri, ógeðslegt:). Markið hjá Nunez var eðal, meira svona.

  YNWA

  1

Deildarbikarinn: Bournemouth á suðurströndinni

Bournemouth 1 – 2 Liverpool