Wolves – Liverpool 0-1

0-1   Elliott, 12. min.

Klopp gerði 8 breytingar frá niðurlægingunni á Amex Stadium um helgina. Inn komu Kelleher, Milner, Tsimikas, Gomez, Bajcetic, Keita, Elliott og Carvalho – eingöngu Gakpo, Thiago og Konate sem héldu sæti sínu.

Leikurinn byrjaði nokkuð rólega og liðin svolítið að þreifa fyrir sér. Það var svo á 12 mínútu sem að heimamenn voru í hættulegri skyndisókn sem fjaraði út, Tsimikas kom boltanum á Thiago sem fann að lokum Elliot rétt við miðjuna. Elliott kom hlaupandi á vörnina, leitandi að samherjum en ákvað svo að láta vaða á markið – frábært skot yfir Jose Sa, 0-1, en spurning með staðsetninguna á Sa þarna – líklega bjóst hann við sendingunni en frábært skot engu að síður.

Það var allt annað að sjá liðið spila þegar það náði forystunni. Allt í einu voru okkar menn farnir að pressa út um allan völl, menn fóru að hreyfa sig án bolta og allt yfirbragð og öll líkamstjáning breyttist. Carvalho hélt hann hefði tvöfaldað forystuna eftir 34 mínútur eða svo en var rangstæður. Fínt hlaup hjá honum þvert á línuna en boltinn kom of seint en vel klárað einn gegn markmanni engu að síður.

0-1 í hálfleik, ekki mikið um færi en við heldur sterkari fyrstu 45 mínúturnar og forystan verðskulduð.

Síðari hálfleikur

Síðari hálfleikur byrjaði rólega, rétt eins og sá fyrri. Það var lítið um opin færi en var alveg greinilegt þegar leið á leikinn að orkustigið fór lækkandi, sérstaklega hjá okkar mönnum en margir hverjir þarna sem hafa ekki verið að spila undanfarið, hvað þá 75 mínútur+.

Gakpo, Milner og Carvalho var skipt útaf eftir 66 mínútur og inn komu Salah,Phillips og Jones. Eigum ennþá eftir að fá að sjá eitthvað frá Gakpo, átti fína sendingu á Tsimikas í fyrri hálfleik og ágætis spretti inn á milli en betur má ef duga skal – hann hefur amk ekki byrjað með látum, en það er ekki eins og leikmenn í kringum hann séu að hjálpa honum mikið heldur.

Bajcetic var frábær í dag, sérstaklega í fyrri hálfleik. Var öruggur í öllum sínum aðgerðum, orkumikill framan af og bara virkilega flottur. Keita og Thiago áttu einnig fínan leik, allt annað en frammistaðan um síðustu helgi. Keita má alveg eiga það að hann kemur alltaf með ákveðinn kraft í liðið þegar hann spilar, málið er bara að það er of sjaldan og of langt á milli.

Þegar fór að líða á síðari hálfleikinn þá fannst manni vera að styttast í jöfnunarmarkið frá heimamönnum. Keita gerði vel þegar hann náði að komast inn í sendingu frá Podence á Traore í hættulegri skyndisókn. Annars fengu heimamenn engin opin færi og leiknum lauk með sigri okkar manna, 0-1, sem mæta þá góðvinum okkar frá Brighton eftir rétt tæpar 2 vikur eða svo.

Maður leiksins

Það voru nokkrir sem áttu fínan leik í dag. Vörnin virkaði öll nokkuð góð, Konate og Gomez voru sérstaklega traustir í dag og þá einna helst sá síðarnefndi. Spilamennskan á miðjunni var allt önnur, eins og að bera saman vínber og melónu ef við skoðum ákafan, pressuna og orkustigið miðað við fyrri leikinn gegn Wolves (svo ég tali nú ekki um leikinn um síðustu helgi). Bajcetic var þar fremstur meðal jafningja en Thiago og Keita áttu einnig fínan leik.

Elliott var frábær hægra megin, skoraði gott mark og var líflegur í öllu uppspili, sérstaklega fyrstu 60 mínúturnar eða svo. Gakpo og Carvalho voru svolítið jójó, ágætis sprettir og spil inn á milli en vantaði samt talsvert uppá. Ég ætla því að velja Elliott sem minn mann leiksins í kvöld með Bejcetic ekki langt undan.

Þá er það hin hliðin. Innkoma Jones og Salah voru ekki að hjálpa þeim mikið. Ég er búinn að bíða eftir því að Jones taki skrefið og hætti að vera efnilegur. Skrefið virðist því miður vera í ranga átt, verður 22 ára eftir nokkra daga og ég á erfitt með að sjá einhverja bætingu í hans leik síðan hann var 18/19 ára. Salah…. hvað skal segja. Þetta er eitthvað mikið meira en bara form, við erum að tala um að það er komið rétt tæpt ár síðan af AFCON kláraðist. Salah hefur lítið gert eftir það, nema skrifa undir risa samning við Liverpool.

Næsta verkefni

Næsta verkefni er stórt. Chelsea kemur í heimsókn á Anfield n.k. laugardag. Þeir hafa lítið verið að gera innan vallar (eins og okkar menn) en hafa heldur betur verið aktívir utan hans og virðast vera að kaupa eða a.m.k. að reyna að kaupa alla leikmenn sem stigið hafa inn á fótboltavöll síðustu misseri. Alveg stórmerkilegt!

Á maður að þorfa að vona að botninum sé þá náð?

Sjáum til.

Þar til næst.

YNWA

29 Comments

  1. Aldrei að gefast upp fyrir leik, ALDREI ! Leikurinn er 90 mínútur og það spila 11 á móti 11.
    Ég vill sjá miklu meira af Ben Doak, skotanum fljúgandi.

    5
  2. Það var gaman að sjá liðið okkar í kvöld. Leikmenn voru að selja sig dýrt og það virkaði vel að verjast aðeins aftar.
    Mér fannst Elliott, Bajetic, Konate, Thiago og Gomez eiga allir mjög góðan leik í kvöld.

    Við þurfumt á svona framistöðu að halda fyrir Chelsea leikinn. Þetta var ekki besti leikurinn okkar á tímabilinu en þetta var leikur þar sem maður sá aftur þessa greddu og áræðni sem hefur einkennt liðið undanfarinn ár.

    YNWA – Vona að við mætum svo til leiks gegn Brighton í næstu umferð.

    11
  3. Salah gerði nákvæmlega ekkert eftir að hann kom inná. Held að hann ætti að finna sér nýtt lið í sumar. Curtis Jones er algjörlega staðnaður. Kannski er hann hættur við að springa út? Elliott frábær í sinni réttu stöðu, Bajcetic mjög góður eftir að hann hitnaði, Milner alltaf sami herforinginn þó líkaminn sé aldraður (Bajcetic var ekki fæddur þegar Hames M. hóf sinn atvinnumennskuferil). Gakpo veit augljóslega ekki neitt um enska fótboltann eða hvernig framherji í Liverpool á að pressa. Kelleher er fínasti markvörður og mér finnst að hann mætti alveg spila meira. Mér fannst Keïta standa sig býsna vel, hann getur alveg spilað fótbolta en þolir líklega ekki erfiðið á Bretlandi. Klapp fyrir Klopp að þora loksins að bekkja Salah. Og Hendó. Og Fab. Og Trent. Fleira var það ekki.

    7
    • Gleymdi Konaté! Hann vann hraustlega fyrir kaupinu sínu í kvöld.

      6
  4. Flott að vinna loksins og margt sem lofaði góðu þó þetta hafi langt í frá verið einhver flugeldasýning.

    Helsta breytingin var auðvitað á miðjunni og það er mjög skrítin skilaboð ef a.m.k. annar af Keita eða Bajcetic fær ekki sénsinn áfram í næsta leik. Miðjan sem spilaði saman gegn Brighton þarf augljóslega mjög langt frí frá því að spila saman. Þetta er langt í frá í fyrsta skipti sem dæmi þar sem Keita fúnkerar miklu betur og liðið í heild fyrir vikið en þessi draugur sem við höfum séð af Henderson í vetur.

    Bajcetic er svo vonandi bara að springa út í alvöru, alvöru leikmann. Á móti er rosalega erftitt hinsvegar að sjá framtíð í leikmönnum eins og Jones á miðjunni. Þarf að fara ná svona leik eins og við sáum t.d. hjá ungu strákunum í dag, eitthvað sem gefur til kynna að hann hafi ekki staðnað rosalega.
    Og þrátt fyrir þennan leik hefur þörfin á nýjum miðjumanni strax janúar ekkert minnkað

    Eins er augljóst að Liverpool saknar þessara fjögurra sóknarmanna sem eru frá vegna meiðsla alveg óskaplega mikið, eðlilega þó það sé stundum horft framhjá því í umræðu um núverandi vandamál liðsins. Takið sambærilega leikmenn úr sóknarleik hinna liðanna og spáið í hvaða áhrif það myndi hafa á þau lið.

    Harvey Elliott var annars að spila fyrri hálfleik í sinni stöðu og þar sjáum við allt annan leikmann, frábært mark hjá honum og tilþrif sem Salah mætti alveg bóka hjá sér. Það þarf semsagt ekki alltaf að hlaupa beint á næsta varnarmann andstæðinganna.

    Ætla nú ekkert að gera meira úr frekar ósannfærandi útisigri á Wolves með eitt skot á markið en miðað við stöðuna á liðinu tökum við sigrinum, öllum sigrum hreinlega.

    10
    • Hárréttur punktur varðandi sóknarmenn okkar ef t.d. Arsenal myndu missa út Shaka, Martineli og Ödegard ásamt Jesús þá er ég allveg full viss um að þeir myndu ekki vinna svo mikið sem 1 leik í því ástandi.

      YNWA

      10
  5. Frábært að vinna þennan leik í öllu mótlætinu og ég hef FULLA trú á því að gengið muni snúast okkur í hag.

    1
  6. Gakpo virðist eiga langt í land. Hann pressar ekkert, skapar ekkert, virðist skorta hraða og áræðni. Verið virkilega slakur hingað til.

    6
      • Vonandi ekki. Virðist finna sig betur þarna vinstra megin. Verður fróðlegt að sjá hann þar.

    • en svona þegar maður hugsar um útförina sem Nunez hefði fengið eftir svona frammistöður þá finnst mér skrítið að enginn sé að æsa gagnrýna Gakpo.

  7. Sælir.

    Kelleher fékk leik. Milner og Bajcetic eru að koma úr meiðslum. Milner fékk 66 mínútur undir beltið og Bajetic fékk 75 mínútur. Carvalho spilaði í 66 mínútur. Nat Phillips og Curtis Jones spiluðu í 29 mínútur.Tsimikas spilaði allan leikinn og Ben Doak fékk 20 mínútur undir beltið. Og Keita og
    Elliott spiluðu allan leikinn. Liverpool vann og nokkrir leikmenn sem ekki hafa verið að spila mikið að undanförnu fengu mínútur. Vonandi hjálpar þetta Liverpool í framhaldinu.

    8
  8. Allt annað að sjá frammistöðu leikmanna, miklu, miklu betra en verið hefur undanfarið.
    Getum vel spilað betur en menn voru þó að leggja sig fram. Vel gert.

    2
    • svo “call the season off” eftir næsta tapleik.

      skemmtileg þessi innlegg frá þér.

      4
      • Indriði! Vorum að vinna úrvalsdeildarlið Wolves og þú nýtir tækifærið til þess að ráðast á greyið mig? Rífðu þig í gang!

        2
  9. Sæl og blessuð.

    Sigurinn var kærkominn en Klopp og félagar eiga verk að vinna. Það vantar brú á milli þessara spræku en óreyndu ungliða og svo hinna dauðuppgefnu stríðsmanna. Þangað til hún hefur verið reist verðum við að una okkur við það að sigrar eins og þessi verða sérstakt fagnaðarefni.

    3
  10. Flottur sigur, Bajcetic kom með kraft inn á miðjuna sem hefur vantað, Shearer hrósaði honum í hástert í lýsingunni á BBC þegar honum var skipt út af. Elliott geggjaður “match winner”, sagði í viðtali eftir leik að Milner hafi öskrað á sig að skjóta á markið en maður reiknaði einmitt með að hann gæfi á Milner sem var laus úti hægra megin. Ben Doak kom líka með mikinn kraft inn á, leikinn og áræðinn.

    Eins og Einar Matthías segir að ofan þarf Henderson, Thiago, Fabinho þríeykið á miðjunni langa hvíld frá því að spila saman, jafnvel bara að eilífu. Við sáum í þessum leik að Thiago fúnkeraði ágætlega með tveimur kraftmeiri mönnum með sér. Eftir sem áður þarf tvo miðjumenn inn í þessum glugga og þetta með að það verði að finna „rétta manninn“ orðið illa þreytt afsökun, það þarf menn sem styrkja liðið og það er nóg til af þeim, við hljótum að geta boðið í Amrabat sem dæmi. Við sjáum mun minni lið en okkar kaupa miðjumenn núna og þar er ekki verið að bulla neitt um „rétta menn“. Þangað til nýir menn eru komnir má endilega nýta Bajcetic, Doak o.fl. af þeim yngri til að brúa bilið.

    5
  11. Gott að vinna. Ef við hefðum gefið aulamark snemma eins og hefur gerst í flestum leikjum á tímabilinu, þá hefðum við ekki verið að hrósa miðjunni heldur svekkja okkur á tapi. Liðið skapaði mjög lítið og var ekkert sérlega ógnandi. Ef Úlfarnir hefðu skorað snemma hefðu þeir farið í 541 og átt nokkrar skyndisóknir og við verið að tala um lélega miðju. En við hefðum ekki skorað gegn 541 með þessa sóknarlínu.

    Ekkert lið getur verið við topp deildarinnar ef það gefur rútubílaandstæðingum auðveld mörk í byrjun leiks. Vandamál okkar hafa ekki verið geta, eða taktík, eða eitthvað flókið. Bara beisik. Byrja leikinn á fullu og ekki vanmeta andstæðingana.

    Ungu strákarnir sem voru að spila í dag voru einmitt það. Beisik. Það sem Milner gerði í dag, sama beisik. Þetta var ekki lið sem myndi vera í topp 4 sem við sáum í dag. En kannski ef við hefðum beittari sóknarlínu með þeim værum við nær því. .

    Beisik er beisik.

    1
    • Ekki sammála þessu enda töluvert ef og hefði.
      Miðjan í þessum leik virkaði miklu sprækari og pressaði mun betur en við höfum séð undanfarið. Wolves var ekki að komast óhindrað í gegnum miðsvæði Liverpool líkt og öll lið hafa gert undanfarið og það var stóri munurinn, náðu að skrúfa mun betur fyrir lekann. Sóknarleikurinn var geldur en það vantaði líka fimm af sex sóknarmönnum liðsins í byrjunarliðið og þessi eini var að spila sinn þriðja leik og ekki í sinni eiginlegu stöðu.

      3
      • Já, kannski. En við höfum alveg séð allnokkra leiki sem hafa byrjað “sprækir” og svo komið aulamark og 541 og þá erfiður róður.

        Auðvitað vantar heilmikið þegar vantar þessa góðu sóknarmenn sem eru meiddir. Punkturinn sem ég kannski týndi í innleggi átti að vera sá að þó að okkur vanti miðjumenn og höfum verið að glíma við meiðsli sóknarmanna, þá hefur vandinn verið að gera beisik hluti illa. LFC varð ekki lélegt á einni nóttu — liðið hætti bara að gera einföldu/grunn hlutina vel. Og ekki af því að við höfum ekki fótboltamenn í það.

        Brighton leikurinn var skíta sem hefur ekkert að segja. Liðið rúið sjálfstrausti og að prófa eitthvað rugl kerfi með hálfum huga. Ég er að tala um tímabilið.

        Það sem verri liðin hafa “fundið út” er að með því að taka áhættu snemma í leiknum og keyra “overload” á miðjuna og vörnina okkar er hægt að fá ódýra góða sénsa. Þetta er beisik. Liðið sem reiknar með að tapa tekur áhættu til að fá mark snemma og pakka í vörn. Þetta “trikk” hefur virkað svona 5-6+ skipti á móti okkur þetta tímabil. Það er beisikið. Og færin sem Nunez hefur misst og það að Salah er bara að spila eins og 1980s kantmaður hefur gert það að verkum að þessi “áhætta” sem lið eru að taka á móti okkur er að verða minni og minni.

        Sjáum hvað setur. Wolves eru ekki gott lið og geta lítið skorað — erfitt að draga einhlítur ályktanir af þessum leik. Ég vona að “sprækleikinn” haldi og það sé nóg til að stoppa ódýru mörkin.

        1

Liðið gegn Úlfunum í bikarnum

Random punktar – Liverpool vs hinir