Liðið gegn Burnley

Nákvæmlega eins og maður vill hafa það – stutt á milli verkefna og engin landsleikjahlé!

Klopp gerir nokkrar breytingar á liðinu frá því á Þorláksmessu:

 • Gomez er last man standing þegar kemur að vinstri bakverði og kemur hann því inn í vörnina í fjarveru Kostas og Robertson.
 • Quansah fær annað stórt verkefni og tekur sér sæti við hlið Van Dijk sem heldur sæti sínu ásamt TAA.
 • Endo, okkar besti miðjumaður um þessar mundir heldur sínu sæti en Gravenberch fær tækifæri til þess að bæta fyrir slaka innkomu gegn Arsenal og Elliot fær einnig tækifæri en Jones og Szobo setjast á bekkinn.
 • Diaz var eitthvað tæpur (skv slúðrinu amk) og kemur Darwin inn í stað hans með þeim Salah og Gakpo. Það er kominn tími til að aðrir sóknarmenn en Salah setji alvöru mark sitt á leikinn takk!

Sýnd veiði en alls ekki gefin. Þurfum að byrja leikinn á fyrstu mínútu í 0-0, ekkert “lenda-undir-bull” í dag takk.

Koma svo!

YNWA

33 Comments

 1. Við hér á Ystu Nöf sendum öllum aðdáendum Liverpool hátíðarkveðjur með ósk um að eftir leikinn trónum við á toppnum!

  19
 2. Sælir félagar

  Megi Ystu-Nafar snillingarnir hafa það sem best og réttast alla tíð

  Það er nú þannig

  YNWA

  12
 3. Hvaða kjaftæði er þetta, þetta var ALDREI brot hjá Nunez, vanhæfu andskotans domarar endaulaust

  11
 4. Tierney er tíkarsonur en hvernig er þetta með færanýtinguna hjá okkar mönnum? Ættu að vera búnir að skora 2-3 mörk í viðbót.

  7
  • Auðvitað að halda áfram en núna fara þessi mistök öll að telja ansi mikið.

   2
 5. Sælir félagar

  Lélegt að vera bara einu marki yfir í þessum leik þó löglegt mark hafi verið dæmt af liðinu

  Það er nú þannig

  YNWA

  3
 6. Vonandi að þessi slaki sóknarleikur komi liðinu ekki í koll í seinni hálfleik. Ættum að vera löngu búnir að gera út um þennan leik.

  4
 7. James Trafford er alltof góður markvörður fyrir Burnley. Verður kominn í annað lið næsta haust, trúi ég.

  4
 8. Gravenbergh þarf heldur betur að fara að stíga upp, hann er ekki að skila neinu sóknarlega á þessu tímabili í deildinni 13 leikir og 0 mark og 0 stoðsending.
  Elliot þarf lika að sanna að hann sé meira en varamaður og það gerir hann ekki með svona spilamennsku.
  Við erum heftir sóknarlega vinstra megin skiljanlega enda Gomez réttfættur miðvörður en gerir það sem hann getur og ekkert við hann að saka.
  Salah er svolítið týndur í leiknum og Nunez lítið sést.
  En við hljótum að skipta um gír í seinni og setja 2-3 mörk í viðbót.

  3
 9. Góður fyrri hálfleikur … Elliot flottur og Endo er að verða betri og betri …. annars bara góð liðsheild. Held að dómarinn hafi ekki ætlað að dæma … síðan hugsaði hann að VAR myndi leiðrétta sem síðan gerðist ekki og er auðvitað óþolandi enda ekkert brot í gangi.

  3
 10. Ja hérna hér. Er að koma í bakið á okkur að Kloop hefur verið að gagnrýna Var.

  3
 11. Þetta er fyrir mér einbeittur brotavilji hjá dómurunum…. sérstaklega í ljósi þess að Burney leikmaðurinn ýtir Salah áfram!!!!

  14
 12. Paul Tierney og Simon Hooper með möndlugjöfina í ár! Fávitar!

  10
 13. Gaman að fá mark frá Jota. Maður býður framyfir leikslok með að fagna því, skyldi það nú verða dæmt af…

  8
   • Ég var einmitt að hugsa það samt, tóku þeir vitlausa miðju eða vitlaust innkast i fyrri hálfleik.

    6
 14. Jota er einfaldlega besti slúttari liðsins og hans hefur verið saknað mikið, frábær sóknarmaður

  11
 15. Mikið er gott að vita af því að hafa þetta leynivopn þarna fremst hann Jota !

  TOP OF THE LEAGUE !

  7
 16. Þessi leikur hefði átt að klárast í fyrri hálfleik. Sóknarmönnunum veru afar mislagðir fætur eins og oft áður gegn minni spámönnum í vetur og tvö fullkomlega góð mörk dæmd af Liverpool sem gerði þetta ekki auðveldara. Margt sem má bæta í leik liðsins en líka margt gott, margir leikmenn enn að komast inn í leikskipulagið og dómgæslan ekki verið okkur hliðholl. Samt er Liverpool á toppnum og það veit á gott fyrir framtíðina.

  3

Gleðileg jól og Burnley upphitun!

Burnley 0 – 2 Liverpool