West Ham – Liverpool 1-2

1-0   Paqueta, 11. min.
1-1   Gakpo, 17. min.
1-2   Matip, 67. min.

Klopp gerði 1 breytingu frá sigurleiknum gegn Forest um helgina en Matip kom inn í hjarta varnarinnar í stað Konate.

Leikurinn byrjaði nokkuð rólega og liðin svolítið að þreifa fyrir sér. Það var svo upp úr engu á 11 mínútu sem að heimamenn komust yfir og ódýrt var það eins og svo oft áður. Paqueta kom inn á völlinn vinstra megin og hljóp á milli Liverpool manna eins og þeir væru ekki þarna, tók svo einfaldan þríhyrning við Antonio og skaut svo viðstöðulaust í nærhornið. Alisson var skringilega staðsettur og inn fór boltinn, 1-0.

Eftir markið fannst mér Liverpool spila með meira tempói og uppskáru í samræmi við það. Trent sendi boltann á Gakpo sem skaut fyrir utan teig í bláhornið, staðan jöfn, 1-1.

Það var svo á 25 min sem að gestirnir sóttu, boltinn datt fyrir Jota eftir barning í vítateignum en hann náði ekki að halda boltanum niðri og skot hans af stuttu færi fór hárfínt yfir.

Leikurinn róaðist svolítið eftir það og það var ekki fyrr en síðustu 6-7 mínúturnar sem að liðin vöknuðu aftur til lífsins. Antonio átti líklega besta færi gestanna þegar sending á  fjærstöngina var bjargað í horn af Virgil,stóra táin kom vel að notum þarna. Liverpool snéri vörn í sókn og af einhverjum óskiljanlegum ástæðum þá hitti Curtis Jones ekki boltann þegar hann fékk dauðafæri inn í vítateig West Ham, furðulegt atvik þar sem hann fór í skallann en hitti ekki á boltann þrátt fyrir að hafa fínan tíma!

Þar við sat, 1-1 í hálfleik

Síðari hálfleikur

Síðari hálfleikur byrjaði með látum. Jared Bowen kom West Ham í 2-1, eða það hélt hann í augnablik. Hann fékk boltann hægra megin með furðu mikið pláss, hljóp á Virgil sem í enn eitt skiptið setti rassinn í manninn og bauð upp á að hann setti boltann á vinstri í skotið. Hann tók það og skoraði gott mark en það var að lokum réttilega dæmt af sökum rangstöðu.

Eftir þetta fannst mér Liverpool vera með öll tök á leiknum þorrann af síðari hálfleik. á 65 mínútu kom dauðafæri þar sem að boltinn datt niður á markteig til Matip (?) en skot hans var bjargað á línu. Í kjölfarið kom hornspyrna sem Robertson tók vinstra megin, fann Matip í teignum sem var einn og óvaldaður og stangaði boltann örugglega í markið, 1-2!

Liverpool hélt áfram að vera með fína stjórn á leiknum allt þar til síðustu 5 mínúturnar eða svo. Þá kom upp atvik sem við væntanlega megum prísa okkur sæla að hafa ekki misst leikinn niður í jafntefli. Thiago hendir sér í tæklingu, fer í boltann en boltinn fer svo upp í útrétta hendina á honum. Dómarinn dæmdi ekkert og VAR þagði einnig. Vissulega er þetta af stuttu færi en hendin var samt helvíti langt út, ég hefði líklega verið frekar súr ef okkur hefði verið neitað um vítaspyrnu í sambærilegu tilfelli. Hvað um það, ekkert dæmt og leiktíminn kláraðist. Sterkur 1-2 sigur á erfiðum útivelli. Þiggjum það!

Maður leiksins

Liverpool hefur alveg spilað betur, en við höfum líka spilað mikið mun verr. Þó varnarleikurinn hafi verið frekar dapur inn á milli þá fannst mér við stýra þessum leik betur en við höfum oft verið að gera þetta tímabilið. Vorum 72% með boltann og áttum 11 skot gegn 6 hjá heimamönnum.

Það voru nokkrir sem áttu fínan leik en enginn sem kannski var áberandi bestur. Gakpo skoraði gott mark og var ógnandi þær 80 mínútur sem hann spilaði. Trent átti einnig fínan leik, þó vissulega hafi skapast svæði á bakvið hann í nokkrum tilfellum – það er þó væntanlega að stóru leyti leikkerfið enda er hann farinn að koma mikið inn á miðjuna.

Fabinho var líklega okkar besti miðjumaður í dag, í leik þar sem við stýrðum leiknum að mestu leyti og mér finnst hann hafa verið að stíga upp síðustu vikur eftir ansi erfitt tímabil.

Ég á erfitt með að velja á milli en ætla samt að gefa Gakpo verðlaunin í þetta skiptið. Svolítið sveiflukenndar frammistöður hjá honum en það er ekki eins og hann hafi verið að koma inn í Liverpool lið síðustu ára, óstöðugleikinn hefur einkennt allann okkar leik þetta tímabilið og kannski óeðlilegt að búast við einhverju öðru frá okkar nýjasta leikmanni.

Umræðupunktar

 • 20 ár. Fyrir rúmum 20 árum þá spilaði James nokkur Milner sinn fyrsta úrvarlsdeildarleik þegar hann kom inná gegn West Ham, þá 16 ára gamall. Alveg óháð allri umræðu um hlutverk hans í þessu Liverpool liði þá verður því ekki neitað að þetta er fagmaður í alla staði. Ótrúlegur ferill.
 • 5. Eins og það fór rólega af stað þá er Trent kominn með 5 stoðsendingar í apríl mánuði (síðustu 4 leikjum). Það verður að teljast nokkuð gott.
 • (ekki)Víti. Það mætti reyndar alveg ræða Liverpool og vítaspyrnur (eða öllu heldur skort á þeim okkar megin) en líklega sluppum við fyrir horn þarna. Ég hefði alltaf heimtað víti ef þessu hefði verið snúið við.

Næsta verkefni

Næsta verkefni er Tottenham (sem á leik gegn Man Utd á morgun) á sunnudag á Anfield í leik sem hefur oft skipt meira máli en núna. Við erum 6 stigum frá CL sæti eftir að hafa spilað 1-2 leikjum meira en Newcastle og Man Utd. Það er ljóst að ef liðið ætti að eiga einhvern séns þá þarf það að sækja 18 stig í síðustu 6 leikjunum. Næstu þrír eru á Anfield.

Sjáum hvað setur en næstu.

Þar til næst.

YNWA

31 Comments

 1. Ekki var þetta merkilegt. Henderson gjörsamlega búin sem leikmaður. 3 stig, Gakpo og Trent með stoðsendingu jákvætt í kvöld. Áhyggjuefni meðalmennska Van Dijk, áhugalaus Nunez og James Milner er skiptingin sem á að loka leikjum.

  5
   • Þekktur fyrir hraða, kraft og áræðni. Fær boltann, stoppar og er étinn. Fyrir utan eitt skyldumark (gott hlaup, gott first touch) komið inná í síðustu leikjum með hangandi haus. Í síðustu tvem hafa andstæðingar styrkst eftir að hann kemur inn. Áhugalaus.

    11
 2. Sigur er sigur. Rosalega mikilvæg 3 stig. Ég hef samt gríðarlegar áhyggjur af VVD, og bara varnarvinnunni hjá okkur. Það er allt of auðvelt að skora gegn okkur. Nú er pressan á tottenham og scum. Vonandi gera þau bara jafntefli, eða bara að tottenham vinni, og tapi svo rest ;-).

  Það er orðið slæmt þegar Virgill er að verða lélegri að verjast en Konate og Matip. Næst er það heimaleikur gegn tottenham, ég vill sigur þar.

  YNWA !

  11
 3. Ekki merkileg spilamennska svo sem, en við fögnum samt hverjum sigri. Brekkan er því og miður of brött í meistaradeildarsæti. Spái Liverpool fimmta sæti.

  8
 4. Bara frábær sigur á erfiðum velli með grenjandi andstæðinga í 95mín

  5
 5. Trent kominn með 5 stoðsendingar í apríl en var með 3 allt tímabilið þar á undan. Á samt einn leik inni um helgina. Jákvætt.

  Liðið skoraði mark með því að labba í gegnum miðjan völlinn og skora með skoti fyrir utan teig. Líka jákvætt.

  Á meðan liðið vinnur leikina sína, þá má halda í þessa örlitlu von. Hún er ansi lítil og viðkvæm, en hún er þarna…

  Nú er að sjá hvernig leikurinn gegn Spurs fer á sunnudaginn. Þeir með erfiðan leik gegn United á morgun, og mega bara alveg gera okkur mönnum smá greiða með því að vinna United á morgun. Svo verður áhugavert að sjá hvernig Klopp stillir upp, t.d. held ég að það sé ljóst að Hendo á alls ekki að byrja þetta marga leiki í röð og spila jafn mikið og hann gerir. Hann má koma inn á 60. mínútu fyrir Thiago á sunnudaginn.

  Svo vil ég ekki heyra það að fólk sé að setja út á Milner. Hann vantar núna ekki marga leiki til að ná Giggs á listanum yfir leikjahæstu leikmenn deildarinnar, og bara full ástæða til að gefa honum síðustu 5-10 mínútur í hverjum leik. Við líka vitum alltaf nákvæmlega hverju hann mun skila og hann gerir nákvæmlega það.

  29
  • Milner skilar ALLTAF sínu, og kemur alltaf með baráttu. Hann á ekkert annað skilið en hrós frá okkur. Vonandi fær hann árs samning og kemur svo í þjálfarateymi LFC.

   Svo vill ég skipta honum inná næst þegar við fáum víti.

   14
 6. Af öllum leikjum kvöldsins var þessi minnst spennandi. Það var lítið annað spennandi en innkoma Diaz og sjá hverng sá frábæri leikmaður kemur undan meiðslum. Kannski Gakpo líka. Mér finnst því miður orðið hundleiðinlegt að horfa á þetta lið spila. Ég elska þessa leikmenn alla. Gleymi ekki góðu stundunum, en skemmtanagildið er lítið þessa dagana og vonin um fjórða sætið engin.

  Þetta tímabil hefði mátt enda þegar það byrjaði.

  Áfram Liverpool og áfram Klopp og flott 3 stig.

  5
  • Mér finnst nú bara mjög “skemmtilegt” þegar liðið vinnur leiki. Það er það sem málið snýst um. Mér er drullusama ef við spilum ekki spennandi leiki en verðum svo meistarar.

   7
   • Við verðum ekki meistarar, það er nokkuð ljóst. Við náum ekki í Meistaradeild. Liðið er ekki að keppa að neinu á þessum tímapunkti og spilar ekki skemmtilegan fótbolta að mínu mati né finnst mér ég sjá hvað planið er hjá Klopp og FSG. Ef við værum í alvöru keppni um eitthvað þá væri ég meira en sáttur með tvö mörk og þrjú stig gegn West Ham. Sama hvernig liðið liti út. Og ef ég sé framfarir er mér meira sama um “töpuð stig”. Mér finnst þetta bara ekki skemmtilegt í dag. Og fyrir utan kannski sigurinn á Man U. þá hafa þetta verðið mikil vonbrigði. Þrátt fyrir ágæta sigra inn á milli.

    3
  • Það er nú ekki eins og West Ham hafi boðið upp á gríðarlegt skemmtanagildi á heimavelli, 11 manns í vörn og treysta á skyndisóknir. Þannig leikir eru sjaldan skemmtilegir. Við skoruðum þó 2 mörk, það er meira en oft áður á móti svona rútuliðum.

   7
   • Sammála því. Góður sigur og það á útivelli gegn liði sem er á ágætis róli.

    4
 7. Sárt að sjá hversu lélegt tímabilið hefur verið en við erum samt ekki nema sigri eða svo frá UCL.

  Ef við tökum öll 18 stig (6 leikir) sem eftir eru þurfa MU að tap 9 af sínum 24 mögulegum (8 leikir), eða NCU 6 af sínum 21 mögulegum (7 leikir) til að eiga séns í 4. sæti. Vantar líklega 3-6 stig á að við komumst þangað.

  1
 8. Hvað með Declan Rice til Liverpool? Mér fannst Klopp horfa svo fast á hann í kvöld… fékk einhverja tilfinningu.

  6
  • Persónulega væri ég mun spenntari fyrir honum heldur en Gravenberch, og eiginlega líka spenntari fyrir honum en Mason Mount. Hann, Barella og MacAllister og þá er liðið mjög vel sett á miðjunni.

   6
   • Segi það sama og þú, Daníel, með Mason Mount. Finnst hann aldrei leggja sig 100% fram í verkefnið.

    2
  • Rice myndi smellpass í Liverpool liðið, drullu góður leikmaður og hörku duglegur.
   Ég tek undir með önnum sem hafa áhyggjur af Van Dijk, hann hefði getað kostað okkur tvö mörk í kvöld en bjargað að vísu líka í eitt skifti glæsilegt en hann hefur verið ólíkur sjálfum sér allt tímabilið eins og reyndar líðið allt.

   7
  • Maður skilur ekki enn hvað þessi drengur er að gera þarna hann er alltof góður fyrir westham

   5
 9. Sælir félagar

  Leikir gegn WH hafa löngum verið liðinu okkar erfiðir þó oftast hafi liðið okkar betur. WH leggja sig alla fram um að drepa leiki sem þeir spila við okkar menn, eru grófir og leiðinlegir og það hefur heldur versnað eftir að Moyes tók við þeim. Þetta fornfræga lið leikur leiðinlegan bolta sem margir stuðningsmenn þess þola ekki og virðist vera hættur að skila þeim nokkru nema leiðindum og slæmri stöðu í deildinni.

  Leikurinn var nkl. eins og ég bjóst við hunderfiður og leiðinlegur. Ég tek þó þessi 3 stig með ánægju en vona að liðið okkar hætti þessari áhugalitlu göngubolta “taktik” og far að spila af meiri ákafa og leikgleði en í kvöld. Skemmtunin skiptir nefnilega máli. VvD er eins og svipur hjá sjón og það er slæmt því við vitum öll hvað hann er góður leikmaður. Varnarleikurinn er taugaslítandi og verður bara að batna. Annars bara sáttur.

  Það er nú þannig

  YNWA

  9
 10. Þarna voru VAR-lukkudísirnar aldrei þessu vant með okkur. Gott að fá þrjú stig.

  Annars er það einkenni þessa tímabils hvað hryggarsúlan er farin að láta á sjá:

  Virgil
  Fabinho
  Hendo
  Salah

  Vissulega hafa komið góðir og jafnvel frábærir leikir hjá einum og einum en það er af sem áður var.

  8
  • Rétt hjá þér með hryggjarsúluna, hún er að verða dauf nem Fabo hefur skilað sínu að undanförnu. Gleðefnið er Trent, sjá hann þarna rölta á miðjunni og skila sínu, frábært.

   3
  • Sammála þér Lúðvík.

   Droppið hjá VVD frá árunum 2018-2020 er alveg rosalegt. Þá komst enginn fram hjá honum en núna er eitthvað annað í gangi. Hef áhyggjur af honum.

   Henderson er að mínu mati alveg búinn á þessu “leveli”. Hvað er eftir í vopnabúri hans ? Rífast og skammast í samherjum sínum ? Hann ætti frekar að horfa í eigin barm !

   Salah hefur líka dalað mikið. Hann gerir líka alltaf það sama og lið eru farin að lesa hann.

   Fabinho er eitthvað að hressast en er samt skugginn af gamla góða Fab. Líklega eru labbirnar farnar að gefa sig.

   Að öðru – miðað við leikinn hjá City í gær er ótrúlegt að við vorum á sama getustigi og þeir í fyrra. Síðan hefur allt hrunið hjá okkur en þeir bæta bara í. KDB náði því í leiknum að gær að gera næstum því meira en allir miðjumenn okar hafa gert í vetur varðandi mörk og stoðsendingar. Tvö mörk og ein stoðsending. Hvenær koma okkar miðjumenn með eitthvað að borðinu ? Þetta þarf að lagast í sumar.

   6
  • Virgil þarf hvíld. Hann er búinn að spila allt of mikið því Liverpool getur ekki hvílt hann eins og þarf að gera. Svo er landsleikjahrina eftir að deildarkeppninni lýkur og sumarfríið því styttra:-(

   2
 11. Ef Bellingham kostar 120 milljón pund þá er Trent 200 milljóna virði. Hann hefur allt og er að mínu mati einn besti leikstjórnandi fótboltann í dag í sínu nýja hlutverki. Að mínu áliti þarf að setja Comes í bakvörðinn.

  4
 12. Jæja. Nú stefnir hratt í að það verði enginn derby-leikur í Liverpool á næstu leiktíð. Lampard hefur mikið á samviskunni.

  3
  • Eða kannski er Farhad Moshiri sökudólgurinn, svo allrar sanngirni sé gætt…

   (Mér fannst samt stórkostlegt að þeim skyldi takast að selja Richarlison gerpið á 60 milljónir. Hann hefur ekki getað blautan hjá Chelsea.)

   2
   • Vona að hann geti ekki heldur blautann á móti okkur næst 😉

    2
   • Ég er í ruglinu! Afsakið, ég verð bara inni í herbergi fram yfir helgi…

    5
 13. Við hirðum 4 sætið af manutd…..þeir eiga erfiða leiki eftir….það er séns….

  5
  • haha það og Everton falli ég myndi hlægja í allavega mánuð ef það gerist.
   Hef ekki mikla trú á að United glotri þessu niður samt en það má alveg vona það.

   4

Liðið gegn West Ham

Liverpool – Tottenham