Liverpool 3 – 0 Nottingham Forest

Mörkin

1-0 Jota (30. mín)
2-0 Darwin (34. mín)
3-0 Salah (76. mín)

Hvað réði úrslitum

Stutta svarið eru gæðin í þessu Liverpool liði. Lengri útgáfan myndi segja að það hafi sést nánast frá fyrstu mínútu að Nottingham Forest ætlaði sér að verjast á 8 mönnum og treysta á skyndisóknir frá sínum fremstu tveim. Við gáfum þeim ekkert pláss, kæfðum þá í mistök og nýttum okkur tækifærin þegar þau komu (stundum með hjálp gestanna en við þiggjum allt sem við fáum). Var í raun ekki fyrr en í stöðunni 3-0 sem gestirnir gerðu einhverja atlögu að markinu og manni fannst Liverpool alltaf eiga inni 2-3 gíra ef þeir hefðu þurft þess.

Hvað þýða úrslitin

Úrslitin þýða að Liverpool fer upp í þriðja sætið (amk þar til City spilar seinna í dag), þremur stigum frá toppnum (Spurs) og einu frá öðru sæti (Arsenal). Við erum því áfram með fullt hús stiga á heimavelli þessa leiktíðina með 15 stig af 15 mögulegum og ég held að við getum alveg vel við unað að vera með 23 stig eftir 10 umferðir, sérstaklega m.t.t. að við höfum nú þegar spilað útileiki gegn Brighton, Chelsea ,Newcastle og Tottenham.

Hvað hefði mátt betur fara?

Í raun ekki neitt. Þrjú mörk, engin meiðsli, héldum hreinu og vorum komnir með þægilega forystu frekar snemma leiks svo við gátum leyft okkur að vera í fyrsta gír, gert skiptingar snemma og verið í nokkuð eðlilegum púls langstærsta hluta leiksins.

Næsta verkefni

Það er stutt á milli verkefna eins og svo oft áður, nákvæmlega eins og við viljum hafa það þessa stundina! Við heimsækjum Bournemouth fyrsta dag nóvember mánaðar í deildarbikarnum áður en við förum til Luton n.k. sunnudag í næsta verkefni í deild.

Þar til næst

YNWA

13 Comments

  1. Ekkert mál.
    Þurftum ekki að fara úr öðrum gír allan leikin.
    Fyrsta skot á markið hjá Forrest á síðustu mínútu viðbótar tíma.

    Hugur minn hjá Diaz fjölskyldunni.
    YNWA

    14
  2. Sælir félagar

    Takk fyrir skýrsluna Eyþór. Miklu auðveldari sigur en ég bjóst við. Það hefur reynst liðum (lakari en LFC) erfitt að brjóta NF á bak aftur enda eru þeir jafnteflis kóngar deildarinnar held ég. Ég bjóst við strembnum leik þar sem við værum endalaust að hnoðast á 11 manna vörninni og í reynd var það þannig. Munurinn frá í fyrra er sá að það er miklu fleiri leikmenn sem ógna marki liða sem pakka svona í vörn. Yfirburðir Liverpool voru gríðarlegir eins og sést á tölfræðinni ef fólk nennir að fletta henni upp. Salah, Szobo og Darwin ollu varmönnum þvílíkum vandræðum og Jota stórhættulegur í sníkunni. VvD er orðinn algjört skrímsli í vörninni aftur og það er vel.

    Það er nú þannig

    YNWA

    10
  3. Þulurinn sagði allt sem segja þarf – að hafa Sly á vellinum er eins að hafa aukamann.
    Elska þennan dreng. Bestur. Það er bara soleiðis.

    13
  4. Réttið upp hönd sem vilduð Mason Mount frekar en Szoboszlai!

    Eða Caseido frekar en Gravenberch..!

    Þvílíka miðjan sem við erum komin með. Fannst Macallister alveg frábær í leiknum en þetta var bara spurning um sjónarmun. Fimm-sex leikmenn gátu allir gert tilkall til motm.

    13
  5. Var einhver að horfa á City – Utd? Stjórnleysið innan liðsins er algert og kannski ekki skrýtið með Fernandes sem fyrirliða. Antony kemur inná þegar 5 mínútur eru eftir og reynir strax að slá leikmann niður. Slapp með gult, furðulegt nokk. Hann er alveg steiktur í hausnum, blessaður drengurinn.

    (og já, ég veit að það er illa séð að skrifa hér um Utd en maður hristir bara hausinn yfir þessu kaosi)

    7
    • Bara guðvelkomið að skrifa um United þegar illa gengur hjá þeim!

      Í hófi samt.

      11
      • Ja, ástandið er ekki gott. Fyrirliðadruslan rýkur beint inn í búningsklefa án þess að þakka áhorfendum á heimavelli og vesalings stuðningsmennirnir eru farnir að tala um að fá Solskjær aftur…

        4
  6. Sly og Salah voru með yfirburði fannst mér í dag maður veit að þetta var N.Forrest á Anfield og allt það en svona leiki þarf að klára og það gerðu okkar menn með miklum yfirburðum.

    Fannst bara allt liðið vera frábært í gær og Klopp duglegur að rotera ..enginn meiðsli og vonandi leysist þetta sem fyrst með föður Diaz !

    YNWA

    10
  7. Mikið svakalega et Szobo góður ? fótbolta.
    Verð líka að nefna VVD, búinn að vera stórkostlegur undanfarið.

    7
  8. Þetta er bara yndislegt og mér sýnist við vera að fara upp í þriðja gír. Eigum tvo gíra eftir og þeir verða vonandi notaðir á móti sterkari aðilum sem vonandi fá ekki aðstoð hjá VAR til að ná úrslitum. Ég á rosalega erfitt með að horfa á spurs á toppnum miðað við svindl-stigin sem þeir hafa fengið.

    Liðið mitt er best og Klopp er besti þjálfari veraldar. Bara mitt kalda mat.

    9
  9. Mark frá öllum þremur framherjunum sem byrjuðu leikinn. Sigur. Hreint lak. Hægt að dreifa álagi. Gakpo og Elliott fengu 37 mínútur. Endo fékk 15 mínútur og Gomez fékk fjórar mínútur. Við vorum heppnir í fyrsta markinu þegar hafsentinn Murillo ákvað að æða fram með boltann til þess eins að vera étinn og fá skyndisókn í andlitið. Mark þrjú var líka heppni.

Liðið gegn Nottingham Forest

Gullkastið – Skyldusigur í öðrum gír