Atalanta 0 – 1 Liverpool (3-1)

Mörkin

0-1 Salah (5.mín, víti)

Hvað réði úrslitum

Spilamennska liðsins í þessum tveimur leikjum var til skammar. Það má auðvitað benda á stór atriði eins og færið hans Darwin í fyrri leiknum og færið hjá Salah í fyrri hálfleik í þessum leik en ef við horfum á þetta í heild sinni þá átti liðið bara ekkert skilið að fara í undanúrslit….. í Europa League.

Þetta er bara sá tímapunktur tímabilsins þar sem að hver leikur er úrslitaleikur – við erum að tapa þeim einum af öðrum og eigum nú eina keppni eftir þar sem að líkurnar eru ekki með okkur. Bæði er formið á okkur þannig að ég óttast sunnudaginn en einnig er City bara lið sem lætur ekki af hendi forystu, því miður.

Hvað þýða úrslitin

Það er frekar einfallt, evrópuleikir Liverpool undir stjórn Klopp verða ekki fleiri. Það er þyngra en tárum taki.

Hvað hefði mátt betur fara?

Í einvíginu sjálfu? Markvarsla, varnarvinna, tengin miðju og varnar, tenging miðju og sóknar, sóknarleikur og nýting.

Fyrir það fyrsta, Liverpool á aldrei að tapa 0-3 á Anfield. Það á bara ekki að gerast, sama hver andstæðingurinn er. Leikur liðsins var í algjöru ójafnværi í báðum þessum leikjum. Varnarleikur liðsins var betri í seinni leiknum en líklega var stór ástæða þess að heimamenn þurftu ekki að leita að marki. Miðjan var jafn týnd og hún hefur verið síðustu 2 vikurnar og sóknin var algjörlega geld nánast allann leikinn.

Horfandi á það að við héldum hreinu (loksins), þá hefði allur sóknarleikur liðsins mátt fara betur. Allt frá öftustu línu og fram á topp – og lítið breyttist við skiptingarnar.

Næsta verkefni

Það er stutt á milli stríða. Næsta verkefni er á sunnudaginn þegar við heimsækjum Fulham í deildinni. City á ekki deildarleik þessa helgina (undanúrslit í FA bikanum) svo það er mikilvægt að við gerum það sem við getum.

Þar til næst

YNWA

36 Comments

  1. Jurgen Klopp er kominn á ströndina með ískaldan – Mo Salah er kominn til Saudi Arabiu með bænateppið og allir hinir eru komnir í langþráð sumarfrí sýnist mér.

    16
  2. Nú er staðan sú að Atalanta liggja í vörn og láta Liverpool puða og puða með nákvæmlega sama hætti og Real Madrid gerði gegn MAnCity. Þau uppskáru bæði svo kannski er leiðin til árangurs að liggja í vörn en þannig bolta hata ég. Það að,Sala skyldi ekki skora þegar hann lyfti boltanum yfir markmanninn og framhjá hafði afgerandi áhrif. Svei. Hvað Klopp hefði átt að gera öðruvísi sé ég ekki þvi hann notaði alla þa leikmenn sem hafa verið að spila best fyrir okkur í vetur.

    4
      • Jú algjörlega en framherjarnir hafa brugðist núna í nokkrar vikur því miður. Ef þeir stæðu sig værum við í fínum málum.

        2
    • Hvað um að skipta gapko og macalister út af ekki salah og Diaz þeir þeir fyrr nefndu gátu ekkert töpuðu öllum boltum áttu slaka sendingar trekk í trekk og gakpo alltaf í rangstöðinni svo hann gat aldrei reynt við boltann ef það kom löng sending …….ég get ekki séð hvað klopp sér við hann maðurinn getur ekkert

      2
  3. Svakalega var þetta leiðinlegur fótboltleikur, maður á mann og markmennirnir oftast með boltann. Ef þetta þarf til að vinna leiki, drepa fótboltann, þá er ég hættur að horfa.

    8
  4. Mesta andlega gjaldþrot Liverpool í manna minnum! Erfitt að sjá liðið gera atlögu að Englandsmeistaratitlinum héðan í frá!

    9
  5. Lélegt í alla staði ..Atalanta vildu spila uppá 0-0 frá 1stu mín þeir vissu við gætum ekki skorað.
    Við fengum gefins víti en þeir vissu að það myndi engu skipta.
    Leikmenn okkar eru búnir það þarf að stytta tímabilið í svona 25-28 leiki þá verður Liverpool meistarar á hverju ári.
    Nenni ekki að ræða þetta drasl performance neitt mikið frekar.
    Salah má fara í sumar við þurfum ekki vítaskyttu á 350 þús pundum á viku.’
    Hverja tekur Amorim með sér ? ég vona að hann komi með eh kraft inn því okkur vantar breytingar.

    10
  6. Þetta var ekki skelfilegur leikur hjá okkur. 0-1 sigur gegn liði sem er gríðarlega vel skipulagt og vissi 100% hvað þeir áttu að gera en maður vildi sjá aðeins meiri action í síðari hálfleik.
    Þetta einvígi tapaðist á Anfield

    Það sem mér finnst áhyggju efni hjá Liverpool er að núna þegar loksins menn eru komnir til baka eftir meiðsli þá virkar liðið rosalega þreytt.

    Salah hefur verið mjög lélegur já ég sagði lélegur undanfarnar vikur. Mjög ólíkur sjálfum sér og ef Liverpool ákveða að ná sér í seðla fyrir hann í sumar og hann á þessum aldri þá mun ég skilja ástæðuna(en vill fjárfesta fyrir þessa upphæð sem kemur inn). Salah er heimsklassa leikmaður en hann hefur ekki verið að sína það undanfarið sem er ótrúlega pirrandi en hann hefur 6 leiki til viðbótar til að enda tímabilið vel.

    Ég var líka svo spenntur að sjá hvernig Klopp ætlaði að búa til pláss og leysa þessa maður á mann vörn hjá Atalanta og viti menn hann eiginlega náði því aldrei. Við vorum ekki að ná að opna þá. Við vorum að reyna að koma bæði með sóknarmenn og miðjumenn aftar á völlinn til draga þá framar og átti að nota langan bolta yfir til þess að búa til stöður til að keyra á þá. Þetta er sama kerfi og virkaði mjög illa í fyrsta leiknum.
    Ég er ekki nálægt Klopp í fótboltafræðum en hefði ekki verið betra að skilja menn bara ofar á vellinum og leyfa varnarmönnunum að fá meira pláss til þess að komast upp völlinn og ef það á að beita löngum boltum þá og vinna síðari boltan þá bara að gera það og búa til meira glundur með því að vera með fleiri menn framanlega á vellinum.

    Jæja þessi bikar er úr sögunni en við höldum í veika von í deild en við höfum lesið þessa bók of oft til að vita ekki að Man City klárar þetta og sérstaklega eftir að þeir duttu út úr meistaradeildinni.

    Ég ætla að njóta þess að fylgjast með síðustu leikjunum hans Klopp. Hann er búinn að vera stórkostlegur fyrir okkur og veit ég ekki hvort eða hvenær við fáum eins góðan stjóra aftur.

    8
  7. Öll egginn komin í PL
    Ekkert auka álag á okkur á keppinautana þar.
    Nú vill ég sjá alvöru svar í næsta leik samfærandi leik og skilja allt eftir á vellinum út tímabilið og sjá hvert það skilar okkur

    4
  8. Hrikalegt.

    Við komumst ekki út úr eigin vítateig lungan úr leiknum.

    Man bara ekki eftir óðru eins á langri Liverpool ævi

    Leikmenn algjörlega að bregðast Klopp og stuðningsmönnunum. Aðallega Klopp samt. Hann á ekki skilið svona áhugaleysi og andleysi frá eigin leikmönnum.

    Það er eitt að tapa leik enn það er ekki hægt að sætta sig við að leikmenn leggi ekki allt í sölurnar til að vinna.

    Dapurt í alla staði.

    10
  9. Ömurðin ein.

    Maður-á-mann taktík hjá Atalanta, nákvæmlega sama og í fyrri leiknum. Það er með ólíkindum og hrikalega pirrandi að leikmenn og þjálfarateymi hafi ekki fundið lausn á þessu.

    Svo mætti þjálfarateymið fara að spyrja sig hverjir svokölluðu lykilmenn liðsins séu, því ég sá marga frábæra unga leikmenn spila stórkostlega fyrir nokkrum vikum síðan. Ungu mennina sem unnu fyrir okkur (líklega) eina titil tímabilsins.

    Nunez var réttilega bekkjaður enda á hann ekkert erindi í byrjunarliðið. Og að mínu mati á Salah ekki að vera byrjunarliðsmaður eins og er, þrátt fyrir að vera lifandi goðsögn. Mín spá er einnig að þeir verði báðir seldir í sumar.

    Liðið búið að vera á sjokkerandi hraðri niðurleið en vona innilega að botninum hafi verið náð í dag. Ekkert leikjaálag það sem eftir er tímabils svo ég vel að halda í veika von um að liðið spyrni sér frá botni og klári tímabilið með sæmd.

    Áfram Liverpool!

    8
  10. Það eru ekki margar vikur síðan þessir sömu leikmenn yfirspiluðu ManCity….en samt náðum við ekki að sigra í þeim leik.

    1
  11. Klopp og afar margir liðsmenn eru að færa okkur dýrmæta gjöf. Eftir svona raðskitu mun nýr þjálfari fá svigrúm til að móta liðið og ekki þurfa að eiga við eitthvað “..Klopp hefði gert þetta öðruvísi…”

    Það er enginn leikmaður eða þjálfari stærri en klúbburinn og nú þarf aldeilis að taka til.

    YNWA!!!

    12
  12. Sammála skýrslunni.
    Ekkert meira um þessa ömurð að segja.

    YNWA

    2
  13. Ef Klopp landar ekki endka titlinum þa verður hann þekktur fyrir að hafa hætt a miðju tímabili og tok liðið með ser

    Það er nu þannig

    3
  14. Algjört þrot og miklar áhyggjur af sóknarleik liðsins sem bara virðist ekki getað skorað mörk.
    Leikmenn þreyttir og áhugalausir sem er óskiljanlegt.
    Seinasta von á öðrum titli þetta tímabilið er farið.
    Skil ekki þetta hrun í spilamennsku liðsins

    4
  15. Þetta lið er bara ekki nógu gott, engan veginn. Bara drasl.
    Er búið að spila yfir getu núna í langan tíma en nú er komið að skuldadögum.
    Skelfilegt að horfa upp á þetta, Atalanta var miklu betra á öllum sviðum yfir þessa tvo leiki og þeir í raun töpuðu þessum leik því þeir ætluðu ekkert að vinna hann, bara að passa upp á að fá á sig mörk,
    Mér finnst þetta til skammar, leikmenn eru algerlega að bragðast, það átti nú heldur betur að kveðja þjálfarann með stæl, þjálfarann sem hefur haft svo mikla trú á þeim og gefið þeim svo mikið. Þetta er nú aldeilis kveðjugjöfin, deildarbikar.
    Kemur mér ss ekkert á óvart en er samt hálf orðlaus, þetta er svo lélegt.
    Það að hafa komið liðinu á þann stað sem það er núna er í raun kraftaverk, að ekki sé talað um öll þau áföll sem hafa dunið á liðinu, en það er ástæða fyrir því að liðið kemst ekki í undanúrslit í FA Cup, kemst ekki í undanúrslit í Evrópudeildinni og kemur ekki til með að vinna ensku deildina, liðið er einfaldlega ekki nærri nógu gott.
    Það er skömm af þessu og mesta skömmin liggur hjá eigendum og innkaupastefnunni.

    4
  16. Grátlegt að horfa á liðið okkar í kvöld. Þeir höfðu einfaldlega enga trú á að þeir gætu klárað þetta verkefni þrátt fyrir að fá bestu hugsanlegu byrjun. Spilamennskan bar þess glöggt merki allan leikinn. Skiptingar breyttu engu. Hvað er að gerast hjá þessu ástkæra liði okkar?

    5
  17. Þegar andstæðingurinn tekur svona maður-á-mann pressu þá þurfa leikmenn að hlaupa og spila sig fría. Það var grátlægt að sjá hversu staðir þeir boltalausu voru, trekk í trekk – og boltanum var lúðrað í hendur markvarðarins (sem lagðist niður í hvert skiptið) eða eitthvert út af.

    Það vantaði öll þessi hlaup og þess vegna virkaði ekkert í leiknum.

    Vonandi vöknum við til lífsins á sunnudaginn, hristum af okkur slenið og vonandi hrasar City um einhver stig. Sjáum hvað setur.

    1
  18. Ég er ósammála fyrrum skrifendum hér, að ég held amk, í öllum þessum leikjum sem við höfum spilað undanfarið, fyrir utan kannski leikinn í dag, þá áttum við að vinna með nokkrum mörkum amk. Það er samt engin huggun, og vinnur enga titla, en þegar maður hugsar um þetta og allar þessar dómara ákvarðarnirnar sem fóru á móti okkur, þá er erfirtt að kyngja því að City sé að taka þetta.

    3
  19. Sammála þér Kalli … þess vegna er sjokkið mikið yfir þessari skelfingu í kvöld. Aldrei líklegir til að skora í seinni hálfleik þegar maður hélt að allt yrði lagt í sölurnar. Maður var glaður þegar þetta var búið því þetta var svo leiðinlegt.

    3
  20. Skil ekki þetta síendurteknar blæti að spila frá marki á CB aftur á mark, CB, mark… Við hljótum að eiga met í possesion á eigin helmingi.
    Taldi 2-3 þar sem 8 af 11 Atalanta leikmönnum voru á okkar vallarhelmingi í útspörkum okkar. Enda í flestum tilvikum búið að pressa í slæma sendingu og hirða boltann.
    Eina pínu voða við þennan leik var Gakpo.

    4
    • Svo innilega sammála þér, ég gjörsamlega þoli þetta ekki.
      Og já við eigum met, Allison setti met í gær með flestar sendingar frá markmanni í Evrópuleik.

      Annað sem ég hef tekið eftir varðandi þetta er, að meðan Kelleher var í markinu fækkaði þessum sendingum til muna, það er laaaaang oftast Van Dijk sem sendir til baka á markmanninn og hann bara elskar að senda á Allison.

      2
  21. Missti af leiknum í gær, greinilega blessunarlega, og þá sérstaklega seinni hálfleik sem af því er virðist eftir nokkuð ítarlega dómsdags-skrunun á Reddit hafi einkennst af svokallaðri gegen-de-pressing knattspyrnu. Kitlaði hláturtaugarnar þrátt fyrir slæma stöðu hjá okkar ástkæra liði. Eigið góðan dag Púllarar, áfram gakk..

    1
  22. Leikmenn eru meira að hugsa um að Klopp er að hætta heldur en að vinna leiki.

    Stressið er algjört, erum að falla út úr keppni eftir keppni og erum ekki leingur í bílstjóra sætinu í premier leauge, eins sorglegt og það er.

    Nú snýst allt um að klára þetta með stæl með Klopp og því miður þá sýnist mér pressan á að þetta verði einhver geðshræring í loka leiknum vera að fjara út.
    Leikmenn hafa ekki trú lengur, það sést langar leiðir.

    Á endanum þá verður Klopp þekktur fyrir að hafa klúðrað tímabilinu með að tilkynna þessa uppgjöf sína á miðju tímabili. (Þ.e. nema svo ólíklega vill til að við klárum efstir, en trú mín á að það geti gerst er nánast engin)
    Ég er skít hræddur við þennan Fulham leik

    það er nú þannig.

    8
  23. Ég var næstum því farinn að grípa í prjónana hjá konunni í seinni hálfleik,þvílik hörmung sem sá hálfleikur var.

    Salah er bara allt of mistækur og brosandi yfir þessu öllu og sannast sagna þá tapaðist þetta einvígi á Anfield og skiptingarnar breyttu bara engu og þetta endalausa dútl á milli varnar og markmanns er óþolandi.Það eina sem maður tekur úr þessum leik var að halda hreinu og vinna loksins leik,en þeir voru ekkert að reyna of mikið að fara upp völlinn svo sem.

    Ef ásættanleg úrslit nást ekki á sunnudaginn,þá er bardaginn um PL dolluna tapaður og vonandi ná menn sér á strik þar og Nunez á ekki að koma nálægt þeim leik og Salah ekki heldur.

    5
  24. Allir búnir að jafna sig ? Það er bara augljóst að leikplanið var að nota leikinn sem æfingaleik frekar en eitthvað annað. Vegna þess að

    nr. 1 þetta tapaðist í fyrri leiknum,
    nr. 2 Ekki orka til staðar sem rèttlætanlegt er að setja í tapaða stöðu.
    nr.3 Liverpool á að setja ALLT í Premier league.

    4
    • Ómerkilegur bikar líka fyrir lið sem vill vera best á Englandi.

      Ég vil sjá Liverpool vinna deildina. Það er langt frá því að vera búið. Liðið þarf á stuðning að halda eins og fyrirliðinn benti réttilega á.

      Áfram Liverpool og áfram Klopp!!!

      6
  25. Það er að vera betur ljóst með hverjum leiknum sem nær dregur endanum hversu stór misktök þetta voru af hálfu klúbbsins og Klopp að tilkynna á miðju tímabili að hann hyggðist hætta. Eftir það fer allt að snúast upp í einhverja væmni, nú verði liðið að vinna allt “fyrir Klopp”. Gengur vel fyrst um sinn en um leið og fer að halla undan fæti er eins og menn missi trúnna og hætti að nenna þessu. Klopp sjálfur er svo varla með lífsmarki lengur á hliðarlínunni, hugur fylgir ekki máli lengur og þegar svo er komið er erfitt að ætla að fara halda einhverjar eldræður yfir mönnum.
    Sorglegur endir hjá þessum litríka karakter, en miðað við frammistöðuna í síðustu þremur leikjum tel ég því miður litlar líkur til þess að liðið nái sér aftur á strik þessar vikur sem eftir lifa tímabils. Þrír næstu leikir á útivelli, þessi svokallaða titilbarátta gæti vel verið úr sögunni næst þegar liðið mætir á Anfield.
    Nú held ég að maður setji bara fókusinn á það hver tekur við liðinu á næsta tímabili.
    Auf wiedersehen Herr Klopp, og takk fyrir öll frábæru mómentin sem þú færðir okkur.

    4

Liðið gegn Atalanta

Stelpurnar heimsækja Bristol