Liðið gegn Atalanta

Liverpool liðið skuldar frammistöðu eftir þá þrumuskita sem síðasta vika var og Klopp ætlar að gera atlögu að því að snúa ruglinu á Anfield við með sterku byrjunarliði.

Gakpo leiðir sóknina en Nunez og Jota eru á bekknum. Jones er eins ennþá á miðjunni þrátt fyrir að hafa verið verulega ryðgaður eftir að hann kom úr meiðslum. Þetta er engu að síður farið að nálgast þar sem við tölum um sem okkar allra sterkasta lið.

Liverpool hefur skorað þrjú mörk eða meira í 23 leikjum á þessu tímabili og vann 0-5 í Bergamo síðast. Þetta einvígi er ekkert búið ef okkar menn mæta til leiks og nýta þó ekki væri nema 1/4 af marktækifærunum.

70 Comments

  1. Mark fyrir okkur á fyrstu 10-15 mín og þá er game on.
    Megum alls ekki fá á okkur mark.
    Held að við sigrum en held að það verði ekki með meira en 2 marka mun

    1
    • Til hvers að skora snemma í leiknum ef menn eru ekki að fylgja því eftir? Hangs með boltann inni á eigin helmingi og tilbakasendingar. Tilgangslaust ?

      2
  2. Horfi með jákvæðum huga og ætlast til sigurs. Hvort sá sigur nægi til áframhaldandi þáttöku í keppninni, verður að koma í ljós, en sigur skal það vera !

    3
  3. 0-3 í venjulegum leiktíma, framlenging og við klárum þetta í Vító, gott plan ?

    Koma svo ég trúi og ætla að halda áfram að trúa á mína menn.

    3
  4. Liverpool er sprungið og Klopp líka enda sést það á síðustu leikjum að allir eru búnir á því og farnir að hugsa um sumarfrí. Spái 1-5 tapi.

    3
    • ó Bob,ó Bob, rólegur. Við erum ALDREI að fara að tapa 5-1. Hver hugsar um sumarfrí í titilbaráttu ?

      3
  5. Söfnuðurinn hér á Efstu Nöf erum öll sest til borðs á efri hæðinni í hlöðunni. Glaðværð ríkir í hópnum og við öll samt tiltölulega slök. Argentínska nautakjötið og argentíska rauðvínið barst loks til okkar í vikunni. Nú viljum við fá tvö þrumuskot og þrjár stoðsendingar frá Mac Allister. Áfram LIverpool.

    7
  6. Trent að gera góða hluti inn á miðjunni og með góðar sendingar. Öðru máli gegnir um Curtis Jones sem er jafn dapur eins og fyrri daginn!

    5
  7. Salah úff. Þessi vippa var bara pínlegt að horfa upp á. Sorglegt og bagalegt að liðið sé ekki með neinn alvöru markaskorara í liðinu lengur – en það skýrir hrun liðsins síðustu vikur.

    7
  8. Það er átakanlegt að horfa á þetta – því miður. Gleymdist að æfa sendingar og skot á mark í vikunni.

    2
  9. Myndi vilja sjá Jota koma inná strax í hálfleik í stað Curtis Jones. Spila bara 3-4-4 með Trent í hybrid hlutverki

    3
  10. Atalanta kunna vel á okkar lið. Þeir gefa leikmönnum engan tíma á boltanum en á móti þá skortir okkur snerpu og hlaup án bolta. Ansi margar sendingar sem rata eitthvert út í bláinn – en þar vantar spretti.

    Höfum vissulega fengið nokkur bærileg færi. Salah er enn í óstuði eins og sást á afgreiðslu hans.

    Svo hefði alveg mátt gefa rautt fyrir hendina.

    3
    • Þjálfari Atalanta gjörsamlega með Klopp í vasanum, eigum engin svör, greinilega nóg að pressa okkur hátt og þá er ráðleysið æpandi. Engin hreyfing án bolta og liðið virðist bara búið á því. Höfum ekki skorað úr opnum leik síðan í fyrri hálfleik gegn Mutd, segir allt sem segja þarf.

      2
  11. Okkur vantar mórk! jones og gakpo útaf strax , Jota og Nunez inná ef það virkar ekki þá so be it við reyndum. Getum ekki verið að hanga með boltan aftast í 20 mín.

    4
  12. Þetta er EKKI GOTT. Erum að spila við liðið í 6. sæti á Ítalíu. Sköpum lítið sem ekkert. Hægir. Gaufum með boltann. Alisson miklu meira með boltann en framherjarnir. Við verðum að gera miklu betur, láta boltann ganga hraðar og pressa ofar ef við ætlum að eiga möguleika.

    5
  13. Við komum til með að sjá úr hverju okkar menn eru gerðir í seinni hálfleik.

    Finnst alveg eðlilegt að gera kröfu á að við setjum tvö í viðbót og förum með þetta í framlengingu.

    3
    • Já við fengum því miður að sjá það. Liðið virðist vera gert úr kjúklingaskít og þá er erfitt að gera kjúklingasalat.

      5
  14. Jones er alltaf að klappa boltanum og reyna halda sem er ekki málið á móti þessu líkamlega sterku liði myndi fækka miðjuni og setja Jota inn strax en hvað veit ég ?

    YNWA

    4
  15. Guðs bænum farðu að skipta inná.
    Þessi hægi bumbubolti er ekki að ganga

    3
  16. Afhverju gerir maðurinn ekki breytingar? Það er ekkert að gerast

    3
  17. Eitt skot á mark í seinni. 3 í fyrri. Verðum að skora. Hjálpi mér allir heilagir

    4
  18. Út af með Jones og Salah ekki seinna en strax!! Geta ekki blautan báðir tveir!!!

    Inn á með Nunez og Jota!!!

    3
  19. Verða seinustu leikir klopps svona. Hauslausar hænur að ná hlaupatölum…

    5
  20. Meira helvitis andleisið

    Menn hafa engan ahuga, bunir að missa alla trú þessir leikmenn.

    3
  21. Hefðum átt að spila unglingunum, það er enginn áhugi fyrir þessu

    5
    • Ekki frekar en fyrir öðrum keppnum sem við höfum tekið þátt í eftir deildabikarinn.

      3
  22. Skoh… þeir hlaupa ekki án bolta. Sendingarnar rata eitthvert út í buskann því leikmenn standa sem fastast

    Veit ekki hvernig við ætlum að fara að því að hafa þetta? e.t.v. macca framar já? eins og lýsandinn leggur til.

    En Gomez er ekki að fara að bæta við mörkum!

    Já, og við erum að smita þá af markaþurrðinni. Bláir fara illa með færin líka!

    2
  23. Og þrssar sendingar í átt og inn í teig Atalanta maður lifandi…
    Þetta er svo ömurlegt að menn hljóta hugsa plís ekki skora úr þessu….
    Ef þetta er framhaldið þá er komið sumarfrí frá enska!

    4
  24. Og allir voru brjalaðir hvað lfc fekk faa miða a urslita leikinn

    Sma karma

    3
  25. Sýnist Klopp bara langa að drifa sig i svartaskóg

    Engin ahugi a hliðarlínunni

    4
  26. Hjartað er farið. Ég óttast að við séum að sjá andleg áhrif þess að Klopp tilkynnti ætlun sína að fara á miðju tímabili. Vonandi hef ég rsngt fyrir mér.

    6
  27. Sorp frammistaða ..Atalanta reyndu ekki einu sinni að skora bara drepa leikinn hja Liverpool gékk 100% eftir. Skutum varla á markið nema eh hálffæri og léleg skot.
    Klopp og co fall einkunn gegn þessu liði

    4
  28. Slakasta evrópu frammistaða sem ég man eftir, og hef ég séð þær margar

    7
  29. Þrot….algjört gjaldþrot. Við sköpum ekki neitt, það er svo auðvelt að verjast þessum hæga leik okkar. Þetta er algjör hörmung að horfa á liðið okkar þessa dagana. Enginn áhugi, enginn ákefð, allt í hægagangi. Við erum búinn að skapa 2-3 færi í 90 mínútur með 60% possesion. Klopp er hættur í huganum og leikmennirnir fylgja með.

    4
  30. Klopp er því miður bara búinn og greinlega margir leikmenn líka. Verður útsala á lélegum fótboltamönnum í sumar frá Liverpool.

    2
  31. Erum pottþett að fara að tapa stigum a moti Fulham i næstu umferð

    Skrifað i skyin

    5
  32. Legacy klopp… næstum þvi maðurinn. Með aurapúkana við stjórnvöld. Yfirgefur klúbbinn uppgefinn og þreyttur

    5
  33. Búið í bili.

    Þökkum Klopp fyrir þann stóra hér um árið.

    Upp upp og áfram. CL á næstu leiktíð!!!!!!

    YNWA

    3
  34. Mér fannst áhugaleysi leikmanna algjört á þessari keppni og að mínu mati móðgun við stunðingsmenn sem styðja þetta lið í gegnum súrt og sætt. Ef þessi leikur hefði tapast 5 núll hefði ég alveg getað sætt mig við það ef baráttan og áhuginn hefði verið til staðar. Nei takk – 90 mín + sem aldrei koma aftur. Þessi svokölluðu lykilmenn sem hafa verið að koma úr meiðslum virðast draga liðið niður frekar en nokkuð annað.

    4

Atalanta – Liverpool part 2

Atalanta 0 – 1 Liverpool (3-1)