Liðið gegn Everton

Gleðilegan merseyside derby dag!

Liðið er komið, nokkrar breytingar þó það sé ekki beint margt sem kemur á óvart þarna.

 • Robertson er líklega á leið í aðgerð og verður eflaust frá fram að jólum, hið minnsta. Tsimikas kemur inn í hans stað eins og við var búist.
 • Konate kemur inn í stað Matip.
 • Gakpo var byrjaður að æfa en nær ekki bekknum þessa helgina.
 • Gravenberch byrjar sinn fyrsta deildarleik fyrir félagið á meðan Elliot tekur sér sæti á bekknum.
 • Jota kemur inn í liðið í stað Nunez.

Liðið sem sagt sókndjarft þessa helgina:

 

Það kemur ekkert annað til greina en 3 stig takk.

Koma svo!

YNWA

35 Comments

 1. Þessir derby-leikir eru alltaf martraðarkenndir. Meiðsli leikmanna oft fyrirfram gefin. Ég vona að annað verði upp á tengingnum nú og leikurinn verði spilaður af heiðarleika.

  Annars er ég að hita upp skjáinn og skyggnist með öðru auga á einhverjar gamlar svipmyndir af leikjum síðustu aldar.

  Getur einhver útskýrt af hverju búningar leikmanna voru allir í XXL á tíunda áratugnum? Ekki að ég sé mikið fatafrík eða horfi á fótbolta til að fylgjast með útliti leikmanna. Þetta virðist dásamleg tíska þarna í gamla daga; allir virðast jafn strangheiðarlega illa klæddir innan leikvangs.

  Við hljótum að vinna 3-1 í dag. 7, 9, 13.

  Og vinnum alla leiki héðan í frá 3-1.

  YNWA

  4
  • Þetta með búningana Sölvi, það rifjast upp fyrir mér þegar Ítalir gerðu breytingu á búningum sínum fyrir annað hvort EM eða HM, þannig að þeir þrengdu þá, fóru úr XXL í L, ástæðan, til að andstæðingurinn gæti síður togað í treyjuna. Man ekki hvar þeir enduðu þá keppni.
   4-0 endar þessi leikur.

   YNWA

   2
  • taka út leikbann af 3 leikjabanni eftir rauða spjaldið þessi er nr 2

   5
 2. Verður hörkuleikur og við vinnum 2-1 hef vonandi rangt fyrir mèr og vinnum 5-0 🙂

  3
 3. Bæði spjöldin rétt.
  Hrós á dómarann að byrja spjalda þetta Everton strax ekki leyfa þeim að spila gróft og byrja taka á því um miðjan seinni og lenda í veseni þá og Everton þá búnir að sleppa með 2-3 ferilstæklingar

  7
 4. Andstæðingurinn þarf að setja fyrsta svo að okkar menn fari almennilega gang.

  3
 5. Finnst ákveðin örvænting í öllum þessum langskotum, eigum að geta spilað hraðar í gegnum þetta lið þrátt fyrir enn eina rútuna frá Dysche. Menn að dvelja of mikið á boltanum, eða senda til hliðar / baka. Sjáum vonandi bætingu á þessu í seinni.

  3
 6. Þurfum við ekki Ellot og Darwin inn fyrir Ryan og Jota? Við erum manni fleiri og eigum að skora.

  3
 7. Býst við að Klopp yddi á þessu í seinni við eigum að taka þetta í seinni hafa verið miklu betri en vantað meiri yfirvegun á sendingar og hætta taka skot af 40 metrum.

  2
 8. Hvernig var þetta ekki víti á Parkinson gaurinn, aftur núna hendi á Keane gauuuur

  1
 9. Litla afastelpan mín kallar mig Allah, sennilega til heiðurs Salah.

  7
 10. Tímasetningin á leiknum hefur eflaust eitthvað með þetta að gera en það vantar alla ákefð, eða “urgency” (hvað er íslenska þýðingin á þessu orði?) í liðið þegar kemur að sóknarleiknum. Stórefast um að þetta tengist stórleik frá Everton. Gott samt að vera komnir með eitt mark, vonandi opnar það vörnina hjá þeim.

  2
 11. Vildi gjarnan fá annað mark og loka þessum leik, væri óþolandi að fá jöfnunarmark

  1
 12. Ótrúlega lítið skapað af alvöru færum. Mest langskot.
  Vonandi klárum við þessi 3 stig.

  3

Merseyside derby – Upphitun

Liverpool 2 – 0 Everton