Bournemouth 0 – 4 Liverpool

Mörkin

0-1 Nunez (49.mín)
0-2  Jota (70.mín)
0-3  Jota (79.mín)
0-4  Nunez (93.mín)

Hvað réði úrslitum

Það er ekki hægt að segja að það hafi eingöngu verið sóknarleikur liðsins sem skilaði þremur stigum, allt liðið spilaði frábærlega í kvöld. Hvort sem það voru tæklingar á ögurstundu frá Konaté eða tvenna frá sóknarmönnum liðsins.

Varnarlega fannst mér liðið mjög þétt. Konaté átti enn einn stjörnuleikinn við hlið VVD (sem er alltaf góður þetta tímabilið, maður er nánast hættur að minnast á hann). Gomez hélt áfram að skila sínu sem réttfættur miðvörður að spila í vinstri bakverði, byrjaði brösulega en vann sig inn í leikinn. Conor Bradley kom inn og spilaði eins og hann hefði spilað í úrvalsdeildinni í mörg ár. Ómetanlegt að eiga svona stráka innanbúða og geta kallað til!

Mac Allister var öflugastur af miðjumönnunum þremur en frammi var Nunez allt í öllu. Carra kallaði hann Captain Chaos, ég held að það sé besta lýsingarorð sem hægt er að nota fyrir Darwin, skoraði tvö og átti stóran þátt í fyrra marki Jota. Sá síðastnefndi átti ágætis dag líka, er ótrúlega lúnkinn að koma sér í og klára færinn og stígur upp þegar liðið þarf á að halda.

Hvað þýða úrslitin

Sigurinn þýðir að við brugðumst fullkomlega við sigrum City og Arsenal og erum áfram 5 stigum fyrir ofan bæði lið þó þeir bláklæddu eigi leik til góða. Miðið við þá leikmenn sem okkur vantar og það form sem að heimamenn voru í þá var spilamennskan alvöru statement inn í seinni hluta tímabilsins!

Hvað hefði mátt betur fara?

Fjögur mörk gegn næst heitasta liði deildarinnar og héldum hreinu í þokkabót! Það er því ekki hægt að kvarta. Það er í raun bara eitt. Meiðsli Jones (sem eru vonandi ekki alvarleg m.v. viðtalið við Klopp eftir leik), það er það eina sem maður var svekktur með, sérstaklega m.t.t. að við erum nánast komnir inn að beini hvað meiðsli varðar.

Næsta verkefni

Það er búið að vera stutt á milli verkefna síðan tímabilið byrjaði. Það er engin breyting þar á þar sem nú taka við þrír leikir á 7 dögum. Við heimsækjum Fulham í seinni leiknum í undanúrslitum Carabao Cup á miðvikudag áður en við tökum á móti Norwich í FA bikanum n.k. sunnudag. Eftir það er það Chelsea í deild á Anfield og svo Arsenal fjórum dögum síðar. Eins gott að við séum að fá menn úr meiðslum, við þurfum á þeim að halda næstu 7-10 daga!

Þar til næst

YNWA

29 Comments

 1. Ég sagði við Gunnu spákonu: 48 stig og 0-4 voru það heillin svo brosum við alla leið út í bankann. Hér á Ystu Nöf er uppistand, glens og gaman.

  27
 2. Frábær leikur.
  Jota frábær mér fannst svo Bradley standa sig vel í þessum leik.
  Gaman að sjá ungu stráka koma inná en vonandi er Curtis ekki meiddur.

  YNWA !

  12
 3. Frábær seinni hálfleikur, þar sem við fengum að sjá:
  Frábæra unga leikmenn standa sig.
  Frábæra vörn.
  Frábæran Mac.
  Frábæran Nunez.
  Frábæran Jota.

  Frábær sigur á útivelli.
  Frábært að halda hreinu.
  Frábært að vera á toppnum.

  Forza Liverpool!

  24
 4. Æðislegt.

  Og að svara Arsenal sem var með einhverja drauma eftir stóran heimasigur gegn öldungnum. Vissulega er MC alltaf að fara að taka stigin þrjú gegn Burnley. Það er enginn vafi. En þetta var svo einstaklega ánægjulegt.

  Ég kommenteraði í leikhléi að fyrri hálfleikur væri oft stirður hjá okkar liði. Svo heyra þeir ræðuna, nýjar lappir koma inn á og … búmm. Höfum séð þetta oft í vetur.

  Kætumst meðan kostur er – og megi það verða sem lengst!

  8
 5. Kontae,Virgil, Macca og Jones stórkostlegir
  Nunez, Jota, Gomez Bradley geggjaðir,
  aðrir frábærir.
  Vel gert

  7
 6. Geggjaður sigur og ekkert slæmt um okkar menn að segja!
  Núna er þetta fullreynt og það verður að rannsaka hagsmuni eins manns að Liverpool gangi liia.
  Paul Tierney á ekki að koma nálægt dómgæslu í leikjum sem Liverpool spilar eða leiki sem geta haft áhrif á gengi Liverpool. Það að Liverpool skuli ekki hafa fengið a.m.k. eitt víti (áttum að fá 2) er bara vegna þess að Tierney var í VAR herberginu!!

  18
  • Já komið gott að þessari vitleysu. Maðurinn dæmir gegn liverpool það sjá það allir sem vilja sjá

   11
  • Helvítis drulluháleisturinn hann Tierney! Kluivert með sextán takka í ökklann á Diaz og VAR skítur í deigið! Þetta hefði verið 110% rautt spjald í upphafi leiktíðar. Muniði Curtis Jones spjaldið? Það eru fleiri en fáeinir maðkar í mysunni hjá PGMOL frímúrarareglunni…

   16
 7. Þetta var gríðarlega sterkur sigur á erfiðum útivelli án Salah, Trent, Sly og Andy sem allir myndu byrja ef væru til staðar.

  Bournmouth hafa verið sjóðheitir í Des.
  B – A.Villa 2-2 Watkins jafnar á 90 mín fyrir Villa
  C.Palace – B 0-2 þægilegur sigur
  Man utd – B 0-3 þægilegur sigur
  Forest – B 2-3 flottur sigur
  B – Forest 3-0 þægilegur sigur
  Tottenham – B 3-1 tap í hörku leik þar sem B fékk ekki færri færi.

  Svo núna var það 0-4 tap gegn Liverpool.

  Mjög góður síðari hálfleikur í dag.
  Vörnin traust með Bradley og Gomez í bakvörðunum og tvo kónga í miðverðinum.
  Miðjan flott þar sem MacAllister stjórnaði leiknum með Jones með en einn góðan leikinn(vonandi ekki mikið meiddur)

  Hetjurnar voru samt Nunez og Jota sem voru virkilega góðir í dag.

  YNWA – Það eru svona sigrar sem láta mann dreyma um eitthvað gott 🙂

  13
 8. Ef konate og virgil haldast heilir og vörnin heldur þá sé ég okkur lifta bikarnum í lok season. Miðjan og sókn smella stingum við city af… þeir hafa verið að hiksta og ég hef ekki trú á Arsenal.

  6
 9. Svakalega stóð nýliðinn Conor Bradley sig vel. Fullur af orku allan tímann og með stoðsendingu. Var þetta í fyrsta skipti sem hann er í byrjunarliði í deildinni?

  13
 10. Frábær seinni. Nokkrir punktar.
  Konate er BEAST og þvílik framtíð sem við höfum, tilbúnir með yngri útgáfu af fyrirliðanum til að stíga inn við hlið hans í “fjarlægri” framtið.

  Svo fannst mér voðaskritið í seinni þegar leikmaður heimaliðsins tognar eftir samstuð við Jotta innan þeirra teigs, klárlega meiðist og kemur boltanum ekki úr leik og missir hann til okkar og þá flautar dómarinn, enginn höfuðmeiðsli og síðast þegar ég vissi þá var þetta contact sport ..

  7
 11. Sigur. Hreint lak Nunez með tvö mörk og Jota með tvö. Conor Bradley var frábær. Owen Beck og Bobby Clark fengu 15 mínútur og Kadie Gordon fékk aðeins að sprikla. Vonandi eru meisli Jones og Konate ekki alvarleg.

  4
 12. Sælir félagar

  Ég viðurkenni að ég hafði áhyggjur fyrir þennan leik. Bournemouth á gríðarlegri siglingu með sterkan Solanke fremstan en Liverpool með 9 byrjunarliðsmenn fjarverandi. Okkar menn voru þungir og hægir til að byrja með eins og oft eftir frí. En í seinni hálfleik tóku þeir úr 1. gír og settu í 3. (af 5) og rúlluðu leiknum upp. Með réttu hefðu þeir átt að vera manni fleiri megin hluta leiksins og áttu svo auðvitað að fá tvö víti. En þrátt fyrir að auminginn í VAR herberginu (les. Tierney) væri amk. 12. og 13. maður andstæðinga Liverpool var sigurinn aldrei í hættu.

  Alisson fullkomlega öruggur, Konate og Virgill frábærir, Gomes og Bradley geggjaðir. Jones, Mac og Elliot flottir, Darwin, Jota og Diaz ótrúlegir og allir varamennirnir (krakkarnir líka) magnaðir. Ég spáði að þessi leikur færi annaðhvort 0 -1 eða 0 – 5 en hefði hann farið 0 – 6 með eðlilegri dómgæslu. Klopp er einfaldlega einstakur í hópi margra góðra stjóra í ensku deildinni. Enginn stjóri gefur unglingunum jafn mikil og góð tækifæri jafnvel þó hann sé með meiðsla lista uppá 10 menn og í harðri baráttu við olíuliðin um titla.

  Það er nú þannig

  YNWA

  11
 13. Sæl öll,
  Ég missti af leiknum en mikið var ég ánægður með úrslitin eftir að hafa séð að staðan var 0-0 í hálfleik. Ég er í vandræðum með að finna link á highlights. Vitið þið um einhverja linka sem virka?

  1
 14. Mjög góður sigur, eftir lélega byrjun. McAllister að koma verulega til og Jota frábær. En þessi dómgæsla hjá Englendingum verður pínlegri með hverri umferð. Hrikalega illa dæmdur leikur.

  7
 15. Horfði á seinni hálfleikinn salla rólegur vitandi úrslitin. Núnes stórkostlegur, vaðandi í tæklingar í vörninni og Jóta frábær, alltaf að reyna að búa eitthvað til. En það sem stóð uppi voru tvær augljósar vítaspyrnur sem VAR átti að taka og senda dómarann í skjáinn. Það og rauða spjaldið sem var sleppt í fyrri hálfleik gerir það að verkum að Liverpool á nú að fara formlega fram á það að Paul Tierney komi aldrei framar á neinn hátt nærri Liverpool leikjum. Þetta er kornið sem fyllti mælinn. Maður er brjálaður þó að Liverpool hafi unnið 0-4.

  6
  • Ætlaði einmitt að fara ræða þessi VAR tilfelli. Fyrst samt hrós á Klopp og liðið hvernig þeir mættu í seinni hálfleik. Frábær úrslit.

   En að þessu helv…. andsk….djö….fífli honum Paul Tierney. Þetta eru þrjú atriði sem hann segir bara check complete og áfram gakk. Miðað við hvernig línan hefur verið á tímabilinu er þetta rautt á Kluivert, alveg klárt. Persónulega finnst mér þetta ekki rautt. Gerist hratt og er óvart, rétt eins og Jones á móti Spurs, aldrei rautt. Það vantar allan stöðuleika í dómgæsluna á Englandi. Annað atriðið; Jota er fyrst hrint fyrir utan teig og svo felldur á línunni, klárt víti. Ótrúlegt að það skuli ekki hafa verið skoðað meira. Svo í þriðja tilfellinu á dómari leiksins ekkert á VAR að halda. Þau verða ekkert meira vítin. VAR ætti þarna auðvitað stop halló víti kallinn, skoðaðu skjáinn ef þú þarft en þetta er víti.

   Sem betur fer kom þetta ekki að sök og 3 stigum meira á töfluna en þetta er miklu meira en grunsamlegt. Af hverju LFC fari ekki fram á það að PT komi ekki nálægt leikjum liðsins skil ég ekki. Í lok tímabils gæti markatala skipt sköpum. Jota var farinn útaf þegar Clark var felldur þannig að öllum líkindum átti Darwin séns á sinni fyrstu þrennu í deildinni.

   6
 16. Þvílíkur leikmaður sem Darwin Nunez er, hann hefur frá því hann kom til okkar verið rosalega hrár leikmaður sem virtist hafa alla burði til að verða stjarna en hann hefur ekki verið að setja nægilega mikið af mörkum og klúðra mörgum færum með því að ætla oft að rífa netið og margt klaufalegt hjá honum.
  En hann kemur sér í endalaus færi og ef hann fer að slútta af yfirvegun eins og í þessum leik og fer bara að leggja boltann í markið en ekki rífa netið með bylmingssskotum þá mun þessi strákur keppa um markaskóinn við sjálfan Haaland.
  Hann er stór, sterkur og gríðarlega snöggur með fáranlega mikið keppnisskap og getur spilað nokkrar stöður á vellinum.
  Þessi 2 mörk munu gefa honum gríðarlegt sjálfstraust vonandi og ég held að þrennan komi í næsta leik á móti Fulham

  8
  • Tók einmitt vel eftir því að Darwin lagði boltann í netið en dúndraði ekki. Kannski er hann í einkatímum hjá Jota?

   3
 17. Frammistaða McAllister Geggjuð og Gomez er langbesti réttfætti miðvörður í vinstri bakverði, var fràbær.

  6
 18. Ef Salah verður lengi frá, getur Szoboszlai spilað á hægri kantinum? Diaz var ekki mjög fjörugur þar í síðasta leik.

  2

Liðið gegn Bournemouth

Gullkastið – Liverpool á flugi