Leeds á morgun (laugardag)

Það er stutt stórra högga á milli. Meistaradeildarleikur gegn Ajax á miðvikudegi, deildarleikur gegn Leeds á morgun, laugardag áður en Napoli kemur í heimsókn nk. þriðjudag. Þrír leikir á einni viku en það er svo sem það sem við eigum að vera búnir að venjast.

Annars er það orðið ljóst að Klopp verður á hliðarlínunni, hann fékk sekt vegna rauða spjaldsins gegn City en ekkert bann – jákvætt það.

Sagan og formið

Það verður ekki annað sagt en að leikir þessara liða hafa verið góð skemmtun síðan Leeds komst aftur upp í úrvalsdeildina 2020. Þessi lið hafa mæst 4 sinnum á þessum tveimur árum þar sem skoruð hafa verið 18 mörk. Liverpool er taplaust í þessum leikjum hafa unnið báða leikina á Anfield (4-3 í september 2020 og 6-0 í febrúar á þessu ári) en unnið einn og gert eitt jafntefli í tveimur leikjum á Elland Road (1-1 í apríl 2021 og 0-3 sigur í september 2021.

Liverpool hefur gengið nokkuð vel í þessum leikjum, 17 sigrar í 28 leikjum – en vert er að benda á að þar til 2020 þá hafði Leeds ekki spilað í úrvalsdeildinni síðan 2004! Árangurinn á Anfield er nokkuð góður, 10 sigrar í 14 tilraunum, 3 ósigrar og 1 jafntefli. Þessir tapleikir komu þó sitthvoru megin við aldamót, 2001, 1998 og 1995 svo sú tölfræði segir okkur afskaplega lítið.

Liverpool kemur inn í þennan leik höktandi, svo ekki sé meira sagt. Sitja í 8 sæti sem er ekki eitthvað sem við eigum að venjast, fimm stigum frá Chelsea í 5 sætinu (eftir jafnmarga leiki) og Newcastle í 4 stæri (sem hafa spilað einum leik meira en við) og heilum 12 stigum á eftir Arsenal sem situr á toppnum. Það er því ljóst að næstu 6-7 mánuður þurfa að vera svo gott sem fullkomnir ef Liverpool ætlar að spila í meistaradeildinni að ári, hvað þá gera einhverja atlögu að topp þremur. Eftir leik helgarinnar er næsti deildarleikur heimsókn til London þar sem liðið í þriðja sætinu taka á móti okkur, Tottenham. Það er því einfaldlega ekki í boði lengur að vera þetta stöðugir í óstöðugleikanum. Meiðslin spila vissulega stóran hluta í þessu en það afsakar ekki frammistöður eins og um síðustu helgi.

Það hefur oft verið hærra flugið á heimamönnum þegar þeir hafa tekið á móti okkur síðastliðnin ár. Það eru ekki bara þessi 10 sæti sem skilja liðin að heldur hafa gestirnir í Leeds ekki unnið nema tvo leiki í deildinni þetta tímabilið, annar þeirra var 3-0 sigur á heimavelli gegn Chelsea! Þeir eiga enn eftir að vinna útileik á sama tíma og við eigum enn eftir að tapa heimaleik. Ef við héldum að okkar form væri slakt þá er nú varla hægt að koma inn í einvígi í verra formi en Leeds gerir í þetta skiptið. Jafntefli á heimavelli í byrjun október gegn Aston Villa er eina stigið þeirra í síðustu 5 leikjum, eftir það hafa þeir tapað gegn Crystal Palace (ú), Arsenal (h), Leicester (ú) og Fulham (h) og ekki ólíklegt en að það sé farið að hitna verulega undir Jesse Marsch.

Vissulega getur þetta bara endað á einn veg, no?

Leeds

Leeds hefur úr nokkuð heilum hóp að velja þó það séu nokkrir þarna sem séu tæpir eins og Liam Cooper, Rodrigo, Sinisterra og Tyler Adams. Mest eru þetta vöðvameiðsli en líklega verður meirihluti þeirra leikfær.

Erfitt að ætla að lesa í liðið hjá gestunum, sérstaklega þar sem formið hefur verið slakt og leikvangurinn ekki að hjálpa þeim þennan laugardaginn. Ég ætla að skjóta á þessa uppstillingu:

Meslier
Struijk – Cooper – Koch – Kristensen

Aaronson – Adams – Harrisson – Roca – Sinisterra

Rodrigo

Liverpool

Það hefur oft verið erfiðara að lesa í liðið en nú. Meiðslalistinn er það þétt skipaður að liðið velur sig sjálft að miklu leyti.

 • Þessi leikur er algjört must win! Leikurinn gegn Napoli í vikunni skiptir litlu sem engu máli að mínu mati þar sem við tryggðum okkur farseðil í 16 liða úrslitin í vikunni og því ætti liðsvalið ekki að endurspegla það að það sé leikur í miðri viku.
 • Á meiðslalistanum eru ennþá Matip, Diaz, Keita og Jota.
 • Á blaðamannafundinum í dag sagði Klopp að Thiago væri orðinn heill á meðan að Henderson verður metinn á morgun, þó hann ætti frekar von á honum en ekki. Konaté er einnig orðinn klár á meðan að Keita er það aftur á móti ekki ásamt þeim sem nefndir voru hér að ofan.
 • Mér finnst það hæpið að hann láti Gomez spila þrjá leiki á einni viku, ætla að skjóta á að hann hvíli gegn Leeds og inn komi Konate. Að sama skapi finnst mér líklegt að í núverandi hallæri verði ekki tekinn séns með Henderson, amk ekki í 90 mínútur og að Elliot og Fabinho haldi þá sæti sínu en Thiago komi inn í stað fyrirliðans.
 • Framlínan verður líklega að miklu leyti óbreytt, þ.e. Nunez, Firmino og Salah.
 • Svo er ákveðið spurningamerki í kringum bakverðina okkar, þar sem báðir eru tiltölulega nýkomnir úr meiðslum. Það er auðvitað alltaf möguleiki á að Milner komi inn í stað TAA eða Tsimikas í stað Robertson, en ég ætla að skjóta á að bæði Robertson og TAA byrji þennan leik, í mesta lagi yrði annar þeirra hvildur en líklega verður það frekar í miðri viku.

Að því sögðu, ég ætla að skjóta á að Klopp stilli þessu svona upp:

Alisson

TAA – Konate – VVD – Robertson

Elliot – Fabinho – Thiago

Nunez – Salah – Firmino

Ég hvet menn svo til þess að hlusta á gullkastið frá því á mánudag þar sem boðið var upp á ókeypis sálfræðiþjónustu ásamt því að hita upp fyrir leiki vikunnar.

Spá

Trúið mér, ég er að ströggla við að sjá glasið hálf fullt þessar vikurnar en ég hef samt góða tilfinningu fyrir þessum leik (sem hræðir mig smá). Ég ætla að skjóta á frekar þægilegan 3-0 sigur þar sem að Firmino, Salah og Nunez skipta mörkunum á milli sín. Það yrði algjör katastrófa ef þessi leikur myndi ekki vinnast og í raun ekki boðlegt. Ég myndi þiggja hreint lak í þokkabót og að við getum farið inn í síðustu 10-15 mínútur án þess að þurfa á sprengitöflunum að halda.

Þar til næst,

YNWA

13 Comments

 1. Formið á forrest var enn verra en hjá leeds. Við vitum hvernig það fór.
  Ég held að þar sem meiðsli koma í veg fyrir að við getum haldið góðum takti í deild, þá sé stefnan sett á að vinna meistaradeildina. Ég held því miður að við séum ekki að fara að ná topp 4, fyrir tippara þá setjið 1×2 á alla deildarleiki liverpool.
  Það verður ekki auðvelt að vinna leeds en við verðum að gera það því london verður snúin viðureign.

  2
 2. Fullt af leikjum í dag, stadan var allavega 0-0 hjá Leicester of city eftir 44 mín og Haaland ekki med í fyrsta sinn í vetur, hann hefur lent i slatta af meiðslum flest season hjá Salzburg og Dortmund og ljótt að segja það en hann þarf eiginlega að meiðast nokkrum sinnum í vetur eins og vanalega í 3-6 vikur nokkrum sinnum eins og síðustu árin.. Liverpool gegn Leeds í kvöld og Leeds ekki unnið í síðustu 7 eða 9 leikjum eða eitthvað álíka. En hvað gerir Klopp? Mun hann reyna að vinna riðilinn í meistaradeildinni gegn Napoli eftir Helgi og reyna að vinna 3 eða 4 núll. 4 núll dugar alltaf hvort sem það er innbyrðis eða markatalan. Ef það er innbyrðis mun duga þá 3-0 þar sem Napólí vann 4-1 a italiu og farið í utivallarnarkið eða hvernig virkar þetta ? Fara þeir kannski í markatöluna ef Liverpool vinnur 3-0 og einvigið samtals þá 4-4 þar sem þeir hafa verið að taka utivallarmorkin út ? Einhver með þetta á hreinu ? Eins og þetta er að þróast í meistaradeildinni núna þetta árið er líka mikill möguleiki á miklu miklu þægilegri andstæðing með því að vinna riðilinn en oft áður en hvað gerir Klopp. Tekur hann sénsinn a 2 sætinu bara og tekur bara hvaða lið sem er í 16 líða og hugsar með sér að hann þurfi hvort sem er að slá þetta allt út og bara hvílir nánast alla eða hvað. Það er stutt í HM og ekki margir leikir fram að því og mun hann spila bara á því sem hann hefur og reyna að vinna riðilinn og hugsa eins og ég um að það sé á margan hatt mun betra að vinna riðilinn ? Liverpool getur alveg unnið Napoli a sturluðum anfield hvort sem þarf 3 eda 4-0 annað eins hefur nú gerst svo Tad er langt frá því ad vera eitthvað útilokað. Hvað haldið þið með þetta ?

  Annars er ég bjartsýnn og tel leikinn vid Forest algjort slys og ef við gleymum honum er liðið buið að vera á fínu róli með sigra td þarna góða gegn city og west ham og auðvitað storsigurinn a Rangers og svo Ajax báðir a útivelli. Eg held þetta sé allt að smella. Bara vonandi að Nunez sé klár í bæði dag og Napólí helst, sá gæji heldur betur að detta í gang og þegar hann kemst betur og betur inni þetta og fer að tala ensku og allt það þá segi ég bara guð hjálpi varnarmönnum.

  Spái annars 5-0 í dag, Salah hendir I þrennu og Firmino og Nunez sitthvort markið.

 3. Fullt af leikjum í dag, stadan var allavega 0-0 hjá Leicester of city eftir 44 mín og Haaland ekki med í fyrsta sinn í vetur, hann hefur lent i slatta af meiðslum flest season hjá Salzburg og Dortmund og ljótt að segja það en hann þarf eiginlega að meiðast nokkrum sinnum í vetur eins og vanalega í 3-6 vikur nokkrum sinnum eins og síðustu árin.. Liverpool gegn Leeds í kvöld og Leeds ekki unnið í síðustu 7 eða 9 leikjum eða eitthvað álíka. En hvað gerir Klopp? Mun hann reyna að vinna riðilinn í meistaradeildinni gegn Napoli eftir Helgi og reyna að vinna 3 eða 4 núll. 4 núll dugar alltaf hvort sem það er innbyrðis eða markatalan. Ef það er innbyrðis mun duga þá 3-0 þar sem Napólí vann 4-1 a italiu og farið í utivallarnarkið eða hvernig virkar þetta ? Fara þeir kannski í markatöluna ef Liverpool vinnur 3-0 og einvigið samtals þá 4-4 þar sem þeir hafa verið að taka utivallarmorkin út ?

  Spái annars 5-0 í dag, Salah hendir I langþráða þrennu og Firmino og Nunez sitthvort. Þetta er allt að koma og ef við tókum slysið gegn Forest út er liðið búið að vera á nokkuð góðu róli, flottir sigrar gegn city og west ham og svo Ajax allt haldið hreinu og svo storsigurinn gegn Rangers svo þetta er allt að koma

 4. Sælir félagar

  Fyrir mér kemur ekkert til greina nema sigur í þessum leik. Ef leikmenn koma inn á völlinn með virðingu fyrir andstæðingnum, skilja hrokann eftir inni í klefanum og eru einbeittir frá fyrstu mínútu, vinnst þessi leikur. Liverpool er klassa betra lið ef allt er eðlilegt. Skilsmunur liðsins hefur verið hvernig liðið hefur hagað sér fyrstu 20 mínúturnar. Hroki og kæruleysi í upphafi leikja hefur kostað mörk leik eftir leik og engu munaði að svo færi í síðasta meistaradeildarleik. Ef Liverpool skorar fyrsta markið núna vinnst leikurinn en fer annars í eitthvert drullujafntefli.

  Það er nú þannig

  YNWA

  1
 5. Slúður frá Anfield segir að Klopp og Henry hafi rifist heiftarlega um framtíð LFC og að Klopp muni segja af sér í fyrramálið,sel það ekki dýrara…………….

 6. Er að horfa á bestu miðju í deildinni hjá Brighton, hafa verið frábærir gegn Chelsea. Það er staðreynd að varnarmenn verjast, miðjumanna skapa og sóknarmenn slútta. Mig langar til að fá miðjumanna no. 25 sem er frábær leikmaður til LIVERPOOL. Hlakka til leiksins í kvöld. YNWA. Góða Helgi félagar.

  4
 7. Klopp kemur þvílíkt pep paður og brjálaður inn í leikinn í kvöld og vonandi smitast það út í leikmenn .. í fyrsta lagi rifrildið við kanaræflana og í öðru lagi sú staðreynd að hans menn í Mainz steinlágu fyrir Bæjurum í dag… sjaldséður laugardagskvöldleikur og hann laumaði tveim bjöllum í sig í dag .. Áfram Klopp og áfram Liverpool FC

  3
 8. Flott upphitun.

  Ég tippa 2-1 sigur okkar manna. Nunez og Salah með mörkin.

  3

Ajax 0 – 3 Liverpool

Byrjunarliðið klárt: Thiago startar