Allar færslur eftir Maggi

Hópferð á Liverpool – Newcastle

Nú er stutt í að við leggjum af stað í hópferð á leik Liverpool og Everton með vaskan hóp Liverpool aðdáenda.

Uppselt er í þá ferð en fyrir þá sem ekki komust að er hægt að gleðja þá með því að farið er að skipuleggja þá næstu. Sú ferð verður farin fyrstu helgina í mars þegar að Rafael nokkur Benitez kemur „heim“ á Anfield með lærisveina sína hjá Newcastle.

Allar nánari upplýsingar er að finna á vefsíðu samstarfsaðila okkar hjá Úrval Útsýn sem hafa nú opnað fyrir bókanir.

Það er einfaldlega engu líkt að mæta á leik á Anfield og auðvitað bónus að berja hann Rafa okkar augum. Hér gildir auðvitað „fyrstur kemur og fyrstur fær“ – tilvalin jólagjöf fyrir Liverpoolaðdáandann!

Liverpool 1 – Chelsea 1

1-0 Salah á 64.mín
1-1 Willian á 85.mín

Leikurinn

Fyrri hálfleikur var frekar tíðindalítill þegar kemur að færum. Við byrjuðum sterkt án þess að skapa færi og þau hættulegustu komu úr skyndisóknum þeirra bláklæddu, Mignolet varði virkilega vel í tvígang og var í rauninni svolítið þannig að við gátum talið okkur bara nokkuð hafa sloppið vel með að vera með jafna stöðu eftir fyrri 45. Miðjan okkar var alveg steindauð í báðar áttir og í raun bara fremstu þrír sem keyrðu á öllum sílendrum þá.

Langbesti kaflinn okkar voru fyrstu 20 mínútur seinni hálfleiks. Allt önnur orka í öllu liðinu, Moreno gríðarlega aggressívur sérstaklega og Coutinho náði nokkrum upphlaupum sem sköpuðu hættu, úr einu slíku datt boltinn á fætur Chamberlain sem stakk inn á Mo Salah sem kláraði vel fyrir sínu fimmtánda marki í tuttugu leikjum og Anfield algerlega sprakk úr hávaða. Egyptinn fagnaði ekki markinu af virðingu við 300 samlanda sína sem létust í hryðjuverki þar í landi í gær – respect á það.

Næstu 5 – 10 mínútur var í járnum en um leið og Conte fór að skipta inná breyttist leikurinn og Chelsea einfaldlega náði öllum tökum. Jöfnunarmarkið kom fimm mínútum fyrir leikslok þegar Willian vippaði boltanum ansi veglega í fjærhorn langt úti í teignum…veit ekki hvort um var að ræða skot eða sendingu, en óverjandi var það. Það sem eftir lifði leiks kom lítið upp merkilegt í leiknum en þó þurfti Courtois að verja einu sinni ansi huggulegt skot Salah. Jafntefli niðurstaðan og enn og aftur missum við niður unnin leik.

Bestu leikmenn Liverpool

Mo Salah langbestur einfaldlega, vel klárað og stanslaust að láta vita af sér. Leikmaðurinn er einfaldlega yfirburðarmaður í okkar hóp þessa dagana…by a mile eins og Bretinn segir. Mignolet átti flottan leik og Chamberlain var fullur orku og átti verulega huggulegan þátt í markinu. Sá er allur að koma til. Moreno átti flotta „endurkomu“ í liðið eftir erfiða útkomu í Sevilla og hinu megin var Joe Gomez lengstum í fínum málum.

Slæmur dagur

Miðjan átti mjög erfitt, Milner var alveg útúr fannst mér í fyrri hálfleik og lenti í brasi eftir að Fabregas kom inn. Coutinho var mjög takmarkað að ná einhverju gripi á leiknum og Hendo var ekki að heilla. Matip og Klavan voru fannst mér býsna ótraustir en sluppu með skrekki á nokkrum stöðum. Kaflaskiptur leikur í rauninni.

Umræðan

Nokkrir punktar held ég.

* Liðsvalið, fimm breytingar frá Sevilla og þ.á.m. valið að hvíla bæði Mané og Firmino. Leit ágætlega út þar til á 85.mínútu en að lokum er það klárt mál að Klopp þarf að svara fyrir það.
* Innáskiptingarnar okkar ef horft er til mótherjanna. Á meðan Chelsea náði klárlega að breyta töluvert sínum leik með að setja sína menn inná þá beið Klopp enn á ný mjög lengi með að breyta okkar liði í staðinn. Við vorum algerlega lentir upp við vegginn og það vara nú ekki mikil sannfæring í kolli manns að við héldum þetta út. Það leit afskaplega illa út að þeir Klopp og Lallana stóðu spjallandi á meðan leikstoppið leið. Lallana ekki inná, breytingin ekki átt sér stað (átti að koma inn á miðju, Gomez yrði hafsent og við með 5 manna varnarlínu) og Chelsea skoraði jöfnunarmarkið á meðan. Sá var settur í kápuna á ný en svo úr henni aftur eftir 2 mínútur og skiptingin okkar kom á 88.mínútu. Klopp hefur einfaldlega ekki náð að mastera innásiptingar sem ætlað þá er að loka leikjum. Það þarf að fara að gerast.
* Leikur nr. 22 frá því Klopp tók við þar sem við höfum misst niður unnan leik. Það er umtalsvert held ég.
* Klopp og Mané á að hafa lent saman inni á vellinum eftir leik, rifist á miðjunni og Klopparinn þurfti að svara fyrir í viðtalinu eftir leik…og gerði lítið úr því. Svosem ekkert stórt en ljóst að það var mikill pirringur að leik loknum.

Næsta verkefni

Stoke úti á miðvikudagskvöld. Það er ekkert stórslys að gera jafntefli við Chelsea á heimavelli en það gerir það enn mikilvægara að taka stigin þrjú sem verða þar í boði. Hefði verið magnað að komast upp fyrir Tottenham í dag…en við verðum að stóla á að taka þau á Brittania.

Chelsea. Byrjunarliðs- og leikþráður

Liðskipan dagsins klár…og töluvert frábrugðin því sem reiknað var með.

Spái því að við séum að sjá 4-4-2 útfærslu þar sem Coutinho leysir inn…en sjáum til:

Mignolet

Gomez – Matip – Klavan – Moreno

Chamberlain – Henderson – Milner – Coutinho

Salah – Sturridge

Bekkur: Karius, Winjaldum, TAA, Firmino, Robertson, Lallana, Mané

Lovren og Can eru tilkynntir meiddir…munið svo að vera með á tístinu og setja #kopis í tístið ykkar til að vera með í keðjunni.


 

Fleiri sæti í Evertonferð -!

Eftir rétt rúman mánuð fer kop.is-ferð til borgarinnar guðdómlegu til að verða vitni að borgarslagnum milli Liverpool og Everton.

Í vikunni duttu í hús örfáir miðar í ferðina sem möguleiki er á að grípa nú fram að helgi.

Hér er að finna upprunalegu auglýsinguna sem inniheldur allar upplýsingar um ferðina sem við hlökkum gríðarlega til að fara, enda jólamánuðurinn einstaklega ljúfur í borginni og margt skemmtilegt að gerast ofan á frábæran fótboltaleik.

Endilega að grípa tækifærið og stækka enn þann góða hóp sem mun eiga margar góðar stundir við Mersey-ána helgina 7. – 10.desember!

Liverpool 2 – Sevilla 2

0-1 Ben Yedder 5.mín
1-1 Firmino 21.mín
2-1 Salah 37.mín
2-2 Correa 72.mín

Leikurinn

Tveir hálfleikir. Sá fyrri mjög góður, gáfum reyndar mark en það gerum við oft en eftir það geggjaður sóknarleikur, tvö mörk sem áttu að verða þrjú en vítið sem við klúðruðum á 42.mínútu reyndist dýrkeypt. Ég pirraði mig mjög á aðhlaupi og framkvæmd spyrnunnar hjá Firmino. Í hálfleik virtist allt vera í góðu.

Seinni hálfleikurinn var einfaldlega slakur. Allt önnur orka, Sevilla færðu varnarlínuna sína og djúpa miðjumanninn aftar og skyndilega áttum við engin svör sóknarlega. Þeir jafna eftir barnalegan varnarleik okkar upp úr innkasti og svo voru það þeir sem hefðu getað stolið sigri þegar þeir sluppu einir í gegn í uppbótartíma en brenndu af algeru dauðafæri. Við vorum ráðvilltir og lélegir síðustu 20 mínúturnar og innkoma Coutinho breytti engu.

1 stig niðurstaðan á Anfield. Ekki gott.

Bestu menn Liverpool

Fyrri hálfleikurinn var góður. Mér fannst frábært að sjá Moreno sóknarlega og Salah var á flottum stað. Salah hélt höfði allan leikinn og mér fannst Wijnaldum koma vel út allan leikinn en ansi margir í okkar liði áttu mjög erfitt að halda orkunni allan leikinn.

Vondur dagur

Ég sagði á laugardag að þessi leikur segði svolítið til um veturinn. Eftir stóran skell kemur í ljós hvað í þig er spunnið. Í kvöld var varnarleikurinn a.m.k. jafn lélegur á köflum og gegn City. Fyrra markið þá eru Can og Gomez með lina vörn og Lovren hittir ekki rútínubolta. Seinna markið er innkast, Gomez gleymir sér, Can og Hendo eru gripnir við „ball-watching“ og svæðið milli hafsentanna til að vinna í var svakalegt. Ömurlegur varnarleikur. Meira síðar. Gomez lét svo reka sig útaf í blálokin. Hann átti arfaslakan dag elsku karlinn.

Umræðan

Það þarf ekkert að bíða eftir umræðuefninu.

Lið sem verst svona nær engum árangri. Punktur. Ég veit ekki hvað mér finnst um markmannsskiptin því við kennum ekki Karius um þessi mörk. Varnarlína skipuð Gomez, Lovren, Matip og Moreno féll á þessu prófi ásamt þeirri varnarvinnu sem á að fara fram á miðsvæðinu en sást ekki í kvöld.

Klopp hefur að sjálfsögðu völdin hjá Liverpool og hans verkefni fram í janúar verður að vinna úr þessum hóp einhvern varnarleik. Ég held að við verðum að sætta okkur við það að vera enn á ný skítstressuð í hvert sinn sem lið fer í sókn gegn okkur. Bakverðirnir okkar gefa mikil svæði fyrir aftan sig og bilin milli hafsentanna annars vegar og svo á milli varnar- og miðjulínu eru hreinlega sláandi. Menn ákváðu að kaupa ekki hafsent eða djúpan miðjumann.

Eftir tvo síðustu leiki er ég skíthræddur um að það hafi verið rosaleg mistök því okkar frábæri blitzkrieg-sóknarleikur er að týnast í harakiri-varnarleik.

Næst er Burnley á Anfield.

Það er SKYLDUSIGUR!!!