Allar færslur eftir Maggi

Liverpool – C.Palace 1-2 (leikskýrsla)

1-0 Coutinho 24.mín
1-1 Benteke 42.mín
1-2 Benteke 75.mín

BESTU LEIKMENN LIVERPOOL

Veit ekki hvað maður á að segja. Coutinho skoraði frábært mark og átti mögulega að fá víti og bar af fannst mér. Wijnaldum var duglegur og ágætt framlag hjá Firmino inn á milli. Mignolet ekki kennt um mörkin, annað ekki.

VOND FRAMMISTAÐA

Margt hægt að draga þar upp. Lovren með hræðilega vörn í marki eitt og var almennt óöruggur og slakur. Fór svo útaf meiddur, var mögulega ekki leikfær…en það er engin afsökun. Eftir flotta leiki að undanförnu var Emre Can hræðilegur og varnarleikurinn hans í sigurmarki Palace var sjokkerandi. Milner og Clyne skiluðu engu fram á við og svæðin á bakvið þá nýttu Palace svakalega. Lucas átti vondan dag og Origi vill ég eiginlega ekki hafa of mörg orð um. Hann er að mínu mati einu númeri of lítill í það að leiða sóknarlínu LFC og það svosem vita þeir hér sem að hlusta á podcöstin okkar. Frammistaðan í dag er nákvæm ástæða þessarar skoðunar minnar á honum. Svo auðvitað verðum við að ræða það hvort að frammistaða þjálfarateymisins er ekki vond. Enn einn ganginn virkum við ráðalitlir í leikjum gegn liðum sem parkera til baka og sækja hratt.

UMRÆÐAN EFTIR LEIK

Fínir punktar i okkar umræðu við þráðinn og flesta höfum við lesið áður. Einhæfur sóknarleikur, nýtum ekki færin, höldum bolta vel en sköpum lítið. Barnaleg varnarmistök gefa mark og eins og Big Sam sagði veit allur heimurinn að við erum lélegir að verjast hornum…og það virðist bara ekkert ætla að lagast hjá Klopp og liðinu. Svo auðvitað er það að horfa á bekk rúmlega 70 leikja reynslu í EPL í svona úrslitaleik. Það auðvitað verður að skoða út frá tvennu. Annars vegar er 5 -7 manna meiðslalisti yfir heilt tímabil ekki tilviljun. Annað hvort er of mikið álag eða of mikið af meiðslapésum í hópnum og hvort sem er þarf að leiðrétta. Hins vegar þarf að velta fyrir sér enn og aftur hvers vegna ekki var keypt meira af gæðaleikmönnum síðasta sumar og engu bætt við í vor. Mig langar svo líka til að ræða hér stuttlega lykilorð sem þarfnast sér pistils sem vonandi kemur úr tölvunni minni núna þegar ég næ úr mér hrollinum eftir daginn.

STÖÐUGLEIKI

Lykilorð liðs sem ætlar að ná árangri er í þessu orði falið. Það höfðum við í fyrri umferðinni og vorum þá heldur betur að líta vel út. Frá áramótum hefur þetta einfaldlega ekki verið uppi á teningnum og er ástæða þess að við kvíðum heimaleikjum gegn liðum sem berjast og ástæða þess að Anfield tæmdist snemma enn einn ganginn nú að undanförnu. Það eru ákveðin atriði sem þarf að skoða þegar kemur að stöðugleika en það er ekki hægt á svona kvöldi. Sá pistill er í smíðum…

NÆSTU VERKEFNI

Með þessu tapi núllast út frábær sigur síðustu helgar og hefur gefið United og Arsenal nýja von. Ég ætla þó enn að standa við það að 75 stig geti gefið 4.sætið og 76 stig geri það pottþétt. Ef liðið hrekkur aftur í gang, vonandi fáum við Hendo og Lallana inn í hóp fyrir Watford leik eftir átta daga og við komumst aftur með hausinn upp úr sandinum. Steini talaði um fyrir þennan leik að framundan væru bara úrslitaleikir.

Eftir leiki dagsins í deildinni er það algerlega ljóst að svo er. Mikið vona ég að þjálfarateymið finni lausnir með þessum leikmannahóp og vinni þau stig sem þarf til að þetta tímabil líti ekki illa út og setji gríðarlega pressu á sumarið. En er ég sannfærður? Í dag er það alls ekki…

Liverpool – C.Palace 1-2 (leik lokið)

Leik lokið Enn ein ömurleg úrslit gegn fallbaráttuliði á Anfield. Það verður smá bið í leikskýrslu, núna væri töluð dónaleg íslenska.

ÖMURLEGT!!!

75.mín Benteke skorar aftur nú eftir horn. Liverpool er að reyna henda Meistaradeildarsæti frá sér og gengur vel. Varnarleikur Lovren í aðdragandanum var glæpsamlegur og Can steinsofnaði í dekkningunni à Benteke.

Hálfleikur:Gríðarlega svekkjandi að fara inn í leikhlé með þessum hætti. Það er eins og Liverpool hreinlega vilji ekki hafa forystu svo oft henda þeir henni frá sér með hræðilega mistækum varnarleik. Benteke skorar auðvitað á Anfield fyrir alla aðra en Liverpool en það kannski kemur ekki á óvart þar sem hann var ekki að spila gegn vörn Liverpool þegar hann var leikmaður liðsins. Coutinho þarf að bjarga okkur aftur í seinni hálfleik, það er ljóst.

43.mín: 1-1 Benteke. Auðvitað gefur blessuð vörnin okkar mark á silfurfati. Lovren var út á túni og réð ekkert við áhlaup Palace manna upp vinstra megin og Benteke hamraði auðveldlega fyrirgjöf Cabaye í netið. Hroðalega pirrandi og dæmigert fyrir Liverpool.

35.mín: Fínn leikur hjá Liverpool það sem af er, markið var mjög mikilvægt enda sitja Palace menn mjög aftarlega eins og við var búist fyrir leik. Vonandi opmast þetta eitthvað meira núna.

24.mín: MARK, FRÁBÆR AUKASPYRNA HJÁ COUTINHO SEM HANN VANN SJÁLFUR. KLÍNDI TUÐRUNNI Í BLÁHORNIÐ AF SVONA 25 METRA FÆRI.

1.mín: Ballið er byrjað á Anfield, Liverpool sækir á Annie Road í fyrri hálfleik, koma svo ekkert rugl í dag Liverpool.

Fyrir leik (EMK):

14:30 (EMK): Byrjunarliðið er komið

Bekkur: Karius, Moreno, Gomez, Alexander-Arnold, Grujic, Woodburn, Brewster

Lucas og Matip ná báðir þessum leik sem var aðal spurningarmerkið fyrir leik. Sturridge er meiddur og bekkurinn því ansi þunnur en vonandi er byrjunarliðið bara nógu gott.

Áhugavert að Brewster er á bekknum frekar en Harry Wilson, hvað hann þarf að gera meira til að komast í hópinn væri fróðlegt að vita.13:15 (EMK): Hvernig verður byrjunarliðið? Liverpool Echo er með skemmtilegan fídus þar sem hver og einn getur stillt upp sínu liði. Matip og Lucas eru pottþétt í liðinu ef þeir eru heilir en hvorugur æfði í vikunni. Klavan verður pottþétt ekki með. Fer Can í miðvörðinn og Milner á miðjuna? TAA eða Moreno þá í bakvörðinn. Eða Can og Coutinho eina línu niður og einhver af ungu strákunum á vænginn. Joe Gomez gæti fengið sénsinn og komið beint í miðvörðinn, eins gæti Can farið niður og Grujic komið inn. Vonum að ekkert af þessu þurfi og bæði Matip og Lucas geti spilað.

12:00 (EMK): Það kemur líklega engum á óvart að Daniel Sturridge er meiddur, alltaf jafn gott að treysta á hann. Þetta breytir líklega litllu hvað byrjunarliðið varðar en veikir auðvitað hópinn.Þá er komið að leik í 34.umferð ensku úrvalsdeildarinnar þegar Stóri Sam kemur með Suð-Londonbúana í Crystal Palace upp í norðvestrið og beinir rútunni inn Walton Breck Road til að leika við heimamenn, okkar drengi, í Liverpool FC.

Engar nýjar fréttir hafa borist úr leikmannahópnum frá því Steini hitaði upp fyrir leikinn í gær svo við sjáum hvort hans hugmynd að liði verður rétt.

Í Liverpool er mildur vordagur, 11 stiga hiti og sólin gægist oft í gegnum skýin, við treystum á það að við endum sólarmegin í dag!

Þegar líður nær leik setjum við inn tístkeðjuna okkar og komum svo með byrjunarliðsfrétt áður en við svo flytjum hér uppfærðar stöður í leik dagsins.

Liverpool 2 – Burnley 1 (leikskýrsla)

0-1 Barnes á 7.mínútu
1-1 Wijnaldum á 45.mínútu
2-1 Can á 61.mínútu

Ótrúlega mikilvægt að draga þessi þrjú stig út úr pokanum í dag. Fullt af mótlæti en bros í lokin.

Bestu leikmenn Liverpool

Ætla að fá að tala bara um fyrri hálfleikinn síðar því hann var afar slakur og í raun afskaplega erfitt að taka upp ljósa punkta. Í síðari hálfleik er hins vegar hægt að finna hrós. Emre Can steig vel upp, auk þess að skora sigurmarkið var hann grimmur varnarlega og fór að flytja boltann vel milli svæða.

Ragnar Klavan átti tvær alvöru reddingar og fær gott hrós auk félaga hans í vörninni Matip sem var yfirvegaður og skallaði marga hættuna burt, svo var Mignolet gallalaus og greip vel inní leikinn. Hefur í raun átt afskaplega langt gott tímabil í frammistöðum. Þessir fjórir voru lyklar að því að við sigruðum þennan leik.

Vondur dagur

Fyrri hálfleikurinn var hrein hörmung og hrein hending næstum að staðan var jöfn að loknum fyrstu 45. Þá var ekkert tempó í gangi, við áttum ekki skot að marki fyrr en eftir 38 mínútur og maður var að verða virkilega niðurdreginn bara þegar Wijnaldum fékk óvænt færi og kláraði vel. Enginn sem stóð uppúr.

Seinni hálfleikurinn var allt annað en það voru þó tveir leikmenn sem voru að mínu mati alveg utan takts allan tímann. Sá fyrri var Brassinn okkar, Coutinho var úti á væng og sást ekki í fyrri og svo færður meira inn á miðju en eftir kortér af seinni ákvað Klopp að kippa honum út. Svei mér ég held að hann hljóti enn að vera að vinna sig upp í leikform, hann hefur verið algerlega neistalaus í ansi mörgum leikjum að undanförnu sem er mjög vont.

Hinn er Divorck Origi sem fékk nú sénsinn. Utan við stoðsendinguna var hann ekki með því miður og að lokum fór svo að Klopp kippti honum líka út og lét Mané hlaupa uppi á topp. Origi var linur í þessum leik, varnarmenn Burnley átu hann í hvert sinn sem langur bolti kom upp, hann lét teyma sig út á kanta þar sem hann tapaði iðulega boltanum og hann var alltof langt frá sínum manni í pressunni. Betur má ef duga skal kæri Divorck.

Umræða eftir leik

* LOKSINS unnum við leik gegn „litlu“ liði eftir að hafa lent undir. Klopp var enda miklu glaðari í viðtalinu eftir hann þennan en um síðustu helgi eftir Arsenal sigurinn. Til að ná árangri þarftu að vinna „ljóta“ sigra og þessi var svo sannarlega einn slíkur.

* Skiptingar Klopp voru allt aðrar en við höfum áður séð. Woodburn kom inná og var greinilega skipað að búa til vídd á völlinn sem hann gerði vel, allt annað en þegar Coutinho leitaði inn. Svo þegar Origi var alveg búinn að tapa baráttunni uppi á topp ákvað Klopp að henda refnum Lucas inn til að verja svæðið enn betur framan við hafsentana og freista þess að Mané fengi að komast á bakvið vörnina. Við höfum oft skammast yfir skiptingum Klopp en þær virkuðu í dag.

* Hvers vegna náum við ekki að keyra eins yfir þessi lið og þegar stóru liðin mæta? Þrátt fyrir að hafa unnið í dag var þetta ólíkt síðustu helgi, um stund voru Burnley um 60% með boltann og við virtumst eiga erfitt með að ná almennilegum tökum.

* Við náðum að landa þessum sigri þó að Firmino, Lovren og Hendo væru í burtu…og svo bættist Coutinho við í þann hóp. Þegar maður horfði yfir liðið síðustu 10 mínúturnar þá var maður pínu stressaður, en baráttan var til staðar sem skiptir öllu máli þegar uppá vantar í gæðum.

Næstu verkefni

Þá er stór leikur framundan. Það var alger skylda að vinna þennan því næst förum við á Etihad Stadium. Mikið vona ég að það verði nú eitthvað komið inn af „Lasarusunum“ okkar því þeirra verður þörf í þeim stórleik. Sigur þar myndi veita okkur töluvert frumkvæði í baráttuna um Meistaradeildarsætið.

Liverpool 2 – Burnley 1

LEIK LOKIÐ!!!

75 mín Áttum flottan kafla sem kom okkur yfir í leiknum en Burnley eru nú komnir ofar á völlinn og ætla að gera læti úr leiknum. Verða spennandi síðustu 15!

61 mín 2-1 Frábært langskot Emre Can upp úr innkasti. Dásamlegt, eitthvað sem gleður mitt gamla hjarta.

60 mín Við erum loksins að ná upp smá pressu í þessum leik. Ben Woodburn var að koma inn fyrir Coutinho!!!

46 mín 1-1 Wijnaldum nokkrum sekúndum fyrir leikslok, sending frá vinstri sem vörn Burnley tekst ekki að hreinsa og Wijnaldum skorar úr markteignum. Ekkert endilega sanngjarnt en vá hvað við tökum þetta!

30 mín Sorgleg frammistaða. Eftir 30 mínútur höfum við ekki átt skot á mark og erum einu marki undir.

7.mín 0-1 Þar með hófst það. Burnley búið að vera í sókn síðustu þrjár mínútur, fengu nægan tíma til að senda sendingu frá miðju í gegnum alla vörnina á fjær þar sem Barnes kláraði örugglega. Verulega vond byrjun.

Leikur hafinn;

Þar með hefur verið lagt í hann í rigningunni á Merseyside.

Spörkum í átt að Annie Road í fyrri eins og við viljum – að Kop-stúkunni í seinni hálfleik.

Byrjunarliðið mætt:

Bekkur: Karius, Moreno, Lucas, Wilson, Gomez, Alexander-Arnold, Woodburn.

Semsagt enginn Lovren í hóp ofan á að Firmino er ekki með heldur. Risaleikur fyrir Origi í dag!!!

Minnum á tístkeðjuna.


Þá hefjum við leikþráð fyrir leik okkar við Jóa Berg og félaga í Burnley…og treystum auðvitað á það að okkar menn sýni nú fram á það að þeir hafi nú eitthvað þróað leik sinn og geti nú græjað sig upp í gæðaframmistöðu gegn liði utan topp sex sætanna.

Í Liverpool er 10 stiga hiti og milt veður, rignir eitthvað á meðan á leik stendur og eykur auðvitað möguleikann á hröðum fótboltaleik. Sem er gott. Annars er enn lítið nýtt að frétta úr þessari himnesku borg, óvíst með þátttöku Firmino og Jói Berg verður í jakkafötum og hvergi nálægt liði gestanna.

Bæti hér inn á leiðinni fram að leik ef eitthvað fréttnæmt kemur upp, tístkeðjan kemur upp 90 mínútum fyrir leik og svo auðvitað byrjunarlið og síðan breytist þráðurinn i uppfærslu af stöðunni í leiknum jafnóðum og eitthvað gerist.

KOMA SVOOOOOOOOOOO!

Leicester 3 – Liverpool 1 (leikskýrsla)

1-0 Vardy á 28.mínútu
2-0 Drinkwater á 39.mínútu
3-0 Vardy á 60.mínútu
3-1 Coutinho á 67.mínútu

BESTU LEIKMENN LIVERPOOL

Það er einn sem ekki þarf að skammast sín fyrir frammistöðu kvöldsins, Simon Mignolet bar af í arfalélegu Liverpool-liði, hefðum tapað mun stærra ef hann hefði ekki haldið okkur á floti.

VONDUR DAGUR

Allir útileikmenn sem tóku þátt í þessum leik, þeir tíu sem hófu hann og þeir tveir sem komu inná þegar eitthvað var eftir. Coutinho gat eitthvað í 5 mínútur en frammistaða annarra var sjokkerandi vond. Can sýndi endanlega að hann ræður ekki við að spila á miðju, Lucas vinur minn á aldrei að fá að spila hafsent aftur og Firmino svaraði pistil Óla Hauks. Við vinnum í dag ekki leiki með hann sem framherja – hvað þá mót. Hrein ömurð.

UMRÆÐA EFTIR LEIK

  • Hversu mikill óstöðugleiki er mögulegur í einu knattspyrnuliði. Liverpool FC er að svara því. Í toppsætum 1.janúar með öllu að keppa. Tveimur almanaksmánuðum síðar höfum við náð okkur í 6 stig í 7 leikjum í deild. Það er árangur liðs sem fellur eftir tímabil. Þetta er kannski ekki rannsóknarspurning því það er orðið svo augljóst að við eigum ekkert plan B. Að því næst.

  • Ég er enn með mancrush fyrir Jurgen Klopp og hef fulla trú á honum. Hins vegar hafa nú minni spámenn séð við honum. Paul Clement hjá Swansea, Sousa hjá Hull og nú Craig Shakespeare munu ekki koma sínu liði í Meistaradeild. En þeir hafa nú með stuttu millibili fundið út okkar leikplan og hann virðist engin svör kunna. Chelsea, City og Spurs komu ofarlega á okkur og spiluðu fótbolta. Til að vinna Klopp-lið Liverpool þarftu að þrýsta liðinu okkar út á vængi og leyfa okkur að krossa inn í box, sparka langt og klára sóknir. Þetta ræður liðið hans ekki við og hann kann engin ráð. Hann var öskrandi á hliðarlínunni vissulega en undirbúningur hans teymis fyrir þennan leik fær fullkomna falleinkunn og það er virkilega sláandi að hann virðist ekki læra af mistökum.

  • Hver það er sem tekur ákvarðanir um leikmannakaup fyrir þetta tímabil skal slá sig utanundir. Fast! Vissulega sóttum við Mané og Matip en svo bættum við við okkur varnarmanni sem ekki er treyst og markmann á varamannabekkinn, auk efnilegs miðjumanns sem hefur alls ekki sannfært alla. Bekkurinn okkar í kvöld var einfaldlega sjokkerandi og það að setja Moreno og Origi inn sem fyrstu valkosti til að breyta svona leik fær mann til að langa til að kasta upp. Það er algerlega orðið ljóst að í þetta lið okkar vantar a.m.k. afburða hafsent, afburða miðjumann og afburða striker til að klára heilt tímabil. Vanmat á leiktímabilinu í Englandi virðist algert, þetta eru bara alls ekki lengur einhver slys…

  • Þreyta er ekki lengur afsökun takk krakkar. Við vorum a.m.k. jafn lélegir núna eftir þetta 16 daga frí og þegar við spiluðum fleiri leiki. Öll þvælan um það að detta út úr bikarkeppnum og spila ekki í EL. Takið hana og troðið þar sem sólin ekki skín. Þessu liði vantar fleiri gæðaleikmenn og frammistöður undanfarið voru ekki vegna þreytu.

  • Liðið okkar er ekki hugað. Leicester tóku völdin með tæklingu eftir 25 sekúndur og héldu þeim í 60 mínútur. Alveg sama hvert litið var…við fengum ekki eitt gult spjald í þessum leik enda fórum við ekki í tæklingu í þessum leik. Þar fór miðjan fremst í flokki – það er þar sem baráttan byrjar og endar. Hjá okkur byrjaði hún aldrei.

  • Þetta lið spilar ekki í Meistaradeild á næsta ári. Sigurliðið í deildarbikarnum verður í toppsætum og því erum við nú í EL sæti. Það er að mínu mati það hæsta sem við getum horft til á þessu ári sem er orðið mesta vonbrigðatímabilið í mínum kolli bara, utan við mánuðina hjá Hodgson. Það er ekki auðvelt að elska þetta lið…það er hunderfitt.

  • Liverpool FC er heimsþekkt vörumerki þrátt fyrir arfaslaka frammistöðu síðustu ára. Ótrúleg frammistaða „Travelling Kop“ í kvöld bara enn ein sönnun þess. Hversu lengi heldur það þegar enn eitt tímabilið er runnið upp þar sem liðið hrynur fullkomlega undan væntingum okkar og er áfram utan toppsæta ensku deildarinnar?

  • Afsakið dramatíkina og niðurrifið hérna. Veit að það verða margir fúlir út í þessi skrif hérna en ég bara er ekki í neinu Pollýönnuskapi hérna eftir að liðið mitt eyðilagði enn eina tveggja klukkutíma setuna í mínu lífi!!!

NÆSTU VERKEFNI

Arsenal um næstu helgi. Það verða góðir vinir mínir margir á Anfield. Mikið vona ég að þau fái að sjá annað en þennan aumingjaskap sem pirraði mig svona svakalega í dag.

Það hlýtur að koma að því að topplið stúti okkur þó…því það er alveg klárt að við erum í frjálsu falli.