Allar færslur eftir Maggi

Real Madrid 3 – Liverpool 1

Þessi skýrsla verður ekki löng.

Eftir að Sergio Ramos meiddi Mo Salah tók Real Madrid þennan leik yfir. Fram að því vorum við í mjög góðum málum.

Þegar að því sleppir þarftu að treysta því að vörn og markvarsla haldi.

Því miður tryggði Loris Karius það að hans verður minnst í sögunni fyrir lélegustu markmannsframmistöðu í sögu úrslitaleiks stærstu keppni sögunnar. Eftir þennan leik er krafan okkar einföld.

Leysið þessa viðvarandi markmannsþvælu sem hefur umlukið Liverpool FC í alltof mörg ár – ÞETTA ER KOMIÐ NÓG!!!!!!!

Oblak – Allison – mér er sama hvorn. Eða finnið einhvern demant.

Reynum að lifa kvöldið og upplifa tímabilið jákvætt. Það er vissulega eins ömurlegur endir á þessari bíómynd og hægt var að finna og Facebook, Twitter og allir samskiptaþræðir verða nú yfirteknir af öðrum en aðdáendum Liverpool FC. Sem við bara tökum á kinnina og höldum áfram.

Leikurinn í kvöld sýndi fram á tvo augljósa veikleika. Ég er búinn að tala um markmanninn.

Hinn veikleikinn er breiddin. Við notuðum tvær skiptingar því við höfum engann uppbrotsséns sóknarlega, það þarf að leysa með 2 – 3 leikmönnum sem geta farið inn í leik af þessu kaliberi og skipt öllu.

Framundan er sumarið…og á næsta ári er komið að því.

Við höfum sagt það áður…en núna er smá inneign fyrir trúnni…our season is the next one!

Meistaradeildarúrslit – leikþráður

Byrjunarliðið mætt

Karius

TAA- Van Dijk – Lovren – Robertson

Wijnaldum – Henderson – Milner

Salah – Firmino – Mané

Bekkur: Mignolet, Clyne, Klavan, Moreno, Lallana, Can, Solanke

Ekkert óvænt hérna…nema að púlsmælirinn minn er að slá í 115!

KOMA SVO!!!!!!!!!!

ÞAÐ ER KOMIÐ AÐ ÞVÍ!!!!!


Í dag er keppt um sennilega virtustu verðlaun sem félagslið getur unnið í knattpyrnu, „Big Ears“ meistaradeildarbikarinn. Og OKKAR LIÐ er með í þessum leik. Með fullri virðingu þá leyfi ég mér að lofa því að 0% okkar reiknuðu með þessum árangri í haust og við ætlum sko heldur betur að njóta dagsins.

Sérstakar kveðjur fá félagar okkar sem sleikja nú sólina í Kiev, með góðar veigar syngjandi í 24ra stiga lofthita. Megi gleðin þar vara fram á nótt.

Fyrir okkur hin á meðan við teljum niður mínútur fram að tilkynningu byrjunarliðanna á skerinu okkar góða þá er alveg hægt að hita sig upp með að kíkja aðeins á YouTube…

Hér má finna senur frá Róm eftir að lokaflautið gall og miðinn til Kiev var staðfestur.

Við þurfum öll að kynna þjóðsönginn okkar nýja sem varð til í Porto í vetur, hér er tónleikaútgáfu með texta svo við öll getum tekið undir í gegnum daginn.

Svo eru hér tvö sem hljóma í Evrópuleikjum umfram önnur, fyrst er það We shall not be moved og síðan er pottþétt að það mun heyrast Bring on your Internazionale eins og sjá má þarna sungið í Porto, athugulir geta fundið mr. Sigurstein undir lok videosins og svei mér ef raddir mínar og Einars heyrast ekki þarna í fjarska.

Svo er það þjóðsöngurinn okkar allra. Ég valdi að setja inn hans merkasta dag að mínu mati. Istanbúl 2005 verður aldrei gleymt þeim sem það sáu live eða í sjónvarpi. Það að Reds nation brast í söng þegar liðið lenti 0-3 undir segir svo margt um trúna sem fylgir því að vera alrauður!

KRAKKAR – LET’S BRING IT HOME – BIG EARS MISSES HIS FAMILY AND LONGS TO RETURN

Við minnum á #kopis á Twitter og umræðuna í athugasemdum hér að neðan. Hendið endilega inn myndum af Liverpoolpartýum heima og erlendis!!!


Við uppfærum þráðinn þegar byrjunarliðin mæta….

Liverpool 4 – Brighton 0

Mörkin

1-0 Salah á 26.mínútu
2-0 Lovren á 40.mínútu
3-0 Solanke á 53.mínútu
4-0 Robertson á 85.mínútu

Leikurinn

Liverpool einfaldlega fann sitt „mojo“ aftur í dag. Hápressa og urrandi sóknarleikur frá mínútu 1. 70% með boltann og 32 skot að marki, það var í raun bara spurning hvort…eða eiginlega hvenær…við myndum skora. Þrátt fyrir hlægilegar tilraunir Kevin Friend í keppninni „hver sleppir augljósasta vítinu á Anfield í vetur“ þá brotnaði múrinn að lokum.

Auðvitað var það Mo Salah sem losaði á pressunni og setti þar með met í 18 liða deild fyrir mörk skoruð. Þau urðu alls 32 og hann tók gullskóinn þrátt fyrir tilraunir FA til að láta enskan leikmann hirða hann.

Eftir þetta var bara sett í hærri gír og mörkin komu reglulega – hefðu vissulega getað orðið fleiri. Sér í lagi gaman að sjá frábæra afgreiðslu Dom Solanke, það ætti að gefa honum eitthvað til að byggja á. Svo setti Andy karlinn líka sitt fyrsta mark, allir ómeiddir og núna hægt að hugsa um Kiev af fullum þunga.

CL þátttaka tryggð á næsta ári, hefðum reyndar mátt tapa eftir að Rafa stjórnaði slátrun á Chelsea í Newcastle í dag, og 4.sætið varð hlutskiptið eftir bingósigur Tottenham, 5-4 á Leicester. Breyttar reglur í keppninni þýðir að við förum nú beint í riðlana, engin playoffs þar að þessu sinni.

Bestu leikmenn Liverpool

Liðsheildin var frábær, mjög erfitt að ætla að draga einhvern út úr því. En við auðvitað getum ekkert litið framhjá egypska kónginum, hann braut stóran múr að gera 32 mörk og vera sá fyrsti til að ná þeim áfanga í EPL og í dag sáum við hann aftur á línunni sem hann hefur verið á í gegnum veturinn. Alveg frábært að sjá viðtöl við hann eftir leik glóandi af gleði og talandi um að næsta vetur geri hann a.mk. jafn vel.

Annars voru miðjugaurarnir tveir, Gini og Hendo á fullustu ferð mögulegri og varnarlínan var örugg. Svo skulum við leyfa okkur að gleðjast með Dom Solanke þegar hann setti sitt mark, sér í lagi eftir að við margir afskrifuðum hann eftir síðasta leik.

Slæmur dagur

Erfitt að ergja sig á nokkrum manni, Sadio Mané var að taka eilítið skrýtnar ákvarðanir en það er svolítið tímabilið hans í vetur. Hann mun klárlega gera betur í færunum en vinnuframlagið er geggjað.

Umræðan

Fyrst og síðast það að sjá liðið komið á fulla ferð eftir pínu hökt í deildinni síðustu þrjá. Það var augljóst frá byrjun að Klopp var búinn að stilla menn hárrétt inn á leikinn og það var í raun aldrei nokkur séns á öðru en að menn ætluðu sér að klára verkefnið að koma félaginu í Meistaradeildina næsta ár áður en lagt verður í verkefnið í Úkraínu!

Svo náttúrulega er þetta löngu hætt að verða fyndið varðandi það að LFC fær ekki dæmdar vítaspyrnur á Anfield Road. Í dag var ein augljós hendi sem var allt það í reglunum sem segir hendi í bolta og síðan var Mo dúndraður niður í teignum. Í bæði skiptin var dómarinn nálægt og sleppti víti. Fullkomin þvæla að flauta ekki þar…og bullmítan um að mistök jafnist út var grafin í dag. Svona mistök verða vonandi ekki mikið lengur hluti af leiknum, sem betur fer skipti þetta ekki máli í dag þegar upp var staðið en vá hvað ég öskraði á sjónvarpið mitt í þessum aðstæðum!!!

Næsta verkefni

Það er einfalt!

Stærsti fótboltaleikur í Evrópu hvert ár er úrslitaleikur Meistaradeildarinnar. Hann verður leikinn í Kiev laugardagskvöldið 26.maí.

Fram að því munum við halda okkur duglega við efnið og ýta undir drauminn.

Í dag unnum við einn úrslitaleik – nú er að vinna þann næsta!!!

Byrjunarlið gegn Stoke

Byrjunarlið dagsins þarfnast eilítillar pælingar.

Ég set þetta svona upp:

Karius

Gomes – Van Dijk – Klavan

TAA – Henderson – Wijnaldum – Moreno

Salah – Firmino – Ings

Sjáum hvort þetta er svona eða einhvers konar allt annað upplegg.

Á bekknum: Mignolet, Clyne, Lovren, Milner, Robertson, Solanke, Woodburn. Þrjú stig er skylduupplegg í dag!!!

Við minnum á #kopis á Twitter og umræðuna í athugasemdum hér að neðan.


Liverpool 5 – AS Roma 2

MÖRKIN

1-0 Salah 35.mín
2-0 Salah 45.mín
3-0 Mané 56.mín
4-0 Firmino 61.mín
5-0 Firmino 68.mín
5-1 Dzeko 81.mín
5-2 Perotti 85.mín

GANGUR LEIKSINS

Þessi var ansi magnaður.

Við áttum eilítið erfitt í byrjun, Roma komu hátt á völlinn og við virtumst eiga í vanda með það. Ekki hjálpaði það Oxlade-Chamberlain var borinn af velli eftir um kortér…líklega lengi frá sá. Upp úr hálftímanum fengum við fyrsta færið þegar Mané var nálægt því að refsa hárri línu gestanna en dúndraði yfir einn í gegn.

Ísinn brotnaði svo á 35.mínútu þegar að Mo Salah fékk nóg og klíndi í markið á fjær utarlega í teignum. Á næstu 33 leikmínútum skoruðum við fjögur mörk í viðbót og gátum skorað fleiri. Farið að hugsa um alls konar met og einhverjir líklega bókað hótel í Kiev í maí.

Við ákváðum þá að búa til viðureign úr þessu, Lovren missti boltann klaufalega yfir sig og Dzeko skoraði á nærhorn Karius og stuttu síðar skoraði Perotti úr víti. Allt í einu vorum við að verja forystu og það tókst, lokatölur 5-2 í gríðarlega kaflaskiptum leik.

BESTU MENN LIVERPOOL

Það þarf náttúrulega ekkert að hugsa um það í rauninni, Mo Salah. Það eru engin lýsingarorð til einfaldlega. Hann er svindlkarl. Firmino átti tvær stoðsendingar og skoraði tvö, dásamlegur fótboltamaður sem er í raun mótorinn sem við þurfum að hafa með Egyptann. Miðjan virkaði vel, Henderson var magnaður og stjórnaði öllu, varnarlega voru Van Dijk og bakverðirnir flottir. Í 50 mínútur sáum við stórkostlegt fótboltalið sem öll Evrópa dáist að núna í kvöld.

Hápressan er nú sennilega bara maður leiksins. Hún er einfaldlega bönnuð börnum!

VONDUR DAGUR

Við verðum að svekkja okkur á þessum mörkum sem við fengum á okkur. Lovren gerir stór mistök að reyna að skalla bolta í stað þess að fylgja Dzeko og Karius er á hælunum á línunni og Dzeko neglir á nær. Karius slapp vel í fyrri hálfleik þegar skot frá Kolarov endaði í slánni eftir sérkennilega tilburði hjá honum.

Mér fannst ótrúlegt að hugsa það eftir leikinn að ég hefði viljað sjá meira frá Mané en það er örugglega ósanngjarnt. Það er líka þannig með það að tala um innkomu Ings fyrir Salah. Hann átti ekki góða.

Umræðan

* Hvað var Roma-stjórinn að hugsa. Há lína á Anfield? Alveg virkaði það svosem hjá WBA en þarna var þriggja manna varnarlínan flengd allrosalega. Þessi leikkerfi, 3-5-2 gegn 4-3-3 hápressu eru algerlega þannig að þau búa til færin og svoleiðis var það lengstum, við hefðum bara átt að halda hápressunni út leikinn, líklega er það til of mikils mælst en það að detta niður getur orðið erfitt þegar wingbacks koma á þig.

* Endinn á leiknum. 5-0 yfir og þetta hefði verið búið, en núna þarf Roma bara frammistöðu eins og í síðasta leiknum þeirra í þessari keppni. Í stað þess að fara yfirvegaðir til Rómaborgar (þar sem Roma hafa enn ekki fengið á sig mark í CL í vetur) þarf að vera tilbúnir í 90 mínútna baráttu til að skila liðinu alla leið í úrslit. En vá hvað það verður svekkjandi ef það ekki gengur.

* Oxlade-Chamberlain og miðjan. Hann virtist sárþjáður og mjög líklega er um liðbandameiðsl að ræða…og hann þá út það sem eftir lifir tímabils. Með Can og Lallana meidda þá er nokkuð ljóst að við sjáum Woodburn og/eða Curtis Jones um helgina. Miðjan okkar í stóru leikjum tímabilsins sem eftir eru virðist sjálfvalinn.

* Smá pæling. Var rangt að taka Salah útaf síðasta kortérið – var það málið sem að breytti öllu í kvöld?

* Að lokum, þeir sem eru úti í Liverpool…viljiði finna hann Einar minn og knúsa hann aðeins fyrir mig, hann mun þurfa það í kvöld og á morgun.

HVAÐ NÆST???

Leikur við Stoke í hádeginu á laugardag sem verður að vinnast áður en farið verður á Stadio Olympico í Róm með það fyrir augum að klára þessa viðureign á rauðasta deginum…1.maí.