Liverpool konur sigra á Emirates

Í dag hófu Liverpool leik í ensku kvennadeildinni þegar stelpurnar okkar fóru á Emirates völlinn og léku fyrir framan 54115 áhorfendur á Emirates vellinum.

Liðið hefur gengið í gegnum allnokkrar breytingar undir stjórn Matt Beard sem nýlega framlengdi samning sinn við liðið enda gengið undir hans stjórn búið að vera flott. Unnu næstefstu deild 2022 og í sjöunda sæti á fyrsta ári sínu í Úrvalsdeildinni.

Leikurinn í dag var mjög fjörugur, heimaliðið hóf hann betur en LFC hefur náð góðum tökum á þriggja hafsenta kerfinu sínu með kraftmikla vængbakverði og á bakvið þær var Laws markmaður svo í flottum gír. Í fyrri hálfleik voru Arsenal klárlega líklegri, við fengum líka fín færi til að skora en markalaust í hálfleik.

Sigurmark leiksins kom svo á 48.mínútu þegar Miri Taylor setti boltann í netið eftir flottan undirbúning Höbinger og flotta stoðsendingu Bo Kearns eins og sjá má á þessum hlekk hér við mikinn fögnuð um 3000 áhorfenda sem fylgdu LFC í dag.

Liðið þétti varnir sínar duglega, Arsenal fengu að vera með boltann en náðu lítið að skapa af færum, þó bjargaði naglinn Gemma Bonner líklega besta færi heimaliðsins til að jafna með frábæru blokki. Eftir 10 mínútuna viðbótartíma brutust svo út mikil gleðilæti við lokaflautið, öflugur sigur í fyrsta leik á Arsenal liði sem varð í þriðja sæti í mótinu í fyrra.

6 Comments

  1. Sælir félagar

    Vel gert hjá stelpunum og fara vel af stað að vinna Arse. Það bætir samt í engu óásættanlega dómgæslu gærdagsins og ég vona að klúbburinn okkar standi í lappirnar gegn þessu skítapakki sem dæmir leiki í ensku deildinni og aumingann sem leiðir það.

    Það er nú þannig

    YNWA

    3

Upphafsleikur tímabilsins hjá stelpunum – Arsenal heimsóttar á Emirates

Liverpool að senda frá sér skilaboð