Milner framlengir

Í dag staðfesti opinbera heimasíðan það sem fór um allt á netinu í gær, það að James Milner hefur ákveðið að framlengja dvöl sína hjá Liverpool FC um eitt ár hið minnsta.

Þar má einnig finna mikla lofræðu frá Jurgen Klopp um kappann og lýsir þar því hlutverki sem þessi magnaði leikmaður fyllir hjá okkar frábæra klúbb.

Milner hafnaði a.m.k. tveimur betri tilboðum liða úr Úrvalsdeildinni auk þess sem honum var boðinn góður samningur við lið í MLS-deildinni. Hann lýsir því í viðtalinu að lokapunkturinn í sinni ákvarðanatöku hafi smollið þegar hann keyrði í gegnum mannhafið sem fagnaði liðinu okkar þrátt fyrir svekkelsið í lok leiktíðar, hann hafi einfaldlega fallið í staði að skynja stuðninginn við liðið og vildi leggja sig áfram fram um það að gleðja stuðningsmennina.

Þessi magnaði leikmaður á að baki 812 keppnisleiki á sínum ferli, þar af 289 í alrauða búningnum. Hann hefur unnið allt galleríið hjá okkur og setti sem dæmi mörk í báðum vítakeppnum vetrarins, nú nýlega var honum veitt MBE-orðan fyrir framlag sitt til knattspyrnunnar.

Hann lækkar töluvert í launum og mikið af samningnum mun tengjast fjölda leikja á næsta tímabili. Það er algerlega ljóst að Klopp vill hafa þennan magnaða einstakling í hópnum og í klefanum og því frábærar fréttir að þessi kappi, sem verður svo sannarlega minnst sem Liverpool legend, verði mættur í þrektestin í júlíbyrjun og stúti þeim þar enn á ný!

15 Comments

 1. Mikill fengur að halda þessum frábæra íþróttamanni. Hann er klettur og styrkir liðsheildina.

  10
 2. þegar Milner kom hafði hann hafnað mun hærra samningstilboði frá City.

  Seint hægt að segja að maðurinn elti peninginn.

  11
 3. Það væri gaman ef fleirri væru með þetta hjarta sem þessi einstaki Milner okkar klárlega er með ! En er það rétt Birgir að hann hafi hafnað hærra tilboði frá city var hann ekki látinn fara bara vegna þess að þeim þótti hann ekki vera spila nógu flottan fótbolta og endurnýjuðu ekki við hann ? Ekki það skipti öllu en þessi gæji hefur aldrei klikkað og getur nánast farið í allar stöður á vellinum og skilað þar verki með sóma.

  YNWA.

  4
  • Milner var frábær hjá City og aðeins 29 ára þegar hann rann út af saming, svo dettur þér í hug að City hafi ekki viljað endurnýja?

   En þú þetta var ansi áberandi í blöðunum á sínum tíma að JM hafi tekið lægra tilboði LFC.

   3
   • Ekki málið ég hélt bara að þetta hafið verið öðruvísi en þetta eykur bara virðingu mína á honum 🙂

    YNWA.

    4
 4. Magnaður leikmaður og fyrirmynd. Frábærar fréttir og nú vill maður bara sjá framlengingu á samningi við Salah, Keita og Bobby.

  3
 5. Frábærar fréttir fyrir klúbbinn okkar. Sannarlega einn af leiðtogum hópsins enda vill Klopp greinilega halda honum sem lengst hjá félaginu. Kom í okkar lið tæplega þrítugur að aldri og virðist vera nú í dag einn alharðasti Liverpoolmaðurinn. 289 leikir, 17649 mínútur spilaðar, 26 mörk (+ nokkur í vítaspyrnukeppnum), 43 stoðsendingar. Og MBE orðan þar að auki.

  8
 6. Þessi maður er hetja og ég vildi óska þess að fleiri leikmenn (og aðrir) myndu hugsa svona.

  6
 7. Sælir félagar

  Sannur heiðursmaður og liðsmaður af beztu gerð. En Maggi: menn “falla ekki í staði” þegar þeir verða afar hissa eða eitthvað kemur þeim verulega á óvart. Þá er talað um að “falla í stafi”. Þetta er mynhverft orðtak og er dregið af því þegar trétunnur eða tréstampar þorna upp vegna notkunaleysis og falla saman þ. e. stafirnir í þessum ílátum falla inn að botninum og ílatið er þá dottið í sundur að mestu, “fallið í stafi”. Annars bara góður 🙂

  Það er nú þannig

  YNWA

  15
 8. Ég sé að núna í morgunsárið eru flestir miðlar að segja að Liverpool sé búið að ná samkomulagi við Benfica um þennan Luis Diaz fyrir 85millur .

  1
 9. Kanski skella upp nýjum silly season þráð hér upp á síðuni td með sögusagnir um Nunez..mun skemmtilegra en síðasta boð Bayern í Mané allavega 😀

  2

Hvaða leikmenn kaupir Liverpool?

Silly season á fullu