Henderson skrifar undir á lokadegi gluggans

Í dag var það formlega tilkynnt sem legið hefur nokkuð ljóst fyrir, þ.e. að fyrirliðinn Jordan Henderson hefur skrifað undir nýjan samning við Liverpool FC.

Samningurinn er til fjögurra ára þar sem fjórða árið verður háð leikjafjölda Hendo leiktímabilið 2023 – 2024.

Vissulega ánægjulegar fréttir þó ég viðurkenni það að tímasetning fréttarinnar lyktar svolítið til að reyna að slá á raddir stuðningsmanna um að nýir leikmenn verði kynntir til leiks í sumarglugganum.

Jordan Henderson mun því væntanlega ljúka sínum hágæðaferli sem leikmaður LFC, enda orðinn 35 ára þegar þessum samningi lýkur. Hann hefur talað um að langa að ljúka ferlinum í norðaustrinu á sínum heimaslóðum en það kemur í ljós síðar.

Ákaflega ánægjulegt að þetta mál liggi klárt, það fækkar í hópi þeirra sem renna út á samningi 2023 og það er vel.

Þessi þráður verður svo uppfærður ef eitthvað fréttnæmt hendir á Anfield en enn sem komið er virðist ekkert framundan þar í stórum fréttum, hvorki kaup eða sala.

Sjáum til.


Uppfært 21:30

Eftirfarandi fréttir hafa poppað upp í dag:

  • Nat Phillips skrifaði undir nýjan samning og fer ekki fet.
  • Rhys Williams skrifaði líka undir nýjan samning og fer svo á lán til Swansea.
  • Jake Cain fer á láni til Newport County
  • Luis Longstaff fer á láni til QPR

Engar fréttir af Loris Karius, Divock Origi, og að sjálfsögðu er enginn leikmaður á leiðinni inn!

26 Comments

  1. Langar að setja þetta inn á þennan þráð líka
    Smoke and mirrors og propaganda í nýjum samningum lykil manna er það sem stendur hæðst í þessum glugga.

    Jú ég er jafn sáttur og allir með að lykil menn séu tryggðir liðinu áfram en engin styrking fyrir utan skyldukaupin á Konate og að gamni ætla ég að nefna þá sem eru farnir núna annað hvort seldir eða lán (svo best sem ég veit og hef þetta fyrir framan mig má leiðrétta mig ef það er eh vitlaust þarna)

    Kabak farinn aftur til Schalke (augljóslega gat hann ekkert ..eða hvað?)
    Woodburn lán til Hearts
    Shaqiri seldur til Lyon fyrir klink 6m
    Davies gaurinn sem er ekki til farinn á lán Sheffield Utd.
    Clarkson lán Blackburn
    Larouci fór á free transfer..góð viðskipti þar ??
    Wilson seldur til Fulham
    Awoniyi seldur fyrir klink til Berlin. 7.6m
    Millar seldur á klink til Basel 1.5m
    Grabara (GK) seldur til FC koben
    Sepp van den Berg lánaður til Preston
    Lewis lánaður til Livingston
    Wijnaldum frítt transfer til PSG..verstu viðskipti sem hugsar getur
    Jaros lánaður til St Patrick

    þetta er semsagt á þessu ári.
    það eru vissulega margir minni spámenn þarna en þegar einu mennirnir inn eru Konate og Elliot inní liðið þá setur maður spurningamerki við þennan glugga.

    Hvað finnst ykkur um þetta ? eru væntingar okkar orðnar of miklar eða er þetta kæruleysi hjá eigendum Liverpool eða eh stærra master plan sem engin hefur deili á?

    10
  2. FSG skuldar aðdáendum allavega einn góðan glugga eftir ofurdeildar skituna ! En þeir fara að sanna að þeir eru frá USA, eins og aðriri eigendur liða í UK

    10
  3. Sæl öll.

    FSG er að fá algjöra falleinkunn frá mér þetta síðasta ár og síðustu tvo “glugga”.

    Liverpool var á toppnum um áramótin í fyrra og eigendurnir gerðu ekkert af viti til að styðja við Klopp og hjálpa honum við að verja titilinn. Ég er ennþá alveg í skýjunum að við skulum hafa náð í CL sæti og ef sá árangur einn og sér sannar ekki að Klopp er lang besti stjórinn, veit ég ekki hvað þarf til.

    Liverpool verður að kaupa einn miðjumann og einn sóknarmann ef við ætlum að eiga minnsta möguleika á að keppa við hin liðin þrjú sem hafa styrkt sig svakalega (ég er svo feginn að OGS skuli enn halda djobbinu hjá utd, þeir eru komnir með svakalegan hóp).

    Þetta endalausa væl um að það þurfi að selja fyrst áður en það er keypt, hljómar orðið eins og það sé ekki til króna með gati. Nett spend hjá Liverpool síðan FSG tók við er algjör brandari og klúbbur sem varð meistari fyrir einu tímabili er allt í einu komið, að mínu viti, aftur fyrir Manchester liðin og Chelsea hvað breidd varðar.

    Ef við hugsum okkur að það þurfi a.m.k. tvo leikmenn um hverja stöðu til að halda úti almennilegu liði í öllum keppnum yfir eitt tímabil lítur staðan svona út fyrir mér.

    GK Alisson, Kelleher, Adrian……… aðrir mega fara, sérstaklega Karius

    DEF Robertson, van Dijk, Matip, Trent, Tsimikas, Konate, N.Philips (á meðan okkur vantar back up fyrir Trent, sé ég ekkert annað ganga upp en að nota Gomez þar og því skulum við halda Nat Philips), Gomez……………………. aðrir varnarmenn eru ekki nægjanlega góðir og Rhys- og Neco Williams mega fara. Hér þarf að finna hægri bakvörð en ekki forgangsatriði þar sem vel er hægt að leysa þetta.

    MID Henderson, Fabinho, Alcantara, Ox, Milner, Keita, C.Jones (þetta er svakalega brothætt miðja þar sem regluleg meiðsli trufla vel taktinn í leik þessara manna)………. Minamio hlýtur að fara fram á sölu þar sem Elliott er kominn fram fyrir hann. Hér bara VERÐUR að fá inn proven solid miðjumann og það strax!

    ATT Mané, Firmino, Salah, Jota, Elliott………… Origi, Ojo og Gordon mega allir fara. Hér verður líka að kaupa leikmann, svo ég tali ekki um ef Firmino er frá í tvo til þrjá mánuði.

    Ég óttast alveg svakalega að ekkert gerist í dag hjá Liverpool og ég skil vel að Edwards vilji fara og hætta þessum sultar buisness sem FSG býður honum upp á. Ef ekkert gerist í dag þ.e. ef enginn leikmaður kemur inn, þá er alveg útilokað að Liverpool vinni deildina. Breiddin hjá keppinautum okkar er bara einfaldlega of mikil.

    16
    • Losa sig við Gordon? Hann er 16 ára, kom í lok janúar og þykir eitt mesta efnið í boltanum?

      OK.

      9
      • Gordon er ekki að fara skipta okkur neinu máli á þessu tímabili og það er til nóg af jafn frambærilegum leikmönnum.

        3
  4. Jæja þá er framtíðin hjá Nat Philips komin á nokkuð hreint, hann á að spila framar á vellinum þetta tímabilið og hjálpa þeim frammi að skora mörk ásamt Alisson.
    Það er frábært að það er verið að láta menn skrifa undir en ég vil losna við þessa eigendur ASAP

    https://www.liverpoolfc.com/news/first-team/442317-nathaniel-phillips-signs-new-long-term-liverpool-deal

    Ef það væri ekki fyrir útsjónasemi Edwards og gæði Klopps sem þjálfara þá værum við í vondum málum

    7
  5. Ég bara átta mig ekki á því hvernig þessi hópur á að komast í gegnum deild og meistaradeild með þennan þunna hóp!

    6
  6. Þeir sem vilja ólmir kaupa menn núna, eru þeir með hugmyndir um hvaða leikmenn passa í kerfið og planið og hugsunina hjá Klopp? Af hverju ætti maður að vera fúll með þennan glugga ef þjálfarinn mögulega telur ekki þörf á kaupum? Hver vill vera keyptur í lið til þess að sitja mögulega á bekk meirihluta tímans. Breidd er góð, en … mér fannst liðið okkar vera bara alveg þokkalega betra á móti Chelsea. Sóknin átti ekki sinn besta dag, en á góðum degi eru Jota, Firmino, Salah og Mané framúrskarandi. Einhvers staðar las ég að þetta væri besta sóknarlínan. En … ég skil þankaganginn. Ég bara vil ekki kaupa einhvern … bara til þess að kaupa.

    Í hliðstæðum veruleika kemur Mbappé til liðsins og svo Haaland. Með þessa tvo verða allir glaðir og framtíðin er björt. En hvernig verður uppstilling á liðinu og mórallinn í kjölfarið? Verða allir kátir og glaðir – á bekk og á velli?

    Ofan í pælingar með leikmannakaup, hvernig eru launasamningar hjá leikmönnum? Hvernig eru laun leikmanna hjá Top6 liðunum? Er reksturinn bara í fínu lagi hjá öllum?

    Í alvörunni væri ég til í þessa kumpána, en ég ætla bara að nota klisjuna og segjast treysta Klopp algjörlega. Því ég geri það.

    Fari allt til helvítis, þá getur vel verið að ég hugsi til baka og segi: Damn … hefði verið gott að fá hinn og þennan í glugganum … – en svo getur vel verið að ég fagni titli með þessum hóp. Just saying.

    8
    • Saul Niguez hefði verið flottur en hann virðist vera fara til Chelsea eftir að við höfum eytt öllu sumrinu í að spá í leikmanninn.
      Sergej Milinkovic Savic hefur spilað mjög vel á Ítalíu síðustu tímabil og Lazio ekki í CL. Mjög stöðugur leikmaður.
      Ruben Neves er svo leikmaður sem hefur sannað sig í ensku og getur vel aukið breiddina á miðjunni hjá okkur.

      En ég veit svo sem ekki hvort þessir leikmenn passi inn í “planið og hugsunina” hjá Klopp en að mínu viti auka þeir sannarlega breiddina hjá okkur sem okkur sárlega vantar. Síðasti vetur var kraftaverk að enda í 3.sæti og núna er Firmino meiddur og hver veit hvað gerist næst.

      Það þarf að auka breiddina hjá okkur á miðjunni og frammi þótt það sé ekki nema til þess að fara byrja endurnýja þetta lið. Þeir verða ekki endalaust 28 ára.

      2
  7. Mér finnst þetta tal um að FSG sé ekki að setja peninga í liðið alveg fráleitt. Sumir virðast halda að eini kostnaðurinn við að halda úti liði séu kaup á leikmönnum. Launin eru hins vegar miklu stærri liður og þar er Liverpool með þeim hæstu. Klopp sjálfur hefur sagt að það sé mikilvægast að halda í þá góðu menn sem við höfum því það sé mjög erfitt að finna aðra betri. Kostnaðurinn við þessar framlengingar sem hafa verið gerðar í sumar eru örugglega mældar í hundruðum milljóna punda. Án þess að ég þekki tölurnar þá er Liverpool örugglega eitt af þeim liðum sem hefur varið stærstum fjárhæðum í leikmenn í sumar.

    4
  8. Maður treystir Klopp og félögum en maður gerði það alveg á síðasta tímabili líka þegar maður hafði áhyggur af miðvarða breyddinni sem varð að stórslysi.
    Þá voru menn að tala um að það var ótrúlegt að allir voru að meiðast en það var samt ekki það ótrúlegt að Gomez/Matip duttu út og svo á maður alltaf að vera tilbúinn með plan B/C ef allt fer til fjandans eins og það gerði en við vorum ekki með það.

    Núna erum við að detta í svipaðan pakka. Hægri bakvarðastaðan er flott með Trent en ef hann meiðist? Gott og vel þá erum við með engan í hans klassa enda ekki margir til í heiminum en næsti maður inn er Neco sem er svo langt í frá í þessum gæðum eða spila köppum eins og Milner eða Gomez úr stöðu. Kannski Ox settur í þetta sem væri ekki ákjósanlegt.

    Það er samt breydd framlínunar sem veldur manni áhyggjum núna þegar glugginn er að loka. Salah, Mane, Jota og Firmino eru frábærir leikmenn en ef einn eða fleiri af þeim detta úr leik þá er næstir inn Minamino, Ox, Origi eða kannski líklegast 18 ára Elliott.
    Þetta er ekki góð staða til að vera í og væri draumurinn að fá inn einn annan sóknarmann til að koma í veg fyrir að tímabil þar sem ekki má eiga slæman kafla í (miða við Man City/Chelsea/Man utd eitt af þessum liðum mun eiga heilt gott tímabil það er bókað) verðu ónýtt af því að við missum tvo leikmenn í Afríkukeppni eða misstum tvo af fjóru fræknum í meiðsli á sama tíma.

    YNWA – Ég trú ég vona og ég tel að ef við höldum öllum lykilmönnum heilum þá erum við líklegir til að verða meistara í ár (já ég sagði meistara) en að halda öllum heilum er langsót von en væri draumurinn að vera með betri lausnir til að takast á við meiðsli.

    3
  9. Ég er mjög ánægður með að samningar hafi náðst við fyrirliðann okkar. Hef alla tíð verið mikill stuðningsmaður og aðdáandi Henderson. Hann á ótrúlega stóran þátt í velgengni Liverpool síðustu ára.

    Áfram Liverpool! Áfram Klopp!

    5
  10. LFC er með þessum glugga búið að tryggja að það verður topp 4 lið næstu 5 árin. Það finnst mér all nokkuð.

    Sóknarlega eru vandamál liðsins helst þau að enginn vill leika með okkur nema örfá lið sem hafa hóp í það eða smálið í UCL þar sem þau hafa engu að tapa. Við erum því með lið sem sóknarlega treystir á hraða og snarpar sendingar/skiptingar sem er oftast að spila á móti 532 eða jafnvel 541 kerfum. Okkar eini sóknarmaður sem er yfir 65 kg og 180cm er svo líka besti markmaður heims… Origi telst því miður varla með lengur sem sóknarmaður þar sem hann er algerlega kominn úr leikæfingu og virðist hafa tapað trausti Klopp endanlega. Þetta takmarkar mjög möguleika okkar í leikjum þar sem við erum með 10 leikmenn fyrir ofan miðjubogann.

    Einnig, eins og reglurnar eru að þróast núna, þá er enska deildin að fara í átt að gamaldags leikstíl þar sem tuddaskapur virkar betur en hraði og snöggar sendingar. Ég vona að við eigum einhver svör við því — en það er ekki augljóst að við getum unnið deildina þegar líkamsárásir á varnarmenn eru leyfðar og varnarmenn mega stunda treyjutog og hrindingar að mestu án þess að sé flautað.

    En það góða er að mér finnst svo ógisslega meira gaman að horfa á Liverpool spila fótbolta núna miðað við fyrir 10 árum. Bikarar eru bara bónus.

    1
  11. ,, Topp 4 lið næstu 5 árin ,, er bara alls ekki mikill metnaður í sjálfu sér. Við stuðningsmenn viljum titla og breiðan hóp sem er ekki með fullt af meiðslapésum og menn sem eru að detta inn í full háan aldur.

    7
    • Sammála að það væri ekki mikill metnaður. Enda held ég ekki að það sé allur metnaðurinn. En FSG og Klopp eru algerlega samstíga með það að byggja á traustum grunni. VIð sjáum hvað gerðist hjá ManU þegar þeir reyndu að kaupa einstaka leikmenn og þjálfara til að komast aftur á toppinn. Þegar ég segi að þessi gluggi hafi tryggt topp 4 er ég ekki að segja að það sé nóg eða að FSG sé sátt við það. En einn gluggi hefur gert helv. mikið á þeirri langtímahlið miðað við hvað hann hefur gert lítið fyrir skammtímann.

      Ég held að metnaður LFC sé að vera alltaf fært um að keppa um bikara. Til að gera það verður lið að vera í UCL og það verður að vera nógu traust fjárhagslega og leikmannalega til að spila 50+ leiki á ári. Á rekstrarhlið félagsins hefur þetta verið að gerast og við höfum séð það á vellinum.

      LFC var fyrir 11 árum gjaldþrota og hafði verið rekið af kjánum í nokkur ár og missti algerlega af mörgum meiriháttar breytingum í viðskiptamódeli nútíma íþróttafélags. Í dag erum við akkúrat andstæðan við það. Við sjáum félag sem er að styrkjast alls staðar í rekstri, vinsældum, leikmönnum, undirstöðum, leikvelli, osfrv. Til að vera sjálfstætt stórveldi í heimi þar sem olíuríki og ólígarkar eiga önnur félög er það nauðsynlegt. Ég hef trú á stefnunni til lengdar.

      En djö. væri ég samt til í að fá einn alvöru sóknarmann inn til viðbótar.

      7
      • Sammála öllu sem þú skrifar hér, ég mann þá tíð eins og þú að við vorum innan við korter frá því að fara á hausinn með stæl fyrir nokkrum árum.
        Það má eflaust gagnrýna eigendurnar fyrir ýmislegt en ég verð þeim ævinlega þakklátur fyrir að bjarga klúppnum okkar frá gjaldþroti, þeir eru búnir að skila okkur nokkrum dollum og veitt okkur ómældar ánægjustundir.
        Að sjálfsögðu vil ég fleiri toppleikmenn til okkar eins og flestir en með fleiri leikmönnum þá fækkar möguleikum ungu leikmannana okkar til að blómstra og fylla okkur af stolti.
        Hvað sem öðru líður þá hef ég stutt liðið í rúm fimmtíu ár og það verður engin breyting á því svo lengi sem ég lifi.
        YNWA.

        2
  12. FSG out ! Blóðsugur á LFC. Þeir eru að snúast upp í Gillette og Hicks 🙁

    10
  13. Griezmann var óvænt að fara til A.Madrid aftur þar sem að Barcelone fengu til sín Luuk De Jong.
    Af hverju fara Liverpool menn ekki á eftir Suarez ?
    Hann væri frábær viðbót við hópinn og geggjaður varamaður til að koma inná til að breyta leikjum.

    5
    • Það væri geggjað að fá Suarez…..man vel eftir þvi þegar Anelka kom…..

      2
  14. Ég sé ekki tilgang að kaupa leikmann nema hann styrki byrjunarliðið. Hópurinn er mjög sterkur eins og hann er núna. T:d fyllir Harvey Elliot alveg upp í hvarf Wijnaldum og við erum með fjóra góða miðverði núna en vorum aðeins með þrjá í byrjunarliðshópi í fyrra.

    • Sérðu ekki tilgang að kaupa leikmann nema að hann styrki byrunarliðið, heldurðu að Liverpool væri sterkara með t.d Suarez á bekknum eða Origi ?
      Það þarf sterkan hóp, Liverpool eru með frábæran 13 manna hóp og svo eru menn sem kona inn á en breyta engu.
      #FSGOUT

      7
      • 13 manna sterkan hóp ?

        Markvörður
        Alison
        Miðverðir –
        Konate – Gomez- Van Dijk -Matip-
        Bakverðir –
        Trent – Robertson – Kostkas
        MIðja
        Thiago – Henderson – Elliot – Milner – Champerlain- Keita -Fabinho -Jones
        Sókn
        Firmino – Jota- Mane- Sallah-

        að við séum bara með 13 sterka leikmenn er nátturulega hreinræktað bull. Þessi breidd er þónokkuð, enda erum Englandsmeistarar árið áður.

        Kaupa aftur Suarez ? 34 ára leikmann sem fór frá klúbbnum með skít og skömm og á svona 2 ár eftir sem leikmaður ? Nei takk. Þá vil ég frekar FSG stefnunua sem kaupir inn skynsamlega í hverja stöðu. LIðið færi strax í sömu sporin og það var í ef það tæki mark á þínu mati á leikmannamarkaði.

        2
  15. gæti orðið ansi þunnskipað í vetur þegar meiðslalistinn fer að lengjast

    4
  16. Coutinho og Suarez á diskinn minn á næsta klukkutímanum ef ég væri á heftinu….

    2

Gullkastið – Jafnteflistap og leikmannaglugginn

Er Liverpool að verða næsta Arsenal?