Nýr CL dráttur – FÁUM INTER!

Komið *STAÐFEST á síðu UEFA.

Mótherjar okkar verða semsagt Inter sem að í dag sitja á toppi Serie A og alveg hörkulið. Förum suður fyrir Alpana og aftur á San Siro, núna gegn ólseigu Inter-liði sem við auðvitað förum nánar yfir. Fyrst í podcasti kvöldsins og svo almennilega þegar nær dregur.

Þvílíka bullið…en klárt, það er Inter. Áfram veginn!!!

PSG – Real Madrid

Inter – LIVERPOOL

Villareal – Juventus

Atl. Madrid – Man. United

Chelsea – LOSC Lille

Benfica – Ajax

Sporting – Man. City

Salzburg – Bayern Munchen

Búið að fara yfir málið og nú eru eftirlitsmenn mættir á staðinn til að hafa allt klárt. Ákveðið var að endurtaka allan dráttinn því óvíst er að nokkur leikur í fyrra skiptið hafi ekki verið í brasi.

Leggjum í hann.

UEFA síðan er komin í standby mode og segir dráttinn skammt undan.

Nú á víst ekki að láta tölvu stýra kúlunum. Ég treysti UEFA.com ekki lengur svo ég hlusta á vini mína á BT Sport bara held ég. Er viss um að þetta verður eitthvað stuðið. Öll liðin eru tilbúin að vera hundfúl líklega!

Uppfært kl. 12:48

DRÁTTURINN ÓGILDUR OG DREGIÐ Á NÝ

UEFA ákvað að fá FIA ekki með sér í verkefnið að kveða upp úr um réttmæti dráttarins og ljóst er að þau mistök sem við förum yfir hér að neðan hafa orðið til þess að allur drátturinn verður endurtekinn. Við verðum því aftur með live feed frá UEFA stöðvunum, hefst kl. 14.

Þetta var víst svo ekki klúður hjá UEFA sko…það var nefnilega sko…vandi í tölvukerfinu sko…sem þeir keyptu af öðrum sko…þannig að þá þarf að draga allt sko… Svona “hundurinn át heimavinnuna mína” afsökun!

Uppfært kl. 12:20

UEFA tókst að gera afar mögnuð mistök þegar að kúla Manchester United var ekki með þegar mótherjar Atletico Madrid voru dregnir. Madridarmenn eru ekki glaðir með sitt hlutskipti, þ.e. að lenda gegn Bayern og hafa heimtað endurtekningu á drættinum.

Ákveðið verður fyrir kl. 13 á íslenskum tíma hvort draga þarf aftur en ansi miklar líkur eru á því.

DRÁTTUR Í 16 LIÐA ÚRSLIT

PSG – Man. United

Chelsea – Lille

Þýðir að United spilar við PSG!!!

Sporting Lisbon – Juventus

Inter – Ajax

Salzburg – LIVERPOOL

Atl. Madrid – Bayern Munchen

Villareal – Man City

United kom upp fyrst en dregið aftur því þeir voru saman í riðli

Benfica – Real Madrid

Óvenju stutt bull fyrir drátt!!!

Í dag verður ljóst hvaða liði við munum mæta í 16 liða úrslitum CL þegar UEFA mun nota ca. 17 klukkutíma til að sjúga þá karamellu áður en kúlurnar rúlla í réttar horfur.

Við ætlum að fylgjast með í gegnum daginn en þeir sem vilja fá lifandi sjónvarp með öllum fínheitunum geta smellt á þennan hlekk og horft á lifandi streymið og öll gefandi samtölin.

Sigurvegararnir í hattinum fá seinni leik á heimavelli og þetta eru þau lið:

Liðin sem urðu í öðru sæti eru dregin fyrst og þetta eru þau:

Af þessum liðum getum við ekki dregist gegn Atletico Madrid (vorum með þeim í riðli) og Chelsea (frá sama landi). Hin sex semsagt í boði í kúlunum góðu.

Streymið hefst kl. 11:00 og við komum með fréttir jafnóðum, efsta fréttin alltaf nýjust.

33 Comments

 1. PSG eða Inter fyrir mig takk.
  Vil sjá alvöru leik með fullri virðingu fyrir hinum liðunum.

  1
 2. Geggjaðir dráttur. NKL það sem ég vildi að við fengjum eitthvað sem á að teljast á pappír þægilegt og að man utd fengi PSG. ég vildi EKKI fá þá strax. Allt getir verið erfitt en ég vildi eitthvað eins og þetta og sýnist 8 bestu lið Evrópu geta komist í 8 lóða úrslit og þau verði rosaleg..

  1
 3. Eins og skrifað í skýjin, við fáum Salzburg, en manu PSG, þar sem öll fjölmiðlaumföllunin verður, Messi vs Ronaldo lari lari lei. Bara góður dráttur:)

  YNWA

  1
  • Skilst að Atl. Madrid sé að kvarta yfir þessu, vilja frekar fá Utd en Bayern 😉

   1
 4. Sælir félagar

  Við getum verið sátt við þennan drátt og að öllu óbreyttu ætti Liverpool að komast áfram. Sá leikur sem mun fá meztu athyglina er leikur PSG og MU. Ekki vegna gæða liðanna (PSG) eða skorts á gæðum(MU) heldur vegna Messi og Ronaldo. Þessir leikmenn eru fyrirbrigði í fótboltasögunni og munu taka mikla athygli þess vegna.

  Það er nú þannig

  YNWA

  1
 5. Hlýtur að vera dregið aftur, annað er ekki sanngjarnt gagnvart Atletico Madrid .

 6. Þeir ættu kannski aðeins að slappa af með það að hafa útsendinguna 70 mínútur af uppfyllingarefni og nota þær frekar í að reikna út hvernig best er að draga 16 lið upp úr skál án þess að klúðra því. Djöfull sem þetta er vandræðalegt fyrir UEFA, var ekki á það bætandi hjá þeim.

  4
 7. Eg skil vel að þeir hafi gleymt að setja manjútt í kúluna enda eru þeir ekkert vanir að vera með.

  32
 8. Jæja Inter var það þá, ég er sáttur með það.
  svo verður rosalegur slagur á milli PSG og Real Madrid.
  Chelsea og City fá nokkuð þægilegt prógram og ættu að sigla þessu þægilega heim í 8 liða.

 9. Ég held að það þurfi að draga aftur. Hvers vegna var Liverpool ekki í pottinum með Villareal? Bara Juventus. Er það ekki e-h skrítið?

  1
 10. Jæja, þá er það ljóst.
  Áfram gakk.
  En pappakassarnir hjá UEFA láta sko ekki að sér hæða. 😀

 11. Smá pæling, þegar Villareal kom upp úr pottinum var sagt að Liverpool gæti ekki mætt þeim, af hverju??

  1
  • Real gat ekki fengið Villareal eða Inter,varð því að fá PSG.
   Juve mátti ekki fá Inter, urðu að fá Villareal, eins og ég skil þetta.

  • eru menn ekii eitthvað að misskilja Liverpool hefði allveg getað dregist á Villareal en ekki á móti ensku liði og Villa ekki á móti spænsku liðu í 16 liða síða er það ekki þannig þegar komið er í 8 liða.

   YNWA.

 12. Nkl. þarf ekki að draga aftur?

  Líka þegar Chealsea kom og eina liðið sem þeir gátu mætt var Lille.

  Skil þetta ekki alveg.

 13. Svo að ég svari sjálfum mér og #18. Ef að Juventus væri með Real, Inter og PSG væri komin sjálfhelda. Þeir myndu bara geta mætt PSG sem myndi þýða að Real þyrfti að mæta Inter sem voru saman í riðli.

  1
 14. Liverpool couldn’t play Villarreal as it would have meant Inter Milan meeting either Real Madrid (same group) or Juventus (same country).

  2
  • Ég held að PSG verði slegið út af Real Madrid líka þannig að þá erum við lausir við þá 🙂

   YNWA.

   2
 15. Real, Bayern, Chelsea, Atletico, Man C, Juve, Ajax og Liverpool áfram í 8 liða.

  Fáum Atletico í 8 liða og Chelsea í 4 liða. Bayern í úrslitum.

  Samþykkt?

  3
  • Mæl þú manna heilastur Kristinn. Sennilega er Bayern líklegasta liðið til að komast upp á milli þeirra ensku. Þar fyrír utan eru þeir með hörkulið og mikla hefð fyrir góðum árangri í Evrópuleikjum.

   1
 16. Sannanlega segji ég yður, hefði svo mikið vilja sjá manu vs psg, shit. Ok við Milan engu við það að bæta, ja nema fyrir þau sem gera sér ferð til Milano að sjá leikinn, getur ekki verið annað en gaman.

  YNWA

  1

Bikarleikur hjá kvennaliðinu gegn Burnley

Gullkastið – Bring on yer Internazionale